Blaðsíður: 1 ... 20 21 22 ...23 ... 25 ...27 ...28 29 30 ... 46

12.02.07

  12:20:05, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1628 orð  
Flokkur: Hirðisbréf páfa

HIRÐISBRÉF PÍUSAR PÁFA XII: HAURIETIS AQUAS – Um guðrækni hins Alhelga Hjarta, 15. maí 1956 (§ 111-120)

111. Fyrst þessu er svo varið, þá leikur ekki á því nokkur vafi að þegar kristið fólk auðsýnir hina Alhelga Hjarta Endurlausnarans lotningu uppfyllir það mikilvægan þátt skyldna sinna í þjónustu sinni við Guð og jafnhliða beygir það sig undir Skapara sinn og Endurlausnara, bæði í ástúð hjartna sinna og í sinni ytri breytni í lífinu. Með þessum hætti hlýðnast það boðorðinu guðdómlega: „Og þú skalt elska Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum huga þínum og öllum mætti þínum.“ [113]

112. Auk þess ber það þá óhagganlegu fullvissu í brjósti að það sé ekki einungis knúið til að heiðra Guð fyrst og fremst sjálfu sér til ávinnings til sálar og líkama í þessu lífi og hinu komandi, heldur sé það vegna gæsku Guðs sem það leitast við að auðsýna honum lotningu með því að endurgjalda honum elsku með elsku, að tilbiðja hann og færa honum þakkir. Ef sú væri ekki raunin væri guðrækni hins Alhelga Hjarta Jesú Krists ekki í nokkurri samhljóðan við kjarna kristindómsins vegna þess að maðurinn beindi þá ekki lotningu sinni þegar í stað til hinnar guðdómlegu elsku. Þannig og ekki að ástæðulausu, eins og stundum vill bera við, væri unnt að ásaka þá sem annað hvort misskilja þetta háleita afbrigði guðrækni eða iðka hana með röngum hætti um öfgakennda sjálfselsku og sjálfsþjónkun. Þannig ber öllum að gera sér fullkomlega ljóst að þegar þeir auðsýna hinu Alhelga Hjarta Jesú guðrækni er það ekki hin ytri viðleitni sem vegur þyngst, fremur en að kjarni hennar felist í ávinningnum. Ef Kristur hefur gefið fyrirheit um slíkt í persónulegum opinberunum, þá var það til að hvetja menn til að iðka af enn meiri eldmóði frumskyldur kaþólskrar trúar, það er að segja elsku og fórn og þannig að grípa til allra tiltækra ráða sér til andlegs ávinnings.

Read more »

11.02.07

  16:30:44, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 2013 orð  
Flokkur: Hirðisbréf páfa

HIRÐISBRÉF PÍUSAR PÁFA XII: HAURIETIS AQUAS – Um guðrækni hins Alhelga Hjarta, 15. maí 1956 (§ 101-110)

101. Kirkjan, uppfræðari mannanna, hefur því ávallt verið fullviss um það frá því að hún gaf opinberlega út fyrstu skjölin um guðrækni hins Alhelga Hjarta Jesú að kjarni hennar, það er að segja elskan og fórnin þegar takmarkalaus elska Guðs á mannkyninu er vegsömuð, sé með engum hætti lituð af svo nefndri „efnishyggju“ eða eitri hindurvitna. Miklu fremur er guðrækni þessi afbrigði trúrækni sem er í fullri samhljóðan við þá andlegu tilbeiðslu sem sjálfur Frelsarinn boðaði þegar hann talaði við samversku konuna: „En sú stund kemur, já, hún er nú komin, er hinir sönnu tilbiðjendur munu tilbiðja Föðurinn í anda og sannleika. Faðirinn leitar slíkra, er þannig tilbiðja hann. Guð er andi, og þeir, sem tilbiðja hann, eiga að tilbiðja í anda og sannleika." [104]

Read more »

  11:28:14, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1549 orð  
Flokkur: Hirðisbréf páfa

HIRÐISBRÉF PÍUSAR PÁFA XII: HAURIETIS AQUAS – Um guðrækni hins Alhelga Hjarta, 15. maí 1956 (§ 91-100)

91. En staðreyndin er sú að ætíð hafa verið uppi einstaklingar sem hafa helgast Guði og þar með fylgt fordæmi hinnar hjartfólgnu Guðsmóður. Postularnir og hinir miklu feður kirkjunnar hafa lagt rækt við þessa guðrækni þakkargjörðar, tilbeiðslu og elsku á hinni háheilögu mennsku Krists, einkum þó á sárum þeim sem gegnumnístu líkama hans þegar hann þjáðist sökum hjálpræðis okkar.

