Blaðsíður: 1 ... 24 25 26 ...27 ... 29 ...31 ...32 33 34 ... 46

07.11.06

  17:25:14, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 1678 orð  
Flokkur: Kirkjusaga, íslenzk, Kaþólskir Íslendingar, Jón Arason biskup

Jón Arason biskup og ætt hans

Á 456. ártíð herra Jóns

Óhikað má telja Jón biskup Arason í hópi stórmenna Íslandssögunnar, ekki sízt í kaþólskri kristni, enda var af honum mikil saga, samofin við örlagaríka viðburði í lífi kirkju og þjóðar á 16. öld. Væntanlega verður síðar gert vel við minningu hans herradóms á þessum vefsíðum, auk þess að birta hér sálma hans og kvæði. Í þessari vefgrein verður í örstuttu máli rakin ævi hans og ætt og talinn upp helzti kveðskapur frá hans hendi.

Read more »

  09:31:03, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 539 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 7. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 14. 15-24

Þegar einn þeirra, er að borði sátu, heyrði þetta, sagði hann við Jesú: „Sæll er sá, sem neytir brauðs í Guðs ríki.“ Jesús sagði við hann: „Maður nokkur gjörði mikla kvöldmáltíð og bauð mörgum. Er stundin kom, að veislan skyldi vera, sendi hann þjón sinn að segja þeim, er boðnir voru: ,Komið, nú er allt tilbúið.' En þeir tóku allir að afsaka sig einum munni. Hinn fyrsti sagði við hann: ,Ég hef keypt akur og verð að fara og líta á hann. Ég bið þig, haf mig afsakaðan.' Annar sagði: ,Ég hef keypt fimm tvenndir akneyta og er á förum að reyna þau. Ég bið þig, haf mig afsakaðan.' Og enn annar sagði: ,Konu hef ég eignast, ekki get ég komið.' Þjónninn kom og tjáði herra sínum þetta. Þá reiddist húsbóndinn og sagði við þjón sinn: ,Far þú fljótt út á stræti og götur borgarinnar, og leið inn hingað fátæka, örkumla, blinda og halta.' Og þjónninn sagði: ,Herra, það er gjört, sem þú bauðst, og enn er rúm.' Þá sagði húsbóndinn við þjóninn: ,Far þú út um brautir og gerði og þrýstu þeim að koma inn, svo að hús mitt fyllist. Því ég segi yður, að enginn þeirra manna, er boðnir voru, mun smakka kvöldmáltíð mína.”

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Didacus (1400-1463). Hugleiðing dagsins: Heil. Kýrillos frá Jerúsalem (316-386), biskup og kirkjufræðari. Trúfræðslan, Um skírnina 2, 2-3: Hlýðið nú á, ó börn réttlætisins

Read more »

06.11.06

  12:05:44, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 790 orð  
Flokkur: Hin heilaga arfleifð

Afstaða Marteins Lúters til Maríu Guðsmóður

Sökum tilmæla birti ég hér afstöðu Lúters til Maríu Guðsmóður í sérstakri grein. Þetta er lokakaflinn í 6. kaflanum um Hina þrjá myrku daga.

Við það fólk sem tilheyrir lútersk evangelísku kirkjunni á Íslandi og les þessa umfjöllun vil ég einungis segja þetta: Margir trúbræðra ykkar og systra eru orðin miklu lúterskari en sjálfur Marteinn Lúter var nokkru sinni. Við skulum nú rifja upp nokkur ummæla hans um Maríu Guðsmóður. Lúter sagði meðal annars þetta:

„Hún er full náðar og réttilega sögð vera að öllu leyti án syndar . . . Náð Guðs fyllir hana allri gæsku og eyðir allri illsku úr henni . . . Guð er með henni sem felur í sér að allt sem hún gerði eða á eftir að gera er guðdómlegt og áhrif Guðs í henni. Auk þess vakti Guð yfir henni og verndaði hana gegn öllu sem gat unnið henni tjón.“ [1]

Read more »

  11:26:29, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1840 orð  
Flokkur: Fóstureyðingar og vernd

Polaroidbörn

Í tilefni hugvekju heil. Gregoríosar frá Nazíenzen í dag með ritningarlestri dagsins, birti ég hér þýdda grein eftir Richard Stith, en hann er prófessor við lagadeild Valparaisoháskólans í Bandaríkjunum.

Hvers vegna finnst mörgum þeirra sem aðhyllast frelsi í fósturdeyðingum að rök okkar gegn fósturdeyðingum á frumstigi fóstursins vera ósannfærandi eða fáránleg? Íhugið til að mynda hversu iðulega vörnin til verndar fóstrum geta orðið langsótt. Ef einhverjar líkur séu til að vinna sigur í þessum rökræðum verða verjendur ófæddra barna að skilja að röksemdafærsla sem virðist vera skynsamleg í okkar augum geta virkað á andstæðinga okkar sem hreinasta firra.

Ég játa að rök lífsverndarsinna geta reynst langsótt fyrir þá sem hlusta á okkur ef þeir aðhyllast þá skoðun ómeðvitað að fóstrið sé „framleitt“ í móðurskauti.

