Blaðsíður: 1 ... 26 27 28 ...29 ... 31 ...33 ...34 35 36 ... 46

11.10.06

  20:37:47, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 733 orð  
Flokkur: Fósturvernd, Fólksfækkunarhættan

Fólksfækkun er stærsta vandamál Rússlands, segir Pútín

Í Speglinum á Rás 1 í Ríkisútvarpinu í kvöld var m.a. fjallað um efnið fólksfækkun í Rússlandi. Umsjónarmaður Spegilsins, Friðrik Páll Jónsson, sem ungur að aldri gaf út litla bók [1] um fólksfjölgunarvandamál heimsins, fátækt og hungur, flutti hér hlustendum allt annan veruleika frá Rússlandi. Efni þáttarins má nálgast í heild (næstu vikuna) á þessari Rúv-vefslóð. Þeir, sem misstu af þættinum, eru hvattir til að hlusta á hann á vefnum eða í endurtekningu hans í útvarpinu fljótlega upp úr miðnætti.

Read more »

  17:47:49, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 447 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Tvær villur fara ávallt saman

Kevin Knight skrifar á New Advent þann 10. október:

Nokkrum mánuðum eftir að deilan um skopmyndirnar stóð sem hæst, er nú aftur tekið að hitna í kolunum í Danmörku. Hópur pörupilta í Danska þjóðarflokknum gerðu vídeóupptöku til að niðra múslima og Múhammeð. Vídeómyndin barst til sjónvarpsstöðvanna og í fréttirnar og fyllti múslima um allan heim ofsalegri bræði og allt bendir til þess að ástandið eigi eftir að versna á komandi dögum.

Hvoru megin eigum við að skipa okkur. C. S. Lewis býður okkur upp á svarið sem viðvörun:

Djöfullinn sendir tælinguna ávallt í heiminn í tvenns konar mynd – sem andhverfur. Og hann hvetur okkur ávallt til þess að verja miklum tíma til að hugsa um það hver þeirra sé verri. Að sjálfsögðu sjáið þið þetta? Hann treystir því að vanþóknun á annarri þeirra laði okkur smám saman að hinni.

Read more »

  10:43:02, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1223 orð  
Flokkur: Hið Alhelga Hjarta Jesú

4. Þróun guðrækni hins Alhelga Hjarta Jesú frá dulúð til almennrar guðrækni í kirkjunni.

4. Alhelga hjarta

Í upphafi sautjándu aldar var það heil. Jean Eudes (1602-1680) sem stuðlaði mikið að því að útbreiða tilbeiðslu hins Alhelga Hjarta Jesú og hins Flekklausa Hjarta Maríu. Hann skrifaði fyrstu bókina um hjartaguðræknina: „Le Cœur Admirable de la Très Sainte Mère de Dieu," og innleiddi sérstaka hátíð til heiðurs hins Alhelga Hjarta Jesú árið 1672. Árið 1903 gaf Leó páfi XIII honum heiðursnafnbótina „Höfundur helgisiðatilbeiðslu hins Heilaga Hjarta Jesú og hins heilaga Hjarta Maríu.“ Meðal annarra boðbera tilbeiðslu hins Alhelga Hjarta Jesú voru heil. Frans frá Sales (1572-1622), jesúítarnir Alvarez de Paz, Luis de la Puente, Saint-Jure og Nouet og varðveist hefur ritsmíð eftir föður Druzbicki (d. 1662) sem hann nefndi „Meta Cordium, Cor Jesu.“ Einnig má minnast á heil. Frans Borgia, blessaðan Pétur Canisius, heil. Aloysius Gonzages og hl. Alphonsus Rodriguez, bl. Marina de Escobar á Spáni (d. 1633) og bl. Marguerite af hinu blessaða Sakramenti en hún var Karmelíti. Myndin af hinu Alhelga hjarta tók einnig að njóta almennra vinsælda, einkum sökum þess að Jesúítarnir höfðu til siðs að setja hana á forsíðu útgefinna rita sinna og á veggi kirkna sinna.

Read more »

  10:00:47, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 593 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 11. október 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 11. 1-4

Svo bar við, er Jesús var á stað einum að biðjast fyrir, að einn lærisveina hans sagði við hann, þá er hann lauk bæn sinni: „Herra, kenn þú oss að biðja, eins og Jóhannes kenndi lærisveinum sínum." En hann sagði við þá: „Þegar þér biðjist fyrir, þá segið:

Faðir,
st þitt nafn,
til komi þitt ríki,
gef oss hvern dag vort daglegt brauð.
Fyrirgef oss vorar syndir,
enda fyrirgefum vér öllum vorum skuldunautum.
Og eigi leið þú oss í freistni."

Í dag heiðrar kirkjan: Blessaða Angelu Truszkowska (1825-1899). Hugleiðing dagsins: Heil. Seraphim frá Sarov (1759-1833), rússneskur starets. Úr viðtalinu við Motovilov: „Kenn þú oss að biðja“

Read more »

10.10.06

  09:56:48, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1356 orð  
Flokkur: Hið Alhelga Hjarta Jesú

