Flokkur: "Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar"

Blaðsíður: 1 3 4

15.08.08

  18:10:40, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 63 orð  
Flokkur: Pílagrimsferðir, Páfinn, Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Benedikt páfi: Hyggst ferðast til Lourdes í Frakklandi

Asianews.it. Benedikt páfi XVI tilkynnti í dag í tilefni af hátíð uppnumningar Maríu meyjar (15. ágúst) að eftir einn mánuð myndi hann halda til Lourdes í Frakklandi til að minnast 150 ára afmælis birtinga meyjarinnar þar. „Uppnumning Maríu hjálpar okkur að bera vitni vonar og huggunar í heimi þar sem „falskur fögnuður og þjáning“ ríkja. [Tengill]

13.08.08

  17:31:27, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 67 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Kína: Trúarleg vefsetur sæta tálmunum

Asianews.it. Þrátt fyrir alþjóðlega gagnrýni á kínsversk stjórnvöld þess efnis að þau ritskoði Internetið sæta trúarleg vefsetur þar í landi enn tálmunum. Sérstaklega gildir þetta um kaþólsk vefsetur sem og vefsetur Falun Gong samtakanna. Pistlahöfundur Asianews skrifar að trúin sé leiðin til einsktaklingsins og þá leið vilji Kínastjórn ekki fara. [Tengill]

12.08.08

  20:02:30, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 59 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Indónesía: Kaþólskum presti rænt og honum misþyrmt

Asianews.it - Jakarta. Séra Susetyo ritara viðræðunefndar indónesísku biskuparáðstefnunnar var rænt af heimili sínu af ókunnum aðilum og honum misþyrmt. Hann er núna á sjúkrahúsi. Hann hefur verið áberandi í viðræðum trúarhópa sem róttækir múslimar eru lítt hrifnir af. [Tengill]

11.08.08

  17:45:32, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 116 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Filippseyjar: Uppreisnarmenn múslima hertaka kristin þorp

Asianews.it - Filippseyjar. Meira en 800 skæruliðar Moro frelsishers islam (MILF) hafa hertekið 15 þorp kristinna í Norður-Cotabato héraði á Mindanao, stærstu eyju Filippseyja. Stjórnarher Filippseyja hefur hafið gagnárás á skæruliðana. Um 20 manns eru fallnir og meira en 130 þús. eru á flótta bæði kristnir og múslimar. Rauði krossinn hefur hafið sendingar á lyfjum, mat og drykkjarvatni til svæðisins. [Tengill] Nýlega hafnaði hæstiréttur Filippseyja samkomulagi sem stjórn Filippseyja gerði við skæruliðasamtökin. Ágreiningur er því um landamæri sjálfsstjórnarsvæðis múslima. Biskupar kaþólsku kirkjunnar hafa gagnrýnt að efni samkomulagsdraganna skyldi ekki hafa verið birt almenningi.

09.08.08

  22:53:36, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 161 orð  
Flokkur: Önnur trúarbrögð, Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Indónesía: Þúsundir kristinna mótmæla sharia

Asianews.it. Jakarta. Í Jayapura, höfuðborg indónesísku Papúa hafa meira en 3500 kristnir mótmælt upptöku sharia laga í héraðinu. Orðrómur er um að sharia verði komið á en mótmælendurnir halda fram að héraðið njóti sjálfsstjórnar og slík lög verði ekki innleidd nema með samþykki héraðsbúa. Í Padang höfuðborg Vestur-Súmötru minnir ástandið æ meir á íslamskt ríki. Kvenstúdentar sem ekki bera slæðu eru gjarnan reknir tímabundið úr skóla. Ákvæði frá 2005 um að virða skuli reglur islam er látið gilda fyrir aðra en múslima. Upptaka sharia líkra lagaákvæða í héruðum Indónesíu sést æ oftar og ríkisstjórnin hefur ekki staðið í vegi fyrir því þrátt fyrir mótmæli frá trúarlegum minnihlutahópum sem og mannréttindahópum. [Tengill1] [Tengill2]

