Blaðsíður: 1 ... 9 10 11 ...12 ... 14 ...16 ...17 18 19 ... 46

06.05.08

  16:49:47, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 122 orð  
Flokkur: Líf bænarinnar

Bænin - úr sjálfhyggjunni inn í leyndardóm Guðs

Sá sem byrjar að biðja er ennþá bundinn jarðneskum þörfum sinum og það er fyrir þeim sem hann biður.

Síðan tekur bænin smám saman að þróast innra með honum og breytist svo að hún verður að persónulegum fundi við Guð.

Þá beinir hann athyglinni frá skynheiminum og honum verður ljós tilvist annarra vídda raunveruleikans, djúp hins innra lífs með honum sjálfum, samhengi alls sem er og sköpunarmátturinn.

Líkamlegar stellingar í bæninni, spenntar greipar, upplyftar hendur, kropið á kné, allt ber þetta vott um að hann gefi sig Guði á vald í bæninni.

Bænin er skref út úr sjálfhyggjunni inn í leyndardóm Guðs.

05.05.08

  23:03:56, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 172 orð  
Flokkur: Líf bænarinnar

Fjölskyldubæn

Jóhannes Páll páfi hefur sagt:
"Sem foreldrar er það frumskylda ykkar og mesta gæfa að færa börnunum ykkar trúna, sem þið hafið tekið við. Heimilið á að vera fyrsti skóli trúarinnar, eins og það á að vera fyrsti skóla bænarinnar."

Páfinn hefur borið fram þá ósk, að
"sérhvert heimili megi stöðugt vera, eða verða aftur, samastaður daglegra fjölskyldubæna."

Þessi orð páfans eiga erindi til okkar. Við verðum að gera allt, sem við getum, til að miðla trú okkar til barnanna okkar. Við verðum að reyna að kenna börnunum viðhorfið sem birtist í orðum Jesú:

"Minn vilji er það að gera vilja Föður míns á himnum."

Við verðum að reyna að kenna börnunum að leita fyrst konungsríkis himnanna: að elska Guð Föður okkar, af öllu hjarta okkar, allri sálu okkar og öllum huga okkar. Við verðum að veita börnunum sterka andlega kjölfestu.

04.05.08

  21:44:17, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 951 orð  
Flokkur: Nokkrir gullmolar úr Tkk, Lífsvernd

Fóstureyðing

2270. Mannlegt líf verður að virða og vernda með öllum ráðum frá því andartaki að getnaður á sér stað. Það ber að viðurkenna að mannsbarninu ber réttur einstaklings frá fyrsta andartaki tilveru þess - þar á meðal órjúfanlegur réttur hverrar saklausrar mannveru til lífs. [72] "Áður en ég myndaði þig í móðurlífi, útvaldi ég þig, og áður en þú komst af móðurkviði, helgaði ég þig." [73] "Beinin í mér voru þér eigi hulin þegar ég var gjörður í leyni, myndaður í djúpum jarðar." [74]

2271. Alveg frá fyrstu öld hefur kirkjan lýst því yfir að allar fóstureyðingar væru siðferðisbrot. Þessi kenning hefur ekkert breyst og er hún eftir sem áður óbreytanleg. Bein fóstureyðing, það er að segja fóstureyðing sem annaðhvort er markmið aðgerðar eða leið að því, brýtur með alvarlegum hætti gegn siðalögmálinu: Nýtt líf skalt þú ekki drepa með fóstureyðingu og ekki skaltu stuðla að því að nýfæddu barni sé eytt. [75] Guð, Drottinn lífsins, hefur falið mönnunum það göfuga hlutverk að ………

Read more »

03.05.08

  23:03:43, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 591 orð  
Flokkur: Nokkrir gullmolar úr Tkk

"OG EIGI LEIÐ ÞÚ OSS Í FREISTNI"

2846. Þessi bæn fer að rótum þeirrar sem á undan fer því syndir okkar er afleiðing þess að við höfum látið undan freistingunni; þess vegna biðjum við Föður okkar að "leiða" okkur ekki í freistni. Erfitt er að þýða gríska orðasambandið sem notað er með einu orði: það þýðir "lát þú oss eigi falla í freistni" eða "lát þú oss eigi leiðast til freistni." [150] "Guð getur eigi orðið fyrir freistingu af hinu illa, enda freistar hann sjálfur einskis manns"; [151] hann vill þvert á móti frelsa okkur undan hinu illa. Við biðjum hann um að láta okkur ekki ganga þann veg sem leiðir til syndar. Við stöndum í stríði "milli holds og anda"; þessi bæn biður Andann um dómgreind og styrk.

2847. Heilagur Andi fær okkur til að ………

Read more »

  22:37:53, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 137 orð  
Flokkur: Helgir menn, Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Focolare hreyfingin telur nú 2 milljónir meðlima

Chiara Lubich

Focolare hreyfingin sem Chiara Lubich stofnaði telur nú um 2 milljónir meðlima í yfir 180 löndum. Þetta kemur fram á asianews.it.
Chiara Lubich fékk köllun sína vegna reynslu sem hún varð fyrir í síðari heimsstyrjöldinni og fljótlega myndaðist hreyfing í kringum hugmyndir hennar sem fengu kirkjulega viðurkenningu fyrst árið 1947.

