Blaðsíður: 1 ... 8 9 10 ...11 ... 13 ...15 ...16 17 18 ... 46

30.05.08

  11:54:25, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1630 orð  
Flokkur: Hið Alhelga Hjarta Jesú

Bréf hans heilagleika Benediktusar XVI í tilefni 50 ára minningar útkomu hirðisbréfsins „Haurietis Aquas (Uppsprettu vatnanna).“

Í dag, 50 árum síðar, hafa orð Jesaja spámanns sem Píus XII setti í upphafi hirðisbréfs síns þegar hann minntist aldarminningar aukinnar áherslu á Hátíð hins Alhelga Hjarta Jesú í allri kirkjunni ekki glatað inntaki sínu: „Þér munuð með fögnuði vatni ausa úr lindum hjálpræðisins“ (Jes 12. 3).

Með því að glæða guðræknina á Hjarta Jesú hvatti „Haurietis Aquas“ hina trúuðu að opna sig fyrir leyndardómi Guðs og elsku hans og heimila henni að ummynda sig. Að liðnum 50 árum er þetta enn verðug viðleitni fyrir kristið fólk til að halda áfram að dýpka samband sitt við Hjarta Jesú til þess að glæða trú sína á frelsandi elsku Guðs og fagna henni stöðugt í lífi sínu.

Síðusár Endurlausnarans er uppspretta sú sem hirðisbréfið „Haurietis Aquas“ víkur að: Við verðum að leita til þessarar uppsprettu til að öðlast sanna þekkingu á Jesú Kristi og sannreyna elsku hans með djúpstæðari hætti.

Read more »

  08:19:30, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 418 orð  
Flokkur: Hið Alhelga Hjarta Jesú

Ó Hjarta, elskuríkara öllu öðru – Heil. Geirþrúður frá Helfta (1256-1301)

Í tilefni Hátíðar hins Alhelga Hjarta Jesú

Þú hefur gert svo mikla og undursamlega hluti fyrir mig að ég er bundin þjónustunni við þig að eilífu. Hvernig get ég endurgoldið þér svo fjölþættan ávinning? Hvaða lofgjörð og þakkargjörð gæti ég fært þér að fórn, jafnvel þó að ég úthellti þeim þúsund sinnum yfir þig? Hver er ég, sú aumkunarverða sköpun sem ég er, ef ég er borin saman við þig, yfirfljótandi hjálpræði mitt? Því færi ég þér að fórn þá sál sem þú hefur frelsað. Ég vil auðsýna þér lotningu með allri elsku hjarta míns. Ó, já! Beindu lífi mínu til þín; dragðu mig fullkomlega til þín; gerðu mig að fullu og öllu eitt með þér.

Read more »

28.05.08

  11:19:47, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 51 orð  
Flokkur: Um kirkju.net

Uppfærsla hjá kirkju.net

Verið er að vinna að því að uppfæra bloggið á kirkju.net. Af þeim sökum eru ýmsir tenglar ekki á íslensku og bloggfærslur safnast ekki á forsíðuna. Lesendur eru beðnir velvirðingar á þessu. Hægt er að smella á nöfn pistlahöfundanna til að komast inn á bloggsíður þeirra.

27.05.08

  09:21:06, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 57 orð  
Flokkur: Bænir

Dýridagur

Guð,
þú hefur í þessu undursamlega sakramenti
eftirlátið oss minningu um þjáningar þínar.
Veit oss að tigna svo
hinn heilaga leyndardóm líkama þíns og blóðs,
að vér njótum ávallt ávaxtanna af endurlausn þinni.
þú sem lífir og ríkir með Guði föður
í einingu heilags anda,
Guð um aldir alda. Amen.

26.05.08

  23:58:11, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 51 orð  
Flokkur: Bænir

BÆN VIÐ ÚTSTILLINGU ALTARISSAKRAMENTISINS

Drottinn Guð,
sem eftirlést oss minningu písla þinna
í hinu dásamlega sakramenti;
veit oss, að vér tignum hinn helga leyndardóm
holds þíns og blóðs,
svo að vér verðum ætíð
aðnjótandi ávaxta endurlausnar þinnar.
Þú, sem lifir og ríkir um aldir alda. Amen.

25.05.08

  23:26:02, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 113 orð  
Flokkur: Bænir

Blessaður veri Guð

Blessaður veri Guð.
Blessað sé hans heilaga nafn.
Blessaður veri Jesús Kristur, sannur Guð og sannur maður.
Blessað sé nafnið Jesús.
Blessað sé heilagt hjarta hans.
Blessað sé hið dýrmæta blóð hans.
Blessaður veri Jesús í hinu helgasta Altarissakramenti.
Blessaður veri huggarinn Heilagur Andi.
Blessuð veri hin volduga móðir Guðs, helgust María.
Blessaður sé hinn heilagi og flekklausi getnaður hennar.
Blessuð sé hin dýrlega uppnumning hennar.
Blessað sé nafnið María, mey og móðir.
Blessaður veri heilagur Jósef, hinn skíri bóndi hennar.
Blessaður veri Guð í englum sínum og helgum mönnum.

24.05.08

  22:54:40, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 188 orð  
Flokkur: Til umhugsunar

SAMFÉLAG HEILAGRA

Bæði Gamla testamentið og Nýja testamentið tala um líf eftir þetta líf.

Annað Vatikan þingið lagði mikla áherslu á sambandið milli okkar sem lifum á jörðinni og dýrlinganna, sem eru á himnum. Þetta er mikilvæg kenning í kaþólsku kirkjunni.