3. Logi elsku hins Alhelga Hjarta Jesú í dulúð kirkjunnar

Sá logi ástarfuna elskunnar sem yljað hafði hjarta kirkjunnar frá upphafi vega tók að brjótast út með sýnilegum og áþreifanlegum hætti hjá hinum heilögu á tólftu öld innan Vesturkirkjunnar og nokkru síðar eða á þeirri þrettándu í Austurkirkjunni þegar sífellt fleiri feðranna á hinu heilaga Aþosfjalli tóku að leggja rækt við bæn hjartans. Ekki er unnt að kalla þessa þróun annað en andlega umskurn hjarta kirkjunnar og ávöxt Kristselskunnar sem þróast í elsku á náunganum og fyrirbæn fyrir öllu mannkyninu. Þannig er lögð áhersla á þessa þróun með þeirri viðbót sem kemur við Ave María (Heil sért þú . . .) – sem með réttu má nefna Jesúbæn Vesturkirkjunnar [1] – með orðunum: Heilaga María Guðsmóðir, bið þú fyrir oss syndugum mönnum, nú og á dauðastund vorri. Og samofin miskunnarbæn Austurkirkjunnar er Maríubænin: Alhelga Mey og Guðsmóðir, bjarga oss. Eins og áður hefur verið sagt er hið Alhelga Hjarta Jesú bendill til djúpstæðari sanninda verundar Krists og það sama má segja um hið heilaga Nafn innan Austurkirkjunnar. En í báðum tilvikunum er um sömu hjartabænina að ræða.

Read more »

  09:29:30, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 504 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 10. október 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists er úr Lk 10. 38-42

Á ferð þeirra kom Jesús í þorp nokkurt, og kona að nafni Marta bauð honum heim. Hún átti systur, er María hét, og settist hún við fætur Drottins og hlýddi á orð hans. En Marta lagði allan hug á að veita sem mesta þjónustu. Og hún gekk til hans og mælti: „Herra, hirðir þú eigi um það, að systir mín lætur mig eina um að þjóna gestum? Seg þú henni að hjálpa mér.“ En Drottinn svaraði henni: „Marta, Marta, þú ert áhyggjufull og mæðist í mörgu, en eitt er nauðsynlegt. María valdi góða hlutskiptið. Það verður ekki frá henni tekið.“

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Frans Borgia (1510-1572). Hugleiðing dagsins: Heil. Ambrosíus (um 340-397), biskup í Milan og kirkjufræðari. Umfjöllun um Lúkasarguðspjall 7. 85-86: Marta og María í einum líkama Krists

Read more »

09.10.06

  10:19:55, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1105 orð  
Flokkur: Hið Alhelga Hjarta Jesú

2. Ástarfuni hins Alhelga Hjarta í umfjöllun kirkjufeðra fornkirkjunnar.

Sá ástarfuni sem hið Alhelga Hjarta Jesú ber til sköpunar sinnar og hin djúpstæða þrá þess til að leiða mannkynið inn í kyrrðarríki elsku Þrenningarinnar opinberast á fórnarhæð krossins:

„En einn af hermönnunum stakk spjóti sínu í síðu hans, og rann jafnskjótt út blóð og vatn. Sá er séð hefur, vitnar þetta, svo að þér trúið líka og vitnisburður hans er sannur. Og hann veit, að hann segir satt“ (Jh 19. 34. 35).

Read more »

  09:26:21, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 704 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 9. október

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 10. 25-37

Lögvitringur nokkur sté fram, vildi freista hans og mælti: „Meistari, hvað á ég að gjöra til þess að öðlast eilíft líf?“ Jesús sagði við hann: „Hvað er ritað í lögmálinu? Hvernig lest þú?" Hann svaraði: "Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum mætti þínum og öllum huga þínum, og náunga þinn eins og sjálfan þig.“ Jesús sagði við hann: „Þú svaraðir rétt. Gjör þú þetta, og þú munt lifa.“ En hann vildi réttlæta sjálfan sig og sagði við Jesú: „Hver er þá náungi minn?“ Því svaraði Jesús svo: „Maður nokkur fór frá Jerúsalem ofan til Jeríkó og féll í hendur ræningjum. Þeir flettu hann klæðum og börðu hann, hurfu brott síðan og létu hann eftir dauðvona. Svo vildi til, að prestur nokkur fór ofan sama veg og sá manninn, en sveigði fram hjá. Eins kom og levíti þar að, sá hann og sveigði fram hjá. En Samverji nokkur, er var á ferð, kom að honum, og er hann sá hann, kenndi hann í brjósti um hann, gekk til hans, batt um sár hans og hellti í þau viðsmjöri og víni. Og hann setti hann á sinn eigin eyk, flutti hann til gistihúss og lét sér annt um hann. Daginn eftir tók hann upp tvo denara, fékk gestgjafanum og mælti: ,Lát þér annt um hann og það sem þú kostar meiru til, skal ég borga þér, þegar ég kem aftur.' Hver þessara þriggja sýnist þér hafa reynst náungi þeim manni, sem féll í hendur ræningjum?“ Hann mælti: „Sá sem miskunnarverkið gjörði á honum.“ Jesús sagði þá við hann: „Far þú og gjör hið sama.“

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Denis og félaga (d. 258), fyrstu píslarvotta Frakklands. Liðu píslarvætti á Montmartre (Hæð píslarvottanna) í París. Hugleiðing dagsins: Heil. Ágústínus (354-430), biskup í Hippo (Norðurafríku) og kirkjufræðari. Hugvekja 171 um Filippíbréfið: „Hver var náungi þeim manni, sem féll í hendur ræningjum?“

Read more »

08.10.06

  13:06:03, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 750 orð  
Flokkur: Hið Alhelga Hjarta Jesú

1. Ímynd hins Alhelga Hjarta og boðskapur

Jesus

Til þess að skilja kenningu kirkjunnar um guðrækni hins Alhelga Hjarta Jesú og hins Flekklausa Hjarta Maríu er nauðsynlegt að við gerum okkur grein fyrir hinni sönnu merkingu orðsins „hjarta“ í ljósi hinnar heilögu arfleifðar. Orðið „hjarta“ (hebr. lev, gr. kardia), í heilagri Ritningu og samkvæmt skilningi kirkjufeðranna skírskotar ekki einungis til hins líkamlega hjarta heldur andlegs verundarkjarna mannsins, mannsins eins og hann er skapaður í ímynd Guðs, til sjálfrar guðsímyndar mannsins.

