Blaðsíður: 1 ... 2 3 4 5 6 7 ...8 ... 10 ...12 13

02.05.07

  22:11:42, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 69 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Kaþólskur pakistani sætir pyntingum vegna meints guðlasts

Vefsetrið Asianews.it greindi frá því í síðustu viku að kaþólskur Pakistani hefði verið pyntaður af æstum múg vegna meintra móðgandi orða um spámanninn Múhameð. Lögreglan skarst í leikinn, færði manninn í fangelsi en reyndi þá að þvinga fram játningu. Í Pakistan eru þyngstu viðurlög við guðlasti dauðadómur. Sjá nánar um málið hér: [1]

13.04.07

  22:18:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 57 orð  
Flokkur: Önnur trúarbrögð

„Islamismi er veikleiki hins islamska heims“

Jesúítinn Samir Khalil Samir hefur birt nýjan pistil um islam á AsiaNews.it. Hann segir að bókstafleg útlegging á Kóraninum komi fram þegar islam sé í vanda og að þessar útleggingar séu rætur hins öfgafulla ofbeldis. Sumir Imamanna ýti undir þessa túlkun. Hvetja verði múslima til að hafna þessari afstöðu. [1]

  21:55:54, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 84 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Ný bók eftir páfa kemur út 16. apríl

13.04. 2007 (CWNews.com) - Ný bók eftir Benedikt XVI páfa, Jesús frá Nasaret mun koma í sölu í Evrópulöndum 16. apríl á 80 ára afmæli hans. Ensk þýðing bókarinnar mun verða fáanleg í næsta mánuði. Ítalski útgefandinn sagði í fréttatilkynningu í dag að „páfi væri ekki hræddur að segja heiminum að með því að útiloka Guð og ríghalda í efnislegan raunveruleika þá hættum við á sjálfseyðingu í sálfselskri eftirsókn eftir al- efnislegri velferð.“ [1]

  21:50:16, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 46 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

„Skortur á meinlætaaga orsakaði trúarlega hnignun“

13.4.2007 (CWNews.com) - Misnotkunarmálin innan kaþólsku kirkjunnar orsökuðust aðallega af skorti á meinlætaaga, sérstaklega innan klerkastéttarinnar. Þetta er niðurstaða höfunda nýrrar bókar um málin þar sem niðurstöður rannsókna eru dregnar saman: [1]

  21:40:09, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 95 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Móðgandi myndatexti um Píus páfa XII á ísraelsku safni

12.04.2007 (CWNews.com og AsiaNews.it) - Mynd af Píusi XII páfa í safni í Ísrael hefur valdið spennu í samskiptum Páfagarðs og Ísraels því búið er að koma texta fyrir undir myndinni sem gefur til kynna að páfinn hafi látið sig þjáningar gyðinga í helförinni litlu varða. Sendifulltrúi Páfagarðs hefur ritað forstöðumanni safnsins bréf og mótmælt þessu. Hann segir að sögulegar rannsóknir hafi sýnt að páfinn hafi unnið ötullega að því að vernda gyðinga fyrir nazistum. [1] og [2]

08.04.07

  20:45:17, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 93 orð  
Flokkur: Dymbilvika og páskar, Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Til borgarinnar og heimsins - Urbi et orbi

8.04.2007. (AsiaNews.it) - Benedikt páfi XVI flutti boðskap sinn 'Urbi et orbi' eða 'til borgarinnar og heimsins' í dag á Péturstorginu í viðurvist meira en 100 þúsunda. 'Til borgarinnar' vísar til þess að hann er biskup Rómaborgar og því andlegur leiðtogi hennar og 'til heimsins' vísar til hirðisstarfs hans sem páfa og leiðtoga kaþólsku kirkjunnar. „Mannkynið verður að finna á nýjan leik hið sanna andlit Guðs“ sagði páfi m.a. í ávarpi sínu. Að lokum flutti hann kveðju á 62 tungumálum. [1]

  10:53:38, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 120 orð  
Flokkur: Dymbilvika og páskar, Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

