Blaðsíður: 1 ... 2 3 4 5 ...6 ... 8 ...10 ...11 12 13

21.05.08

  22:14:41, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 965 orð  
Flokkur: Páfinn, Önnur trúarbrögð

Krefst páfinn tilbeiðslu allra manna?

Á dögunum barst mér í hendur bókin „Deilan mikla milli Krists og Satans“ eftir Ellen G. White sem gefin er út af Frækorninu - bókaforlagi Aðventista í Reykjavík. Eintakið sem ég er með í höndunum er önnur útgáfa 2003. Í 3. kafla bókarinnar er miklu rými varið í ádeilu á rómversk-kaþólsku kirkjuna fyrr á öldum og páfadóminn eins og sjá má t.d. á blaðsíðu 34:

Þegar Konstantín gerðist kristinn að nafninu til á öndverðri fjórðu öld, vakti það mikinn fögnuð og heimshyggjan gekk inn í kirkjuna sveipuð sýndarréttlæti. Nú komst skriður á spillinguna. Heiðindómurinn sem í orði kveðnu átti að heita sigraður var hinn raunverulegi sigurvegari. Andi hans réð lögum og lofum í kirkjunni. Heiðnar kenningar, siðir og hindurvitni voru felld inn í trúariðkanir og tilbeiðslu þessara svonefndu fylgjenda Krists. Málamiðlunin milli heiðindóms og kristni hafði í för með sér tilkomu „manns syndarinnar“ sem spáð hafði verið að koma mundi til að berjast gegn Guði og hreykja sér yfir hann. Þetta risavaxna kerfi falstrúar er meistaraverk valds Satans ..

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

03.05.08

  22:37:53, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 137 orð  
Flokkur: Helgir menn, Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Focolare hreyfingin telur nú 2 milljónir meðlima

Chiara Lubich

Focolare hreyfingin sem Chiara Lubich stofnaði telur nú um 2 milljónir meðlima í yfir 180 löndum. Þetta kemur fram á asianews.it.
Chiara Lubich fékk köllun sína vegna reynslu sem hún varð fyrir í síðari heimsstyrjöldinni og fljótlega myndaðist hreyfing í kringum hugmyndir hennar sem fengu kirkjulega viðurkenningu fyrst árið 1947.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

27.04.08

  13:05:32, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 228 orð  
Flokkur: Helgir menn, Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Líkami Padre Pio til sýnis

Greint var frá því í liðinni viku að jarðneskar leifar ítalska prestsins og dýrlingsins Padre Pio (1887-1968) væru nú til sýnis þangað til í september 2009 í ítalska bænum San Giovanni Rotondo. Lík prestsins er í glerkistu en það var tekið úr hvílu sinni hinn 3. mars sl. 40 ár eru liðin frá dauða prestsins en hann vakti mikla athygli og virðingu á Ítalíu og víða um heim á meðan hann lifði sem heilagur maður, skriftafaðir og predikari því þúsundir manna vitnuðu um kraftaverk eftir að hafa átt fund með honum. Einnig vakti athygli við Padre Pio að frá árinu 1918 og til dauðadags 1968 var hann með sár á höndum og fótum og voru þessi sár af mörgum talin vera hið svokallaða 'stigmata' fyrirbæri eða eftirmyndir sára Krists.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

14.04.08

  22:19:10, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 386 orð  
Flokkur: Lífsvernd, Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Skoskur kardínáli varar við stofnfrumufrumvarpi á YouTube

Keith O'Brien kardínáli í Skotlandi hefur nýtt YouTube til að vara við frumvarpi bresku stjórnarinnar um stofnfrumur "Human Fertilisation and Embryology Bill". Í 5 mínútna löngu myndskeiði sem hann sendi öllum þingmönnum Bretlands endurtekur hann andstöðu sína við það að búa til frumublendinga manna og dýra. Sjá má erindi kardínálans hér:

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

27.03.08

  21:25:27, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 135 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Kínverskir embættismenn staðfesta viðræður við Páfagarð

Kaþólska kirkjublaðið greinir frá því að talsmenn kínverskra stjórnvalda hafi staðfest að þeir eigi í viðræðum við Páfagarð með það að markmiði að bæta sambandið og koma á stjórnmálasambandi. „Kínverjar setja tvö skilyrði. Áður en unnt verði að koma á stjórnmálasambandi verður Vatíkanið að slíta stjórnmálatengsl sín við Taívan og viðurkenna rétt Kínverja til að stjórna aþjóðasamskiptum kaþólsku kirkjunnar þar“. Í fréttinni kemur fram að Páfagarður sé reiðubúinn að slíta stjórnmálatengsl sín við Taívan en geti ekki sætt sig við yfirráð „aðila sem hefur verið þröngvað upp á“ kirkjuna.