Read more »

02.05.08

  12:28:27, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 266 orð  
Flokkur: Kæra unga fólk!

Ákall til ungs fólks

(Jóhannes Páll páfi II, skilaboð vegna heimsdags bænar um köllun, 27. apríl 1980)

"……… Kæra unga fólk, í þetta sinn langar mig til að færa ykkur mjög sérstakt tilboð: íhugun. Þið verðið að skilja að ég er að tala til ykkar um stóra og mikla hluti, sem er að helga lífi sínu sem þjónn Guðs og kirkjunnar. Það er um að helga lífi sínu tiltekinni trú, þroskaðri sannfæringu og frjálsum vilja og vera af örlæti tilbúinn til að mæta hverskonar erfiðleikum án eftirsjá. ………"

"……… Guð mun ávallt kalla á okkur, og alltaf mun svarað af viljugu fólki sem er tilbúið. Með trúarlegri upplýsingu hugans, ber ykkur að komast í aðra heimsvídd guðlegrar áætlunar til björgunar alheims.

Ég veit að þið hafið áhyggjur af ………

Read more »

  03:22:07, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 2611 orð  
Flokkur: Bænalífið, Heilagur Andi

Hl. Serafim frá Sarov – í ljósklæðum Heilags Anda

N. A. Motolivov var rússneskur aðalsmaður sem læknast hafði af erfiðum húðsjúkdómi vegna fyrirbæna hl. Serafims. Atburður sá sem hér er lýst átti sér stað í skóginum við Sarovklaustrið skammt frá klefa hl. Serafims. Ekkja Motolivovs fann eftirfarandi frásögn í skjölum hans að honum látnum.

„En hvernig,“ spurði ég batjúska [1] Serafim. „get ég vitað að ég dvel í náð Heilags Anda?“

„Þetta er afar einfalt, yðar hávelborinheit,“ svaraði hann. „Það er þess vegna sem Drottinn segir: Öll eru þau [orð munns míns] einföld þeim sem skilning hefur (Ok 8. 9). Vandamálið felst í því að við leitum ekki þessarar guðdómlegu þekkingar sem blæs manninn ekki upp vegna þess að hún er ekki af þessum heimi. Þessi þekking sem er þrungin elsku Guðs og náungakærleika uppbyggir sérhvern mann vegna sáluhjálpar hans. Drottinn komst svo að orði um þessa þekkingu að Guð vill að allir menn verði hólpnir og komist til þekkingar á sannleikanum (1 Tm 2. 4).

Read more »

01.05.08

  22:44:24, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 726 orð  
Flokkur: Til umhugsunar

Heilög Teresa frá Lisieux. Hvers vegna varð hún fyrir valinu?

Stúlka, sem er tuttugu og fjögurra ára, deyr í litlu Karmelklaustri í hjarta Normandí í Frakklandi en það landsvæði var ekki þekkt af miklum trúaráhuga. Farið var með líkama systur Teresu í kirkjugarð bæjarfélagsins og fylgdu henni einungis fáeinir vinir. Þetta vakti litla athygli. En varla var búið að loka gröfinni er fögur mildi hennar fór að koma í ljós. Fljótt varð hún umræðuefni allra. Fyrst í einu héraði síðan í öðru, síðan í Frakkland, allri Evrópu, í hinum gamla og nýja heimi. Nafn hennar var á vörum trúaðra jafnt sem ótrúaðra, þeirra sem enn gátu farið með nafn Krists og þeirra sem höfðu gleymt því.

Hvers vegna varð hún fyrir valinu þegar svo margir, sem höfðu látist um líkt leyti og hún, höfðu sannað dyggðir sínar með áþreifanlegum og opinberum hætti; helgir karlar og helgar konur sem höfðu þjónað hinum fátæku; trúboðar, postular og píslarvottar; trúrækið fólk af öllum stigum? ………

Read more »

  09:46:25, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 272 orð  
Flokkur: Bænalífið, Heilagur Andi

Meistari Eckhart – Um eilífan getnað Orðsins í skauti hinnar blessuðu Meyjar í Heilögum Anda

Ef þessi fæðing nær í raun og veru fram að ganga megnar ekkert að halda aftur af þér: Allt beinir þér til Guðs og þessarar fæðingar. Við sjáum líkingu við þetta í eldingunni. Hvað sem hún lýstur, hvort sem það sé tré, dýr eða maður, snýr sá sem á hlut að máli sér að henni við þrumugnýinn. Maður sem snýr við henni baki snýr sér samstundis við til að bera hana augum. Öll þúsunda laufblaða trésins snúa sér við til að verða vitni að þessu leiftri. Sama gegnir um alla þá þar sem þessi fæðing nær fram að ganga.

Read more »

  02:39:11, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 196 orð  
Flokkur: Bænalífið, Heilagur Andi

Hl. Gregoríos frá Nyssa – um þá hinna kristnu sem bregðast kærleiksinntaki skírnarnáðarinnar og ákalli Heilags Anda

„Ef líkaminn stígur niður í skírnarlaugina, án þess að sálin hreinsist af saurleika ástríðnanna . . . birtist náð Heilags Anda alls ekki í kjölfar þeirrar athafnar sem höfð hefur verið frammi“ (Patrologia Greaca, Cat., XL. 4).