„Þessi kærleikur er sterkari en dauði“

8.4.2007. (AsiaNews.it) - Páfi leiddi páskavökuna, hátíðlegustu athöfn kaþólsku kirkjunnar innan kirkjuársins í Péturskirkjunni í gærkvöldi. Við þetta tækifæri minntist hann skírnarinnar sem hann sagði að sameinaði manninn Kristi og líkti henni við nýja fæðingu. „Hlið dauðans eru lokuð og enginn kemur þaðan ... En Kristur hefur lykilinn. Kross hans opnar upp á gátt hlið dauðans ... Kross hans, hans róttæki kærleikur er lykillinn sem opnar dyrnar. Kærleikur þess sem þó hann væri Guð gerðist maður til þess að deyja. Þessi kærleikur hefur kraft til að opna dyrnar. Þessi kærleikur er sterkari en dauði.“ [1]

  10:37:31, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 78 orð  
Flokkur: Fastan, Dymbilvika og páskar, Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Páfi biður krossferilinn í Kólosseum

4.7.2007. (AsiaNews.it) - Að venju bað páfi krossferilsbænir í Kólosseum á föstudaginn langa. Krossferilsbæn felst í því að gengið er milli 14 staða og við hvern stað er ákveðinna atriða píslarsögunnar minnst. Páfi sagði við þetta tækifæri að íhugun píslarsögunnar minnti á þá sem þjást í heiminum því að vera kristinn þýddi það að hafa hjarta sem væri móttækilegt fyrir kvöl og þjáningum annarra. [1]

07.04.07

  14:10:44, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 92 orð  
Flokkur: Kaþólska kirkjan á Íslandi, Dymbilvika og páskar

Páskavökur í kaþólskum kirkjum landsins

Aðfaranótt páska er helgasta nóttin í kirkjuárinu. Fyrst um sinn er dimmt í kirkjunni. Þá verður kveiktur páskaeldur og af honum er kveikt á páskakerti til tákns um upprisu Jesú Krists.

Páskavaka hefst kl. 22 í Kristskirkju Landakoti. Í Maríukirkju Breiðholti hefst vakan kl. 22.30, Í Jósefskirkju Hafnarfirði kl. 21. Í kapellu St. Fransiskussystra Stykkishólmi hefst páskavakan kl. 22. Á Ísafirði hefst páskavakan kl. 19. Í Péturskirkju við Eyrarlandsveg á Akureyri hefst páskavakan kl. 22. Í Barbörukapellu Keflavík hefst páskavakan kl. 19.

Kaþólska kirkjublaðið nr. 4, 2007 bls. 18-19.

06.04.07

  10:48:03, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 94 orð  
Flokkur: Kaþólska kirkjan á Íslandi, Fasta og yfirbót, Fastan

Föstudagurinn langi - dagur föstu og yfirbótar

Föstudagurinn langi er lögboðinn föstu- og yfirbótadagur. Í Kristskirkju Landakoti hefst krossferilsbæn kl. 11 og guðsþjónusta er kl. 15. Krossferilsbæn á ensku hefst svo kl. 17. Skriftir eru kl. 10-11 og að guðsþjónustu lokinni til kl. 17.

Í Jósefskirkju Hafnarfirði verða beðnar krossferilsbænir kl. 11, skriftir eru kl. 12-14.30. Guðsþjónusta til minningar um þjáningar og dauða Drottins er kl. 15.

Í Maríukirkju við Raufarsel hefst krossferilsbæn og guðsþjónusta kl. 15. Skriftir eru kl. 14-14.30.

Kaþólska kirkjublaðið nr. 4, 2007 bls. 16-17.