92. Felst auk þess ekki í þessum orðum „Drottinn minn og Guð minn!“ [96] sem hl. Tómas postuli tók sér í munn, orðum sem leiða í ljós að hann hafði breyst úr vantrúarmanni í trúaðan lærisveim, trúarjátning, tilbeiðsla og elska sem rís frá særðri mennsku Drottins hans til hátignar hinnar guðdómlegu Persónu?

Read more »

10.02.07

  12:55:43, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 243 orð  
Flokkur: Fósturvernd

Þjóðaratkvæðagreiðsla um fósturdeyðingar í Portúgal

Ingimar Karl Helgason fréttamaður var með fréttaauka í hádegisfréttum Rúv í dag um hina boðuðu atkvæðagreiðslu um frumvarp um fósturdeyðingar, sem lögð verður fyrir allan almenning á morgun, á þeim Drottins degi. Í lengra máli verður fjallað um þetta efni í Laugardagsþættinum á Rás 1 (sem stendur yfir kl. 1.00–1.50). Ekki sýnist mér þó líklegt, að sú umfjöllun verði hlutlæg eða tillitssöm gagnvart kristinni afstöðu í málinu, því að sérstakur viðmælandi Ingimars Karls verður þar Mariana Mencherao [1], sem leggur áherzlu á, að kaþólska kirkjan sé klofin í þessu máli. Það gengur þvert á það, sem bezt verður vitað um afstöðu kirkjunnar til lífsverndar hinna ófæddu. [2]

Read more »

  08:43:43, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1497 orð  
Flokkur: Hirðisbréf páfa

HIRÐISBRÉF PÍUSAR PÁFA XII: HAURIETIS AQUAS – Um guðrækni hins Alhelga Hjarta, 15. maí 1956 (§ 81-90)

81. Gjöf Heilags Anda sem úthellt var yfir lærisveina hans er fyrsta áþreifanlega táknið um ríkidæmi kærleika hans eftir sigur uppstigningar hans til hægri handar Föðurins. Að tíu dögum liðnum kom Heilagur Andi sem Faðirinn gaf yfir þá þar sem þeir voru saman í loftsalnum í samhljóðan við það fyrirheit sem gefið var við síðustu kvöldmáltíðina: „Ég mun biðja Föðurinn, og hann mun gefa yður annan Hjálpara, að hann sé hjá yður að eilífu.“ [84] Og þessi Hjálpari sem er hin gagnkvæma elska milli Föðurins og Sonarins er sendur af þeim báðum í mynd eldtungna sem úthellti í sálir þeirra guðdómlegum kærleika í gnægtum og öðrum himneskum náðargjöfum.

82. Innblástur þessa guðdómlega kærleika á sér einnig upptök í Hjarta Frelsarans, en „í honum eru allir fjársjóðir spekinnar og þekkingarinnar fólgnir.“ [85]. Þessi kærleikur er gjöf Jesú Krists og Anda hans og hann er í reynd Andi Föðurins og Sonarins, sem er uppspretta kirkjunnar sem opinberar undursamlegan vöxt hennar fyrir heiðingjunum sem saurgast höfðu af skurðgoðadýrkun, hatri innan fjölskyldunnar, siðspillingu og ofbeldi.

Read more »

09.02.07

  07:58:01, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1012 orð  
Flokkur: Hirðisbréf páfa

HIRÐISBRÉF PÍUSAR PÁFA XII: HAURIETIS AQUAS – Um guðrækni hins Alhelga Hjarta, 15. maí 1956 (§ 71-80)

71. Það má því lýsa því yfir að hin guðdómlega Evkaristía, bæði sakramentið sem hann gefur mönnunum og fórnin þar sem hann fórnar sér óaflátanlega „frá upprás sólar allt til niðurgöngu hennar “ [73] og jafnframt prestdómurinn, séu með sanni gjafir hins Alhelga Hjarta Jesú.

72. Önnur afar dýrmæt náðargjöf hins Alhelga Hjarta er, eins og vér höfum sagt, María, hin hjarttfólgna Móðir Guðs og elskurík Móðir okkar allra. Hún sem ól Frelsara vorn með holdlegum hætti og ásamt honum kallaði börn Evu til lífs guðlegrar náðar hefur með réttu verið heiðruð sem andleg Móðir alls mannkynsins. Og það er þannig sem hl. Ágústínus skrifar um hana: „Augljóslega er hún Móðir lima Frelsarans (en það erum við) vegna þess að hún deildi með honum erfiðinu í elsku svo að hinir trúföstu limir Höfuðsins gætu fæðst í kirkjunni“ [74]

Read more »

08.02.07

  07:16:07, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1269 orð  
Flokkur: Hirðisbréf páfa

HIRÐISBRÉF PÍUSAR PÁFA XII: HAURIETIS AQUAS – Um guðrækni hins Alhelga Hjarta, 15. maí 1956 (§ 61-70)

61. En eftir að dýrlegur líkami hans hafði að nýju sameinast sál hins guðdómlega Endurlausnara eftir sigurinn yfir dauðanum, hætti hið Alhelga Hjarta hans ekki og mun aldrei hætta að slá með kyrrðarríkum og órjúfanlegum hjartaslætti. Þannig mun það heldur aldrei hætta að vera tákn þeirrar þríþættu elsku sem bindur hann hinum himneska Föður og öllu mannkyninu, en hann hefur allan rétt til að vera leyndardómsfullt Höfuð þess.