Read more »

  11:41:01, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 798 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 8. október 2005

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Mk 10. 2-16

Farísear komu og spurðu hann, hvort maður mætti skilja við konu sína. Þeir vildu freista hans. Hann svaraði þeim: „Hvað hefur Móse boðið yður?" 4 Þeir sögðu: „Móse leyfði að ,rita skilnaðarbréf og skilja við hana.'" 5 Jesús mælti þá til þeirra: „Vegna harðúðar hjartna yðar ritaði hann yður þetta boðorð, 6 en frá upphafi sköpunar ,gjörði Guð þau karl og konu. 7 Fyrir því skal maður yfirgefa föður sinn og móður og bindast konu sinni, 8 og þau tvö skulu verða einn maður.' Þannig eru þau ekki framar tvö, heldur einn maður. 9 Það sem Guð hefur tengt saman, má maður eigi sundur skilja." 10 Þegar lærisveinarnir voru komnir inn, spurðu þeir hann aftur um þetta. 11 En hann sagði við þá: „Sá sem skilur við konu sína og kvænist annarri, drýgir hór gegn henni. 12 Og ef kona skilur við mann sinn og giftist öðrum, drýgir hún hór."13 Menn færðu börn til hans, að hann snerti þau, en lærisveinarnir átöldu þá. 14 Þegar Jesús sá það, sárnaði honum, og hann mælti við þá: „Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi, því að slíkra er Guðs ríki. 15 Sannlega segi ég yður: Hver sem tekur ekki við Guðs ríki eins og barn, mun aldrei inn í það koma." 16 Og hann tók þau sér í faðm, lagði hendur yfir þau og blessaði þau.

Í dag heiðrar kirkjan : Heil. Jóhannes Leonardi (1541?-1609), stofnanda Bræðralags kristinna trúarkenninga. Hugleiðing dagsins: Benedikt páfi XVI. Hirðisbréfið Deus caritas est, § 9-11: „Þannig eru þau ekki framar tvö, heldur einn maður.“

Read more »

  11:30:29, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 591 orð  
Flokkur: Fjölmiðlarýni

Almannaútvarpinu á að dreifa

Þorsteinn Pálsson skrifaði leiðara í Fréttablaðið síðasta föstudag þar sem hann fjallaði um nýlegt Ríkisútvarpsfrumvarp [1]. Þar segir hann m.a.:

Ríkisútvarpið verður að stærstum hluta í samkeppnisrekstri við einkarekin fjölmiðlafyrirtæki á sviði almannaþjónustu. Engin skynsamleg rök eru þar af leiðandi fyrir því að undanskilja handhafa hlutabréfs ríkisins frá almennum kröfum um dreifð eignarráð að fjölmiðlafyrirtækjum.

Hér hittir Þorsteinn naglann á höfuðið. Hið opinbera á að dreifa aðild sinni að almannaútvarpi og styrkja dugmikla einstaklinga sem hafa meiri vilja og metnað til að standa við útvarpslög en núverandi Ríkisútvarp.

Read more »

07.10.06

  13:47:06, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 100 orð  
Flokkur: Trúarbrögð í innbyrðis samskiptum og við veröldina, Miðaldasaga og kirkjan, Islam og múslimar

Vakin athygli á Lesbókargrein

Grein mín, Rétt og rangt í máli Manúels í Miklagarði, birtist á baksíðu Lesbókar Morgunblaðsins í dag (á að vera aðgengileg, a.m.k. áskrifendum, gegnum blálituðu línuna). Fjallar hún um hinn sögulega og trúarlega bakgrunn þeirra umræðna, sem fram hafa farið eftir hinn umdeilda háskólafyrirlestur Benedikts páfa í Regensburg í liðnum mánuði. Ég vek einnig athygli á vefgreininni '2. Vatíkanþingið um islamstrú' (sjá athugasemdadálkinn hér til hægri), sem ég vísa í raun til í nefndri grein minni. Síðar mun ég birta hér á Kirkjunetinu ýtarlegar heimildatilvísanir og athugasemdir við Lesbókargrein mína, en velkomið er mönnum að ræða efni hennar hér á eftir.

  11:24:41, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1353 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Jesús og María Guðsmóðir (Panhagia Þeotokos: Alhelga Guðsmóðir)

Í gær mátti sjá spurningu lagða fyrir fimm fulltrúa þeirra ungmenna sem erfa skulu landið í Fréttablaðinu, fjórar stúlkur og einni pilt. Spurningin var: Hver er höfundur Faðirvorsins? Spurningin stóð í stúlkunum, það er að segja þær höfðu ekki minnstu hugmynd um það, en pilturinn svaraði: „Ég held að það hafi verið einhver jesúkall!“ Svona langt er afkristnun íslensku þjóðarinnar komin. Þökk sé Alþingi þjóðarinnar sem markvisst hefur dregið úr trúfræðslu í skólum.

