Blaðsíður: 1 2 4 5 ...6 7

28.04.08

  22:48:40, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 222 orð  
Flokkur: Kraftaverk gerast

Föðurhlutverk prestsins

Úr bókinni "Kraftaverk gerast" eftir Systur Briege McKenna.

"……… Presturinn er kallaður til að vera faðir. Hvað er faðir?

Faðir er maður sem Guð notar til að kveikja líf. Sú athöfn manns að kveikja líkamlegt líf er aðeins upphaf föðurhlutverksins. Að fæða barn inn í þennan heim er mjög lítill hluti þess en fullkomnun föðurhlutverksins verður aðeins að veruleika þegar faðirinn elskar, mótar, leiðréttir og leiðir börn sín. Faðir verður að vera viðstaddur og sýna börnum sínum blíðu og ástúð. Hann sér börnum sínum fyrir fæðu svo þau geti vaxið og orðið sterk. Hann aflar þeim menntunar. Hann kennir þeim að greina rétt frá röngu, þroskar með þeim siðferðisvitund, elur þau upp í kærleika og Guðsótta. Hann býr þau undir að búa í samfélaginu og heiminum þar sem þau munu seinna gera hið sama.

Þetta er hlutverk manns sem getur börn sín líkamlega og elskar þau síðan.

Sömu skyldur eru lagðar á herðar prestsins sem föður hinna trúuðu. Guð hefur valið prestinn sem andlegan föður. ………"

http://www.sisterbriege.com/

27.04.08

  22:56:43, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 373 orð  
Flokkur: Nokkrir gullmolar úr Tkk

Boðorð kirkjunnar

2041. Boðorð kirkjunnar eru sett í tengslum við siðferðilegt líf sem bundið er helgisiðalífi og nært af því. Skuldbindingar þessara laga sem gefin eru út af þjónustuvaldinu eru þess eðlis að þeim er ætlað að tryggja að lágmarki hinum trúuðu nauðsynlegan bænaranda og siðferðilega atorku til að vaxa í kærleika til Guðs og náungans: ………

Read more »

26.04.08

  22:52:17, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 282 orð  
Flokkur: Dýrlingarnir og hetjur

Móðir Teresa frá Kalkútta

Móðir Teresa frá Kalkútta fæddist árið 1910. Hún hét Agnes Gonxha Bojaxhiu þá. Faðir hennar var búðareigandi og Agnes átti eina systur og einn bróðir.

Er hún var tólf ára var hún þegar viss um að Guð var að kalla hana til þess að verða trúboðsnunna. Hún gerðist meðlimur í Loretto reglunni og var á endanum send til Kalkútta á Indlandi, til þess að kenna í skóla þar. Þetta gerði hún í mörg ár.

Árið 1946 gerði Móðir Teresa sér grein fyrir því að Guð vildi að hún breytti vinnu sinni, frá kennslu yfir í það að hjálpa fátæku, veiku og dauðvona fólki.

Tveimur árum seinna eða í ágúst árið 1948, breytti hún klæðum Loretto nunnana í nýjan, fyrir framtíðar reglu sína; ódýran og látlausan hvítan sarí, eins og þau klæði sem indverskar konur klæðast, með bláum borða, lítinn kross nældan vinstra megin á öxlinni og opnum sandölum sem fótbúnað.

Smátt og smátt fóru ungar stúlkur að gerast meðlimir í reglu hennar og árið 1950 var regla trúboðs Kærleiksboðberanna samþykkt af Páfanum.

Kærleiksboðberarnir, reglusystur Móður Teresu í Kalkútta, sem vinna hin erfiðustu störf myrkranna á milli, helga ævinlega alllangan hluta hvers dags bænahaldi og hugleiðingu, auk daglegrar messu, og Móðir Teresa heldur því statt og stöðugt fram, að án þessa sambands við Guð, væri þeim ómögulegt að halda áfram starfi sínu í þágu hinna þjáðu.

25.04.08

  22:45:13, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 170 orð  
Flokkur: Vegurinn, sannleikurinn og lífið

Hvað hrífur okkur meira en ………?

Kafli úr bókinni VEGURINN, SANNLEIKURINN OG LÍFIÐ sem er trúfræðslurit um kaþólska trú (1981).

(7. k.)

"……… Í 10. kafla Markúsarguðspjalls er frá því sagt að ungur maður kemur til Jesú og spyr: "Góði meistari, hvað á ég að gera til þess að öðlast eilíft líf?" Hann er því að leita þess sem ævarandi er, þess sem veitir lífinu fyllingu. Jesús bendir honum þá á boðorðin. Ungi maðurinn segir að þau hafi hann haldið frá æskudögum sínum. Ljóst er að hann hefur ekki fundið innihald lífsins, lífshamingjuna, í því og þessvegna heldur hann áfram að spyrja. Og þá kemur það sem úrslitum ræður: "Jesús horfði á hann með ástúð." Það er upphaf lífshamingjunnar, þess að finna innihald lífsins, að einhver tekur á móti okkur með kærleika. Það eru áhrifaríkustu tíðindin sem menn geta fengið, því að hvað hrífur okkur meira en að komast að raun um að við séum elskuð? ………"

24.04.08

  22:24:16, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 36 orð  
Flokkur: Bænir

Engill Guðs

Engill Guðs, sem ég er á hendur falin(n),
til helgrar gæslu fyrir Guðs mildi,
vert þú ljós mitt og leiðtogi,
og varðveit þú mig í dag
fyrir allri synd og hættu. Amen.

23.04.08

  14:58:38, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 624 orð  
Flokkur: Vegurinn, sannleikurinn og lífið

"Hver mun frelsa mig frá þessum dauðans líkama?