62. Og nú, æruverðugu bræður, og til þess að vér getum safnað saman ríkulegum og sáluhjálplegum ávöxtum með þessum heilögu íhugunum, viljum vér hugleiða og íhuga lauslega þau fjölmörgu geðhrif, mennsk og guðleg, sem Hjarta Frelsara vors Jesú Krists opinberaði okkur í dauðlegu lífi hans og heldur áfram að gera að eilífu. Það er einkum af síðum guðspjallanna sem ljós skín til vor og í styrk þess og birtu megnum vér að ganga inn í hinn hulda stað hins guðlega Hjarta og horfa ásamt postula heiðingjanna á „hinn yfirgnæfandi ríkdóm náðar hans með gæsku sinni við oss í Kristi Jesú.“ [57]

Read more »

07.02.07

  07:42:57, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 905 orð  
Flokkur: Hirðisbréf páfa

HIRÐISBRÉF PÍUSAR PÁFA XII: HAURIETIS AQUAS – Um guðrækni hins Alhelga Hjarta, 15. maí 1956 (§ 51-60)

51. Í styttra máli en ekki áhrifaminni orðum boðar eftirfarandi tilvitnun hl. Jóhannesar frá Damaskus kenningar kirkjunnar: „Fullkominn Guð samlíktist mér fullkomlega og fullkominn maður sameinast fullkomnum Guði, þannig að hann gæti borið fullkomnum manni hjálpræðið. Það sem ekki fólst í samlíking var ekki unnt að græða.“ [49] „Hann samlíktist því öllum til að helga alla.“ [50]

52. Engu að síður ber að taka fram að þessar völdu tilvitnanir í Ritninguna og feðurna og margar áþekkar sem vér höfum ekki gripið til bera því ljóst vitni, að Jesús Kristur var gæddur geðbrigðum og skynhrifum og íklæddist mennsku eðli til að vinna að eilífu hjálpræði voru, en aldrei er hér skírskotað með þessum geðbrigðum til líkamlegs hjarta hans með slíkum hætti að vikið sé að því með beinum orðum sem tákni um takmarkalausa elsku hans.

Read more »

06.02.07

  21:50:33, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 202 orð  
Flokkur: Hjálparstarf, Umhverfismál

Talsmaður hjálparsamtaka segir fátæk lönd ekki ráða við áhrif hlýnunar

ICN, London 5.2.2007. „Fátækt fólk mun ekki geta aðlagast þriggja gráða hlýnun sem spáð er að verði orðin um næstu aldamót.“ Þetta sagði Andrew Pendleton veðurfarsfræðingur hjá Christian Aid hjálparsamtökunum. „Það þýðir að milljónir manna í þróunarlöndum verða að yfirgefa ræktarlönd vegna stækkandi eyðimarka. Þessi fólksflótti ásamt því að hafnarborgir tapast vegna hækkandi sjávarborðs mun umbreyta plánetunni.“ Pendleton sagði einnig að 0,8 gráðu hækkun meðalhita sem varð á síðustu öld hafi þegar orsakað hungur og dauða hjá milljónum þeirra sem helst eiga undir högg að sækja.

Read more »

  07:12:56, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1113 orð  
Flokkur: Hirðisbréf páfa

HIRÐISBRÉF PÍUSAR PÁFA XII: HAURIETIS AQUAS – Um guðrækni hins Alhelga Hjarta, 15. maí 1956 (§ 41-50)

41. Þannig leikur ekki á því nokkur vafi að Jesú Kristur íklæddist sönnum líkama og hafði allar þær eigindir til að bera sem eru hans, en þar er það elskan sem er ríkjandi um fram allt annað. Það er einnig hafið yfir allan vafa að hann var gæddur líkamlegu hjarta eins og voru vegna þess að án þessa göfuga líkamshluta eru venjubundnar mennskar tilfinningar óhugsandi. Í þessu ljósi slær Hjarta Jesú Krists sem er sameinað hinni guðdómlegu Persónu í einingu í elsku ásamt öðrum tilfinningum – en sameinuðu mennskum vilja gagnteknum guðdómlegum kærleika og þeirri takmarkalausu elsku sem Sonurinn deilir með Föðurnum og Heilögum Anda og í slíkri einingu og samhrynjan, að í þessari þríþættu elsku var ekki um neinar andhverfur eða missamræmi að ræða. [40]