„Hérna er á ferðinni hneyksli sem sá sem meðtekur skírnina gerir sig sekan um með því að ástunda sama líferni og áður“ (Patrologia Greaca, Cat., XL. 5).

Read more »

30.04.08

  16:26:24, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 247 orð  
Flokkur: Vegurinn, sannleikurinn og lífið

Að vísu kemur orðið "Þrenning" hvergi fyrir í Heilagri Ritningu

Kafli úr bókinni VEGURINN, SANNLEIKURINN OG LÍFIÐ sem er trúfræðslurit um kaþólska trú (1981).

(8. k.)

"……… Grundvallarsannindi trúar okkar eru að til sé aðeins einn Guð, og þó að við játum kenninguna um Föðurinn, Soninn og Heilagan Anda, breytir það engan veginn kenningunni um að Guð sé einn. En hvernig er hægt að sameina þetta tvennt?

Að vísu kemur orðið "Þrenning" hvergi fyrir í Heilagri Ritningu, en þegar við tekjum það sem Guð sagði og gerði, verður þessi leyndardómur alltaf á vegi okkar. Við megum reiða okkur á að okkur hefur ekki verið boðuð þessi trúarkenning til þess að við hefðum eitthvað til að velta fyrir okkur eða til þess að gera okkur erfiðara fyrir að trúa. Þetta má frekar orða þannig að Guð hafi snúið sér til okkar og talið réttmætt að við fengjum að fræðast eitthvað um innri lífsauðlegð sína. Á því, hvort menn trúa kenningunni um Þrenninguna eða ekki, sést best hvort þeir eru reiðubúnir til þess að hlusta á Guð sjálfan segja þeim, hver hann sé, eða hvort þeir reiði sig frekar á mátt sinnar eigin ímyndunar og fallist aðeins á tilveru þess Guðs, sem þeir geta sjálfir skilið. Slíkur Guð hlyti þó að vera lítilfjörlegri en sú skynsemi sem gerði sér grein fyrir honum. ………"

  08:36:24, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1563 orð  
Flokkur: Bænalífið

María Guðsmóðir – Lifandi sáttmálsörk hins Nýja sáttmála

Ákallið Maríu, hina síðari Evu, konuna sem sigraði höggorminn sem tældi hina fyrri Evu (1 M 3. 15). Hún vann sigur á þessum höggormi fyrir tvö þúsund árum (sjá Opb 12) og að nýju í Mexíkó árið 1531, og enn að nýju í Þýskalandi árið 1945 og aftur í Rússlandi árið 1989. Þennan sigur getur hún fullkomnað að nýju meðal þjóða sem guðræknir múslimar kalla „hinn mikla Satan,“ menningu sem úthellir blóði milljóna saklausra barna árlega fyrir gráðugan munn Móloks. Það er einungis Drottning englanna og himneskar hersveitir hennar sem megnar að sigra þennan engil illskunnar og umbreyta menningu okkar úr „dauðamenningu“ í lífsmenningu ljóss og elsku. [1]

Í herbúðarskipun hins Gamla sáttmála var það sáttmálsörkin sem fór fyrir Ísraelsmönnum í eyðimörkinni og veitti þeim vernd og skjól. Í Nýja sáttmálanum er það hin blessaða Mey – María Guðsmóðir – sem gegnir þessu sama hlutverki. Þetta er ekki ný kenning, heldur hluti hinnar heilögu arfleifðar kirkjunnar. Hlýðum á orð hinna heilögu feðra:

Read more »

  00:01:16, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 540 orð  
Flokkur: Bænalífið, Heilagur Andi

Hl. Jóhannes af Krossi – um hreinsandi mátt hins guðdómlega ljóss Heilags Anda.

Til þess að varpa enn frekara ljósi á það sem ég hef sagt og mun segja, verð ég að taka hér fram að þetta hreinsandi og kærleiksríka innsæi, eða umtalaða guðdómlega ljós, hreinsar sálina og undirbýr til þess að sameinast Guði fullkomlega með sama hætti og eldurinn þegar hann vinnur á viðnum sem hann umbreytir í eld. Þegar hinn náttúrlegi eldur kemst í snertingu við viðarbút, byrjar hann að þurrka hann með því að draga út allan rakanum þannig að allt vatnið gufar smám saman upp. Síðan svíður eldurinn viðarbútinn, svertir og dekkir og gerir hann óásjálegan og illa þefjandi og með því að þurrka viðinn sífellt meira eyðir hann öllu því sem er í hrópandi andsögn við eðli eldsins í ljótleika sínum.

Read more »

29.04.08

  23:26:46, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 484 orð  
Flokkur: Vegurinn, sannleikurinn og lífið

Innri máttur hins nýja lífs

Kafli úr bókinni VEGURINN, SANNLEIKURINN OG LÍFIÐ sem er trúfræðslurit um kaþólska trú (1981).

(8. k.)

Jesús var ekki áfram hjá okkur, en samt lét hann okkur ekki sigla okkar eigin sjó. Þegar hann hélt á brott, sagði hann: "Það er yður til góða að ég fari burt, því að fari ég ekki burt, mun Huggarinn ekki koma til yðar, en þegar ég er farinn, mun ég senda hann til yðar" (Jóh. 16, 7-15).

