Blaðsíður: 1 3 4 5 ...6 7

23.08.14

  00:06:00, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 121 orð  
Flokkur: Dæmisögur og sögur II

Að vigta börnin

Trúboðshjón ásamt börnum sínum voru rekin í burtu frá stað nokkrum því kristni var ekki lengur leyfð þar. Hermenn komu skyndilega og sögðu: "Þið verðið að fara á morgun og þið megið aðeins taka hundrað kíló með ykkur, ekki meira! "
 
Hjónin gáfu sér góðan tíma til að ákveða hvaða hluti þau ættu að taka með og hvað ekki. Börnin horfðu á.
 
Daginn eftir komu hermennirnir og sögðu: "Eruð þið tilbúin?", "Já" svöruðu hjónin. 
"Er þyngdin undir 100 kílóum" spurðu þeir og hjónin svöruðu játandi. "Eruð þið búnir að vigta börnin?" spurðu þá hermennirnir. Þetta kom flatt upp á hjónin, þau höfðu ekki einu sinni hugsað um börnin, bara hlutina. Strax fóru þau að hugsa öðruvísi, þau gætu sleppt hlutunum en ekki börnunum!

18.05.12

  21:46:00, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 102 orð  
Flokkur: Bænir

BÆN

Ó Heilaga þrenning! Við þökkum þér að þú gafst kirkjunni Jóhannes Pál páfa og fyrir að þú lést mildi þíns föðurlega kærleika, dýrð kross Krists og ljómann af anda kærleikans skína í honum. Hann fól sig algjörlega á vald ómælanlegri miskunnsemi þinni ásamt móðurlegri árnaðarbæn Maríu og gaf okkur með því lifandi mynd Jesú, Hirðisins góða. Hann setti okkur heilagleikann sem háan mælikvarða kristilegs hversdagslífs en það getur vísað okkur veginn til eilífs samfélags við þig. Veit þú okkur náð þína fyrir árnaðarbæn hans, ef það er vilji þinn og við biðjum þess vongóð að hann teljist brátt til þinna heilögu. Amen.

09.12.10

  21:46:54, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 357 orð  
Flokkur: Prédikanir

Aðventan er tími bæna til þess að undirbúa jólin

Aðventan er tími bæna til þess að undirbúa jólin og Jesús sjálfur hefur kennt okkur að biðja. Hann var mesti meistari bænarinnar sem uppi hefur verið. Bæn hans á Olíufjallinu, kvöldið áður en píslarganga hans hófst, sýnir okkur með hvaða hugarfari við eigum að biðja. Þegar hann var þangað kominn, sagði hann við lærisveinana: "Biðjið, að þér fallið ekki í freisti. "Þá gekk hann frá þeim, kraup á kné og bað: "Faðir ef þú vilt, þá tak þennan kaleik frá mér! En verði þó ekki minn vilji, heldur þinn." Þannig eigum við líka að biðja.

Read more »

30.11.10

  19:41:24, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 654 orð  
Flokkur: Lífsvernd

Frjósemi hjónabandsins

ÚR TKK 2366-2372

2366. Frjósemi er gjöf, markmið hjónabandsins, því hjúskaparkærleikur er í eðli sínu frjósamur. Barnið kemur ekki utan frá eins og einhver viðbót við gagnkvæman kærleika makanna, heldur sprettur það úr sjálfu hjarta þessarar gagnkvæmu gjafar, sem ávöxtur þess og uppfylling. Því kennir kirkjan, sem "stendur með lífinu," [151] að "hvergi megi hindra náttúrulegan eiginleika til getnaðar í neinum athöfnum hjónabandsins." [152] "Þessi tiltekna kenning, sem kennsluvald kirkjunnar iðulega gerir ljósa, er byggð á þeirri órjúfanlegu samtengingu sem er milli
mikilvægis samlífs og mikilvægis getnaðar en hvort tveggja er
eðlislægur hluti hjónabandsins. Þessa órjúfanlegu samtengingu sem Guð hefur komið á, má maðurinn ekki rjúfa af eigin frumkvæði." [153]

Read more »

17.11.10

  17:12:51, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 402 orð  
Flokkur: Prédikanir

33C - Að leita að hinum sönnu verðmætum

Hvers konar hlutir vekja hrifningu hjá okkur? Hvað er það sem fær okkur til þess að líta aftur og aftur á suma hluti? Ef til vill lítum við tvisvar á dýran bíl eða við dáumst að fínu og skrautlegu heimili? Kannski kemur það fyrir að við öfundum líkamlegt atgerfi einhvers?

Read more »

04.11.10

  11:32:33, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 531 orð  
Flokkur: Prédikanir

Allra heilagra messa - 1. nóvember

((( Með hliðsjón af Tkk sérstaklega 1716 - 1723 )))

Allra heilagra messa (1. nóvember) og allra sálna messa (2. nóvember) minnir okkur á að við trúum á samfélag allra hinna trúuðu í Kristi,
• þeirra, sem eru pílagrímar í þessum heimi,
• hinna látnu, sem eru að hreinsast af syndum sínum, og
• hinna heilögu, sem á himnum eru. Allar sálir þessar mynda eina kirkju.