04.04.07

  21:15:32, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 147 orð  
Flokkur: Kaþólska kirkjan á Íslandi, Tilbeiðsla, Trúarpælingar

„Getið þér ekki beðið með mér eina stund?“

„Getið þér ekki beðið með mér eina stund?“ Þess spurði Jesús lærisveina sína í grasgarðinum. Þessum orðum Jesú er beint enn í dag til fylgjenda hans til hvatningar til að dvelja með honum á bæn. Því er hefð að biðjast fyrir í kaþólskum kirkjum að lokinni kvöldmessu á skírdag. Í Kristskirkju í Landakoti er kvöldmáltíðarmessa kl. 18 og tilbeiðsla altarissakramentisins við Jósefsaltarið til miðnættis. Í Maríukirkju við Raufarsel Breiðholti er tilbeiðslustund að lokinni kvöldmessunni sem hefst kl. 18.30. Í Jósefskirkju Hafnarfirði er messa kl. 18.30 og tilbeiðsla altarissakramentisins til kl. 21. Í Barbörukapellu í Reykjanesbæ er messa kl. 19 og tilbeiðsla til kl. 21. Í Stykkishólmi er messa kl. 18 og tilbeiðsla til kl. 22. Á Ísafirði er messa kl. 19 og tilbeiðsla til kl. 21. Á Akureyri er messa kl. 18 og tilbeiðsla til miðnættis.

30.03.07

  23:00:54, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 67 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Breska lávarðadeildin stöðvar fyrirætlanir um spilavíti

Manchester, 29.03.2007. (indcatholicnews.com). Breska lávarðadeildin felldi í atkvæðagreiðslu áform um að stofna fyrsta risaspilavíti Bretlandseyja í Manchester. Neðri deild þingsins hafði áður samþykkt þessa heimild. Samtök trúarhópa í Manchester FN4M höfðu unnið ötullega gegn þessum áformum. Einnig var fyrirhugað að reisa 16 minni spilavíti víðar á Bretlandi en þau áform verða nú lögð á hilluna. [1]

  22:49:10, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 75 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

„Trúfrelsi er ekki bara rétturinn til að tilbiðja“

London 29.03.2007. (Zenit.org og indcatholicnews.com).- Murphy O'Connor kardínáli sagði nýlega að trúfrelsi væri ekki bara rétturinn að tilbiðja. Kardínálinn lét jafnframt í ljósi áhyggjur sínar yfir því að breskt þjóðfélag væri að ýta trúnni út á jaðarinn. „[Trúfrelsi] er frelsið að mega þjóna samfélaginu í ljósi sannfæringar okkar“ sagði kardínálinn. [1] og [2]

  22:38:10, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 34 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

„Fyrstu réttindi barna eru að fá að fæðast“

Genf, 29.03.2007. (Zenit.org). „Fyrstu réttindi barna eru að fá að fæðast.“ Þetta sagði fastafulltrúi Páfagarðs hjá Sameinuðu þjóðunum Tomasi erkibiskup í nýlegu ávarpi sem hann flutti. [1]

  22:26:30, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 53 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Verður gamla messuformið leyft aftur?

30.03.2007. (catholicnews.com) Heimildir eru fyrir því að bráðlega muni Benedikt XVI páfi heimila notkun gamla messuformsins (Trident) sem notað var fyrir 2. Vatíkanþingið. Áður en hann varð páfi hafði hann gagnrýnt hinar róttæku breytingar sem Páll VI heimilaði á hinu á hinu 400 ára gamla messuformi. [1]

29.03.07

  20:52:35, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 71 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Kaþólskum presti stefnt fyrir andkommúnískan áróður í Hanoi

Hanoi, 29.3.2007. (Asianews.it). Nguyen Van Tranh hefur skrifað frétt á Asianews.it þar sem hann greinir frá því að kaþólskum presti séra Ly hafi verið stefnt fyrir dómara og hann ákærður fyrir áróður gegn kommúnistaflokknum. Samkvæmt víetnömskum lögum er trúfélögum ekki heimilt að starfa í skólum, heilsustofnunum, við félagsþjónustu eða að útgáfu. [1]

  20:43:13, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 51 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Ítalska biskuparáðið mælir gegn borgaralegum giftingum

Róm, 29.3.2007. (AsiaNews.it). Ítölsku biskuparnir segja að kristnir stjórnmálamenn eigi að greiða atkvæði gegn frumvörpum sem heimili borgaralegar giftingar, þar með talin samkynja sambönd. Yfirlýsingu biskupanna ber ekki að túlka sem afskiptasemi heldur sem ábendingu til góðs fyrir samfélagið. [1]

  20:35:46, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 73 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Breskur kardínáli gagnrýnir lagasetningu um ættleiðingar

