Blaðsíður: 1 ... 23 24 25 ...26 ... 28 ...30 ...31 32 33 ... 46

26.11.06

  02:40:14, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 122 orð  
Flokkur: Trúarleg ljóð JVJ

Vitnisburður úr lífsins náðarljóði

Örðug er leiðin allt mitt líf
upp til þín, stærsta gleði.
Sárfættur einum syng ég lof
sálar í heitum óði,
þakkandi hverja gjöf, er gaf
Guð mér í sínu ljóði.

Read more »

25.11.06

  16:17:49, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1367 orð  
Flokkur: Bænalífið

Um Vinalínu (Vinaleið) hins Alhelga Hjarta Jesú

Hér á kirkju.net hefur Vinaleið íslensku Þjóðkirkjunnar verið mikið til umræðu að undanförnu. En nú hyggst ég ræða um Vinalínu hins Alhelga Hjarta Jesú, þá leið sem Heilagur Andi opinberar okkur þegar sálin hefur lært að þagga niður í sálarkröftum sínum svo að hún geti hlustað á Guð í djúpi verundar sinnar. Eitt sinn komst Jóhannes af Krossi svo að orði: „Faðirinn mælti eitt Orð sem er Sonurinn og þetta Orð mælir hann sífellt í eilífri þögn og í þögninni heyrir sálin það.“ [1] Þannig tekur hjarta að mæla við hjarta, hið Alhelga Hjarta Jesú ræðir við mannshjartað.

Hversu vel hefur ekki Hallgrímur Pétursson, sálmaskáldið mikla, heyrt þessa rödd:

Gegnum Jesú helgast hjarta
í himininn upp ég líta má,
Guðs míns ástar birtu bjarta
bæði fæ ég að reyna' og sjá,
hryggðar myrkrið sorgar svarta
sálu minni hverfur þá.

Read more »

  10:55:56, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 644 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 25. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 20. 27-40

Þá komu nokkrir saddúkear, en þeir neita því, að upprisa sé til, og sögðu við hann: „Meistari, Móse segir oss í ritningunum, að deyi maður kvæntur, en barnlaus, skuli bróðir hans ganga að eiga ekkjuna og vekja honum niðja. Nú voru sjö bræður. Sá fyrsti tók sér konu og dó barnlaus. Gekk þá annar bróðirinn og síðan hinn þriðji að eiga hana og eins allir sjö, og létu þeir engin börn eftir sig, er þeir dóu. Síðast dó og konan. Kona hvers þeirra verður hún í upprisunni? Allir sjö höfðu þeir átt hana.“ Jesús svaraði þeim: „Börn þessarar aldar kvænast og giftast, en þeir sem verðir þykja að fá hlutdeild í komandi veröld og upprisunni frá dauðum, kvænast hvorki né giftast. Þeir geta ekki heldur dáið framar, þeir eru englum jafnir og börn Guðs, enda börn upprisunnar. En að dauðir rísi upp, það hefur jafnvel Móse sýnt í sögunni um þyrnirunninn, er hann kallar ,Drottin Guð Abrahams, Guð Ísaks og Guð Jakobs.' Ekki er hann Guð dauðra, heldur lifenda, því að honum lifa allir.“ Þá sögðu nokkrir fræðimannanna: „Vel mælt, meistari.“ En þeir þorðu ekki framar að spyrja hann neins.
Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Kólumkilla frá Írlandi (543?-615). Hugleiðing dagsins: Annað Vatíkanþingið. Reglugerð um kirkjuna í heimi nútímans, „Gaudium et Spes“ § 18: „Ekki er hann Guð dauðra, heldur lifenda“

Read more »

24.11.06

  10:21:44, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 316 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 24. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists föstudaginn 24. nóvember er úr Lúkas 19. 45-48

Þá gekk hann inn í helgidóminn og tók að reka út þá er voru að selja 46og mælti við þá: „Ritað er: Hús mitt á að vera bænahús, en þér hafið gjört það að ræningjabæli.“ Daglega var hann að kenna í helgidóminum, en æðstu prestarnir og fræðimennirnir svo og fyrirmenn þjóðarinnar leituðust við að ráða hann af dögum, en fundu eigi, hvað gjöra skyldi, því að allur lýðurinn vildi ákaft hlýða á hann.