Read more »

  10:21:14, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 349 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 6. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lúkas 14. 12-14

Þá sagði hann við gestgjafa sinn: „Þegar þú heldur miðdegisverð eða kvöldverð, bjóð þá hvorki vinum þínum né bræðrum, ættingjum né ríkum nágrönnum. Þeir bjóða þér aftur, og þú færð endurgjald. Þegar þú gjörir veislu, þá bjóð þú fátækum og örkumla, höltum og blindum, og munt þú sæll verða, því þeir geta ekki endurgoldið þér, en þú færð það endurgoldið í upprisu réttlátra.“

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Nikulás Tavelic (d. 1391) og félaga, píslarvotta í Landinu helga. Hugleiðing dagsins: Heil. Gregoríos frá Nazíanzen (330-390), einn Kappodíkufeðranna þriggja og kirkjufræðari. Um elsku til hinna snauðu, 4-6: „Með þessum verkum kenndir þú lýð þínum að hinir réttlátu verða að vera gæskuríkir“ (SS 12. 19).

Read more »

05.11.06

  11:27:20, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 2165 orð  
Flokkur: Hinir þrír myrku dagar

Hinir þrír myrku dagar (6)

6. Þrengingartímar en ekki heimsendir

Í ávarpi því sem Angelo Sodano kardínáli og forsætisráðherra hins heilaga Sætis flutti þann 13. maí árið 2000 í lok messunnar í Fatíma sem Jóhannes Páll páfi II tók þátt í, komst hann meðal annars svo að orði: „Opinberunin í Fatíma snýst fyrst og fremst um þá styrjöld sem guðsafneitunin háir gegn kirkjunni og kristnum mönnum og sjá má í þeim takmarkalausu þjáningum sem vottar trúarinnar hafa gengið í gegnum í síðustu öld annars árþúsundisins. Þetta er þrengingarganga Krossferils páfa tuttugustu aldarinnar.“

Read more »

  10:26:43, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 1717 orð  
Flokkur: Fósturvernd

Nicaragua-þjóð svipt þróunaraðstoð frá Íslandi vegna femínískt-pólitískrar andstöðu ÞSSÍ gegn fósturvernd?

Mbl.frétt 3. þ.m. er athyglisverð: 'Þróunaraðstoð við Níkaragva í uppnámi. Alvarlegar afleiðingar banns við fóstureyðingum' [1]. Þar segir af því, að nýsamþykkt lög í Nicaragua-þingi, sem banna fóstureyðingar með öllu, stangist á við jafnréttisáætlun Þróunarsamvinnustofnunar Íslands (ÞSSÍ), en hún hefur nýlega hafið starfsemi í Nicaragua. Ásamt öðrum slíkum stofnunum mun ÞSSÍ "senda mjög harkaleg mótmæli" að sögn Sighvats Björgvinssonar, frkvstj. ÞSSÍ. Hann gefur einnig í skyn í Mbl.viðtalinu, að Íslendingar muni hætta eða stórminnka þróunaraðstoð til Nicaragua vegna þessarar löggjafar um fósturvernd, sbr. þessi orð í Morgunblaðsfréttinni:

Read more »

  09:50:26, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 584 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 5. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists sunnudaginn 5. nóvember er úr Markús 12. 28-34

Þá kom til hans fræðimaður einn. Hann hafði hlýtt á orðaskipti þeirra og fann, að Jesús hafði svarað þeim vel. Hann spurði: „Hvert er æðst allra boðorða?“ Jesús svaraði: „Æðst er þetta: ,Heyr, Ísrael! Drottinn, Guð vor, hann einn er Drottinn. Og þú skalt elska Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum huga þínum og öllum mætti þínum.' Annað er þetta: ,Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.' Ekkert boðorð annað er þessum meira.“ Fræðimaðurinn sagði þá við hann: „Rétt er það, meistari, satt sagðir þú, að einn er hann og enginn er annar en hann. Og að elska hann af öllu hjarta, öllum skilningi og öllum mætti og elska náungann eins og sjálfan sig, það er öllum brennifórnum og sláturfórnum meira.“ Jesús sá, að hann svaraði viturlega, og sagði við hann: „Þú ert ekki fjarri Guðs ríki.“ Og enginn þorði framar að spyrja hann.

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Sylvia (d. 594), móðir Gregors páfa hins mikla.  Hugleiðing dagsins: Heil. Frans frá Sales (1567-1622), biskup frá Genf og kirkjufræðari. Ritgerð um elskuna, 10, 11: Elska guðs glæðir elsku á náunganum

Read more »

04.11.06

  12:30:11, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 3948 orð  
Flokkur: Hinir þrír myrku dagar

Hinir þrír myrku dagar (5)

Opinberanir þeirra Anna-Maria Taigi og Marie Julie Jahenny frá La Fraudais

Ég birti hér loks opinberanir tveggja kvenna til mótvægis við karlana tvo hér að framan sem víkja berum orðum að hinum þremur myrku dögum því að það er ekki tilgangur þessarar umfjöllunar að fara út fyrir þennan ramma. [1] Önnur þeirra er ítölsk og hin frönsk.

