Blaðsíður: 1 ... 2 3 4 5 6 7 ...8 ...9 11 13

23.03.07

  20:59:23, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 106 orð  
Flokkur: Önnur trúarbrögð

Fjölhyggjan og islam - stjórnarskrárnar og sharia

23.03.2007. AsiaNews.it. Jesúítinn Samir Khalil Samir hefur ritað sinn þriðja pistil um fjölhyggjuna og islam og birtist hann á AsiaNews.it í dag. Þar fjallar hann um aðlögun ýmissa Evrópulanda að islam. Í Bretlandi hafa múslimar farið fram á breytingar á breska skólakerfinu, m.a. að stúlkur fái frí í leikfimi. Ástæðan er sú að skv. sharia lögmáli múslima má ekki sjást í bert hold stúlkna og ekki er ætlast til að drengir og stúlkur hittist á almannafæri. Í sögu og trúfræðslu fara þeir fram á endurskoðun m.t.t. islamskra gilda. Sjá tengil: [1].

  20:24:04, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 110 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Viðræður kaþólskra og gyðinga í Jerúsalem

Róm, 20. mars 2007. (Zenit.org).- Dagana 11.-13. mars sl. fóru fram í Jerúsalem viðræður milli sendinefndar Páfagarðs og sendinefndar ísraelska aðalrabbínans. Að viðræðum loknum gáfu leiðtogar þeirra út sameiginlega yfirlýsingu. Þar kom fram ósk um að viðræðurnar yrðu báðum trúarsamfélögum til blessunar. Þeir undirstrikuðu að Guð hefði skapað manninn sem félagsveru og því væri frelsi hans takmörkum sett. Frelsi viljans væri komið frá Guði og væri því ekki algert heldur ætti það að endurspegla vilja Guðs og lögmál hans. Sjá tengil: [1].

22.03.07

  21:37:27, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 339 orð  
Flokkur: Trúarpælingar, Forvarnir, Hjónabandssakramentið, Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

„Frjálslyndi í kynferðismálum hefur grafið undan frelsi kvenna“

Þetta sagði Melinda Tankard Reist, stofnandi Womens Forum Australia www.womensforumaustralia.org í viðtali við Zenit fréttaþjónustuna. American Psychological Association APA hefur nýlega gefið út skýrslu um skaðvænleg áhrif klámvæðingar. Sjá tengil: [1]

Read more »

  21:20:45, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 79 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Erkibiskup í Zimbabwe hvetur til friðsamlegrar andspyrnu

22. mars 2007, CWNnews.com. Pius Ncube erkibiskup í Zimbabwe hefur hvatt fylgjendur sína til að mótmæla mannréttindabrotum sem ríkisstjórnin þar í landi hefur staðið fyrir og að beita friðsamlegri andspyrnu til að fella stjórnina. „Við verðum að standa staðföst, jafnvel andspænis skothríð“ sagði erkibiskupinn í kjölfar nýlegrar öldu ofbeldis þar sem stuðningsmenn stjórnarinnar hafa fangelsað eða drepið pólitíska andstæðinga. Sjá tengil: [1].

21.03.07

  21:04:56, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 63 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Bandarískur biskup fordæmir klám

Zenit.org. Kaþólski biskupinn í Kansas City Robert Finn gaf í síðasta mánuði út hirðisbréf [1] þar sem hann fordæmir klám og segir það ógna mannlegri virðingu. Í viðtali við Zenit fréttaþjónustuna [2] fjallar hann um skaðvænleg áhrif kláms og hvernig hægt sé að vinna gegn áhrifum þess innan fjölskyldunnar.

19.03.07

  23:46:44, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 116 orð  
Flokkur: Trúarpælingar, Páfinn

„Friðurinn byggist á því að tillit sé tekið til réttinda annarra“

„Skyldan til að virða reisn sérhvers manns, því að í eðli hans endurspeglast mynd skaparans, felur í sér sem afleiðingu að enginn maður má ráða yfir persónu annars mann[s] að vild. Hver sem fagnar því að fara með mikið pólitískt, tæknilegt eða efnahagslegt vald, má ekki notfæra sér það til að ganga á rétt annarra sem minni árangri hafa náð í lífinu. Friðurinn byggist nefnilega á því að tillit sé tekið til réttinda annarra. Hvað þetta snertir gerir kirkjan sig að verjanda grundvallarréttinda hvers og eins manns.“