Read more »

  08:59:01, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 678 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 7. október 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 10. 17-24

Nú komu þeir sjötíu og tveir aftur með fögnuði og sögðu: „Herra, jafnvel illir andar eru oss undirgefnir í þínu nafni." En hann mælti við þá: „Ég sá Satan hrapa af himni sem eldingu. Ég hef gefið yður vald að stíga á höggorma og sporðdreka og yfir öllu óvinarins veldi. Alls ekkert mun yður mein gjöra. Gleðjist samt ekki af því, að andarnir eru yður undirgefnir, gleðjist öllu heldur af hinu, að nöfn yðar eru skráð í himnunum." Á sömu stundu varð hann glaður í Heilögum Anda og sagði: „Ég vegsama þig, Faðir, herra himins og jarðar, að þú hefur hulið þetta spekingum og hyggindamönnum, en opinberað það smælingjum. Já, Faðir, svo var þér þóknanlegt. Allt er mér falið af Föður mínum, og enginn veit, hver Sonurinn er, nema Faðirinn, né hver Faðirinn er, nema Sonurinn og sá sem Sonurinn vill opinbera hann." Og hann sneri sér að lærisveinum sínum og sagði við þá einslega: „Sæl eru þau augu, sem sjá það sem þér sjáið. Því að ég segi yður: Margir spámenn og konungar vildu sjá það sem þér sjáið, en sáu það ekki, og heyra það sem þér heyrið, en heyrðu það ekki."

Í dag heiðrar kirkjan: Vora Frú af rósakransinum. Hugleiðing dagsins: Jóhannes Páll páfi II. Hirðisbréfið Dominum et vivificantem, § 20-21: „Ég vegsama þig, Faðir, . . . að þú hefur opinberað það smælingjum.“

Read more »

06.10.06

  09:30:51, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 500 orð  
Flokkur: Hin heilaga arfleifð

„Sá sem á yður hlýðir, hlýðir á mig, og sá sem yður hafnar, hafnar mér.“

Upphafið er þetta. Fyrstur kom Pétur postuli:

Þú ert Pétur, kletturinn, og á þessum kletti mun ég byggja kirkju mína, og máttur heljar mun ekki á henni sigrast. Ég mun fá þér lykla himnaríkis, og hvað sem þú bindur á jörðu, mun bundið á himnum, og hvað sem þú leysir á jörðu, mun leyst á himnum." (Mt 20. 18-20).

Því næst kom: Heil. Linus (um 66-78).
Þar næst kom: Heil. Anacletus (um 79-91).
Næst Heil. Klement (um 91-109).

Síðan komu 260 aðrir og sá síðasti Benedikt páfi XVI. Hann er sá 264 sem skipar sæti Péturs. Þversumma tölunnar 264 er 12 og margfeldið með tölunni 5 sama og 72. Engu er líkara en að Andinn segi okkur með þessu að hann sé réttur maður á réttum stað og tíma. Þó að ljósengill kæmi af himni ofan með miklum mætti og undrum og segði með þrumuraust að öllum heiminum áheyrandi: „Ég ber þau boð frá þeim Hæsta að hann vilji nú að afgönsk kona sem játar Íslam verði páfi, þá yrði svar hins alheimslega biskuparáðs: „Þetta fær ekki staðist, þetta stríðir gegn hinni heilögu arfleifð erfikenninganna.“

Sumir spyrja: „Hver er heilög arfleifð erfikenninganna? Hún felst í miðlun, kenningum, helgisiðum, Ritningum og lífi kirkjunnar. Í framkvæmd felst arfleifðin í uppfræðslu, lífi, helgiþjónustu og tilbeiðslu kirkjunnar þegar sannleika þess raunveruleika sem Kristur og Andinn létu postulunum í té er miðlað frá einni kynslóðinni til annarrar. [1]

Allir sem risið hafa upp gegn hinni heilögu arfleifð hafa annað hvort gert það sökum innblásturs anda sem þeir töldu arfleifðinni æðri eða með því að lesa Ritningarnar með sínum eiginn skilningi án þess að lesa þær í ljósi arfleifðarinnar.

Þrátt fyrir að allir kynslífsfræðingar nútímans og öll veraldleg stjörnvöld segðu að kynlíf fólks af sama kyni sé rétt, æskilegt og lögmætt, þá hafnar kirkjan því í ljósi arfleifðarinnar vegna þess að í samhljóðan við hana er hér um synd að ræða.

Þegar sumir segja að kristnir menn eigi ekki að játa syndir sínar, iðrast og biðja Guð fyrirgefningar sökum þess að þeir hinir sömu hafa misboðið Guði gróflega, þá segir kirkjan í ljósi arfleifðarinnar að þeir gangi á vegi heljar.

Stundum hafa þær stundir komið að einstakir limir kirkjunnar hafa brotið gegn hinni heilögu arfleifð. Þá hafa hinir trúföstu innan hennar ákallað miskunnsaman Guð um hjálp. Og sá sem kom í heiminn til að afmá syndir heimsins hefur þá lotið niður til hennar í miskunn sinni og blásið iðrunaranda siðbótarinnar henni í brjóst. Þannig endurnýjast samfélag kirkjunnar sífellt sökum þess Heilaga Anda sem Drottinn gaf henni við upphaf vegferðar hennar á jörðu.

[1]. Encyclopedia of Catholicism, HarperSanFrancisco 1985, bls. 1261.

  08:40:37, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 414 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 6. október 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 10. 13-16

Vei þér, Korasín! Vei þér, Betsaída! Ef gjörst hefðu í Týrus og Sídon kraftaverkin, sem gjörðust í ykkur, hefðu þeir löngu iðrast og setið í sekk og ösku. En Týrus og Sídon mun bærilegra í dóminum en ykkur. Og þú Kapernaum! Verður þú hafin til himins? Nei, til heljar mun þér steypt verða. Sá sem á yður hlýðir, hlýðir á mig, og sá sem yður hafnar, hafnar mér. En sá sem hafnar mér, hafnar þeim er sendi mig."