07.08.08

  17:26:32, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 55 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Nígería: Aukið misrétti og ofbeldi gagnvart kristnum

indcatholicnews.com. Nýverið bárust fréttir af því að vísbendingar um kerfisbundið misrétti og ofbeldi gegn kristnum ætti sér stað í Norður-Nígeríu. Fregnir berast af árásum og eyðileggingu kirkna sem og brottnámi ungmenna í þeim tilgangi að fá þau til að snúast til islam. [Tengill]

01.08.08

  08:36:30, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 87 orð  
Flokkur: Samkirkjuleg málefni, Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Kasper kardínáli: Sambandið við Anglíkana í hættu

Cwnews.com - London. Mikil átök innan anglíkönsku kirkjunnar um málefni sem lúta að vígslum homma og kvenna hafa sett samskiptin við anglíkönsku kirkjuna í hættu. Þetta kom fram í máli Kasper kardínála sem hann flutti á Lambeth ráðstefnu anglíkönsku kirkjunnar nýlega. [Tengill] Kardínálinn sagði að með gjörðum sínum þá tækju Anglíkanar sér stöðu með mótmælendum fremur en með kaþólskum og orþodoxum.

  08:19:58, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 92 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Jakarta: Nemendur guðfræðiskóla enn á hrakhólum eftir árás

Asianews.it - Jakarta. Nemendur og kennarar kristins guðfræðiskóla sem varð fyrir árás róttækra múslima 26. júní sl. eru enn á hrakhólum. Sumir fengu húsaskjól í þinghúsi, aðrir hjá lögreglunni og enn aðrir í kirkju. Ætlun þeirra er að fara með mál sitt fyrir mannréttindasamtök. Árásin var gerð af róttækum múslimum og að sögn skipulögð af fyrirtæki sem ásælist landið þar sem guðfræðiskólinn hafði aðsetur. [Tengill]

28.07.08

  13:22:40, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 63 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Talsmaður Páfagarðs svarar opnu mótmælabréfi

Catholicnews.com. Í svari sínu við opnu bréfi kaþólskra mótmælahópa sem birtist í ítalska dagblaðinu Corriere della Sera 25. júlí sl. sagði talsmaður Páfagarðs að stefna kirkjunnar hvað varðar tilgerðar getnaðarvarnir væri óbreytt og að athyglisvert væri að orðið „kærleikur“ kæmi ekki fyrir í bréfinu. [Tengill]

26.07.08

  11:23:33, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 108 orð  
Flokkur: Önnur trúarbrögð, Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Múslimar á Filippseyjum fordæma hótunarbréf

Asianews.it. Múslimskir hópar á Filippseyjum hafa fordæmt nýlegt hótunarbréf sem kaþólski biskupinn í Basilan einni eyja Filippseyja fékk föstudaginn 18. júlí sl. Í bréfinu var biskupinum tilkynnt að hann fengi 15 daga frest til trúskipta eða greiðslu verndarskatts. Biskupinn segir þetta ekki vera einu hótunina sem hann hefur fengið. Basilan er hluti af sjálfstjórnarhéraði múslima (ARMM)* sunnarlega í eyjaklasanum. Fyrr á þessu ári voru um 1200 kristnir bændur flæmdir brott frá svæðinu á þeim forsendum að forfeður múslima hefðu átt landið.

* ARMM er skammstöfun á 'Autonomous Region in Muslim Mindanao'.

24.07.08

  21:19:25, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 67 orð  
Flokkur: Páfinn, Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Benedikt páfi: Kristin trú hamlar skaðlegum áhrifum afstæðishyggju

Asianesws.it. Benedikt páfi XVI sagði í nýlegu ávarpi sínu til ástralskra ungmenna á Heimsdegi æskunnar að kristin trú væri andsvar gagnvart 'eitri' afstæðishyggjunnar sem mengaði sköpunarverkið og smækkaði ungt fólk niður í það að verða einungis neytendur. Hann talaði einnig um boðunarhlutverk gagnvart þeim sem ekki hafa tekið kristna trú.