Tilvitnun úr boðskap hans heilagleika Benedikts XVI
á heimsfriðardaginn 1. janúar 2007 Sjá tengil: [1]

  23:32:22, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 78 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Rannsóknarnefnd filippseyskra biskupa staðfestir kosningasvindl 2004

AsiaNews.it. Rannsóknarnefnd filippseyskra biskupa staðfestir kosningasvindl í kosningunum 2004. Talið er líklegt að einn mótframbjóðenda Arroyo hafi orðið af 600 þús. atkvæðum. Ekki er þó talið að þetta hafi skipt sköpum í kosningunum. Rannsóknarnefndin telur ekki að Arroyo sé heilinn á bakvið svindlið heldur fólk nálægt henni. [1] Nýlegar fréttir greina frá því að biskuparnir hafi hafnað tilboði valdstjórnarinnar um að þeir styðji ákveðna frambjóðendur. [2]

  23:03:49, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 53 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Kristnir greiða verndargjald í Írak

AsiaNews.it greinir frá því að kristnir hópar í Bagdad og Mosul séu látnir greiða verndargjald til vopnaðra hópa múslima, svonefnt jizya sem tíðkaðist á tímum Ottómannaveldisins. Þeim er jafnframt sagt að þeir megi ekki láta yfirvöld vita af þessu. Sjá tengil: [1]

17.03.07

  01:01:08, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 111 orð  
Flokkur: Trúarpælingar, Páfinn

Afnám syndarinnar hefur í för með sér aukna sektarkennd

Páfagarði 16.3.2007 Zenit.org.
Í ávarpi til nývígðra presta sagði Benedikt Páfi XVI að missir syndarhugtaksins úr nútíma þjóðfélagi hafi haft í för með sér aukna sektarkennd. „Í dag blasir við mannkyn sem vill vera sjálfu sér nægt, þar sem margir trúa því að hægt sé að lifa góðu lífi án Guðs.“ „En samt sem áður“ bætti páfi við „virðast því miður margir vera dæmdir til að takast á við tilvistarlegt tómarúm, svo mikið ofbeldi og svo mikil einsemd íþyngir hinum mannlega anda á þessari samskiptaöld!“ Sjá tengil: [1]

14.03.07

  23:57:52, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 60 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Mótmælendaprestur dæmdur í fjögurra ára fangelsi

Mótmælendapresturinn Dmitry Shestakov var dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Úzbekistan. Hann var fundinn sekur um að hafa rætt við fólk og haldið ræður. Lögreglan tekur myndir af fólki sem kemur í kirkju og yfirheyrir það. Trúfrelsi er áfátt í Úzbekistan og lögregluaðgerðir tíðar gegn kristnum söfnuðum: [1]

  23:32:28, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 51 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Kaþólskir biskupar á Bretlandseyjum mótmæla kjarnorkuvopnum

Kaþólskir biskupar á Bretlandseyjum hafa beitt sér gegn endurnýjun Trident kjarnaflaugakerfisins en umræður um það eru í breska þinginu. Það viðhorf hefur komið fram að endurnýjun breska kerfisins á þessum tímapunkti sé óheppilegt og leiði til aukinnar framleiðslu þessara vopna í heiminum. Sjá eftirfarandi tengla: [1],[2] og [3].

13.03.07

  23:21:53, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 122 orð  
Flokkur: Önnur trúarbrögð, Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Tveir fréttamolar af Asianews

Pútín Rússlandsforseti hitti Benedikt páfa XVI í Páfagarði nú síðdegis. Þeir ræddust við í um 25 mínútur og skiptust á gjöfum. Sjá hér: [Tengill]

Í nafni fjölmenningarhyggju færist í vöxt að leyfa fjölkvæni meðal múslima á á Grikklandi. Sú spurning er skoðuð hvað gera eigi ef maður sem á fjórar konur flytur til Ítalíu. Hver múslimskur karl má eiga fjórar konur en kona má aðeins eiga einn mann á þeirri forsendu að annars væri ógerlegt að feðra börnin. Sjá hér: [Tengill]. Hin kristna lífssýn byggir eins og kunnugt er á því að hjónabandið sé samband eins karls og einnar konu.

