Blaðsíður: 1 ... 9 10 11 12 13 ...14 ... 16 ...18 ...19 20

06.05.06

  14:16:04, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 2130 orð  
Flokkur: Líknarmorð

Líknarmorðahreyfingin flettir ofan af takmarki sínu

„VIÐ SEGJUM ALDREI NEI“

eftir Wesley J. Smith


Það hefur gætt ákveðinnar tvískinnungs í áróðrinum fyrir því að hjálpa fólki til að deyja sem hljómar eitthvað líkt þessu: „Að hjálpa einhverjum til að deyja“ (eins og fylgjendur líknarmorða orða þetta) er einungis ætlað að vera sem öryggisventill, síðasta tiltæka úrræðið fyrir deyjandi sjúkling þegar ekkert annað er unnt til að létta þjáningar hans.

En nú er svo komið að stofnandi svissnesku líknarmorðastofnunarinnar Dignitas er hættur að fara leynt með það hvað fyrir honum vakir. Enska Lúndúnablaðið the Sunday Times Magazine greinir frá því að stofnandi Dignitast, Ludwig Minelli, hyggist koma á fót eins konar keðju dauðastöðva „til að binda enda á líf fólks sem er sjúkt og þjáist af krónísku þunglyndi.“

Minelli trúir því að öllum þeim sem hyggjast fremja sjálfsmorð eigi að veita upplýsingar um heppilegustu leiðina til að deyða sjálfa sig og samkvæmt því sem Times greinir frá: „Ef þeir kjósa fremur að deyja, þá ber að hjálpa þeim til þess á réttan hátt.“ Dignitas viðurkennir að stofnunin hafi aðstoðað marga sem voru ekki sjúkir til langframa. Eða eins og Minelli orðar það: „Við segjum aldrei nei.“

Read more »

27.04.06

  09:02:38, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 128 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Kveðjuorð

Kæru lesendur! Sökum bágs heilsufars og að ráði læknis læt ég nú af skrifum mínum hér á kirkju.net. Þá fáu mánuði sem skrif mín hafa staðið yfir hafa þau óhjákvæmilega krafist bæði tíma og orku, og þannig haft truflandi áhrif á meginverkefni mitt sem er að þýða rit hina heilögu Karmels. Ég óska kirkju.net alls velfarnaðar í framtíðinni.

Ég vil nota þetta tækifæri til að koma á framfæri þakklæti til þeirra sem sent hafa mér hlý orð og hugsanir vegna skrifa minna. Framvegis mun ég birta greinar og hugleiðingar um lífsverndarmál á Vefrit Karmels.

Guð blessi ykkur öll,

Jón Rafn Jóhannsson ocds.

25.04.06

  16:14:35, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1876 orð  
Flokkur: Fólksfækkunarvandamálið

Í skugga Hitlers og Himmlers: Um útrýmingu „undirmenna“ og ræktun „ofurmenna“

Hvernig er þetta annars, tapaði Hitler ekki stríðinu? Jú, að vissu leyti, en ekki öllu: Hugsjónin lifir áfram. Á Vesturlöndum birtist hún í saklausu orðasambandi sem stjórnmálamenn taka sér gjarnan í munn og heitir „undir sérstökum kringumstæðum. “ Á hinum tólf myrku árum valdaskeiðs Þriðja ríkisins nefndist þetta „sértækar aðgerðir“ sem fólust í fóstureyðingum, líknarmorðum, geldingum og þjóðarmorði. Meðal nautnasjúkra hedónista vestrænna velferðarríkja birtist hinar „sértæku aðgerðir“ nú um stund í mynd skefjalausra fóstureyðinga. Í reynd hafa þær gengið svo langt að þær hafa raskað öllum fólkspýramídanum, það er að segja þurrkað út heilu aldursflokkana. Þetta þýðir að brátt verður komið að öðru stigi hinna „sértæku aðgerða.“ Hér á ég við líknarmorðin. Til þess að nautnasjúk kynslóð hedónistanna geti keypt sér stundargrið, gæti þetta falist í því að byrja á að því að deyða ömmurnar og afanna – jú, sjáið þið til, skattabyrðin er orðin allt of þung og er bókstaflega að sliga okkur. Í reynd er þetta þegar byrjað í Hollandi, að sjálfsögðu allt undir merkjum manngæsku. Síðan mætti halda enn lengra áfram og „líkna“ veiku fólki og fötluðu og ef það hrekkur ekki til, þá foreldrunum þegar þau eru komin yfir ákveðið aldurstakmark (að sjálfsögðu allt samkvæmt laganna hljóðan, ekki ætlum við nú að fara að brjóta lög, er það?).

Vitið þið elskurnar mínar að ég ráðlegg ykkur að kaupa ykkur fiðlu. Fiðlu, hvað kemur hún þessu máli við? Jú, nýlega birtist skopmynd af forsætisráðherra Lýðveldisins Íslands í miðjuopnu Blaðsins. Hann var afar þungbúinn á svipinn – en það er hann reyndar alltaf – og við hlið hans mátti sjá rauðan kassa með gleri og fiðlu fyrir innan. Á kassanum stóð: Notist einungis í neyðartilfelli. Þið munið jú eftir sögunni af Neró rómarkeisara sem lék á slaghörpu meðan Róm brann, er það ekki? Gleymið ekki að kaupa fiðlubogann, að öðrum kosti kemur fiðlan að litlum notum. Það er hollt fyrir sálina að leika á fiðlu þegar öll börnin, sjúkir og fatlaðir, pabbar og mömmur og afar og ömmur og allir þessir óæskilegu og skuggalegu útlendingar eru horfin af sjónarsviðinu til að vinna bug á tómleikatilfinningunni.

Read more »

24.04.06

  16:17:02, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 680 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Þeir fóru og prédikuðu hvarvetna

Guðspjall Jesú Krists þann 25. apríl er úr Markúsarguðspjalli 16. 14-20

14 Seinna birtist hann þeim ellefu, þegar þeir sátu til borðs, og ávítaði þá fyrir vantrú þeirra og harðúð hjartans, að þeir hefðu ekki trúað þeim, er sáu hann upp risinn. 15 Hann sagði við þá: „Farið út um allan heim, og prédikið fagnaðarerindið öllu mannkyni. 16 Sá sem trúir og skírist, mun hólpinn verða, en sá sem trúir ekki, mun fyrirdæmdur verða. 17 En þessi tákn munu fylgja þeim, er trúa: Í mínu nafni munu þeir reka út illa anda, tala nýjum tungum, 18 taka upp höggorma, og þó að þeir drekki eitthvað banvænt, mun þeim ekki verða meint af. Yfir sjúka munu þeir leggja hendur, og þeir verða heilir.“ 19 Þegar nú Drottinn Jesús hafði talað við þá, var hann upp numinn til himins og settist til hægri handar Guði. 20 Þeir fóru og prédikuðu hvarvetna, en Drottinn var í verki með þeim og staðfesti boðun þeirra með táknum, sem henni fylgdu.]

Hugleiðing
Í mörgum kirkjum Vesturkirkjunnar og Austurkirkjunnar er 25. apríl valinn til að heiðra minningu Markúsar guðspjallamanns. Guðspjall hans er styst þeirra allra og að mörgu leyti sérstakt og virðist vera þeirra elst. Það er ritað á grísku og líklega í Rómaborg þar sem Markús var samstarfsmaður Péturs. Það er þannig bæði skrifað fyrir frumkirkjuna í Róm og heiðna menn. Sumir hafa velt því fyrir sér hvers vegna guðspjallamennirnir voru fjórir, en ekki sex eða átta, eða þá bara tveir. Þegar á tímum hins Gamla sáttmála opinberaði Guð guðspjallamennina fjóra með hinum fjórum stólpum í innganginum að tjaldbúð Móse. Þetta hlið var að mörgu leyti einstakt í sinni röð:

Fyrir hliði forgarðsins skal vera tuttugu álna dúkbreiða af bláum purpura, rauðum purpura, skarlati og tvinnaðri baðmull, glitofin, með fjórum stólpum og fjórum undirstöðum (2 M 27. 16).

Breidd inngangsins gefur til kynna að enginn muni fara villu vegar sem gengur hingað inn ef hann fylgir boðorðum Guðs, hinn helga veg Guðs: „Þar skal vera braut og vegur. Sú braut skal kallast brautin helga. Enginn sem óhreinn er skal hana ganga. Enginn sem hana fer, mun villast, jafnvel ekki FÁRÁÐLINGUR“ (Jes 35. 8). Prestar Arons urðu að skríða á fjórum fótum undir dúkbreiðuna: Þetta er áminnin um auðmýktina frammi fyrir hinum Lifandi Guði.

Þessi helgi vegur er ekki fyrirhugaður hinum holdlega manni og vekur bæði meðaumkun og fyrirlitningu hins synduga eðlis sem er fjötrað í viðjar fáviskunnar, áhugaleysisins og gleymskunnar. Slíkar sálir hafa verið leiddar afvega í skóglendi skynrænna tálsýna og mennskra hugsmíða: Þær eru fórnardýr þessara þriggja miklu risa hjartans, eins og eyðimerkurfeðurnir nefndu þessa lesti sálarinnar: Fáviskuna, áhugaleysið og gleymskuna. Það er náðarkraftur guðspjallanna sem leggur þessa risa hjartans að velli og þá komum við auga á safírblámann, eins og Dante lýsti honum í hinum Guðdómlega gleðileik (Divina commedia):

Nú sá ég hvar úr sorta hátt sig teygði
hinn safírblái ljómi á himins enni
og dýrðarsviðið fyrsta augum eygði. [1]

Sú sál sem hefur verið leyst úr viðjum fáviskunnar, gleymskunnar og áhugaleysisins sér hinn helga veg þegar hún mænir til Síonar, borgar gleðinnar. Hún gerir sér ljóst að hún hefur þegar orðið aðnjótandi náðar og að það sé hér sem „hinn halti mun létta sér sem hjörtur og tunga hins mállausa fagna lofsyngjandi, því að vatnslindir spretta upp í eyðimörkinni og lækir á öræfunum“ (Jes 35. 6).

[1]. „Hreinsunareldurinn,“ I. 13-16. Í þýð. Guðmundar Böðvarssonar.

23.04.06

  16:08:49, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 730 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Yður ber að fæðast að nýju.