London 29. mars 2007. (catholicnews.com). Breski kardínálinn Murphy O'Connor hefur gagnrýnt nýlega lagasetningu sem fór í gegnum breska þingið án mikillar umræðu en samkvæmt þessum lögum mun 13 kaþólskum ættleiðingarstofnunum m.a. verða gert að miðla börnum til fólks í samkynja samböndum. O'Connor og aðrir breskir biskupar hafa sagt að hugsanlega muni lagabreytingin neyða kirkjuna til að loka þessum stofnunum. [1]

  20:25:55, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 48 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Frönsk nunna læknast af parkinsonsveiki

París, 29. mars 2007 (CWNews.com). Frönsk nunna langt leidd af parkinsonsveiki er sögð hafa læknast eftir að heitið var á milligöngu hins þá nýlátna páfa Jóhannesar Páls II. Regla nunnunnar hefur heitið því að greina frekar frá málinu á næstunni. [1]

24.03.07

  23:26:33, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 76 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Evrópskir biskupar þinga í Róm

24.03.2007. AsiaNews.it. Evrópskir biskupar héldu fund í Róm til að minnast 50 ára afmælis Rómarsáttmálans. Vörn lífsins, réttindi foreldra til að mennta börn sín og trúfrelsi sem annað og meira en persónuleg réttindi eru áhersluatriði kaþólsku kirkjunnar. „Evrópa verður að viðurkenna hinar trúarlegu rætur sínar“ sagði Mgr. Angelo Bagnasco forseti fundarins í ávarpi sínu. [1]

  23:16:53, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 99 orð  
Flokkur: Lífsvernd, Þjóðfélagsrýni

Suður-Kórea: Leyft að gera tilraunir á fósturvísum

24.03.2007. AsiaNews.it. Leyft verður að gera tilraunir á klónuðum fósturvísum í Suður-Kóreu. Leyfið mun taka gildi á næsta ári. Tilraunir á nýjum eggjum kvenna verða þó ekki leyfðar heldur á eggjum sem afgangs verða við tæknifrjóvganir. Eggjagjafir til tilrauna og kaup á eggjum verða einnig bannaðar. Kaþólska kirkjan er í hópi þeirra sem álíta að fósturvísir sé mannvera og eigi því að njóta mannhelgi og mannréttinda. Varnarleysi mannverunnar eigi ekki að réttlæta það að gerðar séu tilraunir á henni. Sjá tengil: [1]

  23:02:26, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 72 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

24 kaþólskir trúboðar féllu fyrir árásarmönnum árið 2006

24.03.2007. AsiaNews.it. Dagurinn í dag, 24. mars er helgaður trúboðsfélögum kaþólsku kirkjunnar og fórna trúboðanna minnst með bænum og föstu. Þessi dagsetning var valin til að minnast árásarinnar á Romero erkibiskup í El Salvador en hann var skotinn til bana við altarið á þessum degi árið 1980. 24 kaþólskir trúboðar féllu fyrir hendi árásarmanna við skyldustörf sín árið 2006. Sjá tengil: [1]

23.03.07

  23:05:01, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 471 orð  
Flokkur: Trúin og menningin

Af bergnumdu fólki - mennska, ómennska og tröllskapur

Af íslenskum þjóðsögum eru tröllasögurnar líklega litnar mestu hornauga af þeim sem lesa þær sér til gagns og gamans í dag og helgast það líklega af áhrifum frá skynsemishyggju. Þó verið geti að enn örli á huldufólks og draugatrú hjá landanum þá má líklega gefa sér að þeir séu fáir meðal núlifandi íslendinga sem leggja nokkurn trúnað á tröllasögurnar eða líta svo á að þær hafi neitt annað að bjóða en í mesta lagi góða kvöldsögu fyrir börnin.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  20:59:23, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 106 orð  
Flokkur: Önnur trúarbrögð

Fjölhyggjan og islam - stjórnarskrárnar og sharia

23.03.2007. AsiaNews.it. Jesúítinn Samir Khalil Samir hefur ritað sinn þriðja pistil um fjölhyggjuna og islam og birtist hann á AsiaNews.it í dag. Þar fjallar hann um aðlögun ýmissa Evrópulanda að islam. Í Bretlandi hafa múslimar farið fram á breytingar á breska skólakerfinu, m.a. að stúlkur fái frí í leikfimi. Ástæðan er sú að skv. sharia lögmáli múslima má ekki sjást í bert hold stúlkna og ekki er ætlast til að drengir og stúlkur hittist á almannafæri. Í sögu og trúfræðslu fara þeir fram á endurskoðun m.t.t. islamskra gilda. Sjá tengil: [1].

