Blaðsíður: 1 ... 27 28 29 ...30 ... 32 ...34 ...35 36 37 ... 46

27.09.06

  09:14:05, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 666 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Hl. Vincent de Paul – postuli hinna vanræktu

Í dag heiðrar kirkjan Vincent de Paul (1580-1660). Sjálfur komst hann svo að orði um sjálfan sig að ef það hefði ekki verið náð Guðs að þakka hefði hann orðið að „harðlyndum, árásargjörnum og grófgerðum rudda.“ Að eðlisfari var Vincent afar árásargjarn maður sem þeir sem þekktu hann staðfestu. Í stað þess varð hann að blíðlyndum manni, elskuríkum og næmum fyrir þörfum annarra.

Í einu bréfa sinna kemst hann svo að orði:

„Leitist við að sætta ykkur við það sem vekur mesta andúð hjá ykkur. Upprætið ávallt úr huga ykkar þau vandamál sem valda ykkur áhyggjum og Guð mun sjá um þetta allt saman. Ykkur mun bókstaflega verða um megn að leysa úr þeim öðru vísi en að særa hjarta Guðs vegna þess að hann sér að þið vegsamið hann ekki nægilega með heilögu trúnaðartrausti. Ég bið ykkur um að treysta honum og þið munið öðlast það sem hjarta ykkar þráir.“

Read more »

  08:10:29, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 423 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 27. september 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 9. 1-6

Hann kallaði saman þá tólf og gaf þeim mátt og vald yfir öllum illum öndum og til að lækna sjúkdóma. Hann sendi þá að boða Guðs ríki og græða sjúka og sagði við þá: „Takið ekkert til ferðarinnar, hvorki staf né mal, brauð né silfur, og enginn hafi tvo kyrtla. Og hvar sem þér fáið inni, þar sé aðsetur yðar og þaðan skuluð þér leggja upp að nýju. En taki menn ekki við yður, þá farið úr borg þeirra og hristið dustið af fótum yðar til vitnisburðar gegn þeim." Þeir lögðu af stað og fóru um þorpin, fluttu fagnaðarerindið og læknuðu hvarvetna.

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Vincent de Paul (1580-1660). Hugleiðing dagsins: Jóhannes Páll páfi II. Redemptoris missio § 30: „Hann sendi þá að boða Guðs ríki.“

Read more »

  08:10:04, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 423 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 27. september 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 9. 1-6

Hann kallaði saman þá tólf og gaf þeim mátt og vald yfir öllum illum öndum og til að lækna sjúkdóma. Hann sendi þá að boða Guðs ríki og græða sjúka og sagði við þá: „Takið ekkert til ferðarinnar, hvorki staf né mal, brauð né silfur, og enginn hafi tvo kyrtla. Og hvar sem þér fáið inni, þar sé aðsetur yðar og þaðan skuluð þér leggja upp að nýju. En taki menn ekki við yður, þá farið úr borg þeirra og hristið dustið af fótum yðar til vitnisburðar gegn þeim." Þeir lögðu af stað og fóru um þorpin, fluttu fagnaðarerindið og læknuðu hvarvetna.

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Vincent de Paul (1580-1660). Hugleiðing dagsins: Jóhannes Páll páfi II. Redemptoris missio § 30: „Hann sendi þá að boða Guðs ríki.“

Read more »

26.09.06

  09:07:59, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 832 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Hinn eilífi getnaður Orðsins í mannssálinni

Í umfjöllun minni um Bænaháskóla Guðsmóðurinnar í gær lagði ég ríka áherslu á iðrunina og syndafyrirgefninguna sem ávexti dyggða auðmýktarinnar, hlýðninnar og fátæktarinnar. Engin er eins hæf til að uppfræða okkur um þessar háleitu dyggðir eins og María Guðsmóðir vegna þess að þær bókstaflega holdguðust í henni í sýnilegri mynd og ávöxtur þeirra varð Sonur hennar Jesú og því er hún sögð blessuðust meðal kvenna! María Guðsmóðir er hinn gullni hlekkur milli Gamla sáttmálans og þess Nýja þar sem öll fyrirheit þess fyrri náðu fram að ganga sökum flekkleysis síns. Ef við gætum þess sjálf að varðveita hreinleika hjartans með því að hafna óhreinum hugsunum óvinar alls lífs með syndajátningu og syndafyrirgefningu samlíkjumst við Guðsmóðurinni í hennar eigin flekkleysi. Þannig verður okkar eigin hjörtu að hreinum og fægðum speglum sem uppljómast geta í hinu Óskapaða ljósi Guðs þannig að ljós hans tekur að skína í myrkrinu.

Read more »

  08:01:56, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 383 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 26. september 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 8. 19-21

Móðir hans og bræður komu til hans, en gátu ekki náð fundi hans vegna mannfjöldans. Var honum sagt: „Móðir þín og bræður standa úti og vilja finna þig." En hann svaraði þeim: „Móðir mín og bræður eru þeir, sem heyra Guðs orð og breyta eftir því."
Í dag heiðrar kirkjan: Heilaga Cosmas og Damían (d. 308?), lækna og píslarvotta. Hugleiðing dagsins: Heil. Ágústínus (354-430), biskup í Hippo (Norðurafríku) og kirkjufræðari. Um hinn heilaga meydóm, 5: María, móðir Krists, móðir kirkjunnar

Read more »

25.09.06

  22:58:36, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 172 orð  
Flokkur: Til umhugsunar

Við þekkjum ríki Guðs á kærleikanum

Móðir Teresa frá Kalkútta átti það til að segja eftirfarandi sögu:

„Einu sinni stóð Múhameðstrúarmaður við hlið mér og horfði á eina af okkur systur binda um sár holdsveiks manns, sem hún gerði af mikilli umhyggju og ást. Systirin sagði ekki orð við holdsveika manninn en hún gerði honum mikið gagn.