Kaþólska kirkjublaðið 18. árg. 4. tbl. bls. 8.

15.03.08

  21:30:54, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 331 orð  
Flokkur: Kenning kirkjunnar

Misskilningur fjölmiðla í viðtalinu við Girotti erkisbiskup

Nýlegar furðufregnir um að Páfagarður hafi skilgreint sjö nýjar dauðasyndir sem annað hvort áttu að bætast við þær hefðbundnu sjö sem fyrir voru eða skipta þeim alveg út voru byggðar á viðtali við Girotti erkibiskup sem birtist í málgagni Páfagarðs. Það sem fjölmiðlamenn misskildu í málinu var að halda að embættismaður í Páfagarði gæti gefið út nýjar kenningar fyrir kirkjuna. Almennur lesandi þessara fregna hefði því getað haldið að synd í kaþólskum skilningi væri ekkert annað en brot á reglum sem hópur manna í Páfagarði hefði samið. Í anda þess misskilnings væri synd háð duttlungum þeirra manna sem þar réðu hverju sinni. Sjá má glöggt dæmi þess misskilnings hér: [1]

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

13.03.08

  16:25:53, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 194 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Dellufrétt um nýjar dauðasyndir flýgur um heimsbyggðina

Sú fregn hefur flogið um heimsbyggðina að Kaþólska kirkjan sé búin að skilgreina nýjar dauðasyndir. Hér á Íslandi hafa menn einnig látið blekkjast af þessum furðufregnum og ekki hirt um að kanna málið frekar eða skoða heimildir sínar með gagnrýnum hætti. Fyrstir til að láta blekkjast hérlendis virðast hafa verið hinn góðkunni fjölmiðlamaður Jónas Kristjánsson á vefritinu jonas.is sem og ritstjórn vefritsins vantru.is sem vísar í pistil Jónasar. Þessi missögn er byggð á útúrsnúningi á orðum Gianfranco Girotti erkibiskups í viðtali við málgagn páfagarðs L'Osservatore Romano og virðist breska dagblaðið The Daily Telegraph eiga hinn vafasama heiður að verða fyrst með dellufréttina sem sjá má hér. „Eitt af því sem Girotti erkibiskup hélt fram var að nútíminn skildi ekki eðli syndarinnar. Þessi fjölmiðlauppákoma virðist því óvart hafa undirstrikað það sem erkibiskupinn hélt fram" sagði í vefritinu Catholic World News í umfjöllun um málið sem lesa má hér.

03.03.08

  20:53:26, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 1033 orð  
Flokkur: Trúarpælingar

Af hverju gefur Guð okkur ekki Mercedes Benz?

Flestir kannast við lagið fræga með Janis Joplin þar sem Guð er beðinn um að gefa glæsibíl af Mercedes Benz gerð, litasjónvarp og fleira skemmtilegt. Hægt er að fylgjast með flutningi hennar á laginu á þessum YouTube tengli hér. En af hverju gefur Guð okkur sem biðjum ekki Mercedes Benz eða bara uppfyllir allar óskir okkar eins og skilja mætti af Jóhannesarguðspjalli 14. kafla, versunum 13-14?

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

12.02.08

  20:28:03, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 147 orð  
Flokkur: Helgir menn, Trúin og menningin

Um helgimyndir

„Það er staðreynd að jafnvel elstu katakomburnar (neðanjarðarhvelfingar), þar sem kristnir menn komu saman, voru skreyttar myndum af Kristi og helgum mönnum. Sá siður hefur verið við líði allt frá dögum frummanna að gera myndir af þeim sem þeim þótti vænt um og þeir mátu mikils, einkum látum mönnum. Svokallaðir 'myndbrjótar' vitna ævinlega í Gamla testamentið, sem banni slíka myndagerð. En í því sambandi gleymist þeim að lögmál Gamla testamentisins um guðsdýrkun féll úr gildi þegar hinn nýi sáttmáli kom til sögunnar...