Einnig trúum við að í þessu samfélagi hlusti Guð og dýrlingar hans í miskunn og kærleika, ætíð á bænir okkar.

Read more »

27.05.08

  09:21:06, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 57 orð  
Flokkur: Bænir

Dýridagur

Guð,
þú hefur í þessu undursamlega sakramenti
eftirlátið oss minningu um þjáningar þínar.
Veit oss að tigna svo
hinn heilaga leyndardóm líkama þíns og blóðs,
að vér njótum ávallt ávaxtanna af endurlausn þinni.
þú sem lífir og ríkir með Guði föður
í einingu heilags anda,
Guð um aldir alda. Amen.

26.05.08

  23:58:11, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 51 orð  
Flokkur: Bænir

BÆN VIÐ ÚTSTILLINGU ALTARISSAKRAMENTISINS

Drottinn Guð,
sem eftirlést oss minningu písla þinna
í hinu dásamlega sakramenti;
veit oss, að vér tignum hinn helga leyndardóm
holds þíns og blóðs,
svo að vér verðum ætíð
aðnjótandi ávaxta endurlausnar þinnar.
Þú, sem lifir og ríkir um aldir alda. Amen.

25.05.08

  23:26:02, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 113 orð  
Flokkur: Bænir

Blessaður veri Guð

Blessaður veri Guð.
Blessað sé hans heilaga nafn.
Blessaður veri Jesús Kristur, sannur Guð og sannur maður.
Blessað sé nafnið Jesús.
Blessað sé heilagt hjarta hans.
Blessað sé hið dýrmæta blóð hans.
Blessaður veri Jesús í hinu helgasta Altarissakramenti.
Blessaður veri huggarinn Heilagur Andi.
Blessuð veri hin volduga móðir Guðs, helgust María.
Blessaður sé hinn heilagi og flekklausi getnaður hennar.
Blessuð sé hin dýrlega uppnumning hennar.
Blessað sé nafnið María, mey og móðir.
Blessaður veri heilagur Jósef, hinn skíri bóndi hennar.
Blessaður veri Guð í englum sínum og helgum mönnum.

24.05.08

  22:54:40, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 188 orð  
Flokkur: Til umhugsunar

SAMFÉLAG HEILAGRA

Bæði Gamla testamentið og Nýja testamentið tala um líf eftir þetta líf.

Annað Vatikan þingið lagði mikla áherslu á sambandið milli okkar sem lifum á jörðinni og dýrlinganna, sem eru á himnum. Þetta er mikilvæg kenning í kaþólsku kirkjunni.

Til eru fjögur tilverustig. Þrjú þeirra eru í einingu við Guð og eitt er ekki. Síðasttalda tilverustigið er helvíti.

Hin þrjú eru:

•Kirkja pílagrímanna á jörðinni — það erum við.

•Hin líðandi kirkja í hreinsunareldinum — það eru hinir hólpnu.

•Hin sigursæla kirkja á himnum — til hennar teljast dýrlingarnir.

Sambandið milli okkar og þeirra, sem við höfum þekkt, en eru dánir, er ekki minna en á meðan þeir lifðu. Bæði hinir hólpnu í hreinsunareldinum og dýrlingarnir á himnum leggja hart að sér til að hjálpa okkur að komast í himnaríki. Þó að sálirnar séu í himnaríki eða í hreinsunareldinum þýðir það ekki að þær séu aðgerðalausar. Þær voru hluti af mannkyninu meðan þær lifðu á jörðinni og þær vita að við þörfnumst hjálpar þeirra.

23.05.08

  21:37:06, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 37 orð  
Flokkur: Við brosum!

Ættartala

Sú saga er sögð um konu eina sem eyddi fimmtíu þúsund krónum til að fá ættartölu sína. Hún eyddi síðan öðrum fimmtíu þúsundum til að halda ættartölunni leyndri!

22.05.08

  22:29:01, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 328 orð  
Flokkur: Nokkrir gullmolar úr Tkk

Læknið sjúka!

1508. Heilagur Andi gefur sumum sérstakar náðargáfur til að lækna [118] svo að kraftur náðar hins upprisna Drottins verði sýnilegur. En jafnvel áköfustu bænum er ekki ætíð gefið að lækna alla sjúkdóma. Þannig verður heilagur Páll að læra frá Drottni að “náð mín nægir þér því að mátturinn fullkomnast í veikleika” og að þjáningin sem þola verður getur merkt að “það sem enn vantar á þjáningar Krists, uppfylli ég með líkamlegum þjáningum mínum til heilla fyrir líkama hans, sem er kirkjan”. [119]

1509. (1405) “Læknið sjúka!” [120] Þessa skipun fékk kirkjan frá Drottni og hún kappkostar að hlýða henni með því að annast sjúka og fylgja þeim með ………

Read more »

21.05.08

  23:22:20, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 288 orð  
Flokkur: Nokkrir gullmolar úr Tkk