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Andrés Dung-Lac (1745-1862) og félaga, víetnamska píslarvotta. Hugleiðing dagsins: Rómversku helgisiðirnir. Inngangsorðin að helgisiðum kirkjuvígslunnar: „Hús mitt á að vera bænahús“

Read more »

23.11.06

  09:36:45, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 484 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 23. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 9. 41-44

Jesús svaraði: „Ó, þú vantrúa og rangsnúna kynslóð, hversu lengi á ég að vera hjá yður og umbera yður? Fær þú hingað son þinn.“ Þegar hann var að koma, slengdi illi andinn honum flötum og teygði hann ákaflega. En Jesús hastaði á óhreina andann, læknaði sveininn og gaf hann aftur föður hans. Og allir undruðust stórum veldi Guðs. Þá er allir dáðu allt það, er hann gjörði, sagði hann við lærisveina sína: „Festið þessi orð í huga: ,Mannssonurinn verður framseldur í manna hendur.“

Í dag heiðrar kirkjan: Hl. Klemens I páfa (um 80). Hugleiðing dagsins: Orígenes (um 185–253), prestur og guðfræðingur. Hugvekja 38 um Lúkas: „Og er hann kom nær og sá borgina, grét hann yfir henni“

Read more »

22.11.06

  10:18:45, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 870 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 22. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 19. 11-28

Meðan þeir hlýddu á, bætti hann við dæmisögu, því að hann var í nánd við Jerúsalem, og þeir ætluðu, að Guðs ríki mundi þegar birtast. Hann sagði: „Maður nokkur tiginborinn fór í fjarlægt land til þess að taka við konungdómi og koma síðan aftur. Hann kallaði tíu þjóna sína, seldi þeim í hendur tíu pund og sagði við þá: ,Verslið með þetta, þangað til ég kem.' En landar hans hötuðu hann og gerðu sendimann á eftir honum til að segja: ,Vér viljum ekki, að þessi maður verði konungur yfir oss.' Nú kom hann aftur og hafði tekið konungdóm. Þá lét hann kalla fyrir sig þjóna þá er hann hafði selt féð í hendur, til þess að vita, hvað hver hefði grætt. Hinn fyrsti kom og sagði: ,Herra, pund þitt hefur ávaxtast um tíu pund.' Konungur sagði við hann: ,Gott, þú góði þjónn, þú varst trúr í mjög litlu og því skaltu ráða fyrir tíu borgum.' Annar kom og sagði: ,Pund þitt, herra, hefur gefið af sér fimm pund.' Hann sagði eins við hann: ,Þú skalt og vera yfir fimm borgum.' Enn kom einn og sagði: ,Herra, hér er pund þitt. Ég hef haft það geymt í dúki, því að ég var hræddur við þig, en þú ert maður strangur og tekur það út, sem þú lagðir ekki inn, og uppsker það, sem þú sáðir ekki.' Hann segir við hann: ,Illi þjónn, eftir orðum þínum dæmi ég þig. Þú vissir, að ég er maður strangur, sem tek það út, sem ég lagði ekki inn, og uppsker það, sem ég sáði ekki. Hvers vegna léstu þá ekki fé mitt í banka? Þá hefði ég fengið það með vöxtum, er ég kom heim.' Og hann sagði við þá er hjá voru: ,Takið af honum pundið, og fáið þeim, sem hefur tíu pundin.' En þeir sögðu við hann: ,Herra, hann hefur tíu pund.' Ég segi yður: Hverjum sem hefur, mun gefið verða, og frá þeim sem eigi hefur, mun tekið verða jafnvel það, sem hann hefur. En þessa óvini mína, sem vildu ekki að ég yrði konungur yfir sér, færið þá hingað og höggvið þá frammi fyrir mér.“ Þá er Jesús hafði þetta mælt, hélt hann á undan áfram upp til Jerúsalem.

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Cecilíu (þriðja öld). Hugleiðing dagsins: Jóhannes Páll páfi II. Hugvekja flutt fyrir verkamenn í Lúxemborg í maí 1985: „Verið frjósöm:” Mannanna verk og Guðsríkið“

Read more »

21.11.06

  09:27:44, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 553 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 21. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 19. 1-10

Jesús kom til Jeríkó og gekk gegnum borgina. En þar var maður, er Sakkeus hét. Hann var yfirtollheimtumaður og auðugur. Langaði hann að sjá, hver Jesús væri, en tókst það ekki fyrir mannfjöldanum, því hann var lítill vexti. Hann hljóp þá á undan og klifraði upp í mórberjatré til að sjá Jesú, en leið hans lá þar hjá. Og er Jesús kom þar að, leit hann upp og sagði við hann: „Sakkeus, flýt þér ofan, í dag ber mér að vera í húsi þínu.“ Hann flýtti sér ofan og tók á móti honum glaður. Þeir er sáu þetta, létu allir illa við og sögðu: „Hann fer til að gista hjá bersyndugum manni.“ En Sakkeus sté fram og sagði við Drottin: „Herra, helming eigna minna gef ég fátækum, og hafi ég haft nokkuð af nokkrum, gef ég honum ferfalt aftur.“ Jesús sagði þá við hann: „Í dag hefur hjálpræði hlotnast húsi þessu, enda er þessi maður líka Abrahams sonur. Því að Mannssonurinn er kominn að leita að hinu týnda og frelsa það.“