Þessi Huggari er annarsstaðar kallaður Andi Guðs, Heilagur Andi. Hann á að leiða okkur í allan sannleika, þann sannleika sem Jesús kenndi okkur (sjá Jóh. 16,13). Við skulum grípa til líkingar: Sé hjarta mannsins ekki ………

Read more »

  11:46:50, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 282 orð  
Flokkur: Fósturvernd, Siðferði og samfélag, Unborn children – abortion

Mynd af 10 vikna fóstri vekur bæði athygli og "óánægju"

Mynd þessi af deyddu fóstri hefur heldur betur valdið fjaðrafoki síðustu daga:

https://www.liveaction.org/news/wp-content/uploads/2014/06/10-week-abortion.jpg

Kröfur um ritskoðun eða refsingu fyrir að birta þessa mynd á Moggabloggi mínu 27. apríl hafa komið fram og ekki aðeins á vefslóð minni þar. Hvers eiga ófædd börn að gjalda, að ekki megi sýna í reynd meðferðina á þeim af hendi fósturdeyðingalækna? Á að fela sannleikann? Á að láta undan þeim, sem vilja banna þetta mikilvæga tjáningarfrelsi, þótt það sé notað í þeim einum tilgangi að halda uppi málsvörn fyrir saklaust, varnarlaust mannslíf sem sætir ofsókn í samfélagi okkar og í flestum löndum heims?

Read more »

  00:37:09, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 240 orð  
Flokkur: Bænalífið, Heilagur Andi

Hl. Símon nýguðfræðingur – Guð sameinast guðum í Heilögum Anda.

Ef sá sem ber hið innra með sér ljós Heilags Anda fær ekki staðist ljóma þess, fellur hann fram á ásjónu sína og hrópar af skelfingu og dauðskelkaður, rétt eins og sá sem sannreynir eitthvað sem stendur hinu náttúrlega eðli ofar, ofar orðum og skynsemi. Hann er líkur manni með logandi iður og þar sem hann megnar ekki að standast þennan brennandi eld, verður hann eldinum að bráð og er sviptur allri getu til að vera í sjálfum sér.

Read more »

28.04.08

  22:48:40, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 222 orð  
Flokkur: Kraftaverk gerast

Föðurhlutverk prestsins

Úr bókinni "Kraftaverk gerast" eftir Systur Briege McKenna.

"……… Presturinn er kallaður til að vera faðir. Hvað er faðir?

Faðir er maður sem Guð notar til að kveikja líf. Sú athöfn manns að kveikja líkamlegt líf er aðeins upphaf föðurhlutverksins. Að fæða barn inn í þennan heim er mjög lítill hluti þess en fullkomnun föðurhlutverksins verður aðeins að veruleika þegar faðirinn elskar, mótar, leiðréttir og leiðir börn sín. Faðir verður að vera viðstaddur og sýna börnum sínum blíðu og ástúð. Hann sér börnum sínum fyrir fæðu svo þau geti vaxið og orðið sterk. Hann aflar þeim menntunar. Hann kennir þeim að greina rétt frá röngu, þroskar með þeim siðferðisvitund, elur þau upp í kærleika og Guðsótta. Hann býr þau undir að búa í samfélaginu og heiminum þar sem þau munu seinna gera hið sama.

Þetta er hlutverk manns sem getur börn sín líkamlega og elskar þau síðan.

Sömu skyldur eru lagðar á herðar prestsins sem föður hinna trúuðu. Guð hefur valið prestinn sem andlegan föður. ………"

http://www.sisterbriege.com/

  09:05:14, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 151 orð  
Flokkur: Bænalífið, Heilagur Andi

Heil. Antoníus frá Padúa (um 1195-1231), fransiskani og kirkjufræðari – Um áhrif Sannleiksandans

Heilagur Andi er „eldstraumur“ (Dn 7. 10), guðdómlegur eldur. Rétt eins og eldurinn hefur áhrif á járnið, þá hefur hinn guðdómlegi eldur áhrif á þau hjörtu sem eru saurguð, köld og hörð. Þegar sálin kemst í snertingu við eldinn líður saurgun hennar, kuldi og harðneskja smám saman undir lok. Hún ummyndast að fullu og öllu í líkingu sinni við eldinn sem hún logar í.

Read more »

27.04.08

  22:56:43, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 373 orð  
Flokkur: Nokkrir gullmolar úr Tkk

Boðorð kirkjunnar

2041. Boðorð kirkjunnar eru sett í tengslum við siðferðilegt líf sem bundið er helgisiðalífi og nært af því. Skuldbindingar þessara laga sem gefin eru út af þjónustuvaldinu eru þess eðlis að þeim er ætlað að tryggja að lágmarki hinum trúuðu nauðsynlegan bænaranda og siðferðilega atorku til að vaxa í kærleika til Guðs og náungans: ………

Read more »

  13:05:32, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 228 orð  
Flokkur: Helgir menn, Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Líkami Padre Pio til sýnis

Greint var frá því í liðinni viku að jarðneskar leifar ítalska prestsins og dýrlingsins Padre Pio (1887-1968) væru nú til sýnis þangað til í september 2009 í ítalska bænum San Giovanni Rotondo. Lík prestsins er í glerkistu en það var tekið úr hvílu sinni hinn 3. mars sl. 40 ár eru liðin frá dauða prestsins en hann vakti mikla athygli og virðingu á Ítalíu og víða um heim á meðan hann lifði sem heilagur maður, skriftafaðir og predikari því þúsundir manna vitnuðu um kraftaverk eftir að hafa átt fund með honum. Einnig vakti athygli við Padre Pio að frá árinu 1918 og til dauðadags 1968 var hann með sár á höndum og fótum og voru þessi sár af mörgum talin vera hið svokallaða 'stigmata' fyrirbæri eða eftirmyndir sára Krists.