Kafli úr bókinni VEGURINN, SANNLEIKURINN OG LÍFIÐ sem er trúfræðslurit um kaþólska trú (1981).

(7. k.)

"……… Þó að maðurinn hafi eignast allt það, sem lífið hefur að bjóða, er hann ekki þar með laus við alla óánægju. Hvernig skyldi annars standa á því að menn, sem allt geta látið eftir sér, velja þann kost að yfirgefa lífið af frjálsum vilja? Á því er ekki til önnur skýring en sú að ekkert sem á jörðu finnst getur fullnægt manninum, ekkert af því getur veitt honum það yndi að hann þrái ekkert eða vænti sér einskis fram yfir það.

Af því sjáum við ljóslega að raunveruleg fylling lífsins hlýtur að eiga sér einhverjar aðrar rætur. Það er sama, hvað við tökum til bragðs; ef við ætlum að treysta á vöntunarkennd sem í okkur býr. Samkvæmt því sem í Biblíunni segir, mun manninum aldrei lánast að endurnýja líf sitt af eigin rammleik. Páll postuli lýsir þessari ófullnægðu þrá í Rómverjabréfinu, er hann hrópar: ………

Read more »

22.04.08

  23:08:20, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 73 orð  
Flokkur: Bænir

Ferðabæn

Drottinn Guð,
vernda þú líf mitt og limi á þessu ferðalagi
og lát mig ná áfangastað mínum heilu og höldnu.
Gjör þú ferðina góða og farsæla.

Lát mig gæta tungu minnar,
varast ölvun
og vera hjálpsamur,
ef aðrir þurfa á hjálp minni að halda.

Blessa þú mig, Drottinn Jesús,
og vernda mig frá skyndilegum dauða.

Blessaður veri Guð um aldir. Amen.

21.04.08

  21:55:46, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 385 orð  
Flokkur: Vegurinn, sannleikurinn og lífið

Að taka afstöðu

Kafli úr bókinni VEGURINN, SANNLEIKURINN OG LÍFIÐ sem er trúfræðslurit um kaþólska trú (1981).

(3. k.)

"……… Eigi einhver von á mikilvægum skilaboðum, gerir hann allt sem í hans valdi stendur til þess að þau skilaboð fari ekki framhjá honum. Sé það nú hinn óendanlegi Guð, sem er að tala við þann sem hann hefur skapað, þá getur hinum skapaða ekki staðið á sama um hvort það er Guð sem talar eða ekki, eða hvað hann er að segja. Sá möguleiki, þótt ekki væri annað, að Guð gæti hafa beðið fyrir einhver skilaboð til okkar, hlýtur að knýja okkur til þess að kanna það mál og spyrjast fyrir um, hvort hann hafi í raun og veru látið einhversstaðar til sín heyra.

En þegar Guð talar, svo að ekki verður um villst, þá verður maðurinn að bregðast öðruvísi við en hann gerir að jafnaði. Þá er hann sá, sem talað er til, og þá verður hann að hlusta og taka afstöðu samkvæmt því sem talað er til hans. Hann getur lokað augum sínum og eyrum fyrir ræðu Guðs og athöfnum hans og hann getur líka hlustað og horft. En það sem Guð segir, er aldrei án skuldbindingar, og þessvegna hefur maðurinn ekki heimild til að svara því sem honum sýnist. Annaðhvort trúir hann því sem Guð segir eða hann verður sekur við hann (og þá er auðvitað gengið út frá því að hann viti eitthvað um þær staðreyndir sem felast í opinberun Guðs). Guð talar ekki til mannsins nema hann hafi eitthvað mikilvægt að segja honum, og þessvegna er það á valdi mannsins að nota tækifærið til þess að kynnast því sem mestu máli skiptir fyrir hann, um hann sjálfan og veröldina hans, eða fleygja þessu tækifæri frá sér. Enda þótt margir, sem "fyrir utan standa", líti svo á að lífið verði auðveldara ef maðurinn hafi enga trú, þá getur hver raunverulega trúaður maður borið vitni um að hann finni í trú sinni sanna gleði og hún geri líf sitt auðugra en það ella hefði verið. ………"

20.04.08

  20:20:33, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 516 orð  
Flokkur: Kraftaverk gerast

Jesús, læknaðu mig ef þú vilt!

Systir Briege McKenna segir frá eftirfarandi atviki í bók hennar, Kraftaverk gerast:

"……… Kona kom til staðar þar sem faðir Kevin og ég vorum að prédika. Hún kom til mín frammi á gangi í húsinu og bað mig um að biðja með sér. Hún var örvæntingafull vegna þess að hún þjáðist af magakrabbameini. Hún var með æxli sem orsakaði mikla bólgu. Læknarnir höfðu sagt henni að það væri til einskis að skera hana upp vegna þess að ………

Read more »

19.04.08

  16:06:25, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 343 orð  
Flokkur: Vegurinn, sannleikurinn og lífið

Efasemdir og vantrú hafa sína þýðingu fyrir trúaðan mann

Kafli úr bókinni VEGURINN, SANNLEIKURINN OG LÍFIÐ sem er trúfræðslurit um kaþólska trú (1981).

(3. k.)