Í dag minnist kirkjan: Frumburðarhátíðar hinnar blessuðu Meyjar í musterinu. Hugleiðing dagsins: Jóhannes Tauler (um 1300-1361), djúphyggjumaður og dóminíkanafaðir. Predikun 68: „Sakkeus, flýt þér ofan!“

Read more »

20.11.06

  12:28:22, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 497 orð  
Flokkur: Hin heilaga arfleifð

Um forna kaþólska merkingu orðsins afláts

Þar sem umræðan milli okkar Jóns Vals Jenssonar snertir ekki „þráðinn“ í umfjölluninni um Vinaleiðina ákvað ég að koma athugasemdum mínum fram í sérstakri grein, en þar andmæli ég þeim skilningi sem kemur fram hjá Jóni Val um merkingu orðsins afláts. Þar sem Hómilíubókin er ein „náttborðsbóka“ minna er orðið mér afar nærtækt. Þær upplýsingar sem koma fram í Hinni íslensku samheitaorðabók [1] eru í fyllsta samræmi við forna málnotkun vil ég benda á eftirfarandi staðreyndir. Þar segir:

aflát: aflausn, fyrirgefning, lausn, sakaruppgjöf, syndafyrirgefning, syndakvittun.

Read more »

  11:24:48, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 501 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 20. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 18. 35-43

Svo bar við, er hann nálgaðist Jeríkó, að blindur maður sat þar við veginn og betlaði. Hann heyrði, að mannfjöldi gekk hjá, og spurði, hvað um væri að vera. Var honum sagt, að Jesús frá Nasaret færi hjá. Þá hrópaði hann: „Jesús, sonur Davíðs, miskunna þú mér!“ En þeir sem á undan fóru, höstuðu á hann, að hann þegði. En hann hrópaði því meir: „Sonur Davíðs, miskunna þú mér!“ Jesús nam staðar og bauð að leiða hann til sín. Er hann kom nær, spurði Jesús hann: „Hvað vilt þú, að ég gjöri fyrir þig?“ Hinn svaraði: „Herra, að ég fái aftur sjón.“ Jesús sagði við hann: „Fá þú aftur sjónina. Trú þín hefur bjargað þér.“ Jafnskjótt fékk hann sjónina. Og hann fylgdi honum og lofaði Guð. En allt fólkið, er sá þetta, vegsamaði Guð.

Í dag heiðrar kirkjan:Heil. Rose Philippine Duchesne (1769-1852). Hugleiðing dagsins: Heil. Símon nýguðfræðingur (um 949-1022), býsanskur guðfræðingur í Stúdítaklaustrinu í Miklagarði. Um Siðfræði 5: „Sonur Davíðs, miskunna þú mér“

Read more »

19.11.06

  13:38:57, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 50 orð  
Flokkur: Kaþólska kirkjan á Íslandi

Tónleikar í Kristskirkju

Caritas Ísland hjálparstofnun kaþólsku kirkjunnar efnir til tónleika til styrktar fötluðum börnum í Kristskirkju í dag, sunnudaginn 19. nóv. kl. 16. Landskunnir listamenn koma þar fram og gefa vinnu sína. Allur ágóði mun renna til Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins.

RGB/Mbl 17.11. bls. 36

  10:29:05, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 645 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 19. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Mk 13. 24-32

En á þeim dögum, eftir þrenging þessa, mun sólin sortna og tunglið hætta að skína. Stjörnurnar munu hrapa af himni og kraftar himnanna bifast. Þá munu menn sjá Mannssoninn koma í skýjum með miklum mætti og dýrð. Og hann mun senda út englana og safna sínum útvöldu úr áttunum fjórum, frá skautum jarðar til himinskauta. Nemið líkingu af fíkjutrénu. Þegar greinar þess fara að mýkjast og laufið að springa út, þá vitið þér, að sumar er í nánd. Eins skuluð þér vita, þegar þér sjáið þetta verða, að hann er í nánd, fyrir dyrum. Sannlega segi ég yður: Þessi kynslóð mun ekki líða undir lok, uns allt þetta er komið fram. Himinn og jörð munu líða undir lok, en orð mín munu aldrei undir lok líða. En þann dag eða stund veit enginn, hvorki englar á himni né Sonurinn, enginn nema Faðirinn.

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Agnesi frá Assisí (1197-1253), systur heil. Klöru. Hugleiðing dagsins: John Henry Newman (1801-1890), kardínáli og guðfræðingur. Parochial and Plain Sermons, Volume 4, n°22 (Edited by W.J. Copeland): „Þið verðið einnig að vera reiðubúnir“

Read more »

18.11.06

  17:03:50, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 55 orð  
Flokkur: Kaþólska kirkjan á Íslandi

Fyrirlestur í Landakoti: „Mitt á milli Maríu og Evu“

Næstkomandi mánudagskvöld 20. nóvember kl. 20.00 mun Auður Ólafsdóttir listfræðingur og dósent við Háskóla Íslands flytja fyrirlestur í Landakoti: „Mitt á milli Maríu og Evu“ um Maríu Magdalenu einn vinsælasta dýrling miðalda og ímyndir hennar í myndlistarsögunni.

