Blaðsíður: 1 ... 2 3 4 5 6 7 ...8 ... 10 ...12 13

17.06.07

  11:24:03, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 289 orð  
Flokkur: Pílagrimsferðir, Meðugorje

Pílagrímsferðin til Meðugorje 1989 - 4. kafli

17. júní. Laugardagur.

Í Svartaskógi.

Við ferðalangarnir vöknuðum rétt fyrir klukkan 8. Tókum upp tjöldin og ókum til Fellenring og kvöddum fjölskyldu sr. Jakobs. Á eftir fóru allir í sund nema við Gunnar sem skrifuðum á póstkort. Þessu næst keyrðum við til Mülhouse þar sem við borðuðum miðdegisverð hjá Jósef, bróður séra Jakobs. Hann hafði varið morgninum til að elda fyrir okkur. Við borðuðum pizzur og ís á eftir með rommrúsínum. Eftir matinn fögnuðum við 17. júní og veifuðum íslenska fánanum.

Read more »

  11:18:36, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 2977 orð  
Flokkur: Pílagrimsferðir, Meðugorje

Pílagrímsferðin til Meðugorje 1989 - 3. kafli

16. júní. Föstudagur.

Hjá jarli Guðs í húsi Remys

Við fórum á fætur kl. 6 um morguninn. Yngri ferðafélagarnir vildu ólm leggja af stað sem fyrst. Við tókum tjöldin saman, borðuðum morgunverð og lögðum af stað til borgarinnar. (Luxemborgar) Þaðan tókum við þjóðleiðina suður á bóginn, og eftir um það bil klukkutíma akstur var komið til Frakklands. Ferðinni var heitið til Domremi, fæðingarstaðar hl. Jóhönnu af Örk.

Read more »

15.06.07

  21:01:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 660 orð  
Flokkur: Pílagrimsferðir, Meðugorje

Pílagrímsferðin til Meðugorje 1989 - 2. kafli

15. júní. Fimmtudagur.

Um morguninn var sólskin, hlýtt og gott veður. Fuglakórinn í trjánum söng þýsk úrvalslög af miklu fjöri. Heldur voru þetta kraftmeiri fuglar en þrestirnir heima. Söngur þeirra var ein samfelld hljómkviða kveðin af ótrúlegum þrótti og mikilli sönggleði. Ég hafði á tilfinningunni að þeir þendu sig af ofurkappi og voru því ekki eins lýrískir og íslensku fuglarnir, meira lagt upp úr kraftinum. Ég þóttist sjá að þaðan hefðu þrautþjálfaðir stórsöngvarar í óperum fyrirmyndir sínar að sprengiaríunum.

Read more »

14.06.07

  19:12:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 781 orð  
Flokkur: Pílagrimsferðir, Meðugorje

Pílagrímsferðin til Meðugorje 1989 - 1. kafli

Ferðasaga þessi í dagbókarformi greinir frá pílagrímsferð hóps Íslendinga sem farin var árið 1989 til Meðugorje í Bosníu Herzegovinu. Söguna samdi ég að mestu sumarið 1992. Ég studdist við handskrifaða punkta auk minnis. Drög að þessari ferðasögu hafa verið á netinu síðan frá því fyrir aldamót og hér kemur hún í lítillega breyttri mynd

Read more »

17.05.07

  10:12:50, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 59 orð  
Flokkur: Trúin og menningin

Himnaför heilagra mæðgina

Vakin er athygli á útvarpsþætti sem verður á Rás 1 í dag - uppstigningardag kl. 15. Í dagskrárkynningu á vef Rúv segir: „Í þættinum Himnaför heilagra mæðgina er skoðað með hvaða hætti myndlistarmenn hafa í gegnum aldirnar freistað þess að túlka þennan óvenulega og stórfenglega viðburð í verkum sínum, Uppstigningu Jesú Krists.“ Sjá kynningu hér [1].

15.05.07

  17:51:39, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 467 orð  
Flokkur: Lífsvernd

Frjálst val - val um hvað?

Því hefur verið haldið fram að fósturdeyðingar séu nauðsynlegar til að tryggja réttindi kvenna, en allt eins má halda því fram að þær, eða hlutfallslega mikill fjöldi þeirra séu einmitt staðfesting hins gagnstæða, þ.e. að pottur sé brotinn hvað varðar kvenréttindi. Þegar talað er um frjálst val þá hlýtur að mega spyrja; val um hvað?