06.03.07

  05:09:17, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 324 orð  
Flokkur: Þjóðfélagsrýni, Fastan

Af formælingum og dauðatáknum

Ungur vinur minn sagði við mig um daginn: „Íslensku krakkarnir í skólanum mínum blóta svo mikið. Þau nota ljót orð sem byrja á h, a og d. Af hverju hætta þau þessu ekki? Mér líður illa í skólanum þegar ég heyri þetta.“ Þessi ungi vinur minn sem hefur alið allan sinn aldur í kaþólsku kirkjunni er af erlendu bergi brotinn og honum hefur verið kennt að það sé ekki góð hegðun að blóta og formæla.

Read more »

06.02.07

  21:50:33, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 202 orð  
Flokkur: Hjálparstarf, Umhverfismál

Talsmaður hjálparsamtaka segir fátæk lönd ekki ráða við áhrif hlýnunar

ICN, London 5.2.2007. „Fátækt fólk mun ekki geta aðlagast þriggja gráða hlýnun sem spáð er að verði orðin um næstu aldamót.“ Þetta sagði Andrew Pendleton veðurfarsfræðingur hjá Christian Aid hjálparsamtökunum. „Það þýðir að milljónir manna í þróunarlöndum verða að yfirgefa ræktarlönd vegna stækkandi eyðimarka. Þessi fólksflótti ásamt því að hafnarborgir tapast vegna hækkandi sjávarborðs mun umbreyta plánetunni.“ Pendleton sagði einnig að 0,8 gráðu hækkun meðalhita sem varð á síðustu öld hafi þegar orsakað hungur og dauða hjá milljónum þeirra sem helst eiga undir högg að sækja.

Read more »

02.02.07

  20:44:01, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 48 orð  
Flokkur: Páfinn

Bænarefni páfa í febrúar 2007

Að gæði jarðar, sem Guð hefur gefið öllum mönnum, verði notuð á ábyrgðarfullan hátt öllum mönnum til hagsbóta.

Að ríkisstjórnir berjist sameiginlega gegn sjúkdómum og farsóttum í þriðja heiminum.

Heimild: Kaþólska kirkjublaðið nr. 2, 2007 bls. 9

04.01.07

  20:01:56, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 119 orð  
Flokkur: Þjóðfélagsrýni, Kaþólska kirkjan á Íslandi, Trúarpælingar

Kærleikurinn staðfestist í kærleika til óvinanna

„Kærleikurinn til náungans verður að staðfestast í kærleikanum til óvinanna og láta skuldbindast að fyrirgefa og vera ekki langrækinn og þar til kemur hetjulund þeirra sem ofsóttir eru, allt til dauða eða án blóðúthellinga, og að fyrirgefa ofsækjendum sínum. Sannur kærleikur til náungans er til fyrir atbeina heilags Anda. Maðurinn getur ekki ímyndað sér nákvæmlega hvernig heimurinn liti út ef Kristur hefði ekki komið til sögunnar. Maður getur aðeins rennt grun í það ef hann lítur þangað sem Kristur er brottrekinn. Þar hefst mannlegt víti.“

Read more »

03.01.07

  23:18:31, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 114 orð  
Flokkur: Þjóðfélagsrýni, Páfinn

Skynsemin má ekki vera blind gagnvart hinu guðdómlega

„Í hinum vestræna heimi ríkir almennt sú skoðun að einungis vísindaleg skynsemi og þær hliðar heimspeki sem henni tilheyra sé algild. En einmitt þær menningarheildir heimsins sem einkennast hvað mest af trúarbrögðum líta svo á að nákvæmlega þessi útilokun hins guðdómlega úr heimi skynseminnar brjóti gegn innstu sannfæringu þeirra. Sú skynsemi sem er blind gagnvart hinu guðdómlega og gerir trúna að eins konar menningarafkima, getur ekki staðið að samræðum milli menningarheima.“

Read more »

  11:22:41, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 1154 orð  
Flokkur: Þjóðfélagsrýni, Trúarpælingar

