Blaðsíður: 1 ... 22 23 24 ...25 ... 27 ...29 ...30 31 32 ... 46

25.12.06

  20:23:30, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 210 orð  
Flokkur: Dulhyggja

Albert Einstein: Skynjun hins dulúðuga er rót allra vísinda

„Hin fegursta og dýpsta tilfinning sem við getum upplifað er skynjun hins dulúðuga. Hún er rót allra sannra vísinda. Sá sem er ókunnugur þessari tilfinningu, sá sem getur ekki lengur undrast og staðið frá sér numinn í óttablandinni lotningu er svo gott sem dauður. Að vita að það sem er óskiljanlegt okkur sé til og það birtist í æðsta vísdómi og hinni æðstu útgeislandi fegurð sem okkar daufu gáfur geta aðeins skilið í sinni frumstæðustu mynd - þessi þekking, þessi tilfinning er miðlæg í sannri trúrækni“ [1]

Read more »

24.12.06

  15:26:34, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 29 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Páfamessan

Ég vil minna fólk á að bein útsending páfamessunnar hefst klukkan 22. 55 í kvöld og má sjá hana á rásum danska, norska og sænska sjónvarpsins (Rás 1).

  14:33:15, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 277 orð  
Flokkur: Trúarljóð

Nóttin var sú ágæt ein!

1. Emmanúel heitir hann
herrann minn enn kæri.
Með vísnasöng eg vögguna þína hræri.

2. Nóttin var sú ágæt ein,
í allri veröldu ljósið skein,
það er nú heimsins þrautar mein
að þekkja hann ei sem bæri.
Með vísnasöng eg vögguna þína hræri.

3. Í Betlehem var það barnið fætt
sem best hefur andar sárin grætt;
svo hafa englar um það rætt
sem endurlausnarinn væri.
Með vísnasöng eg vögguna þína hræri.

4. Fjármenn hrepptu fögnuð þann,
þeir fundu bæði Guð og mann;
í lágan stall var lagður hann
þó lausnarinn heimsins væri.
Með vísnasöng eg vögguna þína hræri.

5. Lofið og dýrð á himnum hátt
honum með englum syngjum þrátt;
friður á jörðu og fengin sátt,
fagni því menn sem bæri.
Með vísnasöng eg vögguna þína hræri.

6. Í Betlehem vil eg nú víkja þá
vænan svein í stalli sjá,
með báðum höndum honum að ná
hvar að eg kemst í færi.
Með vísnasöng eg vögguna þína hræri.

7. Betlehem kallast kirkjan svinn,
kórinn held eg stallinn þinn,
því hef eg mig þangað, herra minn,
svo heilræðin að þér læri.
Með vísnasöng eg vögguna þína hræri.

8. Upp úr stallinum eg þig tek
þó öndin mín sé við þig sek;
barns mun ekki bræðin frek,
bið eg þú ligg mér nærri.
Með vísnasöng eg vögguna þína hræri.

Einar Sigurðsson frá Heydölum.

GLEÐILEG JÓL!

23.12.06

  14:47:23, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 142 orð  
Flokkur: Kaþólska kirkjan á Íslandi

Merki krossins, 2. hefti 2006 er komið út

2. hefti 2006 af Merki krossins tímariti kaþólsku kirkjunnar á Íslandi er komið út. Meðal efnis er erindi Benedikts páfa XVI í Regensburg frá því í september, opið bréf til páfa frá múslímskum fræðimönnum, greinar efir Árna Þ. Árnason og Edward Booth O.P. , viðtal við Gunnar J. Friðriksson, ljóð og orðasafn.

Read more »

20.12.06

  18:59:15, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 159 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Skóli í Betlehem þarf að rífa mötuneytið vegna öryggisveggsins

Independent Catholic News greinir frá því að skóli í Betlehem sem opinn er börnum múslima, kristinna og gyðinga hafi sent út hjálparbeiðni eftir að hafa fengið fréttir af því að hluti skólabyggingarinnar verði að víkja fyrir 'öryggisveggnum' svonefnda sem verið er að byggja umhverfis þorpið.

