Blaðsíður: 1 ... 2 3 4 5 6 ...7 ... 9 ...11 ...12 13

16.09.07

  10:36:54, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 1221 orð  
Flokkur: Lífsvernd

Lífið er ekki mannsins að gefa né taka

Á bloggsíðu Höllu Rutar hafa spunnist athyglisverðar umræður í kjölfar færslu sem hún ritaði 1.9. sl. um fósturdeyðingu. Það sem er þó einna athyglisverðast er að í dag 16. september þegar þetta er skrifað eru athugasemdirnar við færsluna orðnar 813. Slóðin á færsluna ásamt athugasemdum er hér: [Tengill]. Í athugasemdunum kennir margra grasa og þar hafa komið fram ýmis athyglisverð sjónarhorn sem vert er að skoða betur ef tími vinnst til. Þar heldur Jón Valur Jensson uppi málstað lífsvernarinnar og á hann hrós og heiður skilinn fyrir dugnað sinn og elju. Jón er rökfastur og tekur vanstillingu sumra málefnaandstæðinga sinna ávallt af ljúfmennsku og skilningi.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

09.09.07

  13:01:41, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 1069 orð  
Flokkur: Trúin og menningin

Er eitthvað athugavert við símauglýsinguna?

Nýleg auglýsing Símans þar sem síðasta kvöldmáltíð Jesú Krists er notuð til að auglýsa farsíma hefur skiljanlega vakið umtal og athygli. Haft var eftir biskupi Þjóðkirkjunnar að hann teldi auglýsinguna 'smekklausa'. Gunnar í Krossinum í spjalli sínu á Útvarpi Sögu tók undir með Jóni Gnarr höfundi auglýsingarinnar þar sem hann sagði í Kastljósviðtali að í rauninni sé hún nútímalegt trúboð. Í stuttri athugasemd í einu blaðanna var haft eftir sr. Jakobi Rolland kanslara kaþólsku kirkjunnar að hann teldi ekki viðeigandi að nota þennan heilaga atburð til að selja síma. Í bloggheimum hafa komið upp margskonar skoðanir og sumir kristnir bloggarar eru ánægðir með auglýsinguna.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

31.08.07

  19:58:09, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 266 orð  
Flokkur: Kaþólska kirkjan á Íslandi

Fjórði Íslendingurinn gengur í reglu Mölturiddara

Kaþólska kirkjublaðið greinir frá því að formaður Félags kaþólskra leikmanna Gunnar Örn Ólafsson hafi verið tekinn upp í reglu Mölturiddara við messu í Kristskirkju hinn 11. ágúst síðastliðinn en dagana 10.-12. ágúst funduðu Mölturiddarar Norðurlanda á Íslandi. Gunnar er fjórði Íslendingurinn sem gengur í reglu Mölturiddara. Samkvæmt fornri hefð var Gunnar sleginn til riddara en áður vann hann heit um að standa vörð um trú og kirkju og láta sér umhugað um bágstadda skv. kjörorði reglunnar: "tuitio fidei et obsequium pauperum".

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

30.08.07

  19:08:25, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 202 orð  
Flokkur: Kaþólska kirkjan á Íslandi, Trúin og menningin

Merki krossins 1. hefti 2007 er komið út

1. hefti þessa árs af Merki krossins er komið út. Meðal efnis er ávarp Chrisophs Schönborn kardínála og erkibiskups í Vínarborg þann 13. apríl 2007 í Vatíkaninu, í tilefni af nýrri bók páfa um Jesú frá Nasaret, tvær greinar eftir Örn Bjarnason, Róm og Rómarvegir og Áfangastaðir Nikulásar ábóta í Róm. Síðari greinin er framhald af grein Arnar sem birtist í 1. h. Merkis krossins 2004, þar sem sagði frá viðkomustöðum ábóta á leið hans suður Evrópu. Einnig er og grein eftir Gunnar F. Guðmundsson Nonni og Manni - Helgisaga um bræður tvo.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

24.07.07

  20:39:44, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 95 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Írland: Umræða um hjónabandið nauðsynleg