Sjá hér: [Tengill]

10.07.08

  23:59:22, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 101 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Tyrkneska ríkið tapar máli í Strassbourg

Tyrkneska ríkið tapaði nýlega máli sem samkirkjulegri patríarkinn af Konstantínópel (í Istanbúl) höfðaði fyrir mannréttindadómstólnum í Strassbourg. Ríkið hafði tekið munaðarleysingjahæli sem kirkjan átti eignarnámi og það var dæmt til að skila því aftur. Með dómnum fær patríarkatið alþjóðlega viðurkenningu sem lögaðili og má því eiga eignir. Hingað til hafa trúarlegir minnihlutahópar í Tyrklandi ekki haft stöðu lögaðila og hafa því ekki mátt eiga eignir.

Sjá nánar á Asianews.it

03.05.08

  22:37:53, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 137 orð  
Flokkur: Helgir menn, Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Focolare hreyfingin telur nú 2 milljónir meðlima

Chiara Lubich

Focolare hreyfingin sem Chiara Lubich stofnaði telur nú um 2 milljónir meðlima í yfir 180 löndum. Þetta kemur fram á asianews.it.
Chiara Lubich fékk köllun sína vegna reynslu sem hún varð fyrir í síðari heimsstyrjöldinni og fljótlega myndaðist hreyfing í kringum hugmyndir hennar sem fengu kirkjulega viðurkenningu fyrst árið 1947.

Read more »

27.04.08

  13:05:32, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 228 orð  
Flokkur: Helgir menn, Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Líkami Padre Pio til sýnis

Greint var frá því í liðinni viku að jarðneskar leifar ítalska prestsins og dýrlingsins Padre Pio (1887-1968) væru nú til sýnis þangað til í september 2009 í ítalska bænum San Giovanni Rotondo. Lík prestsins er í glerkistu en það var tekið úr hvílu sinni hinn 3. mars sl. 40 ár eru liðin frá dauða prestsins en hann vakti mikla athygli og virðingu á Ítalíu og víða um heim á meðan hann lifði sem heilagur maður, skriftafaðir og predikari því þúsundir manna vitnuðu um kraftaverk eftir að hafa átt fund með honum. Einnig vakti athygli við Padre Pio að frá árinu 1918 og til dauðadags 1968 var hann með sár á höndum og fótum og voru þessi sár af mörgum talin vera hið svokallaða 'stigmata' fyrirbæri eða eftirmyndir sára Krists.

Read more »

14.04.08

  22:19:10, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 386 orð  
Flokkur: Lífsvernd, Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Skoskur kardínáli varar við stofnfrumufrumvarpi á YouTube

Keith O'Brien kardínáli í Skotlandi hefur nýtt YouTube til að vara við frumvarpi bresku stjórnarinnar um stofnfrumur "Human Fertilisation and Embryology Bill". Í 5 mínútna löngu myndskeiði sem hann sendi öllum þingmönnum Bretlands endurtekur hann andstöðu sína við það að búa til frumublendinga manna og dýra. Sjá má erindi kardínálans hér:

Read more »

27.03.08

  21:25:27, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 135 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Kínverskir embættismenn staðfesta viðræður við Páfagarð

Kaþólska kirkjublaðið greinir frá því að talsmenn kínverskra stjórnvalda hafi staðfest að þeir eigi í viðræðum við Páfagarð með það að markmiði að bæta sambandið og koma á stjórnmálasambandi. „Kínverjar setja tvö skilyrði. Áður en unnt verði að koma á stjórnmálasambandi verður Vatíkanið að slíta stjórnmálatengsl sín við Taívan og viðurkenna rétt Kínverja til að stjórna aþjóðasamskiptum kaþólsku kirkjunnar þar“. Í fréttinni kemur fram að Páfagarður sé reiðubúinn að slíta stjórnmálatengsl sín við Taívan en geti ekki sætt sig við yfirráð „aðila sem hefur verið þröngvað upp á“ kirkjuna.

Kaþólska kirkjublaðið 18. árg. 4. tbl. bls. 8.