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

10.02.08

  11:23:32, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 511 orð  
Flokkur: Trúarpælingar, Fasta og yfirbót, Fastan

Hinar þrjár freistingar Krists í eyðimörkinni

Í upphafi 4. kafla Mattheusarguðspjalls er greint frá því þegar Kristur hélt út í eyðimörkina og fastaði þar í 40 daga og nætur og 'var þá orðinn hungraður'. Þegar þar var komið sögu vitjaði djöfullinn hans og freistaði hans þrisvar sinnum. Hin fyrsta freisting var sú að hann skyldi breyta brauði í steina, önnur freistingin var sú að hann skyldi kasta sér af brún musterisins og koma niður óskaddaður, borinn af englum. Þriðja freistingin var sú að djöfullinn lofaði að gefa honum öll ríki jarðarinnar ef hann félli fram og tilbæði sig.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

07.02.08

  19:36:49, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 276 orð  
Flokkur: Fasta og yfirbót, Fastan

Fastan - hin andlega eyðimerkurferð

Sá bankareikningur sem einungis er tekið út af tæmist að lokum. Sú veisla sem engan enda tekur verður á endanum óbærileg. Við höldum upp á bolludag og troðum okkur út af bollum og svo á eftir kemur sprengidagur og þá borðum við eins mikið af kjöti og við getum. En hvað svo? Jú síðar koma páskarnir og þá er hægt að láta eins mikið af súkkulaði í sig og maginn leyfir en hvað svo. Jú svo kemur hvítasunnan, og svo verslunarmannahelgin og svo aftur jólin. Vissulega eru þessi veisluhöld sjálfsögð og góð og þau eiga sinn tíma. En það á líka fastan.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

06.02.08

  22:23:47, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 163 orð  
Flokkur: Fasta og yfirbót, Fastan

Öskudagur - öskudagsmessa og öskukross

Á öskudag hefst 40 daga fasta kristinna manna og hún stendur fram á páskadag. Í kaþólsku kirkjunni er til siðs að fara í messu á öskudag og í lok messunnar gerir presturinn krossmark úr ösku á enni kirkjugesta og mælir um leið þessi orð: "Minnstu þess maður að þú ert mold og að moldu muntu aftur verða". Þetta minnir fólk á hverfulleika lífsins og fallvölt gæði þessa heims.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

01.02.08

  17:38:46, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 237 orð  
Flokkur: Trúin og menningin

Bragi - Óðfræðivefur - merkilegt framtak til miðlunar menningararfsins

Eins og kunnugt er eiga Íslendingar ekki aðgengilegar útgáfur af bestum trúarlegum skáldskap íslenskum fram að Hallgrími Péturssyni en þó hafa Norðmenn gefið sum þessara kvæða út í myndskreyttum hátíðarútgáfum í þýðingum, en nú hillir undir bragarbót í þessum málum. Undanfarin ár hefur Kristján Eiríksson verkefnisstjóri á handritasviði hjá Árnastofnun unnið að óðfræðivef á netinu. Ein eining vefjarins ber heitið 'Ljóðasafn' og er meiningin að safna smám saman í hana sem flestum ljóðum íslenskum sem ort hafa verið fyrir 1800. Slóðin á vefinn er http://tgapc05.am.hi.is/bragi/. Best er að byrja á að fara inn á "Bragþing" á neðri línu í haus og síðan inn á einstakar einingar.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

28.01.08

  19:40:28, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 99 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Filippseyjar: 20 biskupar hitta stjórnina til að ræða vanda fátækra

Vefsetrið Asianews.it greinir frá því að 20 biskupar á Filippseyjum hafi fundað með leiðtogum landsins í forsetahöllinni til að ræða áhyggjur þeirra fyrrnefndu af vaxandi bili milli ríkra og fátækra í landinu. Um 10% þjóðarinnar ná að taka til sín meira en þriðjung þjóðarteknanna á meðan um 60% draga fram lífið undir fátæktarmörkum. Meðaltekjur fjölskyldu á Filippseyjum eru núna um 12 dollarar á dag og fáar fjölskyldur ná að leggja nokkuð fyrir.