Návist Krists með orði hans og krafti Heilags Anda

1373. “Kristur Jesús er sá sem dáinn er. Og meira en það: Hann er upprisinn, hann er við hægri hönd Guðs og hann biður fyrir oss,” og hann er nálægur kirkju sinni á margan hátt:[195] Í orði sínu, í bæn kirkju sinnar, “hvar sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni, þar er ég mitt á meðal þeirra”, [196] í hinum fátæku, sjúku og þeim sem í fangelsi eru, [197] í sakramentunum sem hann er höfundur að, í messufórninni, og í persónu helgiþjónsins. En “einkum og sér í lagi er hann nærverandi… undir myndum evkaristíunnar.” [198]


1374.
Hvernig návist Krists er háttað undir myndum evkaristíunnar er ………

Read more »

20.05.08

  23:19:38, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 332 orð  
Flokkur: Til umhugsunar

Guð hefur látið menn vita að hann væri til

Guð hefur látið menn vita að hann væri til:

1. með hinum sýnilega heimi;

2. með rödd samviskunnar;

3. en einkum með yfirnáttúrlegri opinberun.

1. Hús getur ekki byggt sig sjálft. Miklu síður getur hin mikla alheimsbygging með sínum dásamlega útbúnaði hafa orðið til af sjálfu sér. Alvitur og almáttugur skapari hlýtur að hafa gjört hana. Þess vegna kemst heilög ritning svo að orði: "Himnarnir segja frá Guðs dýrð og festingin kunngjörir verkin handa hans." (Sám. 18,2). "En spyr þú skepnurnar og þær munu kenna þér, fugla loftsins og þeir munu fræða þig, eða jörðina og hún mun svara þér og fiskar hafsins munu segja þér það: Hver þekkti ekki á öllu þessu, að hönd Drottins hefur gjört þetta." (Job. 12,7). "Heimskinginn segir í hjarta sínu: "Enginn Guð er til." (Sálm. 13,I)

2. Í hverri mannssál er ………

Read more »

19.05.08

  22:29:22, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 242 orð  
Flokkur: Nokkrir gullmolar úr Tkk

Gyðinglegir og kristnir helgisiðir

"……… 1096. Betri þekking á trú og trúarlífi Gyðinga eins og það er játað og lifað jafnvel í dag getur hjálpað okkur að skilja betur vissa þætti kristinna helgisiða. Bæði hjá Gyðingum og kristnum mönnum er Heilög Ritning undirstöðuatriði í helgisiðum þeirra: prédikunin á Orði Guðs, svarið við Orðinu, lofgjörðar- og árnaðarbænir fyrir lifandi og dánum, og ákall um miskunn Guðs. Orðsþjónustan sækir sína sérstöku uppbyggingu til bænar Gyðinga. Tíðabænirnar og aðrir helgisiðatextar og fast orðalag eiga sér hliðstæður í bæn Gyðinga og einnig okkar lotningaverðustu bænir, þar með talin hin Drottinlega bæn. Efstubænirnar fá innblástur sinn úr hefð Gyðinga. Tengslin milli helgisiða Gyðinga og helgisiða kristinna manna, en einnig munur þeirra innbyrðis, eru einkum sýnileg á hinum miklu hátíðum kirkjuársins eins og á páskum. Gyðingar og kristnir menn halda báðir páska hátíðlega. Hjá Gyðingum er um að ræða páska sögunnar sem stefna til framtíðar; hjá kristnum mönnum eru þeir páskar sem uppfylltust í dauða og upprisu Krists enda þótt það sé ávallt í eftirvæntingu um endanlega fullnustu þeirra. ………"

_________________________

Hérna er að finna Tkk. http://mariu.kirkju.net/trufraedslurit/index.html

18.05.08

  23:29:24, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 593 orð  
Flokkur: Dýrlingarnir og hetjur

Heilög Margrét María Alacoque

Margrét María Alacoque fæddist í Burgundy héraði í Frakklandi árið 22. júlí 1647.

Þegar hún var 23 ára gömul gekk hún í Paray le Monial klaustrið. Þegar Margrét María hafði verið um tvö ár í klaustrinu, varð hún fyrir mjög undursamlegri reynslu: Jesús birtist henni. Þar sem hún kraup frammi fyrir guðslíkamahúsinu, sá hún ………

Read more »

17.05.08

  23:26:04, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 241 orð  
Flokkur: Til umhugsunar

Þríeinn Guð

Kafli úr bókinni "Kaþólskur siður" (1995).

(Bl. 28)

"……… Spurningin "Hver er Guð?" er grundvallarspurning sem menn bera alltaf upp þegar trúmál ber á góma og guðfræðin leitast alltaf við að svara.

Fremsta umfjöllunarefni Biblíunnar er að Guð opinberar sig mönnunum og þar með fylgir fremsta og hin algera sannfæring um að til sé einn Guð, að Guð sé einn. Þá sannfæringu tók kirkjan í arf frá gyðingum, og hinu sama er trúað í islam sem játar opinberum Guðs eins og hún er í Gamla testamentinu: "Heyr Ísrael! Drottinn er vor Guð, hann einn er Drottinn". Allt frá fyrstu öldum kirkjunnar hefur hún hvað eftir annað fundið ástæðu til að leggja áherslu á þá trú.