Read more »

14.05.07

  22:58:28, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 103 orð  
Flokkur: Önnur trúarbrögð

Frumvarp um meðhöndlun trúvillinga fyrir nefnd í Pakistan

9.5.2007. Asianews.it - Frumvarp um meðhöndlun trúvillinga sem sex flokka bandalag islamskra flokka hefur lagt fram á pakistanska þinginu er nú til umfjöllunar í nefnd. Múslimskir karlar sem falla frá trúnni eiga dauðarefsingu yfir höfði sér en múslimskar konur ævilanga fangelsisvist. Eignaupptaka fylgir í kjölfarið og sömuleiðis forræðismissir yfir börnum. Vitnisburður tveggja einstaklinga er nægur til sönnunar á trúvillu. Á sama þingfundi hafnaði þingið frumvarpi minnihlutaflokks um leiðréttingu á guðlastslögunum, en dauðadómur liggur við guðlasti í Pakistan. Sjá hér: [1] og hér [2].

  22:47:22, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 67 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

„Ef þjóðfélagið fylgir ekki Guði þá getur það ekki unnið mannkyni til góðs“

13.5.2007 Asianews.it - „Ef þjóðfélagið fylgir ekki Guði þá getur það ekki unnið mannkyni til góðs“. Þetta sagði Benedikt páfi XVI í ávarpi sínu til biskupa Rómönsku Ameríku sem hann flutti í Aparecida í Brasilíu. Í ávarpinu kom einnig fram að boðun trúarinnar og vitnisburður um Jesú Krist verði að vera takmark alla kristinna manna. Sjá hér: [1]

11.05.07

  19:58:21, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 109 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

„Sönn bylting kemur aðeins frá Guði“

11.5.2007. Asianews.it og Catholicnews.com „Sönn bylting kemur aðeins frá Guði, hin eina leið til að breyta heiminum.“ Svo mælti Benedikt XVI páfi í messu í São Paulo í Brasilíu þar sem yfir milljón manns voru saman komin. Í messunni tók páfi fyrsta Brasilíumanninn í tölu heilagra. „Altarissakramentið sem sameinar manninn Guði gerir kaþólikka að „flytjendum þess friðar sem heimurinn getur ekki gefið“ sagði hann. Það hjálpar fólki að ná áttum og býður heiminum „gegnsæja tilveru, tærar sálir, hreina huga sem hafna því að láta líta á sig sem hlutgervingu nautnar. [1][2]

05.05.07

  23:52:33, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 99 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

„Prestvígsla kvenna felur í sér vanvirðingu gagnvart konum“

Þetta sagði dr. Pia de Solenni á ráðstefnu í háskóla í Róm. „Kona verður aldrei brúðgumi á neinn hátt“ sagði hún. Það að vígja konu væri því fullkomin vanvirðing gagnvart því að hún er kona - brúður.“ Hún sagði að umræðan um vígslu kvenna í kirkjunni leggi ofuráherslu á hið karlmannlega. Konur þurfi að eiga sína rödd í kirkjunni en það verði að vera raunveruleg rödd en ekki rödd sem þurfi að hljóma eins og rödd karlmanns. Sjá hér: [1]

03.05.07

  22:06:51, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 134 orð  
Flokkur: Fjölmiðlarýni, Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

BBC vinnur verðlaun fyrir bestu trúarlegu sjónvarpsþættina

ICN London. Breska ríkisútvarpið BBC vann nýverið til verðlauna fyrir bestu trúarlegu sjónvarpsþættina í bresku sjónvarpi. Það voru þættirnir The Convent, Greater Love Hath No Man og Art & Soul sem unnu til verðlaunanna. Sjá nánar hér: [1]. The Convent greinir frá lífi fjögurra kvenna sem dveljast sex vikur í klaustri Klörusystra í Arundel. Verðlaunaveitingin kemur sér vel fyrir BBC því í lok síðasta mánaðar gagnrýndu tveir biskupar, einn kaþólskur og einn anglíkanskur útvarpsrás 1 hjá BBC fyrir skort á trúarlegri umfjöllun. Biskuparnir sögðu að rásir 2, 3 og 4 uppfylltu þær skyldur sem eru lagðar á útvarpið þar í landi að endurspegla samfélagið en rás 1 gerði það ekki. Sjá nánar hér: [2]