Kaþólska kirkjublaðið greinir frá þessu.

  10:37:36, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 525 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 18. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 18. 1-8

Þá sagði hann þeim dæmisögu um það, hvernig þeir skyldu stöðugt biðja og eigi þreytast: „Í borg einni var dómari, sem hvorki óttaðist Guð né skeytti um nokkurn mann. Í sömu borg var ekkja, sem kom einlægt til hans og sagði: ,Lát þú mig ná rétti á mótstöðumanni mínum.' Það vildi hann ekki lengi vel. En að lokum sagði hann við sjálfan sig: ,Ekki óttast ég Guð að sönnu né skeyti um nokkurn mann. En þessi ekkja lætur mig aldrei í friði. Því vil ég rétta hlut hennar, áður en hún gjörir út af við mig með nauði sínu.'“ Og Drottinn mælti: „Heyrið, hvað rangláti dómarinn segir. Mun Guð þá ekki rétta hlut sinna útvöldu, sem hrópa til hans dag og nótt? Mun hann draga að hjálpa þeim? Ég segi yður: Hann mun skjótt rétta hlut þeirra. En mun Mannssonurinn finna trúna á jörðu, þegar hann kemur?“

Í dag minnist kirkjan: Vígslu basilíka heil. Péturs og Páls.  Hugleiðing dagsins: Meistari Eckhart (um 1260-1327), djúphyggjumaður og guðfræðingur í Dóminíkanareglunni. Andlegar viðræður: „Við verðum sífellt að biðja“

Read more »

17.11.06

  22:18:45, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 619 orð  
Flokkur: Þjóðfélagsrýni

Örfá orð um „Vinaleið“

Mikið hefur verið rætt um svokallaða „Vinaleið“ að undanförnu. GÞB skrifar á bloggsíðu sína http://mitt.eigid.net/ [1] grein sem ber heitið „Vinaleiðin“. Þar segir greinarhöfundur m.a. að kristilegt siðgæði sé summað upp í gullnu reglunni og að:

„Hugmyndin um kristilegt siðgæði sem eitthvað annað og meira en almennt siðgæði er ósköp falleg sé hugsað eingöngu til kristinna, en hún felur óhjákvæmilega í sér ómaklegan dóm yfir siðferði þess þorra mannkyns sem á sér aðra guði, fleiri eða færri.“

Read more »

  09:30:57, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 280 orð  
Flokkur: Trúarljóð

Hl. Teresa Margrét (Redi) – Hjarðmærin Elpina

Hjarðmærin Elpina

Elpina, hjarðmærin
brann af þrá
til að vita hvernig
unnt væri að elska Guð
á jörðinni
og einn daginn grét hún sáran
og mælti þessi orð af vörum
í skóginum:

Read more »

  08:45:07, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 797 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 17. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 17. 26-37

„Eins og var á dögum Nóa, svo mun og verða á dögum Mannssonarins: Menn átu og drukku, kvæntust og giftust allt til þess dags, er Nói gekk í örkina, og flóðið kom og tortímdi öllum. Eins var og á dögum Lots: Menn átu og drukku, keyptu og seldu, gróðursettu og byggðu. En daginn, sem Lot fór úr Sódómu, rigndi eldi og brennisteini af himni og tortímdi öllum. Eins mun verða á þeim degi, er Mannssonurinn opinberast. Sá sem þann dag er á þaki uppi og á muni sína í húsinu, fari ekki ofan að sækja þá. Og sá sem er á akri, skal ekki heldur hverfa aftur. Minnist konu Lots. Sá sem vill sjá lífi sínu borgið, mun týna því, en sá sem týnir því, mun öðlast líf. Ég segi yður: Á þeirri nóttu verða tveir í einni hvílu, annar mun tekinn, hinn eftir skilinn. Tvær munu mala á sömu kvörn, önnur verður tekin, hin eftir skilin. [Tveir verða á akri, annar mun tekinn, hinn eftir skilinn.]" Þeir spurðu hann þá: „Hvar, herra?" En hann sagði við þá: „Þar munu ernirnir safnast, sem hræið er."
Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Elísabetu af Ungverjalandi (1207-1231). Hugleiðing dagsins: Heil. Gregoríos frá Nyssa (335-395), einn Kappadokíufeðranna þriggja, biskup. Hugleiðing 11 um Ljóðaljóðin: Menn átu og drukku, keyptu og seldu.

Read more »

16.11.06

  18:06:06, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 93 orð  
Flokkur: Trúarljóð

Hl. Katrín frá Siena – Ó, eilífi Faðir!