Read more »

19.12.06

  11:47:12, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 439 orð  
Flokkur: Hjálparstarf

Hverjir þarfnast jólagjafa þessi jól?

Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar bakþanka Fréttablaðsins í dag og að venju er pistill hennar athyglisverður. Hún skrifar: „Nú í jólaösinni þegar finna skal gjafir handa þeim sem bókstaflega eiga allt, getur verið góð hugmynd að gefa viðkomandi gjöf sem nýt[i]st öðrum sem raunverulega þurfa á aðstoð að halda. Með Hjálparstofnun kirkjunnar sem millilið er hægt að gefa snauðum í Afríku innlegg í lítinn bústofn í nafni þeirra sem við viljum gleðja.

Read more »

18.12.06

  23:59:24, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 95 orð  
Flokkur: Dulhyggja, Opinberanir, Meðugorje

Stytta sem svitnar og sólarundur í Meðugorje?

Enn vekur Meðugorje í Bosníu-Herzegovinu athygli. Á vefsetrinu Youtube eru stutt myndskeið frá fólki sem þangað hefur farið. Hér má t.d. sjá myndir af styttu sem virðist gefa frá sér vökva: [Tengill]. Sama styttan kemur fyrir í lok þessa myndskeiðs þar sem sólin virðist eitthvað einkennileg:[Tengill]

Read more »

17.12.06

  11:33:55, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 861 orð  
Flokkur: Þjóðfélagsrýni

Hverjir munu komast til stjarnanna?

Í októberhefti tímaritsins Sky & Telescope er greint frá því að Andrómeda vetrarbrautin stefni í átt til vetrarbrautar okkar og árekstur sé nær óumflýjanlegur. Spurningin sé aðeins hvenær hann verði [1]. Sem stendur er Andrómeda í um 2,5 milljóna ljósára fjarlægð en hún nálgast okkur með 120 kílómetra á sekúndna hraða (432000 kílómetra á klukkustund) en það er 4800 faldur mesti leyfilegur íslenskur hámarkshraði sem er 90 km. á klukkustund. Hætt er við að í þessu tilfelli dugi ekki að hringja í sýslumanninn.

Read more »

15.12.06

  23:47:59, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 688 orð  
Flokkur: Greinar eftir Sr. Róbert Bradshaw (dó 1993)

Altarissakramentið

Þetta er hið mesta allra sakramentanna. Í því meðtökum við raunverulegan lifandi líkama og blóð Krists.

Við síðustu kvöldmáltíðina breytti Jesús brauði og vini í líkama sinn og blóð. Hann gaf postulunum tólf vald þetta, og það vald skyldi frá þeim ganga til eftirkomandi biskupa og presta innan kaþólsku kirkjunnar.

Read more »

14.12.06

Vesturlönd afneita trúarlegum rótum sínum

Sagnfræðiprófessorinn Jonathan Clark á makalaust afhjúpandi, skýra og skemmtilega grein í nýjasta Spectator. 'The West denies its religious roots' nefnist hún. Hvet ég alla enskumælandi til að lesa hana – hún opinberar þann hráskinnaleik, þann undarlega selskapsleik sem Vesturlandamenn – einnig við Íslendingar – hafa leikið í marga áratugi : flóttann frá því að viðurkenna rætur okkar, sem við stöndum þó á, fælnina frá því að ræða saman um trú okkar, feluleikinn um undirstöðuhugsun kristinnar trúar.

Read more »

  17:45:01, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 188 orð  
Flokkur: Kaþólska kirkjan á Íslandi, Þrettándinn

Blessun heimila á þrettándanum

Kaþólska kirkjublaðið greinir í síðasta tölublaði frá blessun heimila í Landakotssókn á þrettándanum: „Í mörgum löndum þar sem kaþólskir menn eru meirihluti íbúa hefur lengi tíðkast að blessa hús og híbýli á þrettándanum.

Á dyrastafinn eru þá skrifaðir með krít bókstafirnir C + M + B og ártalið. Sumir héldu að þaðan væri verið að minnast vitringanna frá Austurlöndum en svo er ekki. Bókstafirnir eru stytting á latnesku orðunum 'Christus mansionem benedicat', sem þýða, Kristur blessi húsið.