Guð er einn en ekki í stærðfræðilegum skilningi. Hann er kærleikur og það er hann í sjálfum sér. Kærleikur hans birtist í samfélagi við hann og milli manna. Í Gamla testamentinu eru hugmyndirnar um hann óljósar. Þar er talað um hina guðlegu visku og Anda Guðs eins og um persónur væri að ræða. Það er ekki fyrr en í Nýja testamentinu sem það er sagt ljósum orðum að samfundum við Guð fylgi "náðin Drottins Jesú Krists, kærleiki Guðs og samfélag Heilags anda."

Þessi nýi skilningur spratt upp af kynnum manna af Jesú Kristi. Guð opinberaði sig í Jesú. ………"

16.05.08

  23:43:29, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 227 orð  
Flokkur: Nokkrir gullmolar úr Tkk

Hvað þýðir “kaþólskur”?

"……… 830. (795, 815-816) Orðið “kaþólskur” þýðir “almennur” í þeim skilningi að vera “allsherjar” eða “viðkomandi öllu - heildinni”. Kirkjan er kaþólsk í tvennum skilningi: Í fyrsta lagi er kirkjan kaþólsk vegna þess að Kristur er nærverandi í henni. “Þar sem Kristur Jesús er nærstaddur, þar höfum við kaþólsku kirkjuna.” [307] Í henni er að finna fullnustu líkama Krists í einingu við höfuð sitt; það þýðir að hún fær frá honum alla “fullnustu meðala hjálpræðisins” [308] sem eru að hans vilja: rétt og full játning trúarinnar, fullt sakramentislegt líf og vígð hirðisþjónusta samkvæmt hinni postullegu vígsluröð. Samkvæmt þessum grundvallarskilningi var kirkjan kaþólsk þegar á hvítasunnudaginn [309] og hún verður kaþólsk þar til Kristur snýr aftur.

831. (849, 360, 518) Í öðru lagi er kirkjan kaþólsk vegna þess að hún er send með erindi út til alls mannkynsins: [310] Allt mannkyn er kallað til þess að tilheyra hinum nýja Guðs lýð. Hann á að vera einn og einstæður og breiðast út um heim allan og vera til á öllum öldum, svo að tilgangur vilja Guðs geti náð að rætast. ………"

_________________________

307 Hl. Ignatíus frá Antíokkíu, Ad Smyrn. 8, 2.
308 UR 3; AG 6; EF 1:22-23.
309 Sbr. AG 4.
310 Sbr. Mt 28:19.

_________________________

Hérna er að finna Tkk. http://mariu.kirkju.net/trufraedslurit/index.html

15.05.08

  22:27:57, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 177 orð  
Flokkur: Bænir

Bæn biskups - eftir heilögum Jóhannesi frá Damaskus

Drottinn,
þú hefur kallað mig
til að vera prestur og biskup,
til þess að þjóna börnum þínum.
Ég veit ekki, hvers vegna
þú hefur gert það í forsjón þinni.
Þú einn veist það.

Drottinn, ………

Read more »

14.05.08

  22:38:00, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 325 orð  
Flokkur: Lífsvernd

Skipulögð barátta fyrir lífinu

Kafli úr hirðisbréfi biskupa Norðurlanda: "Vernd lífsins".

http://www.vortex.is/catholica/fostur.html

3.3. Skipulögð barátta fyrir lífinu.

1. Við leggjum til að í hverju biskupsdæmi eða í hverju Norðurlandanna verði gripið til skipulagðrar baráttu innan kaþólsku kirkjunnar, til þess að efla virðingu fyrir hinu ófædda lífi, með trúfræðslu, sálgæslu, prédikunum og upplýsingum. Í sambandi við það má einnig benda á að ættleiðing gæti verið leið til að bjarga barnslífi.

2. Við leggjum til að fjárhagslega verði séð fyrir slíkri starfsemi með því að stofna "Sjóði lífsins" sem komið verði á stofn í hverju biskupsdæmi í þessu skyni, samkvæmt getu hvers þeirra um sig. Fjármagn sjóðanna byggist á gjöfum fólks í biskupsdæmunum og annarra og skulu þeir styrkja það sem gert er í þágu ófæddra barna og styðja foreldra þeirra, ekki síst ef um einstætt foreldri er að ræða.

3. Kirkjan gæti stuðlað að því að verðandi foreldrar haldi ófæddum börnum sínum með því að annast það sem erfitt væri að ráða fram úr á annan hátt, svo sem með félagslegri hjálp sem margir fara á mis við nú. Kirkjan gæti komið á laggirnar samtökum fyrir fólk sem vill styðja einstæða foreldra, samtökum þar sem einstæðir foreldrar geta hist og hjálpað hver öðrum.