Múhameðstrúarmaðurinn sneri sér að mér og sagði: „Öll þessi ár hef ég trúað því að Jesús Kristur væri spámaður; einungis það, ekkert annað. En í dag hef ég komist að því að hann er Guð. Hann hefur látið ómælandi kærleika flæða um hjarta og hendur þessarar systur.““

Móðir Teresa bætti ávallt við eftir að hafa sagt þessa sögu:

„Enn þann dag í dag, veit þessi systir ekki að með hinni góða þjónustu sinni við holdsveika manninn bar hún Jesúm inn í líf Múhameðstrúarmanns.“

  09:35:48, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 995 orð  
Flokkur: Bænalífið

Ljós Krists í djúpi mannshjartans og svartnætti syndarinnar

Í hugleiðingunni með Ritningarlestrinum í dag (25. september) áminnir heil. Jóhannes Chrysostomos okkur á ljós Krists, eins og Drottinn gerir jafnframt sjálfur. Í silfurtærri lind guðspjallanna áminnir Drottinn okkur auk þess á þessa staðreynd með eftirfarandi orðum:

Auga þitt er lampi líkamans. Þegar auga þitt er heilt, þá er og allur líkami þinn bjartur, en sé það spillt, þá er og líkami þinn dimmur. Gæt því þess, að ljósið í þér sé ekki myrkur. Sé því líkami þinn allur bjartur og hvergi myrkur í honum, verður hann allur í birtu, eins og þegar lampi lýsir á þig með loga sínum" (Lk 11. 34-36).

Read more »

  08:09:43, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 368 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 25. september 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists mánudaginn 25. september er úr Lúkas 8. 16-18

Enginn kveikir ljós og byrgir það með keri eða setur undir bekk, heldur láta menn það á ljósastiku, að þeir, sem inn koma, sjái ljósið. Því að ekkert er hulið, sem eigi verður opinbert, né leynt, að eigi verði það kunnugt og komi í ljós. Gætið því að, hvernig þér heyrið. Því að þeim sem hefur, mun gefið verða, og frá þeim sem eigi hefur, mun tekið verða jafnvel það, sem hann ætlar sig hafa."

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Elzear (1286-1323) og blessaða Delphínu (1283-1358). Hugleiðing dagsins: Heil. Jóhannes Chrysostomos (um 345-407), biskup í Antiokkíu og síðar Miklagarði, kirkjufræðari. 15. hugleiðingin um Matteusarguðspjall: Lampinn á ljósastikunni

Read more »

24.09.06

  20:21:45, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 24 orð  
Flokkur: Vefrit Karmels

Heilagur Silúan starets á Aþosfjalli

Nú er rit Sofronij arkimandrita um líf, kennigar og skrif heil. Silúan starets á Aþosfjalli fyrirliggjandi á íslensku á pdf formati á Vefrit Karmels.

TENGILL

  10:56:34, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 865 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

„Hver sem tekur við einu slíku barni í mínu nafni, tekur við mér“

Í tilefni Ritingarlesturs dagsins í dag (24. september) kemur upp í huga minn viðtal sem ég las fyrir fjölmörgum árum í dagblaði við sendiherrafrú eina. Eiginmanni hennar var boðið til Ísraels og meðan hann sinnti einhverjum opinberum erindagjörðum sáu þarlend yfirvöld um að hafa ofan af fyrir sendiherrafrúnni. Meðal annars var henni sýndur einn af þeim fjölmörgu stöðum í Jerúsalem þar sem fornleifafræðingar voru að störfum.

Read more »

  09:56:22, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 403 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 24. september 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Mk 9. 30-37

Þeir komu til Kapernaum. Þegar hann var kominn inn, spurði hann þá: „Hvað voruð þér að ræða á leiðinni?" En þeir þögðu. Þeir höfðu verið að ræða það sín á milli á leiðinni, hver væri mestur. Hann settist niður, kallaði á þá tólf og sagði við þá: „Hver sem vill vera fremstur, sé síðastur allra og þjónn allra." Og hann tók lítið barn, setti það meðal þeirra, tók það sér í faðm og sagði við þá: „Hver sem tekur við einu slíku barni í mínu nafni, tekur við mér, og hver sem tekur við mér, tekur ekki aðeins við mér, heldur og við þeim er sendi mig."

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Pacifico frá San Severino (1653-1721). Hugleiðing dagsins: Heil. Íreneus frá Lyon (um 130-208), biskup, guðfræðing og píslarvott. Gegn villutrú IV. 38, 1-2): „Hver sem tekur við einu slíku barni í mínu nafni, tekur við mér.“

Read more »

23.09.06

  19:58:40, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 525 orð  
Flokkur: Fósturvernd, Úr lífi og starfi kirkjunnar

Hve margir eru kristnir menn á Íslandi?

Ofangreindri spurningu má eflaust svara með ýmsum hætti, m.a. með því að kanna niðurstöður skoðanakannana sem gerðar hafa verið á liðnum árum og fram undir það síðasta. Ekki sízt þyrfti að huga þar að afstöðu manna til ýmissa megin-trúaratriða kristninnar, þeirra atriða sem einna helzt skera úr um það, hvort menn teljist "kristinnar trúar". Það greinarefni bíður síðari tíma. – Önnur aðferð til viðmiðs er að kanna, í hvaða trúfélög, ef nokkur, menn eru skráðir. Hér birtist nú all-ýtarlegur listi um þá skráningu, eins og hún er nýjust frá Hagstofu Íslands, þ.e. frá 1. desember 2005 (saman tekin hér í eitt yfirlit fyrir þessa grein, og eru kristin trúfélög flokkuð sér, en önnur talin upp í öðrum lista). Munu niðurstöðurnar sennilega koma ýmsum á óvart. Átta stærstu trúfélögunum (sem um leið eru öll kristin) tilheyra alls 91,96% Íslendinga, en þar með er ekki allt sagt ....