13.03.08

  16:25:53, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 194 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Dellufrétt um nýjar dauðasyndir flýgur um heimsbyggðina

Sú fregn hefur flogið um heimsbyggðina að Kaþólska kirkjan sé búin að skilgreina nýjar dauðasyndir. Hér á Íslandi hafa menn einnig látið blekkjast af þessum furðufregnum og ekki hirt um að kanna málið frekar eða skoða heimildir sínar með gagnrýnum hætti. Fyrstir til að láta blekkjast hérlendis virðast hafa verið hinn góðkunni fjölmiðlamaður Jónas Kristjánsson á vefritinu jonas.is sem og ritstjórn vefritsins vantru.is sem vísar í pistil Jónasar. Þessi missögn er byggð á útúrsnúningi á orðum Gianfranco Girotti erkibiskups í viðtali við málgagn páfagarðs L'Osservatore Romano og virðist breska dagblaðið The Daily Telegraph eiga hinn vafasama heiður að verða fyrst með dellufréttina sem sjá má hér. „Eitt af því sem Girotti erkibiskup hélt fram var að nútíminn skildi ekki eðli syndarinnar. Þessi fjölmiðlauppákoma virðist því óvart hafa undirstrikað það sem erkibiskupinn hélt fram" sagði í vefritinu Catholic World News í umfjöllun um málið sem lesa má hér.

28.01.08

  19:40:28, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 99 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Filippseyjar: 20 biskupar hitta stjórnina til að ræða vanda fátækra

Vefsetrið Asianews.it greinir frá því að 20 biskupar á Filippseyjum hafi fundað með leiðtogum landsins í forsetahöllinni til að ræða áhyggjur þeirra fyrrnefndu af vaxandi bili milli ríkra og fátækra í landinu. Um 10% þjóðarinnar ná að taka til sín meira en þriðjung þjóðarteknanna á meðan um 60% draga fram lífið undir fátæktarmörkum. Meðaltekjur fjölskyldu á Filippseyjum eru núna um 12 dollarar á dag og fáar fjölskyldur ná að leggja nokkuð fyrir.

Sjá: http://www.asianews.it/index.php?l=en&art=11342&geo=39&size=A

20.01.08

  20:45:57, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 158 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Fréttamolar úr heimi kaþólsku kirkjunnar

Páfi aflýsti áður fyrirhugaðri ræðu við setningu 'La Sapienza' háskólans í Róm vegna mótmæla sem 67 prófessorar höfðu staðið fyrir. Mótmælin voru að sögn vegna orða páfa sem hann lét falla sem kardínáli árið 1990 um að réttarhöldin yfir Galíleó hefðu á sínum tíma verið 'réttlát'. Vegna þessa dreif mikinn mannfjölda og háskólastúdenta, um 200 þúsund manns að sögn asianews.it til Péturstorgsins til að lýsa stuðningi sínum við páfa sjá hér. Ræðan sem hann hafði ætlað að halda er hér. Sjá einnig hér.

Tveir kaþólskir prestar urðu nýlega fyrir skotárásum. Einn á Filippseyjum sjá hér og hinn í Guatemala sjá hér.

Nýr yfirmaður Jesúítareglunnar hefur verið valinn. Sjá hér.

13.01.08

  18:23:06, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 189 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Tony Blair gengur í kaþólsku kirkjuna

Tony Blair fyrrum forsætisráðherra Bretlands gekk í kaþólsku kirkjuna hinn 21. desember síðastliðinn. Það var Cormac Murphy-O'Connor kardínáli sem framkvæmdi athöfnina.

Blair hafði sótt messu reglulega ásamt konu sinni Cherie og börnum þeirra. Áhugi hans á kaþólskri trú hefur komið skýrt í ljós á undanförnum árum og orðrómur um hugsanleg skref hans í þessum málum blossuðu upp í júní síðastliðnum þegar hann hitti Benedikt páfa XVI á einkafundi rétt áður en hann sagði af sér embætti.