02.05.07

  22:30:25, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 128 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Filippseyskir biskupar biðja fyrir kosningum

Vefsetrið Asianews.it greindi frá því í fyrradag að biskuparáð kaþólskra biskupa Filippseyja hefði hvatt fólk til tíu daga bæna fyrir kosningum sem fram fara í landinu 14. þ.m. Mikið hefur verið um árásir á frambjóðendur í aðdraganda kosninganna og í síðustu viku lést borgarstjóri San Carlos í kjölfar árásar. Sjá nánar um málið hér: [1]. Í marsmánuði ásakaði Rosales erkibiskup í Manila bæði uppreisnarmenn kommúnista sem og stjórnarherinn um að bera ábyrgð á ofbeldinu. Sjá hér: [2]. Síðasta morðið var framið í dag þegar frambjóðandi í Santa Fè var skotinn til bana af tveim byssumönnum. Tala látinna frambjóðenda er því komin í 26 [3]. Þetta er þó heldur minna en tala fallinna í forsetakosningunum 2004 en þá féllu 148.

  22:11:42, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 69 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Kaþólskur pakistani sætir pyntingum vegna meints guðlasts

Vefsetrið Asianews.it greindi frá því í síðustu viku að kaþólskur Pakistani hefði verið pyntaður af æstum múg vegna meintra móðgandi orða um spámanninn Múhameð. Lögreglan skarst í leikinn, færði manninn í fangelsi en reyndi þá að þvinga fram játningu. Í Pakistan eru þyngstu viðurlög við guðlasti dauðadómur. Sjá nánar um málið hér: [1]

13.04.07

  22:18:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 57 orð  
Flokkur: Önnur trúarbrögð

„Islamismi er veikleiki hins islamska heims“

Jesúítinn Samir Khalil Samir hefur birt nýjan pistil um islam á AsiaNews.it. Hann segir að bókstafleg útlegging á Kóraninum komi fram þegar islam sé í vanda og að þessar útleggingar séu rætur hins öfgafulla ofbeldis. Sumir Imamanna ýti undir þessa túlkun. Hvetja verði múslima til að hafna þessari afstöðu. [1]

  21:55:54, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 84 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Ný bók eftir páfa kemur út 16. apríl

13.04. 2007 (CWNews.com) - Ný bók eftir Benedikt XVI páfa, Jesús frá Nasaret mun koma í sölu í Evrópulöndum 16. apríl á 80 ára afmæli hans. Ensk þýðing bókarinnar mun verða fáanleg í næsta mánuði. Ítalski útgefandinn sagði í fréttatilkynningu í dag að „páfi væri ekki hræddur að segja heiminum að með því að útiloka Guð og ríghalda í efnislegan raunveruleika þá hættum við á sjálfseyðingu í sálfselskri eftirsókn eftir al- efnislegri velferð.“ [1]

  21:50:16, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 46 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

„Skortur á meinlætaaga orsakaði trúarlega hnignun“

13.4.2007 (CWNews.com) - Misnotkunarmálin innan kaþólsku kirkjunnar orsökuðust aðallega af skorti á meinlætaaga, sérstaklega innan klerkastéttarinnar. Þetta er niðurstaða höfunda nýrrar bókar um málin þar sem niðurstöður rannsókna eru dregnar saman: [1]

  21:40:09, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 95 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Móðgandi myndatexti um Píus páfa XII á ísraelsku safni

12.04.2007 (CWNews.com og AsiaNews.it) - Mynd af Píusi XII páfa í safni í Ísrael hefur valdið spennu í samskiptum Páfagarðs og Ísraels því búið er að koma texta fyrir undir myndinni sem gefur til kynna að páfinn hafi látið sig þjáningar gyðinga í helförinni litlu varða. Sendifulltrúi Páfagarðs hefur ritað forstöðumanni safnsins bréf og mótmælt þessu. Hann segir að sögulegar rannsóknir hafi sýnt að páfinn hafi unnið ötullega að því að vernda gyðinga fyrir nazistum. [1] og [2]

08.04.07

  20:45:17, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 93 orð  
Flokkur: Dymbilvika og páskar, Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Til borgarinnar og heimsins - Urbi et orbi