Read more »

  11:25:18, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1122 orð  
Flokkur: Bænalífið

Í Bænaháskóla Guðsmóðurinnar

Í hugleiðingunni við Ritningarlestur dagsins (23. september) kemst Gregor mikli páfi svo að orði: „Verið árvökul svo að Orðið sem þið hafið meðtekið taki að hljóma í djúpi hjartans og festa þar rætur.“ Hversu sönn eru þau ekki þessi orð, svo sönn að einn af risum guðfræðinnar á tuttugustu öldinni, Karl Rahner (1904-1984) komst svo að orði: „Kristnir menn framtíðarinnar verða annað hvort djúphyggjumenn eða hverfa af sjónarsviðinu fyrir fullt og allt.“ [1] Hann skírskotaði til þessa sama djúps hjartans og Gregor páfi mikli, þess djúps sem Davíð komst svo að orði um í 42. Davíðssálminum: Eitt djúpið hrópar á annað“ (8. vers, Vúlgata). Djúp Guðs hrópar á djúp mannshjartans. Þessi afstaða er fágæt innan hinnar rökkryfjandi guðfræði (analythical) í dag.

Read more »

  10:04:27, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 659 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 23. september 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 8. 4-15

Nú var mikill fjöldi saman kominn, og menn komu til hans úr hverri borg af annarri. Þá sagði hann þessa dæmisögu: „Sáðmaður gekk út að sá sæði sínu. Og þá er hann sáði, féll sumt hjá götunni og varð fótum troðið, og fuglar himins átu það upp. Sumt féll á klöpp. Það spratt, en skrælnaði, af því að það hafði ekki raka. Og sumt féll meðal þyrna, og þyrnarnir spruttu einnig og kæfðu það. En sumt féll í góða jörð, óx upp og bar hundraðfaldan ávöxt." Að svo mæltu hrópaði hann: „Hver sem eyru hefur að heyra, hann heyri." En lærisveinar hans spurðu hann, hvað þessi dæmisaga þýddi. Hann sagði: "Yður er gefið að þekkja leynda dóma Guðs ríkis, hinir fá þá í dæmisögum, ,að sjáandi sjái þeir ekki og heyrandi skilji þeir ekki.' En dæmisagan þýðir þetta: Sæðið er Guðs orð. Það er féll hjá götunni, merkir þá, sem heyra orðið, en síðan kemur djöfullinn og tekur það burt úr hjarta þeirra, til þess að þeir trúi ekki og verði hólpnir. Það er féll á klöppina, merkir þá, sem taka orðinu með fögnuði, er þeir heyra það, en hafa enga rótfestu. Þeir trúa um stund, en falla frá á reynslutíma. Það er féll meðal þyrna, merkir þá er heyra, en kafna síðan undir áhyggjum, auðæfum og nautnum lífsins og bera ekki þroskaðan ávöxt. En það er féll í góða jörð, merkir þá sem heyra orðið og geyma það í göfugu, góðu hjarta og bera ávöxt með stöðuglyndi.
Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Pio frá Petrelcina (Padre Pio). [1] Hugleiðing dagsins: Heil. Gregor páfi hinn mikli (540-604), kirkjufræðari. Hugvekja um fagnaðarerindið 1, 15: Að bera ávexti stöðuglyndis (þolgæðisins)

Read more »

22.09.06

  10:22:44, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 825 orð  
Flokkur: Bænalífið

Bænin fyrir öllum íbúum jarðarinnar

S. l. miðvikudag vék ég að mikilvægi bænarinnar fyrir öllum íbúum jarðarinnar: SJÁ. Hún er samofin boðorðum Drottins og enginn sá sem hlýðnast þeim ekki getur nálgast Guð vegna þess að náð Guðs lifir ekki í honum. Æðst þessara boðorða og uppfylling þeirra allra eru þessi:

Þá kom til hans fræðimaður einn. Hann hafði hlýtt á orðaskipti þeirra og fann, að Jesús hafði svarað þeim vel. Hann spurði: „Hvert er æðst allra boðorða?" Jesús svaraði: „Æðst er þetta: ,Heyr, Ísrael! Drottinn, Guð vor, hann einn er Drottinn. Og þú skalt elska Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum huga þínum og öllum mætti þínum.' Annað er þetta: ,Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.' Ekkert boðorð annað er þessum meira" (Mk 12. 20-32).

Read more »

  08:55:43, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 416 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 22. september 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 8. 1-3

Eftir þetta fór hann um, borg úr borg og þorp úr þorpi, prédikaði og flutti fagnaðarerindið um Guðs ríki. Með honum voru þeir tólf og konur nokkrar, er læknaðar höfðu verið af illum öndum og sjúkdómum. Það voru þær María, kölluð Magdalena, er sjö illir andar höfðu farið úr, Jóhanna, kona Kúsa, ráðsmanns Heródesar, Súsanna og margar aðrar. Þær hjálpuðu þeim með fjármunum sínum.
Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Lárus Ruiz og félaga (1600-1637), filippeisk/kínverska píslarvotta. Hugleiðing dagsins: Jóhannes Páll páfi II. Mulieris Diginitatem § 16: „Með honum voru þeir tólf og konur nokkrar.“

Read more »

21.09.06

  21:41:23, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 105 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Þrír kaþólskir menn teknir af lífi í Indónesíu

Palu (AsiaNews). Þær fréttir voru að berast frá Indónesíu að þrír kaþólskir menn sem voru dæmdir til dauða fyrir þátttöku þeirra í uppþoti árið 2000 hafi verið teknir af lífi. Ýmsir mannréttindahópar, þeirra á meðal Amnesty International höfðu unnið í máli mannanna. Mennirnir höfðu óskað eftir því að fá að meðtaka sakramentin fyrir aftökuna en því var synjað.

Heimildir:
http://www.asianews.it/view.php?l=en&art=7280
http://www.asianews.it/view.php?l=en&art=6988
http://www.asianews.it/view.php?l=en&art=7279

  10:50:08, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 723 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Um frið Krists og fjórverutáknið

Guð fyrirhugaði mannkyninu ráðsályktun frá því „áður en heimurinn var grundvallaður“ (Ef 1. 4). Þessi fyrirhugun bjó í hjarta hans frá eilífð vegna þess að hann elskar sköpun sína. Við getum virt fyrir okkur þessa eilífu fyrirhugun í listasafni Heilags Anda í Ritningunum. Sem í skuggsjá komandi gæða opinberar hann okkur þessa fyrirhugun í tjaldbúð hins Gamla sáttmála. Þar getum við séð hvernig hin komandi kirkja átti að birtast á jörðu. Þar má sjá allt: Hin miklu áhöld opinbera okkur þannig sakramentin sjö og þar er okkur opinberaður staður friðar hans, eða eins og Davíð sagði: „Elfar-kvíslir gleðja Guðs borg, heilagan bústað Hins hæsta“ (Sl 46. 5). Þessar elfar-kvíslir eru fljót friðarins. Og í öðrum sálmi lesum við: Um hans daga skal réttlætið blómgast og gnóttir friðar, uns tunglið er eigi framar til“ (Sl 72. 7). Við kynnumst þessum frið í hinu Allra helgasta þar sem dýrð hins Hæsta ríkir yfir kerúbunum yfir sáttmálsörkinni sem í hinum Nýja sáttmála skírskotar til hins Alhelga Hjarta Jesú: „Frið læt ég yður eftir, minn frið gef ég yður. Ekki gef ég yður eins og heimurinn gefur“ (Jh 14. 27).

