Blaðsíður: 1 ... 9 10 11 12 13 14 ...15 ...16 18 20

19.03.06

  15:48:19, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 438 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Sá sem hatar umvöndun er heimskur (af þessum heimi)

Guðspjall Jesú Krists mánudaginn 20 mars er úr Lúkasarguðspjalli 4. 24-30

Enn sagði hann: „Sannlega segi ég yður, engum spámanni er vel tekið í landi sínu. En satt segi ég yður, að margar voru ekkjur í Ísrael á dögum Elía, þegar himinninn var luktur í þrjú ár og sex mánuði, og mikið hungur í öllu landinu, og þó var Elía til engrar þeirra sendur, heldur aðeins til ekkju í Sarepta í Sídonlandi. Og margir voru líkþráir í Ísrael á dögum Elísa spámanns, og enginn þeirra var hreinsaður, heldur aðeins Naaman Sýrlendingur.“ Allir í samkunduhúsinu fylltust reiði, er þeir heyrðu þetta, spruttu upp, hröktu hann út úr borginni og fóru með hann fram á brún fjalls þess, sem borg þeirra var reist á, til þess að hrinda honum þar ofan. En hann gekk gegnum miðja mannþröngina og fór leiðar sinnar.

Hugleiðing
Jesús hikaði ekki við að atyrða samtíðarmenn sína sökum vantrúar þeirra. Hann reitti þá til reiði með því að segja, að jafnvel útlendingarnir hefðu meiri trú til að bera en þeir. Þetta voru þung orð í garð Gyðinganna sem töldu sig vera hina „útvöldu þjóð“ landsins og fyrirlitu útlendingana heilshugar. Þau varnaðarorð sem Jesús mælti til þeirra sökum vantrúar þeirra fylltu þá heift.
Texti dagsins er Íslendingum nútímans umhugsunarefni. Þeir deyða afkvæmi sín í stórum stíl og brjóta þannig boðorð Drottins. Þannig sjáum við orð hans rætast fyrir augum okkar. Guð varaði Ísraelsmenn við að saurga ekki landið eins og fyrri íbúar höfðu gert „svo að landið spúi yður ekki“ (3 M 18. 29). Þetta sjáum við gerast fyrir augum okkar með vaxandi straumi innflytjenda sem virða boðorð Drottins betur. Rétt eins og Gyðingar fylltust fjandskap í garð Jesú, bregðast Íslendingar nútímans við. Gyðingarnir hröktu hann út úr borginni og hefðu unnið honum mein ef þeir hefðu verið þess umkomnir. Í okkar ágæta landi er hann útilokaður frá allri umræðu og hafður að háði og spotti af því að hann brýtur í bága við rétthugsun samtímans. Drottinn býður okkur frelsi og fyrirgefningu synda okkar, en einungis ef hann verður okkur „vísdómur frá Guði, bæði réttlæti, helgun og endurlausn“ (1 Kor 1. 30). „Sá sem elskar aga, elskar þekking, en sá sem hatar umvöndun er heimskur“ (Ok 12. 1).

  08:40:09, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 640 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Sporaleikur

Nú ekki alls fyrir löngu síðan var ég með engli í mikilli sandauðn. Þeir eru að ýmsu leyti eins og börnin og því sagði hann við mig:

„Eigum við ekki að koma í sporaleik?“

Ég átti síst von á þessu og hann veitti því strax athygli hversu hissa ég varð og sagði:

„Ég skal sýna þér hvernig við förum að! Þetta er enginn vandi!“

Skyndilega birtust spor í sandinum. Í upphafi voru þau örsmá, greinilega eftir léttstígt barn. Smám saman stækkuðu þau og mörkuðust betur í sandinn og bilið á milli þeirra varð lengra og greinilegt að sá sem hlut átti að máli hljóp hraðar og hraðar. En alltaf urðu þau beinni, uns þau hurfu alls óvænt. Engillinn sagði íbygginn á svip:

„Þetta eru sporin hans Palla.“

Þá minntist ég orða heilags Páls. „Þess vegna hleyp ég ekki stefnulaust“ (1 Kor 9. 24).

Read more »

18.03.06

  17:45:35, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 245 orð  
Flokkur: Fóstureyðingar og vernd

Um Lífsvernd

Ég vil vekja athygli fólks á samtökunum Lífsvernd. Félagið var stofnað í apríl 2004 í safnaðarheimili Maríukirkju í Breiðholti af nokkrum kaþólskum áhugamönnnum um lífsvernd. Það er von okkar sem stöndum að félaginu, að sem flestir verði 'Pro Life' og að þeir sem eru 'Pro Life', gangi í félagið og gerist virkir í þessari baráttu. Sú barátta er ekki endilega hávær, en eitthvað sem við getum gert á hverjum degi. Í fyrsta lagi að biðja lífsverndarbænarinnar daglega. Í öðru lagi að láta aðra vita að við séum 'Pro Life', til dæmis vinnufélaga okkar og vini. Spyrja þá hvort þeir hafi áhuga á að ganga í 'Pro Life' félag. Í þriðja lagi að koma á bænastundirnar og taka þátt í því sem félagið er að reyna að gera með félagsmönnum.

Bæn um stöðvun fóstureyðinga
Himneski Faðir! Við biðjum fyrir þeim ófæddu börnum sem með fóstureyðingu er ætlað að láta líf sitt í þessari viku. Bjarga þeim frá dauða. Breyttu viðhorfum foreldranna og gefðu þeim nýja von, svo að ekki komi til þessa örvæntingarfulla verknaðar. Teldu hughvarf þeim sem framkvæma fóstureyðingar. Kenndu okkur hvernig bregðast skuli við þessum blóðsúthellingum meðal okkar.
Þess biðjum við fyrir son þinn Jesú Krist. Amen.

http://lifsvernd.com/umlifsvernd.html

  15:17:39, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 666 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Hinn heilagi Kristur reiðinnar

Guðspjall Jesú Krists á Drottins degi þann 19. mars er úr Jóhannesarguðspjalli 2. 13-15

Nú fóru páskar Gyðinga í hönd, og Jesús hélt upp til Jerúsalem. Þar sá hann í helgidóminum þá, er seldu naut, sauði og dúfur, og víxlarana, sem sátu þar. Þá gjörði hann sér svipu úr köðlum og rak alla út úr helgidóminum, líka sauðina og nautin. Hann steypti niður peningum víxlaranna og hratt um borðum þeirra, og við dúfnasalana sagði hann: „Burt með þetta héðan. Gjörið ekki hús föður míns að sölubúð.“ Lærisveinum hans kom í hug, að ritað er: „Vandlæting vegna húss þíns mun tæra mig upp.“ Gyðingar sögðu þá við hann: „Hvaða tákn getur þú sýnt oss um það, að þú megir gjöra þetta?“ Jesús svaraði þeim: „Brjótið þetta musteri, og ég skal reisa það á þrem dögum.“ Þá sögðu Gyðingar: „Þetta musteri hefur verið fjörutíu og sex ár í smíðum, og þú ætlar að reisa það á þrem dögum!“ En hann var að tala um musteri líkama síns. Þegar hann var risinn upp frá dauðum, minntust lærisveinar hans, að hann hafði sagt þetta, og trúðu ritningunni og orðinu, sem Jesús hafði talað. Meðan hann var í Jerúsalem á páskahátíðinni, fóru margir að trúa á nafn hans, því þeir sáu þau tákn, sem hann gjörði. En Jesús gaf þeim ekki trúnað sinn, því hann þekkti alla. Hann þurfti þess ekki, að neinn bæri öðrum manni vitni; hann vissi sjálfur, hvað í manni býr.

Hugleiðing.
Ofurfrjálslyndisguðfræðin dregur upp sína eigin mynd mennskra hugsmíða af Kristi. Þetta er mynd af frjálslyndum og umburðarlyndum „krataforingja“ sem vill vera öllum til hæfis. Þannig gera menn Guð að eins konar páfagauk í búri. Slík afstaða felst í því að gott sé að eiga þennan „guð“ að þegar við þurfum að skæla við öxl hans, en getum síðan lokað inn í búri sínu þess á milli og gleymt honum, eins konar plástursguð. Og hann lætur sér í léttu rúmi liggja hvernig við breytum á jörðinni vegna þess að þessi „guð“ setur okkur engin boðorð.

En hin sifurtæra lind Orðsins dregur upp aðra mynd hér í guðspjalli dagsins: AF KRISTI REIÐINNAR. Þetta er sá Guð sem hefur vald á himni sem jörðu og ríkir sem Konungur eða Höfuð yfir kirkjunni. Rétt eins og fræðimenn Gyðinga afneitar ofurfrjálslyndisguðfræðin slíkum Guði. Þessi Drottinn kom til jarðar og grundvallaði kirkju sína sem lifandi líkama sinn: „Brjótið þetta musteri, og ég skal reisa það á þrem dögum.“ Hér skírskotaði hann til píslardauða síns á krossinum til að kaupa okkur frjáls undan ógnarvaldi syndarinnar. Hann sætti okkur ekki einungis við Guð Föður, heldur fyllir hann okkur af Heilögum Anda og gerir okkur að lifandi musteri Guðs (1 Kor 6. 19-20). Það er Heilagur Andi sem lifir í kirkjunni, upplýsir hugi okkar og hreinsar hjörtu okkar svo að við berum Guði Föður þóknanlegir fórnir og fyllir okkur heilagri vandlætingasemi vegna húss Guðs: „Vandlæting vegna húss þíns mun tæra mig upp.“ Eftir Holdtekju Drottins á jörðu er öll mannanna börn orðin að húsi hans. Gefum gaum að orðum Ágústínusar kirkjuföður á þessum degi Drottins:

Ég er fæða fullvaxinna og þú skalt nærast á mér. Og ekki ert það þú sem munt umbreyta mér, líkt og hinni holdlegu fæðu í þig sjálfan, heldur munt þú ummyndast í mig. [1]

[1]. Játningar, 7. 10.