Í kaþólska mánaðarritinu Alive sem er stærsta fríblað Írlands er forsíðufrétt júlí-ágúst tölublaðsins tilvitnun í David Quinn hjá Iona Institute þar sem hann segir að umræða um hjónabandið sé nauðsynleg. Hann segir að fjölskyldulíf á Írlandi sé í hættu. Á síðastliðnum 20 árum hafi orðið 530% aukning í hjónaskilnuðum og að tíðni óvígðrar sambúðar sé hærri en í Bandaríkjunum. Fréttin er í heild sinni á forsíðu blaðsins á pdf formi sem finna má hér: [1]

15.07.07

  11:45:25, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 176 orð  
Flokkur: Kaþólska kirkjan á Íslandi

Tveir nýir prestar til starfa í Reykjavíkurbiskupsdæmi

Kaþólska kirkjublaðið greinir frá því að tveir nýir prestar muni bætast við hið kaþólska Reykjavíkurbiskupsdæmi á þessu ári. Það eru þeir Jakub Budkiewics og kapúsíninn Krispin Vladimir Nociar. Jakub Budkiewics var vígður 7. júlí í kaþólsku dómkirkjunni í Reykjavík. Hann syngur fyrstu messur sínar 29. júlí í Maríukirkju Breiðholti og í kaþólsku dómkirkjunni. Að því loknu tekur hann við starfi sem aðstoðarprestur í Maríukirkjusókn.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

14.07.07

  21:44:20, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 322 orð  
Flokkur: Dulhyggja, Vitranir, Bænir

Miskunnarrósakransinn - 2. hluti

Miskunnarrósakransinn má biðja í kirkjum fyrsta sunnudag eftir páska og bænunum á að fylgja sérstök náð. Utan þess tíma er einnig hvatt til þessara bæna. Í bæklingi Maríukirkju stendur: „Drottinn Jesús sjálfur las fyrir systur Faustínu bæn sem á íslensku mætti kalla: „Miskunnar rósakransinn“ (The Chaplet of Divine Mercy). Þetta skyldi vera bæn um friðþægingu. Þeir sem biðja þessa bæn fórna Guði, Föðurnum, „líkama og blóði, sálu og guðdómi“ Jesú Krists til fyrirgefningar synda sinna, synda ættingja sinna og alls heimsins.“ [1]

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

11.07.07

  19:31:24, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 336 orð  
Flokkur: Dulhyggja, Vitranir, Bænir

Miskunnarrósakransinn - 1. hluti

Þó það að biðja Trúarjátningu, Faðir vor og Maríubænir sé algengusta og hefðbundin notkun talnabandsins er alveg ný notkun þess sprottin upp frá vitrunum pólskrar nunnu sem Jóhannes Páll II páfi tók í tölu heilagra 30. apríl árið 2000. Þetta er hinn svokallaði miskunnarrósakrans. Jón Rafn Jóhannsson skrifaði grein hér á kirkju.net um miskunnarrósakransinn og er tengill á hana hér: [1]. Í bæklingi sem hefur legið frammi í Maríukirkju í Breiðholti er að finna eftirfarandi texta um hl. Fástínu og miskunnarrósakransinn:

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  19:27:04, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 596 orð  
Flokkur: Bænir

Rósakransinn

Margir þekkja þá kaþólsku venju að biðja rósakransbæn eða talnabandsbæn eins og hún er líka kölluð. Til aðstoðar við bænagerðina er notað talnaband sem samanstendur af kúlum þræddum upp á band. Við bandið er fest krossmark. Hefðbundin notkun talnabandsins byggist á því að biðja Trúarjátningu, Faðir vor og Maríubænina sem hefst á orðunum: „Heil sért þú María..“ eins og bænin er skrifuð í ritum kirkjunnar. Halldór Kiljan Laxness skrifaði reyndar „Heill þér María ...“ á einum stað en sú útgáfa er ekki notuð.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

08.07.07

  15:05:37, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 487 orð  
Flokkur: Bænir