Blessuð Anna-Maria Taigi (1769-1837)

Hún fæddist í Síena á Ítalíu þann 29. maí árið 1769 og andaðist í Róm þann 9. júní 1837. Páfar og kardínálar hafa talað um þessa kvæntu konu sem einhverja heilögustu konu allra tíma. Benedikt páfi XV komst svo að orði þegar hún var tekin í tölu blessaðra þann 20. maí 1920, að hún hefði verið fyrirmyndar móðir við þær verstu kringumstæður sem hugsast getur. Iðulega dvaldi hún í andlegum hrifum, vann ótal kraftaverk þegar hún læknaði fólk, gat lesið í hjörtu manna, sagði fyrir um andlát fólks og sá sýnir og óorðna atburði. Hún sagði fyrir um báðar heimsstyrjaldirnar á tuttugustu öldinni. Átján árum eftir andlát hennar var líkami hennar svo vel varðveittar að það var eins og hún hefði sofnað daginn áður. Hér verður nú greint frá spádómi hennar um hina þrjá myrku daga.

Read more »

  10:15:51, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 580 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 4. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 14. 1, 7-11

Hvíldardag nokkurn kom Jesús í hús eins af höfðingjum farísea til máltíðar, og höfðu þeir gætur á honum. Jesús gaf því gætur, hvernig þeir, sem boðnir voru, völdu sér hefðarsætin, tók dæmi og sagði við þá: „Þegar einhver býður þér til brúðkaups, þá set þig ekki í hefðarsæti. Svo getur farið, að manni þér fremri að virðingu sé boðið, 9og sá komi, er ykkur bauð, og segi við þig: ,Þoka fyrir manni þessum.' Þá verður þú með kinnroða að taka ysta sæti. Far þú heldur, er þér er boðið, og set þig í ysta sæti, svo að sá sem bauð þér segi við þig, þegar hann kemur: ,Vinur, flyt þig hærra upp!' Mun þér þá virðing veitast frammi fyrir öllum, er sitja til borðs með þér. Því að hver sem upp hefur sjálfan sig, mun auðmýktur verða, en sá sem auðmýkir sjálfan sig, mun upp hafinn verða.“

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Karl Borromeo (1538-1584), siðbótarmann og hvatamann að baki kirkjuþingsins í Trent. Hugleiðing dagsins: Heil. Bernard frá Clairvaux (1091-1153), sístersíani og kirkjufræðari. Predikun 37 um Ljóðaljóðin: Set þig í ysta sæti

Read more »

03.11.06

  19:46:14, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 1784 orð  
Flokkur: Ýmsir höfundar

Hinir heilögu – Fyrirmyndir á lífsleið okkar: Karl Borromeus

(Eftirfarandi grein sem Torfi Ólafsson þýddi úr þýsku birtist í Kaþólska kirkjublaðinu í nóvember 2005 og er endurbirt hér með leyfi ritnefndarinnar og þýðandans. (Aths. RGB )

Karl Borromeus (4. nóvember).

Borromeus-fjölskyldan átti miklar jarðeignir við Maggiore-vatnið, var skyld mikilvægustu aðalsfjölskyldum Ítalíu á þeim tímum og margar jarðeignir kirkjunnar voru nytjaðar af meðlimum fjölskyldunnar.

Karl fæddist 2. október 1538 í Arona. Fjölskyldan bar saman ráð sín um hvað drengurinn skyldi verða og varð hún ásátt um að hann skyldi verða prestur. Hann var krúnurakaður tólf ára og látinn klæðast hempu.

Read more »

  09:55:23, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 3566 orð  
Flokkur: Hinir þrír myrku dagar

Hinir þrír myrku dagar (4)

Opinberun bróður Davíðs í Medjugorje

Inngangsorð eftir Wayne Weible (1996) [1]

Lesendur fréttabréfs okkar minnast ef til vill frásagnar minnar af því þegar ég snérist til kaþólskrar trúar og einkum þó frásagnar minnar af kynnum mínum af fransiskanabróðurnum David Lopez. Ég minnist á þetta vegna þess sem kemur á eftir um reynsla bróður Davids í Medjugorje og hvernig hann hefur meðtekið yfirskilvitlegar náðargjafir frá þeim Jesú og Maríu.

Ég hitti bróður Davíð í fyrsta skipti í janúar 1990 meðan ég var á löngu ferðalagi um Texas og kom í lítinn bæ á landamærum Texas og Mexíkó sem nefnist Welasco. Hann býr í reynd á stað sem heitir El Ranchilo í einsetumannabyggð sem kennd er við Vora Frú af gæskunni.

Read more »

  08:33:05, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 414 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 3. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 14. 1-6

Hvíldardag nokkurn kom Jesús í hús eins af höfðingjum farísea til máltíðar, og höfðu þeir gætur á honum. Þá var þar frammi fyrir honum maður einn vatnssjúkur. Jesús tók þá til máls og sagði við lögvitringana og faríseana: „Er leyfilegt að lækna á hvíldardegi eða ekki?“ Þeir þögðu við. En hann tók á honum, læknaði hann og lét hann fara. Og Jesús mælti við þá: „Nú á einhver yðar asna eða naut, sem fellur í brunn, mun hann ekki óðara draga það upp, þótt hvíldardagur sé?“ Þeir gátu engu svarað þessu.