  11:16:11, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 889 orð  
Flokkur: Fóstureyðingar og vernd

Tíu svör til stjórnmálamanna sem styðja fóstureyðingar

Faðir Frank Pavone, framkvæmdastjóri Priests for Life:

Ef þú hefur skrifað bréf til stjórnmálamanns um réttinn til lífsins, muntu að öllum líkindum fá svarbréf þar sem gripið er til einhverra af eftirfarandi mótrökum sem gengið hafa sér til húðar. Við skulum íhuga þessi svör hér dálítið nánar.

1. „Ég virði afstöðu yðar, en er jafnframt fulltrúi alls almennings.“ Svar okkar: „Það er einmitt þetta sem við erum að reyna að koma á framfæri við yður. Ef þér hirðið ekkert um óborin börn eruð þér ekki fulltrúi alls almennings. Dómur hæstaréttar í máli Roe gegn Wade svipti þau allri lagavernd (1973). Við krefjumst þess að þau njóti hennar. Þjónn almennings getur ekki horft fram hjá ákveðnum hluta almennings sem er tortímt.

2. „Persónulega er ég andstæðingur fóstureyðinga, en get ekki þröngvað afstöðu minni upp á aðra.“ Svar okkar: Spurningin snýst ekki um afstöðu, heldur ofbeldi. Lögum er ætlað að vernda mannslíf, þrátt fyrir afstöðu þeirra sem vilja tortíma mannslífum.

3. „Stjórnvöld eiga ekki að blanda sér inn í eins persónulegt málefni sem fóstureyðing er.“ [1] Svar okkar: Stjórnvöld „blönduðu“ sér í fóstureyðingar þegar þau lýstu því yfir að þau hefðu vald til að svipta ákveðinn hóp einstaklinga lífinu. Stjórnarskráin mælir svo fyrir að stjórnvöldum sé ætlað að tryggja þau réttindi sem Skaparinn hefur sett, Þegar einhver „ákveður“ að tortíma lífi einhvers annars, þá er þessi ákvörðun auk þess ekki lengur einungis einkamál hvers og eins.

4. „Löggjafarvaldið á ekki að hafa afskipti af læknisfræði.“ Svar okkar: Við erum ekki að fara þess á leit við yður að stunda læknisfræði. Læknisfræðinni er gert að lúta margvíslegum lögum til verndar lífi sjúklinganna. Allt sem við förum fram á er að óborin börn njóti þessarar lagaverndar.

5. „Fóstureyðingar eru lögbundnar.“ Svar okkar: Landslögum er unnt að breyta, rétt eins og þeim var breytt hvað varðar þrælahald og kynþáttamismunun. Forysta á sviði stjórnmála er fólgin í því að koma auga á það óréttlæti sem aðrir eru beittir og að hvetja fólk til að grípa til þeirra ráða sem nauðsynleg eru til að breyta lögum. [2]

6. „Ég styð kvenréttindi og rétt kvenna til heilbrigðisþjónustu.“ Svar okkar: Það er einmitt af þessum sökum sem við verðum að kanna staðreyndir málsins, þá staðreynd að fóstureyðingar eru skaðlegar heilsu kvenna. Okkur ber að hlusta á þann vaxandi hóp kvenna sem hafa beðið líkamlegt tjón sökum fóstureyðinga. Það er af þessum ástæðum sem þér ættuð að hyggja að því, hvernig fóstureyðingariðnaðurinn heldur áfram að blekkja konur og misnota með ófullnægjandi og varhugaverðum fóstureyðingarstöðvum.

7. Fóstureyðingar eru einungis hluti stærra máls. Ég aðhyllist siðgæðisafstöðu sem er sjálfri sér samkvæm í grundvallaratriðum.“ Svar okkar: Grunnur hús er einungis hluti byggingarinnar, en nauðsynlegur svo að hinir hlutarnir geti risið. Því hafa kaþólsku biskuparnir endurtekið í sífellu, að í ósamkvæmri siðgæðisafstöðu krefjast fóstureyðingar „knýjandi forgangsathygli.“

8. Áhersluþættir mínir í stjórnmálum snúast ekki um fóstureyðingar.“ Svar okkar: Afstaða yðar til fóstureyðinga segir mikið um almenna afstöðu yðar. Ef þér eruð ekki reiðubúnir til að verja réttindi barna, hvað þá um réttindi okkar hinna?

9. „Við skulum vera sammála um að vera ósammála.“ Svar okkar: Við virðum afstöðu þeirra sem eru okkur ósammála. En þegar fórnardýr sæta misþyrmingum, þá setjumst við ekki niður til „að vera sammála um að vera ósammála“ kúgaranum. Miklu fremur grípum við til okkar ráða fórnardýrinu til varnar. Fóstureyðingar snúast ekki um afstöðu, heldur blóðsúthellingar. Þeir sem þarfnast verndar þarfnast hennar þrátt fyrir að aðrir kunni að vera slíku ósammála.

10. Að endingu skuluð þið nota það ráð sem gefst alltaf best: Ég er kjósandi!

[1]. Þetta er meðal annars afstaða Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra, þrátt fyrir að hún sé kaþólsk.
[2]. Fyrsta landið í Evrópu sem afnumdi að nýju rétt til fóstureyðinga af hagkvæmisástæðum er Pólland. Má furðu sæta hversu lengi stjórnvöld í ríkustu löndum heims hafa velt af sér félagslegri ábyrgð sinni gagnvart mæðravernd með fóstureyðingum, fordæmi sem finna má hjá ríkjum sósíalfasismans og Þriða ríkis Hitlers þar sem jafnvel andlega fötluðu fólki var fyrirkomið. Allt ber þetta vott um framsókn nýheiðninnar (new-paganism) meðal kristinna þjóða.

  08:27:37, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 534 orð  
Flokkur: Fóstureyðingar og vernd

Aðferðir sem gripið er til við fóstureyðingar

Hér að framan hef ég minnst á NFP aðferðina við fjölskylduáætlanir þar sem hjónin ákveða sjálf hvenær barn fæðist. Í fóstureyðingarstóriðjunni eru konur hins vegar hafðar að fórnardýrum og margvíslegra langvarandi hliðaráhrifa gætir. Einkum geta afleiðingarnar orðið alvarlegar þegar stuðst er við aðferð (3) hér að neðan: Útvíkkunaraðferðina. Fóstureyðingarlæknirinn víkkar út legöngin á 30 til 60 sekúndum í stað 12 tíma eða lengur við náttúrlegar aðstæður og veldur tjóni á vöðvunum. Ef konan verður vanfær á ný, er legopsvöðvarnir orðnir miklu veikara fyrir en áður og geta opnast óvænt svo að um fósturlát verður að ræða.

Auk þessarar áhættu er um aðra þætti að ræða fyrir konur sem gengist hafa undir slíka meðferð.

(a) Á fyrstu þremur mánuðum meðgöngu eru tvisvar sinnum meiri líkur á fósturmissi.

(b) Á næstu þremur mánuðunum verða líkurnar tífaldar.

(c) Líkur á fyrirburafæðingu aukast þrefalt.

(d) Líkurnar á því að barnið deyi að fæðingu lokinni aukast tvöfalt.

Taka ber fram að á Íslandi er aðferðum (4) og (5) ekki beitt eftir minni bestu vitund.

Lýsing á aðferðum við fóstureyðingar

Fóstureyðingar á fyrstu stigum meðgöngu eru framkvæmdar með svo nefndri legtæmingu

(1) Sogaðferðin – framkvæmd allt að 12. viku meðgöngu. Sogdæla tætir barnið í sundur. Þeir sem framkvæma fóstureyðinguna hreinsa síðan legið af þeim leifum sem verða eftir af barninu.

(2) Úvíkkun og sundurlimun – framkvæmd allt að 12. viku meðgöngu. Bogmyndaður stálhnífur er notaður til að lima barnið í sundur.

(3). Útvíkkun og tæming – framkvæmd frá 12 til 16 viku meðgöngu. Leggöngin eru þanin út og barnið limað í sundur með töng. Mikil blæðing er þessu samfara og hryggjarsúlan er brotin með spennutöng. Barnið finnur til mikils sársauka án nokkurrar deyfingar. Höfuðkúpan er brotin til þess að unnt sé að fjarlægja hana.

(4) Eitruð saltvatnsupplausn – aðferð sem beitt er á 16 viku meðgöngu og lengur. Fóstureyðingalæknirinn dælir eiturupplausn inn í legið. Barnið andar að sér eitrinu og deyr smám saman með krampakippum (sem móðirin skynjar). 2 til 3 stundir líða uns barnið deyr sem kemur niður leggöngin 24 stundum síðar, stundum enn lifandi.

(5) Hormónalyf (prostalglandín) – aðferð sem gripið er til eftir 14. til 15. viku meðgöngu. Hormónunum er komið fyrir í leghálsinum í formi skeiðarstíls (stikkpillu) sem framkalla síðan ákafan samdrátt í leginu og fósturlát er þannig framkallað. Barnið fæðist lifandi.

(6) Með skurðaðgerð (hysterotomy), oft nefnt „litli keisaraskurðurinn.“ Legið er opnað með skurðaðgerð og læknirinn sker á naflastrenginn og tekur síðan barnið og leggur það í fat þar sem það er látið deyja, eða því er hreint og beint drekkt eða kæft.