Read more »

26.04.08

  22:52:17, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 282 orð  
Flokkur: Dýrlingarnir og hetjur

Móðir Teresa frá Kalkútta

Móðir Teresa frá Kalkútta fæddist árið 1910. Hún hét Agnes Gonxha Bojaxhiu þá. Faðir hennar var búðareigandi og Agnes átti eina systur og einn bróðir.

Er hún var tólf ára var hún þegar viss um að Guð var að kalla hana til þess að verða trúboðsnunna. Hún gerðist meðlimur í Loretto reglunni og var á endanum send til Kalkútta á Indlandi, til þess að kenna í skóla þar. Þetta gerði hún í mörg ár.

Árið 1946 gerði Móðir Teresa sér grein fyrir því að Guð vildi að hún breytti vinnu sinni, frá kennslu yfir í það að hjálpa fátæku, veiku og dauðvona fólki.

Tveimur árum seinna eða í ágúst árið 1948, breytti hún klæðum Loretto nunnana í nýjan, fyrir framtíðar reglu sína; ódýran og látlausan hvítan sarí, eins og þau klæði sem indverskar konur klæðast, með bláum borða, lítinn kross nældan vinstra megin á öxlinni og opnum sandölum sem fótbúnað.

Smátt og smátt fóru ungar stúlkur að gerast meðlimir í reglu hennar og árið 1950 var regla trúboðs Kærleiksboðberanna samþykkt af Páfanum.

Kærleiksboðberarnir, reglusystur Móður Teresu í Kalkútta, sem vinna hin erfiðustu störf myrkranna á milli, helga ævinlega alllangan hluta hvers dags bænahaldi og hugleiðingu, auk daglegrar messu, og Móðir Teresa heldur því statt og stöðugt fram, að án þessa sambands við Guð, væri þeim ómögulegt að halda áfram starfi sínu í þágu hinna þjáðu.

  06:59:35, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 425 orð  
Flokkur: Bænalífið

Heil. Polýkarp (69-155), byskup og píslarvottur – í þýðingu Reynis K. Guðmundssonar

„Hafi þeir ofsótt mig, þá munu þeir líka ofsækja yður.“ – ófædd og varnarlaus börn Guðs ekki undanskilin
.


Sleppum aldrei taki á honum sem er von okkar og fyrirheit um hjálpræði; ég á við Jesúm Krist sem „bar sjálfur syndir vorar á líkama sínum upp á tréð; sem drýgði ekki synd og svik voru ekki fundin í munni hans“ (1Pt 2.22, 24); sem staðfastlega leið allt fyrir okkur til að við mættum eiga líf í honum. Breytum eftir þessu mikla þolgæði hans, og þó svo við þjáumst fyrir nafn hans skulum við ekki fást um það heldur lofa hann. Því þetta er fordæmið sem hann gaf okkur í eigin persónu og sem við höfum lært að setja traust okkar á.

Read more »

25.04.08

  22:45:13, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 170 orð  
Flokkur: Vegurinn, sannleikurinn og lífið

Hvað hrífur okkur meira en ………?

Kafli úr bókinni VEGURINN, SANNLEIKURINN OG LÍFIÐ sem er trúfræðslurit um kaþólska trú (1981).

(7. k.)

"……… Í 10. kafla Markúsarguðspjalls er frá því sagt að ungur maður kemur til Jesú og spyr: "Góði meistari, hvað á ég að gera til þess að öðlast eilíft líf?" Hann er því að leita þess sem ævarandi er, þess sem veitir lífinu fyllingu. Jesús bendir honum þá á boðorðin. Ungi maðurinn segir að þau hafi hann haldið frá æskudögum sínum. Ljóst er að hann hefur ekki fundið innihald lífsins, lífshamingjuna, í því og þessvegna heldur hann áfram að spyrja. Og þá kemur það sem úrslitum ræður: "Jesús horfði á hann með ástúð." Það er upphaf lífshamingjunnar, þess að finna innihald lífsins, að einhver tekur á móti okkur með kærleika. Það eru áhrifaríkustu tíðindin sem menn geta fengið, því að hvað hrífur okkur meira en að komast að raun um að við séum elskuð? ………"

  12:23:33, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 797 orð  
Flokkur: Bænalífið, Kristselskan

Ljós Maríu í hinni myrku nótt móður Teresu frá Kalkútta – Hvernig hin blessaða Mey huggaði „dýrling göturæsanna.“

Fyrir skömmu var heimspressan full af fréttum um það hvernig móðir Teresa hefði gengið í gegnum „krísu“ í trúarlífi sínu áratugum saman. En kyrrt var látið liggja hvernig María studdi Teresu á þessu tímaskeiði.