Guðspjall Jesú Krists þann 24 apríl er úr Jóhannesarguðspjalli 3. 1-8

1 Maður hét Nikódemus, af flokki farísea, ráðsherra meðal Gyðinga. 2 Hann kom til Jesú um nótt og sagði við hann: „Rabbí, vér vitum, að þú ert lærifaðir kominn frá Guði. Enginn getur gjört þessi tákn, sem þú gjörir, nema Guð sé með honum.“ 3 Jesús svaraði honum: „Sannlega, sannlega segi ég þér: Enginn getur séð Guðs ríki, nema hann fæðist að nýju.“ 4 Nikódemus segir við hann: „Hvernig getur maður fæðst, þegar hann er orðinn gamall? Skyldi hann geta komist aftur í líf móður sinnar og fæðst?“ 5 Jesús svaraði: „Sannlega, sannlega segi ég þér: Enginn getur komist inn í Guðs ríki, nema hann fæðist af vatni og anda. 6 Það sem af holdinu fæðist, er hold, en það sem af andanum fæðist, er andi. 7 Undrast eigi, að ég segi við þig: Yður ber að fæðast að nýju. 8 Vindurinn blæs þar sem hann vill, og þú heyrir þyt hans. Samt veistu ekki, hvaðan hann kemur né hvert hann fer. Svo er um þann, sem af andanum er fæddur.“

Hugleiðing
Þessi ritningarkafli er í einstöku uppáhaldi hjá mér sjálfum. Ákveðnar ástæður búa þessu að baki. Fyrir tæpum 30 árum þegar ég var sjálfur að taka mín fyrstu skref í hugleiðslu dvaldi ég í fransiskanaklaustri í Þýskalandi í vikutíma. Tímanum var varið til að íhuga þennan kafla. Daglega komu síðan guðfræðiprófessorar héðan og þaðan frá ýmsum háskólum og vörpuðu ljósi á textann. Í klausturlandinu var yndislegur skógur sem menn gengu svo um og íhuguðu. Feðurnir sögðu okkur að mörg skáld hefðu „fæðst“ í þessum skógi, það er að segja fólk sem aldrei hafði gert sér ljóst að það væri þess umkomið að geta samið ljóð.

Setjum okkur fyrir sjónir hvernig þeir standa þarna saman í kvöldkyrrðinni, Drottinn og Nikódemus, og ræða saman um leyndardóm Guðsríkisins. Þrátt fyrir að Nikódemus sé ráðherra af flokki farísea mætir hann Frelsaranum með opnum huga og hlustar hugfanginn á það sem hann hefur fram að færa um hið nýja líf í Heilögum Anda. Það var síðar hann sem lagði til gröfina þar sem undur upprisunnar átti sér stað. Við skulum heyra hvernig hl. Jóhannes af Krossi vék að þessum leyndardómi:

„Þetta ber að skilja sem svo að það sem sálin nefnir hér dauða er allt það sem felst í hinum gamla manni, öll binding sálarkraftanna, það er að segja minnisins, skilningsins og viljans, við hluti þessa heims og gleði langananna í fullnægja hins skapaða [hedonisminn]. Allt er þetta ummerki um hið gamla líf sem hefur deyðandi áhrif á hið nýja og andlega líf. Sálin er þess ekki umkomin að lifa með fullkomnum hætti í þessu nýja og andlega lífi, ef hinn gamli maður deyr ekki fullkomlega. Postulinn flytur þessi varnaðarorð: Þér eigið að hætta hinni fyrri breytni og afklæðast hinum gamla manni . . . og íklæðast hinum nýja manni, sem skapaður er í Guði í réttlæti og heilagleika sannleikans (Ef 4. 22, 24). Í þessu nýja lífi sem við erum að fjalla um hérna þegar sálin hefur öðlast hlutdeild í hinni fullkomnu sameiningu við Guð, eru allar tilhneigingar og hræringar sálarkraftanna og langananna orðnar guðdómlegar, en í eigin mætti er starfsemi þeirra dauðleg og án hins andlega lífs“ (Logi lifandi elsku 2. 33).

Við ættum öll að keppa eftir því að mæta Drottni í kvöldkyrrð bænarinnar og biðja hann um að gefa okkur hlutdeild í þessu nýja lífi. Það mun hann svo sannarlega gera eins og hl. Elísabet af Þrenningunni benti á: „Hin eina hræring hins Alhelga hjarta Jesú er að uppræta syndina og leiða okkur til síns himneska Föður.“ Það var af þessum sökum sem hann leið píslir og úthellti blóði sínu á fórnarhæð krossins. Amen.

  07:06:58, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1094 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Annað opið bréf til Þórðar Sveinssonar, formanns ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði

Þórður, gleðilegt sumar. Sem verandi jafnaðarmaður sjálfur léttir mér að heyra að þú teljir einstaklinginn búa yfir siðferðiskennd. Þetta er það atriði sem hefur ávallt aðskilið lýðræðissinnaða jafnaðarmenn frá sósíalfasismanum. Það er vafalaust óþarft að minna þig á, hversu hörmulegar afleiðingar það hafði í Rússlandi, þegar kommúnistar sviptu þjóðina þeim lýðræðislegu réttindum sem jafnaðarmannastjórn Kerenskis hafði komið á eftir fall keisarastjórnarinnar forðum sem varð til þess að 200 milljónum mannslífa var fórnað undir ógnarstjórn Sovétfasismans. Þetta var sökum þess að jafnaðarmenn sofnuðu á verðinum.

Ég er líka hjartanlega sammála þér þegar þú víkur að mikilvægi þess að huga betur að félagslegri aðstoð við konur. Þetta er einmitt það sem olli straumhvörfum í Bandaríkjunum í umræðunni um fóstureyðingar. Það er heldur ekki rétt eins og svo iðulega er haldið fram hér heima, að umræðan um fóstureyðingar einskorðist við íhaldssama repúblikana. Umræðan gengur langt inn í raðir demókrata.

Fullyrðingar stuðningsmanna fóstureyðinga hefur grundvallast á tveimur lygum. Annar er sá að fóstureyðing feli einungis í sér að „vefjavöndull“ sé fjarlægður úr konunni. Hinn að þær séu öruggar. Staðreyndirnar tala þvert á móti sínu máli og eru studdar fjölda marktækra vísindalegra rannsókna.

Við fóstureyðingu ganga foreldrar í gegnum sorgarferli sem er áþekkt því þegar náinn ættingi andast snögglega. Þúsundir harmi lostinna mæðra og feðra eru þegar tekin að tjá afstöðu sína og andúð á „velgjörðarmönnum“ sínum. Ljóst er nú þegar að það eru ekki hin siðrænu rök gegn fóstureyðingum sem munu uppræta fóstureyðingarstórðiðjuna. Það er réttur konunnar sem þar mun ráða úrslitum. Hér er um dálitla kaldhæðni að ræða, þar sem stuðningsmenn fóstureyðinga hafa einmitt vísað mikið til þessa réttar. Fyrst og fremst felst þetta í því að konum verði ljós sú áhætta sem felst í fóstureyðingum, rétturinn til að hafa um fleiri valkosti að ræða og rétturinn til að höfða mál á hendur fóstureyðingarfyrirtækjum vegna þess að það eina sem þau hugsa um er bankainneignin.

Eins og ég sagði hafa fóstureyðingar á heimsvísu verið réttlættar með tveimur lygum. Víkjum örlítið nánar að fyrra atriðinu, að hér sé einungis um „vefjavöndul“ eða hvern annan ofvöxt í líkama sjálfrar konunnar að ræða, en ekki mannveru eða ófætt barn. Á síðustu tveimur áratugum hafa lífsverndarsinnar einbeitt sér að þessum fyrri lygum. Rannsóknir í Bandaríkjunum leiða í ljós að um 70% þeirra kvenna sem fara í fóstureyðingar telja að þær séu siðferðilega rangt athæfi, eða að minnsta kosti „óæskileg athöfn.“ (hér kemur siðferðiskenndin til málanna). Konurnar fara ekki í fóstureyðingu vegna þess að þær trúi því að hún sé rétt, heldur vegna þess að sökum þrýstings finnst þeim þetta eina leiðin sem þeim standi til boða. Ein af þeim „rangfærslum“ sem felast að baki „valfrelsisins“ felst í því að konunum finnst að ekki standi neitt annað til boða. Þær kjósa ekki fóstureyðingu í ljósi eigin samvisku, heldur þvert á móti í andstöðu við hana.

Víkjum að síðari lygunum: Öryggi fóstureyðinga. Hið andhverfa er þvert á móti raunin: Fóstureyðingar eru varhugaverðar. Meira en eitt hundrað alvarlegir fylgikvillar hafa verið raktir til fóstureyðinga sem rekja má til ólíkra þátta. Svo að einungis sé minnst á fátt eitt felst þetta í aukinni tíðni á brjóstakrabbameini, ófrjósemi, vandkvæðum á því að bindast síðari börnum tilfinningaböndum og alvarlegri röskun á kynlífi. Einnig má minnast á lifrarkrabbamein, hjálegsfóstur, sjálfsmorðsviðleitni og samskiptavandamál. Þetta síðast nefnda atriði hefur lamandi áhrif á konuna og gerir henni erfitt að umgangast ættingja, vini og jafnvel vinnufélaga. Allt hefur þetta orðið til þess að sýna fram á að „öryggi fóstureyðinga“ sé öfugmæli.

Þannig hefur almenningur í Bandaríkjunum smám saman vaknað til meðvitundar um það að fóstureyðingar séu ósættanlegur valkostur. Fólk trúði því lengi vel að sætta mætti sig við að deyða ófædd börn ef slíkt fæli í sér hjálp konunni til handa. Þegar þessir lygar lágu fyrir leiddi það til viðhorfsbreytingar hjá þeim „Jóni og Gunnu á götunni.“ EF FÓSTUREYÐINGAR VALDA KONUNNI SVONA MIKLUM ÞJÁNINGUM, HVERS VEGNA ERU ÞÆR ÞÁ FRAMKVÆMDAR Í SVO MIKLUM MÆLI? Ætli beinasta svarið felist ekki því að þannig velti ríkisvaldið af sér félagslegri ábyrgð sinni gagnvart velferð kvenna?

Þetta hefur orðið þess valdandi að viðhorfið til fóstureyðingarstóriðjunnar er orðið afar neikvætt eins og sjá má á skoðanakönnunum. Hér erum við komin að kjarna málsins sem allir sannir jafnaðarmenn ættu að bera fyrir brjósti: AÐ VERNDA BÆÐI KONUNA OG BARNIÐ. Höfum ávallt í huga að jafnaðarmönnum hefur auðnast að byggja upp mestu réttarríkin og velferðarríkin á jörðu: Hér á ég við Norðurlöndin og Þýskalandi. Norðurlöndin fimm nota krossfánann sem þjóðartákn. Höfum í huga að fjölmargir þeirra sem lögðu jafnaðarmannahreyfingunni lið í upphafi tuttugustu aldar komu úr kristinni kirkju, fólk sem hreifst af orðum Gamla testamentisins: „HANN REKUR RÉTTAR MUNAÐARLEYSINGJANS OG EKKJUNNAR OG ELSKAR ÚTLENDINGINN, SVO AÐ HANN GEFUR HONUM FÆÐI OG KLÆÐI“ (5 M 10. 18). Af þessum sökum er ég sjálfur jafnaðarmaður.