Nýjar tölur frá Bretlandi sýna að flestir af þeim sem sækja kirkju reglulega þar í landi eru kaþólskir. Um 860 þúsund kirkjugesta sækja kaþólskar messur en 852 þúsund sækja messur anglíkana. Þetta gerist þrátt fyrir að messusókn meðal kaþólskra hafi fallið úr um 2 milljónum á 7. áratugnum. Innflutningur fólks frá kaþólskum löndum hefur þó snúið þessari þróun eitthvað við. Kirkjusókn anglíkana hefur á sama tíma hrapað stöðugt.

(CWNews.com) http://www.cwnews.com/news/viewstory.cfm?recnum=55541

30.09.07

  18:42:49, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 782 orð  
Flokkur: Þjóðfélagsrýni, Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Af ummælum erkibiskupsins í Mósambik

Nýleg ummæli erkibiskupsins í Mósambik Francisco Chimoio um að sumar verjur framleiddar í Evrópu séu smitaðar með HIV veirunni hafa valdið hörðum viðbrögðum í Mósambik og þegar bloggarar landsins sáu þessa frétt á mbl.is voru þeir fljótir til athugasemda. Sjá hér: [Tengill] Umræða um afstöðu kaþólsku kirkjunnar til þessara mála hefur verið töluvert í kastljósinu hérlendis frá andláti Jóhannesar Páls II páfa á vordögum 2005. Ljóst er að ef rétt er eftir erkibiskupinum haft og á þessari stundu bendir ekkert til annars þá hefur hann farið langt yfir strikið með þessum ummælum.

Read more »

24.07.07

  20:39:44, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 95 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Írland: Umræða um hjónabandið nauðsynleg

Í kaþólska mánaðarritinu Alive sem er stærsta fríblað Írlands er forsíðufrétt júlí-ágúst tölublaðsins tilvitnun í David Quinn hjá Iona Institute þar sem hann segir að umræða um hjónabandið sé nauðsynleg. Hann segir að fjölskyldulíf á Írlandi sé í hættu. Á síðastliðnum 20 árum hafi orðið 530% aukning í hjónaskilnuðum og að tíðni óvígðrar sambúðar sé hærri en í Bandaríkjunum. Fréttin er í heild sinni á forsíðu blaðsins á pdf formi sem finna má hér: [1]

14.05.07

  22:47:22, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 67 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

„Ef þjóðfélagið fylgir ekki Guði þá getur það ekki unnið mannkyni til góðs“

13.5.2007 Asianews.it - „Ef þjóðfélagið fylgir ekki Guði þá getur það ekki unnið mannkyni til góðs“. Þetta sagði Benedikt páfi XVI í ávarpi sínu til biskupa Rómönsku Ameríku sem hann flutti í Aparecida í Brasilíu. Í ávarpinu kom einnig fram að boðun trúarinnar og vitnisburður um Jesú Krist verði að vera takmark alla kristinna manna. Sjá hér: [1]

11.05.07

  19:58:21, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 109 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

„Sönn bylting kemur aðeins frá Guði“

11.5.2007. Asianews.it og Catholicnews.com „Sönn bylting kemur aðeins frá Guði, hin eina leið til að breyta heiminum.“ Svo mælti Benedikt XVI páfi í messu í São Paulo í Brasilíu þar sem yfir milljón manns voru saman komin. Í messunni tók páfi fyrsta Brasilíumanninn í tölu heilagra. „Altarissakramentið sem sameinar manninn Guði gerir kaþólikka að „flytjendum þess friðar sem heimurinn getur ekki gefið“ sagði hann. Það hjálpar fólki að ná áttum og býður heiminum „gegnsæja tilveru, tærar sálir, hreina huga sem hafna því að láta líta á sig sem hlutgervingu nautnar. [1][2]

05.05.07

  23:52:33, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 99 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

„Prestvígsla kvenna felur í sér vanvirðingu gagnvart konum“

Þetta sagði dr. Pia de Solenni á ráðstefnu í háskóla í Róm. „Kona verður aldrei brúðgumi á neinn hátt“ sagði hún. Það að vígja konu væri því fullkomin vanvirðing gagnvart því að hún er kona - brúður.“ Hún sagði að umræðan um vígslu kvenna í kirkjunni leggi ofuráherslu á hið karlmannlega. Konur þurfi að eiga sína rödd í kirkjunni en það verði að vera raunveruleg rödd en ekki rödd sem þurfi að hljóma eins og rödd karlmanns. Sjá hér: [1]