8.04.2007. (AsiaNews.it) - Benedikt páfi XVI flutti boðskap sinn 'Urbi et orbi' eða 'til borgarinnar og heimsins' í dag á Péturstorginu í viðurvist meira en 100 þúsunda. 'Til borgarinnar' vísar til þess að hann er biskup Rómaborgar og því andlegur leiðtogi hennar og 'til heimsins' vísar til hirðisstarfs hans sem páfa og leiðtoga kaþólsku kirkjunnar. „Mannkynið verður að finna á nýjan leik hið sanna andlit Guðs“ sagði páfi m.a. í ávarpi sínu. Að lokum flutti hann kveðju á 62 tungumálum. [1]

  10:53:38, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 120 orð  
Flokkur: Dymbilvika og páskar, Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

„Þessi kærleikur er sterkari en dauði“

8.4.2007. (AsiaNews.it) - Páfi leiddi páskavökuna, hátíðlegustu athöfn kaþólsku kirkjunnar innan kirkjuársins í Péturskirkjunni í gærkvöldi. Við þetta tækifæri minntist hann skírnarinnar sem hann sagði að sameinaði manninn Kristi og líkti henni við nýja fæðingu. „Hlið dauðans eru lokuð og enginn kemur þaðan ... En Kristur hefur lykilinn. Kross hans opnar upp á gátt hlið dauðans ... Kross hans, hans róttæki kærleikur er lykillinn sem opnar dyrnar. Kærleikur þess sem þó hann væri Guð gerðist maður til þess að deyja. Þessi kærleikur hefur kraft til að opna dyrnar. Þessi kærleikur er sterkari en dauði.“ [1]

  10:37:31, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 78 orð  
Flokkur: Fastan, Dymbilvika og páskar, Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Páfi biður krossferilinn í Kólosseum

4.7.2007. (AsiaNews.it) - Að venju bað páfi krossferilsbænir í Kólosseum á föstudaginn langa. Krossferilsbæn felst í því að gengið er milli 14 staða og við hvern stað er ákveðinna atriða píslarsögunnar minnst. Páfi sagði við þetta tækifæri að íhugun píslarsögunnar minnti á þá sem þjást í heiminum því að vera kristinn þýddi það að hafa hjarta sem væri móttækilegt fyrir kvöl og þjáningum annarra. [1]

07.04.07

  14:10:44, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 92 orð  
Flokkur: Kaþólska kirkjan á Íslandi, Dymbilvika og páskar

Páskavökur í kaþólskum kirkjum landsins

Aðfaranótt páska er helgasta nóttin í kirkjuárinu. Fyrst um sinn er dimmt í kirkjunni. Þá verður kveiktur páskaeldur og af honum er kveikt á páskakerti til tákns um upprisu Jesú Krists.

Páskavaka hefst kl. 22 í Kristskirkju Landakoti. Í Maríukirkju Breiðholti hefst vakan kl. 22.30, Í Jósefskirkju Hafnarfirði kl. 21. Í kapellu St. Fransiskussystra Stykkishólmi hefst páskavakan kl. 22. Á Ísafirði hefst páskavakan kl. 19. Í Péturskirkju við Eyrarlandsveg á Akureyri hefst páskavakan kl. 22. Í Barbörukapellu Keflavík hefst páskavakan kl. 19.

Kaþólska kirkjublaðið nr. 4, 2007 bls. 18-19.

06.04.07

  10:48:03, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 94 orð  
Flokkur: Kaþólska kirkjan á Íslandi, Fasta og yfirbót, Fastan

Föstudagurinn langi - dagur föstu og yfirbótar

Föstudagurinn langi er lögboðinn föstu- og yfirbótadagur. Í Kristskirkju Landakoti hefst krossferilsbæn kl. 11 og guðsþjónusta er kl. 15. Krossferilsbæn á ensku hefst svo kl. 17. Skriftir eru kl. 10-11 og að guðsþjónustu lokinni til kl. 17.

Í Jósefskirkju Hafnarfirði verða beðnar krossferilsbænir kl. 11, skriftir eru kl. 12-14.30. Guðsþjónusta til minningar um þjáningar og dauða Drottins er kl. 15.

Í Maríukirkju við Raufarsel hefst krossferilsbæn og guðsþjónusta kl. 15. Skriftir eru kl. 14-14.30.

Kaþólska kirkjublaðið nr. 4, 2007 bls. 16-17.