Ég bendi þér að lokum á eftirfarandi greinar máli mínu til stuðnings í skráarsafni mínu um Fóstureyðingar og vernd:

Fóstureyðingar hafa geðræn vandamál í för með sér
Níu rök gegn fóstureyðingum
Tíu svör til stjórnmálamanna sem styðja fóstureyðingar

22.04.06

  14:45:25, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 728 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

„En þetta er ritað til þess að þér trúið, að Jesús sé Kristur, Sonur Guðs, og að þér í trúnni eigið líf í hans nafni.“

Guðspjall Jesú Krists sunnudaginn 23. apríl er úr Jóhannesarguðspjalli 20. 19-31

19 Um kvöldið þennan fyrsta dag vikunnar voru lærisveinarnir saman og höfðu læst dyrum af ótta við Gyðinga. Þá kom Jesús, stóð mitt á meðal þeirra og sagði við þá: „Friður sé með yður!“ 20 Þegar hann hafði þetta mælt, sýndi hann þeim hendur sínar og síðu. Lærisveinarnir urðu glaðir, er þeir sáu Drottin. 21 Þá sagði Jesús aftur við þá: „Friður sé með yður. Eins og Faðirinn hefur sent mig, eins sendi ég yður.“ 22 Og er hann hafði sagt þetta, andaði hann á þá og sagði: „Meðtakið Heilagan Anda. 23 Ef þér fyrirgefið einhverjum syndirnar, eru þær fyrirgefnar. Ef þér synjið einhverjum fyrirgefningar, er þeim synjað.“ 24 En einn af þeim tólf, Tómas, nefndur tvíburi, var ekki með þeim, þegar Jesús kom. 25 Hinir lærisveinarnir sögðu honum: „Vér höfum séð Drottin.“ En hann svaraði: „Sjái ég ekki naglaförin í höndum hans og geti sett fingur minn í naglaförin og lagt hönd mína í síðu hans, mun ég alls ekki trúa.“ 26 Að viku liðinni voru lærisveinar hans aftur saman inni og Tómas með þeim. Dyrnar voru læstar. Þá kemur Jesús, stendur mitt á meðal þeirra og segir: „Friður sé með yður!“ 27 Síðan segir hann við Tómas: „Kom hingað með fingur þinn og sjá hendur mínar, og kom með hönd þína og legg í síðu mína, og vertu ekki vantrúaður, vertu trúaður.“ 28 Tómas svaraði: „Drottinn minn og Guð minn!“ 29 Jesús segir við hann: „Þú trúir, af því þú hefur séð mig. Sælir eru þeir, sem hafa ekki séð og trúa þó.“ 30 Jesús gjörði einnig mörg önnur tákn í augsýn lærisveina sinna, sem eigi eru skráð á þessa bók. 31 En þetta er ritað til þess að þér trúið, að Jesús sé Kristur, sonur Guðs, og að þér í trúnni eigið líf í hans nafni.

Hugleiðing
Hér er okkur greint frá því hvernig Drottinn stofnaði kirkju sína á jörðu. Fyrst „andaði hann á þá og sagði: „Meðtakið Heilagan Anda.“ „Lærisveinarnir voru saman,“ það er að segja EINING kirkjunnar er forsendan fyrir viðgangi og vexti kirkjunnar, Síðan segir hann: „Meðtakið Heilagan Anda.“ En Andinn kom ekki yfir þá með áþreifanlegum hætti fyrr en síðar, og enn er lögð áhersla á EINUNGUNA: „Allir þessir voru með einum huga stöðugir í bæninni ásamt konunum.“ (P 1. 14). EININGIN er forsenda úthellingar Heilags Anda.

Drottinn felur þessu samfélagi einnig mikið vald á jörðu: „Ef þér fyrirgefið einhverjum syndirnar, eru þær fyrirgefnar. Ef þér synjið einhverjum fyrirgefningar, er þeim synjað.“ Hann felur kirkju sinni lykla lífs og dauða. Enn í dag – tvö þúsund árum síðar er þessu varið með sama hætti. Sá sem lifir í EINUNGU samfélagsins er heimilt að þiggja sakramenti kirkjunnar vegna þess að hann hlýðir boðum hennar og trúarsetningum. Aðrir eru „settir út af sakramentinu“ sökum óhlýðni við lög kirkjunnar. Aðrir hafna þessu valdi kirkjunnar eða telja sig ekki þarfnast syndafyrirgefningar vegna þess að GUÐ SÉ DAUÐUR og þeir trúa ekki á gömul Gyðingaævintýri, eins og þeir komast að orði.

Þessu eiga fjölmargir nútímamenn erfitt með að trúa. Því er þeim leiddur efasemdamaðurinn Tómas fyrir augu. Tómas samþykkir ekki neitt nema það sem hann fær að snerta með eigin höndum og þreifa á. Hann lagði ekki trúnað á orð hinna lærisveinanna þegar þeir sögðust hafa séð Drottin. En Drottinn leyfir honum að snerta til að glæða trú þeirra um ókomna framtíð sem trúa einungis á það sem þeir geta þreifað á og þá fyrst trúði Tómas. Fyrir jarðneskum dómurum er vitnisburður vitna tekinn til greina í vitnaleiðslum og dómur kveðinn til samræmis við það. „En þetta er ritað til þess að þér trúið, að Jesús sé Kristur, Sonur Guðs, og að þér í trúnni eigið líf í hans nafni.“

21.04.06

  15:11:18, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 551 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

„Farið út um allan heim, og prédikið fagnaðarerindið öllu mannkyni.“

Guðspjall Jesú Krists þann 22. apríl er úr Markúsarguðspjalli 16. 9-15

9 Þegar hann var upp risinn árla hinn fyrsta dag vikunnar, birtist hann fyrst Maríu Magdalenu, en út af henni hafði hann rekið sjö illa anda. 10 Hún fór og kunngjörði þetta þeim, er með honum höfðu verið og hörmuðu nú og grétu. 11 Þá er þeir heyrðu, að hann væri lifandi og hún hefði séð hann, trúðu þeir ekki. 12 Eftir þetta birtist hann í annarri mynd tveimur þeirra, þar sem þeir voru á göngu á leið út í sveit. 13 Þeir sneru við og kunngjörðu hinum, en þeir trúðu þeim ekki heldur. 14 Seinna birtist hann þeim ellefu, þegar þeir sátu til borðs, og ávítaði þá fyrir vantrú þeirra og harðúð hjartans, að þeir hefðu ekki trúað þeim, er sáu hann upp risinn. 15 Hann sagði við þá: „Farið út um allan heim, og prédikið fagnaðarerindið öllu mannkyni.“

Hugleiðing
Veraldleg ríki koma sér upp sendiráðum, sendiherrum eða ræðismönnum í framandi löndum. Þeim er ætlað að standa vörð um hagsmuni ríkisins, veita upplýsingar og greiða götu þegna sinna á ókunnum slóðum og veita vegabréfsáritanir. Starfsmenn utanríkisþjónustunnar sækja sérstök námskeið á vegum hennar til að geta gegnt stöðu sinni sem best og leitast er við að velja einungis hæfustu menn til starfsins.

Jesús fer svipað að í upphafi. Hann velur sér sína sendiherra í ljósi trúar þeirra og staðfestu. Það er kona sem hann velur sem sinn fyrsta sendiherra. Þetta er María frá Magdölum en út af henni hafði hann rekið sjö illa anda. Þessir sjö illu andar eru höfuðlestirnir sjö og þannig gat hún gegnt hlutverki sínu af trúmennsku. Því er miður að þetta er ekki sett sem skilyrði nú á dögum í mörgum kirkjudeildum. Menn geta gengið inn af götunni og hafið guðfræðinám á sínum eigin forsendum og án þess að hafa hina minnstu trú til að bera.

Þegar þeir svo hljóta „prestvígslu“ haldar þeir áfram að fara villu síns vegar og bera hinum trúuðu annarlegar kenningar sem eru þeirra eigin hugsmíðar og ófullkomleiki. Því miður eru fjölmörg dæmi um þetta á okkar dögum. Ef þeir störfuðu sem sendiherrar veraldlegra yfirvalda væru þeir ekki starfi sínu vaxnir og þeim væri vikið úr starfi fyrir afglöp. Nú á dögum opinberast Drottinn okkur í Heilögum Anda í fermingunni. Hlutverk allra kristinna manna er að boða fagnaðarerindið um allan heim. Þetta er það hlutverk sem Drottinn felur allri sinni stríðandi kirkju á jörðu. Þá sem eru lélegir eða óhæfir sendiherrar hans má auðveldlega þekkja úr vegna þess að þeir boða annarlegar kenningar sem eru ekki í neinni samhljóðan við kenningar heilagrar kirkju.

„Drottinn Jesús Kristur. Auk okkur trú á þér og krafti upprisu þinnar. Gef okkur náð til að verða að sönnum sendiherrum þínum á jörðu þangað til við förum heim til okkar sanna föðurlands“ (Fl 3. 20).

  12:02:00, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 738 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Um kaþólska og lúterska dulúð

Hinn víðkunni, málglaði og orðhvati fríkirkjuprestur, séra Hjörtur Magni Jóhannsson, birtist á skjá NFS í gærkveldi (20. apríl) og lýsti með fögrum orðum ágætum og gildi hins gnóstíska rits Júdasarguðspjallsins, og taldi því einkum til ágætis að það væri dýrmætt kristinni kirkju sökum þess að það glæddi áhuga almennings á dulúðinni. Íreneus kirkjufaðir fjallaði sérstaklega um þetta rit í skrifum sínum sem dæmi um trúvillu gnóstikismans. Af orðum séra Hjarta Magna mátti skilja, að „stofnunarkirkjan“ hefði gengið að dulúðinni dauðri. Þvílík firra og rangfærslur.

Dulúðin er einhver dýrmætasti þáttur kristinnar trúararfleifðar sem hún hefur lagt rækt við frá upphafi vega og hefur alið af sér heilögustu menn og konur kristinnar kirkju í aldanna rás. Dulúðin er einnig það sem sameinar kaþólska menn og lúterska enn í dag með jafn afgerandi hætti og ávallt. Þannig hafa karmelítarnir í Svíþjóð mikið dálæti á lúterska djúphyggjumanninum og skósmiðnum Hjalmar Ekström og það er þeim að þakka, að ég komst sjálfur í kynni við rit hans sem standa karmelskri guðrækni afar nærri.

Read more »

20.04.06

  17:57:49, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 295 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Nýjar skoðanakannanir: Meirihluti Bandaríkjamanna vill gera fóstureyðingar ólöglegar

19. apríl 2006 (LifeSiteNews.com) – Meirihluti Bandaríkjamanna vill gera fóstureyðingar ólöglegar samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem gerð var fyrr í mánuðinum.