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Martin de Porres (1579-1639), dóminíkanabróðir frá Perú. Hugleiðing: Trúfræðslurit kaþólsku kirkjunnar § 345-349: Merking hvíldardagsins

Read more »

02.11.06

  10:04:31, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 2274 orð  
Flokkur: Hinir þrír myrku dagar

Hinir þrír myrku dagar (3)

3. Opinberun heil. Padre Píós frá árinu 1949.

Þetta er þýðing á einkabréfi sem Padre Pió skrifaði til Herolsbachnefndarinnar sem Vatíkanið skipaði og staðfestir sannleiksgildi og raunveruleika þessarar opinberunar sem Drottinn opinberaði kapúsínaföðurnum frá Pietrelcina sem bar sáramerki (stigmata) Krists. [1]

Nýárskvöld 1949
Jesús: „Sonur minn, sonur minn! Ég hef þráð þessa stund þar sem ég mun að nýju opinbera þér mikla elsku Hjarta míns. Ég elska mennina afar heitt, einkum þá sem gefast mér. Þeir eru mér skjól og huggun í þeirri miklu vansæmd sem mér er sýnd í Sakramenti elsku minnar.

Read more »

  09:54:11, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 900 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 2. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Mt 25. 31-46

„Þegar Mannssonurinn kemur í dýrð sinni og allir englar með honum, þá mun hann sitja í dýrðarhásæti sínu. Allar þjóðir munu safnast frammi fyrir honum, og hann mun skilja hvern frá öðrum, eins og hirðir skilur sauði frá höfrum. Sauðunum skipar hann sér til hægri handar, en höfrunum til vinstri. Og þá mun konungurinn segja við þá til hægri: ,Komið þér, hinir blessuðu Föður míns, og takið að erfð ríkið, sem yður var búið frá grundvöllun heims. Því hungraður var ég, og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég, og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég, og þér hýstuð mig, nakinn og þér klædduð mig, sjúkur og þér vitjuðuð mín, í fangelsi var ég, og þér komuð til mín.' Þá munu þeir réttlátu segja: ,Herra, hvenær sáum vér þig hungraðan og gáfum þér að eta eða þyrstan og gáfum þér að drekka? Hvenær sáum vér þig gestkominn og hýstum þig, nakinn og klæddum þig? Og hvenær sáum vér þig sjúkan eða í fangelsi og komum til þín?' Konungurinn mun þá svara þeim: ,Sannlega segi ég yður, það allt, sem þér gjörðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér.' Síðan mun hann segja við þá til vinstri handar: ,Farið frá mér, bölvaðir, í þann eilífa eld, sem búinn er djöflinum og árum hans. Því hungraður var ég, en þér gáfuð mér ekki að eta, þyrstur var ég, en þér gáfuð mér ekki að drekka, gestur var ég, en þér hýstuð mig ekki, nakinn, en þér klædduð mig ekki, ég var sjúkur og í fangelsi, en ekki vitjuðuð þér mín.' Þá munu þeir svara: ,Herra, hvenær sáum vér þig hungraðan eða þyrstan, gestkominn eða nakinn, sjúkan eða í fangelsi, og hjálpuðum þér ekki?' Hann mun þá svara þeim: ,Sannlega segi ég yður: Það allt sem þér gjörðuð ekki einum hinna minnstu bræðra minna, það hafið þér ekki heldur gjört mér.' Og þeir munu fara til eilífrar refsingar, en hinir réttlátu til eilífs lífs.“

Í dag heiðrar kirkjan: Minningu allra trúfastra sálna sem lifa í Sigrandi kirkju himnanna, Allra sálna messa. Hugleiðing dagsins: Heil. Aphrahate (?-um 345), einsetumaður og biskup í Níneve, nærri Mósúl í Írak nútímans. Hugljómanir, 22: „Ekki er hann Guð dauðra, heldur lifenda, því að honum lifa allir“ (Lk 20. 38)

Read more »

  08:51:22, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 65 orð  
Flokkur: Trúarljóð

Stef úr hljómkviðu þagnar næturvökunnar

Undursamlegt er það
þegar hjartað ummyndast
í innheima ljóss og elsku
og ljómar sem sjödægraljós.

Read more »

01.11.06

  10:10:27, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1729 orð  
Flokkur: Hinir þrír myrku dagar

Hinir þrír myrku dagar (2)

2. Hinir þrír myrku dagar í Ritningunni.

Í einni hugvekja sinna kemst heil. Jóhannes Chrysostomos svo að orði: „Það er auðveldara fyrir sólina að gefa ekki frá sér yl og ljós, en að ljósið streymi ekki frá kristnum einstaklingi. [1] Það er þetta sem Guð vill leiða okkur fyrir sjónir með myrkri hinna þriggja myrku daga: LÍFSHATUR DAUÐAMENNINGAR BARNAMORÐANNA MIKLU þar sem sakramenti dauðans leysir sakramenti elskunnar eða Evkaristíuna af hólmi. Glæpir veraldarhyggjunnar eru því orðnir miklir því að hún hefur iðkað mannfórnir sínar til Móloks af þvílíkum ofsa, að mannfórnir hinna fornu Fönikíumanna blikna gagnvart þessari kosmísku illsku. Okkur er ætlað það hlutverk á endatímanum að skína sem ljós í heiminum til að miðla öðrum af ljósinu: „Ljósið skín í myrkrinu, og myrkrið tók ekki á móti því“ (Jh 1. 5). Og þetta ljós er lífið (Jh 1. 4) sem veraldarhyggjan hafnar. EN LJÓSIÐ VERÐUR AÐ SKÍNA ÞÓ AÐ ÞVÍ VERÐI HAFNAÐ! ÞANNIG GETUR SATAN EKKI ÁSAKAÐ GUÐ (sjá Job 1. 6-12).