Sjá: http://www.asianews.it/index.php?l=en&art=11342&geo=39&size=A

27.01.08

  12:17:33, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 552 orð  
Flokkur: Trúarpælingar

Um friðarboðskap kristninnar 6. hluti: Gullna reglan

Eitt merkasta framlag kristninnar til siðfræði og því innri og ytri friðar er hennar útgáfa af Gullnu reglunni svokölluðu en hún er sett fram á tveim stöðum í Nýja testamentinu. Fyrri staðurinn er í Matteusarguðspjalli, 7. kafla, 12. versi:

Allt sem þér viljið að aðrir menn geri yður, það skuluð þér og þeim gera. Því að þetta er lögmálið og spámennirnir.

og hinn síðari er í Lúkasarguðspjalli 6. kafla, 31. versi þar sem segir:

Og eins og þér viljið að aðrir menn geri við yður, svo skuluð þér og þeim gera.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

20.01.08

  20:45:57, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 158 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Fréttamolar úr heimi kaþólsku kirkjunnar

Páfi aflýsti áður fyrirhugaðri ræðu við setningu 'La Sapienza' háskólans í Róm vegna mótmæla sem 67 prófessorar höfðu staðið fyrir. Mótmælin voru að sögn vegna orða páfa sem hann lét falla sem kardínáli árið 1990 um að réttarhöldin yfir Galíleó hefðu á sínum tíma verið 'réttlát'. Vegna þessa dreif mikinn mannfjölda og háskólastúdenta, um 200 þúsund manns að sögn asianews.it til Péturstorgsins til að lýsa stuðningi sínum við páfa sjá hér. Ræðan sem hann hafði ætlað að halda er hér. Sjá einnig hér.

Tveir kaþólskir prestar urðu nýlega fyrir skotárásum. Einn á Filippseyjum sjá hér og hinn í Guatemala sjá hér.

Nýr yfirmaður Jesúítareglunnar hefur verið valinn. Sjá hér.

13.01.08

  18:23:06, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 189 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Tony Blair gengur í kaþólsku kirkjuna

Tony Blair fyrrum forsætisráðherra Bretlands gekk í kaþólsku kirkjuna hinn 21. desember síðastliðinn. Það var Cormac Murphy-O'Connor kardínáli sem framkvæmdi athöfnina.

Blair hafði sótt messu reglulega ásamt konu sinni Cherie og börnum þeirra. Áhugi hans á kaþólskri trú hefur komið skýrt í ljós á undanförnum árum og orðrómur um hugsanleg skref hans í þessum málum blossuðu upp í júní síðastliðnum þegar hann hitti Benedikt páfa XVI á einkafundi rétt áður en hann sagði af sér embætti.

Nýjar tölur frá Bretlandi sýna að flestir af þeim sem sækja kirkju reglulega þar í landi eru kaþólskir. Um 860 þúsund kirkjugesta sækja kaþólskar messur en 852 þúsund sækja messur anglíkana. Þetta gerist þrátt fyrir að messusókn meðal kaþólskra hafi fallið úr um 2 milljónum á 7. áratugnum. Innflutningur fólks frá kaþólskum löndum hefur þó snúið þessari þróun eitthvað við. Kirkjusókn anglíkana hefur á sama tíma hrapað stöðugt.

(CWNews.com) http://www.cwnews.com/news/viewstory.cfm?recnum=55541

03.01.08

  09:11:09, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 212 orð  
Flokkur: Fjölmiðlarýni, Þjóðfélagsrýni, Kaþólska kirkjan á Íslandi, Páfinn

Forsætisráðherra fer lofsamlegum orðum um kaþólsku kirkjuna í áramótaávarpi

Forsætisráðherra Geir Haarde fór lofsamlegum orðum um kaþólsku kirkjuna í áramótaávarpi sínu sem sjónvarpað var á gamlárskvöld kl. 20. Í ávarpinu greindi hann m.a. frá ferð sinni til Páfagarðs síðastliðið haust og sagði:

Á liðnu hausti átti ég þess kost, ásamt konu minni, að heimsækja páfagarð. Það varð okkur ákaflega minnisstæð ferð. Ekki það eitt að eiga fund með páfanum, þeim sem nú fer með embættisstaf sjálfs Péturs postula og er trúarleiðtogi um þúsund milljóna manna, heldur líka að ganga um gáttir þess veraldarundurs sem Vatikanið og hallir þess eru. Þar snertir maður söguna við hvert fótmál. Kaþólska kirkjan er tæplega 2000 ára gömul stofnun og oft hefur um hana blásið. En henni hefur líka fylgt mikil blessun, hún er sterk og á djúpar rætur. Margir landar okkar eru kaþólskir og hafa hér öflugan söfnuð, sem margt gott hefur látið af sér leiða. Við heilsum nýjum kaþólskum biskupi, sem vígður var fyrr í þessum mánuði, og óskum honum heilla í starfi.[1]

[1] http://www.forsaetisraduneyti.is/radherra/raedurGHH/nr/2830

02.01.08

  15:32:54, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 161 orð  
Flokkur: Forvarnir

Er kirkjusókn og trúariðkun holl?