TENGILL

17.03.06

  15:15:42, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 504 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Hann hefur ætlað okkur öllum hverju og einu ákveðið hlutverk á jörðinni

Guðspjall Jesú Krists laugardaginn 18. mars er úr Matteusarguðspjalli 1. 16-24

Og Jakob gat Jósef, mann Maríu, en hún ól Jesú, sem kallast Kristur.
Þannig eru alls fjórtán ættliðir frá Abraham til Davíðs, fjórtán ættliðir frá Davíð fram að herleiðingunni til Babýlonar og fjórtán ættliðir frá herleiðingunni til Krists. Fæðing Jesú Krists varð með þessum atburðum: María, móðir hans, var föstnuð Jósef. En áður en þau komu saman, reyndist hún þunguð af Heilögum Anda. Jósef, festarmaður hennar, sem var grandvar, vildi ekki gjöra henni opinbera minnkun og hugðist skilja við hana í kyrrþey. Hann hafði ráðið þetta með sér, en þá vitraðist honum engill Drottins í draumi og sagði: „Jósef, sonur Davíðs, óttastu ekki að taka til þín Maríu, heitkonu þína. Barnið, sem hún gengur með, er af Heilögum Anda. Hún mun son ala, og hann skaltu láta heita Jesú, því að hann mun frelsa lýð sinn frá syndum þeirra.“ Allt varð þetta til þess, að rætast skyldu orð Drottins fyrir munn spámannsins: „Sjá, mærin mun þunguð verða og son ala. Nafn hans mun vera Immanúel,“ það þýðir: Guð með oss. Þegar Jósef vaknaði, gjörði hann eins og engill Drottins hafði boðið honum og tók konu sína til sín.

Hugleiðing:
Rétt eins og María var Jósef gullinn hlekkur á milli Gamla sáttmálans og hins Nýja í ráðsályktun Guðs. Hjá honum haldast í hendur trú á orð Guðs og hlýðni við boðorð hans. Þau Jósef og María eru fyrirmynd allra kristinna manna í trú og réttlæti. Guð treysti þessum þögla, auðmjúka og réttláta manni til að gegna einstæðu hlutverki í hjálpræðisverki alls mannkynsins og hann brást hlutverki sínu ekki: Að verða að fósturföður Jesú.
Guð færir okkur öll börn að gjöf og felur okkur uppfóstrun þeirra og að auðsýna þeim alla okkar elsku, blíðu og umhyggju. Hann hefur ætlað okkur öllum hverju og einu ákveðið hlutverk á jörðinni. Ert þú tilbúin(n) að verða við kalli hans, eða viltu fremur leita leiðsagnar talsmanna fóstureyðingarstóriðjunnar sem sjá ekkert athugavert við að fyrirfara því lífi sem Guð hefur falið okkur á hendur til varðveislu? Guð Faðir hefur ekki sleppt af okkur hendinni, heldur gefið okkur sinn eingetna Son sem Frelsara. Og eftir Holdtekju hans er sérhvert mannslíf helgað. Skortir þér ef til vill trú? Þá skaltu biðja Drottin um að auka þér trú og trausti á orði Guðs. Jesús sagði:

„Grátið ekki yfir mér, en grátið yfir sjálfum yður og börnum yðar“ (Lk 23. 28).

16.03.06

  21:04:58, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1613 orð  
Flokkur: Hin heilaga arfleifð

Hin stríðandi kirkja og heimurinn

Við hér á Kirkjunetinu höfum ekki farið varhluta af því orðbragði sem einkennir málflutning samkynhneigðra og stuðingsmanna þeirra. Hér er einungis tekin nokkur dæmi um slík gífuryrði: „Hreinræktuð heimska,“ „deyjandi menningarkimi,“ „forneskjuleg hirðingjahugsun,“ „trúarofstopi,“ „ómerkilegur útúrsnúningur,“ „þvælusálgreining,“ „della,“ „að skemmta skrattanum, „hommahatur,“ „óþol á samkynhneigðum,“ „ofstækismenn,“ „öfgafull, ósanngjörn og óumburðarlynd kristin trú,“ „að sverta mannorð samkynhneigðra, gera úr þeim sjúk og hættuleg skrímsli og hafna tilverurétti þeirra.“ Og heilög Ritning fer heldur ekki varhluta af þessu og boðskapur hennar dæmdur sem „réttlæting á þrælahaldi, þjóðarhreinsunum og kvennakúgun.“ Í reynd hefur atgangur þessa fámenna hóps verið slíkur á undanförnum árum að margir veigra sér við að lenda í orðaskaki við þessa menn. Í Laugarnesskólanum í gamla daga hefði Marínó kennari tekið í eyrað á þeim nemenda sinna sem gripið hefðu til slíks munnsafnaðar og leitt þá fram á gang og látið þá standa þar fram að frímínútunum.

Read more »

  16:03:47, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 645 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ert þú samstarfsmaður Drottins?

Guðspjall Jesú Krists þann 17. mars er úr Matteusarguðspjalli 21. 36-46

Heyrið aðra dæmisögu: Landeigandi nokkur plantaði víngarð. Hann hlóð garð um hann, gróf fyrir vínþröng og reisti turn, seldi hann síðan vínyrkjum á leigu og fór úr landi. Þegar ávaxtatíminn nálgaðist, sendi hann þjóna sína til vínyrkjanna að fá ávöxt sinn. En vínyrkjarnir tóku þjóna hans, börðu einn, drápu annan og grýttu hinn þriðja. Aftur sendi hann aðra þjóna, fleiri en þá fyrri, og eins fóru þeir með þá. Síðast sendi hann til þeirra son sinn og sagði: „Þeir munu virða son minn. Þegar vínyrkjarnir sáu soninn, sögðu þeir sín á milli: ,Þetta er erfinginn. Förum og drepum hann, og náum arfi hans.' Og þeir tóku hann, köstuðu honum út fyrir víngarðinn og drápu hann. Hvað mun nú eigandi víngarðsins gjöra við vínyrkja þessa, þegar hann kemur?“ Þeir svara: „Þeim vondu mönnum mun hann vægðarlaust tortíma og selja víngarðinn öðrum vínyrkjum á leigu, sem gjalda honum ávöxtinn á réttum tíma.“ Og Jesús segir við þá: „Hafið þér aldrei lesið í ritningunum:

Sá steinn, sem smiðirnir höfnuðu,
er orðinn hyrningarsteinn.
Þetta er verk Drottins,
og undursamlegt er það í augum vorum.

Þess vegna segi ég yður: Guðs ríki verður frá yður tekið og gefið þeirri þjóð, sem ber ávexti þess. Sá sem fellur á þennan stein, mun sundur molast, og þann sem hann fellur á, mun hann sundur merja.]“ Þegar æðstu prestarnir og farísearnir heyrðu dæmisögur hans, skildu þeir, að hann átti við þá. Þeir vildu taka hann höndum, en óttuðust fólkið, þar eð menn töldu hann vera spámann.

Hugleiðing
Þegar Jesús sagði þessa dæmisögu á sínum tíma tók hann mið af ríkjandi aðstæðum í Galíleu og skírskotaði til vínekranna. En hvað segir þessi dæmisaga okkur nútímafólki, er hún ekki orðin úrelt? Nei, fjarri því! Hún greinir okkur frá mikilvægum sannleika um Guð og hvernig hann umgengst okkur mennina. Í fyrsta lagi greinir hún okkur frá gjafmildi Guðs og örlæti okkar í garð. Fyrirtæki okkar og heimilisrekstur gengur einkar vel. Þetta á sértaklega við um Ísland, einhverja auðugustu þjóð í heiminum. En öll þessi velgengni er Guðs gjöf segir Jesús okkur í dæmisögunni. Guð hefur auðsýnt okkur það traust að fela okkur þetta allt á hendur. Rétt eins og í dæmisögunni erum við einungis leiguliðar hans. Hann gefur okkur frelsi til að haga lífinu að vild. Jesús segir okkur líka að Guð Faðir sé þolinmóður og réttlátur. Hann er reiðubúinn til að fyrirgefa okkur hvað eftir annað sem leiguliðum eigna sinna. En þegar leiguliðarnir fara að láta reyna á þolrif hans til hins ítrasta kemur að lokum að dómsorði hans, rétt eins og í Baugsmálinu.

Hann trúir okkur fyrir náðargjöfum sínum og felur okkur að starfa í víngarði lífsins, líkama Krists, kirkjunni. Hann hefur gefið okkur fyrirheit um að verk okkar verði ekki til einskis ef við stöndumst í trú allt til enda (sjá 1 Kor 15. 58). Við getum átt von á þolraunum og ofsóknum, en að lokum rennur sigurstundin upp. Ert þú samstarfsmaður Drottins og lifir þú í fagnaðarríkri væntingu um sigurstundina og sigurlaunin? Eða viltu fremur tilheyra hinni útskúfuðu rót, þeirri sem hafnar ljósi Krists, líkt og farísearnir?