Blessun vinnunnar - margföldun tímans

Í hugskoti mínu fann ég minningarbrot um lestur á hugleiðingum einhvers heilags manns, það gæti verið haft eftir hl. Montfort um gildi þess að blessa vinnuna og gefa Guði verkið. Hann hafði fyrir sið að biðjast fyrir áður en hann hóf vinnu sína og taldi að við það afkastaði hann meiru heldur en ef hann hefði ekki beðist fyrir. Ég minnist þess einnig að hafa heyrt haft eftir einhverjum sjáendanna í Meðugorje að fólk hefði engan tíma til nokkurs hlutar af því það bæðist ekki nóg fyrir.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

30.06.07

  11:35:22, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 977 orð  
Flokkur: Pílagrimsferðir, Meðugorje

Pílagrímsferðin til Meðugorje 1989 - 16. kafli

30. júní. Föstudagur.

Sr. Jakob messaði í sóknarkirkjunni í Montrot. Þar er annars messað einu sinni á ári. Sóknarpresturinn þar var á níræðisaldri og þjónaði mörgum fjölmennum sóknum sem töldu þúsundir manna. Við þáðum morgunverð hjá hjónunum, kvöddum þau með þökkum og lögðum síðan af stað eftir morgunverð til Reims. Komum þangað um hálf tvö leytið. Skoðuðum Reimadómkirkju. Þar í kirkjunni tók heilög Jóhanna af Örk á móti okkur í fullum herklæðum, en stytta hennar stendur til hægri við kórinn.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

29.06.07

  09:43:02, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 1637 orð  
Flokkur: Pílagrimsferðir, Meðugorje

Pílagrímsferðin til Meðugorje 1989 - 15. kafli

29. júní. Fimmtudagur.

Við lögðum af stað um 10 leytið og héldum til Ars, þar sem nítjándu aldar presturinn hl. Jóhann María Vianney, verndardýrlingur sóknarpresta þjónaði. Saga þessa franska sveitaprests frá 19. öldinni er fyrir margra hluta sakir athyglisverð.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

28.06.07

  09:43:33, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 948 orð  
Flokkur: Pílagrimsferðir, Meðugorje

Pílagrímsferðin til Meðugorje 1989 - 14. kafli

28. júní. Miðvikudagur.

Þau okkar sem vöknuðu í tíma voru viðstödd morgunbænir og messu munkanna sem fór fram í lítilli hvelfingu undir húsinu sem innréttuð hafði verið sem kapella. Þar niðri mátti skynja nið aldanna berast frá margvísum og þungum burðarsteinum hússins. Þó að þetta væri í kjallarahvelfingu var þar bjart, hlýtt, þurrt og hreint. Munkarnir héldu messu, sungu tíðasöng sinn og gengu svo til morgunverðar.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

27.06.07

  07:42:36, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 1253 orð  
Flokkur: Pílagrimsferðir, Meðugorje

Pílagrímsferðin til Meðugorje 1989 - 13. kafli

27. júní. Þriðjudagur.

Lögðum af stað um fimmleytið um morguninn. Keyrðum í áttina til Ljubljana. Lentum í umferðartappa þegar við fórum framhjá Ljubljana og töfðumst í um hálfa klst. Við komum inn í Ítalíu hjá Sezana og Trieste um 10 leytið. Við landamærin var löng biðröð bíla. En allt gekk vandræðalaust.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  01:04:35, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 99 orð  
Flokkur: Dulhyggja, Meðugorje

Svipmyndir frá Meðugorje

Á þessu stutta myndskeiði sem fengið er frá YouTube má sjá og heyra stutt viðtal við tvo sjáendur í Meðugorje sem og svipmyndir frá staðnum. Tekið skal fram að það sem fer fram í Meðugorje nýtur ekki viðurkenningar kaþólsku kirkjunnar því hinar meintu vitranir eiga að sögn sér stað enn þann dag í dag og hafa gert allar götur frá 1981. Aðeins vitranir sem eru hættar og hægt hefur verið að rannsaka í heild sinni njóta slíkrar viðurkenningar að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

26.06.07

  09:31:09, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 314 orð  
Flokkur: Pílagrimsferðir, Meðugorje

Pílagrímsferðin til Meðugorje 1989 - 12. kafli

26. júní. Mánudagur.