Read more »

05.02.07

  07:40:10, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1477 orð  
Flokkur: Hirðisbréf páfa

HIRÐISBRÉF PÍUSAR PÁFA XII: HAURIETIS AQUAS – Um guðrækni hins Alhelga Hjarta, 15. maí 1956 (§ 31-40)

31. Jeremía spámaður virðist segja fyrir um þessi undursamlegum áhrif sem áttu að ná fram að ganga sökum miskunnarríkrar og eilífrar elsku Guðs með eftirfarandi orðum: „Með ævarandi elsku hefi ég elskað þig. Fyrir því hefi ég látið náð mína haldast við þig . . . En í þessu skal sáttmálinn fólginn vera, sá er ég gjöri við Ísraels hús eftir þetta – segir Drottinn: Ég legg lögmál mitt þeim í brjóst og rita það á hjörtu þeirra, og ég skal vera þeirra Guð og þeir skulu vera mín þjóð. Og þeir skulu ekki framar kenna hver öðrum, né einn bróðirinn öðrum, og segja: „Lærið að þekkja Drottin," því að þeir munu allir þekkja mig, bæði smáir og stórir – segir Drottinn. Því að ég mun fyrirgefa misgjörð þeirra og ekki framar minnast syndar þeirra“ [25]

Read more »

04.02.07

  10:31:36, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1595 orð  
Flokkur: Hirðisbréf páfa

HIRÐISBRÉF PÍUSAR PÁFA XII: HAURIETIS AQUAS – Um guðrækni hins Alhelga Hjarta, 15. maí 1956 (§ 21-30)

21. Svo að allir megi gera sér betur ljóst þá uppfræðslu sem ákveðnar tilvitnanir í Gamla og Nýja testamentinu hafa fram að færa hvað áhrærir þessa guðrækni, verða þeir að skilja til fulls hvers vegna kirkjan auðsýnir Hjarta hins guðdómlega Endurlausnara æðstu tilbeiðslu. Eins og þér vitið, æruverðugu bræður, þá eru þessar ástæður tvær að tölu. Önnur þeirra sem einnig skírskotar til annarra heilagra lima líkama Jesú Krists, hvílir á þeirri forsendu, að vér lítum á Hjarta hans sem göfugusta hluta manneðlisins, persónulegri einingu við Persónu hins guðdómlega Orðs. Þar af leiðandi ber að auðsýna því þá vegsemd og lofgjörð sem kirkjan heiðrar Persónu hins holdgaða Guðson sjálfan með. Hér víkjum vér að trúarsetningu vegna þess að hún hefur verið skilgreind á hinu almenna kirkjuþingi í Efesus og öðru kirkjuþinginum í Konstantínópel. [15].

Read more »

03.02.07

  18:09:37, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 89 orð  
Flokkur: Vefrit Karmels

Uppgangan á Karmelfjall eftir Jóhannes af Krossi nú komin út á íslensku

karmelfjall

Nú er Uppgangan á Karmelfjall eftir Jóhannes af Krossi kominn út á íslensku á Vefrit Karmels. Í þessu mesta verki sínu gerir hann grein fyrir hinni virku nótt andans, hvað sá sem leggur rækt við hið andlega líf getur gert í eigin mætti og með sinni eigin viðleitni til að hraða fyrir komu hinnar andlegu nætur.

Í Hinni myrku nótt sálarinnar fjallar hann hins vegar um hina óvirku eða innblásnu nótt. Verkin mynda þannig eina samstæða heild.

SJÁ VEFRIT KARMELS:

02.02.07

  20:44:01, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 48 orð  
Flokkur: Páfinn

Bænarefni páfa í febrúar 2007

Að gæði jarðar, sem Guð hefur gefið öllum mönnum, verði notuð á ábyrgðarfullan hátt öllum mönnum til hagsbóta.

Að ríkisstjórnir berjist sameiginlega gegn sjúkdómum og farsóttum í þriðja heiminum.

Heimild: Kaþólska kirkjublaðið nr. 2, 2007 bls. 9

  10:09:39, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1636 orð  
Flokkur: Hirðisbréf páfa

HIRÐISBRÉF PÍUSAR PÁFA XII: HAURIETIS AQUAS – Um guðrækni hins Alhelga Hjarta, 15. maí 1956 (§ 11-20)

11. Enn aðrir telja þessa guðrækni til byrði eða hafa lítið gildi eða þá gagnslausa með öllu fyrir þá sem berjast í hersveitum hins guðdómlega Konungs og láta að mestu stjórnast af þeirri hugsun, að vinna beri í eigin mætti og grípa til eigin úrræða og hvernig verja beri tímanum í vörn sinni fyrir kaþólskum sannindum, að boða þau og kenna, að samfélagslegar kenningar kristindómsins eigi að leysa hana af hólmi og leggja beri rækt við þá trúrækni sem þeir telja vera meira aðkallandi í dag.