15.03.06

  17:00:49, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 947 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Nafnið Lasarus þýðir Guð er mín hjálp

Heilagt guðspjall Jesú Krists þann 16. mars er úr Lúkasarguðspjalli 16. 19-31

Einu sinni var maður nokkur ríkur, er klæddist purpura og dýru líni og lifði hvern dag í dýrlegum fagnaði. En fátækur maður, hlaðinn kaunum, lá fyrir dyrum hans og hét sá Lasarus. Feginn vildi hann seðja sig á því, er féll af borði ríka mannsins, og jafnvel hundar komu og sleiktu kaun hans. En nú gjörðist það, að fátæki maðurinn dó, og báru hann englar í faðm Abrahams. Ríki maðurinn dó líka og var grafinn. Og í helju, þar sem hann var í kvölum, hóf hann upp augu sín og sá Abraham í fjarska og Lasarus við brjóst hans. Þá kallaði hann: „Faðir Abraham, miskunna þú mér, og send Lasarus, að hann dýfi fingurgómi sínum í vatn og kæli tungu mína, því ég kvelst í þessum loga.“ Abraham sagði: „Minnstu þess, barn, að þú hlaust þín gæði, meðan þú lifðir, og Lasarus böl á sama hátt. Nú er hann hér huggaður, en þú kvelst. Auk alls þessa er mikið djúp staðfest milli vor og yðar, svo að þeir, er héðan vildu fara yfir til yðar, geti það ekki, og eigi verði heldur komist þaðan yfir til vor.“ En hann sagði: „Þá bið ég þig, faðir, að þú sendir hann í hús föður míns, en ég á fimm bræður, til þess að vara þá við, svo þeir komi ekki líka í þennan kvalastað.“ En Abraham segir: „Þeir hafa Móse og spámennina, hlýði þeir þeim.“ Hinn svaraði: „Nei, faðir Abraham, en ef einhver kæmi til þeirra frá hinum dauðu, mundu þeir gjöra iðrun.“ En Abraham sagði við hann: „Ef þeir hlýða ekki Móse og spámönnunum, láta þeir ekki heldur sannfærast, þótt einhver rísi upp frá dauðum.“

Hugleiðing
Öll erum við fötluð með einum eða öðrum hætti. Þetta ræðst af því hvert gildismat okkar er. Áður hef ég sagt að fólk með Down einkenni stendur hjarta mínu nær en þeir miklu í augum dýrðar holdsins. Þetta er sökum þess að þetta fólk kann að elska og er glaðvært. Það sefur vel á nóttinni þó að verðbréfin falli. „Ertu fatlaður eða hvað?“ heitir grein sem Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar í Bakþönkum Fréttablaðsins þann 15 mars. Þar lýsir hún þeirri reynslu sinni hvernig margir bregðast furðulega við þegar hún ekur um borgina með fatlað barn sitt í hjólastól. Í heimi falskra gildismata slær fatlað barn sumt fólk „út af laginu!“

Read more »

  10:20:34, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 917 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Quo vadis – hvert ætlarðu?

Í guðspjalli dagsins stefndi Jesú för sinni til Jerúsalem: „Jesús hélt nú upp til Jerúsalem, og á leiðinni tók hann þá tólf afsíðis og sagði við þá: „Nú förum vér upp til Jerúsalem.“ (Mt 20. 17). Þessi texti guðspjalls dagsins er athyglisverður fyrir margra hluta sakir. Í andlegri merkingu leiðir Jesú okkur fyrir sjónir hvernig við komumst til hinnar himnesku Jerúsalem, borgar Guðs á himnum. Það gerum við einungis í leyndardómi krossins og af fyllstu auðmýkt, annars missum við marks, förum villu vegar.

Í gamla daga meðan skipin voru ekki eins fullkomin og í dag og seinni í förum var stefnan tekin í hásuður út af Reykjanestánni og siglt sem svarar 500 sjómílum. Þá var komið í lygnan sjó, eða eins og kallarnir sögðu okkur strákunum: „Þar er hægt að róa á baðkari allan ársins hring!“ Eftir það var svo stefnan tekin til þeirrar heimsálfu sem takmark ferðarinnar miðaðist við hverju sinni.

Read more »

14.03.06

  17:39:49, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 655 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Að þjóna er að ríkja með Kristi

Heilagt guðspjall Jesú Krists þann 15. mars er úr Matteusarguðspjalli 20. 17-28

Jesús hélt nú upp til Jerúsalem, og á leiðinni tók hann þá tólf afsíðis og sagði við þá: „Nú förum vér upp til Jerúsalem. Þar verður Mannssonurinn framseldur æðstu prestum og fræðimönnum. Þeir munu dæma hann til dauða og framselja hann heiðingjum, að þeir hæði hann, húðstrýki og krossfesti. En á þriðja degi mun hann upp rísa.“ Þá kom til hans móðir þeirra Sebedeussona með sonum sínum, laut honum og vildi biðja hann bónar. Hann spyr hana: „Hvað viltu?“ Hún segir: „Lát þú þessa tvo syni mína sitja þér við hlið í ríki þínu, annan til hægri handar þér og hinn til vinstri.“ Jesús svarar: „Þið vitið ekki, hvers þið biðjið. Getið þið drukkið þann kaleik, sem ég á að drekka?“ Þeir segja við hann: „Það getum við.“ Hann segir við þá: „Kaleik minn munuð þið drekka. En mitt er ekki að veita, hver situr mér til hægri handar eða vinstri. Það veitist þeim, sem það er fyrirbúið af Föður mínum.“ Þegar hinir tíu heyrðu þetta, gramdist þeim við bræðurna tvo. En Jesús kallaði þá til sín og mælti: „Þér vitið, að þeir, sem ráða fyrir þjóðum, drottna yfir þeim, og höfðingjar láta menn kenna á valdi sínu. En eigi sé svo meðal yðar, heldur sé sá, sem mikill vill verða meðal yðar, þjónn yðar. Og sá er vill fremstur vera meðal yðar, sé þræll yðar, eins og Mannssonurinn er ekki kominn til þess að láta þjóna sér, heldur til að þjóna og gefa líf sitt til lausnargjalds fyrir marga.“

Hugleiðing: Hver eða hvað á að vega þyngst í lífi okkar? Eigingjarn metnaður knýr okkur áfram á undan öðrum. Jeremía spámaður kvartaði við Guð þegar aðrir hugðust koma honum fyrir kattarnef. Í stað þess að fyllast gremju bað hann fyrir óvinum sínum. Þegar tveir af lærisveinunum vildu verða öðrum fremri gerði Jesús hið óhugsanlega! Hann sagði þeim að vegurinn til dýrðarinnar væri í gegnum þjáningar krossins. Hann lagði áherslu á að þeir legðu líf sitt í sölurnar fyrir aðra. Allt sem ekki er þrungið sjálfsfórn er eigingjörn þjónusta. Jesús greip til sterkra orða til að tjá hvaða fórn hann ætti við. Lærisveinar hans yrðu að bergja á hans eiginn kaleik ef þeir gætu vænst þess að ríkja með honum í konungsríki himnanna.

Kaleikur sá sem hann hafði í huga var afar beiskur og fól í sér krossfestingu. Hvaða kaleik hefur Drottinn fyrirbúið okkur? Fyrir suma lærisveina hans felur þessi kaleikur í sér líkamlegar þjáningar og jafnvel sársaukafullt píslarvætti. En fyrir aðra felur hann í sér hina löngu pílagrímsgöngu hins kristna lífs með öllum sínum daglegu fórnum, vonbrigðum, áföllum, baráttu og freistingum. Lærisveinn Krists verður að vera reiðubúinn til að leggja líf sitt í sölurnar í píslarvætti hins daglega lífs með sínum litlu eða stóru fórnum. Einn hinna fornu kirkjufeðra dróg kenningar Jesú saman með svofelldum orðum: AÐ ÞJÓNA ER AÐ RÍKJA MEÐ KRISTI. Við öðlumst hlutdeild í ríki Guðs með því að fórna lífi okkar í þjónustunni við hvert annað í dýpstu auðmýkt. Ert þú reiðubúin(n) til að leggja lífið í sölurnar fyrir aðra með sama hætti og Jesús?

13.03.06

  20:35:01, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 363 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

En Gyðingar margir týndu þá því ljósi

Heilagt guðspjall Jesú Krists þann 14. mars er úr Matteusarguðspjalli 23. 1-12 

Þá talaði Jesús til mannfjöldans og lærisveina sinna: "Á stóli Móse sitja fræðimenn og farísear. Því skuluð þér gjöra og halda allt, sem þeir segja yður, en eftir breytni þeirra skuluð þér ekki fara, því þeir breyta ekki sem þeir bjóða. Þeir binda þungar byrðar og leggja mönnum á herðar, en sjálfir vilja þeir ekki snerta þær einum fingri. Öll sín verk gjöra þeir til að sýnast fyrir mönnum, þeir breikka minnisborða sína og stækka skúfana. Ljúft er þeim að skipa hefðarsæti í veislum og æðsta bekk í samkundum, heilsa sér á torgum og kallast meistarar af mönnum. En þér skuluð ekki láta kalla yður meistara, því einn er yðar Meistari og þér allir bræður. Þér skuluð ekki kalla neinn föður yðar á jörðu, því einn er Faðir yðar, sá sem er á himnum. Þér skuluð ekki heldur láta kalla yður leiðtoga, því einn er Leiðtogi yðar, Kristur. Sá mesti meðal yðar sé þjónn yðar. Hver sem upp hefur sjálfan sig, mun auðmýktur verða, en sá sem auðmýkir sjálfan sig, mun upp hafinn verða.

En Gyðingar margir týndu þá því ljósi
Heiðnar þjóðir vóru í hugarmyrkri, því að þeir sáu eigi ið sanna ljós, þá er þeir kunnu eigi Skapera sinn. En Gyðingar höfðu ljós, því að þeir trúðu rétt á Guð. En af því kallast Kristur heldur ljós heiðinna þjóða en Gyðinga, að heiðnar þjóðir lýstust í hingaðkvomu hans, en Gyðingar margir týndu þá því ljósi, er áður höfðu þeir, því að þeir vildu eigi trúa á hann. En hann kallast af því dýrð Ísraels, að hann lét úr Gyðingakyni berast og kenndi sjálfur þeim allar kenningar, meðan hann var hér í heimi.

[1]. Hómilíubók, bls. 122-123.

  11:54:23, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1798 orð  
Flokkur: Fóstureyðingar og vernd

Dauðamenning eða lífsmenning?