Við vöknuðum eldsnemma næsta morgun og lögðum af stað um sexleytið frá Meðugorje. Keyrðum upp miðja Júgóslavíu, gegnum Mostar, Prozor og Banja Luka. Borðuðum á veitingahúsi. Þetta er falleg leið. Á einum stað, í dalverpi nokkru var þó svo mikil mengun að skyggnið var ekki nema um 50 metrar, það hefur sennilega verið brúnkolareykur. Eitt sinn ókum við fram á heyvagn sem mjakaðist löturhægt áfram. Framundir vagninum sást á fætur á stórgrip, þegar farið var framúr kom í ljós að þetta var uxaeyki! Þarna lötraði uxinn áfram á malbikinu, hægt en örugglega.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

25.06.07

  10:33:43, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 945 orð  
Flokkur: Pílagrimsferðir, Meðugorje

Pílagrímsferðin til Meðugorje 1989 - 11. kafli

25. júní. Sunnudagur.

Ég og Gunnar Lund vöknuðum snemma um morguninn og löbbuðum niður í plássið og þaðan stíginn sem lá upp á Krossfjallið (Krisevac). Við lögðum af stað um klukkan sjö. Þykkt rakamistur grúfði yfir sjóndeildarhringnum og trjánum. Duglegustu hanarnir höfðu byrjað að gala fyrir sólarupprás og þeir lötustu létu heyra í sér um það leiti sem við lögðum af stað.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

24.06.07

  11:02:45, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 514 orð  
Flokkur: Pílagrimsferðir, Meðugorje

Pílagrímsferðin til Meðugorje 1989 - 10. kafli

24. júní. Laugardagur.

Morguninn eftir voru allir þreyttir og sváfu út. Flest okkar fóru í ensku messuna kl. 12 á hádegi. þennan dag voru 8 ár síðan birtingarnar hófust. Amerískur prestur predikaði fyrir stórum hópi amerískra pílagríma og annarra enskumælandi. Hann sagði að ekkert kraftaverk hefði orðið í pílagrímsgöngunni upp á Krossfjallið kvöldið áður, nema það að allir komust óbrotnir niður aftur í myrkrinu og rigningunni.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

23.06.07

  10:38:11, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 1980 orð  
Flokkur: Pílagrimsferðir, Meðugorje

Pílagrímsferðin til Meðugorje 1989 - 9. kafli

23. júní. Föstudagur.

Lögðum upp um 8.30. Keyrðum eftir ströndinni framhjá Zadar og Split. Síðan var beygt til vinstri inn til landsins. Við þræddum ása og lág fjöll. Milli þeirra voru þorp og bæir. Moskur múhameðstrúarmanna voru áberandi í þorpunum. Við vorum kominn inn á það landssvæði sem tyrkjasoldán réði yfir fram á 20. öldina. Loks síðdegis beygðum við til hægri í norðurátt yfir lítið fjall, eyðilegt, beygðum aftur til vinstri, ókum í gegnum bæinn Citluk, og héldum út úr honum í suðvesturátt, þá búin að taka heilan krók.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

22.06.07

  08:39:54, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 1360 orð  
Flokkur: Pílagrimsferðir, Meðugorje

Pílagrímsferðin til Meðugorje 1989 - 8. kafli

22. júní. Fimmtudagur.
Í Júgóslavíu — Gull og grjót.

Við lögðum af stað um 7 leytið til Trieste. Sólin fór strax að skína. Leituðum lengi að sundlaug en þegar hún loks fannst þá var hún lokuð. Versluðum í stórmarkaði. Fórum inn í Júgóslavíu milli kl. 12 og 13. Þetta var í fyrsta skipti sem við urðum að fara í gegnum stranga vegabréfaskoðun. Í varðstöð vöppuðu íbyggnir júgóslavneskir landamæraverðir með byssur í hulstrum og hendur krosslagðar á brjósti í hitanum.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

21.06.07

  09:20:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 2255 orð  
Flokkur: Pílagrimsferðir, Meðugorje

Pílagrímsferðin til Meðugorje 1989 - 7. kafli

21. júní. Miðvikudagur.
Á Ítalíu.