Þegar þeir voru spurðir að því hvort fóstureyðingar ættu ávallt að vera löglegar í flestum tilvikum, eða ólöglegar án undantekninga fyrir utan nauðganir, sifjaspell eða til að bjarga lífi móður, svöruðu 41% þessu svo, að fóstureyðingar ættu að vera ólöglegar með nokkrum undantekningum.

Einungis 27% svarenda sögðu að fóstureyðingar ættu „alltaf að vera löglegar,“ 19% svöruðu að fóstureyðingar ættu að vera löglegar í flestum tilvikum, en einungis 2% að þær ættu að vera ólöglegar undir öllum kringumstæðum, jafnvel þegar líf móðurinnar væri í hættu. 3% voru óákveðnir.

Bloomberg gerði könnunina fyrir Los Angeles Times, en hún fólst í símhringingum til 1357 fullorðinna Bandaríkjamanna frá 8. til 11. apríl 2006. Skekkjumörkin voru 3%

Niðurstöðurnar eru í samræmi við aðra nýlega könnun sem gaf til kynna að mikill meirihluti Bandaríkjamanna eru andvígir frjálsum fóstureyðingum.

Þessa umfangsmiklu skoðanakönnun gerði John Zogby og leiddi hún í ljós að 59% Bandaríkjamanna telja að fóstureyðing bindi enda á mannslíf. Einungis 29% voru þessu ekki samþykkir. Hjá svarendunum kom í ljós að lífsverndarsjónarmiðið varð ofan á í 16 af 20 spurningum.

Í Zogbykönnuninni voru spurningarnar 30 og svarendurnir 117 í 48 ríkjum og fór hún fram þann 10. til 14 mars 2006. Skekkjumörkin voru 0.6%

Sjá aðra umfjöllun hjá LifeSiteNews:

Umfangsmikil skoðanakönnun sýnir að meirihluti Bandaríkjamanna er hlynntur takmörkunum á fóstureyðingum:
http://www.lifesite.net/ldn/2006/mar/06032205.html

  17:03:39, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 780 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

„Drengir, hafið þér nokkurn fisk?“

Guðspjall Jesú Krists þann 21. apríl er úr Jóhannesarguðspjalli 21. 1-14

1 Eftir þetta birtist Jesús lærisveinunum aftur og þá við Tíberíasvatn. Hann birtist þannig: 2 Þeir voru saman: Símon Pétur, Tómas, kallaður tvíburi, Natanael frá Kana í Galíleu, Sebedeussynirnir og tveir enn af lærisveinum hans. 3 Símon Pétur segir við þá: „Ég fer að fiska.“ Þeir segja við hann: „Vér komum líka með þér.“ Þeir fóru og stigu í bátinn. En þá nótt fengu þeir ekkert. 4 Þegar dagur rann, stóð Jesús á ströndinni. Lærisveinarnir vissu samt ekki, að það var Jesús. 5 Jesús segir við þá: „Drengir, hafið þér nokkurn fisk?“ Þeir svöruðu: „Nei.“ 6 Hann sagði: „Kastið netinu hægra megin við bátinn, og þér munuð verða varir.“ Þeir köstuðu, og nú gátu þeir ekki dregið netið, svo mikill var fiskurinn. 7 Lærisveinninn, sem Jesús elskaði, segir við Pétur: „Þetta er Drottinn.“ Þegar Símon Pétur heyrði, að það væri Drottinn, brá hann yfir sig flík - hann var fáklæddur - og stökk út í vatnið. 8 En hinir lærisveinarnir komu á bátnum, enda voru þeir ekki lengra frá landi en svo sem tvö hundruð álnir, og drógu netið með fiskinum. 9 Þegar þeir stigu á land, sáu þeir fisk lagðan á glóðir og brauð. 10 Jesús segir við þá: „Komið með nokkuð af fiskinum, sem þér voruð að veiða.“ 11 Símon Pétur fór í bátinn og dró netið á land, fullt af stórum fiskum, eitt hundrað fimmtíu og þremur. Og netið rifnaði ekki, þótt þeir væru svo margir. 12 Jesús segir við þá: „Komið og matist.“ En enginn lærisveinanna dirfðist að spyrja hann: „Hver ert þú?“ Enda vissu þeir, að það var Drottinn. 13 Jesús kemur og tekur brauðið og gefur þeim, svo og fiskinn. 14 Þetta var í þriðja sinn, sem Jesús birtist lærisveinum sínum upp risinn frá dauðum.

Hugleiðing
Í arfsögnum Gyðinga voru þjóðir heimsins 153 að tölu. Fiskarnir tákna því þjóðir heimsins sem postulunum var fyrirhugað að veiða í net fagnaðarerindisins. Þegar hl. Silúan frá Aþosfjalli hugleiddi þennan texta á einni næturvaka sinna komst hann svo að orði:

Drottinn sagði við lærisveina sína: „Drengir, hafið þér nokkra fiska!“ (Jh 21. 5). Hvílík elska býr ekki að baki þessum ljúfu orðum: Drottinn kallar okkur „drengina“ sína. Hvað getur orðið okkur til meiri gleði? Við ættum að íhuga þessi orð með djúpstæðum hætti auk písla Drottins á krossinum sem hann tók á sínar herðar sökum okkar.
Æ, hversu mjög elskar ekki Drottinn sköpun sína!

Jóhannes veitir okkur dýrmæta innsýn inn í fyrirætlun Drottins í textanum. Pétur sem var óbreyttur fiskimaður var orðinn þreyttur á þessu öllu saman og hafði ákveðið að snúa heim til Galíleu að sinni fyrri iðju. Hann var sem sagt ráðvilltur og vissi ekki hvað hann átti að gera nú þegar Jesús var dáinn. Hérna sjáum við af hversu mikilli kostgæfni Drottinn hefur valið lærisveinana. Hvenær var það sem Pétri var boðið að snúa baki við netum sínum eftir aflalausa nótt og erfiði? Það var þegar Jesús hóf boðunarstarf sitt í Galíleu og kom til Péturs og bauð honum að fylgja sér (sjá Lk 5. 4-11).

Aflinn sem Pétur veiðir núna vex Íslendingum sem eru fiskveiðiþjóð ekki í augum, en í augum þessara fiskimanna var hann geysimikill. Það er núna sem Jesús opinberar honum köllun fyrirhugunar sinnar, að „veiða menn“ fyrir konungsríki Guðs. Eins og í upphafi hleypur Pétur umsvifalaust til Jesú. Guðspjallið greinir okkur frá því að Drottinn hefur fyrirhugað okkur öllum, hverju og einu, ákveðið hlutverk á pílagrímsgöngu okkar á jörðinni. Berð þú kennsl á Drottinn í þolraunum daglegs lífs, gleði og vonbrigðum? Drottinn er ætíð reiðubúinn til að endurnýja og styrkja trú okkar. Drottinn, auk okkur trú, gerðu okkur að trúföstum fiskimönnum ríkis þíns, að miklum aflamönnum. Okkar himneski Faðir væntir þess afla sem við færum honum í hendur, en nú á tímum fráfallsins mikla eru fiskimennirnir svo fáir og sá afli sem berst á land liggur undir skemmdum vegna þess að saltið hefur dofnað og glatað krafti sínum. Ég á við trú manna.

  06:29:20, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1756 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Opið bréf til Þórðar Sveinssonar, formanns Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði

Þórður Sveinsson sem kynnir sig með höfundarheitinu „Þórfreður“ á bloggsíðu sem „eldheitan félagshyggju-, lífsnautna- og gleðimann með brennandi áhuga á víni og konum,“ skrifar grein á bloggsíðu sína sunnudaginn 16. apríl s. l. sem hann nefnir „Sorglegt hugarfar.“ Greinin birtist einnig á mir.is sem er vefsíða Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði.

Þórður er augljóslega kurteis maður og orðfæri hans er allt annað en við höfum átt að venjast hér á vefsíðunni frá samkynhneigðum og stuðningsmönnum þeirra sem einkennst hefur af gífuryrðun og „slæmum munnsöfnuði.“ Í gamla daga hefðu kerlingarnar norður á honum Siglufirði sagt: Sveiattan bara! [1] Jón Valur Jensson hefur þegar svarað Þórði með málefnalegum rökum, þannig að ég sleppi því hér. Það sem vekur athygli mína fyrst og fremst hjá þessum orðprúða manni er það sem ég myndi vilja kalla „tregablandna undrun!“

Það kemur Þórði bókstaflega í opna skjöldu að einhverjir kunni að vera á annarri skoðun en hann sem „rétthugsandi maður,“ það er að segja sá sem tileinkað hefur sér „rétthugsunina,“ það sjónarmið eða afstöðu sem er ríkjandi nú um stundir í þjóðfélaginu, eða eigum við að segja er tískusveiflan eða „inni.“ Stundum höfum við ganntast með þetta og vitnað til „newspeak“ Georges Orwells hér á vefsíðunni. Vitaskuld er hér átt við samkynhneigð sem varð að tískusveiflu í upphafi nýrrar aldar á Íslandi.

Read more »

19.04.06

  17:07:11, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 651 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Síðan lauk hann upp huga þeirra, að þeir skildu ritningarnar

Guðspjall Jesú Krists þann 20. apríl er úr Lúkasarguðspjalli 24. 35-48

35 Hinir sögðu þá frá því, sem við hafði borið á veginum, og hvernig þeir höfðu þekkt hann, þegar hann braut brauðið. 36 Nú voru þeir að tala um þetta, og þá stendur hann sjálfur meðal þeirra og segir við þá: „Friður sé með yður!“ 37 En þeir skelfdust og urðu hræddir og hugðust sjá anda. 38 Hann sagði við þá: „Hví eruð þér óttaslegnir og hvers vegna vakna efasemdir í hjarta yðar? 39 Lítið á hendur mínar og fætur, að það er ég sjálfur. Þreifið á mér, og gætið að. Ekki hefur andi hold og bein eins og þér sjáið að ég hef.“ 40 Þegar hann hafði þetta mælt, sýndi hann þeim hendur sínar og fætur. 41 Enn gátu þeir ekki trúað fyrir fögnuði og voru furðu lostnir. Þá sagði hann við þá: „Hafið þér hér nokkuð til matar?“ 42 Þeir fengu honum stykki af steiktum fiski, 43 og hann tók það og neytti þess frammi fyrir þeim. 44 Og hann sagði við þá: „Þessi er merking orða minna, sem ég talaði við yður, meðan ég var enn meðal yðar, að rætast ætti allt það, sem um mig er ritað í lögmáli Móse, spámönnunum og sálmunum.“ 45 Síðan lauk hann upp huga þeirra, að þeir skildu ritningarnar. 46 Og hann sagði við þá: „Svo er skrifað, að Kristur eigi að líða og rísa upp frá dauðum á þriðja degi, 47 og að prédika skuli í nafni hans öllum þjóðum iðrun til fyrirgefningar synda og byrja í Jerúsalem. 48 Þér eruð vottar þessa.