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Brunó (1030-1101), stuðningsmann páfadóms á tímum upplausnar. Hugleiðing dagsins: Jóhannes Páll páfi II. Hirðisbréfið Redemptoris missio § 39: „Sá sem á yður hlýðir, hlýðir á mig, og sá sem yður hafnar, hafnar mér.“

Read more »

05.10.06

  11:52:30, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 923 orð  
Flokkur: Bænalífið

Hið konunglega prestafélag hins Nýja sáttmála í upphafi nýrra aldarskila

Það er Pétur postuli sem færði okkur þessi fögru orð í hendur að arfleifð: „En þér eruð útvalin kynslóð, konunglegt prestafélag, heilög þjóð, eignarlýður, til þess að þér skuluð víðfrægja dáðir hans, sem kallaði yður frá myrkrinu til ljóssins“ (1Pt 2. 9). Sérhver kaþólskur karl og kona eru meðlimir þessa konunglega prestasamfélags. Höfuð þess er Kristur: „En Kristur er kominn sem æðsti prestur hinna komandi gæða“ (Heb 9. 11). Æðsti prestur hins Gamla sáttmála var þannig forgildi Krists. Mikilvægasta hlutverk æðsta prests hins Gamla sáttmála var að bera fram friðþægingarfórnina á yom kibbur og í Mishna lesum við: „Hann lét bæn sína ekki dragast á langinn svo að Ísrael fylltist ekki skelfingu.“ [1] Á friðþægingardaginn bar æðsti presturinn blóðið – tákn lífsins – af brennifórnaraltarinu (krossinum) inn fyrir forhengið og smurði því á örkina í hinu Allra helgasta innan forhengisins. Síðan gekk hann út eftir tjaldbúðinni og smurði blóðinu á áhöld helgidómsins og friðþægði þau, en hin stærri áhöld voru forgildi sakramentanna.

Read more »

  08:42:15, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 694 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 5. október 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk10. 1-2

Eftir þetta kvaddi Drottinn til aðra, sjötíu og tvo að tölu, og sendi þá á undan sér, tvo og tvo, í hverja þá borg og stað, sem hann ætlaði sjálfur að koma til. Og hann sagði við þá: „Uppskeran er mikil, en verkamenn fáir. Biðjið því herra uppskerunnar að senda verkamenn til uppskeru sinnar. Farið! Ég sendi yður eins og lömb meðal úlfa. Hafið ekki pyngju, ekki mal né skó, og heilsið engum á leiðinni. Hvar sem þér komið í hús, þá segið fyrst: ,Friður sé með þessu húsi.' Og sé þar friðar sonur, mun friður yðar hvíla yfir honum, ella hverfa aftur til yðar. Verið um kyrrt í sama húsi, neytið þess, sem þar er fram boðið í mat og drykk. Verður er verkamaðurinn launa sinna. Eigi skuluð þér flytjast hús úr húsi. Og hvar sem þér komið í borg og tekið er við yður, þá neytið þess, sem fyrir yður er sett. Læknið þá, sem þar eru sjúkir, og segið þeim: ,Guðs ríki er komið í nánd við yður.' En hvar sem þér komið í borg og eigi er við yður tekið, þá farið út á strætin og segið: , Jafnvel það dust, sem loðir við fætur vora úr borg yðar, þurrkum vér af oss handa yður. Vitið samt þetta, að Guðs ríki er komið í nánd.' Ég segi yður: Bærilegra mun Sódómu á þeim degi en þeirri borg.“

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Maríu Faustinu (1905-1938), boðbera miskunnar hins Alhelga Hjarta Jesú. Hugleiðing dagsins: 2. Vatíkanþingið. Um boðunarstarf leikamanna (Apostolicam Actuositatem, § 2): „Hann sendi þá tólf (Lk 9. 2) og kvaddi til aðra, sjötíu og tvo að tölu“

Read more »

04.10.06

  09:01:26, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 815 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Af hverju koma stríð? II

Eitt sinn þegar ég kom tímanlega í messu og kraup frammi fyrir guðslíkamahúsinu til að tilbiðja Jesú og tala við hann sagði hann við mig: Veistu, Jón, að núna, á þessu andartaki, ert þú sá eini í öllu landinu sem ert að tala við mig. Komdu alltaf tímanlega í messu vegna þess að ég er svo einmana! Síðan þá hef ég alltaf komið tímanlega í messu.

Jesús þráir að finna sér hvíldarstað í sem flestum mannshjörtum, já, hann þyrstir eftir því vegna þess að hvergi annars staðar á jörðinni leitar hann sér hvíldar, „á hvergi annars staðar höfði sínu að að halla“ (Mt 18. 19).

Read more »

  08:15:43, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 562 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 4. október 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 9. 57-62

Þegar þeir voru á ferð á veginum, sagði maður nokkur við hann: „Ég vil fylgja þér, hvert sem þú ferð." Jesús sagði við hann: "Refar eiga greni og fuglar himins hreiður, en Mannssonurinn á hvergi höfði sínu að að halla." Við annan sagði hann: „Fylg þú mér!" Sá mælti: "Herra, leyf mér fyrst að fara og jarða föður minn." Jesús svaraði: „Lát hina dauðu jarða sína dauðu, en far þú og boða Guðs ríki." Enn annar sagði: "Ég vil fylgja þér, herra, en leyf mér fyrst að kveðja fólk mitt heima." En Jesús sagði við hann: „Enginn, sem leggur hönd á plóginn og horfir aftur, er hæfur í Guðs ríki."
Í dag heiðrar kirkjan : Heil. Frans frá Assisí. Hugleiðing dagsins: Einn bræðra heil. Frans frá Assisí (13. öld). Sacrum commercium, 22: „En Mannssonurinn á hvergi höfði sínu að að halla."