Til að fræðast nánar um þetta snéri ZENIT sér til föður Joseph Langford, en hann stofnaði í samráði við Teresu Kærleikstrúboð presta. Hann er höfundur bókarinnar „Mother Teresa: In the Shadow of our Lady,“ sem kom út í s. l. viku.

Faðir Langford greindi ZENIT frá því hvernig móðir Teresa hefði leitað skjóls hjá Maríu í hinni myrku nótt sinni og hvernig við getum nálgast Maríu með því að fylgja því fordæmi sem Teresa gefur okkur.

Read more »

24.04.08

  22:24:16, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 36 orð  
Flokkur: Bænir

Engill Guðs

Engill Guðs, sem ég er á hendur falin(n),
til helgrar gæslu fyrir Guðs mildi,
vert þú ljós mitt og leiðtogi,
og varðveit þú mig í dag
fyrir allri synd og hættu. Amen.

23.04.08

  14:58:38, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 624 orð  
Flokkur: Vegurinn, sannleikurinn og lífið

"Hver mun frelsa mig frá þessum dauðans líkama?

Kafli úr bókinni VEGURINN, SANNLEIKURINN OG LÍFIÐ sem er trúfræðslurit um kaþólska trú (1981).

(7. k.)

"……… Þó að maðurinn hafi eignast allt það, sem lífið hefur að bjóða, er hann ekki þar með laus við alla óánægju. Hvernig skyldi annars standa á því að menn, sem allt geta látið eftir sér, velja þann kost að yfirgefa lífið af frjálsum vilja? Á því er ekki til önnur skýring en sú að ekkert sem á jörðu finnst getur fullnægt manninum, ekkert af því getur veitt honum það yndi að hann þrái ekkert eða vænti sér einskis fram yfir það.

Af því sjáum við ljóslega að raunveruleg fylling lífsins hlýtur að eiga sér einhverjar aðrar rætur. Það er sama, hvað við tökum til bragðs; ef við ætlum að treysta á vöntunarkennd sem í okkur býr. Samkvæmt því sem í Biblíunni segir, mun manninum aldrei lánast að endurnýja líf sitt af eigin rammleik. Páll postuli lýsir þessari ófullnægðu þrá í Rómverjabréfinu, er hann hrópar: ………

Read more »

22.04.08

  23:08:20, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 73 orð  
Flokkur: Bænir

Ferðabæn

Drottinn Guð,
vernda þú líf mitt og limi á þessu ferðalagi
og lát mig ná áfangastað mínum heilu og höldnu.
Gjör þú ferðina góða og farsæla.

Lát mig gæta tungu minnar,
varast ölvun
og vera hjálpsamur,
ef aðrir þurfa á hjálp minni að halda.

Blessa þú mig, Drottinn Jesús,
og vernda mig frá skyndilegum dauða.

Blessaður veri Guð um aldir. Amen.

  08:05:17, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 334 orð  
Flokkur: Bænalífið

Um dyggð langlyndisins í bæninni – Jóhannes Tauler frá Strassborg og einn af Vinum Guðs (Gottesfreunde) í Rínardalnum

„Frið læt ég yður eftir, minn frið gef ég yður.“

Á tímum þolrauna ber þeim sem vill ekkert né þráir annað en að fela sig í Guði að bíða af langlyndi eftir því að kyrrðin glæðist að nýju . . . Hver veit hvar eða hvernig Guði þóknast að snúa til baka og fylla hann náð sinni? Hvað ykkur áhrærir skuluð þið bíða þolinmóð í skugga hins guðdómlega vilja. Náðargjafir Guðs eru ekki sjálfur Guð og okkur ber að gleðjast í honum einum, en ekki í gjöfum hans. En eðli okkar er svo gráðugt og sjálflægt að það hrifsar allt til sín og hremmir það sem tilheyrir því ekki og þannig myrkvar það náðargjafir Guðs og hindrar hið dýrmæta starf Guðs . . .

Read more »

21.04.08

  21:55:46, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 385 orð  
Flokkur: Vegurinn, sannleikurinn og lífið

Að taka afstöðu

Kafli úr bókinni VEGURINN, SANNLEIKURINN OG LÍFIÐ sem er trúfræðslurit um kaþólska trú (1981).

(3. k.)

"……… Eigi einhver von á mikilvægum skilaboðum, gerir hann allt sem í hans valdi stendur til þess að þau skilaboð fari ekki framhjá honum. Sé það nú hinn óendanlegi Guð, sem er að tala við þann sem hann hefur skapað, þá getur hinum skapaða ekki staðið á sama um hvort það er Guð sem talar eða ekki, eða hvað hann er að segja. Sá möguleiki, þótt ekki væri annað, að Guð gæti hafa beðið fyrir einhver skilaboð til okkar, hlýtur að knýja okkur til þess að kanna það mál og spyrjast fyrir um, hvort hann hafi í raun og veru látið einhversstaðar til sín heyra.