„Guð hefur ákveðið að hann þarfnast okkar allra“

Í bókinni Pípuhattur galdrakarlsins - ævintýri múmínálfanna eftir Tove Jansson sem út kom hjá forlaginu Erni og Örlygi árið 1968 segir frá heimspekilega þenkjandi bísamrottu. Í stóískri ró dró hún sig í hlé frá skarkala heimsins og notaði tímann til lestrar á bók sinni sem hét: „Um tilgangsleysi allra hluta.“ Bísamrottan lenti síðar í hremmingum og týndi bókinni. Undir lok sögunnar fékk hún samt tækifæri til að hitta galdrakarlinn sjálfan og hennar heitasta ósk var að fá bókina góðu galdraða til baka:

Read more »

01.01.07

  14:17:09, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 78 orð  
Flokkur: Trúarpælingar

Gleðilegt nýtt ár 2007!

Lesendum kirkju.net eru sendar bestu jóla- og nýársóskir með þakkir fyrir lesturinn og athugasemdirnar á liðnu ári. Á þeim tæplega tveim árum sem liðin eru frá því vefritið hóf göngu sína hefur lestur og innlitstölur vefritisins farið fram úr þeim væntingum sem bornar voru í upphafi. Þetta staðfestir að boðskapur hefðbundinnar kristni er síungur og nýr á alltaf brýnt erindi við samtíð sína.

25.12.06

  22:53:22, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 246 orð  
Flokkur: Fjölmiðlarýni

Kirkjutónlist í RÚV - Sjónvarpi um jólin

Á aðfangadagskvöld jóla sýndi RÚV - Sjónvarpið dagskrárliðinn
„Renée Fleming syngur helgisöngva“ kl. 19.50, rétt eftir að Helgi Skúlason las jólasálminn „Nóttin var sú ágæt ein“ að loknu hléi. Í þessum þætti var þekktum jólasálmum gerð góð skil af söngkonunni Renée Fleming ásamt drengjakór og kammerhljómsveit. Upptakan var líklega gerð í kaþólsku dómkirkjunni í Mainz. Tónleikarnir voru í heild metnaðarfullir og áheyrilegir.

Read more »

  20:23:30, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 210 orð  
Flokkur: Dulhyggja

Albert Einstein: Skynjun hins dulúðuga er rót allra vísinda

„Hin fegursta og dýpsta tilfinning sem við getum upplifað er skynjun hins dulúðuga. Hún er rót allra sannra vísinda. Sá sem er ókunnugur þessari tilfinningu, sá sem getur ekki lengur undrast og staðið frá sér numinn í óttablandinni lotningu er svo gott sem dauður. Að vita að það sem er óskiljanlegt okkur sé til og það birtist í æðsta vísdómi og hinni æðstu útgeislandi fegurð sem okkar daufu gáfur geta aðeins skilið í sinni frumstæðustu mynd - þessi þekking, þessi tilfinning er miðlæg í sannri trúrækni“ [1]

Read more »

23.12.06

  14:47:23, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 142 orð  
Flokkur: Kaþólska kirkjan á Íslandi

Merki krossins, 2. hefti 2006 er komið út

2. hefti 2006 af Merki krossins tímariti kaþólsku kirkjunnar á Íslandi er komið út. Meðal efnis er erindi Benedikts páfa XVI í Regensburg frá því í september, opið bréf til páfa frá múslímskum fræðimönnum, greinar efir Árna Þ. Árnason og Edward Booth O.P. , viðtal við Gunnar J. Friðriksson, ljóð og orðasafn.

Read more »

20.12.06

  18:59:15, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 159 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Skóli í Betlehem þarf að rífa mötuneytið vegna öryggisveggsins

Independent Catholic News greinir frá því að skóli í Betlehem sem opinn er börnum múslima, kristinna og gyðinga hafi sent út hjálparbeiðni eftir að hafa fengið fréttir af því að hluti skólabyggingarinnar verði að víkja fyrir 'öryggisveggnum' svonefnda sem verið er að byggja umhverfis þorpið.

Read more »

19.12.06

  11:47:12, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 439 orð  
Flokkur: Hjálparstarf

Hverjir þarfnast jólagjafa þessi jól?

Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar bakþanka Fréttablaðsins í dag og að venju er pistill hennar athyglisverður. Hún skrifar: „Nú í jólaösinni þegar finna skal gjafir handa þeim sem bókstaflega eiga allt, getur verið góð hugmynd að gefa viðkomandi gjöf sem nýt[i]st öðrum sem raunverulega þurfa á aðstoð að halda. Með Hjálparstofnun kirkjunnar sem millilið er hægt að gefa snauðum í Afríku innlegg í lítinn bústofn í nafni þeirra sem við viljum gleðja.

Read more »

18.12.06

  23:59:24, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 95 orð  
Flokkur: Dulhyggja, Opinberanir, Meðugorje

Stytta sem svitnar og sólarundur í Meðugorje?

Enn vekur Meðugorje í Bosníu-Herzegovinu athygli. Á vefsetrinu Youtube eru stutt myndskeið frá fólki sem þangað hefur farið. Hér má t.d. sjá myndir af styttu sem virðist gefa frá sér vökva: [Tengill]. Sama styttan kemur fyrir í lok þessa myndskeiðs þar sem sólin virðist eitthvað einkennileg:[Tengill]

Read more »

17.12.06

  11:33:55, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 861 orð  
Flokkur: Þjóðfélagsrýni

Hverjir munu komast til stjarnanna?

Í októberhefti tímaritsins Sky & Telescope er greint frá því að Andrómeda vetrarbrautin stefni í átt til vetrarbrautar okkar og árekstur sé nær óumflýjanlegur. Spurningin sé aðeins hvenær hann verði [1]. Sem stendur er Andrómeda í um 2,5 milljóna ljósára fjarlægð en hún nálgast okkur með 120 kílómetra á sekúndna hraða (432000 kílómetra á klukkustund) en það er 4800 faldur mesti leyfilegur íslenskur hámarkshraði sem er 90 km. á klukkustund. Hætt er við að í þessu tilfelli dugi ekki að hringja í sýslumanninn.

Read more »

14.12.06

  17:45:01, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 188 orð  
Flokkur: Kaþólska kirkjan á Íslandi, Þrettándinn

Blessun heimila á þrettándanum

Kaþólska kirkjublaðið greinir í síðasta tölublaði frá blessun heimila í Landakotssókn á þrettándanum: „Í mörgum löndum þar sem kaþólskir menn eru meirihluti íbúa hefur lengi tíðkast að blessa hús og híbýli á þrettándanum.

Á dyrastafinn eru þá skrifaðir með krít bókstafirnir C + M + B og ártalið. Sumir héldu að þaðan væri verið að minnast vitringanna frá Austurlöndum en svo er ekki. Bókstafirnir eru stytting á latnesku orðunum 'Christus mansionem benedicat', sem þýða, Kristur blessi húsið.

Read more »

09.12.06

  10:57:43, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 140 orð  
Flokkur: Helgir menn, Jólafasta (aðventa)

„Hin mörgu andlit Maríu“ - Sérfræðileiðsögn í Þjóðminjasafni

Greint er frá því á vef Þjóðminjasafnsins að 12. desember kl. 12.10 mun Þóra Kristjánsdóttir listfræðingur bjóða upp á fyrirlestur eða leiðsögn sem ber heitið „Hin mörgu andlit Maríu. - María guðsmóðir í Þjóðminjasafninu“. Táknmálstúlkur er með leiðsögninni. Fyrirlesturinn er hluti af röð sérfræðileiðsagna Þjóðminjasafnsins sem boðið er upp á í hádegi annan hvern þriðjudag í vetur.

Read more »

07.12.06

  18:24:49, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 116 orð  
Flokkur: Vitranir, Kaþólska kirkjan á Íslandi

Hátíðarmessa til heiðurs Maríu meyjar frá Guadalupe

Kaþólska kirkjublaðið greinir frá því að þriðjudaginn 12. desember munu Margrétarsystur halda upp á hátíð Maríu meyjar frá Guadalupe, verndardýrlings allrar Ameríku, en einkum þó Mexíkó, þar sem María mey birtist alþýðumanninum Juan Diego árið 1531 og skildi eftir mynd sína á kápu hans. Hátíðarmessa verður haldin kl. 18 þennan dag í Basilíku Krists konungs, Landakoti. Að messunni lokinni munu systurnar bjóða öllum kirkjugestum í kaffi í safnaðarheimilinu.