Til eru fjögur tilverustig. Þrjú þeirra eru í einingu við Guð og eitt er ekki. Síðasttalda tilverustigið er helvíti.

Hin þrjú eru:

•Kirkja pílagrímanna á jörðinni — það erum við.

•Hin líðandi kirkja í hreinsunareldinum — það eru hinir hólpnu.

•Hin sigursæla kirkja á himnum — til hennar teljast dýrlingarnir.

Sambandið milli okkar og þeirra, sem við höfum þekkt, en eru dánir, er ekki minna en á meðan þeir lifðu. Bæði hinir hólpnu í hreinsunareldinum og dýrlingarnir á himnum leggja hart að sér til að hjálpa okkur að komast í himnaríki. Þó að sálirnar séu í himnaríki eða í hreinsunareldinum þýðir það ekki að þær séu aðgerðalausar. Þær voru hluti af mannkyninu meðan þær lifðu á jörðinni og þær vita að við þörfnumst hjálpar þeirra.

23.05.08

  21:37:06, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 37 orð  
Flokkur: Við brosum!

Ættartala

Sú saga er sögð um konu eina sem eyddi fimmtíu þúsund krónum til að fá ættartölu sína. Hún eyddi síðan öðrum fimmtíu þúsundum til að halda ættartölunni leyndri!

22.05.08

  22:29:01, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 328 orð  
Flokkur: Nokkrir gullmolar úr Tkk

Læknið sjúka!

1508. Heilagur Andi gefur sumum sérstakar náðargáfur til að lækna [118] svo að kraftur náðar hins upprisna Drottins verði sýnilegur. En jafnvel áköfustu bænum er ekki ætíð gefið að lækna alla sjúkdóma. Þannig verður heilagur Páll að læra frá Drottni að “náð mín nægir þér því að mátturinn fullkomnast í veikleika” og að þjáningin sem þola verður getur merkt að “það sem enn vantar á þjáningar Krists, uppfylli ég með líkamlegum þjáningum mínum til heilla fyrir líkama hans, sem er kirkjan”. [119]

1509. (1405) “Læknið sjúka!” [120] Þessa skipun fékk kirkjan frá Drottni og hún kappkostar að hlýða henni með því að annast sjúka og fylgja þeim með ………

Read more »

21.05.08

  23:22:20, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 288 orð  
Flokkur: Nokkrir gullmolar úr Tkk

Návist Krists með orði hans og krafti Heilags Anda

1373. “Kristur Jesús er sá sem dáinn er. Og meira en það: Hann er upprisinn, hann er við hægri hönd Guðs og hann biður fyrir oss,” og hann er nálægur kirkju sinni á margan hátt:[195] Í orði sínu, í bæn kirkju sinnar, “hvar sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni, þar er ég mitt á meðal þeirra”, [196] í hinum fátæku, sjúku og þeim sem í fangelsi eru, [197] í sakramentunum sem hann er höfundur að, í messufórninni, og í persónu helgiþjónsins. En “einkum og sér í lagi er hann nærverandi… undir myndum evkaristíunnar.” [198]


1374.
Hvernig návist Krists er háttað undir myndum evkaristíunnar er ………

Read more »

  22:14:41, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 965 orð  
Flokkur: Páfinn, Önnur trúarbrögð

Krefst páfinn tilbeiðslu allra manna?

Á dögunum barst mér í hendur bókin „Deilan mikla milli Krists og Satans“ eftir Ellen G. White sem gefin er út af Frækorninu - bókaforlagi Aðventista í Reykjavík. Eintakið sem ég er með í höndunum er önnur útgáfa 2003. Í 3. kafla bókarinnar er miklu rými varið í ádeilu á rómversk-kaþólsku kirkjuna fyrr á öldum og páfadóminn eins og sjá má t.d. á blaðsíðu 34:

Þegar Konstantín gerðist kristinn að nafninu til á öndverðri fjórðu öld, vakti það mikinn fögnuð og heimshyggjan gekk inn í kirkjuna sveipuð sýndarréttlæti. Nú komst skriður á spillinguna. Heiðindómurinn sem í orði kveðnu átti að heita sigraður var hinn raunverulegi sigurvegari. Andi hans réð lögum og lofum í kirkjunni. Heiðnar kenningar, siðir og hindurvitni voru felld inn í trúariðkanir og tilbeiðslu þessara svonefndu fylgjenda Krists. Málamiðlunin milli heiðindóms og kristni hafði í för með sér tilkomu „manns syndarinnar“ sem spáð hafði verið að koma mundi til að berjast gegn Guði og hreykja sér yfir hann. Þetta risavaxna kerfi falstrúar er meistaraverk valds Satans ..

Read more »

20.05.08

  23:19:38, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 332 orð  
Flokkur: Til umhugsunar

Guð hefur látið menn vita að hann væri til

Guð hefur látið menn vita að hann væri til:

1. með hinum sýnilega heimi;

2. með rödd samviskunnar;

3. en einkum með yfirnáttúrlegri opinberun.

1. Hús getur ekki byggt sig sjálft. Miklu síður getur hin mikla alheimsbygging með sínum dásamlega útbúnaði hafa orðið til af sjálfu sér. Alvitur og almáttugur skapari hlýtur að hafa gjört hana. Þess vegna kemst heilög ritning svo að orði: "Himnarnir segja frá Guðs dýrð og festingin kunngjörir verkin handa hans." (Sám. 18,2). "En spyr þú skepnurnar og þær munu kenna þér, fugla loftsins og þeir munu fræða þig, eða jörðina og hún mun svara þér og fiskar hafsins munu segja þér það: Hver þekkti ekki á öllu þessu, að hönd Drottins hefur gjört þetta." (Job. 12,7). "Heimskinginn segir í hjarta sínu: "Enginn Guð er til." (Sálm. 13,I)

2. Í hverri mannssál er ………

Read more »

  09:27:41, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 335 orð  
Flokkur: Hið Alhelga Hjarta Jesú

Bæn hl. Thérèse af Jesúbarninu (1873-1897), karmelnunnu og kirkjufræðara.