Read more »

  09:46:45, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 187 orð  
Flokkur: Trúarleg ljóð JVJ

Barátta (ljóð)

Ég berst við eigin, innri kvöl,
finn allt mitt líf er Guði háð …
Hans líknarhönd, hans ljúfust náð
nú leiði mig og frelsi í bráð
frá því sem veit ég bitrast böl …

Read more »

  09:40:42, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 624 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 21. september 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Mt 9. 9-13

Þá er hann gekk þaðan, sá hann mann sitja hjá tollbúðinni, Matteus að nafni, og hann segir við hann: "Fylg þú mér!" Og hann stóð upp og fylgdi honum. Nú bar svo við, er Jesús sat að borði í húsi hans, að margir tollheimtumenn og bersyndugir komu og settust þar með honum og lærisveinum hans. Þegar farísear sáu það, sögðu þeir við lærisveina hans: "Hvers vegna etur meistari yðar með tollheimtumönnum og bersyndugum?" Jesús heyrði þetta og sagði: "Ekki þurfa heilbrigðir læknis við, heldur þeir sem sjúkir eru. Farið og nemið, hvað þetta merkir: ,Miskunnsemi vil ég, ekki fórnir.' Ég er ekki kominn til að kalla réttláta, heldur syndara."

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Matteus guðspjallamann. Hugleiðing dagsins: Íreneus frá Lyon (um 130-208), biskup og píslarvottur. Gegn villutrú c. Bók III. 11, 8-9: Heilagur Matteus, einn guðspjallamannanna fjögurra

Read more »

20.09.06

  11:13:34, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 797 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

„En spekin hefur rétt fyrir sér, það staðfesta öll börn hennar.“

Þann 18. september s. l. var systir Leonella Sgorbati, 65 ára gömul ítölsk nunna sem starfað hafði árum saman í SOS barnaþorpinu í Mogadishu í Sómalíu skotin til bana. Tveir byssumenn frömdu ódæðið og hún gerði sér ljóst að hún var að deyja og endurtók í sífellu: „Ég get ekki andað, ég get ekki andað.“ Samkvæmt því sem Upplýsingaskrifstofa kaþólsku kirkjunnar í Nairobi (CISA) greindi frá voru hennar tvö hinstu orð: Ég fyrirgef, ég fyrirgef!“

Read more »

  09:14:56, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 516 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 20. september 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 7. 31-35

„Við hvað á ég þá að líkja mönnum þessarar kynslóðar? Hverju eru þeir líkir? Líkir eru þeir börnum, sem á torgi sitja og kallast á: ,Vér lékum fyrir yður á flautu, og ekki vilduð þér dansa. Vér sungum yður sorgarljóð, og ekki vilduð þér gráta.' Nú kom Jóhannes skírari, át ekki brauð né drakk vín, og þér segið: ,Hann hefur illan anda.' Og Mannssonurinn er kominn, etur og drekkur, og þér segið: ,Hann er mathákur og vínsvelgur, vinur tollheimtumanna og bersyndugra!' En spekin hefur rétt fyrir sér, það staðfesta öll börn hennar.“
Í dag heiðrar kirkjan : Heil. Andrés Kim Taegon (1821-1846) og heil. Pál Chong Hasang(1795-1839), píslarvotta í Kóreu. Hugleiðing dagsins: Heil. Bernard frá Clairvaux (1091-1153), sistersíani og kirkjufræðari. Ritskýringarnar við Ljóðaljóðin, 38. hugvekjan: Fáviska þeirra sem hafna því að snúa sér til Guðs

Read more »

19.09.06

  23:00:30, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 436 orð  
Flokkur: Miðaldasaga og kirkjan, Trúarljóðaþýðingar JVJ

Boëthius (480–524): vers úr ritinu Huggun heimspekinnar

Allt mannkyn á jörðu á sér að uppruna einn og hinn sama,
því einn er hann faðir alls, og öllum hann leiðsögn veitir.
Hann sólinni gaf sína geisla og gullin hornin á tunglið
og menn til að uppfylla jörðu––og eins á himininn stjörnur!
Hér lukti´hann í líkömum anda sótta háum af himni.
Af göfugri grein er því sprottin gervöll hin dauðlega hersing.
Hví stærið þér yður af áum og ætt? Ef skoðið þér höfund
og upptök lífs yðar, Guð, er ættlaus ei neinn, en ef hneigizt
í löstum að auvirðileik, þér eigið ætterni svíkið!

Read more »

  15:45:27, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 481 orð  
Flokkur: Friðarmál og stríðsátök

Fordæmdi Jesús vopnaburð?

Fordæmdi Jesús vopnaburð? Ekki með svo augljósum hætti, að postular hans hafi endurtekið þá meintu kenningu hans. Hann sagði vissulega við Símon Pétur í grasgarðinum, þegar hann hjó eyrað af Malkusi: "Slíðra þú sverð þitt; því að allir þeir, sem grípa til sverðs, munu farast fyrir sverði" (Mt.26.52; sbr. Jóh.18.11: "Sting sverðinu í slíðrin; ætti ég ekki að drekka bikarinn, sem Faðirinn hefur að mér rétt?"). En þetta felur ekki í sér, að hann fordæmi almennt vopnaburð á neinn óvefengjanlegan hátt. Hins vegar er trúlegt, að það feli í sér, að hann fordæmi það, að menn hafi frumkvæði að vopnaðri árás.