"……… Flestar mótbárurnar gegn tilveru Guðs byggjast nú á dögum á þjáningunni ……… Mannkynssagan öll, með blóði sínu og tárum, með tilgangsleysi sínu og ranglæti, virðist vera ein samfelld ásökun á hendur Guði. "Hvernig stendur á því að Guð lætur þetta viðgangast? Það lítur út fyrir að hann sé ekki til , fyrst allt gengur svona illa. Annaðhvort er Guð dauður eða hann þegir. Ef hann væri til, þá gæti hann, þá hlyti hann að breyta þessu öllu, því að almáttugur er hann víst. Fyrst hann lætur allt þetta viðgangast þá á hann sök á allri þessari eymd. Fyrst hann lætur svona lítið til sín taka í þessum heimi, þá verðum við mennirnir að taka til okkar ráða og endurbæta heiminn án hans." ………

……… Trúaðir menn eiga líka við svipaðar vandaspurningar og erfiðleika að stríða, ef þeir ganga ekki með bundið fyrir augun. En efasemdir og vantrú hafa sína þýðingu fyrir trúaðan mann, því að þegar hann áttar sig á, hversu mjög þær sækja að honum, rífur hann sig upp úr vanahugsunum og sjálfsánægju og skoðar málin á ný. Þannig neyðir vantrúin hinn trúaða til að endurskoða guðshugmyndir sínar annað veifið og tengja þær kröfum tímans. Þá fyrst er trú okkar sterk og þroskuð, þegar hún hefur tekist á við vantrúna og sigrað. Flestir menn verða einhverntíma á ævinni að ganga gegnum sitt vantrúarskeið en einmitt það getur orðið til þess að styrkja þá í trúnni þegar frá líður. En það er ekki skoðun okkar að menn þurfi að vera guðleysingjar til þess að geta þjónað mönnunum og til þess að geta gengið til fylgis við framfarir, tækni og heiminn yfirleitt, eins og hann er. ………"

18.04.08

  19:50:28, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 247 orð  
Flokkur: Dýrlingarnir og hetjur

Heilög Lúsía

Mey og píslarvottur - 13. des.

Talið er að Lúsía hafi fæðst árið 283. Foreldrar hennar voru aðalsfólk á Sikiley. Faðirinn dó á meðan hún var í bernsku svo að móðirin Eutychia sá um uppeldið. Eins og margir fyrstu píslarvottarnir hafði hún helgað meydóm sinn Guði, og von hennar var sú að geta gefið eigur sínar fátækum. Móðir hennar beitti sér gegn því fyrst í stað, en eftir að hún hafði hlotið undraverða lækningu, sem hún þakkaði Guði, gaf hún leyfi sitt fyrir því.

Þetta örlæti vakti mikla gremju hjá æskumanni einum heiðnum sem gegn vilja Lúsíu hafði verið valinn brúðgumi hennar. Hann kom boðum til landstjóra Sikileyjar Paschasíusar að nafni um að Lúsía væri kristin. Þetta á að hafa gerst árið 303 á tíma ofsóknarinnar miklu gegn kristnum mönnum sem Díókletíanus keisari stóð fyrir. Lúsía var líflátin með sverði, sem rekið var ofan í háls hennar.

Áður en hún dó sagði hún fyrir um málagjöld Paschasíusar, skjót endalok bæði ofsóknarinnar miklu og veldi Díókletíanusar á keisarastóli.

Þannig styrkt af Brauði Lífsins ávann hún sér kórónu meydóms og píslarvættis.

Heilög Lúsía, bið þú fyrir oss.

17.04.08

  20:37:32, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 210 orð  
Flokkur: Kraftaverk gerast

Trú en ekki tilfinningar

Úr bókinni "Kraftaverk gerast" eftir Systur Briege McKenna.

Fólk kom til mín og sagði, "Ég finn ekki til neins í messunni. Hún er leiðinleg. Ég fæ miklu meira út úr því að fara á bænafundi þar sem allt er fullt af lífi og mér líður svo vel."

Ég svara alltaf, "Trú og tilfinningar eru tveir óskyldir hlutir. Það stendur hvergi í Biblíunni að Jesús segi, ,Tilfinningar þínar hafa bjargað þér' eða ,Þú læknast vegna tilfinninga þinna'." Hann hrósaði fólki vegna trúar þess. Trú er að trúa einhverju sem þú sérð ekki. Jesús sagði, "Blessaðir eru þeir sem sjá ekki en trúa þó."

Þetta er hin mikla áskorun fyrir okkur sem erum kaþólsk. Við getum ekki útskýrt altarissakramentið vegna þess að það er kraftaverk og leyndardómur. Það sem gildir er að trúa heldur í hjartanu frekar en að skilja í huganum. Tilfinningar gera Krist ekki viðstaddan í altarissakaramentinu. Það er máttur Heilags Anda, sem vinnur með tilstyrk vígðs prests, sem gerir Krist nærverandi meðal okkar í altarissakramentinu. Það getur verið að ég finni ekki til neins en Jesús er samt nærstaddur.

http://www.sisterbriege.com/

16.04.08

  10:25:35, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 304 orð  
Flokkur: Dýrlingarnir og hetjur

Maximilian (Max) Kolbe

Hinir heilögu – Fyrirmyndir á lífsleið okkar

Maximilian (Max) Kolbe
(14. ágúst)

Maximilian Kolbe fæddist 7. janúar 1894 í Zdunska-Wola í Póllandi. Hann lagði fyrst stund á nám í hinum litla prestaskóla Fransiskana í Lwów (Lemberg) og gekk ásamt með eldri bróður sínum í reglu Fransiskana þann 4. september 1911. Árin 1912–1919 dvaldist hann í Róm og lagði stund á kristilega heimspeki og guðfræði. Þar var honum einnig veitt prestvígsla 1918. Í Róm stofnaði hann árið 1917 trúarlegan félagsskap sem hann nefndi “Militia Immaculatae”, til þess að vinna að sinnaskiptum syndara og trúleysingja og fór sú hreyfing brátt vaxandi. Þess vegna byggði Kolbe klaustrið Niepokalanów í nágrenni Varsjár og varð fyrsti yfirmaður þess. Þaðan starfaði hann þrotlaust að útbreiðslu hreyfingar sinnar og mánaðarrits hennar “Riddara hinnar flekklausu meyjar”. Árið 1930 fór hann til Japans, samkvæmt beiðni Píusar XI páfa, og þar stofnaði hann ásamt með fjórum reglubræðrum sínum trúboðsstöð nálægt Nagasaki. Eftir sex ára árangursríkt trúboðsstarf hélt hann aftur heim til Póllands.