Read more »

  09:11:21, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 564 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 1. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Mt 5. 1-12

Þegar hann sá mannfjöldann, gekk hann upp á fjallið. Þar settist hann, og lærisveinar hans komu til hans. Þá lauk hann upp munni sínum, kenndi þeim og sagði: „Sælir eru fátækir í anda, því að þeirra er himnaríki. Sælir eru sorgbitnir, því að þeir munu huggaðir verða. Sælir eru hógværir, því að þeir munu jörðina erfa. Sælir eru þeir, sem hungrar og þyrstir eftir réttlætinu, því að þeir munu saddir verða. Sælir eru miskunnsamir, því að þeim mun miskunnað verða. Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá. Sælir eru friðflytjendur, því að þeir munu Guðs börn kallaðir verða. Sælir eru þeir, sem ofsóttir eru fyrir réttlætis sakir, því að þeirra er himnaríki. Sælir eruð þér, þá er menn smána yður, ofsækja og ljúga á yður öllu illu mín vegna. Verið glaðir og fagnið, því að laun yðar eru mikil á himnum. Þannig ofsóttu þeir spámennina, sem voru á undan yður.“

Í dag heiðrar kirkjan: Alla heilaga, Allra heilaga messa. Hugleiðing dagsins: Heil. Katrín frá Síena (1347-1380), Þriðju reglu dóminíkani, kirkjufræðari og annar tveggja verndardýrlinga Evrópu. Samræðurnar, 41. kafli: „Ég trúi á samfélag heilagra“ (Trúarjátningin)

Read more »

31.10.06

  20:26:59, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 175 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar gengur í hjónaband í Páfagarði

Næsta laugardag mun Nicholas Windsor lávarður, sonur hertogahjónanna af Kent ganga í hjónaband í Páfagarði. Windsor lávarður sem er einna minnst þekkti meðlimur konungsfjölskyldunnar mun kvænast króatískri hefðarkonu fæddri í Bretlandi: Donna Paola Doimi de Frankopan. Lávarðurinn verður fyrsti meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar sem gengur í hjónaband í Páfagarði. Hann er líka fyrstur meðlima konungsfjölskyldunnar að giftast í rómversk-kaþólskum sið frá siðaskiptum.

Read more »

20. ártíð Hinriks biskups Frehen – Persónuleg minning

Biskup Frehen  Í dag eru 20 ár liðin frá andláti herra Hinriks H. Frehen Reykjavíkurbiskups. Hans verður minnzt í messu, sem sungin verður kl. 18:00 í basiliku Krists konungs í Landakoti í dag. http://www.vortex.is/catholica/Frehen1.jpg Það var mikill fengur að komu dr. Hinriks biskups til Íslands, svo gefandi, andlegum föður, lærðum í helgum fræðum. Þó naut hans allt of skamma stund fyrir okkar litla söfnuð (sem var á þeim árum um 16–18 hundruð á öllu landinu). Hann þjónaði samt kirkjunni hér í heil 18 ár. Ber kunnugum saman um, að henni hafi þá stefnt til heilla fram á veg.

Read more »

  09:31:02, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 487 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 31. október 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 13. 18-21

Hann sagði nú: „Hverju er Guðs ríki líkt? Við hvað á ég að líkja því? Líkt er það mustarðskorni, sem maður tók og sáði í jurtagarð sinn. Það óx og varð tré og fuglar himins hreiðruðu sig í greinum þess.“ Og aftur sagði hann: „Við hvað á ég að líkja Guðs ríki? Líkt er það súrdeigi, er kona tók og fól í þrem mælum mjöls, uns það sýrðist allt.“

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Wolfgang frá Regensburg (um 924-994), biskup. Hugleiðing dagsins: Heil. Jóhannes Chrysostomos (um 345-407), erkibiskup í Miklagarði og kirkjufræðari. Hugvekja 20 um Postulasöguna: Að vera súrdeig heimsins

Read more »

30.10.06

  17:30:13, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 2285 orð  
Flokkur: Hinir þrír myrku dagar

Hinir þrír myrku dagar (1)

1. Um tákn Guðs á himinhvelfingunni
Eftir sólarundrið í Fatíma þann 13. október árið 1917 sem 70.000 manns urðu vitni að og greint var frá í fjölmörgum dagblöðum á sínum tíma reynist nútímamanninum ekki eins erfitt að trúa því, að Guð geti í raun og veru gripið til kraftaverka til að koma boðskap sínum á framfæri við mannkynið þegar mikið liggur við.