Read more »

12.12.06

  09:08:16, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 8454 orð  
Flokkur: Gunnar F. Guðmundsson

Ignatíus Loyola og Jesúítareglan

Grein eftir Gunnar F. Guðmundsson sem birtist áður í Merki krossins, tímariti kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, III. hefti 1991 og er endurbirt hér með leyfi höfundarins. (Aths. RGB )

Um þessar mundir eru 500 ár liðin frá fæðingu Ignatíusar Loyola, stofnanda Jesúítareglunnar. Jafnframt minnast jesúítar þess um allan heim, að fyrir 450 árum var regla þeirra formlega stofnuð með bréfi, sem Páll III páfi gaf út 27. september 1540.

Read more »

11.12.06

  13:26:19, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 1042 orð  
Flokkur: Gunnar F. Guðmundsson

Dr. Hinrik H. Frehen biskup – Minning

Dr. Hinrik Hubert Frehen biskup kaþólska safnaðarins á Íslandi andaðist að morgni síðasta dags októbermánaðar 1986. Hinrik Frehen fæddist 24. janúar 1917 í héraðinu Waubach syðst í Hollandi við landamæri Þýskalands og Belgíu. Að loknu námi í menntaskóla Montfort-presta í Schimmert gekk hann í reglu þeirra og vann regluheit sín 8. september 1937. Þá hóf hann nám í heimspeki og guðfræði í prestaskóla Montfortpresta í Oirschot í Hollandi og meðtók prestvígslu 18. desember 1943.

Read more »

09.12.06

  10:57:43, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 140 orð  
Flokkur: Helgir menn, Jólafasta (aðventa)

„Hin mörgu andlit Maríu“ - Sérfræðileiðsögn í Þjóðminjasafni

Greint er frá því á vef Þjóðminjasafnsins að 12. desember kl. 12.10 mun Þóra Kristjánsdóttir listfræðingur bjóða upp á fyrirlestur eða leiðsögn sem ber heitið „Hin mörgu andlit Maríu. - María guðsmóðir í Þjóðminjasafninu“. Táknmálstúlkur er með leiðsögninni. Fyrirlesturinn er hluti af röð sérfræðileiðsagna Þjóðminjasafnsins sem boðið er upp á í hádegi annan hvern þriðjudag í vetur.

Read more »

07.12.06

  18:24:49, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 116 orð  
Flokkur: Vitranir, Kaþólska kirkjan á Íslandi

Hátíðarmessa til heiðurs Maríu meyjar frá Guadalupe

Kaþólska kirkjublaðið greinir frá því að þriðjudaginn 12. desember munu Margrétarsystur halda upp á hátíð Maríu meyjar frá Guadalupe, verndardýrlings allrar Ameríku, en einkum þó Mexíkó, þar sem María mey birtist alþýðumanninum Juan Diego árið 1531 og skildi eftir mynd sína á kápu hans. Hátíðarmessa verður haldin kl. 18 þennan dag í Basilíku Krists konungs, Landakoti. Að messunni lokinni munu systurnar bjóða öllum kirkjugestum í kaffi í safnaðarheimilinu.

Read more »

06.12.06

  22:02:31, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 415 orð  
Flokkur: Stofnfrumurannsóknir og tæknifrjóvgun (IVF)

Tvær nýjar fréttir um tvíræðni tæknifrjóvgunar

Nýjar fréttir, sem ekki hafa náð inn í íslenzka fjölmiðla, sjást nú á síðustu dögum á alþjóðavettvangi um tvíræðni tæknifrjóvgunar fyrir heilsu kvenna. Annars vegar bendir ýmislegt til, að inntaka sterkra frjósemislyfja, þ.e. sem þáttur í tæknifrjóvgun, geti skaðað möguleika kvenna til að geta nokkurn tímann eignazt börn. Og hins vegar er það komið í ljós í Ástralíu, að dauðsföll meðal barna getinna með tæknifrjóvgun eru tvöfalt hærri en í fæðingum almennt.