„Hver sem vill vera fremstur, sé síðastur allra og þjónn allra.“

Jesús . . .! Hversu mikil er ekki auðmýkt þín, ó guðlegur Konungur dýrðarinnar, með því að gefast öllum prestum þínum án þess að gera mun á þeim sem elska þig og þeim – sem æ! – eru hálfvolgir eða kaldir í þjónustu þinni. Þú kemur niður af himnum þegar þeir ákalla þig. Ó Ástmögur minn, hversu „hógvær og lítillátur af hjarta“ (Mt 11. 29) virðist þú ekki vera undir hulu litlu og hvítu hostíunnar. Þú hefðir ekki getað auðmýkt þig meira til að kenna mér auðmýkt. Með sama hætti og sem svar við elsku þinni þrái ég að systur mínar skipi mér ætíð til sætis á lægsta staðnum til að sannfæra mig um að þessi staður er sannarlega minn . . .

Read more »

19.05.08

  23:10:34, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1248 orð  
Flokkur: Hin heilaga arfleifð

Tólfpostulakenningin sem hluti hinnar heilögu arfleifðar erfikenningar kirkjunnar

Sjá grísk-íslenskan millilínutexta (interlinear) hér samkvæmt texta Fílóþeos Brýenniós metrópólítana í Níkomedíu.

Í Trúfræðsluriti rómversk kaþólsku kirkjunnar er vikið svofelldum orðum að hinni heilögu arfleifð eða erfikenningu:

Þessi lifandi arfleifð, sem fram er komin í Heilögum Anda, er kölluð erfikenning enda aðgreinist hún frá Heilagri Ritningu þótt hún tengist henni nánum böndum. Í gegnum erfikenninguna “varðveitir kirkjan eilíflega, í kenningu sinni, lífi og tilbeiðslu, allt það sem hún sjálf er, allt það sem hún trúir og lætur það ganga að erfðum til allra kynslóða. Ummæli hinna heilögu feðra vitna um hina lífgandi nærveru þessarar erfikenningar og þau sýna fram á hvernig auðlegð hennar er úthellt í starfi og lífi kirkjunnar, í trú hennar og bænum”. (78)

Og nokkru síðar:

Erfikenningin sem hér um ræðir er komin frá postulunum og lætur hún það ganga í erfðir sem þeir námu af kenningu og breytni Jesú og það sem Heilagur Andi kenndi þeim. Fyrsta kynslóð kristinna manna hafði ekki Nýja testamentið í skriflegum búningi og er Nýja testamentið sjálft skýrt dæmi um ferli hinnar lifandi erfikenningar (83).

Read more »

  22:29:22, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 242 orð  
Flokkur: Nokkrir gullmolar úr Tkk

Gyðinglegir og kristnir helgisiðir

"……… 1096. Betri þekking á trú og trúarlífi Gyðinga eins og það er játað og lifað jafnvel í dag getur hjálpað okkur að skilja betur vissa þætti kristinna helgisiða. Bæði hjá Gyðingum og kristnum mönnum er Heilög Ritning undirstöðuatriði í helgisiðum þeirra: prédikunin á Orði Guðs, svarið við Orðinu, lofgjörðar- og árnaðarbænir fyrir lifandi og dánum, og ákall um miskunn Guðs. Orðsþjónustan sækir sína sérstöku uppbyggingu til bænar Gyðinga. Tíðabænirnar og aðrir helgisiðatextar og fast orðalag eiga sér hliðstæður í bæn Gyðinga og einnig okkar lotningaverðustu bænir, þar með talin hin Drottinlega bæn. Efstubænirnar fá innblástur sinn úr hefð Gyðinga. Tengslin milli helgisiða Gyðinga og helgisiða kristinna manna, en einnig munur þeirra innbyrðis, eru einkum sýnileg á hinum miklu hátíðum kirkjuársins eins og á páskum. Gyðingar og kristnir menn halda báðir páska hátíðlega. Hjá Gyðingum er um að ræða páska sögunnar sem stefna til framtíðar; hjá kristnum mönnum eru þeir páskar sem uppfylltust í dauða og upprisu Krists enda þótt það sé ávallt í eftirvæntingu um endanlega fullnustu þeirra. ………"

_________________________

Hérna er að finna Tkk. http://mariu.kirkju.net/trufraedslurit/index.html

  09:11:26, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 52 orð  
Flokkur: Vefrit Karmels

Daglegur guðspjallatexti ásamt hugleiðingu

Ég vil minna gesti kirkju.net á að daglegan guðspjallatexta ásamt hugleiðingum hinna heilögu má finna hér:

http://vefrit-karmels.kirkju.net/Gudspjall/Inngangur/Inngangur.html

Eins getur fólk fengið guðspjallið ásamt hugleiðingunni sent til sín í rafpósti með því að senda mér línu.

18.05.08

  23:29:24, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 593 orð  
Flokkur: Dýrlingarnir og hetjur

Heilög Margrét María Alacoque

Margrét María Alacoque fæddist í Burgundy héraði í Frakklandi árið 22. júlí 1647.