Þegar önnur heimsstyrjöldin var skollin á, kom séra Maximilian Kolbe flóttamönnum og fórnarlömbum styrjaldarinnar til hjálpar, meðal þeirra mörgum Gyðingum. Hinn 17. febrúar 1941 var hann tekinn til fanga ásamt með fjórum reglubræðrum sínum og eftir stutta dvöl í fangelsi í Varsjá var hann fluttur í fangabúðirnar í Auschwitz. Þar tók hann á sig sök annars fanga og dó 14. ágúst 1941.

Séra Maximilian Kolbe var tekinn í tölu hinna sælu 17. október 1971 og í ársbyrjun 1983 lét Jóhannes Páll II páfi taka hann í tölu heilagra.

***********
Grein þessi birtist í Kaþólska kirkjublaðinu í júlí / ágúst 2006.

15.04.08

  22:57:05, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 656 orð  
Flokkur: Kraftaverk gerast

Skírn í Heilögum Anda

Úr bókinni "Kraftaverk gerast" eftir Systur Briege McKenna.

"Þrátt fyrir allt þetta var það ekki fyrr en eftir mína eigin líkamlegu lækningu, að ég fékk nýjan skilning á altarissakramentinu. Eftir að hafa hlotið "skírn í Andanum", upplifði ég andlega vakningu sem hjálpaði mér að sjá skírar hina miklu gjöf sem Drottinn hefur gefið okkur með altarissakramentinu og hinum sakramentunum.

Ef til vill er mörgu fólki ekki kunnugt um hugtakið "skírn í Andanum". Þetta hugtak er tekið úr ritningunum, sérstaklega öðrum og ellefta kafla Postulasögunnar.

Við tökum við gjöfum Andans í skírninni. Við tökum við Heilögum Anda allt okkar líf - þegar við göngum til altaris og þegar við meðtökum öll hin sakramentin.

Þetta er eins og að fá ………

Read more »

14.04.08

  22:38:31, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 316 orð  
Flokkur: Til umhugsunar

Aðeins Guð getur fyrirgefið syndir

Það er satt að aðeins Guð getur fyrirgefið syndir. Þess vegna hneyksluðust menn á Jesú þegar hann sagði: "Syndir þínar eru fyrirgefnar." Menn sögðu að hann guðlastaði, að hann gerði sig að Guði. En kaþólskir trúa því að hann sé Guð og geti því, hafi getað og muni geta fyrirgefið syndir. Kirkjan kennir að Jesú hafi komið í þennan heim til að frelsa mennina frá syndum og færa þeim eilíft líf, að hann hafi látið lífið á krossinum vegna synda mannanna.

……… kirkjan er líkami Krists á jörðinni og hún heldur starfi hans áfram. Það væri í ósamræmi við starf Jesú og guðdóm ef kirkjan hefði ekki sérstakt umboð til að fyrirgefa syndir.
Jesús hefur sagt: "Hverjum sem þið fyrirgefið syndirnar, þeim eru þær fyrirgefnar, og hverjum sem þér synjið, þeim er synjað."

Þarna setur Jesús sáttmála Guðs og manna og fær lærisveinunum umboð til að fyrirgefa syndir. Þetta umboð hefur síðan gengið að erfðum í vígsluröð kirkjunnar allt frá Jesú.

Kaþólski presturinn fær þetta umboð Jesú til að fyrirgefa syndir þegar hann er vígður.

Kirkjan kennir að sakramentin séu sérstakir náðarfarvegir Guðs til mannanna til að standa gegn synd og til að öðlast andlegan þroska. Sakramentunum er því oft líkt við næringu. Þau séu andleg næring. Enginn nærist einu sinni á ári. Því sé gott að neyta þeirrar næringar oft og reglulega til að fá styrk til að standa gegn hinu illa og auka andlegan þroska. Margir kaþólskir skrifta því regulega. Ef það er ekki gert er hætta á að samviskan gangi stöðugt lengra í málamiðlun sinni við hið illa, myrkvist og verði blind á mun góðs og ills. ………

13.04.08

  14:58:06, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 175 orð  
Flokkur: Kraftaverk gerast

Líkamleg lækning og andleg

Systir Briege McKenna segir frá eftirfarandi atviki í bók hennar, Kraftaverk gerast:

"Margir koma til mín til þess að fá líkamlega lækningu og hafa engan áhuga á andlegri lækningu. Einu sinni hringdi maður í mig og sagði mér að hann væri mjög slæmur í fætinum. Ég svaraði, "Ég skal biðja með þér fyrir andlegri og líkamlegri lækningu."

Hann sagði, "Nei, þetta er allt í lagi. Hugsa þú ekki um andlegu lækninguna. Það er bara fóturinn á mér sem þarfnast lækningar."

Ég sagði við hann, "Þú þarft ekki fótinn þinn til að komast til himna, en þú þarft heilbrigða sál."