12. Svo eru það þeir sem telja það fjarri sanni að þessi guðrækni veiti mikinn stuðning í réttu kristnu siðgæði og endurnýjun þess bæði í persónulegu lífi einstaklingsins og innan veggja heimilsins og líta fremur á hana sem guðrækni sem nærist hvorki á sál né huga heldur á tilfinningasemi og þar af leiðandi betur við hæfi kvenna vegna þess að hún sé ekki við hæfi menntaðra manna að öllu leyti.

Read more »

31.01.07

  09:50:35, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 22 orð  
Flokkur: Hið Alhelga Hjarta Jesú, Spakmæli

Hið guðlega Hjarta er tákn elskunnar

„Hið guðlega Hjarta er tákn elskunnar og alls hins innra lífs Jesú Krists“ – J. B. Franzelin, kardínáli.

  09:47:32, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 106 orð  
Flokkur: Bænalífið

STUTT BÆN TIL HEIÐURS HINU ALHELGA HJARTA JESÚ – Raccoltabænabókin (235)

Allt fyrir þig, Alhelga Hjarta Jesú!
Jesús, lítillátur og auðmjúkur af Hjarta,
megi hjarta mitt verða sem þitt Hjarta.
Alhelga Hjarta Jesú, ég trúi á elsku þína á mér.
Megi hið Alhelga Hjarta Jesú vera elskað alls staðar.
Hjarta Jesú, sem brennur í elsku til okkar,
lát hjörtu okkar brenna í elsku til þín.
Alhelga Hjarta Jesú, verndaðu fjölskyldur okkar.
Guðlega Hjarta Jesú, lát syndara iðrast, bjargaðu hinum deyjandi
og leið heilagar sálir úr hreinsunareldinum.
Alhelga Hjarta Jesú! Megir þú vera elskað og þekkt
og verða að fyrirmynd allra mennskra hjartna. AMEN!

30.01.07

  11:14:00, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 735 orð  
Flokkur: Böðvar Ingi Guðbjartsson

Samkynhneigð í leikskóla?

eftir Böðvar Inga Guðbjartsson

Grein þessi birtist í Morgunbl. sunnudaginn 21. jan. 2006. Kirkjunetið leitaði eftir því að fá að endurbirta hana hér. Veitti höfundurinn fúslega leyfi til þess.

Í Fréttablaðinu 2. október 2006 var kynnt bók eftir þau Áka og Berglindi. Bókin er um stúlku sem á tvo feður. Dreifa á bókinni í alla leikskóla landsins.

Það að fara með fræðslu um samkynhneigð inn í leikskóla landsins vekur upp ýmsar spurningar. Hvernig er fræðslan byggð upp og hvert er markmiðið? Á að fræða börn á leikskólastigi, frá 2 ára aldri, um samkynhneigð? Hvað er verið að fræða börnin okkar um?

Read more »

  10:12:14, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 272 orð  
Flokkur: Bænaáköll til hins Alhelga Hjarta Jesú

HELGUNARBÆN – eftir bandaríska byskupinn J. F. MacDonald (sjá sálm 51. 12)

Elskuríki Faðir á himnum. Við komum til þín til að gefast þér í elsku. Við biðjum þig um að uppfylla fyrirheit þitt um að gefa okkur öllum nýtt hjarta. Við biðjum þig um að skapa þetta nýja hjarta í öllum börnum þínum. Við vegsömum þig Faðir fyrir að hafa þegar uppfyllt þetta fyrirheit í Jesú Kristi, Syni þínum. Hann er hið nýja Hjarta sem fyrirhugað er öllum mönnum. Við biðjum þig, Faðir, um að móta okkar eigin hjörtu til samræmis við þetta Hjarta. Gef kirkju þinni Hjarta hans sem hið nýja hjarta hennar: Hjarta sem er lifandi og nærist á Anda þínum.