Read more »

  12:22:42, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 1386 orð  
Flokkur: Ýmsir höfundar

Hinir heilögu – Fyrirmyndir á lífsleið okkar: Nikulás frá Myra

(Eftirfarandi grein sem Torfi Ólafsson þýddi úr þýsku birtist í Kaþólska kirkjublaðinu í desember 2005 og er endurbirt hér með leyfi ritnefndarinnar og þýðandans. (Aths. RGB )

Nikulás frá Myra (6. desember)

Við getum ekki tilgreint nema sárafáar sögulegar staðreyndir úr ævi þessa vinsæla og víðkunna dýrlings. Hið eina sem sagan getur frætt okkur um er að hann hafi verið biskup í Myra, setið kirkjuþingið í Níkeu 325 og dáið árið 350.

Read more »

  10:18:34, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 359 orð  
Flokkur: Fósturvernd, Fólksfækkunarhættan

Ískyggileg fækkun fæðinga í Evrópu – og sérstaða Íra

Samkvæmt frétt frá UK LifeLeague glíma flestar þjóðir Evrópu nú við alvarlegan vanda vegna fólksfækkunar. “Hefðu fósturdeyðingar ekki verið leyfðar með lögum, hefðu þessar þjóðir ekki þurft að glíma við sama vanda. Ný skýrsla frá OECD sýnir, að árið 1990 höfðu allar Evrópuþjóðir fleiri en 1,3 fæðingar á hverja konu, en árið 2002 voru 15 lönd með fæðingastuðul fyrir neðan 1,3 börn á konu, og sex lönd voru með 1,3 til 1,4 börn á konu.

Read more »

05.12.06

  01:09:47, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 58 orð  
Flokkur: Trúarleg ljóð JVJ

Ákall (trúarvers)

Lítill má ég þér lúta,
lifandi Guð! sem yfir
himin gnæfir, en heimi
hlífir – já, öllu lífi!
Líkna mér, hjartans læknir,
lát mig ei dapran gráta.
Kom nú, leystu mig, Kristur,
kraft þinn gef þú mér aftur!

Read more »

04.12.06

  09:50:23, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 577 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 4. desember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Mt 8. 5-11

Þegar hann kom til Kapernaum, gekk til hans hundraðshöfðingi og bað hann: „Herra, sveinn minn liggur heima lami, mjög þungt haldinn.“ Jesús sagði: „Ég kem og lækna hann.“ Þá sagði hundraðshöfðinginn: „Herra, ég er ekki verður þess, að þú gangir inn undir þak mitt. Mæl þú aðeins eitt orð, og mun sveinn minn heill verða. Því að sjálfur er ég maður, sem verð að lúta valdi og ræð yfir hermönnum, og ég segi við einn: ,Far þú,' og hann fer, og við annan: ,Kom þú,' og hann kemur, og við þjón minn: ,Gjör þetta,' og hann gjörir það.“ Þegar Jesús heyrði þetta, undraðist hann og mælti við þá, sem fylgdu honum: „Sannlega segi ég yður, þvílíka trú hef ég ekki fundið hjá neinum í Ísrael. En ég segi yður: Margir munu koma frá austri og vestri og sitja til borðs með Abraham, Ísak og Jakob í himnaríki,
Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Jóhannes frá Damascus (676?-749). Hugleiðing dagsins: Annað Vatíkanþingið. Reglugerð um kirkjuna í heimi nútímans, „Gaudium et Spes“ §22: „Margir munu koma frá austri og vestri“

Read more »

  08:40:25, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 72 orð  
Flokkur: Trúarljóð

Hinn takmarkalausi vöxtur – Dionysíus Areopagíti.

Vegvísir kristinna
í himneskri speki!
Leið oss handan óvitundar og ljóss,
til fjærsta og hæsta tinds
huliðsheims Ritninganna
þar sem leyndardómur Orðs Guðs
er einfaldur, algildur, óumbreytanlegur
í lýsandi myrkri huldrar þagnar.
Úr djúpi skuggsýni
streymir óumræðilegt ljós
til þess sem er séð.
Í hinu óskynjaða og óséða
liggur fjársjóður handan fegurðar
sem streymir til blinds huga.