Hugleiðing
„Síðan lauk hann upp huga þeirra, að þeir skildu ritningarnar.“ Okkur er um megn að skilja boðskap hl. Ritninga (líka Gamla testamentisins) án þess að Jesú ljúki upp huga okkar til að skilja þær. Því liggur beinast við að biðja hann um að gefa okkur þennan skilning ef við höfum hann ekki til að bera og þá verður okkur speki þeirra ljós, einnig Gamla testamentisins.

Hlustum á hl. Pétur Chrysologus (um 406-450), biskup í Ravenna og kirkjufræðara: „Uppreisnargjarnir menn höfðu spillt friðnum á jörðu . . . og varpað niður í óreiðu frumsköpunarinnar. Stríð geisaði einnig meðal lærisveinanna. Trú og efasemdir háðu miskunnarlaust stríð á hendur hvort öðru. Þar sem stórviðrið geisaði fundu þeir hvergi fríðarhöfn, hvergi skjól fyrir vindum.

Þegar þeir sáu Krist sem kannar djúp hjartnanna, sem stjórnar vindum loftsins, sem er Herra freistinganna og umbreytir ólgusjó í blíðviðri, styrkti hann þá með friði og sagði: „Friður sé með yður! Það er ég, óttist ekki. Það var ég sem var krossfestur, sem var dáinn, sem var grafinn. Það er ég sem er Guð ykkar sem varð maður. Það er ég sem lifi meðal hinna dauðu, sá sem kom af himnum í hjörtu vítis. Það var mig sem dauðinn flúði, sem víti stendur ógn af. Í skelfingu sinni sagði víti að ég væri Guð. Óttast ekki Pétur, þú sem afneitaðir mér, eða þú Jóhannes, sem lagðir á flótta eða allir þíð sem yfirgáfuð mig, Þið sem hugsuðuð ekki um neitt annað en að framselja mig og trúið ekki á mig, þrátt fyrir að þið sjáið mig. Óttist ekki, þetta er ég í raun og veru. Ég hef kallað á ykkur í náð minni, Ég hef útvalið ykkur! Ég hef útvalið ykkur með fyrirgefningu minni. Ég hef borið ykkur á höndum mér með samúð minni. Ég hef borið ykkur í elsku minni og í dag tek ég á móti ykkur sökum gæsku minnar“ (Hugvekja 81).

  07:33:02, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 2420 orð  
Flokkur: Fólksfækkunarvandamálið

Refsivöndur Evrópu? - Hvernig brotthvarfið frá kristindóminum mun leiða til upplausnar

Greinarhöfundar: Ed Vitagliano, Greinin er samin 12. apríl s. l. og er birt með vinsamlegu leyfi AgapePress.

Veit einhver hvar við getum fundið Etrúska? Þið vitið, einhverja sem tilheyrðu hinni fornu menningu Etrúska á Ítalíu til forna sem voru forverar Rómverja?

Jæja, þeir eru víst ekki til lengur. Etrúskarnir runnu saman við rómverska menningu og hættu að vera til sem sjálfstæð menningarheild.

Ef vaxandi fjöldi sérfræðinga og menningarsögufræðinga hafa á réttu að standa, þá er afar líklegt að sömu spurningunni verði varpað fram eftir hundrað ár, en nú einungis hvað áhrærir Ítali, Spánverja eða Rússa.

Eða eins og Mark Steyn orðar þetta með svo dapurlegum hætti í „The New Criterion:“ „Stór hluti þess sem við nefnum hinn Vestræna heim í dag mun ekki lifa þessa öld af og í reynd mun hann hverfa með áþreifanlegum hætti á okkar eigin tímum, meðal annars flest lönd Vesturevrópu.“

Read more »

18.04.06

  16:42:00, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 941 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

„Brann ekki hjartað í okkur?“

Guðspjall Jesú Krists þann 19. apríl er úr Lúkasarguðspjalli 24. 13-35

13 Tveir þeirra fóru þann sama dag til þorps nokkurs, sem er um sextíu skeiðrúm frá Jerúsalem og heitir Emmaus. 14 Þeir ræddu sín á milli um allt þetta, sem gjörst hafði. 15 Þá bar svo við, er þeir voru að tala saman og ræða þetta, að Jesús sjálfur nálgaðist þá og slóst í för með þeim. 16 En augu þeirra voru svo haldin, að þeir þekktu hann ekki. 17 Og hann sagði við þá: „Hvað er það, sem þið ræðið svo mjög á göngu ykkar?“ Þeir námu staðar, daprir í bragði, 18 og annar þeirra, Kleófas að nafni, sagði við hann: „Þú ert víst sá eini aðkomumaður í Jerúsalem, sem veist ekki, hvað þar hefur gjörst þessa dagana.“ 19 Hann spurði: „Hvað þá?" Þeir svöruðu: „Þetta um Jesú frá Nasaret, sem var spámaður, máttugur í verki og orði fyrir Guði og öllum lýð, 20 hvernig æðstu prestar og höfðingjar vorir framseldu hann til dauðadóms og krossfestu hann. 21 Vér vonuðum, að hann væri sá, er leysa mundi Ísrael. En nú er þriðji dagur síðan þetta bar við. 22 Þá hafa og konur nokkrar úr vorum hóp gjört oss forviða. Þær fóru árla til grafarinnar, 23 en fundu ekki líkama hans og komu og sögðust enda hafa séð engla í sýn, er sögðu hann lifa. 24 Nokkrir þeirra, sem með oss voru, fóru til grafarinnar og fundu allt eins og konurnar höfðu sagt, en hann sáu þeir ekki.“ 25 Þá sagði hann við þá: „Ó, þér heimskir og tregir í hjarta til þess að trúa öllu því, sem spámennirnir hafa talað! 26 Átti ekki Kristur að líða þetta og ganga svo inn í dýrð sína?“ 27 Og hann byrjaði á Móse og öllum spámönnunum og útlagði fyrir þeim það, sem um hann er í öllum ritningunum.

Read more »

17.04.06

  15:04:12, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 793 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

„Ég hef séð Drottin.“

Guðspjall Jesú Krists þann 18. apríl er úr Jóhannesarguðspjalli 20. 11-18

11 En María stóð úti fyrir gröfinni og grét. Grátandi laut hún inn í gröfina 12 og sá tvo engla í hvítum klæðum sitja þar sem líkami Jesú hafði legið, annan til höfða og hinn til fóta. 13 Þeir segja við hana: „Kona, hví grætur þú?“ Hún svaraði: „Þeir hafa tekið brott Drottin minn, og ég veit ekki, hvar þeir hafa lagt hann.“ 14 Að svo mæltu snýr hún sér við og sér Jesú standa þar. En hún vissi ekki, að það var Jesús. 15 Jesús segir við hana: „Kona, hví grætur þú? Að hverjum leitar þú?“ Hún hélt, að hann væri grasgarðsvörðurinn, og sagði við hann: „Herra, ef þú hefur borið hann burt, þá segðu mér, hvar þú hefur lagt hann, svo að ég geti sótt hann.“ 16 Jesús segir við hana: „María!“ Hún snýr sér að honum og segir á hebresku: „Rabbúní!“ (Rabbúní þýðir meistari.) 17 Jesús segir við hana: „Snertu mig ekki! Ég er ekki enn stiginn upp til föður míns. En farðu til bræðra minna og seg þeim: ,Ég stíg upp til föður míns og föður yðar, til Guðs míns og Guðs yðar.'“ 18 María Magdalena kemur og boðar lærisveinunum: „Ég hef séð Drottin.“ Og hún flutti þeim það, sem hann hafði sagt henni.

Hugleiðing
Hvað er það sem kemur í veg fyrir að við sjáum Jesú? Hvert er það bjarg sem kemur í veg fyrir að við getum gengið út úr grafhýsi okkar eiginn takmarkanleika? Hverjar eru þær líkblæjur sem umvefja okkur, þrátt fyrir að við teljum sjálf að við séum á lífi? Fjölmargt af þessu er „made in me“ framleiðsla. Rétt eins og mikil iðnríki flytja framleiðslu sína út til annarra landa þurfum við að losna við þessa framleiðslu okkar sem byrgir okkur alla sín. En meinið er að okkur er þetta um megn í eigin mætti. Páskarnir eru ekki einungis tími gleði, heldur marka þeir einnig NÝTT UPPHAF í okkar eigin lífi vegna þess að þetta grafhýsi okkar og líkblæjur hefta vöxt kærleikans. Við skulum því biðja Drottin um það á þessum Páskum að velta bjarginu frá þessu grafhýsi sem sviptir okkur frelsinu og svipta af okkur þessum líkblæjum mennsk ófullkomleika.

Hversu auðveldlega missum við ekki sjónar af Drottni þegar við einblínum til okkar sjálfra og mennskra aðstæðna okkar. Í fyrstu þekkti María ekki Jesú vegna þess að öll athygli hennar beindist að gröfinni og hún var umvafin líkblæjum eigin sorgar. Þessu var á öfugan veg farið með Pétur á vatninu sem tók að sökkva um leið og hann beindi athygli sinni frá Jesú til öldurótsins. En þegar Jesú kallaði hana með nafni þekkti hún hann samstundis. Hann þekkir okkur öll persónulega með nafni. Það er ekki nægilegt að vita eitthvað um Krist ef við þekkjum hann ekki persónulega. Orð Maríu: „Ég hef séð Drottin“ eru kjarni kristindómsins. Hl. Silúan frá Aþosfjalli sagði:

Við getum lært eins mikið og okkur þóknast, en þrátt fyrir það munum við ekki læra að þekkja Drottin fyrr en okkur lærist að lifa til samræmis við BOÐORÐ hans vegna þess að Drottinn verður ekki þekktur með lærdómi, heldur í Heilögum Anda. Margir heimspekingar og fræðimenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að Guð sé til, en þeim hefur ekki auðnast að læra að þekkja Guð. Að trúa á Guð er eitt, að þekkja hann annað.

Hér erum við komin að kjarna málsins: BOÐORÐUM Guðs. Þeir sem hlíta ekki BOÐORÐUM Guðs munu aldrei læra að þekkja hann. Guð „upplýsir sálarsjón okkar“ og því bað hl. Páll: „Ég bið Guð Drottins vors Jesú Krists, Föður dýrðarinnar, að gefa yður anda speki og opinberunar, svo að þér fáið þekkt hann“ (Ef 3. 17, 18). Þessi andi speki og opinberunar er sá andi sem hvíldi yfir Guðsyninum sem var HLÝÐINN allt til dauða á krossi. Grafhýsið og líkblæjurnar eru því ANDI ÓHLÝÐNINNAR GAGNVART BOÐORÐUM DROTTINS. Við göngum ekki út úr grafhýsi mennsks takmarkanleika okkar nema EFTIR VEGI HLÝÐNINNAR!