Ó eilífi Faðir!
Við vorum hulin
í garði hjarta þíns.
Þú kallaðir okkur fram
úr heilögum huga þínum sem blóm
og krónblöðin eru sálarkraftarnir þrír.
Og í hverjum þeirra og einum
huldir þú alla jurtina
svo að þeir bæru ávöxt í garði þínum,
og gætu horfið að nýju til þín
með þá ávexti sem þú gafst þeim.
Þannig kemur þú aftur til sálarinnar
til að fylla hana með blessun þinni.
Þarna dvelja sálirnar
eins og fiskurinn í sjónum
og sjórinn í fiskinum.

Úr 20. bæninni.

  09:57:59, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 350 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 16. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 17. 22-25

Farísear spurðu hann, hvenær Guðs ríki kæmi. Hann svaraði þeim: „Guðs ríki kemur ekki þannig, að á því beri. Ekki munu menn segja: Sjá, þar er það eða hér er það, því Guðs ríki er innra með yður.“ Og hann sagði við lærisveinana: „Þeir dagar munu koma, að þér þráið að sjá einn dag Mannssonarins og munuð eigi sjá. Menn munu segja við yður: Sjá hér, sjá þar. En farið ekki og hlaupið eftir því. Eins og elding, sem leiftrar og lýsir frá einu skauti himins til annars, svo mun Mannssonurinn verða á degi sínum. En fyrst á hann margt að líða og útskúfaður verða af þessari kynslóð.

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Margrét af Skotlandi (1050?-1093).  Hugleiðing dagsins: Heil. Thérèse af Jesúbarninu (1873-1897), karmelsystir og kirkjufræðari. Ævisaga, handrit A, 84 r°: „Guðs ríki er innra með yður.“

Read more »

15.11.06

  09:42:39, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 507 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 15. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 17. 11-19

Svo bar við á ferð hans til Jerúsalem, að leið hans lá á mörkum Samaríu og Galíleu. Og er hann kom inn í þorp nokkurt, mættu honum tíu menn líkþráir. Þeir stóðu álengdar, hófu upp raust sína og kölluðu: „Jesús, meistari, miskunna þú oss!" Er hann leit þá, sagði hann við þá: „Farið og sýnið yður prestunum." Þeir héldu af stað og nú brá svo við, að þeir urðu hreinir. En einn þeirra sneri aftur, er hann sá, að hann var heill orðinn, og lofaði Guð hárri raustu. Hann féll fram á ásjónu sína að fótum Jesú og þakkaði honum. En hann var Samverji. Jesús sagði: „Urðu ekki allir tíu hreinir? Hvar eru hinir níu? Urðu engir til þess að snúa aftur að gefa Guði dýrðina nema þessi útlendingur?" Síðan mælti Jesús við hann: „Statt upp, og far leiðar þinnar. Trú þín hefur bjargað þér."
Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Albert hinn mikla (1206-1280). Hugleiðing dagsins: Heil. Jóhannes af Krossi. Ljóð andans 34,1: Hversu fögur ertu, vina mín!

Read more »

14.11.06

  09:57:51, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 636 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Evrópubandalagið verður arftaki Sovétríkjanna

Þann 7. nóvember s. l. greinir LifeSiteNews.com frá ummælum Vladimir Bukovskij, fyrrum sovésks stjórnarerindreka sem birtust í Brussel Journal. Hann komst svo að orði að Evrópubandalagið væri „skrímsli“ sem yrði að tortíma áður en það þróaðist í að verða að öðrum Sovétríkjum. Hann sagði meðal annars: „Sovétríkin voru ríkjasamband sem lét stjórnast af hugmyndafræði. Í dag er hugmyndafræði Evrópubandalagsins stöðnuð sósíaldemókratísk hugmyndafræði og grundvallast að mestu á pólitískum rétttrúnaði. Ég sé með áþreifanlegum hætti hvernig þessi pólitíski rétttrúnaður ryður sér meira og meira rúms sem hugmyndafræðileg kúgun . . . Sjáið til að mynda þessar ofsóknir á hendur sænskum predikara sem varð að sæta nokkurra mánaða ofsóknum vegna þess að Biblían samþykkti ekki samkynhneigð.“

Read more »

  09:02:26, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 436 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 14. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lúkas 17. 7-10

„Hafi einhver yðar þjón, er plægir eða hirðir fénað, segir hann þá við hann, þegar hann kemur inn af akri: ,Kom þegar og set þig til borðs'? Segir hann ekki fremur við hann: ,Bú þú mér kvöldverð, gyrð þig og þjóna mér, meðan ég et og drekk, síðan getur þú etið og drukkið.' Og er hann þakklátur þjóni sínum fyrir að gjöra það, sem boðið var? Eins skuluð þér segja, þá er þér hafið gjört allt, sem yður var boðið: ,Ónýtir þjónar erum vér, vér höfum gjört það eitt, sem vér vorum skyldir að gjöra.‘“

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Gertrude (1256?-1302). Hugleiðing dagsins: Úr Spakmælum feðranna: Pelagíus og Jóhannes, 5: Af abba Sylvanusi.