03.12.06

  09:54:00, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 593 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 3. desember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 21. 25-28, 34-36

„Tákn munu verða á sólu, tungli og stjörnum og á jörðu angist þjóða, ráðalausra við dunur hafs og brimgný. Menn munu gefa upp öndina af ótta og kvíða fyrir því, er koma mun yfir heimsbyggðina, því að kraftar himnanna munu bifast. Þá munu menn sjá Mannssoninn koma í skýi með mætti og mikilli dýrð. En þegar þetta tekur að koma fram, þá réttið úr yður og lyftið upp höfðum yðar, því að lausn yðar er í nánd. Hafið gát á sjálfum yður, að hjörtu yðar þyngist ekki við svall og drykkju né áhyggjur þessa lífs og komi svo dagur sá skyndilega yfir yður eins og snara. En koma mun hann yfir alla menn, sem byggja gjörvalla jörð. Vakið því allar stundir og biðjið, svo að þér megið umflýja allt þetta, sem koma á, og standast frammi fyrir Mannssyninum.“

Í dag fagnar kirkjan: Fyrsta sunnudegi í aðventu. Hugleiðing dagsins: Heil. Jóhannes Chrysostomos (um 345-407), byskup í Antiokkíu og síðar Miklagarði, kirkjufræðari. Hugvekja um 39. Davíðssálminn: Hinar tvær komur Krists

Read more »

02.12.06

  22:59:33, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 7711 orð  
Flokkur: Gunnar F. Guðmundsson

Jón Arason í vitund Íslendinga

Grein eftir Gunnar F. Guðmundsson sem birtist áður í Merki krossins, tímariti kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, 1. hefti 1989 og er endurbirt hér með leyfi höfundarins. (Aths. RGB )

I

Hinn 7. nóvember árið 1950 voru 400 ár liðin, síðan Jón Arason Hólabiskup og synir hans tveir, Ari og Björn, voru teknir af lífi í Skálholti. Þessa viðburðar var minnst með ýmsum hætti bæði norðan lands og sunnan. Minningarathöfn fór fram í Háskóla Íslands á vegum heimspekideildar, og fjölmenn hátíð var haldin á Hólum 13. ágúst það ár.

Read more »

  17:59:13, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 669 orð  
Flokkur: Kaþólska kirkjan á Íslandi, Hjálparstarf, Jólafasta (aðventa)

Aðventusöfnun Caritas Ísland - reikningsnúmer

Caritas Ísland sem er hjálparstofnun kaþólsku kirkjunnar efndi nýverið til tónleika í Kristskirkju þar sem landskunnir listamenn komu fram og gáfu vinnu sína. Allur ágóði af tónleikunum mun renna til Greiningar- og ráðgjafastöðvar ríkisins. Sigríður Ingvarsdóttir formaður Caritas skrifaði grein í Morgunblaðið föstudaginn 17. nóvember sl. þar sem hún sagði m.a.:

Read more »

  08:49:11, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 324 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 2. desember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 21. 34-36

Hafið gát á sjálfum yður, að hjörtu yðar þyngist ekki við svall og drykkju né áhyggjur þessa lífs og komi svo dagur sá skyndilega yfir yður 35eins og snara. En koma mun hann yfir alla menn, sem byggja gjörvalla jörð. Vakið því allar stundir og biðjið, svo að þér megið umflýja allt þetta, sem koma á, og standast frammi fyrir Mannssyninum."
Í dag heiðrar kirkjan: Blessaðan Rafal Chyilinski (1694-1741), pólskan fransiskana. Hugleiðing dagsins: Heil. Hippolýtus frá Róm (?-um 235). Hin postullega arfleifð, 41: „Vakið því allar stundir og biðjið“

Read more »

01.12.06

  19:59:44, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 57 orð  
Flokkur: Tilbeiðsla, Páfinn

Bænarefni páfa í desember 2006

„Að Kristur, af hjarta lítillátur, megi vera forráðamönnum þjóða fyrirmynd um að nota vald sitt skynsamlega og af ábyrgð.“

„Að trúboðar um allan heim megi sinna köllun sinni með gleði og brennandi áhuga og feta af trúfesti í fótspor Krists.“