Read more »

03.10.06

  23:43:11, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 99 orð  
Flokkur: Dæmisögur og sögur II

"Þú ert Guð, sem sér."

Eitt sinn var drengur sem fór ásamt móður sinni, að heimsækja gamla konu. Þegar þau komu sýndi gamla konan þeim texta, sem hékk á veggnum. Þar stóð:

"Þú ert Guð, sem sér." (1M 16:13)

Gamla konan snéri sér að drengnum og spurði: "Sérðu þessi orð?"

"Já," svaraði drengurinn.

"Þessi orð merkja ekki að Guð sé stöðugt að fylgjast með því hvort þú sért að gera eitthvað rangt", hélt gamla konan áfram. "Nei, þessi orð þýða að Guð elskar þig svo mikið að hann getur ekki litið af þér."

  10:06:30, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 722 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Af hverju koma stríð? I.

Af hverju koma stríð? Það er Jakob postuli sem gefur okkur svar við þessari spurningu: „Af hverju öðru en girndum yðar, sem heyja stríð í limum yðar? Þér girnist og fáið ekki, þér drepið og öfundið og getið þó ekki öðlast. Þér berjist og stríðið. Þér eigið ekki, af því að þér biðjið ekki. Þér biðjið og öðlist ekki af því að þér biðjið illa“ (Jk 4. 1-3).

Jakob postuli vissi um hvað hann var að tala vegna þess að hann var með Drottni í Samaríu þegar Jesús ávítaði þá, eins og Ísak sýrlendingur víkur að í hugleiðingu dagsins (3 okt.). En síðan varð mikil breyting á honum „eftir að hann hafði öðlast þá náðargjöf að smakka á elsku Guðs.“ Undursamleg er Kristselskan vegna þess að hún gerir okkur kleift að elska alla menn, líka óvini okkar.

Read more »

  08:59:43, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 401 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 3. október 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 9. 51-56

Nú fullnaðist brátt sá tími, er hann skyldi upp numinn verða. Beindi hann þá augum til Jerúsalem, einráðinn að fara þangað. Og hann lét sendiboða fara á undan sér. Þeir fóru og komu í Samverjaþorp nokkurt til að búa honum gistingu. En þeir tóku ekki við honum, því hann var á leið til Jerúsalem. Þegar lærisveinar hans, þeir Jakob og Jóhannes, sáu það, sögðu þeir: "Herra, eigum vér að bjóða, að eldur falli af himni og tortími þeim?" En hann sneri sér við og ávítaði þá [og sagði: "Ekki vitið þið, hvers anda þið eruð. Mannssonurinn er ekki kominn til að tortíma mannslífum, heldur til að frelsa."] Og þeir fóru í annað þorp.

Í dag heiðrar kirkjan: Blessaðan Francis Xavier Seelos (1819-1867). Hugleiðing dagsins: Heil. Ísak sýrlendingur (7 öld), munkur í Níneve, nærri Mósul í Írak nútímans. Andlegar umfjallanir 2. 10, 36: „Jesús sneri sér við og ávítaði þá.“

Read more »

02.10.06

  17:15:38, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 613 orð  
Flokkur: Friðarmál og stríðsátök

Varið land eða óvarið?

Varið land eða óvarið – "hvort er öruggara?" Þannig spyrja menn í tilefni af brottför Bandaríkjahers, sem séð hefur um varnir Íslands í rúm 60 ár (1941–1947 og 1951–2006, auk aðstöðu sem borgaralegir tæknimenn höfðu á Keflavíkurflugvelli 1947–51).

"Og hvort er kristilegra, varið land eða óvarið?" Þannig geta kristnir menn spurt. Saga afneitunar vopnaburðar meðal kristinna manna er afar löng – allt frá fornöld. Það sama þekkjum við meðal trúflokks kvekara á nýöld.

Read more »

  09:27:01, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 186 orð  
Flokkur: Trúarljóð

Harmagrátur Meymóðurinnar

Hví öll þessi tár, heilaga Móðir?
Hvers vegna þessi harmagrátur
í upphafi þess mánaðar þegar
kirkjan heiðrar þig?

Hvers vegna þessi grátur?
Sonur minn! Ég græt vegna kveins
móðurinnar í Rama
sökum ekkasoganna í Sikkim
vegna brostins hjarta móðurinnar
í Pottaragötu.

Read more »

  09:09:34, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 452 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 2. október 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Mt 18. 1-5, 10

Á þeirri stundu komu lærisveinarnir til Jesú og spurðu: „Hver er mestur í himnaríki?" Hann kallaði til sín lítið barn, setti það meðal þeirra og sagði: „Sannlega segi ég yður: Nema þér snúið við og verðið eins og börn, komist þér aldrei í himnaríki. Hver sem auðmýkir sjálfan sig eins og barn þetta, sá er mestur í himnaríki. Hver sem tekur við einu slíku barni í mínu nafni, tekur við mér. Varist að forsmá nokkurn þessara smælingja. Ég segi yður, að englar þeirra á himnum sjá jafnan auglit míns himneska Föður.
Í dag heiðrar kirkjan: Hina heilögu verndarengla. Hugleiðing dagsins: Heilagur Bernhard (1091-1153), sístersíani og kirkjufræðari. 1. predikun á Mikjálsmessu: „Lofið Drottinn, þér englar hans, þér þjónar, er framkvæmið boð hans“ (Sl 103. 20-21)

Read more »

01.10.06

  15:30:47, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1021 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Syndin