Lauslega áætlað er talið að heildarfjöldi fórnardýranna í Annarri heimstyrjöldinni hafi numið 62 milljónum. Þar af voru almennir borgarar 37 milljónir heildarfjöldans, en fjöldi fallinna hermanna nærri 25 milljónum. Bandamenn misstu 51 milljónir einstaklinga, en Öxulveldin 11 milljónir. [1] Allan þessar blóðfórnir mátti rekja til sturlaðs einstaklings sem mældi göturnar í München sem atvinnuleysingi þar til hann fékk „hugsjón“ sem hann hratt í framkvæmd ásamt hópi áþekkra ólánsmanna.

Þannig sendu Þjóðverjar rússnesku þjóðinni aðra óværu, félaga Vladimír Lenín, sem hverja aðra bögglasendingu í fyrri heimstyrjöldinni. Nefnd sem Yeltsin Rússlandsforseti skipaði og starfaði undir stjórn Jakovljev nokkurs komast að þeirri niðurstöðu að á tímum Sovétstjórnarinnar hafi um 200.000 prestar látið lífið í útrýmingarbúðum kommúnista. Nefndin áætlaði að líklegur fjöldi fórnardýra 70 ára valdastjórnar kommúnista hafi numið sem svarar 60 milljónum karla og kvenna. Margir hafa vakið á því athygli að líklega sé fjöldi fórnardýranna mun hærri ef Alþýðuveldið Kína sé tekið með í reikninginn eða nær 150 til 200 milljónum.

Read more »

12.03.06

  21:22:54, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 255 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Að forðast óbæn

Heilagt guðspjall Jesú Krists þann 13. mars er úr Lúkasarguðspjalli 6. 36-38

Verið miskunnsamir, eins og faðir yðar er miskunnsamur.
Dæmið ekki Dæmið ekki, og þér munuð eigi dæmdir verða. Sakfellið eigi, og þér munuð eigi sakfelldir verða. Sýknið, og þér munuð sýknaðir verða. Gefið, og yður mun gefið verða. Góður mælir, troðinn, skekinn, fleytifullur mun lagður í skaut yðar. Því með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður aftur mælt verða.

Að forðast óbæn
Sem vér fyrirgefum, kveður hann, skulderum órum, þeim er eigu skuldar að gjalda eða sakir að bæta. Sá verður ósmákvæmur við sín systkin að vera, er með lítilli yfirbót við sinn Föður fyr stórar sakir vill reiði af sér þiggja. Allar sakir eru smáar og fáar, þær er órir bræður gera við oss, við það að virða, er vér gerum við vorn almáttkan Föður. Hann skulum vér svo biðja: Fyrirgef svo þú oss syndir órar nú, er vér biðjum þig, sem vér fyrirgefum þeim, er við oss hafa misgert, þá er biðja oss. Þeim einum mönnum verður sjá bæn að forbæn (óbæn), er eigi vilja sakar gefa, þá er þeir eru beðnir lítillátlega og boðnar þeim yfirbætur. [1]

[1]. Hómilíubók, bls. 42-43.

  14:47:45, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 258 orð  
Flokkur: Fóstureyðingar og vernd

Móðir Teresa frá Kalkútta: Fjölskylda sem biður saman mun ekki tvístrast

Ég tel að ef við hverfum að nýju til Guðsmóðurinnar tækjum við aftur að biðja rósakransbænina. Fjölskylda sem biður saman mun ekki tvístrast. Ef hún tvístrast ekki munu fjölskyldumeðlimirnir elska hvern annan, eins og Guð elskar þá. Og þá væru

fóstureyðingar óhugsandi.

Ég trúi því að fóstureyðingarnar séu sú svipa sem ríði á fjölskyldulífinu í dag og þær eru mesta ógnin gagnvart heimsfriðnum. Já, fóstureyðingar eru mesti óvinur heimsfriðarins. Ef móðir deyðir barn sitt, hvað getur þá staðið í vegi fyrir því að við drepum hvert annað? Óborið barn er heilagt og friðhelgt og hvað er skelfilegra en slíkt morð?

Jesús er elska og elskar hvert okkar og eitt. Við verðum að biðja vegna þess að bænin glæðir hreinleika hjartans og þannig getum við séð Guð. Ef við getum séð Guð í hvert öðru, þá munum við elska hvert annað, eins og hann elskaði okkur. Við myndum lifa í friði við alla menn. Við vitum að hann elskaði okkur vegna þess að hann dó fyrir okkur. Því verðum við einnig að elska hvert annað og jafnvel fórna lífinu fyrir hvert annað.

Fjölskyldan er uppspretta elskunnar, en til þess að elskan glæðist verðum við að biðja saman. Ef við stöndum sameinuð munum við elska hvert annað, rétt eins og Guð elskar okkur öll.

Úr Echo from Medjugorje, maí 1994.

11.03.06

  18:21:38, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 523 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Giftir ins Helga Anda

Heilagt guðspjall Jesú Krists á Drottins degi þann 12. mars er úr Markúsarguðsjalli 9. 2-10

Eftir sex daga tekur Jesús með sér þá Pétur, Jakob og Jóhannes og fer með þá upp á hátt fjall, að þeir væru einir saman. Þar ummyndaðist hann fyrir augum þeirra, og klæði hans urðu fannhvít og skínandi, og fær enginn bleikir á jörðu svo hvítt gjört. Og þeim birtist Elía ásamt Móse, og voru þeir á tali við Jesú. Þá tekur Pétur til máls og segir við Jesú: "Rabbí, gott er, að vér erum hér. Gjörum þrjár tjaldbúðir, þér eina, Móse eina og Elía eina." Hann vissi ekki, hvað hann átti að segja, enda urðu þeir mjög skelfdir. Þá kom ský og skyggði yfir þá, og rödd kom úr skýinu: "Þessi er minn elskaði sonur, hlýðið á hann!" Og snögglega, þegar þeir litu í kring, sáu þeir engan framar hjá sér nema Jesú einan. Á leiðinni ofan fjallið bannaði hann þeim að segja nokkrum frá því, er þeir höfðu séð, fyrr en Mannssonurinn væri risinn upp frá dauðum. Þeir festu orðin í minni og ræddu um, hvað væri að rísa upp frá dauðum.

Giftir ins Helga Anda
Sjö eru geislar hans taldir. Inn fyrsti er spektar geisli. Þann værim vér eigi án að hafa fyr því, að aldregi verður manni svo gjörla kennt, að eigi þyrfti hann nakkvað, að kenna umfram. Sá er og sannlega spakur, er hann vill meira meta himneska hluti en jarðlega. Annar heitir skilningsgeisli. Þá fáum vér þann geisla, ef vér kunnum greiningar góðs og ills og viljum eftir góðu hverfa. Inn þriðji er ráðs geisli. Þá öðlumst vér hann. ef vér rösum að engu svo skjótt, að eigi leitimst vér fyrir, hve hæfa mun, þá er oss kemur í hug, og ráðum hverjum heilt, ef vér kunnum heldur sjá en annar. Inn fjórði er styrks geisli. Þá öðlumst vér hann, ef vér víkjum eigi af Guðs götu fyr stranga hluti né hægja. Fimmti er fróðleiks geisli. Þá hljótum vér hann, ef vér viljum kostgæfa að vita sem flest það, er betra er að vita en án að vera, og látum aðra ná að nema að oss og gjöldum það Guði, er hann á að oss, en það mönnum, er þeir eiga. Mildi Guðs heitir inn sétti. Þá höfum vér hann, er vér venjumst góðum hlutum sjálfir og eggjum aðra til góðs. Inn sjöundi er hræðslu geisli. Þá njótum vér þess geisla, er vér virðum sem er, að ógurlegt er að gera í gegn Guði, því að hann má sínum óvinum steypa í helvíti, og kemur þar, er það vill hann, ef vér viljum eigi afturhvarfs leita. [1]

[1]. Hómilíubók, bls. 32-33.

  09:39:10, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 285 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Á Spáni eru faðir og móðir orðin að „Sæðisgjafi A og B“

VALENCIA, Spáni, 10. mars 2006 (Zenit.org).- Erkibiskupinn í Valencia lýsti breytingu þeirri sem gerð hefur verið á þjóðskrá hagstofunnar þar sem orðin „sæðisgjafi A“ og „sæðisgjafi B“ koma í stað „föður“ og „móður“ sem afkáraskap.

Í hriðisbréfi sínu í síðustu viku komst Agustín García Gasco erkibiskup svo að orði, „að þeir sem róa að því öllum árum að afmá öll fjölskyldugildi og vilja afmá öll ummerki um orðin „faðir“ og „móðir,“ fletti þannig ofan af þeirri hugmyndafræði sinni að tortíma fjölskyldunni og þar með sjálfu þjóðfélaginu.“

Spænsk lög [sósíalistastjórnarinnar] heimila samvist samkynhneigðra og erfðarétt.

Þannig birtu Stjórnartíðindin samkvæmt tilskipun frá Dómsmálaráðuneytinu ný ákvæði hvað áhrærir fjölskylduskráningu þar sem orðin „sæðisgjafi A“ og „sæðisgjafi B“ koma í stað orðanna „faðir“ og móðir“ samkvæmt fréttum Avan fréttastofunnar.