--
Heimild: Kaþólska kirkjublaðið bls. 6 nr. 12, 2006

  09:58:42, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 424 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 1. desember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 21. 29-33

Hann sagði þeim og líkingu: „Gætið að fíkjutrénu og öðrum trjám. Þegar þér sjáið þau farin að bruma, þá vitið þér af sjálfum yður, að sumarið er í nánd. Eins skuluð þér vita, þegar þér sjáið þetta verða, að Guðs ríki er í nánd. Sannlega segi ég yður: Þessi kynslóð mun ekki líða undir lok, uns allt er komið fram. Himinn og jörð munu líða undir lok, en orð mín munu aldrei undir lok líða.
Í dag heiðrar kirkjan: Blessaðan Jóhannes frá Vercelli (um 1205-1283). Hugleiðing dagsins: John Henry Newman (1801-1890), kardínáli, reglustofnandi og guðfræðingur. PPS IV, 13: Dæmisagan af fíkjutrénu

Read more »

30.11.06

  18:32:08, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 100 orð  
Flokkur: Kaþólska kirkjan á Íslandi

Kaþólskt bókmenntakvöld í Landakoti

Kaþólska kirkjublaðið greinir frá því að mánudagskvöldið 4. desember n.k. verður bókmenntakvöld á vegum Félags kaþólskra leikmanna þar sem lesið verður upp úr nýjum og væntanlegum bókum. Eftirtaldir höfundar lesa úr verkum sínum: Auður Ólafsdóttir, Jón Gnarr og Ólafur Gunnarsson. Þá les Gunnar Eyjólfsson leikari úr nýútkomnum ljóðmælum Jóns Arasonar biskups.

Upplesturinn hefst kl. 20 og fer fram í safnaðarheimili Kristskirkju í Landakoti, Hávallagötu 16. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.

--
Kaþólska kirkjublaðið nr. 12, 2006 bls. 14.

  10:51:51, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 984 orð  
Flokkur: Fósturvernd, Stofnfrumurannsóknir og tæknifrjóvgun (IVF)

Áhlaup efnishyggjunnar á stofnfrumur fósturvísa

Nú er byrjað að keyra á stofnfrumumálið, bæði í fjölmiðlum og í athafnasemi manna í heilbrigðisráðuneytinu, sem og þeirra lækna og líffræðinga sem þessu tengjast, til að styðja við frumvarpið sem ætlunin er að renna gegnum þingið. Ein grein er um málið í Mbl. í dag, til að kynna ráðstefnu sem verður kl. 1–6 í dag í Norræna húsinu, og í morgunútvarpi Rúv var viðtal við Svein Magnússon, ráðuneytisstjóra í nefndu ráðuneyti, og Jón Snædal lækni. Nokkuð vel var að því viðtali staðið af hálfu spyrjandans, Kristjáns Sigurjónssonar, fyrir utan það jafnvægisleysi, að þar var einungis rætt við tvo fylgismenn frumvarpsins. Hreinskilnir voru þeir þó í tali sínu (m.a. því, sem ekki er hægt að samþykkja), og athyglisverð atriði komu fram í því viðtali, sem getið verður hér á eftir. En vonlítið mun að treysta því, að fulltrúi Þjóðkirkjunnar í Vísindasiðanefnd standi vörð um hina ævafornu kristnu kenningu, að lífið beri að virða frá upphafi þess .... [1]

Read more »

  09:04:45, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 416 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 30. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Mt 4. 18-22

Hann gekk með Galíleuvatni og sá tvo bræður, Símon, sem kallaður var Pétur, og Andrés, bróður hans, vera að kasta neti í vatnið, en þeir voru fiskimenn. Hann sagði við þá: „Komið og fylgið mér, og mun ég láta yður menn veiða.“ Og þegar í stað yfirgáfu þeir netin og fylgdu honum. Hann gekk áfram þaðan og sá tvo aðra bræður, Jakob Sebedeusson og Jóhannes, bróður hans. Þeir voru í bátnum með Sebedeusi, föður sínum, að búa net sín. Jesús kallaði þá, og þeir yfirgáfu jafnskjótt bátinn og föður sinn og fylgdu honum.