Svo virðist ef marka má nýlega frétt sem birtist á mbl.is þar sem segir m.a.: „Trúariðkun er einnig til bóta. Konum sem hættu trúariðkun reyndist mun hættara við kvíða og misnotkun áfengis.“ [1] Fréttin er byggð á heimild af vefnum livescience.com [2]. Í þeirri heimild var einnig vísað í aðra rannsókn frá 2006 þar sem kemur fram að andardráttur þeirra sem sækja kirkju er léttari en hinna og ekki var hægt að skýra þetta út frá reykingum eða íþróttaiðkun. [3]. Þar er svo aftur vísað á þriðju könnunina frá því í apríl 2006 en í henni kom fram tengsl milli kirkjusóknar og lengra lífs. [4]

[1] http://www.mbl.is/mm/frettir/taekni/2008/01/02/truaridkun_og_hjalplegur_eiginmadur_draga_ur_streit/
[2] http://www.livescience.com/health/080101-women-stress.html
[3] http://www.livescience.com/health/061129_church_breathe.html
[4] http://www.livescience.com/health/060403_church_good.html

30.12.07

  14:44:15, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 400 orð  
Flokkur: Páfinn, Jólin

Páfi fordæmir vopnagný og ofbeldi

Í Urbi et orbi (til borgarinnar og heimsins) boðskap sínum á jóladag fordæmdi páfi m.a. síendurtekna beitingu vopna á hinum ýmsu ófriðarsvæðum heimsins sem og hryðjuverk og ofbeldi. Sjá hér: [Tengill]

Segja verður að boðskapur páfa er sem fyrr tímabær og þarfur. Ef horft er á hina vestrænu menningu þá verður að viðurkenna að vopnadýrkun og ofbeldisdýrkun er áberandi, sumir myndu segja of áberandi. Afþreyingarefni, bæði tölvuleikir og myndefni byggir gjarnan á ofbeldi og vopnabeitingu til að byggja upp spennu. Oft - allt of oft er réttlætið sýnt sem afleiðing af vopnabeitingunni. En friður dauðans er ekki það sama og hinn sanni friður hjartans sem byggir á innri sátt og fyrirgefningu.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

29.12.07

  09:26:21, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 1230 orð  
Flokkur: Fjölmiðlarýni

Jólasjónvarpið - hugsað upphátt

Þó sá sem hér heldur á penna hafi oft gagnrýnt RÚV sjónvarpið fyrir hitt og annað þá verður að segjast að dagskráin á aðfangadagskvöld jóla var ein sú allra besta með tilliti til trúarlegra dagskrárliða sem þessi ritari man eftir. Á eftir hefðbundum upplestri Helga Skúlasonar á 'Nóttin var sú ágæt ein' og söng Sigríðar Ellu kom dagskrárliður með völdum jólalögum úr dagskrá sjónvarpsins frá liðnum árum. Þarna var efni sem greinilega var vel tímabært að endurflytja og þó fyrr hefði verið.

Þar á eftir kom upptaka með söng Mormónakórsins og Sissel Kyrkjebø ásamt hljómsveit á jólatónleikum. Upptakan og öll umgjörð þeirra tónleika sem og listrænn flutningur var með einstökum glæsibrag. Sissel sýndi þarna að hún er sérlega sterkur listamaður og segja má að hún sé á hátindi frægðar sinnar. Tónleikarnir voru liðlega klukkustund og af þeim tíma var hún í nærmynd stóran hluta tímans - að vísu þó með dálitlum frímínútum. Þrátt fyrir þetta var túlkun hennar lýtalaus og stórkostleg án afláts og krafturinn að því er virtist ótakmarkaður. Hún söng þarna nokkra af hinum vinsælustu og þekktustu jólasálmum.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

25.12.07

  12:03:50, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 172 orð  
Flokkur: Helgir menn, Páfinn, Jólin

„Jólin eru hátíð hinnar endurreistu sköpunar“

Þetta kom m.a. fram í jólapredikun Benedikts páfa XVI sem hann hélt í Péturskirkjunni í gærkvöldi. Þar lagði hann út af túlkun hl. Gregoríusar af Nyssa á jólaguðspjallinu en samkvæmt henni táknar jatan heiminn. Páfi spurði hvað hl. Gergorius hefði sagt hefði hann séð ástand heimsins í dag t.d. vegna misnotkunar á orku. „Koma Krists endurvekur fegurð og virðingu sköpunarinnar og heimsins“ sagði páfi og bætti vð að jólin væru því hátíð hinnar endurreistu sköpunar. „Hvort sem við erum fjáhirðar eða 'vitringar' þá er ljósið og þau skilaboð sem það flytur að fara og hitta Drottin og tilbjiðja hann. Við tilbiðjum hann með því að opna heiminn fyrir sannleikanum, fyrir hinu góða, fyrir Kristi, í þjónustu við þá sem settir eru til hliðar og það er í þeim sem hann bíður okkar.“