Að sögn García Gasco erkibiskups „hljómar spænsk löggjöf sífellt meira sem afstaða sértrúarhóps í róttækni sinni með hverjum deginum sem líður.“

Í hirðisbréfi sínu hvetur hann fjölskyldufólk til að „rjúfa þagnarmúrinn“ sökum þess „að það sé ekki nægilegt lengur að hlæja vegna afkáraháttar sjónarmiða sem eru fjölskyldunni fjandsamleg.“

Hann hvetur hina trúuðu til að líta á væntanlegan fund „World Meeting of Families“ í Valencia sem „tækifæri fyrir fjölskyldur um allan heim til að lýsa yfir samstöðu sinni.“

ZE06031021/JRJ

10.03.06

  23:56:25, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 371 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Maður skyldi frá manni getast

Heilagt guðspjall Jesú Krists þann 11. mars er úr Matteusarguðspjalli 5. 43-45

Þér hafið heyrt, að sagt var: ,Þú skalt elska náunga þinn og hata óvin þinn.' En ég segi yður: Elskið óvini yðar, og biðjið fyrir þeim, sem ofsækja yður, svo að þér reynist börn föður yðar á himnum, er lætur sól sína renna upp yfir vonda sem góða og rigna yfir réttláta sem rangláta. Þótt þér elskið þá, sem yður elska, hver laun eigið þér fyrir það? Gjöra ekki tollheimtumenn hið sama? Og hvað er það, þótt þér heilsið bræðrum yðar einum. Gjöra heiðnir menn ekki hið sama? Verið þér því fullkomnir, eins og faðir yðar himneskur er fullkominn.

Maður skyldi frá manni getast
Svo hafði María hreinlífi slíkt sem englar og alla manndýrð að aukahlut. Því mátti hún makleg vera móðir Guðs, að hún hafði hreinlífi sem Guðs englar og mannlegt eðli, svo að Guðdómurinn mátti taka af hennar holdi manndóminn svo sem hann hafði skapað fyr öndverðu, að maður skyldi frá manni getast. En geislinn skín í gegnum glerið og hefir bæði birti sólskins og líkneski af glerinu. Svo hefir og Drottinn vor, Jesús Kristur, bæði Guðdóm af Guði, en manndóm af Maríu. En alla gæsku sína varðveitti María með lítillæti, svo að henni grandaði aldregi ofmetnaður, og kvaðst hún hafa lítillætis síns því að mestu notið, er Guð veitti henni svo mikla dýrð. En meðan hún var í þessum heimi, þá skipti hún sér lítið af flestu og var hljóð ofvalt og hógvær og hafði í huga sér Guðs dýrð og jarteinir, en gerði það eitt að uppburðum, er nauðsyn sætti. En við andlát hennar vóru staddir allir postular, því að hún andaðist fyr en þeir skiptist til landa. [1]

[1]. Hómilíubók, bls. 8-9.

  18:47:41, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1132 orð  
Flokkur: Fóstureyðingar og vernd

Jesús og börnin

Allflest okkar þekkja afstöðu Jesú til barnanna. Þeir sem gera það ekki geta lesið um hana í Lúkasarguðspjallinu 18. 15-17. Fólkið kom með börnin til Jesú svo að hann gæti snert þau. Lærisveinarnir atyrtu foreldra barnanna, Jesú hefði ýmislegt betra við tímann að gera en að sinna krökkum! Þetta væri hreinasta tímasóun. En Jesús ávítaði lærisveinana og tók fagnandi á móti börnunum: „Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi, því að slíkra er Guðs ríki“ (Lk 18. 17).

Gríska orðið sem Lúkas grípur til er það sama og í frásögninni af barninu í lífi Elísabetar (Lk 1. 41, 44). Þetta er orðið vréfos. Augljóslega gerir Lúkas engan greinarmun á börnunum og hann var jú reyndar læknir. Vissulega eigum við öll að temja okkur sömu afstöðu og Jesús til barnanna, allt frá getnaði þeirra.

Read more »

  08:31:50, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1236 orð  
Flokkur: Fóstureyðingar og vernd

Auknar fóstureyðingar á börnum með Down einkenni

MINNEAPOLIS, Minnesota, 9. mars, 2006 (Zenit.org).- Fjölmargir foreldrar bíða árum saman eftir að fá að taka börn með Down einkenni í fóstur, samkvæmt nýlegri frétt frá Associated Press.

Hvers vegna er biðlistinn eftir börnum með sérþarfir svo langur, sem iðulega gengur erfiðlegar að aðlaga fjölskyldunni? Ástæðuna mætti ef til vill rekja til þess, að vaxandi tilhneigingar gætir til að eyða fóstrum með Down einkennum.

Elizabeth Schiltz sem er prófessor við lagadeild University of St. Thomas og meðrithöfundur að „The Cost of Choice: Women Evaluate the Impact of Abortion“ (Encounter Books) greindi Zenith frá því, að fóstureyðing á börnum með Down einkenni væri nú ekki einungis réttlætt, heldur væri slíkt beinlínis orðin skylda.

Schiltz hefur einnig greint frá sinni eigin reynslu þegar henni var tjáð við mæðraskoðun, að verðandi sonur hennar bæri einkenni Down sjúkdómsins.

Read more »

09.03.06

  22:30:00, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 305 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Vekjumst vér nú af óræktarsvefni

Heilagt guðspjall Jesú Krists þann 10. mars er úr Matteusarguðspjalli 5. 20-26

Þér hafið heyrt, að sagt var við forfeðurna: ,Þú skalt ekki morð fremja. Sá sem morð fremur, skal svara til saka fyrir dómi.' En ég segi yður: Hver sem reiðist bróður sínum, skal svara til saka fyrir dómi. Sá sem hrakyrðir bróður sinn skal svara til saka fyrir ráðinu og hver sem svívirðir hann, hefur unnið til eldsvítis. Sértu því að færa fórn þína á altarið og minnist þess þar, að bróðir þinn hefur eitthvað á móti þér, þá skaltu skilja gjöf þína eftir fyrir framan altarið, fara fyrst og sættast við bróður þinn, koma síðan og færa fórn þína. Vertu skjótur til sátta við andstæðing þinn, meðan þú ert enn á vegi með honum, til þess að hann selji þig ekki dómaranum í hendur og dómarinn þjóninum og þér verði varpað í fangelsi. Sannlega segi ég þér: Eigi munt þú komast út þaðan, fyrr en þú hefur borgað síðasta eyri.

Vekjumst vér nú af óræktarsvefni
En nú vekjum vér hugi vora til Guðs ástar, að vér megim styrklega stíga yfir þann, er oss vill glata. Vekjumst vér nú af óræktarsvefni, og hefjum upp hugskotsaugu ór, að vér sjáum tálgrafar þær, er óvinurinn grefur til þess að véla oss í og megim vér forða með Guðs fulltingi. En diabolus (djöfull) sjálfur og hans ærir (púkar, sendiboðar) falli í tálgröf sína, svo að vér megim þetta mæla með spámanninum: „Grófu þeir gröf fyr augliti mínu og féllu í sjálfir.“ [1]

[1]. Hómilíubók, bls. 208.

  17:08:23, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 571 orð  
Flokkur: Fóstureyðingar og vernd

Minningabrot

Fyrir um það bil tuttugu árum síðan varð ég fyrir merkilegri lífsreynslu. Ásamt fleira fólki heimsótti ég sængurkonu sem alið hafði barn fyrir tímann. Þetta er nefnt „fyrirburafæðing“ og í þessu tilviki var móðirin komin sjö mánuði á leið. Í dag er þessi fyrirburi stæltur strákur sem stundar íþróttir, menntaskólanám og byggingarvinnu í skólafríum.

Þetta var síðdegis á gamlársdag og þá er það óskrifuð regla á fæðingardeild Landsspítalans að bjóða þeim sem þess óska, að líta inn á fyrirburadeildina. Hjúkrunarkonan lét mig klæðast heljarmiklum hvítum búningi og stígvélum sem minnti einna helst á búning geimfara vegna þess að glerhlíf er fyrir andlitinu til að koma í veg fyrir alla smithættu. Þessi heimsókn varð eitt af markverðari augnablikunum í mínu lífi.

Read more »

  08:59:24, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 636 orð  
Flokkur: Fóstureyðingar og vernd

Hin nýju lög gegn fóstureyðingum í Suður Dakota

Þann 23. febrúar s.l. samþykkti þing Suður Dakotafylkis víðtækt bann gegn fóstureyðingum. Lögin voru samþykkt með 23 atkvæðum gegn 12. Þann 8. mars undirritaði síðan Mike Round (R) fylkisstjóri lögin. Lögin ganga þvert á úrskurð hæstaréttar frá 1973 sem viðurkenndi óskoraðan rétt kvenna til fóstureyðinga. Lögin krefjast þess að hæstiréttur verður að kveða upp nýjan úrskurð fyrir gildistöku þeirra.

Roger W. Hunt (R) sem lagði frumvarpið fram komst svo að orði: „Nú er komið að þeirri stund að alríkislögin um fóstureyðingar muni breytast í náinni framtíð.“ Kate Looby, framkvæmdastjóri „Planned Parenthood of South Dakota“ sem ætlar þegar í stað að kæra fóstureyðingarbannið sagði að „hún væri enn í losti.“ Hún bætti síðan við: „Vissulega er þetta svartur dagur fyrir konur í Suður Dakota. Við áttum von á þessu, en engu að síður er dapurlegt til þess að vita að löggjafarvaldið ber svo litla umhyggju fyrir konum [hvað um lífsrétt barna?]

Read more »

08.03.06

  23:20:21, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 252 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Biðjum vér, góð systkin

Heilagt guðspjall Jesú Krists þann 9. mars er úr Matteusarguðspjalli 7. 7-12

Biðjið, og yður mun gefast, leitið, og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upp lokið verða. Því að hver sá öðlast, sem biður, sá finnur, sem leitar, og fyrir þeim, sem á knýr, mun upp lokið verða. Eða hver er sá maður meðal yðar, sem gefur syni sínum stein, er hann biður um brauð? Eða höggorm, þegar hann biður um fisk? Fyrst þér, sem eruð vondir, hafið vit á að gefa börnum yðar góðar gjafir, hve miklu fremur mun þá Faðir yðar á himnum gefa þeim góðar gjafir, sem biðja hann? Allt sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. Þetta er lögmálið og spámennirnir.