Fólk er ekki alltaf meðvitað um þörf sína fyrir andlega lækningu. Þetta skapar hættu fyrir fólk sem sinnir lækningum. Við getum orðið of spennt og upptekin af líkamlegri lækningu. Hún ætti að leiða okkur til andlegrar lækningar og dýpra sambands við Jesú."

http://www.sisterbriege.com/

12.04.08

  22:27:32, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 1003 orð  
Flokkur: Kraftaverk gerast

Að játast Guði

Systir Briege McKenna segir frá eftirfarandi atviki í bók hennar, Kraftaverk gerast:

Fyrir nokkrum árum kom faðir lítillar níu ára stúlku að hitta mig. Hann var örvilnaður. Einkabarn þeirra hjóna var að deyja úr hvítblæði. Hann hafði heyrt að ég hefði verið notuð sem verkfæri Drottins til að gefa fólki með hvítblæði lækningu, sérstaklega börnum.

Hann sagði í örvæntingu sinni, "Ég hef reynt allt en ekkert hefur virkað. Ég reyndi jafnvel Jesú en hann virkaði ekki heldur, svo að nú er það undir þér komið."

Ég svaraði, "Ef þú gleymir að ég vinn aðeins fyrir Jesú, ………

Read more »

11.04.08

  20:57:41, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 140 orð  
Flokkur: Til umhugsunar

Hinir hjartahreinu taka á móti fagnaðarerindinu

"Litli prinsinn fór aftur að sjá rósirnar:

- Þið eruð alls ekki líkar minni rós, þið eruð ekkert ennþá, sagði hann við þær. Þið hafið ekki bundist neinum og enginn hefur bundist ykkur. Þið eruð eins og refurinn minn var. Hann var aðeins refur eins og þúsundir annarra refa. En ég hef gert hann að vini mínum og nú er hann einstakur í heiminum.

... Og hann sneri aftur til refsins:
- Vertu sæll, sagði hann.
- Vertu sæll, sagði refurinn.

- Hér er leyndarmálið. Það er mjög einfalt: Maður sér ekki vel nema með hjartanu. Það mikilvægasta er ósýnilegt augunum.
- Það mikilvægasta er ósýnilegt augunum, endurtók litli prinsinn til þess að festa sér það í minni."

(Litli prinsinn eftir Antoine de Saint-Exupéry, bls. 61-62)

10.04.08

  22:57:33, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 49 orð  
Flokkur: Lífsvernd

Leyf mér að lifa.

Leyf mér að ganga inn í sólskinið.
Leyf mér að lifa.
Leyf mér að finna arma móður minnar umlykja mig.
Leyf mér að finna kærleika föður míns allt í kringum mig.
Leyf mér að vera hluti af sköpunarverki Guðs.

09.04.08

  10:30:47, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 852 orð  
Flokkur: Dýrlingarnir og hetjur

Ólafur helgi Noregskonungur

Á Norðurlöndum voru það konungarnir sem stóðu fyrir kristnitökunni og studdu hana. Þriðji píslarvotturinn á konungsstóli þeirra landa var Ólafur II Noregskonungur, fæddur 990, og höldum við minningarhátíð hans á sama degi og hinna fyrri. Víkingaferðirnar, sem hann tók þátt í sem ungur maður, komu honum í snertingu við kristinn sið. Kristindómurinn hafði svo djúp áhrif á hann að hann lét skírast í Rouen (Rúðuborg), Frakklandi.

Árið 1015 sneri hann aftur til Noregs, sameinaði landið með hernaði og samningum og lét krýna sig til konungs yfir öllum Noregi. Samtímis studdi hann markvisst og styrkti kristilegt trúboð í landinu.

Ýmsum norskum ættarhöfðingjum féll illa of mikill strangleiki hans og pólitísk markmið, og skipulögðu ………

Read more »

08.04.08

  12:06:51, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 1279 orð  
Flokkur: Dýrlingarnir og hetjur

Knútur Danakonungur

Knútur var sonur Sveins konungs sem ríkti í Danmörku 1047-1074. Þegar konungurinn dó völdu Danir fyrst Harald sem eftirmann hans. Þegar hann dó 1080, tók Knútur (fjórði konungur Dana með því nafni) við konungdómi.

Á hinum skammvinna stjórnartíma sínum lét hann boða kristna trú í Kúrlandi, Samogitíu og Litháen. Knútur sótti fast að efla konungsvaldið gegn aðlinum og bæta hina veiku stöðu kirkjunnar í Danmörku. Hann skipaði biskupa til þess að leysa hina veraldlegu aðalsmenn af hólmi og hann reyndi að bæta fjárhagsstöðu kirkjunnar með því að leggja á tíund. Þá kom hann örlátlega á fót líknarstofnunum til þess að bæta álit kirkjunnar meðal Dana. Líf hans, ekki aðeins hið pólitíska heldur einnig hið persónulega, einkenndist af ………

Read more »

07.04.08

  19:36:11, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 694 orð  
Flokkur: Dýrlingarnir og hetjur

Eiríkur helgi Svíakonungur

Heimildir eru mjög fáorðar um ævi og dauða þessa unga konungs, að því frátöldu sem sagt er frá honum í ævisögu hans sem skráð var á 13. öld. Hann mun hafa setið á konungsstóli Svía um miðja 12. öld. Um hann er sagt að hann hafi verið dyggðugur, trúaður og þegnum sínum góður konungur. Hann tókst á hendur krossferð gegn Finnum, ásamt með Henriki biskupi sínum, bæði til þess að efla áhrif Svía þar í landi og útbreiða kristinn sið. Hann bar sigurorð af Finnum er hann hélt heim til Svíþjóðar. Eiríkur átti þó ekki aðeins vini, heldur einnig ………

Read more »

06.04.08

  22:19:05, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 94 orð  
Flokkur: Kraftaverk gerast

Systir Briege og móður Teresa

Systir Briege McKenna segir frá eftirfarandi atviki í bók hennar, Kraftaverk gerast:

" ……… Ég spurði einu sinni móður Teresu hvað henni fyndist vera stærstu skilaboðin sem ég gæti gefið prestum. Hún brosti, tók um hönd mína og sagði, "Systir Briege, segðu þeim að þeir verði að biðja Jesú að gefa þeim hjarta sitt til að elska með. Segðu þeim að þeir verði að vera menn kærleikans, að þeir verði að elska syndarann, ekki syndina."………"

http://www.sisterbriege.com/

05.04.08

  22:30:41, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 418 orð  
Flokkur: Kraftaverk gerast

Að snerta Jesú í altarissakramentinu

Systir Briege McKenna segir frá eftirfarandi atviki í bók hennar, Kraftaverk gerast:

"……… saga um ungan prest. Hann hringdi í mig, mjög kvíðinn og hræddur. Hann hafði nýverið komist að því að hann hafði krabbamein í raddböndum og þurfti að láta fjarlægja raddböndin innan þriggja vikna. Hann sagðist vera örvæntingarfullur. Hann hafði aðeins verið vígður í um sex ár.

Á meðan ég bað með honum fann ég að Drottinn vildi að ég talaði við hann um altarissakramentið. Ég sagði við hann, "Faðir, ég gæti beðið með þér, og ég mun gera það, en hittir þú ekki Jesú í morgun? Hittir þú hann ekki á hverjum degi?" ………

Read more »

04.04.08

  15:19:59, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 469 orð  
Flokkur: Til umhugsunar

Upprisubrúin

Í Recife, höfuðborginni í fátækasta hluta Brasilíu, hafa nokkrar systur sest að í "favelunni". Favelan er fátækrahverfið. Þar býr fólk í kofum og hreysum, sem tjaslað er saman úr pappakössum, blikkplötum, spýtnarusli og hverju því, sem það hefur fundið. Í þessum skúrum er ekkert vatn, ekkert frárennsli og ekkert rafmagn. Systurnar búa við sömu kjör og hitt fólkið og lifa eins og það. Ef þær geta krækt sér í eitthvað að gera á milli, eiga þær peninga fyrir mat. Annars ekki. Alveg eins og hinir íbúarnir.

"Við viljum bara vera hérna", segja systurnar. "Við viljum sýna fólkinu að við og það séum samskonar fólk." Þegar fólkið kemur til okkar og spyr: "Hvað eigum við að gera?" þá segjum við: ………

Read more »

03.04.08

  07:59:34, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 454 orð  
Flokkur: Vegurinn, sannleikurinn og lífið

Ef maðurinn gerir ekki ráð fyrir Guði, verður hann sjálfur að spurningu sem ekkert svar finnst við.

Kafli úr bókinni VEGURINN, SANNLEIKURINN OG LÍFIÐ sem er trúfræðslurit um kaþólska trú (1981).

(1. k.)

Heimspekin lýsir manninum þannig að hann sé "opinn vera", sem sé að hann fari sífellt fram úr sjálfum sér yfir í nýja framtíð. Tómas Akvínas, guðfræðingur sem upp var á miðöldum, sagði að maðurinn gæti færst hið óendanlega í fang. Útheimtir tilvera slíkrar viðleitni og þrár ekki beinlínis aðra vídd, sem nær út fyrir jarðneska tilveru okkar, "hinn helminginn", sem er lífi okkar svo nauðsynlegur að án hans yrði það einskisvert? Án hans mætti með réttu segja að lífið væri tilgangslaust. Það sem þá vantar er hið takmarkalaus, eða nánar tiltekið hinn óendanlegi. …………

Read more »

02.04.08

  22:44:40, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 145 orð  
Flokkur: Við brosum!

Svona ljótur er ég þó ekki!

Eitt sinn, þegar fjöldi fólks þyrptist að Píusi páfa IX, tróð sér maður fram úr hópnum og rétti feimnislega að honum lítið málverk í þeirri von að hann gæti fengið hinn heilaga föður til að árita það.

Píus tók við málverkinu, sá að það átti að vera af honum en var algerlega misheppnað.

Ólýsanlegt bros færðist yfir andlit hans um leið og hann sagði:

“Ljótur er ég, sonur minn, en svona ljótur er ég þó ekki!”

Síðan tók hann penna og skrifaði neðst á málverkið orðin sem Frelsarinn mælti við lærisveina sína eftir upprisuna til að róa þá, því þeir óttuðust að hann væri afturganga:

“Ego sum, nolite timere.”

Það merkir: “Þetta er ég, óttist ekki!”

01.04.08

  23:25:04, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 310 orð  
Flokkur: Vegurinn, sannleikurinn og lífið

Hefur lífið einhvern tilgang?

Kafli úr bókinni VEGURINN, SANNLEIKURINN OG LÍFIÐ sem er trúfræðslurit um kaþólska trú (1981).

(1. k.)

……… Við farmiðasöluna stendur maður og biður um farmiða aðra leiðina á fyrsta farrými. Bara aðra leiðina á fyrsta farrými, annað ekki. Honum virðist vera sama hvaða leið verði farin og hvert. Bara að hann geti ferðast á fyrsta farrými! Maðurinn hlýtur að vera að gera að gamni sínu, hugsum við. En auðvitað skeður þetta ekki í alvöru. Samt er til fjöldi manna sem hagar sér svona í reyndinni. Þeim er það aðalatriði að vel fari um þá, að þeir njóti góðrar stöðu, að þeir hafi fastar tekjur - en þeim er alveg sama hvert leiðin liggur.