4. Í kaþólsku sóknunum ættu menn að kanna, hvaða möguleikar séu á að hjálpa ungum foreldrum, ekki aðeins fjárhagslega heldur einnig í öðrum hagnýtum efnum. Mikilvægt er að skapa það andrúmsloft í sóknum okkar og guðsþjónustum að barnafjölskyldur finni að þær séu velkomnar. Það verður að vera rými fyrir börnin svo að þau skilji að þau séu mikils metin.

13.05.08

  21:53:32, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 234 orð  
Flokkur: Lífsvernd

Alvarlegar afleiðingar tilbúinna getnaðarvarna

KAFLI ÚR HUMANAE VITAE
UM MANNLEGT LÍF
Heimsbréf hans heilagleika Páls páfa VI, 1968.

http://lifsvernd.com/mariukirkja/humanevitae.html

"……… 17. Ábyrgir menn munu verða langtum sannfærðari um sannleika kenningarinnar, sem kirkjan heldur á lofti í þessu máli, ef þeir íhuga afleiðingar þeirra aðferða og áforma þegar náttúrulegar aðferðir eru ekki notaðar til að koma í veg fyrir fjölgun fæðinga. Þeir skulu fyrst íhuga hve auðveldlega sú leið getur boðið heim hættunni á hjúskaparbroti og hnignun siðferðis. Það þarf ekki að búa yfir mikilli reynslu til að skynja að fullu mannlegan veikleika og skilja að menn - og þá sérstaklega þeir yngri sem eru opnir fyrir freistingum - þurfa á hvatningu að halda til að halda í heiðri siðferðislögmálið og að það er beinlínis syndsamlegt að auðvelda þeim að brjóta lögmálið. Annað er það sem gefur tilefni til að vera á varðbergi. Sá maður, sem venst því að nota getnaðarvarnir á það á hættu að virðing hans fyrir konunni minnki. Með því hættir hann að virða líkamlega og andlega velferð konunnar og í hans augum verður hún einungis tæki til að fullnægja þörfum hans. Hún verður ekki lengur sá lífsförunautur sem hann á að umvefja umhyggju og ástúð. ………"

12.05.08

  21:46:12, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 181 orð  
Flokkur: Messan

Vér trúum að messan ………

"……… Vér trúum að messan, framborin af prestinum í persónu Krists og fyrir kraft þess valds, sem fæst við prestvígsluna, sem er sakramenti, og sem presturinn fórnar í nafni Krists og meðlima hins leyndardómsfulla líkama hans, sé fórnin, sem færð var á Golgata, sé til staðar á altarinu að sakramentishætti. Vér trúum því, að eins og brauðið og vínið sem Drottinn vor vígði við hina síðustu kvöldmáltíð, hafi breyst í líkama hans og blóð hans sem fórna átti á krossinum vor vegna, þá einnig að brauð það og vín sem presturinn vígir breytist í líkama og blóða Krist sem situr í dýrðarhásæti á himnum; og vér trúum að hin leyndardómsfulla nærvera Drottins, undir því sem fyrir augum vorum heldur áfram að líta út sem það áður var, sé sönn, veruleg og eðlisleg nærvera. ………"
______________

Úr Trúarjátningu Guðs lýðs.
Hátíðleg trúaryfirlýsing Páls páfa VI.
1968.

11.05.08

  23:06:24, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 174 orð  
Flokkur: Nokkrir gullmolar úr Tkk

HEILAGUR ANDI OG KIRKJAN Í HELGISIÐUNUM

"……… 1091. (798) Í helgisiðunum er Heilagur Andi uppfræðari lýð Guðs í trúnni og hagleikssmiður “meistaraverka Guðs”, sakramenta nýja sáttmálans. Andinn þráir og starfar að því í hjarta kirkjunnar að við fáum lifað lífi hins upprisna Krists. Þegar Andinn finnur í okkur viðbragð trúarinnar sem hann hefur vakið upp í okkur, kemur hann því til leiðar að einlægt samstarf kemst á. Eftir þeim leiðum verða helgisiðirnir sameiginlegt verk Heilags Anda og kirkjunnar.

1092. (737) Í þessari sakramentislegu ráðstöfun á leyndardómi Krists verkar Heilagur Andi á sama hátt og hann gerir á öðrum tímum í ráðdeild hjálpræðisins: Hann býr kirkjuna undir að mæta Drottni sínum; hann minnir á Krist og lætur trú samkundunnar þekkja hann. Með sínum umskapandi krafti gerir hann leyndardóm Krists hér og nú lifandi og nærverandi. Að lokum kemur Andi samfélagsins kirkjunni til einingar við líf og erindi Krists. ………"

_________________________
_________________________

Hérna er að finna Tkk. http://mariu.kirkju.net/trufraedslurit/index.html

10.05.08

  23:19:58, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 130 orð  
Flokkur: Bænir

Sekvensía

Kom þú, Heilagur Andi,
og send ljósgeisla þinn
frá himnum.

Kom þú, faðir fátækra,
þú gjafari gæðanna
og ljós hjartnanna.

Hjálparinn besti,
ljúfi gestur sálarinnar,
ljúfa hressing hennar.