03.05.07

  22:06:51, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 134 orð  
Flokkur: Fjölmiðlarýni, Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

BBC vinnur verðlaun fyrir bestu trúarlegu sjónvarpsþættina

ICN London. Breska ríkisútvarpið BBC vann nýverið til verðlauna fyrir bestu trúarlegu sjónvarpsþættina í bresku sjónvarpi. Það voru þættirnir The Convent, Greater Love Hath No Man og Art & Soul sem unnu til verðlaunanna. Sjá nánar hér: [1]. The Convent greinir frá lífi fjögurra kvenna sem dveljast sex vikur í klaustri Klörusystra í Arundel. Verðlaunaveitingin kemur sér vel fyrir BBC því í lok síðasta mánaðar gagnrýndu tveir biskupar, einn kaþólskur og einn anglíkanskur útvarpsrás 1 hjá BBC fyrir skort á trúarlegri umfjöllun. Biskuparnir sögðu að rásir 2, 3 og 4 uppfylltu þær skyldur sem eru lagðar á útvarpið þar í landi að endurspegla samfélagið en rás 1 gerði það ekki. Sjá nánar hér: [2]

02.05.07

  22:30:25, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 128 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Filippseyskir biskupar biðja fyrir kosningum

Vefsetrið Asianews.it greindi frá því í fyrradag að biskuparáð kaþólskra biskupa Filippseyja hefði hvatt fólk til tíu daga bæna fyrir kosningum sem fram fara í landinu 14. þ.m. Mikið hefur verið um árásir á frambjóðendur í aðdraganda kosninganna og í síðustu viku lést borgarstjóri San Carlos í kjölfar árásar. Sjá nánar um málið hér: [1]. Í marsmánuði ásakaði Rosales erkibiskup í Manila bæði uppreisnarmenn kommúnista sem og stjórnarherinn um að bera ábyrgð á ofbeldinu. Sjá hér: [2]. Síðasta morðið var framið í dag þegar frambjóðandi í Santa Fè var skotinn til bana af tveim byssumönnum. Tala látinna frambjóðenda er því komin í 26 [3]. Þetta er þó heldur minna en tala fallinna í forsetakosningunum 2004 en þá féllu 148.

  22:11:42, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 69 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Kaþólskur pakistani sætir pyntingum vegna meints guðlasts

Vefsetrið Asianews.it greindi frá því í síðustu viku að kaþólskur Pakistani hefði verið pyntaður af æstum múg vegna meintra móðgandi orða um spámanninn Múhameð. Lögreglan skarst í leikinn, færði manninn í fangelsi en reyndi þá að þvinga fram játningu. Í Pakistan eru þyngstu viðurlög við guðlasti dauðadómur. Sjá nánar um málið hér: [1]

13.04.07

  21:55:54, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 84 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Ný bók eftir páfa kemur út 16. apríl

13.04. 2007 (CWNews.com) - Ný bók eftir Benedikt XVI páfa, Jesús frá Nasaret mun koma í sölu í Evrópulöndum 16. apríl á 80 ára afmæli hans. Ensk þýðing bókarinnar mun verða fáanleg í næsta mánuði. Ítalski útgefandinn sagði í fréttatilkynningu í dag að „páfi væri ekki hræddur að segja heiminum að með því að útiloka Guð og ríghalda í efnislegan raunveruleika þá hættum við á sjálfseyðingu í sálfselskri eftirsókn eftir al- efnislegri velferð.“ [1]

  21:50:16, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 46 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

„Skortur á meinlætaaga orsakaði trúarlega hnignun“

13.4.2007 (CWNews.com) - Misnotkunarmálin innan kaþólsku kirkjunnar orsökuðust aðallega af skorti á meinlætaaga, sérstaklega innan klerkastéttarinnar. Þetta er niðurstaða höfunda nýrrar bókar um málin þar sem niðurstöður rannsókna eru dregnar saman: [1]