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Andrés postula, bróðir hl. Péturs. Hugleiðing dagsins: Heil Jóhannes Chrysostomos (um 345-407), byskup í Antiokkíu og síðar Miklagarði kirkjufræðari. Hugvekja um guðspjall heil. Jóhannesar 19, 1: Kallaðir fyrstir, fyrstu vottarnir

Read more »

29.11.06

  09:59:21, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 606 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 29. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 21. 12-19

En á undan öllu þessu munu menn leggja hendur á yður, ofsækja yður, færa yður fyrir samkundur og í fangelsi og draga yður fyrir konunga og landshöfðingja sakir nafns míns. Þetta veitir yður tækifæri til vitnisburðar. En festið það vel í huga að vera ekki fyrirfram að hugsa um, hvernig þér eigið að verjast, því ég mun gefa yður orð og visku, sem engir mótstöðumenn yðar fá staðið í gegn né hrakið. Jafnvel foreldrar og bræður, frændur og vinir munu framselja yður, og sumir yðar munu líflátnir. Og þér munuð hataðir af öllum vegna nafns míns, 18en ekki mun týnast eitt hár á höfði yðar. Verið þrautseigir og þér munuð ávinna sálir yðar.

Í dag heiðrar kirkjan: Jóhannes frá Monte Corvino (1247-1328), trúboða í Mongolíu og Kína. Hugleiðing dagsins:Heil. Kýpríanos (um 200-258), byskup í Karþagó og píslarvott. Ávinningur þolgæðisins, 13, 15: „Verið þrautseigir og þér munuð ávinna sálir yðar.“

Read more »

28.11.06

  10:02:41, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 753 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 28. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 21. 5-11

Einhverjir höfðu orð á, að helgidómurinn væri prýddur fögrum steinum og heitgjöfum. Þá sagði Jesús: „Þér horfið á þetta, en þeir dagar munu koma, að hér stendur ekki eftir steinn yfir steini, er eigi sé niður brotinn.“ En þeir spurðu hann: „Meistari, hvenær verður þetta? Og hvert mun tákn þess, að það sé að koma fram?“ Hann svaraði: „Varist að láta leiða yður í villu. Margir munu koma í mínu nafni og segja: ,Það er ég!' og ,Tíminn er í nánd!' Fylgið þeim ekki. En þegar þér spyrjið hernað og upphlaup, þá skelfist ekki. Þetta á undan að fara, en endirinn kemur ekki samstundis.“ Síðan sagði hann við þá: „Þjóð mun rísa gegn þjóð og ríki gegn ríki, þá verða landskjálftar miklir og drepsóttir og hungur á ýmsum stöðum, en ógnir og tákn mikil á himni.“
Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Jakob frá Marche í Acona, Ítalíu (1394-1476). Hugleiðing dagsins: Benedikt páfi XVI. Úr hugvekju fluttri á 20. Heimsdegi æskunnar: „En þegar þér spyrjið hernað og upphlaup, þá skelfist ekki.“

Read more »

27.11.06

Rétt og rangt í máli Manúels í Miklagarði

Eftirfarandi grein birtist í Lesbók Morgunblaðsins 7. okt. sl. Vert er að hafa hana aðgengilega hér á Kirkjunetinu, enda tengist hún öðru efni á þessu vefsetri, og hér geta menn nú rætt efni hennar í athugasemdum. –JVJ.

"Þegar æsingurinn í kringum Benedikt páfa og islam fór að hjaðna, áttaði fólk sig á því, að páfinn hafði verið grátt leikinn, orð hans tekin úr samhengi og viðbrögðin viljandi mögnuð upp." Svo segir í nýlegri frétt Páfagarðs (Zenit.org). Í fyrirlestri sínum við háskólann í Regensburg var páfinn í raun að hvetja til samræðna og rökræðu um trúarbrögð í stað þess að útiloka þau frá alvarlegri umræðu, eins og oft á sér stað í samtíð okkar, þar sem trúnni á Guð er vísað á afmarkaðan bás ætlaðan vissum menningarafkima sem að öðru leyti sé lokaður frá menningu og samfélagi Vesturlandaþjóða. Átti menn sig á þessu samhengi páfaræðunnar, "hafa fylgismenn vantrúarinnar í samtíð okkar miklu meiri ástæðu til að gremjast páfanum en nokkrir aðrir.