Read more »

13.11.06

  10:35:13, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 514 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 13. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 17. 1-6

Hann sagði við lærisveina sína: „Eigi verður umflúið, að til ginninga komi, en vei þeim er veldur. Betra væri honum að hafa mylnustein um hálsinn og vera varpað í hafið en að tæla einn af þessum smælingjum til falls. Hafið gát á sjálfum yður. Ef bróðir þinn syndgar, þá ávíta hann, og ef hann iðrast, þá fyrirgef honum. Og þótt hann misgjöri við þig sjö sinnum á dag og snúi sjö sinnum aftur til þín og segi: ,Ég iðrast,' þá skalt þú fyrirgefa honum.“ Postularnir sögðu við Drottin: „Auk oss trú!" En Drottinn sagði: „Ef þér hefðuð trú eins og mustarðskorn, gætuð þér sagt við mórberjatré þetta: ,Ríf þig upp með rótum og fest rætur í sjónum,' og það mundi hlýða yður.“
Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Francis Xavier Cabrini (1850-1917), fyrsta Bandaríkjamanninn sem tekinn var í tölu heilagra.   Hugleiðing dagsins: Heil. Katrín frá Síena: Úr samræðunum.

Read more »

12.11.06

Íslenzkukennsla fyrir útlendinga og aðgangur þeirra að atvinnu á Íslandi (úr erindi í Útvarpi Sögu 10. 11. 2006)

Ríkisstjórnin tilkynnti í hádeginu 10. nóv., að hún hyggist leggja 100 milljónir króna í íslenzkukennslu útlendinga og nýbúa á næsta ári. Þetta er þó allt of lítið.[1] Ég hafði áður lagt til á annarri vefsíðu, að ríkisframlög til þessara mála yrðu tuttugufölduð. En hver eru framlög ríkisins til íslenzkukennslu útlendinga á þessu ári? Hugsið fyrst út í þetta: Hve miklu eyðum við í menntamál? Sumir sjá jafnvel ofsjónum yfir því, að við leggjum peninga í að kenna útlendingum íslenzku! Hvað ætli það séu margir tugir milljarða, sem íslenzka skólakerfið fær í sinn hlut? En á þessu ári eyðir ríkið einungis 18,8 milljónum í það að kenna útlendingum íslenzku! [2]

Read more »

11.11.06

  16:50:02, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 25 orð  
Flokkur: Kaþólskir fjölmiðlar

Kaþólska vefritið Catholica.dk

Catholica.dk er danskt vefrit. Greinarnar í því eru á 'pdf' formi og því þarf forritið 'Acrobat Reader' að vera uppsett á tölvunni:

http://www.catholica.dk/

  16:42:55, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 10 orð  
Flokkur: Kaþólskir fjölmiðlar

Sænska kirkjublaðið Katolsk Observatör

Sænska kirkjublaðið Katolsk Observatör:

http://katobs.se/

  16:42:49, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 31 orð  
Flokkur: Kaþólskir fjölmiðlar

Fréttaþjónusta norsku kirkjunnar á netinu

Á vefsíðu norsku kirkjunnar birtast reglulega fréttir á vefslóðinni:

http://www.katolsk.no/nyheter/

Á slóðinni:

http://www.katolsk.no/broen/

má einnig nálgast norska kirkjuritið Broen á 'pdf' formi.

  16:42:42, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 15 orð  
Flokkur: Kaþólskir fjölmiðlar

Danska kirkjublaðið Katolsk Orientering

Hér er vefútgáfa danska kirkjublaðsins Katolsk Orientering:

http://www.katolskorientering.dk/

  16:42:36, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 16 orð  
Flokkur: Kaþólskir fjölmiðlar

Kaþólska vikuritið The Tablet

The Tablet er breskt vikurit sem hefur komið út síðan 1840:

http://www.thetablet.co.uk/

  10:02:20, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 418 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 11. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 16. 9-15

Og ég segi yður: Aflið yður vina með hinum rangláta mammón, svo að þeir taki við yður í eilífar tjaldbúðir, þegar honum sleppir. Sá sem er trúr í því smæsta, er einnig trúr í miklu, og sá sem er ótrúr í því smæsta, er og ótrúr í miklu. Ef þér reynist ekki trúir í hinum rangláta mammón, hver trúir yður þá fyrir sönnum auði? Og ef þér reynist ekki trúir í því sem annars er, hver gefur yður þá það, sem yðar er? Enginn þjónn getur þjónað tveimur herrum. Annaðhvort hatar hann annan og elskar hinn eða þýðist annan og afrækir hinn. Þér getið ekki þjónað Guði og mammón." En farísearnir, sem voru menn fégjarnir, heyrðu þetta og gjörðu gys að honum. En hann sagði við þá: "Þér eruð þeir, sem réttlætið sjálfa yður í augum manna, en Guð þekkir hjörtu yðar. Því það, sem hátt er að dómi manna, er viðurstyggð í augum Guðs.
Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Martein frá Tours (316?-397). Hugleiðing dagsins: Úr Hómilíubók. Um föstu: Og verður þá tekinn af þeim uppgangur himnaríkis hæðar