16.04.06

  16:14:30, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 540 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

„Chairete – Heilar þið!“

Guðspjall Jesú Krists á öðrum degi Páska er úr Matteusarguðspjalli 28. 8-15

Og þær fóru í skyndi frá gröfinni, með ótta og mikilli gleði, og hlupu að flytja lærisveinum hans boðin. 9 Og sjá, Jesús kemur á móti þeim og segir: „Heilar þið!“ En þær komu, féllu fram fyrir honum og föðmuðu fætur hans. 10 Þá segir Jesús við þær: „Óttist ekki, farið og segið bræðrum mínum að halda til Galíleu. Þar munu þeir sjá mig.“ 11 Meðan þær voru á leiðinni komu nokkrir varðmenn til borgarinnar og sögðu æðstu prestunum allt, sem gjörst hafði. 12 En þeir kvöddu saman öldungana og tóku það ráð með þeim að bera mikið fé á hermennina og mæltu við þá: 13 „Segið þetta: ,Lærisveinar hans komu á næturþeli, meðan vér sváfum, og stálu honum.' 14 Og ef þetta berst landshöfðingjanum til eyrna, skulum vér sefa hann, svo að þér getið verið áhyggjulausir.“ 15 Þeir tóku við fénu og gjörðu sem þeim var sagt. Þessi sögusögn hefur verið borin út meðal Gyðinga allt til þessa dags.

Hugleiðing
„Chairete – Heilar þið!“ Jesús opnar augu kvennanna og þær sjá hann. Við sjáum annað dæmi um þetta í Lúkasarguðspjalli: „Þá opnuðust augu þeirra, og þeir þekktu hann“ (Lk 24. 31). Lúkasi er svo mikið í mun að okkur skiljist þetta að hann endurtekur skömmu síðar: „Síðan lauk hann upp huga þeirra“ (Lk 24. 45). Í fyrri setningunni eru það augu, í því síðara hið andlega auga eða nous á grísku, þessi innsti og dýpsti verundarkjarni mannsins sem gerir honum kleift að sjá Guð og er kallaður hreinleiki hjartans í Matteusarguðspjalli: Sælir eru hjartahreinir. því að þeir munu Guð sjá“ (Mt 5. 8). Þetta andlega innsæi er eitt og hið sama og trúin og hún er Guðs gjöf ætluð okkur til handa. Trúin gerir okkur kleift að nema allan þann sannleika sem Guð opinberar okkur í guðspjöllum sínum og öllum Ritningunum. Trúin er FULLVISSA vegna þess að hún grundvallast á orði Guðs og hann getur ekki logið. En trúin er einnig SKILNINGUR og því uppljómar Guð „augu hjartans.“ Sökum náðargjafar trúarinnar opinberast Drottinn þeim sem trúa á orð hans og gefur þeim hlutdeild í nýju lífi í Heilögum Anda. Lærisveinarnir sáu Drottinn þegar hann braut brauðið og þetta á við okkur öll sem meðtökum evkaristíuna í trú í kirkjunni. Þessum sannindum afneituðu musterisprestar Gyðingdómsins og gengu enn lengra og báru fé á varðmennina til að bera ljúgvitni. Enn í dag gerist þetta vegna þess að dauðamenning fóstureyðingarstóriðjunnar verður að réttlæta verk sín með því að bera út sögusagnir um Drottin sem gera lítið úr hjálpræði hans og helgun á öllu lífi, einkum lífi ófæddra barna. Einungis á þeim tíma sem ég skrifa þessar línur hafa 6000 börn látið lífið í tryllingaræði fóstureyðinganna: „Segið þeim að boðskapur hans sé ósannur!“

15.04.06

  15:54:35, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 794 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Páskaásjóna himnesks fagnaðar

Guðspjall Jesú Krists á Páskadag þann 16. apríl er úr Jóhannesarguðspjalli 20. 1-9 (sjá einnig Lk 24. 13-35 og Mk 16. 1-8)

Fyrsta dag vikunnar kemur María Magdalena til grafarinnar svo snemma, að enn var myrkur, og sér steininn tekinn frá gröfinni. Hún hleypur því og kemur til Símonar Péturs og hins lærisveinsins, sem Jesús elskaði, og segir við þá: „Þeir hafa tekið Drottin úr gröfinni, og vér vitum ekki, hvar þeir hafa lagt hann.“ Pétur fór þá út og hinn lærisveinninn, og þeir komu til grafarinnar. Þeir hlupu báðir saman. En hinn lærisveinninn hljóp hraðar, fram úr Pétri, og kom á undan að gröfinni. Hann laut inn og sá línblæjurnar liggjandi, en fór samt ekki inn. Nú kom líka Símon Pétur á eftir honum og fór inn í gröfina. Hann sá línblæjurnar liggja þar og sveitadúkinn, sem verið hafði um höfuð hans. Hann lá ekki með línblæjunum, heldur sér samanvafinn á öðrum stað. Þá gekk einnig inn hinn lærisveinninn, sem komið hafði fyrr til grafarinnar. Hann sá og trúði. Þeir höfðu ekki enn skilið ritninguna, að hann ætti að rísa upp frá dauðum.

Hugleiðing
Alltaf kemur það kaþólskum jafn undarlega fyrir sjónir þegar kvennaguðfræðin kvartar sífellt yfir því, hvað konum er gert lágt undir höfði í kirkjunni. Fyrsta skal telja Maríu Guðsmóður sem kemur Kristi næst. Og það eru konurnar sem fóru fyrstar til grafarinnar á páskadagsmorgunn, rétt eins og það var hún Lýdía sem lauk Evrópu upp fyrir hl. Páli með því að skjóta skjólshúsi yfir hann. Ísidor frá Sevilla (á sjöundu öld) komst svo að orði: „Þar sem konan (Eva) var sú fyrsta til að bragða dauðann, þá var það kona (María Magdalena) sem smakkaði fyrst á lífinu. Kona var það við syndafallið og enn að nýju kona sem sá dag endurlausnarinnar þegar bölvun Evu var aflétt.“ Biblían hefst á frásögn af konunni og víkur enn að nýju að henni í lokaorðum sínum (Opb 12). Stelpur, lesið Biblíuna ykkar betur!

Hvað er svo merkilegt við þetta veltibjarg fyrir grafhýsinu? Það var afar þungt! Það hefði tekið nokkra fíleflda karlmenn dágóðan tíma að velta bjarginu frá og auk þess stóðu rómverskir hermenn þarna á verði! Enski kirkjufaðirinn Beda komst svo að orði: „Engillinn velti bjarginu frá, ekki svo að Drottinn gæti gengið út, heldur til að gera fólki kleift að sjá að hann var þegar farinn.“ Og Pétur Chrysologus (5. öld) sagði: „Til að koma auga á upprisuna verður fyrst að velta bjarginu frá hjarta okkar.“

Eitt er víst. Ef Jesús hefði ekki risið upp frá dauðum og birst lærisveinum sínum, hefði okkur aldrei borist spurnir af honum. Það er eitt atriði sem er afar athyglisvert í þessu sambandi eins og sérfræðingar hafa vakið athygli á. Það er alls ekki svo fágæt að fólk sjái látna ástvini sína birtast sér og það ÞEKKIR þá þegar í stað. En þessu var á öfugan veg farið hjá lærisveinunum á leiðinni til Emmaus: ÞEIR ÞEKKTU JESÚ EKKI Í FYRSTU!

Hvað annað en sjálf upprisan hefði getað umbreytt skelfingu losnum lærisveinunum og konunum í fólk sem ljómaði af gleði á þessari mestu sorgarstund í lífi þess? Raunveruleiki upprisunnar er kjarni kristindómsins. Í náð Heilags Anda gerir Drottinn okkur kleift að sjá með auga trúarinnar yfir aldanna djúp til að þekkja sig og kraft upprisu sinnar. Mesta gleði sem nokkur manneskja getur öðlast hér á jörðinni er að standa frammi fyrir lifandi Drottni með persónulegum hætti og sjá hann, rétt eins og hl. Páll, sem öfugt við Júdas, sá hann aldrei í holdi. Ljómar ásjóna þín af sannri Páskagleði eða er hún mörkuð depurð og angist verðbréfahruna og gengisfellinga? Snúðu þér þá til Jesú og hann mun gefa þér hina sönnu Páskagleði vegna þess að hún felst í eilífu lífi, PÁSKAÁSJÓNU HIMNESKS FAGNAÐAR.

„Drottinn Jesú Kristur! Þú hefur unnið sigur yfir helsi grafarinnar og áunnið okkur lífið eilífa. Gef okkur augu trúarinnar til að geta séð þig í dýrð þinni. Hjálpaðu okkur til að nálgast þig og vaxa í þekkingunni um elsku þína og kraft.“

GLEÐILEGA PÁSKA!

  09:49:10, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 574 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Píslir Jesú rangfærðar í fjölmiðlum

VATÍKANIÐ, 14. APRÍL 2006 (Zenit.org).- Heimilisprestur páfa varar við því sannleikurinn um píslir Krists eru tilefni rangfærslna í fjölmiðlum.

Í hugvekju sinni á Föstudaginn langa að viðstöddum Benedikti páfa XVI í basilíku hl. Péturs vitnaði kapútsíninn Raniero Cantalamessa í ummæli hl. Páls.

„Því að þann tíma mun bera að,“ sagði faðir Cantalamessa, „, að menn þola ekki hina heilnæmu kenning, heldur hópa þeir sér að kennurum, eftir eigin fýsnum sínum, til þess að heyra það. sem kitlar eyrun. Þeir munu snúa eyrum sínum burt frá sannleikanum og hverfa að ævintýrum“ (2 Tm 4. 3).

Read more »

14.04.06

  18:43:54, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 506 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Kanadískur sigur fyrir kristið skoðunarfrelsi

BIBLÍAN = HATURSBÓKMENNTIR, NEI!

Eftir John-Henry Westen

REGINA, KANADA 13. apríl 2006 (LifeSiteNews.com) - Einhverjum mikilvægustu dómsniðurstöðum gegn trúfrelsi í Kanada hefur verið snúið við. Áfrýjunarrétturinn í Saskatchewan, sem er æðsta dómsstigið, hefur snúið við dómsniðurstöðum réttarins í Quenn´s Bench sem hvað upp þann dóm, að maður sem lét birta tilvitnanir í Biblíuna um kynvillu í dagblaði hefði gerst sekur um að kynda undir hatur.