Read more »

02.12.06

  17:59:13, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 669 orð  
Flokkur: Kaþólska kirkjan á Íslandi, Hjálparstarf, Jólafasta (aðventa)

Aðventusöfnun Caritas Ísland - reikningsnúmer

Caritas Ísland sem er hjálparstofnun kaþólsku kirkjunnar efndi nýverið til tónleika í Kristskirkju þar sem landskunnir listamenn komu fram og gáfu vinnu sína. Allur ágóði af tónleikunum mun renna til Greiningar- og ráðgjafastöðvar ríkisins. Sigríður Ingvarsdóttir formaður Caritas skrifaði grein í Morgunblaðið föstudaginn 17. nóvember sl. þar sem hún sagði m.a.:

Read more »

01.12.06

  19:59:44, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 57 orð  
Flokkur: Tilbeiðsla, Páfinn

Bænarefni páfa í desember 2006

„Að Kristur, af hjarta lítillátur, megi vera forráðamönnum þjóða fyrirmynd um að nota vald sitt skynsamlega og af ábyrgð.“

„Að trúboðar um allan heim megi sinna köllun sinni með gleði og brennandi áhuga og feta af trúfesti í fótspor Krists.“

--
Heimild: Kaþólska kirkjublaðið bls. 6 nr. 12, 2006

30.11.06

  18:32:08, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 100 orð  
Flokkur: Kaþólska kirkjan á Íslandi

Kaþólskt bókmenntakvöld í Landakoti

Kaþólska kirkjublaðið greinir frá því að mánudagskvöldið 4. desember n.k. verður bókmenntakvöld á vegum Félags kaþólskra leikmanna þar sem lesið verður upp úr nýjum og væntanlegum bókum. Eftirtaldir höfundar lesa úr verkum sínum: Auður Ólafsdóttir, Jón Gnarr og Ólafur Gunnarsson. Þá les Gunnar Eyjólfsson leikari úr nýútkomnum ljóðmælum Jóns Arasonar biskups.

Upplesturinn hefst kl. 20 og fer fram í safnaðarheimili Kristskirkju í Landakoti, Hávallagötu 16. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.

--
Kaþólska kirkjublaðið nr. 12, 2006 bls. 14.

19.11.06

  13:38:57, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 50 orð  
Flokkur: Kaþólska kirkjan á Íslandi

Tónleikar í Kristskirkju

Caritas Ísland hjálparstofnun kaþólsku kirkjunnar efnir til tónleika til styrktar fötluðum börnum í Kristskirkju í dag, sunnudaginn 19. nóv. kl. 16. Landskunnir listamenn koma þar fram og gefa vinnu sína. Allur ágóði mun renna til Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins.

RGB/Mbl 17.11. bls. 36

18.11.06

  17:03:50, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 55 orð  
Flokkur: Kaþólska kirkjan á Íslandi

Fyrirlestur í Landakoti: „Mitt á milli Maríu og Evu“

Næstkomandi mánudagskvöld 20. nóvember kl. 20.00 mun Auður Ólafsdóttir listfræðingur og dósent við Háskóla Íslands flytja fyrirlestur í Landakoti: „Mitt á milli Maríu og Evu“ um Maríu Magdalenu einn vinsælasta dýrling miðalda og ímyndir hennar í myndlistarsögunni.

Kaþólska kirkjublaðið greinir frá þessu.

17.11.06

  22:18:45, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 619 orð  
Flokkur: Þjóðfélagsrýni

Örfá orð um „Vinaleið“

Mikið hefur verið rætt um svokallaða „Vinaleið“ að undanförnu. GÞB skrifar á bloggsíðu sína http://mitt.eigid.net/ [1] grein sem ber heitið „Vinaleiðin“. Þar segir greinarhöfundur m.a. að kristilegt siðgæði sé summað upp í gullnu reglunni og að:

„Hugmyndin um kristilegt siðgæði sem eitthvað annað og meira en almennt siðgæði er ósköp falleg sé hugsað eingöngu til kristinna, en hún felur óhjákvæmilega í sér ómaklegan dóm yfir siðferði þess þorra mannkyns sem á sér aðra guði, fleiri eða færri.“

Read more »

1 ... 2 3 4 5 6 7 ...8 ...9 11 13