Read more »

  10:11:29, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 820 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

„Guð hefur vitjað lýðs síns" (sjá Ritningarlesturinn fyrir 19. september)

Guð kom til jarðarinnar sem maður til að gera okkur að „litlum kristum,“ eða með orðum heil. Aþaníosar kirkjuföðurs: „Kristur varð að manni svo að mennskan yrði guðdómleg“ [1] Hinir heilögu feður voru einhuga um þetta. Heil. Íreneus komst svo að orði: „Orð Guðs, Drottinn okkar Jesú Kristur, varð það sem við erum í óumræðilegri elsku sinni til þess að við mættum verða það sem hann er í sjálfum sér“ [2]. Því mælti heil. Kýpríanos eftirfarandi orð sem eru kirkjunni sem leiðarljós inn í 21. öldina:

„Við fylgjum Kristi og göngum í spor Krists, hann er hinn innri leiðsögumaður okkar, hið skæra leiðarljós sem lýsir uppveginn. Hann er uppspretta hjálpræðisins sem leiðir okkur til himna til Föðurins og gefur þeim fyrirheit sem knýja á í trú. Ef við fylgjum því fordæmi sem hann gefur okkur eftir af trúfestu, verðum við sannkristin, aðrir kristar“ [3]

Read more »

  10:11:23, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 820 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

„Guð hefur vitjað lýðs síns"(sjá Ritningarlesturinn fyrir 19. september)

Guð kom til jarðarinnar sem maður til að gera okkur að „litlum kristum,“ eða með orðum heil. Aþaníosar kirkjuföðurs: „Kristur varð að manni svo að mennskan yrði guðdómleg“ [1] Hinir heilögu feður voru einhuga um þetta. Heil. Íreneus komst svo að orði: „Orð Guðs, Drottinn okkar Jesú Kristur, varð það sem við erum í óumræðilegri elsku sinni til þess að við mættum verða það sem hann er í sjálfum sér“ [2]. Því mælti heil. Kýpríanos eftirfarandi orð sem eru kirkjunni sem leiðarljós inn í 21. öldina:

„Við fylgjum Kristi og göngumí spor Krists, hann er hinn innri leiðsögumaður okkar, hið skæra leiðarljós sem lýsir uppveginn. Hann er uppspretta hjálpræðisins sem leiðir okkur til himna til Föðurins og gefur þeim fyrirheit sem knýja á í trú. Ef við fylgjum því fordæmi sem hann gefur okkur eftir af trúfestu, verðum við sannkristin, aðrir kristar“ [3]

Ofurfrjálsyndisguðfræði nútímans sem snýr öllu á haus segir hins vegar að Drottinn sé maður eins og við með öllum fýsnum okkar og tilhneigingum. Því segja þeir sem iðka óhæfuverk að Kristur sé eins og þeir. Þetta er hið alþekkta lögmál sálfræðinnar um vörpunina eða yfirfærsluna: Við sjáum það í öðrum sem við erum sjálf. Þetta er guðlast vegna þess að Kristur er HEILAGUR GUÐ.

Þetta er það sem kirkjan leggur áherslu á í sérhverri messu sem sungin er á jörðu: „Heilagur, heilagur, heilagur ert þú, Drottinn Guð herskaranna.“ Þannig opinberar Guð sig einnig í Ritningunni sem heilagan Guð. Hér er því um tilvistarfræðilegan mun að ræða: Við erum syndugt hold, en hann hinn Alhreini, Flekklausi og Heilagi. Þetta þekkja allir þeir sem ganga veg bænarinnar. Þegar við tökum að nálgast Guð í hinni myrku nótt hefst hreinsunin. Þetta er sökum þess að þyngsli hins tilvistarfræðilega aðskilnaðar reynist okkur um megn. Okkur finnst Guð okkur þá fjandsamlegur, grimmlyndur og fjarlægur Guð. Þetta er sökum óhreinleika okkar andspænis þeim sem er Alhreinn. Heilagleiki Guðs er öllu vanhelgu sem brennandi eldur. En smám saman breytir hann gráti okkar í gleðidans eftir því sem náðin blæs í okkur meira af Lífsins Anda (Rm 8. 2).

Drottinn kemur til þeirrar sálar sem auðmýkir sig og gerir sér bústað í henni í miskunn sinni, lítillæti og auðmýkt. Drottinn, Guð allsherjar sem skóp allan stjarnanna her er svo auðmjúkur, hann sem er takmarkalaus, að hann takmarkar sig í litlu og hringlaga ósýrðu brauði sem við köllum hostíu.

Orðið auðmýkt er orð sem ofurfrjálsyndisguðfræðin skilur ekki heldur. Orðið auðmýkt á ekkert skylt með undirlægjuhætti eða þrælsótta. Þetta lærist okkur í bæninni. Orðið auðmýkt þýðir að vera eins og mjúkt vax í höndum Guðs sem mótar okkur í sína mynd í almætti sínu. Sá Drottinn sem var lítillátur af hjarta gekk einnig um musterið og hratt um borðum víxlaranna og dúfnasalanna. Þetta gerir hann einnig í sálinni í hreinleika heilagleika síns vegna þess að hús hans á að vera bænahús himnesks Föður hans: Án syndar! Kristur reiðinnar talaði heldur ekki við faríseana neinni tæpitungu: Þér hræsnarar!

Það er ekki oft sem Drottinn opinberar KRAFT HEILAGLEIKA síns fyrir mönnum í guðspjöllunum vegna þess að mönnum stendur ógn af honum. Eitt dæmi um það þegar þessi kraftur heilagleika hans brýst fram óvænt er þegar þeir handtóku hann í garðinum. Þegar hermenn æðsta prestsins tóku hann höndum sagði hann:

„Að hverjum leitið þér?“
Þeir svöruðu honum:
„Að Jesú frá Nasaret“
Hann segir við þá:
„Ég er hann.“
Þegar Jesús sagði við þá:
„Ég er hann,“ HOPUÐU ÞEIR Á HÆL OG FÉLLU TIL JARÐAR!“ [4]

Sama gerðist á Taborfjalli þegar lærisveinarnir féllu fram á ásjónur sínar þegar þeir sáu dýrð hans. Hið sama gildir um sérhvern kristinn einstakling vegna þess að hann er HEILAGUR GUÐ!