Hvíld hennar í erfiði,
forsæla í hitum,
huggun í sorgum.

Þú blessaða ljós,
lát birta til í hugskoti
fylgjenda þinna.

Án þinnar velvidar
er maðurinn ekkert,
án þín er ekkert ósaknæmt.

Lauga það sem er saurgað,
vökva það sem er þornað,
græð það sem er í sárum.

Mýktu það sem er stirðnað,
vernda það sem er kolnað,
réttu úr því sem miður fer.

Gef fylgjendum sem treysta þér
þínar heilögu sjöföldu gjafir.
Veit þeim umbun dyggða,
farsæld og ævarandi fögnuð. Amen.

  23:02:42, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 220 orð  
Flokkur: Vegurinn, sannleikurinn og lífið

Rómversk-kaþólska kirkjan er aðeins staðarkirkja Vesturlanda

Kafli úr bókinni VEGURINN, SANNLEIKURINN OG LÍFIÐ sem er trúfræðslurit um kaþólska trú (1981).

(11. k.)

"……… Að vísu er talað um margar kirkjur í Nýja testamentinu, í bréfum Páls og Postulasögunni, en þá er átt við staðarkirkjur, staðbundna söfnuði (t.d. í Korintu, Efesus, Róm og víðar). Hjá slíkum söfnuðum hafa orðið til í rás sögunnar viss einkenni, sem hafa tollað við þá og varðveist í þeim, t.d. ýmsar venjur, helgisiðir og tungumál. Þrátt fyrir það voru slíkir söfnuðir hver öðrum tengdir í einni og sömu trú og litu á sig sem deildir í heildarkirkjunni. Í þessum skilningi er að fullu réttlætanlegt að nota orðið "kirkjur". Þannig urðu t.d. til hin fornu svonefndu "patríarköt" Austurlanda (í Konstantínópel, Jerúsalem, Antíokkíu) sem voru í nánu sambandi hvert við annað og eftirmann Péturs, páfann. Öll nefndust þau "kirkjur" og það með fullum rétti.

Í þessum skilningi er rómversk-kaþólska kirkjan einnig "staðarkirkja" því að kaþólska kirkjan er ekki einfaldlega sama og rómverska kirkjan (eða latneska kirkjan, eins og hún er stundum nefnd). Rómversk-kaþólska kirkjan er aðeins staðarkirkja Vesturlanda, patríarkat Rómar. ………"

08.05.08

  23:35:37, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 245 orð  
Flokkur: Vegurinn, sannleikurinn og lífið

Að Guð sé einn í þrem persónum

Kafli úr bókinni VEGURINN, SANNLEIKURINN OG LÍFIÐ sem er trúfræðslurit um kaþólska trú (1981).

(8. k.)

"……… Samtímamenn Jesú úr hópi Gyðinga voru stoltir af eingyðistrú sinni, sem greindi þá frá öllum þjóðum. Þeir byggðu á þessari grundvallarsetningu í Gamla testamentinu: "Ég er Drottinn, Guð þinn. Þú skalt ekki hafa aðra guði en mig" (2. Mós. 20, 1-3; Mark. 12, 29). Jesús leggur líka áherslu á að Guð sé einn. En hann víkkar og dýpkar þennan skilning á Guði, smám saman og af hinni ítrustu gætni, til þess að sá grunur falli ekki á hann að hann boði fleiri en einn Guð. Þannig er smám saman farið að tala um Föðurinn, Soninn og Heilagan Anda hvern við annars hlið, í sambandi við það að Jesús tók á sig mannlega mynd og síðar þar sem sagt er frá skírninni í Jórdan (Matt. 3, 13-17; Lúk. 1,32 og víðar). Þegar Jesús er risinn upp frá dauðum, tengir hann á ný saman öll þrjú heiti Guðs: "Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. Farið því og gerið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni Föðurins, Sonarins og hins Heilaga Anda" (Matt. 28, 18-19). Þannig lesum við víða í Heilagri Ritningu um hvorttveggja, aðgreiningu og einingu Föðurins, Sonarins og hins Heilaga Anda, svo að við getum með öryggi játað að Guð sé einn í þrem persónum (sjá Jóh. 16,28). ………"

07.05.08

  22:41:15, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 334 orð  
Flokkur: Lífsvernd

María mey frá Guadalupe

Sá atburður gerðist árið 1531 að 9. 10. og 12. desember það ár, birtist mær frá himni fátækum Asteka indíána, Juan Diego að nafni, á hæð nokkurri norðvestur af Mexíkó borg. Þessi kona skilgreindi sig sem móður hins sanna Guðs. Hún skildi eftir mynd af sjálfri sér, sem hafði verið, eins og stimplað á yfirhöfn Juan Diegos, eins og um kraftaverk væri að ræða. þetta er hin vel þekkta mynd af Maríu mey frá Guadalupe.