04.04.07

  21:15:32, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 147 orð  
Flokkur: Kaþólska kirkjan á Íslandi, Tilbeiðsla, Trúarpælingar

„Getið þér ekki beðið með mér eina stund?“

„Getið þér ekki beðið með mér eina stund?“ Þess spurði Jesús lærisveina sína í grasgarðinum. Þessum orðum Jesú er beint enn í dag til fylgjenda hans til hvatningar til að dvelja með honum á bæn. Því er hefð að biðjast fyrir í kaþólskum kirkjum að lokinni kvöldmessu á skírdag. Í Kristskirkju í Landakoti er kvöldmáltíðarmessa kl. 18 og tilbeiðsla altarissakramentisins við Jósefsaltarið til miðnættis. Í Maríukirkju við Raufarsel Breiðholti er tilbeiðslustund að lokinni kvöldmessunni sem hefst kl. 18.30. Í Jósefskirkju Hafnarfirði er messa kl. 18.30 og tilbeiðsla altarissakramentisins til kl. 21. Í Barbörukapellu í Reykjanesbæ er messa kl. 19 og tilbeiðsla til kl. 21. Í Stykkishólmi er messa kl. 18 og tilbeiðsla til kl. 22. Á Ísafirði er messa kl. 19 og tilbeiðsla til kl. 21. Á Akureyri er messa kl. 18 og tilbeiðsla til miðnættis.

30.03.07

  23:00:54, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 67 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Breska lávarðadeildin stöðvar fyrirætlanir um spilavíti

Manchester, 29.03.2007. (indcatholicnews.com). Breska lávarðadeildin felldi í atkvæðagreiðslu áform um að stofna fyrsta risaspilavíti Bretlandseyja í Manchester. Neðri deild þingsins hafði áður samþykkt þessa heimild. Samtök trúarhópa í Manchester FN4M höfðu unnið ötullega gegn þessum áformum. Einnig var fyrirhugað að reisa 16 minni spilavíti víðar á Bretlandi en þau áform verða nú lögð á hilluna. [1]

  22:49:10, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 75 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

„Trúfrelsi er ekki bara rétturinn til að tilbiðja“

London 29.03.2007. (Zenit.org og indcatholicnews.com).- Murphy O'Connor kardínáli sagði nýlega að trúfrelsi væri ekki bara rétturinn að tilbiðja. Kardínálinn lét jafnframt í ljósi áhyggjur sínar yfir því að breskt þjóðfélag væri að ýta trúnni út á jaðarinn. „[Trúfrelsi] er frelsið að mega þjóna samfélaginu í ljósi sannfæringar okkar“ sagði kardínálinn. [1] og [2]

  22:38:10, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 34 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

„Fyrstu réttindi barna eru að fá að fæðast“

Genf, 29.03.2007. (Zenit.org). „Fyrstu réttindi barna eru að fá að fæðast.“ Þetta sagði fastafulltrúi Páfagarðs hjá Sameinuðu þjóðunum Tomasi erkibiskup í nýlegu ávarpi sem hann flutti. [1]

  22:26:30, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 53 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Verður gamla messuformið leyft aftur?

30.03.2007. (catholicnews.com) Heimildir eru fyrir því að bráðlega muni Benedikt XVI páfi heimila notkun gamla messuformsins (Trident) sem notað var fyrir 2. Vatíkanþingið. Áður en hann varð páfi hafði hann gagnrýnt hinar róttæku breytingar sem Páll VI heimilaði á hinu á hinu 400 ára gamla messuformi. [1]

29.03.07

  20:52:35, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 71 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Kaþólskum presti stefnt fyrir andkommúnískan áróður í Hanoi

Hanoi, 29.3.2007. (Asianews.it). Nguyen Van Tranh hefur skrifað frétt á Asianews.it þar sem hann greinir frá því að kaþólskum presti séra Ly hafi verið stefnt fyrir dómara og hann ákærður fyrir áróður gegn kommúnistaflokknum. Samkvæmt víetnömskum lögum er trúfélögum ekki heimilt að starfa í skólum, heilsustofnunum, við félagsþjónustu eða að útgáfu. [1]

  20:43:13, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 51 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Ítalska biskuparáðið mælir gegn borgaralegum giftingum