Read more »

29.01.07

  21:43:04, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 1912 orð  
Flokkur: Ýmsir höfundar

Hinir heilögu – Fyrirmyndir á lífsleið okkar: Tómas frá Aquin

(Eftirfarandi grein sem Torfi Ólafsson þýddi úr þýsku birtist í Kaþólska kirkjublaðinu í janúar 2005 og er endurbirt hér með leyfi ritnefndarinnar og þýðandans. (Aths. RGB )

Hl. Tómas frá Aquin (28. janúar)

Hinn frægi lærdómsmaður og kirkjufræðari, Tómas frá Aquin, var kominn af aðalsætt von Aquino greifa í Langbarðalandi. Hann fæddist 1225 í Roccasecca og var sendur fimm ára gamall til náms í Benediktsklaustrið Montecassino. Árið 1236 hélt hann áfram námi við háskólann í Napólí og ákvað 1243 að ganga í reglu Dominikana.

Read more »

  09:41:29, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 34 orð  
Flokkur: Hið Alhelga Hjarta Jesú, Spakmæli

Uppspretta elskunnar, Hjarta Jesú

„Uppsprettu elskunnar, Hjarta Jesú, gat enginn séð: En einn af hermönnunum stakk spjóti sínu í síðu hans, og rann jafnskjótt út blóð og vatn (Jh 19. 34)“ – Heil. Katrín frá Siena

  09:31:04, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 207 orð  
Flokkur: Bænaáköll til hins Alhelga Hjarta Jesú

IÐRUNARBÆN – eftir Karl Rahner

sacred„heart_13

Miskunnarríki Faðir. Í ævarandi elsku þinni til mannanna sendir þú oss Jesú sem meðalgangara vorn til að friðþægja fyrir syndir vorar andspænis heilagri og eilífri hátign þinni. Með dauða sínum og upprisu varð hann lausnargjald sökum synda vorra. Í elsku endurlausnar sinnar vann hann þennan sigur með því að bera syndir heimsins og höfnun elsku þinnar.

Þú vilt að vér öðlumst hlutdeild í píslum friðþægingarinnar. Vér megnum og verðum að taka þátt í píslum hans í sársauka, hryggð og dauða hins leyndardómsfulla líkama, kirkjunni. Þetta er hlutdeild í elsku þinni á vegferð hennar í heiminum. Með lífi voru, bænum, iðrun og þjáningum viljum vér fullvissa þig um að í athöfnum og sannleika höfum vér tekið þátt í fórn þeirri sem hann bar fram fyrir þig, Faðir, og endurtekin er í hvert sinn sem Evkaristían er höfð um hönd.

Styrktir í náð Anda þíns viljum vér að vér verðum eitt í lífi voru og dauða með elsku endurlausnar þeirrar sem streymdi frá Hjarta Æðstaprests vors sem var hlýðinn allt til dauða. Þetta biðjum vér um í trú og í hans nafni. AMEN.

28.01.07

  11:10:43, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 39 orð  
Flokkur: Hið Alhelga Hjarta Jesú, Spakmæli

Án hins Alhelga Hjarta glatast allt

„Þeir sem finna engan stað í bænum sínum fyrir ímynd hins gegnumnísta Hjarta munu auðveldlega gleyma eða glata að fullu og öllu hinu sanna inntaki píslargöngunnar, krossins og friðþægingarinnar“ – Henri de Lubac.

  10:36:00, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 134 orð  
Flokkur: Bænaáköll til hins Alhelga Hjarta Jesú

ÁKALL TIL HINS UPPRISNA, ÁSTMÖGURS MANNKYNSINS – eftir Peter Berulle, kardínála (d. 1829)

sacred„heart_6

Drottinn Jesús Kristur! Hjarta þitt er opið að eilífu, að eilífu gegnumstungið. Dýrð þín hylur ekki þetta sár vegna þess að það er kærleikssár. Þetta opna sár spjótsins er tákn um þetta innra sár Hjarta þíns. Þetta sár er sérkenni þitt. Þú deilir því ekki með öðrum sem gengu í gegnum sömu píslirnar og voru krossfestir. Þetta er eilíft sár allt til dauða, Frelsari minn, en leiðir til lífs. Sár þitt, Drottinn minn, er ekki eins og önnur sár vegna þess að þau eru afmáð í upprisunni. Lof sé hinum eilífa Föður sem hefur markað þig, Son sinn, með þessu sári svo að við getum dvalið í Hjarta þínu að eilífu. AMEN.

27.01.07

  12:29:24, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 371 orð  
Flokkur: Málefni samkynhneigðar á sviði þjóðfélags og kirkju

Ráðstefna um lausn frá samkynja kynlífsháttum

Hér er staddur um þessar mundir Alan Chambers, forseti Exodus International, samtaka fyrrverandi samkynhneigðra manna, sem horfið hafa frá þeirri kynhneigð. Ég var í fyrradag á ágætri samkomu hjá hópi trúaðra manna úr ýmsum söfnuðum í Gúttó í Hafnarfirði, þar sem Alan flutti sitt fyrsta erindi hérlendis (þýtt jafnóðum á íslenzku).