Þegar hún var 23 ára gömul gekk hún í Paray le Monial klaustrið. Þegar Margrét María hafði verið um tvö ár í klaustrinu, varð hún fyrir mjög undursamlegri reynslu: Jesús birtist henni. Þar sem hún kraup frammi fyrir guðslíkamahúsinu, sá hún ………

Read more »

17.05.08

  23:26:04, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 241 orð  
Flokkur: Til umhugsunar

Þríeinn Guð

Kafli úr bókinni "Kaþólskur siður" (1995).

(Bl. 28)

"……… Spurningin "Hver er Guð?" er grundvallarspurning sem menn bera alltaf upp þegar trúmál ber á góma og guðfræðin leitast alltaf við að svara.

Fremsta umfjöllunarefni Biblíunnar er að Guð opinberar sig mönnunum og þar með fylgir fremsta og hin algera sannfæring um að til sé einn Guð, að Guð sé einn. Þá sannfæringu tók kirkjan í arf frá gyðingum, og hinu sama er trúað í islam sem játar opinberum Guðs eins og hún er í Gamla testamentinu: "Heyr Ísrael! Drottinn er vor Guð, hann einn er Drottinn". Allt frá fyrstu öldum kirkjunnar hefur hún hvað eftir annað fundið ástæðu til að leggja áherslu á þá trú.

Guð er einn en ekki í stærðfræðilegum skilningi. Hann er kærleikur og það er hann í sjálfum sér. Kærleikur hans birtist í samfélagi við hann og milli manna. Í Gamla testamentinu eru hugmyndirnar um hann óljósar. Þar er talað um hina guðlegu visku og Anda Guðs eins og um persónur væri að ræða. Það er ekki fyrr en í Nýja testamentinu sem það er sagt ljósum orðum að samfundum við Guð fylgi "náðin Drottins Jesú Krists, kærleiki Guðs og samfélag Heilags anda."

Þessi nýi skilningur spratt upp af kynnum manna af Jesú Kristi. Guð opinberaði sig í Jesú. ………"

  07:51:53, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 466 orð  
Flokkur: Heilagur Andi

Í þessu ljósi munið þið sjá eilíft ljós – Pétur hinn ærurverðugi, ábóti í Cluny (d. 1029)

Þessi grein kemur í beinu áframhaldi af sýn rússneska aðalsmannsins Motovilov sem vikið var að hér að fram þegar hl. Serafim frá Sarov leiddi hann inn í ljúfleika uppljómunur hins óskaðaða ljóss Heilags Anda.

„Ásjóna hans skein sem sól“ (Mt 17. 2) . . . Hulið skýi holdsins hefur ljósið sem upplýsir sérhvern mann (Jh 1. 9) ljómað í dag. Í dag gerir það þetta sama hold dýrlegt og opinberaði postulunum dýrð sína svo að þeir gætu kunngert heiminum það. Og hvað ykkur varðar, þá munið þið njóta ásæisins á þessari sól að eilífu þegar þið sjáið borgina „stíga niður af himni frá Guði, búna sem brúði, er skartar fyrir manni sínum“ (Opb 21. 2). Aldrei framar mun þessi sól hníga til viðar heldur vera hún sjálf og láta eilífan dag ljóma. Aldrei mun þessi sól vera skýjum hulin, heldur skína að eilífu og veita ykkur fögnuð ljóssins sem aldrei mun endi taka. Aldrei mun þessi sól framar blinda augu ykkar: Hún mun veita ykkur styrk til að mæna á sig og hrífa ykkur með guðlegri dýrð sinni . . . „Og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til“ (Opb 21. 4) sem myrkvað getur þann dýrðarljóma Guðs sem hann hefur gefið ykkur eins og sagt var við Jóhannes: „Hið fyrra er farið.“

Read more »

16.05.08

  23:43:29, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 227 orð  
Flokkur: Nokkrir gullmolar úr Tkk

Hvað þýðir “kaþólskur”?

"……… 830. (795, 815-816) Orðið “kaþólskur” þýðir “almennur” í þeim skilningi að vera “allsherjar” eða “viðkomandi öllu - heildinni”. Kirkjan er kaþólsk í tvennum skilningi: Í fyrsta lagi er kirkjan kaþólsk vegna þess að Kristur er nærverandi í henni. “Þar sem Kristur Jesús er nærstaddur, þar höfum við kaþólsku kirkjuna.” [307] Í henni er að finna fullnustu líkama Krists í einingu við höfuð sitt; það þýðir að hún fær frá honum alla “fullnustu meðala hjálpræðisins” [308] sem eru að hans vilja: rétt og full játning trúarinnar, fullt sakramentislegt líf og vígð hirðisþjónusta samkvæmt hinni postullegu vígsluröð. Samkvæmt þessum grundvallarskilningi var kirkjan kaþólsk þegar á hvítasunnudaginn [309] og hún verður kaþólsk þar til Kristur snýr aftur.

831. (849, 360, 518) Í öðru lagi er kirkjan kaþólsk vegna þess að hún er send með erindi út til alls mannkynsins: [310] Allt mannkyn er kallað til þess að tilheyra hinum nýja Guðs lýð. Hann á að vera einn og einstæður og breiðast út um heim allan og vera til á öllum öldum, svo að tilgangur vilja Guðs geti náð að rætast. ………"

_________________________

307 Hl. Ignatíus frá Antíokkíu, Ad Smyrn. 8, 2.
308 UR 3; AG 6; EF 1:22-23.
309 Sbr. AG 4.
310 Sbr. Mt 28:19.

_________________________

Hérna er að finna Tkk. http://mariu.kirkju.net/trufraedslurit/index.html

15.05.08

  22:27:57, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 177 orð  
Flokkur: Bænir

Bæn biskups - eftir heilögum Jóhannesi frá Damaskus

Drottinn,
þú hefur kallað mig
til að vera prestur og biskup,
til þess að þjóna börnum þínum.
Ég veit ekki, hvers vegna
þú hefur gert það í forsjón þinni.
Þú einn veist það.