En samt eru þeir menn í miklum meirihluta, sem gera sig ekki ánægða með þetta. Þeir hika við að stíga upp í farartækið þótt á því standi "1. farrými" ef þeir vita ekkert annað. Þeir vilja fá að vita hvert ferðinni sé heitið og hvort það borgi sig, þegar á allt er litið, að fara þessa för.

En vitum við í raun og veru, til hvers við lifum hvert leið okkar liggur eða hvort líf okkar hafi í rauninni einhvern tilgang? Svörin, sem við fáum við þessum spurningum, eru margvísleg á okkar tímum og oft rekast þau hvort á annað.

Nútímamaðurinn ver skoðanir sínar af meira sjálfstæði en menn fyrri alda. En þótt furðulegt sé er hann um leið haldinn meiri óvissu þegar um er að ræða spurningarnar um lífið sjálft og tilgang þess. Þá leikur ekki aðeins vafi á, hverju svara skuli, heldur eru menn í vafa um, hvort hægt sé yfirleitt að svara slíkum spurningum. ………

31.03.08

  23:38:05, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 612 orð  
Flokkur: María Guðsmóðir

Uppnumning Maríu

Uppnumning Maríu til himna er ein elsta Maríuhátíðin.

Uppruna hennar má rekja til þess tíma er Jerúsalem var endurreist sem helg borg, á tímum rómverska keisarans Konstantíns en hann lést um árið 337.

Eftir byggingu kirkju hinnar heilögu grafhvelfingar árið 336, var farið að lagfæra og endurbyggja hina helgu staði og fólkið í Jerusalem fór að halda upp á atburði úr lífi Jesú Krists og Maríu meyjar. Um tíma var hátíðin, sem kölluð var "Minning Maríu", aðeins haldin í Palestínu, en breiddist síðar
til allra kirkna í austri.

Á sjöundu öld, var farið að halda þessa hátíð með nafninu "svefn Guðsmóður". Seinna var nafninu breytt í "uppnumning
Maríu til himna."

Sú trú, að María hafi verið uppnumin til himna var ………

Read more »

30.03.08

  21:07:00, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 329 orð  
Flokkur: Bænir

MISKUNNAR RÓSAKRANSINN

Faðir vor - einu sinni:
Faðir vor, þú sem ert á himnum. Helgist þitt nafn; komi þitt ríki; verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni. Gef oss í dag vort daglegt brauð; og fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum; og eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu. Amen.

Þá kemur Maríubæn - einu sinni:
Heil sért þú María, full náðar. Drottinn er með þér; blessuð ert þú meðal kvenna; og blessaður er ávöxtur lífs þíns, Jesús.
Heilaga María, Guðsmóðir, bið þú fyrir oss syndugum mönnum, nú og á dauðastundu vorri. Amen.

Síðan postullega trúarjátningin - einu sinni:
Ég trúi á Guð Föður almáttugan, skapara himins og jarðar.

Og á Jesúm Krist, hans einkason, Drottin vorn; sem getinn er af Heilögum Anda, fæddur af Maríu mey; leið undir valdi Pontíusar Pílatusar, var krossfestur, dáinn og grafinn, sté niður til heljar, reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum, sté upp til himna, situr við hægri hönd Guðs Föður almáttugs og mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða.

Ég trúi á Heilagan Anda, heilaga kaþólska kirkju, samfélag heilagra, fyrirgefningu syndanna, upprisu holdsins og eilíft líf. Amen.

Eftir þennan inngang hefst hin eiginlega miskunnarbæn.
Við stóru perlurnar er beðið - einu sinni:
Eilífi Faðir, ég fórna þér líkama og blóði, sálu og guðdómi þíns heitt elskaða sonar, Drottins vors Jesú Krists, til þess að öðlast fyrirgefningu synda vorra og synda alls heimsins.

Við litlu perlurnar er beðið - tíu sinnum:
Vegna þungbærra þjáninga hans, miskunna þú oss og gjörvöllum heimi.

Við lok talnabandsins er endurtekið þrisvar:
Heilagi Guð, heilagi sterki Guð, heilagi ódauðlegi Guð,
miskunna þú oss og gjörvöllum heimi.

29.03.08

  22:29:05, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 233 orð  
Flokkur: Dýrlingarnir og hetjur

Heilög Faustína

Árið 1905 fæddist í Póllandi stúlka, sem fékk nafnið Helena Kowalska. Hún var þriðja barn foreldra sinna, en þau eignuðust tíu börn. Helena hlaut gott kristilegt uppeldi, elsku til Guðs og virðingu fyrir öðrum mönnum. Allt líf hennar einkenndist síðan af þessum dyggðum.

Tvítug að aldri gekk Helena í reglu Systra af vorri Frú miskunarinnar. Þar hlaut hún nafnið systir María Faustína. Í þessu samfélagi eyddi hún þeim þrettán árum sem hún átti eftir ólifað. Áköf elska og kærleikur til Guðs og manna leiddi hana upp á tind sjálfsfórnar og hetjulundar. Einkennandi fyrir líf systur Faustínu var hollusta hennar við hina guðlegu miskunn og traust á Jesú, sem hún lagði sig fram um að glæða hjá þeim sem kynntust henni.

Jesús birtist systur Faustínu alloft. Eitt sinn heyrði hún rödd sem sagði:"Dóttir mín, vertu iðin við að færa í letur hvert orð, sem ég segi þér og varðar miskunn mína af því að það er ætlað mörgum sálum, sem njóta munu gagns af því."

Systir Faustína lést 5. október árið 1938 og var tekin í tölu heilagra, Miskunnar Sunnudaginn 30. apríl árið 2000.

Heilög Faustína, bið þú fyrir oss.