Alan þessi er líklega um eða undir fertugu; hann er nú kvæntur maður, og eiga þau hjónin tvö börn. Hann hefur verið kristinnar trúar frá bernskuárum og sótt sína kirkju reglulega. En í fyrrnefndu erindi sínu lýsti hann því, hvernig hann frá því u.þ.b. á níu ára aldri upplifði tilfinningar til sama kyns, sem ágerðust, unz hann fór um margra ára bil út á braut homosexúels lífernis. En þar kom, að hann eignaðist sína reynslu af þeirri hjálp Guðs sem leiddi hann, þrátt fyrir óyfirunna tilfinningu framan af, til rétts vilja og vals, af þeirri braut sem hann var á.

Alan er maður hógvær og opinn í vitnisburði sínum, ódæmandi, minnist þess sífellt í umfjöllun sinni, að Guð elskar alla menn, og gefur góða innsýn í erfiðleika margra samkynhneigðra við að glíma við tilfinningar sínar, eftir að þeir fara að upplifa að þeir hallist fremur að eigin kyni en hinu. Það er óhætt að hvetja menn til að kynna sér reynslu hans, fræðandi og sanngjarnan málflutning, sem miðast umfram allt við að ná til samkynhneigðra, bera því vitni að Guð elski þá og geti hjálpað þeim frá þeirri hneigð í samkynja kynlíf, sem þeir ráða vart eða ekki við af eigin mætti.

Alan Chambers verður bráðlega í Kastljóss-viðtali, sem þegar hefur verið tekið upp. Hann er með dagleg erindi eða ráðstefnuinnlegg á ferð þeirra hjóna hingað frá fimmtudegi til sunnudags. Hann verður í dag, laugardag, ræðumaður á ráðstefnu um samkynhneigð í Fíladelfíu, frá kl. 10-15.00 (létt máltíð í hádeginu; rádstefnugjald: 1000 kr.). Einnig mun hann tala í Hvítasunnukirkjunni í Keflavík á morgun, sunnudag, kl. 11:00.

  10:09:38, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 27 orð  
Flokkur: Hið Alhelga Hjarta Jesú, Spakmæli

Að gera hjartað að ímynd sinni

„Að gera hjartað að ímynd sinni felur í sér að helga sjálfan sig eina Hjartanu sem ber ekki fram lygar og er umvafið þyrnum“ – Jacques Maritain

  10:01:10, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 54 orð  
Flokkur: Bænaáköll til hins Alhelga Hjarta Jesú

BÆN FYRIR DEYJANDI SYNDURUM – Pispusfeðurnir

heart_small

Ó, gæskuríki Jesús og Ástmögur sálnanna. Ég bið þig sökum angistar
þíns Alhelga Hjarta og hryggðar flekklausrar Móður þinnar,
að lauga syndara alls heimsins í blóði þínu sem nú eru
angistarfullir og munu deyja á þessum degi.
Hjarta Jesú sem eitt sinn var angistarfullt,
miskunna þú hinum deyjandi. AMEN.

26.01.07

  09:30:05, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 69 orð  
Flokkur: Hið Alhelga Hjarta Jesú, Spakmæli

Takmarkalaus elska hins guðlega Hjarta

„Sagt hefur verið að guðrækni sú sem auðsýnd sé hinu Alhelga Hjarta feli í sér alla aðra guðrækni. En hvort sem hún sé svo margþætt eða ekki er rétt að segja að hún eigi sér engin takmörk nema þau sem skilningsgeta okkar og máttur til að elska setur henni“ – Móðir Jane Erskine Stuart.

  09:17:33, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 74 orð  
Flokkur: Bænaáköll til hins Alhelga Hjarta Jesú

BÆN TIL AÐ ÖÐLAST ÁKEFÐ Í BOÐUN ORÐSINS – eftir heil. Margaret Marie Alacoque (d. 1690)

Drottinn Jesús Kristur sem elskar mennina með svo ástríðfullum hætti, að þú getur ekki lengur hamið loga þessarar elsku. Gef að þessi elska megi breiðast út með minni hjálp. Opinbera þig fyrir mönnunum með minni hjálp og auðga þá með ríkidæmi þínu sem felur í sér alla þá náð sem þeir þarfnast til að frelsast og helgast. AMEN.

(Bæn sem Kristur kenndi Margaret Marie sjálfur).

25.01.07

  10:34:21, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 18 orð  
Flokkur: Hið Alhelga Hjarta Jesú, Spakmæli

Síðusár Krists opinberar elsku hans á okkur

„Síðusár Krists opinberar gnægtir elsku hans, elsku Hjarta hans á okkur öllum“ – Heil. Anselm frá Kantaraborg.