Sjá nánar á slóðinni: http://www.zenit.org/article-21389?l=english

21.12.07

  09:29:02, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 545 orð  
Flokkur: Þjóðfélagsrýni, Kaþólska kirkjan á Íslandi, Önnur trúarbrögð

Trúin og skólinn

Á bloggsíðu séra Svavars Alfreðs Jónssonar sóknarprests í Akureyrarkirkju hafa nýverið spunnist talsverðar umræður um presta og heimsóknir þeirra í leik- og grunnskóla landsins. Sjá hér: [Tengill]. Sitt sýnist hverjum eins og gjarnan vill verða þegar umræður um skólamál eru annars vegar. Í stuttu innleggi sem ég lagði fram í athugasemdakerfinu þá kom ég því sjónarmiði á framfæri að umræðan snérist fyrst og fremst um skólamál þ.e. hvað eigi að gera í skóla og hvað ekki.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

19.12.07

  18:02:46, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 187 orð  
Flokkur: Kaþólska kirkjan á Íslandi, Trúin og menningin

Merki krossins 2. hefti 2007 er komið út

2. hefti þessa árs af Merki krossins er komið út. Meðal efnis er grein eftir Pétur Pétursson prófessor: Endurskoðun afhelgunar Evrópu. Einnig eru greinarnar Leiðarlýsing og áfangastaðir Nikulásar ábóta á leið frá Róm til Jerúsalem eftir Örn Bjarnason, grein um norræna menn í Norður-Ameríku eftir Edward Booth O.P, viðtal við Monsignor Georg Ganswein, einkaritara Benedikts páfa XVI og frásögn af predikun sem ekki mátti flytja í Landakoti á fyrstu árum kaþólsku kirkjunnar hérlendis.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

10.12.07

  23:09:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 294 orð  
Flokkur: Trúarleg tónlist og textar

Ljómi barnsins - nýr jólatexti við þekkt lag

Flestir muna eftir eða kannast við Procol Harum lagið 'A whiter shade of pale'. Hægt er að skoða það á YouTube hérna. Lagið er bæði dramatískt og hátíðlegt og í því má merkja ákveðið ris sem nær hámarki í sérlega grípandi og fagurri laglínu sem varð heimsfræg 1967 í flutningi hljómsveitarinnar þar sem leikur á Hammond orgel var áberandi. Þannig vildi til að fyrir nokkrum vikum hafði ég veður af því að það vantaði íslenskan texta við lagið og í framhaldi af því bjó ég til texta sem á sunnudagskvöldið var frumfluttur og sunginn á aðventutónleikum í Selfosskirkju af Gunnari Guðna Harðarsyni við undirleik strengjasveitar Tónlistarskóla Árnessýslu og Esterar Ólafsdóttur sem lék á orgel. Stjórnandi var Greta Guðnadóttir

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

25.11.07

  11:52:48, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 1285 orð  
Flokkur: Trúarpælingar

Um friðarboðskap kristninnar - 5. hluti: Hin kinnin

Ekki er hægt að fjalla um friðarboðskap kristninnar án þess að skoða eindregna boðun Jesú Krists um hvernig bregðast skuli við ofbeldi og yfirgangi eins og lesa má í Lúkasarguðspjall 6:27-29.

Elskið óvini yðar, gerið þeim gott sem hata yður, blessið þá sem bölva yður og biðjið fyrir þeim er misþyrma yður. Slái þig einhver á kinnina skaltu og bjóða hina og taki einhver yfirhöfn þína skaltu ekki varna honum að taka kyrtilinn líka.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

18.11.07

  09:51:12, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 355 orð  
Flokkur: Trúin og menningin

Zontakonur minnast Nonna - sýning opin til áramóta

Það voru ekki bara þýskir Jesúítar sem minntust Nonna í fyrradag. Konur í Zontaklúbbi Akureyrar minntust þess að þá voru 50 ár liðin síðan framsýnar konur í klúbbnum opnuðu Nonnahús á Akureyri, fyrsta höfundasafn landsins. Þá var sýningin "Pater Jón Sveinsson - en kallaðu mig Nonna" sem opnuð var í Þjóðarbókhlöðunni 8. september sett upp í Amtsbókasafninu á Akureyri og opnuð 10. nóvember sl. og mun hún standa til áramóta.