Drottinn, ………

Read more »

  08:49:37, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 767 orð  
Flokkur: Hin heilaga arfleifð

Hin heilaga arfleifð og Ritningarnar – Sophronij arkimandríti

Í huga Silúan starets var hlýðnin óhjákvæmileg forsenda vaxtar í hinu andlega lífi. Skilningur hans á hlýðninni var samofinn afstöðu hans til hinnar heilögu arfleifðar og Orðs Guðs.

Hann leit á líf kirkjunnar sem líf í Heilögum Anda og hina heilögu arfleifð sem óaflátanlegt starf Heilags Anda í kirkjunni. Þar sem hin heilaga arfleifð felst í eðli sínu í eilífri og óaflátanlegri nærveru Heilags Anda í kirkjunni er hún jafnframt til­vistarlegur grundvöllur hennar. Þannig umvefur hin heilaga arfleifð allt líf kirkjunnar og það í svo ríkum mæli, að Ritn­ingarnar sjálfar eru eitt tjáningarforma hennar. Þetta hefur í för með sér að ef kirkjan væri svipt arfleif­ð sinni yrði hún ekki söm og áður vegna þess að boðskapur Nýja testamentisins er orð Andans „ekki skrifað með bleki, heldur með Anda lifandi Guðs, ekki á steinspjöld, heldur á hjartaspjöld úr holdi“ (2Kor 3. 3-6). Ef við gerðum ráð fyrir því að kirkjan glataði með einum hætti eða öðrum öllum sínum ritum: Gamla og Nýja testamentinu, verkum hinna heilögu feðra og öllum helgisiðabókum sínum, myndi hin heilaga arfleifð endurskrifa Ritningarnar, vafa­laust ekki orðrétt og með öðru tungutaki. En að meginhluta til yrði inntak hinna nýju ritninga tjáning þeirrar sömu trúar „sem heilögum hefur í eitt skipti fyrir öll verið í hendur seld“ (sjá Júd 1. 3). Þær yrðu tjáning þess sama og eina Anda sem sífellt er að starfi í kirkjunni.

Read more »

14.05.08

  22:38:00, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 325 orð  
Flokkur: Lífsvernd

Skipulögð barátta fyrir lífinu

Kafli úr hirðisbréfi biskupa Norðurlanda: "Vernd lífsins".

http://www.vortex.is/catholica/fostur.html

3.3. Skipulögð barátta fyrir lífinu.

1. Við leggjum til að í hverju biskupsdæmi eða í hverju Norðurlandanna verði gripið til skipulagðrar baráttu innan kaþólsku kirkjunnar, til þess að efla virðingu fyrir hinu ófædda lífi, með trúfræðslu, sálgæslu, prédikunum og upplýsingum. Í sambandi við það má einnig benda á að ættleiðing gæti verið leið til að bjarga barnslífi.

2. Við leggjum til að fjárhagslega verði séð fyrir slíkri starfsemi með því að stofna "Sjóði lífsins" sem komið verði á stofn í hverju biskupsdæmi í þessu skyni, samkvæmt getu hvers þeirra um sig. Fjármagn sjóðanna byggist á gjöfum fólks í biskupsdæmunum og annarra og skulu þeir styrkja það sem gert er í þágu ófæddra barna og styðja foreldra þeirra, ekki síst ef um einstætt foreldri er að ræða.

3. Kirkjan gæti stuðlað að því að verðandi foreldrar haldi ófæddum börnum sínum með því að annast það sem erfitt væri að ráða fram úr á annan hátt, svo sem með félagslegri hjálp sem margir fara á mis við nú. Kirkjan gæti komið á laggirnar samtökum fyrir fólk sem vill styðja einstæða foreldra, samtökum þar sem einstæðir foreldrar geta hist og hjálpað hver öðrum.

4. Í kaþólsku sóknunum ættu menn að kanna, hvaða möguleikar séu á að hjálpa ungum foreldrum, ekki aðeins fjárhagslega heldur einnig í öðrum hagnýtum efnum. Mikilvægt er að skapa það andrúmsloft í sóknum okkar og guðsþjónustum að barnafjölskyldur finni að þær séu velkomnar. Það verður að vera rými fyrir börnin svo að þau skilji að þau séu mikils metin.