  10:20:32, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 57 orð  
Flokkur: Bænaáköll til hins Alhelga Hjarta Jesú

BÆN UNDIR ÖLLUM KRINGUMSTÆÐUM – eftir heil. Gertrudi hina miklu (d. 1301)

sacred„heart_13

HENTUG SEM NÍUDAGABÆN
Alhelga Hjarta Jesú. Þú hefur svo iðulega opinberað Hjarta þitt sem tákn um sífellda elsku þína okkar í garð. Af fyllsta trúnaðatrausti horfi ég nú til Hjarta þíns sem þú gerðir að þínu í holdtekjunni og veit að þú munt veita mér þá náð sem ég bið þig nú um. AMEN.

24.01.07

  09:16:42, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 25 orð  
Flokkur: Hið Alhelga Hjarta Jesú, Spakmæli

Ég fann þetta Hjarta!

„Ég fann þetta Hjarta í hinni tilbeiðsluverðu Evkaristíu, Hjarta Konungs míns, vinar míns, bróður míns“ – Heil. Bernard frá Clairvaux.

  09:10:42, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 108 orð  
Flokkur: Bænaáköll til hins Alhelga Hjarta Jesú

BÆN FYRIR SJÁLFUM MÉR – Raccoltabænabókin (263)

Ó, helgasta Hjarta Jesú, uppspretta allrar blessunar, ég tilbið þig. Ég elska þig og sármæddur vegna minna eigin synda ber ég bersyndugt hjarta mitt fram fyrir þig. Gerðu mig auðmjúkan, þolinmóðan, hreinan og fullkomlega hlýðinn vilja þínum. Gef gæskuríki Jesú að mér megi auðnast að lifa í þér og fyrir þig. Verndaðu mig á hættustund, huggaðu mig í armæðu minni, gef mér heilsu til líkama og sálar. Veittu mér liðsinni í tímanlegum efnum og allt sem ég geri verði til blessunar og ég njóti náðar heilagrar dauðastundar. AMEN.

23.01.07

  09:48:49, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 30 orð  
Flokkur: Hið Alhelga Hjarta Jesú, Spakmæli

Allt sem hann gerði var þrungið elsku

„Allt sem hann gerði var þrungið elsku. Á vegferð sinni á jörðinni var Kristur hið Alhelga Hjarta Guðs, sem laukst upp fyrir öllum göngumóðum“ – Francois Mauriac.

  09:20:40, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 76 orð  
Flokkur: Bænaáköll til hins Alhelga Hjarta Jesú

BÆN FYRIR EINHVERJUM SÉRSTÖKUM – arfleifðin (höfundur ókunnur)

sacred„heart_10

Megi náð og blessun hins Alhelga Hjarta vera með þér.
Megi friður hins Alhelga Hjarta umvefja þig.
Megi verðskuldun hins Alhelga Hjarta vaka yfir þér.
Megi logi hins Alhelga Hjarta glæðast í þér.
Megi hryggð hins Alhelga Hjarta hugga þig.
Megi ákafi hins Alhelga Hjarta gagntaka þig.
Megi dyggðir hins Alhelga Hjarta ljóma í orðum þínum og verkum.
Megi ljúfleiki ásæis fullsælunnar verða þín eilífu laun. AMEN.

1 ... 20 21 22 ...23 ... 25 ...27 ...28 29 30 ... 46

Síðustu pistlar

Kirkju.net er óháð vefrit sem inniheldur aðallega efni tengt kaþólskri trú en einnig um trúmál almennt. Markmiðið er að miðla fróðleik og stuðla að skoðanaskiptum og umræðu innan kaþólsku kirkjunnar á Íslandi sem og að kynna kaþólsku kirkjuna fyrir þeim sem utan hennar eru. Aðalsíða vefritsins sækir pistla inn á bloggsíður og skrifa höfundar hvers bloggs pistla sem hafa kaþólskt eða annað trúarlegt efni sem meginþema. Skoðanir settar fram í pistlunum eru höfundanna sjálfra og ber ekki að túlka þær sem skoðanir trúfélaga eða annarra bloggara. Höfundar bera ábyrgð á efni sem þeir birta á sínu bloggi. Athugasemdir við pistlana eiga að vera á íslensku, málefnalegar og fullt nafn höfundar á að koma fram. Athugasemdum er ritstýrt af höfundi hvers bloggs fyrir sig. Gestapennar innan eða utan kaþólsku kirkjunnar eru einnig velkomnir að senda inn greinar sem eru birtar undir „Ýmsir höfundar.“

Leit

Flokkur

Sr. Denis O'Leary

Kirkjuvefbók Ragnars

Jón Valur Jensson

Ýmsir höfundar

Jón Rafn Jóhannsson

Kirkju.net

  XML Feeds

blog software