En þegar Guð talar, svo að ekki verður um villst, þá verður maðurinn að bregðast öðruvísi við en hann gerir að jafnaði. Þá er hann sá, sem talað er til, og þá verður hann að hlusta og taka afstöðu samkvæmt því sem talað er til hans. Hann getur lokað augum sínum og eyrum fyrir ræðu Guðs og athöfnum hans og hann getur líka hlustað og horft. En það sem Guð segir, er aldrei án skuldbindingar, og þessvegna hefur maðurinn ekki heimild til að svara því sem honum sýnist. Annaðhvort trúir hann því sem Guð segir eða hann verður sekur við hann (og þá er auðvitað gengið út frá því að hann viti eitthvað um þær staðreyndir sem felast í opinberun Guðs). Guð talar ekki til mannsins nema hann hafi eitthvað mikilvægt að segja honum, og þessvegna er það á valdi mannsins að nota tækifærið til þess að kynnast því sem mestu máli skiptir fyrir hann, um hann sjálfan og veröldina hans, eða fleygja þessu tækifæri frá sér. Enda þótt margir, sem "fyrir utan standa", líti svo á að lífið verði auðveldara ef maðurinn hafi enga trú, þá getur hver raunverulega trúaður maður borið vitni um að hann finni í trú sinni sanna gleði og hún geri líf sitt auðugra en það ella hefði verið. ………"

20.04.08

  20:20:33, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 516 orð  
Flokkur: Kraftaverk gerast

Jesús, læknaðu mig ef þú vilt!

Systir Briege McKenna segir frá eftirfarandi atviki í bók hennar, Kraftaverk gerast:

"……… Kona kom til staðar þar sem faðir Kevin og ég vorum að prédika. Hún kom til mín frammi á gangi í húsinu og bað mig um að biðja með sér. Hún var örvæntingafull vegna þess að hún þjáðist af magakrabbameini. Hún var með æxli sem orsakaði mikla bólgu. Læknarnir höfðu sagt henni að það væri til einskis að skera hana upp vegna þess að ………

Read more »

  18:21:54, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 714 orð  
Flokkur: Bænalífið

Biðjum fyrir Tíbet – það hjálpar til!!!

Þegar ég legg svo mikla áherslu á það (til samræmis við hina heilögu arfleifð) að leita fyrirbæna Guðsmóðurinnar og verndar í náðarhjúp hennar á örlagastund í sögu Tíbet er engin tilviljun sem býr þessu að baki. Áður hef ég vikið að franska prestinum föður Yves Hamon hér á kirkju.net http://www.kirkju.net/index.php/jonrafn/2007/04/27/p1212.
Í þjónustu sinni við hans Hátign var hann meðal annars sendur til Kína í upphafi tuttugustu aldarinnar.

Read more »

  09:25:11, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 378 orð  
Flokkur: Bænalífið, Kristselskan

Vegur kærleikans – Hl. Katrín frá Siena, kirkjufræðari

Eilífi Faðir. Þú þráir að við þjónum þér með hliðsjón af velþóknan þinni og þú leiðir þjóna þína eftir ýmsum vegum. Með þessu sýnir þú okkur að ekki undir neinum kringumstæðum getum við, eða eigum við að dæma ætlanir mannsins eins og við skynjum þær hið ytra . . . Sú sál sem sér ljósið í þínu ljósi (Sl 36. 10) gleðst við að sjá alla vegi þína, fjölmargar brautir þínar í sérhverjum einstakling. Þrátt fyrir að þær fari ólíkar leiðir, þá hlaupa þær ekki síður eftir vegi þíns brennandi kærleika. Ef það væri ekki einmitt vegna þessa kepptu þær ekki í raun og veru eftir sannleika þínum. Þannig sjáum við sumar skunda veg iðrunarinnar með líkamlegri deyðingu, aðrar veg auðmýktar og deyðingar eiginn vilja; enn aðrar veg hinnar lifandi trúar; aðrar leggja rækt við miskunnarverk; aðrar sem eru fullir af kærleika í garð náungans með því að hafna sjálfum sér.

Read more »

19.04.08

  16:06:25, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 343 orð  
Flokkur: Vegurinn, sannleikurinn og lífið

Efasemdir og vantrú hafa sína þýðingu fyrir trúaðan mann

Kafli úr bókinni VEGURINN, SANNLEIKURINN OG LÍFIÐ sem er trúfræðslurit um kaþólska trú (1981).

(3. k.)

"……… Flestar mótbárurnar gegn tilveru Guðs byggjast nú á dögum á þjáningunni ……… Mannkynssagan öll, með blóði sínu og tárum, með tilgangsleysi sínu og ranglæti, virðist vera ein samfelld ásökun á hendur Guði. "Hvernig stendur á því að Guð lætur þetta viðgangast? Það lítur út fyrir að hann sé ekki til , fyrst allt gengur svona illa. Annaðhvort er Guð dauður eða hann þegir. Ef hann væri til, þá gæti hann, þá hlyti hann að breyta þessu öllu, því að almáttugur er hann víst. Fyrst hann lætur allt þetta viðgangast þá á hann sök á allri þessari eymd. Fyrst hann lætur svona lítið til sín taka í þessum heimi, þá verðum við mennirnir að taka til okkar ráða og endurbæta heiminn án hans." ………