Undir venjulegum kringumstæðum hefði yfirhöfn Juan Diegos átt að rotna á 20-60 árum, þar sem hún var gerð úr óvönduðum vefnaði, sem búinn var til úr trefjum kaktusjurtarinnar. En sannleikurinn er sá að eftir 474 ár sést engin merki um rotnun, staðreynd sem vísindin ein ………

Read more »

06.05.08

  16:49:47, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 122 orð  
Flokkur: Líf bænarinnar

Bænin - úr sjálfhyggjunni inn í leyndardóm Guðs

Sá sem byrjar að biðja er ennþá bundinn jarðneskum þörfum sinum og það er fyrir þeim sem hann biður.

Síðan tekur bænin smám saman að þróast innra með honum og breytist svo að hún verður að persónulegum fundi við Guð.

Þá beinir hann athyglinni frá skynheiminum og honum verður ljós tilvist annarra vídda raunveruleikans, djúp hins innra lífs með honum sjálfum, samhengi alls sem er og sköpunarmátturinn.

Líkamlegar stellingar í bæninni, spenntar greipar, upplyftar hendur, kropið á kné, allt ber þetta vott um að hann gefi sig Guði á vald í bæninni.

Bænin er skref út úr sjálfhyggjunni inn í leyndardóm Guðs.

05.05.08

  23:03:56, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 172 orð  
Flokkur: Líf bænarinnar

Fjölskyldubæn

Jóhannes Páll páfi hefur sagt:
"Sem foreldrar er það frumskylda ykkar og mesta gæfa að færa börnunum ykkar trúna, sem þið hafið tekið við. Heimilið á að vera fyrsti skóli trúarinnar, eins og það á að vera fyrsti skóla bænarinnar."

Páfinn hefur borið fram þá ósk, að
"sérhvert heimili megi stöðugt vera, eða verða aftur, samastaður daglegra fjölskyldubæna."

Þessi orð páfans eiga erindi til okkar. Við verðum að gera allt, sem við getum, til að miðla trú okkar til barnanna okkar. Við verðum að reyna að kenna börnunum viðhorfið sem birtist í orðum Jesú:

"Minn vilji er það að gera vilja Föður míns á himnum."

Við verðum að reyna að kenna börnunum að leita fyrst konungsríkis himnanna: að elska Guð Föður okkar, af öllu hjarta okkar, allri sálu okkar og öllum huga okkar. Við verðum að veita börnunum sterka andlega kjölfestu.

04.05.08

  21:44:17, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 951 orð  
Flokkur: Nokkrir gullmolar úr Tkk, Lífsvernd

Fóstureyðing

2270. Mannlegt líf verður að virða og vernda með öllum ráðum frá því andartaki að getnaður á sér stað. Það ber að viðurkenna að mannsbarninu ber réttur einstaklings frá fyrsta andartaki tilveru þess - þar á meðal órjúfanlegur réttur hverrar saklausrar mannveru til lífs. [72] "Áður en ég myndaði þig í móðurlífi, útvaldi ég þig, og áður en þú komst af móðurkviði, helgaði ég þig." [73] "Beinin í mér voru þér eigi hulin þegar ég var gjörður í leyni, myndaður í djúpum jarðar." [74]

2271. Alveg frá fyrstu öld hefur kirkjan lýst því yfir að allar fóstureyðingar væru siðferðisbrot. Þessi kenning hefur ekkert breyst og er hún eftir sem áður óbreytanleg. Bein fóstureyðing, það er að segja fóstureyðing sem annaðhvort er markmið aðgerðar eða leið að því, brýtur með alvarlegum hætti gegn siðalögmálinu: Nýtt líf skalt þú ekki drepa með fóstureyðingu og ekki skaltu stuðla að því að nýfæddu barni sé eytt. [75] Guð, Drottinn lífsins, hefur falið mönnunum það göfuga hlutverk að ………

Read more »

03.05.08

  23:03:43, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 591 orð  
Flokkur: Nokkrir gullmolar úr Tkk

"OG EIGI LEIÐ ÞÚ OSS Í FREISTNI"

2846. Þessi bæn fer að rótum þeirrar sem á undan fer því syndir okkar er afleiðing þess að við höfum látið undan freistingunni; þess vegna biðjum við Föður okkar að "leiða" okkur ekki í freistni. Erfitt er að þýða gríska orðasambandið sem notað er með einu orði: það þýðir "lát þú oss eigi falla í freistni" eða "lát þú oss eigi leiðast til freistni." [150] "Guð getur eigi orðið fyrir freistingu af hinu illa, enda freistar hann sjálfur einskis manns"; [151] hann vill þvert á móti frelsa okkur undan hinu illa. Við biðjum hann um að láta okkur ekki ganga þann veg sem leiðir til syndar. Við stöndum í stríði "milli holds og anda"; þessi bæn biður Andann um dómgreind og styrk.

2847. Heilagur Andi fær okkur til að ………

Read more »

02.05.08

  12:28:27, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 266 orð  
Flokkur: Kæra unga fólk!