Read more »

  09:22:18, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 360 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 27. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 21. 1-4

Þá leit hann upp og sá auðmenn leggja gjafir sínar í fjárhirsluna. Hann sá og ekkju eina fátæka leggja þar tvo smápeninga. Þá sagði hann: "Ég segi yður með sanni, þessi fátæka ekkja gaf meira en allir hinir. Hinir allir lögðu í sjóðinn af allsnægtum sínum, en hún gaf af skorti sínum, alla björg sína."

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Francesco Antonio Fasani (1681-1742). Hugleiðing dagsins: Blessaður Charles de Foucauld (1858-1916), einsetumaður og trúboði í Saharaeyðimörkinni og árnaðarmaður Litlu bræðranna og systranna af hinu Alhelga Hjarta. Hugleiðingar um hin heilögu guðspjöll: „En hún gaf af skorti sínum“

Read more »

26.11.06

  10:38:19, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 614 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 26. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 18. 33-37

Pílatus gekk þá aftur inn í höllina, kallaði Jesú fyrir sig og sagði við hann: „Ert þú konungur Gyðinga?“ Jesús svaraði: „Mælir þú þetta af sjálfum þér, eða hafa aðrir sagt þér frá mér?“ Pílatus svaraði: „Er ég þá Gyðingur? Þjóð þín og æðstu prestarnir hafa selt þig mér í hendur. Hvað hefur þú gjört?“ Jesús svaraði: „Mitt ríki er ekki af þessum heimi. Væri mitt ríki af þessum heimi, hefðu þjónar mínir barist, svo ég yrði ekki framseldur Gyðingum. En nú er ríki mitt ekki þaðan.“ Þá segir Pílatus við hann: „Þú ert þá konungur?“ Jesús svaraði: „Rétt segir þú. Ég er konungur. Til þess er ég fæddur og til þess er ég kominn í heiminn, að ég beri sannleikanum vitni. Hver sem er af sannleikanum, heyrir mína rödd.“

Í dag fagnar kirkjan: Hátíð Konungsins Krists [1]. Hugleiðing dagsins: Heil. Ágústínus (354-430), byskup í Hippo (Norðurafríku), píslarvottur og kirkjufræðari. Hugleiðing 115 um Jóhannesarguðspjallið: „Þeir eru ekki af heiminum, eins og ég er ekki af heiminum.“

Read more »

1 ... 22 23 24 ...25 ... 27 ...29 ...30 31 32 ... 46

Síðustu pistlar

Kirkju.net er óháð vefrit sem inniheldur aðallega efni tengt kaþólskri trú en einnig um trúmál almennt. Markmiðið er að miðla fróðleik og stuðla að skoðanaskiptum og umræðu innan kaþólsku kirkjunnar á Íslandi sem og að kynna kaþólsku kirkjuna fyrir þeim sem utan hennar eru. Aðalsíða vefritsins sækir pistla inn á bloggsíður og skrifa höfundar hvers bloggs pistla sem hafa kaþólskt eða annað trúarlegt efni sem meginþema. Skoðanir settar fram í pistlunum eru höfundanna sjálfra og ber ekki að túlka þær sem skoðanir trúfélaga eða annarra bloggara. Höfundar bera ábyrgð á efni sem þeir birta á sínu bloggi. Athugasemdir við pistlana eiga að vera á íslensku, málefnalegar og fullt nafn höfundar á að koma fram. Athugasemdum er ritstýrt af höfundi hvers bloggs fyrir sig. Gestapennar innan eða utan kaþólsku kirkjunnar eru einnig velkomnir að senda inn greinar sem eru birtar undir „Ýmsir höfundar.“

Leit

Flokkur

Sr. Denis O'Leary

Kirkjuvefbók Ragnars

Jón Valur Jensson

Ýmsir höfundar

Jón Rafn Jóhannsson

Kirkju.net

  XML Feeds

blog software