Að lokum eitt heilræði. Þeir sem hafa sýkst af falsboðskap villuboðenda Orðsins ættu að snúa sér til presta rómversk kaþólsku kirkjunnar eða rússnesku Rétttrúnaðarkirkjunnar til að fá kjötmeti kenninga hinna heilögu feðra og mæðra postullegrar kenningar. Það verður þeim til lífs í andlegri upprisu sinni frá dauða veraldarhyggjunnar.

[1]. Um holdtekjuna, 54.
[2]. Gegn villutrú 5, Inngangur.
[3]. Um hégóma skurðgoðadýrkunar, 100, 15.
[4]. Jh 18. 4-6.

  10:11:03, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 820 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

„Guð hefur vitjað lýðs síns"(sjá Ritningarlesturinn fyrir 19. september)

Guð kom til jarðarinnar sem maður til að gera okkur að „litlum kristum,“ eða með orðum heil. Aþaníosar kirkjuföðurs: „Kristur varð að manni svo að mennskan yrði guðdómleg“ [1] Hinir heilögu feður voru einhuga um þetta. Heil. Íreneus komst svo að orði: „Orð Guðs, Drottinn okkar Jesú Kristur, varð það sem við erum í óumræðilegri elsku sinni til þess að við mættum verða það sem hann er í sjálfum sér“ [2]. Því mælti heil. Kýpríanos eftirfarandi orð sem eru kirkjunni sem leiðarljós inn í 21. öldina:

„Við fylgjum Kristi og göngumí spor Krists, hann er hinn innri leiðsögumaður okkar, hið skæra leiðarljós sem lýsir uppveginn. Hann er uppspretta hjálpræðisins sem leiðir okkur til himna til Föðurins og gefur þeim fyrirheit sem knýja á í trú. Ef við fylgjum því fordæmi sem hann gefur okkur eftir af trúfestu, verðum við sannkristin, aðrir kristar“ [3]

Ofurfrjálsyndisguðfræði nútímans sem snýr öllu á haus segir hins vegar að Drottinn sé maður eins og við með öllum fýsnum okkar og tilhneigingum. Því segja þeir sem iðka óhæfuverk að Kristur sé eins og þeir. Þetta er hið alþekkta lögmál sálfræðinnar um vörpunina eða yfirfærsluna: Við sjáum það í öðrum sem við erum sjálf. Þetta er guðlast vegna þess að Kristur er HEILAGUR GUÐ.

Þetta er það sem kirkjan leggur áherslu á í sérhverri messu sem sungin er á jörðu: „Heilagur, heilagur, heilagur ert þú, Drottinn Guð herskaranna.“ Þannig opinberar Guð sig einnig í Ritningunni sem heilagan Guð. Hér er því um tilvistarfræðilegan mun að ræða: Við erum syndugt hold, en hann hinn Alhreini, Flekklausi og Heilagi. Þetta þekkja allir þeir sem ganga veg bænarinnar. Þegar við tökum að nálgast Guð í hinni myrku nótt hefst hreinsunin. Þetta er sökum þess að þyngsli hins tilvistarfræðilega aðskilnaðar reynist okkur um megn. Okkur finnst Guð okkur þá fjandsamlegur, grimmlyndur og fjarlægur Guð. Þetta er sökum óhreinleika okkar andspænis þeim sem er Alhreinn. Heilagleiki Guðs er öllu vanhelgu sem brennandi eldur. En smám saman breytir hann gráti okkar í gleðidans eftir því sem náðin blæs í okkur meira af Lífsins Anda (Rm 8. 2).

Drottinn kemur til þeirrar sálar sem auðmýkir sig og gerir sér bústað í henni í miskunn sinni, lítillæti og auðmýkt. Drottinn, Guð allsherjar sem skóp allan stjarnanna her er svo auðmjúkur, hann sem er takmarkalaus, að hann takmarkar sig í litlu og hringlaga ósýrðu brauði sem við köllum hostíu.

Orðið auðmýkt er orð sem ofurfrjálsyndisguðfræðin skilur ekki heldur. Orðið auðmýkt á ekkert skylt með undirlægjuhætti eða þrælsótta. Þetta lærist okkur í bæninni. Orðið auðmýkt þýðir að vera eins og mjúkt vax í höndum Guðs sem mótar okkur í sína mynd í almætti sínu. Sá Drottinn sem var lítillátur af hjarta gekk einnig um musterið og hratt um borðum víxlaranna og dúfnasalanna. Þetta gerir hann einnig í sálinni í hreinleika heilagleika síns vegna þess að hús hans á að vera bænahús himnesks Föður hans: Án syndar! Kristur reiðinnar talaði heldur ekki við faríseana neinni tæpitungu: Þér hræsnarar!

Það er ekki oft sem Drottinn opinberar KRAFT HEILAGLEIKA síns fyrir mönnum í guðspjöllunum vegna þess að mönnum stendur ógn af honum. Eitt dæmi um það þegar þessi kraftur heilagleika hans brýst fram óvænt er þegar þeir handtóku hann í garðinum. Þegar hermenn æðsta prestsins tóku hann höndum sagði hann:

„Að hverjum leitið þér?“
Þeir svöruðu honum:
„Að Jesú frá Nasaret“
Hann segir við þá:
„Ég er hann.“
Þegar Jesús sagði við þá:
„Ég er hann,“ HOPUÐU ÞEIR Á HÆL OG FÉLLU TIL JARÐAR!“ [4]

Sama gerðist á Taborfjalli þegar lærisveinarnir féllu fram á ásjónur sínar þegar þeir sáu dýrð hans. Hið sama gildir um sérhvern kristinn einstakling vegna þess að hann er HEILAGUR GUÐ!