Read more »

10.11.06

  18:24:31, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 376 orð  
Flokkur: Vefrit Karmels

Logi lifandi elsku eftir Jóhannes af Krossi kominn út á íslensku

loginn

Nú er Logi lifandi elsku eftir Jóhannes af Krossi kominn út á íslensku á Vefrit Karmels. Jóhannes af Krossi semur Loga lifandi elsku sex árum áður en hann andast meðan hann gegnir enn stöðu svæðisstjóra í Andalúsíu. Hann stendur á hátindi sínum sem andlegur lærifaðir og leiðbeinandi. Með ritinu leggur hann grundvöllinn að guðrækni hins Alhelga Hjarta Jesú sem blásið er nýju lífi í með persónulegum opinberunum hinna heilögu kirkjunnar á komandi öld.

Read more »

  11:59:45, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1600 orð  
Flokkur: Hin heilaga arfleifð

Austurkirkjufeðurnir stóðu vörð um Páfadóminn

Upphafið er þetta. Fyrstur kom Pétur postuli:

Þú ert Pétur, kletturinn, og á þessum kletti mun ég byggja kirkju mína, og máttur heljar mun ekki á henni sigrast. Ég mun fá þér lykla himnaríkis, og hvað sem þú bindur á jörðu, mun bundið á himnum, og hvað sem þú leysir á jörðu, mun leyst á himnum." (Mt 20. 18-20).

Því næst kom: Heil. Linus (um 66-78).
Þar næst kom: Heil. Anacletus (um 79-91).
Næst Heil. Klement (um 91-109).

Read more »

  09:42:38, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 653 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 10. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr er úr Lk 16. 1-8

Enn sagði hann við lærisveina sína: „Maður nokkur ríkur hafði ráðsmann, og var sá sakaður við hann um það, að hann sóaði eigum hans. Hann kallaði hann fyrir sig og sagði við hann: ,Hvað er þetta, er ég heyri um þig? Gjör reikningsskil ráðsmennsku þinnar, því þú getur ekki verið ráðsmaður lengur.' Ráðsmaðurinn sagði þá við sjálfan sig: ,Hvað á ég að gjöra, fyrst húsbóndi minn sviptir mig ráðsmennskunni? Ekki orka ég að grafa og skömm þykir mér að betla. Nú sé ég, hvað ég gjöri, til þess að menn taki við mér í hús sín, þegar ég verð sviptur ráðsmennskunni.' Hann kallaði nú á skuldunauta húsbónda síns, hvern og einn. Við þann fyrsta sagði hann: ,Hve mikið skuldar þú húsbónda mínum?' Hann svaraði: ,Hundrað kvartil viðsmjörs.' Hann mælti þá við hann: ,Tak skuldabréf þitt, set þig niður og skrifa sem skjótast fimmtíu.' Síðan sagði hann við annan: ,En hvað skuldar þú?' Hann svaraði: ,Hundrað tunnur hveitis.' Og hann sagði honum: ,Tak þú skuldabréf þitt og skrifa áttatíu.' Og húsbóndinn hrósaði rangláta ráðsmanninum fyrir að hafa breytt kænlega. Því að börn þessa heims eru kænni í skiptum við sína kynslóð en börn ljóssins.
Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Leó páfa hinn mikla (d. 461). Hugleiðing dagsins: Heil. Silúan starets frá Aþosfjalli (1866-1938). Um bænina: Öllum í þessum heimi er falið eitthvað ákveðið hlutverk á hendur

Read more »

09.11.06

  10:51:41, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 486 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 9. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Jh 2. 13-22

Nú fóru páskar Gyðinga í hönd, og Jesús hélt upp til Jerúsalem. Þar sá hann í helgidóminum þá, er seldu naut, sauði og dúfur, og víxlarana, sem sátu þar. Þá gjörði hann sér svipu úr köðlum og rak alla út úr helgidóminum, líka sauðina og nautin. Hann steypti niður peningum víxlaranna og hratt um borðum þeirra, og við dúfnasalana sagði hann: „Burt með þetta héðan. Gjörið ekki hús föður míns að sölubúð." Lærisveinum hans kom í hug, að ritað er: „Vandlæting vegna húss þíns mun tæra mig upp." Gyðingar sögðu þá við hann: „Hvaða tákn getur þú sýnt oss um það, að þú megir gjöra þetta?" Jesús svaraði þeim: „Brjótið þetta musteri, og ég skal reisa það á þrem dögum." Þá sögðu Gyðingar: „Þetta musteri hefur verið fjörutíu og sex ár í smíðum, og þú ætlar að reisa það á þrem dögum!" En hann var að tala um musteri líkama síns.