Read more »

  08:44:18, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 506 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 30. október 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 13. 10-17

Jesús var að kenna á hvíldardegi í samkundu einni. Þar var þá kona nokkur. Í átján ár hafði hún verið haldin sjúkleiks anda og var kreppt og alls ófær að rétta sig upp. Jesús sá hana og kallaði hana til sín og sagði við hana: „Kona, þú ert laus við sjúkleik þinn!“ Þá lagði hann hendur yfir hana, og jafnskjótt réttist hún og lofaði Guð. En samkundustjórinn reiddist því, að Jesús læknaði á hvíldardegi, og mælti til fólksins: „Sex daga skal vinna, komið þá og látið lækna yður og ekki á hvíldardegi.“ Drottinn svaraði honum: „Hræsnarar, leysir ekki hver yðar á hvíldardegi naut sitt eða asna af stalli og leiðir til vatns? En þessi kona, sem er dóttir Abrahams og Satan hefur fjötrað full átján ár, mátti hún ekki leyst verða úr fjötrum þessum á hvíldardegi?“ Við þessi orð hans urðu allir mótstöðumenn hans sneyptir, en allur lýður fagnaði yfir öllum þeim dýrðarverkum, er hann gjörði.
Í dag minnist kirkjan: Heil. Alphonsus Rodriguez (1533-1617). Hugleiðing dagsins:Jóhannes Páll páfi II. Hið postullega hirðisbréf „Dies Domini,“ §24-25: Jesús læknar á hvíldardeginum: Tákn um dag hinnar nýju sköpunar

Read more »

29.10.06

  12:14:56, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 5979 orð  
Flokkur: Sr. Edward Booth

Hl. Tómas og lögin

Grein eftir séra Edward Booth O.P. prest í Stykkishólmi sem birtist áður í Merki krossins, tímariti kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, 1. hefti 2005 og er endurbirt hér með leyfi höfundarins. (Aths. RGB )


Nokkrar athugasemdir í tilefni af birtingu íslenskrar þýðingar greinar hans um lög úr ritinu Summa Theologiæ

Edward Booth O.P.

Útgáfa í flokki Lærdómsrita Bókmenntafélagsins á íslenskri þýðingu kaflans um lög í Summa Theologiæ eftir heilagan Tómas af Aquino (hluti 1a2ae Quæstiones 90–97) er markverður viðburður ekki aðeins á sviði lögfræði heldur einnig varðandi mikilvægi heilags Tómasar fyrir menningu Evrópu og alls heimsins. [1]

Í inngangi er verkið sett í samhengi við ævi Tómasar sem dóminikanamunks. Athygli höfundar þessarar greinar var vakin á þýðingunni með grein sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins 9. október 2004 ásamt vel valinni mynd af Tómasi.

Read more »

  09:06:53, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 435 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 29. október 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Mk 10. 46-52

Þeir komu til Jeríkó. Og þegar hann fór út úr borginni ásamt lærisveinum sínum og miklum mannfjölda, sat þar við veginn Bartímeus, sonur Tímeusar, blindur beiningamaður. Þegar hann heyrði, að þar færi Jesús frá Nasaret, tók hann að hrópa: „Sonur Davíðs, Jesús, miskunna þú mér!“ Margir höstuðu á hann, að hann þegði, en hann hrópaði því meir: „Sonur Davíðs, miskunna þú mér!“ Jesús nam staðar og sagði: „Kallið á hann.“ Þeir kalla á blinda manninn og segja við hann: „Vertu hughraustur, statt upp, hann kallar á þig.“ Hann kastaði frá sér yfirhöfn sinni, spratt á fætur og kom til Jesú. Jesús spurði hann: „Hvað vilt þú, að ég gjöri fyrir þig?“ Blindi maðurinn svaraði honum: „Rabbúní, að ég fái aftur sjón.“ Jesús sagði við hann: „Far þú, trú þín hefur bjargað þér.“ Jafnskjótt fékk hann sjónina og fylgdi honum á ferðinni.

Hugleiðing dagsins: Heil. Narcissus frá Jerúsalem (d. 215), biskup og einsetumaður. Hugleiðing dagsins: Heil. Gregor páfi hinn mikli (um 540-604), kirkjufræðari. Hugvekja um guðspjöllin, 2: „Jesús, Sonur Davíðs, miskunna þú mér!“

Read more »

28.10.06

  17:08:48, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 1058 orð  
Flokkur: Málefni samkynhneigðar á sviði þjóðfélags og kirkju

Miðstöð samkynhneigðra í Los Angeles viðurkennir að AIDS sé einkum þeirra sjúkdómur

EINN þáttur í framsókn baráttuforkólfa samkynhneigðra hér á landi – til viðbótar við sókn þeirra á sviði ættleiðingar-, hjúskapar- og skólamála – birtist í þeirri kröfugerð þeirra, að "hommar fái að gefa blóð." Þótt þetta sé gersamlega úr takti við þann óþægilega veruleika, að hinn lífshættulegi sjúkdómur alnæmi er langalgengastur hjá þessum sérstaka þjóðfélagshópi [1], þá dregur það sízt úr þeim móðinn, og í 'hinseginvikunni' veittist þeim létt að fá viðmælendur sína í hópi fjölmiðlamanna til að gleypa við þeirri nýtilbúnu goðsögn [2], að síðustu árin hafi HIV-smit einkum átt sér stað hjá gagnkynhneigðum konum, ekki hommum. Í þessari grein var nýlega bent á, að á liðnu ári var dönskum hommum rúmlega 120 sinnum hættara við HIV-nýsmiti en gagnkynhneigðum körlum, en yfir 300 sinnum hættara við því en gagnkynhn. dönskum konum. Í Arkansas árið 2002 var AIDS og HIV-smit meðal homma 183 sinnum algengara en meðal gagnkynhn. karla; þar eru karlmenn, sem hafa mök við karlmenn, 18 sinnum líklegri til að hafa AIDS en þeldökkar konur. – HIV-smit fannst á Íslandi 1983–2005 hjá 40 konum og 144 körlum, þar af 93 hommum. Árin 2001–5 var HIV-nýsmit meðal karla hér á landi, sem höfðu mök við karla, meira en 30 sinnum algengara en meðal kvenna, sem höfðu mök við karla (sjá tilvísaða grein). – En aftur að hinni nýju frétt sem vísað er til í fyrirsögninni.