Þegar forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, opnaði sýninguna í Þjóðarbókhlöðunni þá þakkaði hann m.a. konum í Zontaklúbbi Akureyrar fyrir að hafa unnið sýningu um Nonna og heiðrað minningu hans í þau 50 ár sem Nonnahús hefur starfað. Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri á Akureyri opnaði svo sýninguna á Akureyri hinn 10. nóv. síðastliðinn að viðstöddu fjölmenni.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

16.11.07

  19:46:24, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 121 orð  
Flokkur: Trúin og menningin

Þýskir Jesúítar minnast Nonna

Jón Sveinsson - Nonni fæddist hinn 16. nóvember 1857 á þeim degi sem eins og kunnugt er hefur verið valinn dagur íslenskrar tungu og Jónas Hallgrímsson fæddist á 50 árum fyrr árið 1807. Í ár eru því 150 ár liðin frá fæðingu Nonna. Hann gekk í Jesúítaregluna 22. ágúst 1878 og lést í Köln 16. október árið 1944. Þýskir Jesúítar minntust Nonna í dag með sérstakri þakkargjörðarmessu í St. Fanziskus-Hospital í Köln svo sem sjá má á vefsetri þeirra hér: http://www.jesuiten.org/aktuell/index.htm. Nonni ritaði flestar bækur sínar á þýsku en þær náðu mikilli útbreiðslu og hafa verið þýddar á yfir 30 tungumál. Kvikmynd byggð á þekktasta verki hans "Nonni og Manni" var gerð árið 1988.

04.11.07

  20:51:34, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 611 orð  
Flokkur: Kaþólska kirkjan á Íslandi, Trúarpælingar, Þjóðfélagskenningin

Um friðarboðskap kristninnar - 4. hluti - höfnun drambsins

Ekki er hægt að fjalla um friðarborðskap kristninnar án þess að víkja að höfnun hennar á drambseminni eða hrokanum, mannlegri tilhneygingu sem veldur vanlíðan og tortryggni og er því rót ófriðar í samfélagi manna. Kaþólska kirkjan flokkar drambið sem hina fyrstu af höfuðsyndunum eða dauðasyndunum sjö. Þessar syndir eru nefndar "höfuðsyndir eða dauðasyndir vegna þess að hver þeirra verður löngum orsök og undirrót annarra synda." [1] Sjá líka Síraksbók (10,7.15).

Vjer verðum sekir um drambsemi þegar vjer höfum of mikið álit á oss sjálfum, en gefum eigi Guði þá vegsemd er honum ber, eða fyrirlítum náunga vorn. [2]

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

27.10.07

  21:40:37, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 907 orð  
Flokkur: Kaþólska kirkjan á Íslandi, Trúarpælingar

Um friðarboðskap kristninnar - III. hluti - höfnun ágirndar og öfundar

Fleiri innri kenndir mannsins geta valdið ytri ófriði en reiði og meðal þeirra má nefna öfundina og ágirndina sem líta má á að séu brot á sjöunda, níunda og tíunda boðorðinu. Enginn getur hamið neina aðra öfund eða ágirnd en sína eigin enda hefur það sýnt sig að það eitt getur verið ærið verkefni hverjum manni. Ef þið lesendur góðir viljið því berjast fyrir betri heimi þá er verkefnið sannarlega bæði brýnt og ærið en það þarf ekki að fara langt til að byrja og góður vilji er allt sem þarf. Ekki er nauðsynlegt að bylta þjóðskipulagi eða menningu heldur fyrst og fremst sínu eigin hugarfari og hegðun. Jöfnuður samfélagsins verður að vera afleiðing innri sáttar en ekki einfalds ytra réttlætis Hróa hattar. Og sem leiðsögn í þessum málum er vart hægt að finna betri texta um þessi mein en umfjöllun trúfræðslurits kirkjunnar þar sem segir:

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

25.10.07

  17:13:51, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 262 orð  
Flokkur: Kaþólska kirkjan á Íslandi

Hvar eru kaþólikkarnir?