Í guðspjalli dagsins í dag – 1. október – er nauðsynlegt að gera smávægilega athugasemd við íslensku þýðinguna eða áherslumun á hinum helga texta, það er að segja á setningunum: „Hverjum þeim, sem tælir til falls einn af þessum smælingjum, sem trúa, væri betra að vera varpað í hafið með mylnustein um hálsinn. Ef hönd þín tælir þig til falls, þá sníð hana af.“ Koinatextinn grípur til sagnorðsins skandalizo: að hvetja til syndar (Mt 18. 6, 8, 9), að leiða til fráfalls frá trúnni (Jh 6. 61). Nafnorðið skandalon þýðir snara, að veiða í snöru, að leiða í synd (Mt 13. 41; Rm 14. 13). Nær væri að þýða þessar setningar svo: „Hverjum þeim, sem hvetur einn af þessum smælingjum, sem trúa, til syndar, væri betra að vera varpað í hafið með mylnustein um hálsinn. Ef hönd þín leiðir þig til fráfalls frá trúnni, þá sníð hana af.“ „Þung er þessi ræða. Hver getur hlustað á hana?“ (Jh 6. 60).

Read more »

  11:20:22, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 592 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 1. október 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Mk 9. 38-43, 45, 47-48

Jóhannes sagði við hann: „Meistari, vér sáum mann reka út illa anda í þínu nafni, og vildum vér varna honum þess, af því að hann fylgdi oss ekki." Jesús sagði: „Varnið honum þess ekki, því að enginn er sá, að hann gjöri kraftaverk í mínu nafni og geti þegar á eftir talað illa um mig. Sá sem er ekki á móti oss, er með oss. Hver sem gefur yður bikar vatns að drekka, vegna þess að þér eruð Krists, sannlega segi ég yður, hann mun alls ekki missa af launum sínum. Hverjum þeim, sem tælir til falls einn af þessum smælingjum, sem trúa, væri betra að vera varpað í hafið með mylnustein um hálsinn. Ef hönd þín tælir þig til falls, þá sníð hana af. Betra er þér handarvana inn að ganga til lífsins en hafa báðar hendur og fara til helvítis, í hinn óslökkvanda eld. Ef fótur þinn tælir þig til falls, þá sníð hann af. Betra er þér höltum inn að ganga til lífsins en hafa báða fætur og verða kastað í helvíti. Og ef auga þitt tælir þig til falls, þá ríf það úr. Betra er þér eineygðum inn að ganga í Guðs ríki en hafa bæði augu og verða kastað í helvíti, þar sem ormarnir deyja ekki og eldurinn slokknar ekki.“

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Thèrése frá Liseux, litla blómið (1873-1896), karmelnunnu og kirkjufræðara. Hugleiðing dagsins: Heil. Jóhannes Chrysostomos (um 345-407), biskup í Antiokkíu og síðar Miklagarði, kirkjufræðari. 3. hugleiðingin um 1. Korintubréfið: „Hann fylgdi oss ekki“: flokkadrættir leiða smælingjann til falls.

Read more »

30.09.06

  22:21:14, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 4459 orð  
Flokkur: Málefni samkynhneigðar á sviði þjóðfélags og kirkju

HIV-nýsmit í hópi danskra homma um 300 sinnum algengara en meðal gagnkynhneigðra, danskra kvenna : rök gegn málflutningi í ísl. fjölmiðum

Fyrr í þessum mánuði var stuttlega rætt og skrifað í nokkrum fjölmiðlum um stóraukningu HIV-smits á Norðurlöndum. Af frumupplýsingum frá Danmörku má draga merkilegar ályktanir, eins og lesa má hér á eftir, en einnig verða birtar hér yfirlitstölur frá Íslandi og fjallað allýtarlega um þessi efni öll og lærdómar af þeim dregnir, sem koma munu mörgum á óvart, ekki sízt bjartsýnum fjölmiðlamönnum íslenzkum, sem tjáð hafa sig um þessi mál nýlega. Lítum samt fyrst á þessa frétt:

Read more »

  10:22:54, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 581 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Persónan

Orðið persóna er komið úr latínu og dregið af orðinu „personare,“ að hljóma. Rómverskir leikarar báru grímur í hringleikahúsunum sem nefndar voru persona. Grímurnar mögnuðu raddir þeirra upp þannig að áheyrendur heyrðu betur hvað þeir sögðu. Þetta var eins konar „hátalarakerfi“ til forna. Ekki veit ég hvort þessar grímur hafi skaðað heyrn leikaranna eins og „nano-poddar“ nútímans gera að fróðra manna sögn ef þeir eru stilltir of hátt.

Read more »

  09:29:32, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 382 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 30. september 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 9. 34-45

Og allir undruðust stórum veldi Guðs. Þá er allir dáðu allt það, er hann gjörði, sagði hann við lærisveina sína: „Festið þessi orð í huga: ,Mannssonurinn verður framseldur í manna hendur.'" En þeir skildu ekki þessi orð, og þetta var þeim hulið, svo að þeir skynjuðu það ekki. Og þeir þorðu ekki að spyrja hann um þetta.

Í dag heiðrar kirkjan: Heilagan Hieromymus (354-420), Biblíuþýðandann. Hugleiðing dagsins:Heil. Tómas frá Akvínó (1225-1274), guðfræðingur í Dóminíkanareglunni og kirkjufræðari: „Mannssonurinn verður framseldur í manna hendur.“

Read more »

29.09.06

  11:09:18, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1205 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Mikjálsmessa – Um kraft (dynamos) Heilags Anda

Hversu iðulega grípur heilagur Páll ekki til þessa orðs í postullegum skrifum sínum. Þetta má rekja til þess að hann komst sjálfur í kynni við þennan kraft á veginum til Damaskus. Faríseinn Sál ofsótti kristna menn og deyddi og Jesús samkenndi sig við þá því að hann segir:

„Ég er Jesús, sem þú ofsækir“ (P 9. 6).