Read more »

  10:26:50, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 488 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 28. október 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 6. 12-16

En svo bar við um þessar mundir, að hann fór til fjalls að biðjast fyrir og var alla nóttina á bæn til Guðs. Og er dagur rann, kallaði hann til sín lærisveina sína, valdi tólf úr þeirra hópi og nefndi þá postula. Þeir voru: Símon, sem hann nefndi Pétur, Andrés bróðir hans, Jakob og Jóhannes, Filippus og Bartólómeus, Matteus og Tómas, Jakob Alfeusson og Símon, kallaður vandlætari, 16og Júdas Jakobsson og Júdas Ískaríot, sem varð svikari.
Í dag heiðrar kirkjan: Heilaga Símon og Júdas (Taddeus) postula. Hugleiðing dagsins: Heil. Kýrillos frá Alexandríu (380-444), biskup og kirkjufræðari. Ritskýringar við Jóhannesarguðspjall 3, 130: „Hann valdi tólf úr þeirra hópi og nefndi þá postula.“

Read more »

  10:18:10, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1117 orð  
Flokkur: Hið Alhelga Hjarta Jesú

16. Hið Alhelga Hjarta Jesú – lokaorð

resurrection

Ekki er of sterkt að orði kveðið þegar sagt er að guðrækni hins Alhelga Hjarta Jesú sé einn af dýrmætum gullhlekkjum hinnar heilögu arfleifðar sem varðveist hefur í hjarta kirkjunnar allt frá tímum postulanna. Því kemur heldur ekki á óvart að við getum leitað til eyðimerkurfeðranna á fjórðu öld til að leggja sem best rækt við hana vegna þess að afstaða þeirra er sú eina og sama og kemur fram hér að framan í grein 11: „Hin tólf heiti okkar frammi fyrir hinu Alhelga Hjarta.“

Read more »

27.10.06

  09:13:07, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 454 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 27. október 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lúkas 12. 54-59

Hann sagði og við fólkið: „Þá er þér sjáið ský draga upp í vestri, segið þér jafnskjótt: ,Nú fer að rigna.' Og svo verður. Og þegar vindur blæs af suðri, segið þér: ,Nú kemur hiti.' Og svo fer. Hræsnarar, útlit lofts og jarðar kunnið þér að ráða, en hvernig er því farið, að þér kunnið ekki að meta þennan tíma? Hví dæmið þér ekki af sjálfum yður, hvað rétt sé? Þegar þú ferð með andstæðingi þínum fyrir yfirvald, þá kostaðu kapps um það á leiðinni að ná sáttum við hann, til þess að hann dragi þig ekki fyrir dómarann, dómarinn afhendi þig böðlinum, og böðullinn varpi þér í fangelsi. Ég segi þér, eigi munt þú komast út þaðan, fyrr en þú hefur borgað síðasta eyri.“
Í dag heiðrar kirkjan: Bl. Bartholomeus frá Vicenza (um 1200-1271), dóminíkana og biskup á Kýpur. Hugleiðing dagsins: Blessaður Jóhannes páfi XXIII (1881-1963). Úr ræðu við opnunarathöfn Annars Vatíkanþingsins: Að meta tákn tímans: Mikilvægt hlutverk Annars Vatíkanþingsins

Read more »

26.10.06

  18:52:37, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 172 orð  
Flokkur: Trúarljóð

Samtal um nótt

Móðirin:
Ég grét sáran og var harmi lostin
þegar þeir drekktu dætrum mínum,
þeim sem höfðu heiðrað mig,
í sekkjum í gjánni í landi mínu
sem þeir gerðu að sínu.

Ég var harmi lostin þegar þeir
komu og tóku móðurina átta árum
eftir að hún ól barn sitt
og sendu til helheima.
Segðu þeim þetta. Segðu þeim þetta!

Read more »

  15:43:39, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1102 orð  
Flokkur: Hið Alhelga Hjarta Jesú

15. Erzebet Szanto: „Náð loga elsku hins Flekklausa Hjarta míns mun blinda Satan.“

Theotokos

Í Fatíma sagði Guðsmóðirin að við lifum á endatímanum og því æðir Satan um heimsbyggðina og hremmir andvaralausar sálir vegna þess að hann gerir sér ljóst að tími hans er að renna út. Þetta er sá boðskapur sem hin blessaða Mey bar Erzsebet Szanto (1913-1985), ungverskri konu og sex barna móður með náðarríkum loga elsku Guðsmóðurinnar, þess sama loga elskunnar og geislar út frá Hjarta hinnar guðlegu miskunnar á mynd Faustínu Kowalska. Sjálf var Erzebet að sligast undan byrðum hins daglega lífs og trú hennar fór ört dvínandi, í reynd svo mjög, að trúarneisti hennar var að slokkna fyrir fullt og allt.