13.05.08

  21:53:32, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 234 orð  
Flokkur: Lífsvernd

Alvarlegar afleiðingar tilbúinna getnaðarvarna

KAFLI ÚR HUMANAE VITAE
UM MANNLEGT LÍF
Heimsbréf hans heilagleika Páls páfa VI, 1968.

http://lifsvernd.com/mariukirkja/humanevitae.html

"……… 17. Ábyrgir menn munu verða langtum sannfærðari um sannleika kenningarinnar, sem kirkjan heldur á lofti í þessu máli, ef þeir íhuga afleiðingar þeirra aðferða og áforma þegar náttúrulegar aðferðir eru ekki notaðar til að koma í veg fyrir fjölgun fæðinga. Þeir skulu fyrst íhuga hve auðveldlega sú leið getur boðið heim hættunni á hjúskaparbroti og hnignun siðferðis. Það þarf ekki að búa yfir mikilli reynslu til að skynja að fullu mannlegan veikleika og skilja að menn - og þá sérstaklega þeir yngri sem eru opnir fyrir freistingum - þurfa á hvatningu að halda til að halda í heiðri siðferðislögmálið og að það er beinlínis syndsamlegt að auðvelda þeim að brjóta lögmálið. Annað er það sem gefur tilefni til að vera á varðbergi. Sá maður, sem venst því að nota getnaðarvarnir á það á hættu að virðing hans fyrir konunni minnki. Með því hættir hann að virða líkamlega og andlega velferð konunnar og í hans augum verður hún einungis tæki til að fullnægja þörfum hans. Hún verður ekki lengur sá lífsförunautur sem hann á að umvefja umhyggju og ástúð. ………"

  18:13:22, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 470 orð  
Flokkur: Trúarljóð

Hinn guðdómlegi gleðileikur Dante – í þýðingu Guðmundar Böðvarssonar, bónda og skálds frá Kirkjubóli

Nú þegar Borgarleikhúsið hefur sett á fjalirnar verk sem byggist á Hinum guðdómlega gleðileik (Divina commedia) eftir Dante vil ég minna kaþólska lesendur á hina undurfögru þýðingu Guðmundars skálds Böðvarssonar frá Kirkjubóli (1904-1974). Tólf kviður úr Gleðileiknum komu út í þýðingu hans í bundnu máli á vegum Bókaútgáfu Menningarsjóðs árið 1968. Vert er að hafa þetta verk í hávegum. Hinn Guðdómlegi gleðileikur Dante er ein af perlum kaþólskra dulúðarbókmennta.

Sjálfskipaður hópur menningarforkólfa gagnrýndi þýðingu Guðmundar harkalega og án allrar sanngirni á sínum tíma (vafalaust blöskrað djörfung bóndans og erfiðismannsins að ráðast í slíkt verk!). Ég birti hér því brot úr þýðingu Guðmundur úr Paradísarkviðunni 33. 82, 121 ásamt ítalska textanum.

„O abbodante grazia, ond’ io presunsi
ficcar lo viso per la luce eterna,
tanto che la veduta vi consunsi!
Nel suo profondo vidi che s’ interna,
legato con amore in un volume,
ciò che per l’universo si squaderna;

Read more »

12.05.08

  21:46:12, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 181 orð  
Flokkur: Messan

Vér trúum að messan ………

"……… Vér trúum að messan, framborin af prestinum í persónu Krists og fyrir kraft þess valds, sem fæst við prestvígsluna, sem er sakramenti, og sem presturinn fórnar í nafni Krists og meðlima hins leyndardómsfulla líkama hans, sé fórnin, sem færð var á Golgata, sé til staðar á altarinu að sakramentishætti. Vér trúum því, að eins og brauðið og vínið sem Drottinn vor vígði við hina síðustu kvöldmáltíð, hafi breyst í líkama hans og blóð hans sem fórna átti á krossinum vor vegna, þá einnig að brauð það og vín sem presturinn vígir breytist í líkama og blóða Krist sem situr í dýrðarhásæti á himnum; og vér trúum að hin leyndardómsfulla nærvera Drottins, undir því sem fyrir augum vorum heldur áfram að líta út sem það áður var, sé sönn, veruleg og eðlisleg nærvera. ………"
______________

Úr Trúarjátningu Guðs lýðs.
Hátíðleg trúaryfirlýsing Páls páfa VI.
1968.

11.05.08

  23:06:24, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 174 orð  
Flokkur: Nokkrir gullmolar úr Tkk

HEILAGUR ANDI OG KIRKJAN Í HELGISIÐUNUM

"……… 1091. (798) Í helgisiðunum er Heilagur Andi uppfræðari lýð Guðs í trúnni og hagleikssmiður “meistaraverka Guðs”, sakramenta nýja sáttmálans. Andinn þráir og starfar að því í hjarta kirkjunnar að við fáum lifað lífi hins upprisna Krists. Þegar Andinn finnur í okkur viðbragð trúarinnar sem hann hefur vakið upp í okkur, kemur hann því til leiðar að einlægt samstarf kemst á. Eftir þeim leiðum verða helgisiðirnir sameiginlegt verk Heilags Anda og kirkjunnar.

1092. (737) Í þessari sakramentislegu ráðstöfun á leyndardómi Krists verkar Heilagur Andi á sama hátt og hann gerir á öðrum tímum í ráðdeild hjálpræðisins: Hann býr kirkjuna undir að mæta Drottni sínum; hann minnir á Krist og lætur trú samkundunnar þekkja hann. Með sínum umskapandi krafti gerir hann leyndardóm Krists hér og nú lifandi og nærverandi. Að lokum kemur Andi samfélagsins kirkjunni til einingar við líf og erindi Krists. ………"

_________________________
_________________________

Hérna er að finna Tkk. http://mariu.kirkju.net/trufraedslurit/index.html

  17:07:51, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 141 orð  
Flokkur: Bænalífið, Heilagur Andi

Heilagur Andi er hinn Óskapaði „Flekklausi Getnaður“ – Hl. Maximilian Kolbe

Í Lourdes bað Bernadetta Maríu mey um að segja sér nafn sitt og hún svaraði: „Ég er hinn Flekklausi Getnaður.“ Með upplýsandi orðum sínum greindi María ekki einungis frá því að hún væri getin flekklaus, heldur að hún væri hinn Flekklausi Getnaður. Þetta er eins og sá munur sem er á einhverju sem er hvítt og sjálfum hvítleikanum eða einhverju fullkomnu og fullkomleikanum.