Við vöknuðum um fimmleytið í fjalladalnum í Sviss. Smáfuglar kváðust á af svissneskri nákvæmni. Söngur þeirra var silfurtær og samhæfður, líkt og slegið væri taktfast með silfurhömrum á litla silfursteðja. Með sjálfum mér kallaði ég þá smiðjufugla. Lögðum af stað um stundarfjórðung fyrir 6 til Ítalíu. Séra Jakob keyrði okkur yfir Nüfenenpass sem er í um 2400 m. hæð. Mjög fallegt að sjá yfir Alpana í morgunsólinni. Komum til Ítalíu um 10 leytið. Það gekk hægt að keyra framhjá Mílanó því þar var mikil umferð. Stoppuðum í Desenzano á leiðinni til Padúa. Þar hittum við af tilviljun á höfuðstöðvar Úrsúlínanna sem hl. Angela Merici stofnaði.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

19.06.07

  09:53:12, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 510 orð  
Flokkur: Pílagrimsferðir, Meðugorje

Pílagrímsferðin til Meðugorje 1989 - 6. kafli

19. júní. Mánudagur.

Fórum snemma til Flüeli og byrjuðum á að skoða hús hl. Nikulásar, þar sem hann bjó með konu sinni og 10 börnum áður en hann gerðist einsetumaður. Húsið er fallegt timburhús og vel við haldið. Síðan skoðuðum við einsetumannskofa hans rétt þar hjá sem er áfastur kapellu. Þar messaði sr. Jakob. Næst var haldið til kirkju hl. Nikulásar í Flüeli þar sem leifar dýrlingsins eru varðveittar og kufl hans.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

18.06.07

  07:15:44, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 270 orð  
Flokkur: Pílagrimsferðir, Meðugorje

Pílagrímsferðin til Meðugorje 1989 - 5. kafli

18. júní. Sunnudagur.

Samhæfða súkkulaðilandið Sviss.

Við vöknuðum um stundarfjórðung fyrir sjö. Tókum upp tjöldin og ókum til Freiburg þar sem við vorum við hámessu í dómkirkjunni sem séra Jakob var vígður til prests í. Fengum okkur ís, keyptum póstkort og keyrðum síðan til Sviss. Ókum framhjá Basel og Luzern til Sachseln, sem er í hjarta Sviss, fallegum dal í fjallasal. Í hugann komu sögur tengdar Sviss og Alpalandinu, svo sem sagan af Heiðu, lög eins og „Það búa litlir dvergar“ og „Söngur dýranna í Týról“.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

17.06.07

  11:24:03, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 289 orð  
Flokkur: Pílagrimsferðir, Meðugorje

Pílagrímsferðin til Meðugorje 1989 - 4. kafli

17. júní. Laugardagur.

Í Svartaskógi.

Við ferðalangarnir vöknuðum rétt fyrir klukkan 8. Tókum upp tjöldin og ókum til Fellenring og kvöddum fjölskyldu sr. Jakobs. Á eftir fóru allir í sund nema við Gunnar sem skrifuðum á póstkort. Þessu næst keyrðum við til Mülhouse þar sem við borðuðum miðdegisverð hjá Jósef, bróður séra Jakobs. Hann hafði varið morgninum til að elda fyrir okkur. Við borðuðum pizzur og ís á eftir með rommrúsínum. Eftir matinn fögnuðum við 17. júní og veifuðum íslenska fánanum.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  11:18:36, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 2977 orð  
Flokkur: Pílagrimsferðir, Meðugorje

Pílagrímsferðin til Meðugorje 1989 - 3. kafli

16. júní. Föstudagur.

Hjá jarli Guðs í húsi Remys

Við fórum á fætur kl. 6 um morguninn. Yngri ferðafélagarnir vildu ólm leggja af stað sem fyrst. Við tókum tjöldin saman, borðuðum morgunverð og lögðum af stað til borgarinnar. (Luxemborgar) Þaðan tókum við þjóðleiðina suður á bóginn, og eftir um það bil klukkutíma akstur var komið til Frakklands. Ferðinni var heitið til Domremi, fæðingarstaðar hl. Jóhönnu af Örk.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

15.06.07

  21:01:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 660 orð  
Flokkur: Pílagrimsferðir, Meðugorje

Pílagrímsferðin til Meðugorje 1989 - 2. kafli

15. júní. Fimmtudagur.