Biðjum vér, góð systkin
Biðjum vér, góð systkin, Guð Föður almáttkan, að hann hreinsi heiminn af öllum villum, taki sótt af sjúkum, en hungur frá soltnum, láti hann upp lúkast myrkvastofur og lausa þá, er bundnir eru, ljái hann heimkvomu útlendum, veiti hann góða höfn, þeim er á skipi fara, en heilsu sárum.
Nú skulum vér biðja fyrir villumönnum og þrætumönnum, að Guð og vor Dominus leiði af öllum villum og leiði þá til heilagrar og postullegrar kristni. [1]

[1]. Hómilíubók, bls 100-101

  07:53:03, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 733 orð  
Flokkur: Hin heilaga arfleifð

Abba Makaríos og skrattinn

Meðan abba Makaríos hafðist við í þeim hluta eyðimerkurinnar þar sem hann settist að (vegna þess að neðri eyðimörkin var þéttsetin bræðrum), horfði hann niður eftir veginum kvöld eitt og sá djöfulinn koma í mannslíki íklæddan línkyrtli með ótal götum og úr hverju gatanna sveiflaðist lítil krús. Og öldungurinn sagði við hann: „Hvert ert þú nú að fara, illvirki.” Og hann svaraði: „Ég er að fara til að erta bræðurna sem búa í hinu neðra.” (neðri eyðimörkinni). Og öldungurinn sagði: „Hvers vegna ertu með svona margar krúsir meðferðis?” Og hann sagði: „Ég er með einhverja huggun fyrir bræðurna og ástæðan til þess að ég ber svona margar krúsir er sú, að ef þeim geðjast ekki að einni, þá sýni ég þeim aðra. Og ef þeim gest ekki að henni sýni ég þeim enn aðra. Því fer ekki milli mála að einhver þeirra kemur að notum.”

Read more »

  06:04:09, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 258 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Lát þú þetta eigi verða að verðleika órum

Heilagt guðspjall Jesú Krists þann 8. mars er úr Lúkasarguðspjalli 11. 29-32

Þegar fólk þyrptist þar að, tók hann svo til orða: „Þessi kynslóð er vond kynslóð. Hún heimtar tákn, ein eigi verður henni annað tákn gefið en tákn Jónasar. Því Jónas varð Nínivemönnum tákn, og eins mun Mannssonurinn verða þessari kynslóð. Drottning Suðurlanda mun rísa upp í dóminum ásamt mönnum þessarar kynslóðar og sakfella þá, því að hún kom frá endimörkum jarðar að heyra speki Salómons, og hér er meira en Salómon. Níninvemenn munu koma fram í dóminum ásamt kynslóð þessari og sakfella hana, því að þeir gjörðu iðrun við prédikun Jónasar, en hér er meira en Jónas.

Lát þú þetta eigi verða að verðleika órum
Margir menn leiða sig sjálfir í freistni. Þeir bakferla of mjög, það er þeir biðja Guð, og er harla hættlegt, að Guð leiði þá í freistni, það er fyrir dóm sinn réttan, og hlífi þeim eigi í freistninni og fái þeim færi til fýsnar þeirra af réttri reiði sinni, að þér, er saurgir vilja vera, skuli snaust kost eiga. Nú biðjum vér svo: Lát þú þetta eigi verða að verðleika órum, heldur leystu oss frá illu, frá syndum og svikum, sóttum og sorgum og allri þessa heims meinsemi. [1]

[1]. Hómilíubók, bls. 43.

07.03.06

  10:33:10, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1811 orð  
Flokkur: Bænalífið, Faðirvorið

Abba Ísak og Faðirvorið

Þegar þeir Jóhannes Kassían og vinur hans, Germanus, dvöldust meðal eyðimerkurfeðranna um fjórtán ára skeið (um 386-400) var abba Ísak á vegi þeirra. Jóhannes lýsir viðræðum sínum við hann í 9. og 10. kaflanum í Collationes. Engin skrif um bænalífið hafa haft jafn víðtæk áhrif í kirkjusögunni eins og einmitt þessi. Þannig byggði Benedikt frá Núrsíu reglur sínar á frásögnum Kassíans af viðræðum sínum við abbana. Í Austurkirkjunni er Kassían ávallt nefndur „Rómverjinn.“ Abbann líkti bæninni við að byggja andlegan turn dyggðanna.

En áður en við hefjum að reisa hinn andlega turn sem dæmisaga guðspjallsins skírskotar til (Lk 6. 46-49), verðum við að gera okkur ljóst hvers við þörfnumst til að reisa turninn og hvað það er sem er honum skaðlegt eða stefnir tilvist hans í voða. Í upphafi verður að undirbúa sjálft byggingarsvæðið, að uppræta óráð lastanna og sigrast á öllum skaðlegum löngunum, þannig að hjörtu okkar séu grundvölluð á óhagganlegu bjargi (Lk  6. 47), traustri rótfestu sem grundvallast á einfaldleika og auðmýkt. Það er einungis unnt að reisa turn andlegra dyggða sem nær til himinhæða á slíkum grunni (sem beinist að guðdómlegu ásæi og kyrrð hjartans). Þegar hann er reistur á grundvelli einfaldleika og auðmýktar getur hann ekki fallið um sjálfan sig. Ekkert fær hann þá til að riða til falls, hvort sem það svo er vatnsflóð ástríðnanna eða flóðbylgjur ofsókna eða megna stormsveipir fjandsamlegra anda að hagga honum úr stað.

Read more »

  06:59:58, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 300 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Þess biðjum vér í þvísa lífi

Heilagt guðspjall Jesú Krists þann 7. janúar er úr Matteusarguðspjalli 6. 7-15

Þegar þér biðjist fyrir, skuluð þér ekki fara með fánýta mælgi að hætti heiðingja. Þeir hyggja. að þeir verði bænheyrðir fyrir mælgi sína. Líkist þeim ekki. Faðir yðar veit, hvers þér þurfið, áður en þér biðjið hann. En þannig skuluð þér biðja:

Faðir vor, þú sem ert á himnum.
Helgist þitt nafn,
komi þitt ríki,
verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni.
Gef oss í dag vort daglegt brauð.
Fyrirgef oss vorar skuldir,
svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum.
Og eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu.
Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu. Amen.

Ef þér fyrirgefið mönnunum misgjörðir þeirra, þá mun og faðir yðar himneskur fyrirgefa yður. En ef þér fyrirgefið ekki öðrum, mun faðir yðar ekki heldur fyrirgefa misgjörðir yðar.

Þess biðjum vér í þvísa lífi
Nú minni eg yður, synir mínir, minni ég yður, bræður mínir, að þá er nekkver hefir misgjört við yður, og kemur hann og gengur í gegn og biður miskunnar, þá fyrirgefið ér honum af öllum hug, að eigi heftið ér miskunn þá, er Guð hefir yður hugða. Því að eigi mun hann fyrirgefa yður syndir yðar, nema þér fyrirgefið, er við yður misgerir. Þess biðjum vér í þvísa lífi, því að hér þarf, að syndir séu fyrirgefnar, er þær eru gjörvar. En í öðrum heimi eru þær af því fyrirgefnar, að þær eru eigi þar gjörvar. [1]

[1]. Hómilíubók, bls. 47.

06.03.06

  11:05:35, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 479 orð  
Flokkur: Hin heilaga arfleifð

Tók Ísland að byggjast í upphafi fimmtu aldar?

Ari fróði hefur staðfest tilvist papanna í Landnámu og minnist sérstaklega á að þeir hafi skilið eftir „bagla og bjöllur.“ Eitt höfuðeinkenni keltneskrar kristni var T krossinn sem var borinn sem stafur og bjöllur léku veigamiklu hlutverki í keltnesku helgisiðunum og voru svo að segja einkennismerki reglumeðlima.

En önnur forn og athyglisverð frásögn hefur varðveist sem virðist hafa farið fram hjá sagnfræðingum. Þetta er frásögn heilags Brendans (um 486-578) í Navigatio (Sjóferðunum). Allt trúarlíf papanna var líkt og grundvallað á 107. Davíðssálminum: „Þeir sem fóru um hafið á skipum, ráku verslun á hinum miklu vötnum, þeir hafa séð verk Drottins og dásemdir hans á djúpinu“ (v. 23, 24). Paparnir lögðu út á ókunn djúp hafsins til að finna hið fyrirheitna land. Í Navigatio greinir Brendan frá því að hann og sæmunkar hans hafi fundið eyju sem byggð var reglu íhugunarmunka. Samfélag þetta lifði undir ströngu þagnarheiti, en ábótinn rauf þagnareiðinn nægilega lengi til að greina Brendan frá því, að þeir hefðu hafist hér við í 80 ár. Allan þennan tíma höfðu þeir verið lausir við alla sjúkdóma og ekkert óhapp borið að höndum. Einn af munkum Brendans varð svo snortinn af þessari frásögn og hinu heilaga líferni papanna, að hann bað um leyfi til að ganga í samfélagið sem honum var fúslega veitt.

Read more »

  09:10:04, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 536 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Að hugga volaðan náunga í nauðsynjum

Heilagt guðspjall Jesú Krists hinn 6. mars er úr hl. Matteusi 25. 31-46.

Þegar Mannssonurinn kemur í dýrð sinni og allir englar hans með honum, þá mun hann sitja í dýrðarhásæti sínu. Allar þjóðir munu safnast frammi fyrir honum, og hann mun skilja hvern frá öðrum, eins og hirðir sauði frá höfrum. Sauðunum skipar hann sér til hægri handar, en höfrunum til vinstri. Og þá mun konungurinn segja við þá til hægri: „Komið þér, hinir blessuðu Föður míns, og takið að erfð ríkið, sem yður var búið frá grundvöllun heims. Því að hungraður var ég, og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég, og þér hýstuð mig, nakinn og þér klædduð mig, sjúkur og þér vitjuðuð mín, í fangelsi var ég, og þér komuð til mín.