Dómsniðurstöðurnar frá 11. desember 2002 voru svar við beiðni frá 2002 frá Saskatchewan Human Rights Commission (HRC) sem skipaði svo fyrir að bæði dagblaðinu StarPhoenix í Saskatoon og Hugh Owen frá Regina skyldi gert skylt að greiða þremur virkum hómósexualistum 1500 dali fyrir að hafa birt auglýsingu í blaðinu með ritningarversum úr Biblíunni um hómosexualisma

Read more »

  16:08:27, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 652 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Það var aðfangadagur og hvíldardagurinn fór í hönd

Guðspjall Jesú Krists þann 15. apríl er úr Lúkasarguðspjalli 23. 50-56

Maður er nefndur Jósef. Hann var ráðsherra, góður maður og réttvís og hafði ekki samþykkt ráð þeirra né athæfi. Hann var frá Arímaþeu, borg í Júdeu, og vænti Guðs ríkis. Hann gekk til Pílatusar og bað hann um líkama Jesú, tók hann síðan ofan, sveipaði línklæði og lagði í gröf, höggna í klett, og hafði þar enginn verið áður lagður. Það var aðfangadagur og hvíldardagurinn fór í hönd. Konur þær, er komið höfðu með Jesú frá Galíleu, fylgdu eftir og sáu gröfina og hvernig líkami hans var lagður. Þær sneru aftur og bjuggu ilmjurtir og smyrsl. Hvíldardaginn héldu þær kyrru fyrir samkvæmt boðorðinu.

Hugleiðing
Nú í kyrruvikunni sá ég mynd á National Geography Channel þar sem fjallað var um krossfestingar Rómverja út frá fræðilegu sjónarhorni. Þar kom meðal annars fram að þeim krossfesta var ætlað að lifa sem lengst. Venjulega stóð dauðastríðið yfir í 6 tíma að minnsta kosti. Ísraelskur fornleifafræðingur greindi frá því að fyrir nokkrum árum hefði fundist beinagrind af krossfestum manni, sú eina fram til þessa. Sjá mátti að naglar höfðu verið reknir í gegnum hendur mannsins, eins og greint er frá í guðspjöllunum. Fótstokkur var hafður á krossinum til að draga dauðastríðið á langinn. Vísindamaður einn í New York hefur gert margítrekaðar tilraunir (um 100 sinnum) á að krossfesta menn. Ekki í bókstaflegri merkingu, heldur klæðast þeir sérstökum leðurhönskum sem taka þátt í tilraununum fyrir „krossfestinguna.“ Rannsóknir hans hafa leitt í ljós að án fótastokksins örmagnast stæðilegustu menn á 5 mínútum, álagið verður svo mikið af að hanga einungis á höndunum. Yfirleitt voru hinir krossfestu látnir hanga á krossinum þar til hræfuglar höfðu hreinsað holdið að mestu af beinagrindunum, eða þá að líkunum var einfaldlega hent á sorphauga borgarinnar. Fjallað var um gerð grafhýsa á tímum Jesú og vikið að upprisu hans. Eftir margvíslegar bollaleggingar var niðurstaðan sú, að allt grundvallaðist þetta á trú þegar til alls kæmi.

Jesús var forðað frá þeim örlögum sem biðu flestra eftir krossfestinguna þegar Jósef frá Arímaþeu bað um að koma líkama hans fyrir í eigin grafhýsi. Hver var hann þessi Jósefus? Lúkas segir að hann hafi átt sæti í Sanhedrín og ekki verið sammála niðurstöðum þess þegar það kvað upp dauðadóminn yfir Jesú. Hvers konar maður var hann? Lúkas greinir okkur frá því að hann hafi verið „góður maður og réttvís“ og hann var auðugur. Hann uppfyllti þannig spádómsorðin: „Og menn bjuggu honum gröf meðal illræðismanna, legstað með ríkum“ (Jes 53. 9). Leyndardómur Krists þar sem hann liggur dáinn í grafhýsinu opinberar okkur hina miklu sabbatshvíld Guðs eftir að Drottinn ávann okkur frelsi með píslum sínum á krossinum þar sem hann „kom öllu í sátt við sig“ (Kól 1. 20). Lifir þú í þessum sáttmála lífsins, kæri lesandi eða ekki? Svarið við þessari spurningu er mikilvægt vegna þess að Kristur hét öllum þeim sem trúa á hann eilífu lífi. Kirkjufeðurnir líktu heimi fallvaltleikans hins vegar við eilíft grafhýsi heljar. Þeir sem kjósa sér það að íverustað munu liggja þar að eilífu líkt og velfaldir smyrlingar fornegypskra faraóa.

„Drottinn! Styrktu trú okkar svo að okkur auðnist að kynnast krafti upprisu þinnar og lifa í þeirri von að við munum sjá þig auglitis til auglitis.“

  09:23:51, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 300 orð  
Flokkur: Persónulegir vitnisburðir

Hvers vegna hné Drottinn niður undir krossinum?

Fyrir tveimur árum fékk ég alvarlega lungnasýkingu skömmu fyrir páska. Þetta var síðdegis á föstudegi og í fyrstu taldi ég hana ekki svo alvarlega, að ég gæti ekki beðið fram á mánudagsmorguninn eftir að læknirinn minn mætti til starfa eftir helgarfríið.

Síðdegis á laugardag tók mér að elna sóttin svo mjög, að ég missti allan mátt og varð með öllu hjálparlaus, svo mjög, að það varð mér ofraun svo mikið sem að hringja eftir hjálp, hvað þá meira.

Sjálfa laugardagsnóttina lá ég bókstaflega milli heims og helju og með öllu hjálparvana. Þá sagði ég við Drottin: „Hvers vegna tekur þú mig ekki frekar til þín, heldur en að láta mig þjást svona mikið?“

Svarið lét ekki á sér standa. Hann sagði: „Jón, veistu hvernig mér leið sjálfum eftir að rómversku hermennirnir húðstrýktu mig við súluna? Lungu mín fylltust blóði og þess vegna hné ég niður undir krossinum.“

Þetta hafði aldrei hvarflað að mér og veitti mér alveg nýja innsýn inn í píslargöngu Drottins. Allir sem þekkja til alvarlegra lungnasýkinga skilja við hvað ég á.

Eftir þetta bráði svo af mér að ég var sæmilega rólfær á sunnudeginum og fékk sterkt sýklalyf hjá lækninum strax á mánudagsmorguninn sem vann bug á sýkingunni. Þetta langaði mér að deila með ykkur, bræður og systur, einmitt núna á þessum degi meðan krossgangan á sér stað. Miklar eru þær píslir sem Drottinn tók á sínar herða sökum okkar eigin synda. LOF SÉ ÞÉR KRISTUR NÚ OG AÐ EILÍFU. AMEN!

  08:47:41, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 433 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Páfi íhugar leyndardóm svika Júdasar

POSTULINN HAFNAÐI ELSKU GUÐS.

VATÍKANIÐ, 13. apríl 2006 (Zenit.org).- Í predikun sinni í Skírdagsmessunni fullvissaði Benedikt páfi XVI hina trúuðu um, að leyndardómur Júdasar hafi einmitt falist í því að hafna elsku Guðs.

„Júdas Ískaríot er persónugervingur „svikarans,“ en hjá honum vega peningar, völd og velgengni þyngra en elskan og hann hikar ekki við að framselja Jesú,“ komst páfi að orði í messunni að kvöldi Skírdags.

Ummæli hins heilaga föður komu í tilefni hins nýútgefna Júdasarguðspjalls, forns handrits sem varpar jákvæðu ljósi á postulann sem sveik Krist. Það boðar í reynd að Júdas hafi fylgt eftir guðlegum fyrirmælum þegar hann framseldi Jesú í hendur yfirvaldanna.

Í predikun sinni lagði Benedikt páfi XVI þvert á móti áherslu á hinn frjálsa vilja postulans sem framseldi Jesú fyrir 30 denara samkvæmt frásögn hinna kanónísku guðspjalla.

„Þessi myrki leyndardómur afneitunarinnar er fyrir hendi og er leiddur okkur fyrir sjónir með því sem gerðist í lífi Júdasar, og það einmitt á Skírdag, á þeim degi sem Jesú lagði allt í sölurnar og ætti að vera okkur hvatning til að hugleiða þetta,“ sagði páfi. „ELSKA DROTTINS Á SÉR ENGIN TAKMÖRK, EN VIÐ GETUM SETT HENNI TAKMÖRK.“

AFNEITUNIN

Benedikt páfi spurði síðan: „Hvernig lék sviksemin þennan svikara?“ Og hann svaraði: „Að hafna elskunni, að vilja ekki vera elskaður og ekki að elska sjálfur. Stærilæti sem telur sig ekki þarfnast neinnar hreinsunar og lokar sig af gagnvart hjálpræði gæsku Guðs.“

„Í Júdasi,“ hélt hann áfram, „sjáum við eðli þessarar afneitunar enn frekar. Hann dæmir Jesú í ljósi valds og velgengni: Fyrir honum eru það völdin og velgengnin sem ein hafa raunverulegt gildi, elskan er ekki höfð með í dæminu.

Og hann er gráðugur: Peningarnir skipta meira máli en samfélagið við Jesú, þeir eru mikilvægari en Guð og elska hans.

Með þessum hætti,“ útskýrði hinn heilagi faðir, „varð hann einnig að lygara sem ber kápuna á báðum öxlum og segir skilið við sannleikann og verður að þeim sem hrærist í lyginni og glatar öllum næmleika gagnvart hinum æðsta sannleika: Guði.

Með þessum hætti verður hann harðlyndur og getur ekki tekið sinnaskiptum, hafnar trúfastri endurkomu hins glataða sonar og varpar gjörspilltu lífi sínu á glæ.“

ZE06041306/JRJ

13.04.06

  14:26:45, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 895 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Krossinn er hásæti elskunnar

Guðspjall Jesú Krists á Föstudaginn langa þann 14 apríl er úr Jóhannesarguðspjalli 19. 17-30

Og hann bar kross sinn og fór út til staðar, sem nefnist Hauskúpa, á hebresku Golgata. Þar krossfestu þeir hann og með honum tvo aðra sinn til hvorrar handar; Jesús í miðið. Pílatus hafði ritað yfirskrift og sett hana á krossinn. Þar stóð skrifað: JESÚS FRÁ NASARET, KONUNGUR GYÐINGA. Margir Gyðingar lásu þessa yfirskrift, því staðurinn, þar sem Jesús var krossfestur, var nærri borginni, og þetta var ritað á hebresku, latínu og grísku. Þá sögðu æðstu prestar Gyðinga við Pílatus: „Skrifaðu ekki ,konungur Gyðinga', heldur að hann hafi sagt: ,Ég er konungur Gyðinga'.“ Pílatus svaraði: „Það sem ég hef skrifað, það hef ég skrifað.“ Þegar hermennirnir höfðu krossfest Jesú, tóku þeir klæði hans og skiptu í fjóra hluti, og fékk hver sinn hlut. Þeir tóku og kyrtilinn, en hann var saumlaus, ofinn í eitt ofan frá og niður úr. Þeir sögðu því hver við annan: „Rífum hann ekki sundur, köstum heldur hlut um, hver skuli fá hann.“ Svo rættist ritningin:

Þeir skiptu með sér klæðum mínum
og köstuðu hlut um kyrtil minn.