Jesús samkennir sig svo algjörlega við hina stríðandi kirkju á jörðu – líkama sinn – að hann lítur á hana sem sjálfan sig. Hversu huggunarrík eru þau ekki þessi orð enn í dag, og einkum í dag, vegna þess að eins og hin blessaða Mey sagði í Fatíma, þá lifum við nú á endatímanum. Satan æðir um jarðarbyggðina og berst um á hæl og hnakka vegna þess að hann gerir sér ljóst að tími hans er að renna út. Hin Nýja Hvítasunna – hin síðari Hvítasunna – er skammt undan, og reyndar hafin í Kína! Hinar þrjár myrku nætur eru skammt undan og síðan rennur upp öld elskunnar!

Read more »

  09:28:37, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 603 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 29. september 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag eða á Mikjálsmessu er úr Jh 2. 47-51

Jesús sá Natanael koma til sín og sagði við hann: „Hér er sannur Ísraelíti, sem engin svik eru í." Natanael spyr: „Hvaðan þekkir þú mig?" Jesús svarar: „Ég sá þig undir fíkjutrénu, áður en Filippus kallaði á þig." Þá segir Natanael: „Rabbí, þú ert sonur Guðs, þú ert konungur Ísraels." Jesús spyr hann: „Trúir þú, af því að ég sagði við þig: ,Ég sá þig undir fíkjutrénu'? Þú munt sjá það, sem þessu er meira." Og hann segir við hann: „Sannlega, sannlega segi ég yður: Þér munuð sjá himininn opinn og engla Guðs stíga upp og stíga niður yfir Mannssoninn."
Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Mikjál erkiengil, heil. Gabríel erkiengil og heil. Rafael erkiengil. Hugleiðing dagsins: Heil. Basil hinn mikli (um 330-379), munkur og biskup í Kappadókíu, kirkjufræðari. Ritgerð um Heilagan Anda, 16. kafli: Heilagleiki englanna

Read more »

28.09.06

  15:51:33, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 361 orð  
Flokkur: Trúarbrögð í innbyrðis samskiptum og við veröldina, Kenning kaþólskrar kirkju, Islam og múslimar

2. Vatíkanþingið um islamstrú

Páfagarður hefur fyrir nokkrum dögum ítrekað orð 2. Vatíkanþingsins (1962–1965) sem lúta að trú múslima og virðingu fyrir henni, þ.e. í kirkjusamþykktunum Lumen Gentium og einkum í Nostra ætate.

Í 16. grein samþykktarinnar Lumen Gentium* (sem fjallar að mestu um kristna kirkju) segir, eftir að rætt hefur verið um kristna menn og Gyðinga:

"En hjálpræðisáætlun [Guðs] felur einnig í sér þá, sem játa trú á Skaparann. Í fremsta sæti meðal þeirra eru múslimir, sem lýsa því yfir að þeir hafi trú Abrahams og dýrka einn og miskunnsaman Guð, sem á efsta degi muni dæma mannkynið."

Read more »

  09:40:05, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 486 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 28. september 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 9. 7-9

En Heródes fjórðungsstjóri frétti allt, sem gjörst hafði, og vissi ekki, hvað hann átti að halda, því sumir sögðu, að Jóhannes væri risinn upp frá dauðum, aðrir, að Elía væri kominn fram, enn aðrir, að einn hinna fornu spámanna væri risinn upp. Heródes sagði: "Jóhannes lét ég hálshöggva, en hver er þessi, er ég heyri þvílíkt um?" Og hann leitaði færis að sjá hann.

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Wenceslás (907?-929). Hugleiðing: Heil. Ísak sýrlendingur (7. öld), munkur í Nínive, nærri núverandi Mósúl í Írak. Andlegar umfjallanir 1, 20: Heródes vildi sjá Jesú

Read more »

1 ... 26 27 28 ...29 ... 31 ...33 ...34 35 36 ... 46

Síðustu pistlar

Kirkju.net er óháð vefrit sem inniheldur aðallega efni tengt kaþólskri trú en einnig um trúmál almennt. Markmiðið er að miðla fróðleik og stuðla að skoðanaskiptum og umræðu innan kaþólsku kirkjunnar á Íslandi sem og að kynna kaþólsku kirkjuna fyrir þeim sem utan hennar eru. Aðalsíða vefritsins sækir pistla inn á bloggsíður og skrifa höfundar hvers bloggs pistla sem hafa kaþólskt eða annað trúarlegt efni sem meginþema. Skoðanir settar fram í pistlunum eru höfundanna sjálfra og ber ekki að túlka þær sem skoðanir trúfélaga eða annarra bloggara. Höfundar bera ábyrgð á efni sem þeir birta á sínu bloggi. Athugasemdir við pistlana eiga að vera á íslensku, málefnalegar og fullt nafn höfundar á að koma fram. Athugasemdum er ritstýrt af höfundi hvers bloggs fyrir sig. Gestapennar innan eða utan kaþólsku kirkjunnar eru einnig velkomnir að senda inn greinar sem eru birtar undir „Ýmsir höfundar.“

Leit

Flokkur

Sr. Denis O'Leary

Kirkjuvefbók Ragnars

Jón Valur Jensson

Ýmsir höfundar

Jón Rafn Jóhannsson

Kirkju.net

  XML Feeds

blog software