Um morguninn var sólskin, hlýtt og gott veður. Fuglakórinn í trjánum söng þýsk úrvalslög af miklu fjöri. Heldur voru þetta kraftmeiri fuglar en þrestirnir heima. Söngur þeirra var ein samfelld hljómkviða kveðin af ótrúlegum þrótti og mikilli sönggleði. Ég hafði á tilfinningunni að þeir þendu sig af ofurkappi og voru því ekki eins lýrískir og íslensku fuglarnir, meira lagt upp úr kraftinum. Ég þóttist sjá að þaðan hefðu þrautþjálfaðir stórsöngvarar í óperum fyrirmyndir sínar að sprengiaríunum.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

14.06.07

  19:12:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 781 orð  
Flokkur: Pílagrimsferðir, Meðugorje

Pílagrímsferðin til Meðugorje 1989 - 1. kafli

Ferðasaga þessi í dagbókarformi greinir frá pílagrímsferð hóps Íslendinga sem farin var árið 1989 til Meðugorje í Bosníu Herzegovinu. Söguna samdi ég að mestu sumarið 1992. Ég studdist við handskrifaða punkta auk minnis. Drög að þessari ferðasögu hafa verið á netinu síðan frá því fyrir aldamót og hér kemur hún í lítillega breyttri mynd

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

17.05.07

  10:12:50, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 59 orð  
Flokkur: Trúin og menningin

Himnaför heilagra mæðgina

Vakin er athygli á útvarpsþætti sem verður á Rás 1 í dag - uppstigningardag kl. 15. Í dagskrárkynningu á vef Rúv segir: „Í þættinum Himnaför heilagra mæðgina er skoðað með hvaða hætti myndlistarmenn hafa í gegnum aldirnar freistað þess að túlka þennan óvenulega og stórfenglega viðburð í verkum sínum, Uppstigningu Jesú Krists.“ Sjá kynningu hér [1].

15.05.07

  17:51:39, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 467 orð  
Flokkur: Lífsvernd

Frjálst val - val um hvað?

Því hefur verið haldið fram að fósturdeyðingar séu nauðsynlegar til að tryggja réttindi kvenna, en allt eins má halda því fram að þær, eða hlutfallslega mikill fjöldi þeirra séu einmitt staðfesting hins gagnstæða, þ.e. að pottur sé brotinn hvað varðar kvenréttindi. Þegar talað er um frjálst val þá hlýtur að mega spyrja; val um hvað?

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

14.05.07

  22:58:28, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 103 orð  
Flokkur: Önnur trúarbrögð

Frumvarp um meðhöndlun trúvillinga fyrir nefnd í Pakistan

9.5.2007. Asianews.it - Frumvarp um meðhöndlun trúvillinga sem sex flokka bandalag islamskra flokka hefur lagt fram á pakistanska þinginu er nú til umfjöllunar í nefnd. Múslimskir karlar sem falla frá trúnni eiga dauðarefsingu yfir höfði sér en múslimskar konur ævilanga fangelsisvist. Eignaupptaka fylgir í kjölfarið og sömuleiðis forræðismissir yfir börnum. Vitnisburður tveggja einstaklinga er nægur til sönnunar á trúvillu. Á sama þingfundi hafnaði þingið frumvarpi minnihlutaflokks um leiðréttingu á guðlastslögunum, en dauðadómur liggur við guðlasti í Pakistan. Sjá hér: [1] og hér [2].