28.03.08

  21:03:53, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 512 orð  
Flokkur: Dýrlingarnir og hetjur

Heilög Teresa frá Lisieux

Heilög Teresa frá Lisieux er mjög vinsæll dýrlingur rómversk-kaþólsku kirkjunnar. Hún fæddist 1873 og lést 1897. Hún var frönsk karmelnunna og er einnig þekkt undir nafninu „Hið litla blóm Jesú.“

Þegar hún fæddist í Alençon Frakklandi var henni gefið nafnið Thérèse Martin. Hún var strax í barnæsku mjög trúrækin og gekk í Karmelklaustrið í Lisieux 15 ára gömul. Árið 1893 var hún skipuð til að hafa umsjón með nunnuefnum klaustursins, þar sem hún dvaldi ævilangt.

Heilög Teresa hagaði lífi sínu í samræmi við það sem hún kallaði …

Read more »

27.03.08

  19:58:14, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 240 orð  
Flokkur: Til umhugsunar

Kærleikur Guðs til mannkynsins

Boðskapur Drottins vors Jesú Krists til heimsins — fagnaðarerindi guðspjallanna — opinberar okkur hinn gríðarmikla kærleika Guðs til mannkynsins; kærleika sem er svo mikill að hann er ólýsanlegur. Heilagur Jóhannes guðspallamaður segir þetta með einföldum hætti þegar hann skrifar: „Guð er kærleikur“.

Þessi kærleikur Guðs til mannkynsins kemur hvað skýrast fram í holdtekjunni þegar önnur persóna hinnar Háheilögu Þrenningar gerðist maður. „Svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf Son sinn eingetinn“.

Þessi ólýsanlegi kærleikur Guðs til okkar krefst viðbragða af okkar hálfu. Þegar við komumst að raun um að Guð er miskunnsamur kærleikur, finnum við fyrir löngun til að fara til hans og gerum það af fyllsta trausti. Smám saman breytist þetta traust í kærleika.

Þannig hefst kærleikur okkar til Guðs með kærleika hans til okkar. Ég elska Guð því hann elskar mig. Við verðum að vaxa í kærleika til Guðs á hverjum degi. Þetta er mikilvægt atriði, annars glötum við því stöðuglyndi sem við þurfum á að halda til að vaxa í vináttu við Guð. Ef það gerist missum við auðveldlega sjónar á Guði og hættum að vaxa í heilagleika.

Heilagur Jóhannes af krossi, einn mesti dýrlingur Karmelreglunnar, skrifaði eitt sinn: „Einungis kærleikur getur endurgoldið kærleika“.

26.03.08

  12:19:30, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 892 orð  
Flokkur: Dýrlingarnir og hetjur

Heilög Gianna Beretta Molla (1922-1962)

Gianna Beretta fæddist í Magenta (Mílanó) 4. október árið 1922. Strax sem ung stúlka tók hún á móti gjöf trúarinnar af fúsum vilja, svo og hinni ágætu kristnu fræðslu sem hún hlaut hjá sinum góðu foreldrum. Þetta átti sinn þátt í því að Gianna leit á lífið sem einstaka gjöf frá Guði. Þá leiddi þetta til þess að hún öðlaðist sterka trú á guðlega forsjón ………

Read more »

25.03.08

  18:56:53, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 332 orð  
Flokkur: Lífsvernd

"Á ég að gæta bróður míns?”

Kafli úr Evangelium Vitae

8 ……… Við rætur hvers ofbeldisverks gegn náunganum er eftirlátssemi gagnvart “hugsun” hins illa, hans sem var “manndrápari frá upphafi” (Jh 8:44). Eða eins og Jóhannes postuli minnir okkur á: “Því að þetta er sá boðskapur sem þér hafið heyrt frá upphafi: Vér eigum að elska hver annan. Ekki vera eins og Kain, sem heyrði hinum vonda til og myrti bróður sinn” (1Jh 3:11-12). Dráp Kains á bróður sínum við sjálfa dögun sögunnar er þannig dapur vitnisburður um hvernig hið illa breiðist út með ótrúlegum hraða: í kjölfar uppreisnar mannsins gegn Guði í hinni jarðnesku paradís kemur hinn banvæni hildarleikur manns gegn manni.

Eftir glæpinn skerst Guð í leikinn til að hefna hans sem var drepinn. Í stað þess að sýna iðrun og biðjast fyrirgefningar frammi fyrir Guði sem spyr hann um afdrif Abels er Kain hrokafullur og sneiðir hjá spurningunni: “Það veit ég ekki. Á ég að gæta bróður míns?” (1M 4:9) “Það veit ég ekki”: Kain reynir að fela glæp sinn með lygi. Þetta var og er enn tilfellið þegar alls kyns hugmyndafræði reynir að réttlæta og leyna grimmilegustu glæpum gegn mannlegum sálum. “Á ég að gæta bróður míns?” Kain kýs að hugsa ekki um bróður sinn og neitar að taka á sig þá ábyrgð sem hver og einn hefur gagnvart öðrum. Við getum ekki annað en leitt hugann að þeirri tilhneigingu í dag að fólk skuli hafna því að taka á sig ábyrgð vegna bræðra sinna og systra. Einkenni í þessa átt felur í sér skort á samstöðu með veikustu meðlimum þjóðfélagsins – svo sem hinum öldruðu, hinum vanburða, innflytjendum og börnum – og tómlætið sem iðulega má finna í samskiptum milli þjóða heims jafnvel þegar grundvallargildi eins og sjálfsbjargarviðleitni, frelsi og frið er um að tefla.

1 2 4 5 ...6 7

Sr. Denis O'Leary

Séra Denis O'Leary er sóknarprestur við Maríukirkju í Breiðholti.

Leit

  XML Feeds

blogging software