Read more »

  09:31:03, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 348 orð  
Flokkur: Hin heilaga arfleifð

Í einingu Heilags Anda er kirkjan kaþólsk og alheimsleg – Joseph Ratzinger kardínáli (Benedikt páfi XVI)

„Vér heyrum þá tala á vorum tungum um stórmerki Guðs" (P 2. 11). Hvítasunnudagur opinberar okkur hina kaþólsku og alheimslegu kirkju. Heilagur Andi kunngerir nærveru sína með náðargjöfum tungnanna. Þannig endurnýjar hann og snýr atburðinum í Babel (1M 11) til betri vegar, þessari ytri tjáningu þeirra sem í hroka sínum vildu vera eins og Guð í sínum eigin mætti – það er að segja án Guðs – að byggja brú til himins: Babelsturninn. Slíkur hroki er tilefni deilna í heiminum og setur upp veggi aðskilnaðar. Vegna hrokans viðurkennir maðurinn einungis sinn eiginn skilning, sinn eigin vilja, sitt eigið hjarta. Afleiðingin er sú að hann er þess ekki lengur umkominn hvorki að skilja tungutak annarra fremur en að heyra raust Guðs.
Heilagur Andi, hin guðdómlega elska, skilur bæði og glæðir skilning á tungutaki annarra. Hann skapar einingu úr óeiningu. Þannig talar kirkjan allar tungur frá upphafi tilurðar sinnar. Frá upphafi er hún kaþólsk og alheimsleg. Brúin á milli himins og jarðar er sannarlega til: Þessi brú er krossinn og það er elska Drottins okkar sem hefur smíðað þessa brú. Hönnun þessarar brúar er ofar getu tækninnar: Takmark Babels verður og hlýtur að misheppnast. Einungis elska Guðs holdi klædd megnar að uppfylla slíkt takmark . . .

Read more »

10.05.08

  23:19:58, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 130 orð  
Flokkur: Bænir

Sekvensía

Kom þú, Heilagur Andi,
og send ljósgeisla þinn
frá himnum.

Kom þú, faðir fátækra,
þú gjafari gæðanna
og ljós hjartnanna.

Hjálparinn besti,
ljúfi gestur sálarinnar,
ljúfa hressing hennar.

Hvíld hennar í erfiði,
forsæla í hitum,
huggun í sorgum.

Þú blessaða ljós,
lát birta til í hugskoti
fylgjenda þinna.

Án þinnar velvidar
er maðurinn ekkert,
án þín er ekkert ósaknæmt.

Lauga það sem er saurgað,
vökva það sem er þornað,
græð það sem er í sárum.

Mýktu það sem er stirðnað,
vernda það sem er kolnað,
réttu úr því sem miður fer.

Gef fylgjendum sem treysta þér
þínar heilögu sjöföldu gjafir.
Veit þeim umbun dyggða,
farsæld og ævarandi fögnuð. Amen.

  23:02:42, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 220 orð  
Flokkur: Vegurinn, sannleikurinn og lífið

Rómversk-kaþólska kirkjan er aðeins staðarkirkja Vesturlanda

Kafli úr bókinni VEGURINN, SANNLEIKURINN OG LÍFIÐ sem er trúfræðslurit um kaþólska trú (1981).

(11. k.)

"……… Að vísu er talað um margar kirkjur í Nýja testamentinu, í bréfum Páls og Postulasögunni, en þá er átt við staðarkirkjur, staðbundna söfnuði (t.d. í Korintu, Efesus, Róm og víðar). Hjá slíkum söfnuðum hafa orðið til í rás sögunnar viss einkenni, sem hafa tollað við þá og varðveist í þeim, t.d. ýmsar venjur, helgisiðir og tungumál. Þrátt fyrir það voru slíkir söfnuðir hver öðrum tengdir í einni og sömu trú og litu á sig sem deildir í heildarkirkjunni. Í þessum skilningi er að fullu réttlætanlegt að nota orðið "kirkjur". Þannig urðu t.d. til hin fornu svonefndu "patríarköt" Austurlanda (í Konstantínópel, Jerúsalem, Antíokkíu) sem voru í nánu sambandi hvert við annað og eftirmann Péturs, páfann. Öll nefndust þau "kirkjur" og það með fullum rétti.

Í þessum skilningi er rómversk-kaþólska kirkjan einnig "staðarkirkja" því að kaþólska kirkjan er ekki einfaldlega sama og rómverska kirkjan (eða latneska kirkjan, eins og hún er stundum nefnd). Rómversk-kaþólska kirkjan er aðeins staðarkirkja Vesturlanda, patríarkat Rómar. ………"

08.05.08

  23:35:37, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 245 orð  
Flokkur: Vegurinn, sannleikurinn og lífið

Að Guð sé einn í þrem persónum

Kafli úr bókinni VEGURINN, SANNLEIKURINN OG LÍFIÐ sem er trúfræðslurit um kaþólska trú (1981).

(8. k.)