Að lokum eitt heilræði. Þeir sem hafa sýkst af falsboðskap villuboðenda Orðsins ættu að snúa sér til presta rómversk kaþólsku kirkjunnar eða rússnesku Rétttrúnaðarkirkjunnar til að fá kjötmeti kenninga hinna heilögu feðra og mæðra postullegrar kenningar. Það verður þeim til lífs í andlegri upprisu sinni frá dauða veraldarhyggjunnar.

[1]. Um holdtekjuna, 54.
[2]. Gegn villutrú 5, Inngangur.
[3]. Um hégóma skurðgoðadýrkunar, 100, 15.
[4]. Jh 18. 4-6.

  08:54:04, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 487 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 19. september 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 7. 11-17

Skömmu síðar bar svo við, að Jesús hélt til borgar, sem heitir Nain, og lærisveinar hans fóru með honum og mikill mannfjöldi. Þegar hann nálgaðist borgarhliðið, þá var verið að bera út látinn mann, einkason móður sinnar, sem var ekkja, og mikill fjöldi úr borginni var með henni. Og er Drottinn sá hana, kenndi hann í brjósti um hana og sagði við hana:„Grát þú eigi!" Og hann gekk að og snart líkbörurnar, en þeir, sem báru, námu staðar. Þá sagði hann: „Ungi maður, ég segi þér, rís þú upp!" Hinn látni settist þá upp og tók að mæla, og Jesús gaf hann móður hans. En ótti greip alla, og þeir vegsömuðu Guð og sögðu: "Spámaður mikill er risinn upp meðal vor," og „Guð hefur vitjað lýðs síns." Og þessi fregn um hann barst út um alla Júdeu og allt nágrennið.

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Janúaríus (d. 305). Hugleiðing dagsins: Heil. Ágústínus (354-430), biskup í Hippo (Norðurafríku) og kirkjufræðari. Predikun 98: „Ungi maður, ég segi þér, rís þú upp!"

Read more »

18.09.06

  11:00:46, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 978 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

„Og þegar ég verð hafinn upp frá jörðu, mun ég draga alla til mín" (Jh 12. 32)

Í dag heiðrar kirkjan minningu heil. Jósefs frá Cupertino sem var fransiskani. Hann var tekinn í tölu heilagra 1767 og í rannsókninni sem fór á undan þessari ákvörðun eru skráð 70 tilvik um svif (levitation) hans. Hann varð víðfrægur fyrir þessi svif en í hans huga voru þau þungur kross að bera og glæddu auðmýkt hans, þolgæði og hlýðni ríkulega. Í tíðagjörðabók fransiskanareglunnar fyrir þennan dag þegar kirkjan heiðrar minningu hans má lesa: „Um fram allt annað þarfnast Guð vilja okkar sem við þiggjum sem óverðskuldaða náðargjöf frá Guði í sköpuninni og megum nota sem okkar eigin eign. Þegar maðurinn leggur rækt við dyggðirnar er það sökum hjálpar náðar Guðs þaðan sem öll gæska kemur.“

Read more »

  09:19:44, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 629 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 18. september 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 7. 1-10

Þá er hann hafði lokið máli sínu í áheyrn lýðsins, fór hann til Kapernaum. Hundraðshöfðingi nokkur hafði þjón, sem hann mat mikils. Þjónninn var sjúkur og dauðvona. Þegar hundraðshöfðinginn heyrði um Jesú, sendi hann til hans öldunga Gyðinga og bað hann koma og bjarga lífi þjóns síns. Þeir komu til Jesú, báðu hann ákaft og sögðu: „Verður er hann þess, að þú veitir honum þetta, því að hann elskar þjóð vora, og hann hefur reist samkunduna handa oss." Jesús fór með þeim. Þegar hann átti skammt til hússins, sendi hundraðshöfðinginn vini sína til hans og lét segja við hann: „Ómaka þig ekki, herra, því að ég er ekki verður þess, að þú gangir inn undir þak mitt. Þess vegna hef ég ekki heldur talið sjálfan mig verðan þess að koma til þín. En mæl þú eitt orð, og mun sveinn minn heill verða. Því að sjálfur er ég maður, sem verð að lúta valdi og ræð yfir hermönnum, og ég segi við einn: ,Far þú,' og hann fer, og við annan: ,Kom þú,' og hann kemur, og við þjón minn: ,Gjör þetta,' og hann gjörir það." Þegar Jesús heyrði þetta, furðaði hann sig á honum, sneri sér að mannfjöldanum, sem fylgdi honum, og mælti: „Ég segi yður, ekki einu sinni í Ísrael hef ég fundið þvílíka trú." Sendimenn sneru þá aftur heim og fundu þjóninn heilan heilsu.
Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Jósef frá Cupertino (1603-1663). Hugleiðing dagsins: Heil. Frans frá Assisí. Fyrsta reglan, 17: „Ég er ekki verður þess, að þú gangir inn undir þak mitt.“

Read more »

17.09.06

  22:54:06, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 235 orð  
Flokkur: Pílagrimsferðir, Kaþólska kirkjan á Íslandi

20. krossgangan að krossinum í Riftúni

Í dag, sunnudaginn 17. september var gengin hin árlega krossganga að krossinum í Riftúni í Ölfusi. Ganga þessi er gengin sem næst krossmessu á hausti. Krossgöngurnar hófust árið 1986 en þá var gengið alla leið frá Landakotskirkju í Riftún. Einhverju sinni var gengið frá hinum gömlu Þrengslavegamótum um Þrengsli og a.m.k. einu sinni frá vegamótum í Ölfusi þar sem komið er niður úr Þrengslum. Hin síðustu ár hefur verið gengið frá vegamótum Suðurlandsvegar við Hveragerði þar sem nú er komið hringtorg. Þetta er um eins til eins og hálfs tíma ganga.

Read more »

  13:21:07, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 900 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ég, Ég, ÉG! – eftir föður Jerry Orbos, SVD, Filippseyjunum

Ég heyrði sögu nýlega um þrjá menn sem sátu saman á garðbekk. Maðurinn í miðjunni steinsvaf meðan hinir tveir sitt hvoru megin við hann létu eins og þeir væru á laxveiðum. Af mikilli einbeitingu hófu þeir ímyndaðar veiðistangirnar á loft, köstuðu og sveifluðu stöngunum fram og aftur. Lögreglumaður átti leið hjá, nam staðar, og hristi manninn í miðjunni til þar til hann vaknaði og spurði: „Eru þessi fífl vinir þínir? Komdu þeim í burtu.“ „Það skal ég gera strax“ svaraði maðurinn og tók að róa eins og óður maður.