……… Trúaðir menn eiga líka við svipaðar vandaspurningar og erfiðleika að stríða, ef þeir ganga ekki með bundið fyrir augun. En efasemdir og vantrú hafa sína þýðingu fyrir trúaðan mann, því að þegar hann áttar sig á, hversu mjög þær sækja að honum, rífur hann sig upp úr vanahugsunum og sjálfsánægju og skoðar málin á ný. Þannig neyðir vantrúin hinn trúaða til að endurskoða guðshugmyndir sínar annað veifið og tengja þær kröfum tímans. Þá fyrst er trú okkar sterk og þroskuð, þegar hún hefur tekist á við vantrúna og sigrað. Flestir menn verða einhverntíma á ævinni að ganga gegnum sitt vantrúarskeið en einmitt það getur orðið til þess að styrkja þá í trúnni þegar frá líður. En það er ekki skoðun okkar að menn þurfi að vera guðleysingjar til þess að geta þjónað mönnunum og til þess að geta gengið til fylgis við framfarir, tækni og heiminn yfirleitt, eins og hann er. ………"

18.04.08

  19:50:28, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 247 orð  
Flokkur: Dýrlingarnir og hetjur

Heilög Lúsía

Mey og píslarvottur - 13. des.

Talið er að Lúsía hafi fæðst árið 283. Foreldrar hennar voru aðalsfólk á Sikiley. Faðirinn dó á meðan hún var í bernsku svo að móðirin Eutychia sá um uppeldið. Eins og margir fyrstu píslarvottarnir hafði hún helgað meydóm sinn Guði, og von hennar var sú að geta gefið eigur sínar fátækum. Móðir hennar beitti sér gegn því fyrst í stað, en eftir að hún hafði hlotið undraverða lækningu, sem hún þakkaði Guði, gaf hún leyfi sitt fyrir því.

Þetta örlæti vakti mikla gremju hjá æskumanni einum heiðnum sem gegn vilja Lúsíu hafði verið valinn brúðgumi hennar. Hann kom boðum til landstjóra Sikileyjar Paschasíusar að nafni um að Lúsía væri kristin. Þetta á að hafa gerst árið 303 á tíma ofsóknarinnar miklu gegn kristnum mönnum sem Díókletíanus keisari stóð fyrir. Lúsía var líflátin með sverði, sem rekið var ofan í háls hennar.

Áður en hún dó sagði hún fyrir um málagjöld Paschasíusar, skjót endalok bæði ofsóknarinnar miklu og veldi Díókletíanusar á keisarastóli.

Þannig styrkt af Brauði Lífsins ávann hún sér kórónu meydóms og píslarvættis.

Heilög Lúsía, bið þú fyrir oss.

17.04.08

  20:37:32, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 210 orð  
Flokkur: Kraftaverk gerast

Trú en ekki tilfinningar

Úr bókinni "Kraftaverk gerast" eftir Systur Briege McKenna.

Fólk kom til mín og sagði, "Ég finn ekki til neins í messunni. Hún er leiðinleg. Ég fæ miklu meira út úr því að fara á bænafundi þar sem allt er fullt af lífi og mér líður svo vel."

Ég svara alltaf, "Trú og tilfinningar eru tveir óskyldir hlutir. Það stendur hvergi í Biblíunni að Jesús segi, ,Tilfinningar þínar hafa bjargað þér' eða ,Þú læknast vegna tilfinninga þinna'." Hann hrósaði fólki vegna trúar þess. Trú er að trúa einhverju sem þú sérð ekki. Jesús sagði, "Blessaðir eru þeir sem sjá ekki en trúa þó."

Þetta er hin mikla áskorun fyrir okkur sem erum kaþólsk. Við getum ekki útskýrt altarissakramentið vegna þess að það er kraftaverk og leyndardómur. Það sem gildir er að trúa heldur í hjartanu frekar en að skilja í huganum. Tilfinningar gera Krist ekki viðstaddan í altarissakaramentinu. Það er máttur Heilags Anda, sem vinnur með tilstyrk vígðs prests, sem gerir Krist nærverandi meðal okkar í altarissakramentinu. Það getur verið að ég finni ekki til neins en Jesús er samt nærstaddur.

http://www.sisterbriege.com/

1 ... 9 10 11 ...12 ... 14 ...16 ...17 18 19 ... 46

Síðustu pistlar

Kirkju.net er óháð vefrit sem inniheldur aðallega efni tengt kaþólskri trú en einnig um trúmál almennt. Markmiðið er að miðla fróðleik og stuðla að skoðanaskiptum og umræðu innan kaþólsku kirkjunnar á Íslandi sem og að kynna kaþólsku kirkjuna fyrir þeim sem utan hennar eru. Aðalsíða vefritsins sækir pistla inn á bloggsíður og skrifa höfundar hvers bloggs pistla sem hafa kaþólskt eða annað trúarlegt efni sem meginþema. Skoðanir settar fram í pistlunum eru höfundanna sjálfra og ber ekki að túlka þær sem skoðanir trúfélaga eða annarra bloggara. Höfundar bera ábyrgð á efni sem þeir birta á sínu bloggi. Athugasemdir við pistlana eiga að vera á íslensku, málefnalegar og fullt nafn höfundar á að koma fram. Athugasemdum er ritstýrt af höfundi hvers bloggs fyrir sig. Gestapennar innan eða utan kaþólsku kirkjunnar eru einnig velkomnir að senda inn greinar sem eru birtar undir „Ýmsir höfundar.“

Leit

Flokkur

Sr. Denis O'Leary

Kirkjuvefbók Ragnars

Jón Valur Jensson

Ýmsir höfundar

Jón Rafn Jóhannsson

Kirkju.net

  XML Feeds

blog software