"……… Samtímamenn Jesú úr hópi Gyðinga voru stoltir af eingyðistrú sinni, sem greindi þá frá öllum þjóðum. Þeir byggðu á þessari grundvallarsetningu í Gamla testamentinu: "Ég er Drottinn, Guð þinn. Þú skalt ekki hafa aðra guði en mig" (2. Mós. 20, 1-3; Mark. 12, 29). Jesús leggur líka áherslu á að Guð sé einn. En hann víkkar og dýpkar þennan skilning á Guði, smám saman og af hinni ítrustu gætni, til þess að sá grunur falli ekki á hann að hann boði fleiri en einn Guð. Þannig er smám saman farið að tala um Föðurinn, Soninn og Heilagan Anda hvern við annars hlið, í sambandi við það að Jesús tók á sig mannlega mynd og síðar þar sem sagt er frá skírninni í Jórdan (Matt. 3, 13-17; Lúk. 1,32 og víðar). Þegar Jesús er risinn upp frá dauðum, tengir hann á ný saman öll þrjú heiti Guðs: "Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. Farið því og gerið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni Föðurins, Sonarins og hins Heilaga Anda" (Matt. 28, 18-19). Þannig lesum við víða í Heilagri Ritningu um hvorttveggja, aðgreiningu og einingu Föðurins, Sonarins og hins Heilaga Anda, svo að við getum með öryggi játað að Guð sé einn í þrem persónum (sjá Jóh. 16,28). ………"

  08:38:34, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 393 orð  
Flokkur: Bænalífið, Heilagur Andi

Heil. Pétur frá Damian – Um einingu kirkjunnar í Heilögum Anda

Heilög kirkja verður eitt í einingu Heilags Anda þrátt fyrir að hún taki á sig fjölþætta líkamlega mynd í ótöldum fjölda persóna. Ef hún virðist vera skipt meðal nokkurra fjölskyldna út frá náttúrlegu sjónarmiði, þá glatar hún engu af samsemd sinni í leyndardómi djúpstæðrar einingar sinnar „En vonin bregst oss ekki, því að kærleika Guðs er úthellt í hjörtum vorum fyrir Heilagan Anda, sem oss er gefinn“ (Rm 5. 5). Það leikur ekki á því nokkur vafi að þessi Andi er bæði einn og margir samtímis: Einn í kjarna hátignar sinnar; margir í náðargjöfum heilagrar kirkju sem fyllt er nærveru hans. Og það er þessi sami Andi sem gerir kirkjunni kleift að vera ein og söm í alheimslegri útbreiðslu sinni en engu að síður fyllilega nærverandi í sérhverjum meðlima sinna . . .

Read more »

07.05.08

  22:41:15, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 334 orð  
Flokkur: Lífsvernd

María mey frá Guadalupe

Sá atburður gerðist árið 1531 að 9. 10. og 12. desember það ár, birtist mær frá himni fátækum Asteka indíána, Juan Diego að nafni, á hæð nokkurri norðvestur af Mexíkó borg. Þessi kona skilgreindi sig sem móður hins sanna Guðs. Hún skildi eftir mynd af sjálfri sér, sem hafði verið, eins og stimplað á yfirhöfn Juan Diegos, eins og um kraftaverk væri að ræða. þetta er hin vel þekkta mynd af Maríu mey frá Guadalupe.

Undir venjulegum kringumstæðum hefði yfirhöfn Juan Diegos átt að rotna á 20-60 árum, þar sem hún var gerð úr óvönduðum vefnaði, sem búinn var til úr trefjum kaktusjurtarinnar. En sannleikurinn er sá að eftir 474 ár sést engin merki um rotnun, staðreynd sem vísindin ein ………

Read more »

  20:24:00, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 88 orð  
Flokkur: Ýmis skáld

Trúarleg ljóð eftir Ólöfu frá Hlöðum

Ólöf frá Hlöðum (1857-1933) var trúuð kona og leitandi í senn. Hún var meðal fyrstu kvenna á Íslandi til að gefa út ljóðabók. Ritsafn hennar (úrval þó) hef ég undir höndum og sé þar ýmsar perlurnar. Hyggst ég birta þær á Moggabloggi mínu, og er fyrst þeirra hið íhugandi, átakafulla og einlæga ljóð Leitin að guði; sjá einnig þessa vefsíðu um Ólöfu sjálfa, með einu smáljóði. Fleiri munu svo væntanlega birtast þar, í efnisflokki mínum Ljóð.

1 ... 8 9 10 ...11 ... 13 ...15 ...16 17 18 ... 46

Síðustu pistlar

Kirkju.net er óháð vefrit sem inniheldur aðallega efni tengt kaþólskri trú en einnig um trúmál almennt. Markmiðið er að miðla fróðleik og stuðla að skoðanaskiptum og umræðu innan kaþólsku kirkjunnar á Íslandi sem og að kynna kaþólsku kirkjuna fyrir þeim sem utan hennar eru. Aðalsíða vefritsins sækir pistla inn á bloggsíður og skrifa höfundar hvers bloggs pistla sem hafa kaþólskt eða annað trúarlegt efni sem meginþema. Skoðanir settar fram í pistlunum eru höfundanna sjálfra og ber ekki að túlka þær sem skoðanir trúfélaga eða annarra bloggara. Höfundar bera ábyrgð á efni sem þeir birta á sínu bloggi. Athugasemdir við pistlana eiga að vera á íslensku, málefnalegar og fullt nafn höfundar á að koma fram. Athugasemdum er ritstýrt af höfundi hvers bloggs fyrir sig. Gestapennar innan eða utan kaþólsku kirkjunnar eru einnig velkomnir að senda inn greinar sem eru birtar undir „Ýmsir höfundar.“

Leit

Flokkur

Sr. Denis O'Leary

Kirkjuvefbók Ragnars

Jón Valur Jensson

Ýmsir höfundar

Jón Rafn Jóhannsson

Kirkju.net

  XML Feeds

blog software