* * *
 

Read more »

  10:58:16, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 786 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 17. september 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Mk 8. 27-35

Jesús fór nú ásamt lærisveinum sínum til þorpanna hjá Sesareu Filippí. Á leiðinni spurði hann lærisveina sína: „Hvern segja menn mig vera?“ Þeir svöruðu honum: „Jóhannes skírara, aðrir Elía og aðrir einn af spámönnunum.“ Og hann spurði þá: „En þér, hvern segið þér mig vera?“ Pétur svaraði honum: „Þú ert Kristur." Og hann lagði ríkt á við þá að segja engum frá sér. Þá tók hann að kenna þeim: „Mannssonurinn á margt að líða, honum mun útskúfað verða af öldungum, æðstu prestum og fræðimönnum, hann mun líflátinn, en upp rísa eftir þrjá daga.“ Þetta sagði hann berum orðum. En Pétur tók hann á einmæli og fór að átelja hann. Jesús sneri sér við, leit til lærisveina sinna, ávítaði Pétur og sagði: „Vík frá mér, Satan, eigi hugsar þú um það, sem Guðs er, heldur það, sem manna er.“ Og hann kallaði til sín mannfjöldann ásamt lærisveinum sínum og sagði við þá: „Hver sem vill fylgja mér, afneiti sjálfum sér, taki kross sinn og fylgi mér. Því að hver sem vill bjarga lífi sínu, mun týna því, og hver sem týnir lífi sínu vegna mín og fagnaðarerindisins, mun bjarga því.“

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Róbert Bellarmine (1542-1621), kardínála.  Hugleiðing dagsins: Heil. Ágústínus (354-430), biskup í Hippo (Norðurafríku) og kirkjufræðari Predikun 96: „Eigi hugsar þú um það, sem Guðs er, heldur það, sem manna er.“

Read more »

16.09.06

  13:12:16, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1187 orð  
Flokkur: Fóstureyðingar og vernd

Hin sjö sakramenti veraldarhyggjunnar

Í eftirfarandi grein sem rituð var 17. ágúst s. l. fjallar bandaríski biskupinn Thomas Doran í Rockford um það hvernig Guð lítur á „fósturdeyðingar, kynvillu, getnaðarvarnir, hjónaskilnaði, líknarmorð, róttækan feminisma og tilraunir á fósturvísum og drápum á þeim. Hún birtist á heimasíðu New Advent og höfðar ekki síður til okkar á Íslandi.

Uppskera fellibyls fósturdeyðinganna

Sem mennskar verur og borgarar í „landi í fyrsta heiminum,“ sem Bandaríkjamenn og kaþólikkar verðum við um fram allt annað að taka mið af ríkjandi aðstæðum sem við búum við. Við vitum að eina sköpun Guðs sem mun standast tímans tönn er sú sem gædd er skilningi og vilja. Allt annað mun leysast upp og líða undir lok í fyllingu tímans.

Read more »

  08:51:52, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 668 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 16. september 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 6. 43-49

Því að ekki er til gott tré, er beri slæman ávöxt, né heldur slæmt tré, er beri góðan ávöxt. En hvert tré þekkist af ávexti sínum, enda lesa menn ekki fíkjur af þistlum né vínber af þyrnirunni. Góður maður ber gott fram úr góðum sjóði hjarta síns, en vondur maður ber vont fram úr vondum sjóði. Af gnægð hjartans mælir munnur hans. En hví kallið þér mig herra, herra, og gjörið ekki það, sem ég segi? Ég skal sýna yður, hverjum sá er líkur, sem kemur til mín, heyrir orð mín og breytir eftir þeim. Hann er líkur manni, er byggði hús, gróf djúpt fyrir og grundvallaði það á bjargi. Nú kom flóð og flaumurinn skall á því húsi, en fékk hvergi hrært það, vegna þess að það var vel byggt. Hinn, er heyrir og gjörir ekki, er líkur manni, sem byggði hús á jörðinni án undirstöðu. Flaumurinn skall á því, og það hús féll þegar, og fall þess varð mikið."

Í dag heiðrar kirkjan : Heil. Kornelíus. Hugleiðing dagsins: Heil. Ágústínus (354-430), biskup í Hippo (Norðurafríku) og kirkjufræðari: Predikun 179: Bygging grundvölluð á bjargi

Read more »

1 ... 27 28 29 ...30 ... 32 ...34 ...35 36 37 ... 46

Síðustu pistlar

Kirkju.net er óháð vefrit sem inniheldur aðallega efni tengt kaþólskri trú en einnig um trúmál almennt. Markmiðið er að miðla fróðleik og stuðla að skoðanaskiptum og umræðu innan kaþólsku kirkjunnar á Íslandi sem og að kynna kaþólsku kirkjuna fyrir þeim sem utan hennar eru. Aðalsíða vefritsins sækir pistla inn á bloggsíður og skrifa höfundar hvers bloggs pistla sem hafa kaþólskt eða annað trúarlegt efni sem meginþema. Skoðanir settar fram í pistlunum eru höfundanna sjálfra og ber ekki að túlka þær sem skoðanir trúfélaga eða annarra bloggara. Höfundar bera ábyrgð á efni sem þeir birta á sínu bloggi. Athugasemdir við pistlana eiga að vera á íslensku, málefnalegar og fullt nafn höfundar á að koma fram. Athugasemdum er ritstýrt af höfundi hvers bloggs fyrir sig. Gestapennar innan eða utan kaþólsku kirkjunnar eru einnig velkomnir að senda inn greinar sem eru birtar undir „Ýmsir höfundar.“

Leit

Flokkur

Sr. Denis O'Leary

Kirkjuvefbók Ragnars

Jón Valur Jensson

Ýmsir höfundar

Jón Rafn Jóhannsson

Kirkju.net

  XML Feeds

blog software