Í nýlegri greinargerð Vinnumálastofnunar kemur fram að um 22.000 skráðir erlendir ríkisborgarar eru nú búsettir á landinu. Langflestir þeirra sem koma til starfa hingað til lands frá ríkjum utan gamla evrópska efnahagssvæðisins koma frá Póllandi [1] Í nýlega útgefnu Merki krossins tímariti kaþólsku kirkjunnar á Íslandi kemur fram að í árslok 2006 er heildarfjöldi kaþólskra sagður 7.283. [2] Ef hlutfall kaþólskra meðal hinna erlendu verkamanna er varlega áætlað um 50% sem er ekki fráleitt því margir þeirra koma frá Póllandi þá ættu kaþólikkarnir samt að vera um 11.000 en nú er vitað að í landinu er fyrir margt kaþólskt fólk sem er ríkisborgarar. Það er því ekki fráleitt miðað við þessar tölur að giska á að í landinu séu að minnsta kosti 10.000 kaþólikkar jafnvel enn fleiri.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

20.10.07

  22:17:02, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 929 orð  
Flokkur: Trúarpælingar

Um friðarboðskap kristninnar - II. hluti - höfnun reiðinnar

Ef horft er á hvernig einstaklingar geta fært nánasta umhverfi sínu hinn kristna frið þá er það fyrst og fremst með innri sátt við sjálfan sig, Guð og heiminn, þ.e. alla tilveruna með tilliti til þessa heims og hins komandi. En þó þessi innri sátt sé til staðar þarf líka að leggja stund á ýmsar dyggðir því í hita og þunga daganna geta hæglega gerst atvik sem verða til að spilla friðnum ef ekki er höfð nægileg aðgát. Þar er komið að hinum kristnu dyggðum, t.d. þolinmæði og þeirri afstöðu að að reiði sé synd og brot á 5. boðorðinu.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

14.10.07

  14:14:20, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 1155 orð  
Flokkur: Trúarpælingar, Skírnin

Um friðarboðskap kristninnar - I. hluti

Friðarsúla Yoko Ono [1] til minningar um John Lennon er þarft framtak og er áskorun til allra góðviljaðra manna um að kjósa friðinn fremur en ófriðinn. Hún hvetur fólk til að velta fyrir sér hvað felst í hugtakinu 'friður' og hvernig er hægt að stuðla að innri og ytri friði og hvað einstaklingar geti gert til að stuðla að friði í sínu nánasta umhverfi, samfélaginu í heild og í samfélagi þjóðanna. Það fer sennilega eftir lífsafstöðu hvers og eins hvernig þessum spurningum er svarað en hér langar mig til að gera tilraun til að skoða lauslega nokkra punkta sem snerta afstöðu kristninnar til þessara spurninga.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

30.09.07

  18:42:49, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 782 orð  
Flokkur: Þjóðfélagsrýni, Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Af ummælum erkibiskupsins í Mósambik

Nýleg ummæli erkibiskupsins í Mósambik Francisco Chimoio um að sumar verjur framleiddar í Evrópu séu smitaðar með HIV veirunni hafa valdið hörðum viðbrögðum í Mósambik og þegar bloggarar landsins sáu þessa frétt á mbl.is voru þeir fljótir til athugasemda. Sjá hér: [Tengill] Umræða um afstöðu kaþólsku kirkjunnar til þessara mála hefur verið töluvert í kastljósinu hérlendis frá andláti Jóhannesar Páls II páfa á vordögum 2005. Ljóst er að ef rétt er eftir erkibiskupinum haft og á þessari stundu bendir ekkert til annars þá hefur hann farið langt yfir strikið með þessum ummælum.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

23.09.07

  14:31:36, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 1001 orð  
Flokkur: Þjóðfélagsrýni, Trúarpælingar

Kristindómurinn hafnar fíkninni ákveðið og alfarið

Fregnir af því þegar yfirvöld náðu að stöðva stórfellt fíkniefnasmygl í skútu til landins í vikunni hafa skiljanlega valdið umtali og umhugsun. Magnið sem gert var upptækt sýnir svo ekki verður um villst að markaður fyrir eitrið er orðinn allt of stór hér á landi. Hvað veldur? Er þessi fíkn eitthvað nýtilkomin? Hefur fíknin ekki alltaf verið vandamál? Nútímasamfélagið er flókið fyrirbæri en þó á því megi sjá galla þá hefur það líka marga kosti. Margbrotið og kröfuhart lífið í því getur þó líklega verið erfitt fyrir suma að höndla og þá er að grafast fyrir um ástæður.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

1 ... 2 3 4 5 ...6 ... 8 ...10 ...11 12 13