  20:24:04, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 110 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Viðræður kaþólskra og gyðinga í Jerúsalem

Róm, 20. mars 2007. (Zenit.org).- Dagana 11.-13. mars sl. fóru fram í Jerúsalem viðræður milli sendinefndar Páfagarðs og sendinefndar ísraelska aðalrabbínans. Að viðræðum loknum gáfu leiðtogar þeirra út sameiginlega yfirlýsingu. Þar kom fram ósk um að viðræðurnar yrðu báðum trúarsamfélögum til blessunar. Þeir undirstrikuðu að Guð hefði skapað manninn sem félagsveru og því væri frelsi hans takmörkum sett. Frelsi viljans væri komið frá Guði og væri því ekki algert heldur ætti það að endurspegla vilja Guðs og lögmál hans. Sjá tengil: [1].

22.03.07

  21:37:27, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 339 orð  
Flokkur: Trúarpælingar, Forvarnir, Hjónabandssakramentið, Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

„Frjálslyndi í kynferðismálum hefur grafið undan frelsi kvenna“

Þetta sagði Melinda Tankard Reist, stofnandi Womens Forum Australia www.womensforumaustralia.org í viðtali við Zenit fréttaþjónustuna. American Psychological Association APA hefur nýlega gefið út skýrslu um skaðvænleg áhrif klámvæðingar. Sjá tengil: [1]

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  21:20:45, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 79 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Erkibiskup í Zimbabwe hvetur til friðsamlegrar andspyrnu

22. mars 2007, CWNnews.com. Pius Ncube erkibiskup í Zimbabwe hefur hvatt fylgjendur sína til að mótmæla mannréttindabrotum sem ríkisstjórnin þar í landi hefur staðið fyrir og að beita friðsamlegri andspyrnu til að fella stjórnina. „Við verðum að standa staðföst, jafnvel andspænis skothríð“ sagði erkibiskupinn í kjölfar nýlegrar öldu ofbeldis þar sem stuðningsmenn stjórnarinnar hafa fangelsað eða drepið pólitíska andstæðinga. Sjá tengil: [1].

21.03.07

  21:04:56, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 63 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Bandarískur biskup fordæmir klám

Zenit.org. Kaþólski biskupinn í Kansas City Robert Finn gaf í síðasta mánuði út hirðisbréf [1] þar sem hann fordæmir klám og segir það ógna mannlegri virðingu. Í viðtali við Zenit fréttaþjónustuna [2] fjallar hann um skaðvænleg áhrif kláms og hvernig hægt sé að vinna gegn áhrifum þess innan fjölskyldunnar.

19.03.07

  23:46:44, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 116 orð  
Flokkur: Trúarpælingar, Páfinn

„Friðurinn byggist á því að tillit sé tekið til réttinda annarra“

„Skyldan til að virða reisn sérhvers manns, því að í eðli hans endurspeglast mynd skaparans, felur í sér sem afleiðingu að enginn maður má ráða yfir persónu annars mann[s] að vild. Hver sem fagnar því að fara með mikið pólitískt, tæknilegt eða efnahagslegt vald, má ekki notfæra sér það til að ganga á rétt annarra sem minni árangri hafa náð í lífinu. Friðurinn byggist nefnilega á því að tillit sé tekið til réttinda annarra. Hvað þetta snertir gerir kirkjan sig að verjanda grundvallarréttinda hvers og eins manns.“

Tilvitnun úr boðskap hans heilagleika Benedikts XVI
á heimsfriðardaginn 1. janúar 2007 Sjá tengil: [1]