  22:47:22, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 67 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

„Ef þjóðfélagið fylgir ekki Guði þá getur það ekki unnið mannkyni til góðs“

13.5.2007 Asianews.it - „Ef þjóðfélagið fylgir ekki Guði þá getur það ekki unnið mannkyni til góðs“. Þetta sagði Benedikt páfi XVI í ávarpi sínu til biskupa Rómönsku Ameríku sem hann flutti í Aparecida í Brasilíu. Í ávarpinu kom einnig fram að boðun trúarinnar og vitnisburður um Jesú Krist verði að vera takmark alla kristinna manna. Sjá hér: [1]

11.05.07

  19:58:21, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 109 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

„Sönn bylting kemur aðeins frá Guði“

11.5.2007. Asianews.it og Catholicnews.com „Sönn bylting kemur aðeins frá Guði, hin eina leið til að breyta heiminum.“ Svo mælti Benedikt XVI páfi í messu í São Paulo í Brasilíu þar sem yfir milljón manns voru saman komin. Í messunni tók páfi fyrsta Brasilíumanninn í tölu heilagra. „Altarissakramentið sem sameinar manninn Guði gerir kaþólikka að „flytjendum þess friðar sem heimurinn getur ekki gefið“ sagði hann. Það hjálpar fólki að ná áttum og býður heiminum „gegnsæja tilveru, tærar sálir, hreina huga sem hafna því að láta líta á sig sem hlutgervingu nautnar. [1][2]

05.05.07

  23:52:33, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 99 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

„Prestvígsla kvenna felur í sér vanvirðingu gagnvart konum“

Þetta sagði dr. Pia de Solenni á ráðstefnu í háskóla í Róm. „Kona verður aldrei brúðgumi á neinn hátt“ sagði hún. Það að vígja konu væri því fullkomin vanvirðing gagnvart því að hún er kona - brúður.“ Hún sagði að umræðan um vígslu kvenna í kirkjunni leggi ofuráherslu á hið karlmannlega. Konur þurfi að eiga sína rödd í kirkjunni en það verði að vera raunveruleg rödd en ekki rödd sem þurfi að hljóma eins og rödd karlmanns. Sjá hér: [1]

03.05.07

  22:06:51, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 134 orð  
Flokkur: Fjölmiðlarýni, Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

BBC vinnur verðlaun fyrir bestu trúarlegu sjónvarpsþættina

ICN London. Breska ríkisútvarpið BBC vann nýverið til verðlauna fyrir bestu trúarlegu sjónvarpsþættina í bresku sjónvarpi. Það voru þættirnir The Convent, Greater Love Hath No Man og Art & Soul sem unnu til verðlaunanna. Sjá nánar hér: [1]. The Convent greinir frá lífi fjögurra kvenna sem dveljast sex vikur í klaustri Klörusystra í Arundel. Verðlaunaveitingin kemur sér vel fyrir BBC því í lok síðasta mánaðar gagnrýndu tveir biskupar, einn kaþólskur og einn anglíkanskur útvarpsrás 1 hjá BBC fyrir skort á trúarlegri umfjöllun. Biskuparnir sögðu að rásir 2, 3 og 4 uppfylltu þær skyldur sem eru lagðar á útvarpið þar í landi að endurspegla samfélagið en rás 1 gerði það ekki. Sjá nánar hér: [2]

02.05.07

  22:30:25, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 128 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Filippseyskir biskupar biðja fyrir kosningum

Vefsetrið Asianews.it greindi frá því í fyrradag að biskuparáð kaþólskra biskupa Filippseyja hefði hvatt fólk til tíu daga bæna fyrir kosningum sem fram fara í landinu 14. þ.m. Mikið hefur verið um árásir á frambjóðendur í aðdraganda kosninganna og í síðustu viku lést borgarstjóri San Carlos í kjölfar árásar. Sjá nánar um málið hér: [1]. Í marsmánuði ásakaði Rosales erkibiskup í Manila bæði uppreisnarmenn kommúnista sem og stjórnarherinn um að bera ábyrgð á ofbeldinu. Sjá hér: [2]. Síðasta morðið var framið í dag þegar frambjóðandi í Santa Fè var skotinn til bana af tveim byssumönnum. Tala látinna frambjóðenda er því komin í 26 [3]. Þetta er þó heldur minna en tala fallinna í forsetakosningunum 2004 en þá féllu 148.

1 ... 2 3 4 5 6 ...7 ... 9 ...11 ...12 13