  21:40:09, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 95 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Móðgandi myndatexti um Píus páfa XII á ísraelsku safni

12.04.2007 (CWNews.com og AsiaNews.it) - Mynd af Píusi XII páfa í safni í Ísrael hefur valdið spennu í samskiptum Páfagarðs og Ísraels því búið er að koma texta fyrir undir myndinni sem gefur til kynna að páfinn hafi látið sig þjáningar gyðinga í helförinni litlu varða. Sendifulltrúi Páfagarðs hefur ritað forstöðumanni safnsins bréf og mótmælt þessu. Hann segir að sögulegar rannsóknir hafi sýnt að páfinn hafi unnið ötullega að því að vernda gyðinga fyrir nazistum. [1] og [2]

08.04.07

  20:45:17, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 93 orð  
Flokkur: Dymbilvika og páskar, Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Til borgarinnar og heimsins - Urbi et orbi

8.04.2007. (AsiaNews.it) - Benedikt páfi XVI flutti boðskap sinn 'Urbi et orbi' eða 'til borgarinnar og heimsins' í dag á Péturstorginu í viðurvist meira en 100 þúsunda. 'Til borgarinnar' vísar til þess að hann er biskup Rómaborgar og því andlegur leiðtogi hennar og 'til heimsins' vísar til hirðisstarfs hans sem páfa og leiðtoga kaþólsku kirkjunnar. „Mannkynið verður að finna á nýjan leik hið sanna andlit Guðs“ sagði páfi m.a. í ávarpi sínu. Að lokum flutti hann kveðju á 62 tungumálum. [1]

  10:53:38, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 120 orð  
Flokkur: Dymbilvika og páskar, Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

„Þessi kærleikur er sterkari en dauði“

8.4.2007. (AsiaNews.it) - Páfi leiddi páskavökuna, hátíðlegustu athöfn kaþólsku kirkjunnar innan kirkjuársins í Péturskirkjunni í gærkvöldi. Við þetta tækifæri minntist hann skírnarinnar sem hann sagði að sameinaði manninn Kristi og líkti henni við nýja fæðingu. „Hlið dauðans eru lokuð og enginn kemur þaðan ... En Kristur hefur lykilinn. Kross hans opnar upp á gátt hlið dauðans ... Kross hans, hans róttæki kærleikur er lykillinn sem opnar dyrnar. Kærleikur þess sem þó hann væri Guð gerðist maður til þess að deyja. Þessi kærleikur hefur kraft til að opna dyrnar. Þessi kærleikur er sterkari en dauði.“ [1]

  10:37:31, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 78 orð  
Flokkur: Fastan, Dymbilvika og páskar, Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Páfi biður krossferilinn í Kólosseum

4.7.2007. (AsiaNews.it) - Að venju bað páfi krossferilsbænir í Kólosseum á föstudaginn langa. Krossferilsbæn felst í því að gengið er milli 14 staða og við hvern stað er ákveðinna atriða píslarsögunnar minnst. Páfi sagði við þetta tækifæri að íhugun píslarsögunnar minnti á þá sem þjást í heiminum því að vera kristinn þýddi það að hafa hjarta sem væri móttækilegt fyrir kvöl og þjáningum annarra. [1]

30.03.07

  23:00:54, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 67 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Breska lávarðadeildin stöðvar fyrirætlanir um spilavíti

Manchester, 29.03.2007. (indcatholicnews.com). Breska lávarðadeildin felldi í atkvæðagreiðslu áform um að stofna fyrsta risaspilavíti Bretlandseyja í Manchester. Neðri deild þingsins hafði áður samþykkt þessa heimild. Samtök trúarhópa í Manchester FN4M höfðu unnið ötullega gegn þessum áformum. Einnig var fyrirhugað að reisa 16 minni spilavíti víðar á Bretlandi en þau áform verða nú lögð á hilluna. [1]

1 3 4