  23:32:22, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 78 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Rannsóknarnefnd filippseyskra biskupa staðfestir kosningasvindl 2004

AsiaNews.it. Rannsóknarnefnd filippseyskra biskupa staðfestir kosningasvindl í kosningunum 2004. Talið er líklegt að einn mótframbjóðenda Arroyo hafi orðið af 600 þús. atkvæðum. Ekki er þó talið að þetta hafi skipt sköpum í kosningunum. Rannsóknarnefndin telur ekki að Arroyo sé heilinn á bakvið svindlið heldur fólk nálægt henni. [1] Nýlegar fréttir greina frá því að biskuparnir hafi hafnað tilboði valdstjórnarinnar um að þeir styðji ákveðna frambjóðendur. [2]

  23:03:49, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 53 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Kristnir greiða verndargjald í Írak

AsiaNews.it greinir frá því að kristnir hópar í Bagdad og Mosul séu látnir greiða verndargjald til vopnaðra hópa múslima, svonefnt jizya sem tíðkaðist á tímum Ottómannaveldisins. Þeim er jafnframt sagt að þeir megi ekki láta yfirvöld vita af þessu. Sjá tengil: [1]

17.03.07

  01:01:08, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 111 orð  
Flokkur: Trúarpælingar, Páfinn

Afnám syndarinnar hefur í för með sér aukna sektarkennd

Páfagarði 16.3.2007 Zenit.org.
Í ávarpi til nývígðra presta sagði Benedikt Páfi XVI að missir syndarhugtaksins úr nútíma þjóðfélagi hafi haft í för með sér aukna sektarkennd. „Í dag blasir við mannkyn sem vill vera sjálfu sér nægt, þar sem margir trúa því að hægt sé að lifa góðu lífi án Guðs.“ „En samt sem áður“ bætti páfi við „virðast því miður margir vera dæmdir til að takast á við tilvistarlegt tómarúm, svo mikið ofbeldi og svo mikil einsemd íþyngir hinum mannlega anda á þessari samskiptaöld!“ Sjá tengil: [1]

14.03.07

  23:57:52, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 60 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Mótmælendaprestur dæmdur í fjögurra ára fangelsi

Mótmælendapresturinn Dmitry Shestakov var dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Úzbekistan. Hann var fundinn sekur um að hafa rætt við fólk og haldið ræður. Lögreglan tekur myndir af fólki sem kemur í kirkju og yfirheyrir það. Trúfrelsi er áfátt í Úzbekistan og lögregluaðgerðir tíðar gegn kristnum söfnuðum: [1]

  23:32:28, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 51 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Kaþólskir biskupar á Bretlandseyjum mótmæla kjarnorkuvopnum

Kaþólskir biskupar á Bretlandseyjum hafa beitt sér gegn endurnýjun Trident kjarnaflaugakerfisins en umræður um það eru í breska þinginu. Það viðhorf hefur komið fram að endurnýjun breska kerfisins á þessum tímapunkti sé óheppilegt og leiði til aukinnar framleiðslu þessara vopna í heiminum. Sjá eftirfarandi tengla: [1],[2] og [3].

13.03.07

  23:21:53, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 122 orð  
Flokkur: Önnur trúarbrögð, Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Tveir fréttamolar af Asianews

Pútín Rússlandsforseti hitti Benedikt páfa XVI í Páfagarði nú síðdegis. Þeir ræddust við í um 25 mínútur og skiptust á gjöfum. Sjá hér: [Tengill]

Í nafni fjölmenningarhyggju færist í vöxt að leyfa fjölkvæni meðal múslima á á Grikklandi. Sú spurning er skoðuð hvað gera eigi ef maður sem á fjórar konur flytur til Ítalíu. Hver múslimskur karl má eiga fjórar konur en kona má aðeins eiga einn mann á þeirri forsendu að annars væri ógerlegt að feðra börnin. Sjá hér: [Tengill]. Hin kristna lífssýn byggir eins og kunnugt er á því að hjónabandið sé samband eins karls og einnar konu.

1 ... 2 3 4 5 6 7 ...8 ... 10 ...12 13