Í dag minnist kirkjan: Vígslu Basilíku hl. Jóhannesar á Lateranhæðinni í Róm. Hugleiðing dagsins: Heil. Kýrillos frá Jerúsalem (ca 315- ca 386). Trúfræðin III, 35: Og ekki stóð steinn yfir steini

Read more »

08.11.06

  10:45:46, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 4898 orð  
Flokkur: Hinir þrír myrku dagar

Hinir þrír myrku dagar (7)

7. Þrengingartími kirkjunnar og endatíminn

Þrengingartími kirkjunnar eftir ofsóknir siðaskiptanna [1] hófst með frönsku stjórnarbyltingunni. Byltingarráðið krafðist þess að allir prestar sværu stjórnarskrá byltingarmanna hollustueið. Píus páfi VI bannaði prestum að gera þetta og ríflegur meirihluti þeirra varð við beiðni hans. Brátt hófust nauðungarflutningar á prestum til Guiana eða þeir voru dæmdir til dauða. Í stjórnarskrárráðinu á árunum 1792 til 1795 sem lýsti yfir stofnum lýðveldisins varð byltingin andsnúin kristindóminum. Kaþólskir voru ofsóttir, fjölmargir prestar myrtir og eitt sinn voru 1500 prestar barðir til dauða. Altari var reist í Notre Dame basilíkunni til heiðurs gyðju skynseminnar og Robespierre reyndi að innleiða dýrkun á hinni æðstu verund.

Read more »

  09:47:47, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 503 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 8. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 14. 25-33

Mikill fjöldi fólks var honum samferða. Hann sneri sér við og sagði við þá: „Ef einhver kemur til mín og hatar ekki föður sinn og móður, konu og börn, bræður og systur og enda sitt eigið líf, sá getur ekki verið lærisveinn minn. Hver sem ber ekki sinn kross og fylgir mér, getur ekki verið lærisveinn minn. Hver yðar sest ekki fyrst við, ef hann ætlar að reisa turn, og reiknar kostnaðinn, hvort hann eigi nóg til að ljúka verkinu? Ella má svo fara, að hann leggi undirstöðu, en fái ekki við lokið, og allir, sem það sjá, taki að spotta hann og segja: ,Þessi maður fór að byggja, en gat ekki lokið.' Eða hvaða konungur fer með hernaði gegn öðrum konungi og sest ekki fyrst við og ráðgast um, hvort honum sé fært að mæta með tíu þúsundum þeim er fer á móti honum með tuttugu þúsundir? Sé svo ekki, gerir hann menn á fund hans, meðan hann er enn langt undan, og spyr um friðarkosti. Þannig getur enginn yðar verið lærisveinn minn, nema hann segi skilið við allt sem hann á.“
Í dag heiðrar kirkjan: Blessaðan John Duns Scotus (1266-1308). Hugleiðing dagsins: Jóhannes af Krossi. Hin myrka nótt sálarinnar 1. 7, 3-4: Um nýliðana í bænalífinu sem forðast krossinn

Read more »

1 ... 23 24 25 ...26 ... 28 ...30 ...31 32 33 ... 46

Síðustu pistlar

Kirkju.net er óháð vefrit sem inniheldur aðallega efni tengt kaþólskri trú en einnig um trúmál almennt. Markmiðið er að miðla fróðleik og stuðla að skoðanaskiptum og umræðu innan kaþólsku kirkjunnar á Íslandi sem og að kynna kaþólsku kirkjuna fyrir þeim sem utan hennar eru. Aðalsíða vefritsins sækir pistla inn á bloggsíður og skrifa höfundar hvers bloggs pistla sem hafa kaþólskt eða annað trúarlegt efni sem meginþema. Skoðanir settar fram í pistlunum eru höfundanna sjálfra og ber ekki að túlka þær sem skoðanir trúfélaga eða annarra bloggara. Höfundar bera ábyrgð á efni sem þeir birta á sínu bloggi. Athugasemdir við pistlana eiga að vera á íslensku, málefnalegar og fullt nafn höfundar á að koma fram. Athugasemdum er ritstýrt af höfundi hvers bloggs fyrir sig. Gestapennar innan eða utan kaþólsku kirkjunnar eru einnig velkomnir að senda inn greinar sem eru birtar undir „Ýmsir höfundar.“

Leit

Flokkur

Sr. Denis O'Leary

Kirkjuvefbók Ragnars

Jón Valur Jensson

Ýmsir höfundar

Jón Rafn Jóhannsson

Kirkju.net

  XML Feeds

blog software