Þá munu þeir réttlátu segja: „Herra, hvenær sáum vér þig hungraðan og gáfum þér að eta eða þyrstan og gáfum þér að drekka?“ Hvenær sáum við þig gestkomandi og hýstum þig, nakinn og klæddum þig? Og hvenær sáum við þig sjúkan eða í fangelsi og komum til þín?“ Konungurinn mun þá svara þeim: „Sannlega segi ég yður, það allt, sem þér gjörið einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér.

Síðan mun hann segja við þá til vinstri handar: „Farið frá mér, bölvaðir, í þann eilífa eld, sem búinn er djöflinum og árum hans. Því hungraður var ég, en þér gáfuð mér ekki að eta, þyrstur var ég, en þér gáfuð mér ekki að drekka, gestur var ég, en þér hýstuð mig ekki, nakinn, en þér klædduð mig ekki, ég var sjúkur og í fangelsi, en ekki vitjuðuð þér mín.

Þá munu þeir svara: „Herra, hvenær sáum vér þig hungraðan eða þyrstan, gestkominn eða nakinn, sjúkan eða í fangelsi, og hjálpuðum þér ekki? Hann mun þá svara þeim: „Sannlega segi ég yður: Það allt sem þér gjörðuð ekki einum hinna minnstu bræðra minna, það hafið þér heldur ekki gjört mér. Og þeir munu fara til eilífrar refsingar, en hinir réttlátu til eilífs lífs.

Að hugga volaðan náunga í nauðsynjum
Gott er að gefa til kirkna, en betra er að hugga volaðan náunga í nauðsynjum sínum. Því að kirkjur farnast með heimi, en andir manna fyrirfarast aldregi. Ef vér viljum vera musteri Heilags Anda, þá skulum vér þvílíka miskunn veita þurföndum náungum sem kirkjan veitir oss [að gefa brauðið] . . . Ef vér höldum með slíkum áhuga stundlega hátíð á jörðu, þá munum vér eignast eilífa hátíð á himni með Lausnera órum, Drottni Jesú Kristi, þeim er lifir og ríkir með Feður (Föður) og Anda Helgum per omnia secula seculorum. Amen. [1].

[1]. Hómilíubók, bls. 152-152.

05.03.06

  09:21:36, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 887 orð  
Flokkur: Bænalífið, Faðirvorið

Faðirvorið og hin yfirskilvitlega og innblásna bæn náðar Guðs

Þegar þau hl. Teresa frá Avíla og hl. Jóhannes af Krossi hófu siðbótarstarf sitt innan Karmelítareglunnar snéru þau til hinna upphaflegu reglna eins og þær komu frá hendi Albertusar patríarka af Jerúsalem. Albertus grundvallaði reglur sínar á hinni postullegu arfleifð eins og hún hafði lifað innan Jerúsalemkirkjunnar í gegnum aldirnar.

Albertus patríarki lagði áherslu á bænalífið sem óaflátanlegu bæn sem beinir sálinni inn í þögn hjartans, til hesychia kardia grísku kirkjufeðranna, og þar sem árveknin eða vaxandi andleg athygli sálarinnar var hornsteinninn. Rétt eins og meðal egypsku eyðimerkurfeðranna var það Faðirvorið sem var sú bæn sem var leiðarljósið í ásæisbæninni. [1] Þetta má sjá best á því að samkvæmt reglum Albertusar var þeim bræðranna sem voru þess ekki umkomnir að biðja tíðagjörðina boðið að biðja ákveðinn fjölda Faðirvora í stað hennar. Faðirvorið var þannig talið standa tíðagjörðinni jafnfætis. Það kann að láta undarlega í eyru að leikbræðurnir væru þess ekki umkomnir að bíða tíðagjörðina, en þegar við höfum í huga hversu kostnaðarsamt það var að skrifa handrit á þessum fjarlægu tímum, skiljum við samstundis hvers vegna þess var krafist af prestum að læra tíðagjörðina og Davíðssálmana utanbókar. Við finnum áþreifanleg ummerki um þessa sömu lifandi arfleifð í Hómilíubókinn. [2] Þannig voru litlu perlurnar á talnabandinu nefndar paternosters eða „faðirvorin“ allt fram á þrettándu öld á meginlandinu.

Read more »

  07:14:35, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 274 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Og englar þjónuðu honum:

Heilagt guðspjall Jesú Krists á Drottins degi 5. mars er úr hl. Markús 1. 12-15.

Þá knúði Andinn hann út í óbyggðina, og hann var í óbyggðinni í fjörutíu daga, og Satan freistaði hans. Hann hafðist við meðal villidýra, og englar þjónuðu honum. Þegar Jóhannes hafði verið tekinn höndum, kom Jesús til Galíleu og prédikaði fagnaðarerindi Guðs og sagði: „Gjörði iðrun og trúið fagnaðarerindinu.

Og englar þjónuðu honum:
En til hvers nefnum vér þessar englasveitir, nema vér skýrim gjörr þjónustu þeirra? Því að það er vitanda, að engla nöfn eru af þjónustu þeirra, en eigi af eðli, því að helgir englar eru ávallt andar, en þeir mega ávallt ærir (sendiboðar) heita, svo sem sálmaskáldið mælti: „Guð gjörir anda áru (sendiboða)“ (Sl 104. 4). Svo sem hann þetta mælti: „Þeir, sem ávallt eru andar, þeir gjörast ærir Guðs, þá er hann vill“ [1]

Orðið óbyggð er eitt og hið sama og eyðimörk. Öll göngum við út í eyðimörkina á pílagrímsgöngu okkar á jörðu. Sumir eru líkamlega sjúkir, aðrir þjakaðir andlegum sjúkdómum eða löstum og láta heillast af gullinu sem Frelsarinn hafnaði í eyðimörkinni. Samkynhneigðir lifa einnig í sinni eyðimörk. Við skulum því lyfta þeim upp frammi fyrir Guði í bænum okkar á þessum degi, og þá munu ærir Drottins vissulega koma þeim til hjálpar.

[1]. Hómilíubók, bls. 131.

04.03.06

  15:15:57, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 542 orð  
Flokkur: Bænalífið

„Sjá, sem örn stígur hann upp og flýgur“ (Jer 49. 22)

Örninn sem hl. Silúan, faðir Denis og hl. Jóhannes af Krossi víkja að hér að framan skírskotar til skírnarnáðarinnar. Í skírninni öðlast sálin náð Guðs og fyrirgefningu syndanna í gnægtum. Dýravinurinn er að sjáfsögðu Drottinn sem keypti okkur undan oki syndarinnar með píslum sínum og dauða á helgum krossi. Þetta er sá sannleikur sem hinir heilögu feður lögðu sífellt áherslu á í skrifum sínum:

„Þannig öðlast allir fyrirgefningu syndanna í skírninni, en náð Andans er í réttu hlutfalli við trúna og undangengna hreinsun. Sannarlega öðlumst við frumávexti Andans í skírninni, en hin önnur fæðing er okkur sem upphaf, innsigli og pantur uppljómunar annars lífs.“ [1]

Öll glötum við skírnarnáðinni aftur sökum vanrækslu okkar og gáleysis eins og hinir heilögu feður lögðu sífellt áherslu á:

Temjið hömlulausan hugann í einbeitingarskorti hans og rótleysi sökum áhrifa óvinarins sem hefur sökum vanrækslu okkar sest að nýju að í gálausri sál okkar eftir skírnina ásamt öðrum illum öndum og eins og Drottinn sagði: „Og verður svo hluti þessa manns sínu verri en áður“ (Mt 12. 45). [2]

Read more »

  07:36:51, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 292 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ef vondur maður snýst frá illsku

Heilagt guðspjall Jesú Krists laugardaginn 4. mars er úr Lúkasarguðspjalli 5. 27-32:

Eftir þetta fór hann út. Þá sá hann tollheimtumann, Leví að nafni, sitja hjá tollbúðinni og sagði við hann: „Fylg þú mér!“ Og hann stóð upp, yfirgaf allt og fylgdi honum. Leví bjó honum mikla veislu, og þar sat að borði með þeim mikill fjöldi tollheimtumanna og annarra. En farísearnir og fræðimenn þeirra vönduðu um við lærisveina hans og sögðu: „Hvers vegna etið þér og drekkið með tollheimtumönnum og bersyndugum?“ Og Jesús svaraði þeim: „Ekki þurfa heilbrigðir læknis við, heldur þeir sem sjúkir eru. En ég er ekki kominn til að kalla réttláta, heldur syndara til iðrunar.“

Ef vondur maður snýst frá illsku:
Fyrst skal maður elska Drottin Guð sinn af öllum hug og öllum krafti, en álengur [síðan] þar næst elska hvern kristinn mann sem sjálfan sig. En álengur skal maður eigi vega mann né særa og eigi stela, eigi æra, eigi girnast á annars eigin að röngu, eigi ljúgvitni bera. Vera við alla menn góður, þá er vel fara með sér, og það eitt við hann gera, er manni þykir vel gjört við sig, að svo sé . . . Nú ef þessir hlutir væri hafðir, sem hér eru tíndir, þá mun Guð það verkakaup að móti reiða, sem hann hefur sjálfur fyrirheitið, það er auga manns má eigi hér sjá innan heims þvílíkt, og engum má í hug koma að ætla slíka sælu, sem Guð lætur þá menn hafa, er hans boðorð fylla. [1]

[1]. Hómilíubók, bls. 201, 202-203.

1 ... 9 10 11 12 13 14 ...15 ...16 18 20