Róm, 29.3.2007. (AsiaNews.it). Ítölsku biskuparnir segja að kristnir stjórnmálamenn eigi að greiða atkvæði gegn frumvörpum sem heimili borgaralegar giftingar, þar með talin samkynja sambönd. Yfirlýsingu biskupanna ber ekki að túlka sem afskiptasemi heldur sem ábendingu til góðs fyrir samfélagið. [1]

  20:35:46, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 73 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Breskur kardínáli gagnrýnir lagasetningu um ættleiðingar

London 29. mars 2007. (catholicnews.com). Breski kardínálinn Murphy O'Connor hefur gagnrýnt nýlega lagasetningu sem fór í gegnum breska þingið án mikillar umræðu en samkvæmt þessum lögum mun 13 kaþólskum ættleiðingarstofnunum m.a. verða gert að miðla börnum til fólks í samkynja samböndum. O'Connor og aðrir breskir biskupar hafa sagt að hugsanlega muni lagabreytingin neyða kirkjuna til að loka þessum stofnunum. [1]

  20:25:55, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 48 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Frönsk nunna læknast af parkinsonsveiki

París, 29. mars 2007 (CWNews.com). Frönsk nunna langt leidd af parkinsonsveiki er sögð hafa læknast eftir að heitið var á milligöngu hins þá nýlátna páfa Jóhannesar Páls II. Regla nunnunnar hefur heitið því að greina frekar frá málinu á næstunni. [1]

24.03.07

  23:26:33, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 76 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Evrópskir biskupar þinga í Róm

24.03.2007. AsiaNews.it. Evrópskir biskupar héldu fund í Róm til að minnast 50 ára afmælis Rómarsáttmálans. Vörn lífsins, réttindi foreldra til að mennta börn sín og trúfrelsi sem annað og meira en persónuleg réttindi eru áhersluatriði kaþólsku kirkjunnar. „Evrópa verður að viðurkenna hinar trúarlegu rætur sínar“ sagði Mgr. Angelo Bagnasco forseti fundarins í ávarpi sínu. [1]

  23:16:53, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 99 orð  
Flokkur: Lífsvernd, Þjóðfélagsrýni

Suður-Kórea: Leyft að gera tilraunir á fósturvísum

24.03.2007. AsiaNews.it. Leyft verður að gera tilraunir á klónuðum fósturvísum í Suður-Kóreu. Leyfið mun taka gildi á næsta ári. Tilraunir á nýjum eggjum kvenna verða þó ekki leyfðar heldur á eggjum sem afgangs verða við tæknifrjóvganir. Eggjagjafir til tilrauna og kaup á eggjum verða einnig bannaðar. Kaþólska kirkjan er í hópi þeirra sem álíta að fósturvísir sé mannvera og eigi því að njóta mannhelgi og mannréttinda. Varnarleysi mannverunnar eigi ekki að réttlæta það að gerðar séu tilraunir á henni. Sjá tengil: [1]

  23:02:26, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 72 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

24 kaþólskir trúboðar féllu fyrir árásarmönnum árið 2006

24.03.2007. AsiaNews.it. Dagurinn í dag, 24. mars er helgaður trúboðsfélögum kaþólsku kirkjunnar og fórna trúboðanna minnst með bænum og föstu. Þessi dagsetning var valin til að minnast árásarinnar á Romero erkibiskup í El Salvador en hann var skotinn til bana við altarið á þessum degi árið 1980. 24 kaþólskir trúboðar féllu fyrir hendi árásarmanna við skyldustörf sín árið 2006. Sjá tengil: [1]

23.03.07

  23:05:01, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 471 orð  
Flokkur: Trúin og menningin

Af bergnumdu fólki - mennska, ómennska og tröllskapur

Af íslenskum þjóðsögum eru tröllasögurnar líklega litnar mestu hornauga af þeim sem lesa þær sér til gagns og gamans í dag og helgast það líklega af áhrifum frá skynsemishyggju. Þó verið geti að enn örli á huldufólks og draugatrú hjá landanum þá má líklega gefa sér að þeir séu fáir meðal núlifandi íslendinga sem leggja nokkurn trúnað á tröllasögurnar eða líta svo á að þær hafi neitt annað að bjóða en í mesta lagi góða kvöldsögu fyrir börnin.

Read more »

1 ... 2 3 4 5 6 7 ...8 ... 10 ...12 13