Read more »

  09:10:31, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 309 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 26. október 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 12. 49-53

Ég er kominn að varpa eldi á jörðu. Hversu vildi ég, að hann væri þegar kveiktur! Skírn á ég að skírast. Hversu þungt er mér, uns hún er fullnuð. Ætlið þér, að ég sé kominn að færa frið á jörðu? Nei, segi ég yður, heldur sundurþykki. Upp frá þessu verða fimm í sama húsi sundurþykkir, þrír við tvo og tveir við þrjá, faðir við son og sonur við föður, móðir við dóttur og dóttir við móður, tengdamóðir við tengdadóttur sína og tengdadóttir við tengdamóður.“
Í dag heiðrar kirkjan: Blessaðan Contardo Ferrini (1859-1902), Þriðju reglu fransiskana og prófessor. Hugleiðing dagsins: Heil. Faustína Kowalska (1905-1938), boðberi hinnar guðlegu miskunnar: „Að kveikja eld á jörðinni:“ Gjafir Heilags Anda (P 2. 3)

Read more »

25.10.06

Eru “augljósar mótsagnir” í Biblíunni, m.a. um samkynja mök fólks? Skoðanaskipti við ritstjóra um forvitnileg mál

Enn glíma Þjóðkirkjuprestar og margir trúaðir við ráðgátur um réttan skilning Heilagrar ritningar, m.a. hvort hún hafi komizt í mótsögn við sjálfa sig, t.d. í einu mesta deilumáli samtímans. Eftirfarandi bréfaskipti mín og eins ágæts ritstjóra Morgunblaðsins taka á því máli og geta e.t.v. orðið öðrum gagnleg. Hér er t.d. drepið á sköpunartrú, kvennakúgun, þrælahald og samkynhneigð.

Fyrra bréfið til Morgunblaðs-ritstjóra um “augljósar mótsagnir” í Biblíunni um atriði sem snerta samkynhneigða, en einnig ýmsa aðra hluti:

Til ritstjóra Morgunblaðsins . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 30. des. 2005.

Sælir og blessaðir, ágætu Styrmir, Karl og Ólafur, á þessari jólahátíð. Staksteinar ykkar frá 27. des. standa í mér. Þar eru gerðar athugasemdir við grein á Vef-þjóðviljanum (þar sem fjallað var um samband kristinnar trúar og stjórnmála), en ekki látið nægja að beina gagnrýninni þangað, því að ekki verður annað séð en að Staksteinar fullyrði, að "augljósar mótsagnir" séu í Ritningunni varðandi mál samkynhneigðra (sjá textann hér neðar).

Read more »

  11:22:57, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1368 orð  
Flokkur: Hið Alhelga Hjarta Jesú

14. Heilög Faustína Kowalska og náð geisla Hjarta hinnar guðlegu miskunnar

miskunn

Engin umfjöllun um tilbeiðslu á hinu Alhelga Hjarta er fullkomin án þess að geta Faustínu Kowalska (1905-1938). Í predikun sinni í messunni þegar hún var tekin í tölu hinna heilögu þann 30. apríl árið 2000 kallaði Jóhannes Páll páfi II hana: „Gjöf Guðs til samtíma okkar.“ Páfi komst svo að orði: „Guðleg miskunn streymir til mannanna um hið krossfesta Kristshjarta“ og hann vitnaði til orða þeirra sem Jesú mælti til hennar: „Dóttir mín! Segðu að ég sé elskan og miskunnin persónugerð“ (Dagbók, bls. 374).

Read more »

1 ... 24 25 26 ...27 ... 29 ...31 ...32 33 34 ... 46

Síðustu pistlar

Kirkju.net er óháð vefrit sem inniheldur aðallega efni tengt kaþólskri trú en einnig um trúmál almennt. Markmiðið er að miðla fróðleik og stuðla að skoðanaskiptum og umræðu innan kaþólsku kirkjunnar á Íslandi sem og að kynna kaþólsku kirkjuna fyrir þeim sem utan hennar eru. Aðalsíða vefritsins sækir pistla inn á bloggsíður og skrifa höfundar hvers bloggs pistla sem hafa kaþólskt eða annað trúarlegt efni sem meginþema. Skoðanir settar fram í pistlunum eru höfundanna sjálfra og ber ekki að túlka þær sem skoðanir trúfélaga eða annarra bloggara. Höfundar bera ábyrgð á efni sem þeir birta á sínu bloggi. Athugasemdir við pistlana eiga að vera á íslensku, málefnalegar og fullt nafn höfundar á að koma fram. Athugasemdum er ritstýrt af höfundi hvers bloggs fyrir sig. Gestapennar innan eða utan kaþólsku kirkjunnar eru einnig velkomnir að senda inn greinar sem eru birtar undir „Ýmsir höfundar.“

Leit

Flokkur

Sr. Denis O'Leary

Kirkjuvefbók Ragnars

Jón Valur Jensson

Ýmsir höfundar

Jón Rafn Jóhannsson

Kirkju.net

  XML Feeds

blog software