Ákall til ungs fólks

(Jóhannes Páll páfi II, skilaboð vegna heimsdags bænar um köllun, 27. apríl 1980)

"……… Kæra unga fólk, í þetta sinn langar mig til að færa ykkur mjög sérstakt tilboð: íhugun. Þið verðið að skilja að ég er að tala til ykkar um stóra og mikla hluti, sem er að helga lífi sínu sem þjónn Guðs og kirkjunnar. Það er um að helga lífi sínu tiltekinni trú, þroskaðri sannfæringu og frjálsum vilja og vera af örlæti tilbúinn til að mæta hverskonar erfiðleikum án eftirsjá. ………"

"……… Guð mun ávallt kalla á okkur, og alltaf mun svarað af viljugu fólki sem er tilbúið. Með trúarlegri upplýsingu hugans, ber ykkur að komast í aðra heimsvídd guðlegrar áætlunar til björgunar alheims.

Ég veit að þið hafið áhyggjur af ………

Read more »

01.05.08

  22:44:24, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 726 orð  
Flokkur: Til umhugsunar

Heilög Teresa frá Lisieux. Hvers vegna varð hún fyrir valinu?

Stúlka, sem er tuttugu og fjögurra ára, deyr í litlu Karmelklaustri í hjarta Normandí í Frakklandi en það landsvæði var ekki þekkt af miklum trúaráhuga. Farið var með líkama systur Teresu í kirkjugarð bæjarfélagsins og fylgdu henni einungis fáeinir vinir. Þetta vakti litla athygli. En varla var búið að loka gröfinni er fögur mildi hennar fór að koma í ljós. Fljótt varð hún umræðuefni allra. Fyrst í einu héraði síðan í öðru, síðan í Frakkland, allri Evrópu, í hinum gamla og nýja heimi. Nafn hennar var á vörum trúaðra jafnt sem ótrúaðra, þeirra sem enn gátu farið með nafn Krists og þeirra sem höfðu gleymt því.

Hvers vegna varð hún fyrir valinu þegar svo margir, sem höfðu látist um líkt leyti og hún, höfðu sannað dyggðir sínar með áþreifanlegum og opinberum hætti; helgir karlar og helgar konur sem höfðu þjónað hinum fátæku; trúboðar, postular og píslarvottar; trúrækið fólk af öllum stigum? ………

Read more »

30.04.08

  16:26:24, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 247 orð  
Flokkur: Vegurinn, sannleikurinn og lífið

Að vísu kemur orðið "Þrenning" hvergi fyrir í Heilagri Ritningu

Kafli úr bókinni VEGURINN, SANNLEIKURINN OG LÍFIÐ sem er trúfræðslurit um kaþólska trú (1981).

(8. k.)

"……… Grundvallarsannindi trúar okkar eru að til sé aðeins einn Guð, og þó að við játum kenninguna um Föðurinn, Soninn og Heilagan Anda, breytir það engan veginn kenningunni um að Guð sé einn. En hvernig er hægt að sameina þetta tvennt?

Að vísu kemur orðið "Þrenning" hvergi fyrir í Heilagri Ritningu, en þegar við tekjum það sem Guð sagði og gerði, verður þessi leyndardómur alltaf á vegi okkar. Við megum reiða okkur á að okkur hefur ekki verið boðuð þessi trúarkenning til þess að við hefðum eitthvað til að velta fyrir okkur eða til þess að gera okkur erfiðara fyrir að trúa. Þetta má frekar orða þannig að Guð hafi snúið sér til okkar og talið réttmætt að við fengjum að fræðast eitthvað um innri lífsauðlegð sína. Á því, hvort menn trúa kenningunni um Þrenninguna eða ekki, sést best hvort þeir eru reiðubúnir til þess að hlusta á Guð sjálfan segja þeim, hver hann sé, eða hvort þeir reiði sig frekar á mátt sinnar eigin ímyndunar og fallist aðeins á tilveru þess Guðs, sem þeir geta sjálfir skilið. Slíkur Guð hlyti þó að vera lítilfjörlegri en sú skynsemi sem gerði sér grein fyrir honum. ………"

29.04.08

  23:26:46, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 484 orð  
Flokkur: Vegurinn, sannleikurinn og lífið

Innri máttur hins nýja lífs

Kafli úr bókinni VEGURINN, SANNLEIKURINN OG LÍFIÐ sem er trúfræðslurit um kaþólska trú (1981).

(8. k.)

Jesús var ekki áfram hjá okkur, en samt lét hann okkur ekki sigla okkar eigin sjó. Þegar hann hélt á brott, sagði hann: "Það er yður til góða að ég fari burt, því að fari ég ekki burt, mun Huggarinn ekki koma til yðar, en þegar ég er farinn, mun ég senda hann til yðar" (Jóh. 16, 7-15).

Þessi Huggari er annarsstaðar kallaður Andi Guðs, Heilagur Andi. Hann á að leiða okkur í allan sannleika, þann sannleika sem Jesús kenndi okkur (sjá Jóh. 16,13). Við skulum grípa til líkingar: Sé hjarta mannsins ekki ………

Read more »

1 3 4 5 ...6 7

Sr. Denis O'Leary

Séra Denis O'Leary er sóknarprestur við Maríukirkju í Breiðholti.

Leit

  XML Feeds

blogging software