Þetta gjörðu hermennirnir. En hjá krossi Jesú stóðu móðir hans og móðursystir, María, kona Klópa, og María Magdalena. Þegar Jesús sá móður sína standa þar og lærisveininn, sem hann elskaði, segir hann við móður sína: „Kona, nú er hann sonur þinn.“ Síðan sagði hann við lærisveininn: „Nú er hún móðir þín.“ Og frá þeirri stundu tók lærisveinninn hana heim til sín. Jesús vissi, að allt var þegar fullkomnað. Þá sagði hann, til þess að ritningin rættist: „Mig þyrstir.“ Þar stóð ker fullt af ediki. Þeir settu njarðarvött fylltan ediki á ísópslegg og báru að munni honum. Þegar Jesús hafði fengið edikið, sagði hann: „Það er fullkomnað.“ Þá hneigði hann höfuðið og gaf upp andann.

Hugleiðing

Hl. Gregoríos frá Nyssa (335-395) sagði: „Guð beitti beitu holdsins á öngul hjálpræðisins og Satan gleypti hana umhugsunarlaust.“

Hl. Ágústínus frá Hippo (354-430) sagði: „Rétt eins og þau mænum við einnig á krossinn. Við sjáum blóð hans á dauðastundinni. Við sjáum það gjald sem Endurlausnarinn innti af hendi og snertum sár upprisunnar. Hann lýtur höfði, rétt eins og hann ætli að kyssa okkur. Hjarta hans lýkst upp sökum elsku hans á okkur. Armar hans eru útréttir eins og hann vilji faðma okkur að sér. Allur líkami hans blasir við sjónum okkur til endurlausnar. Íhugið undursamleika þessa alls. Látið þetta allt greypast í hugskot ykkar. Allt var þetta til þess að sá sem gerði sérhvern hlut líkama síns sýnilegan á krossinum megi nú markast í sérhvern hluta sálar ykkar.“

Rupert frá Deutz, ábóti, skrifaði á tólftu öld: „Kross Krists er hliðið til himins, lykillinn að Paradís, hrösunarhella djöfulsins, upphefð mannkynsins, huggun fangelsisvistar okkar og frelsisgjald.“

Kross Krists er vörn trúar okkar, fullvissa vonar okkar og hásæti elskunnar. Hann er ummerki elsku Guðs og sönnun um fyrirgefningu syndanna. Á krossinum hefur Jesús goldið fyrir syndir okkar og afmáð sekt okkar. Hann er vegur friðar, gleði og réttlætis sem liggur til konungsríkis Guðs og sigurbrautin gagnvart synd, örvæntingu og dauða fyrir Drottin Jesú Krist.

„Þess skulum vér Guð biðja, að honum sé mest dýrð í að veita oss, en vér verðim farsælstir af að þiggja, að hann varðveiti oss í dag og nótt og hverja stund frá annarri, meðan vér erum í þessum heimi, en eftir andlát vort láti hann engla sína leiða andir órar í frið og fögnuð Paradísar. En þá er vér komum fyrir dómstól á dómsdegi, laði hann oss blíðlega, sín börn, heim í himnaríkis dýrð ei og ei [æ og ævinlega] með sér að vera.“ [1]

Sálmur 31:3,7,13-18,24

3 Hneig eyru þín til mín, frelsa mig í skyndi, ver mér verndarbjarg, vígi mér til hjálpar!
7 Ég hata þá, er dýrka fánýt falsgoð, en DROTTNI treysti ég.
13 Sem dáinn maður er ég gleymdur hjörtum þeirra, ég er sem ónýtt ker.
14 Ég heyri illyrði margra – skelfing er allt um kring – þeir bera ráð sín saman á móti mér,
hyggja á að svipta mig lífi.
15 En ég treysti þér, DROTTINN. Ég segi: „Þú ert minn GUÐ.“
16 Í þinni hendi eru stundir mínar, frelsa mig af hendi óvina minna og ofsækjenda.
17 Lát ásjónu þína lýsa yfir þjón þinn, hjálpa mér sökum elsku þinnar.
18 Ó DROTTINN, lát mig eigi verða til skammar, því að ég ákalla þig.
Lát hina guðlausu verða til skammar, hverfa hljóða til Heljar.
25 Verið öruggir og hughraustir, allir þér er vonið á DROTTIN.

[1]. Hómilíubók, bls. 94.

  10:04:35, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 560 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Og Guð þarfnast líka okkar!

Enn sagði hann: „Maður nokkur átti tvo sonu. Sá yngri þeirra sagði við föður sinn: ,Faðir, lát mig fá þann hluta eignanna, sem mér ber.' Og hann skipti með þeim eigum sínum. Fáum dögum síðar tók yngri sonurinn allt fé sitt og fór burt í fjarlægt land. Þar sóaði hann eigum sínum í óhófsömum lifnaði. En er hann hafði öllu eytt, varð mikið hungur í því landi, og hann tók að líða skort. Fór hann þá og settist upp hjá manni einum í því landi. Sá sendi hann út á lendur sínar að gæta svína. Þá langaði hann að seðja sig á drafinu, er svínin átu, en enginn gaf honum. En nú kom hann til sjálfs sín og sagði: ,Hve margir eru daglaunamenn föður míns og hafa gnægð matar, en ég ferst hér úr hungri! Nú tek ég mig upp, fer til föður míns og segi við hann: Faðir, ég hef syndgað móti himninum og gegn þér. Ég er ekki framar verður að heita sonur þinn. Lát mig vera sem einn af daglaunamönnum þínum.' Og hann tók sig upp og fór til föður síns. En er hann var enn langt í burtu, sá faðir hans hann og kenndi í brjósti um hann, hljóp og féll um háls honum og kyssti hann. En sonurinn sagði við hann: ,Faðir, ég hef syndgað móti himninum og gegn þér. Ég er ekki framar verður að heita sonur þinn.' Þá sagði faðir hans við þjóna sína: ,Komið fljótt með hina bestu skikkju og færið hann í, dragið hring á hönd hans og skó á fætur honum. Sækið og alikálfinn og slátrið, vér skulum eta og gjöra oss glaðan dag. Því að þessi sonur minn var dauður og er lifnaður aftur. Hann var týndur og er fundinn.' Tóku menn nú að gjöra sér glaðan dag. En eldri sonur hans var á akri. Þegar hann kom og nálgaðist húsið, heyrði hann hljóðfæraslátt og dans. Hann kallaði á einn piltanna og spurði, hvað um væri að vera. Hann svaraði: ,Bróðir þinn er kominn, og faðir þinn hefur slátrað alikálfinum, af því að hann heimti hann heilan heim.' Þá reiddist hann og vildi ekki fara inn. En faðir hans fór út og bað hann koma. En hann svaraði föður sínum: ,Nú er ég búinn að þjóna þér öll þessi ár og hef aldrei breytt út af boðum þínum, og mér hefur þú aldrei gefið kiðling, að ég gæti glatt mig með vinum mínum. En þegar hann kemur, þessi sonur þinn, sem hefur sóað eigum þínum með skækjum, þá slátrar þú alikálfinum fyrir hann.' Hann sagði þá við hann: ,Barnið mitt, þú ert alltaf hjá mér, og allt mitt er þitt. En nú varð að halda hátíð og fagna, því hann bróðir þinn, sem var dauður, er lifnaður aftur, hann var týndur og er fundinn'" (Lk 15. 11-32).

12.04.06

  15:25:13, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 629 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

En annar ávítaði hann þegar

Guðspjall Jesú Krists þann 13. apríl er úr Jóhannesarguðspjalli 13. 1-15

Hátíð páskanna var að ganga í garð. Jesús vissi, að stund hans var kominn og að hann færi burt úr þessum heimi til Föðurins. Hann hafði elskað sína, þá sem í heiminum voru. Hann elskaði þá, uns yfir lauk. Kvöldmáltíð stóð yfir. Djöfullinn hafði þegar blásið því í brjóst Júdasi Símonarsyni Ískaríots að svíkja Jesú. Jesús vissi, að Faðirinn hafði lagt allt í hendur honum, að hann var frá Guði kominn og var að fara til Guðs. Hann stóð upp frá máltíðinni, lagði af sér yfirhöfnina, tók líndúk og batt um sig. Síðan hellti hann vatni í mundlaug og tók að þvo fætur lærisveinanna og þerra með líndúknum, sem hann hafði um sig. Hann kemur þá að Símoni Pétri, sem segir við hann: „Herra, ætlar þú að þvo mér um fæturna?“ Jesús svaraði: „Nú skilur þú ekki, hvað ég er að gjöra, en seinna muntu skilja það.“ Pétur segir við hann: „Aldrei að eilífu skaltu þvo fætur mína.“ Jesús svaraði: „Ef ég þvæ þér ekki, áttu enga samleið með mér.“ Símon Pétur segir við hann: „Herra, ekki aðeins fætur mína, líka hendurnar og höfuðið.“ Jesús segir við hann: „Sá sem laugast hefur, þarf ekki að þvost nema um fætur. Hann er allur hreinn. Og þér eruð hreinir, þó ekki allir.“ Hann vissi, hver mundi svíkja hann, og því sagði hann: „Þér eruð ekki allir hreinir.“ Þegar hann hafði þvegið fætur þeirra, tekið yfirhöfn sína og setst aftur niður, sagði hann við þá: „Skiljið þér, hvað ég hef gjört við yður? Þér kallið mig meistara og herra, og þér mælið rétt, því það er ég. Fyrst ég, sem er herra og meistari, hef nú þvegið yður um fæturna, þá ber yður einnig að þvo hver annars fætur. Ég hef gefið yður eftirdæmi, að þér breytið eins og ég breytti við yður.

Hugleiðing
Þegar Ágústínus kirkjufaðir hugleiddi þennan ritningartexta komst hann svo að orði: „Að svo miklu leyti sem píslarvottarnir úthella blóði sínu fyrir bræður sína, þá framreiða þeir „sömu máltíðina“ eins og þá sem þeir meðtóku við borð Drottins.“ Leggjum eyru við boðskap feðra íslensku kirkjunnar: „Kristur lét sér sóma að deyja meðal vondra manna og þeim dauðu, sem títt var að bana vændismönnum [illmennum], að hann sýndi sig til þess hafa komið í heim að samtengja góða menn og illa þeirri samtenging, er illir menn mætti batna af samvistum góðra og hverfa frá illsku, en þeim yrði að áfellisdómi, er eigi vildi batna. Þau dæmi sýna þjófar þeir, er krossfestir vóru með Kristi, því að annar þeirra hæddi að Drottni, en annar ávítaði hann þegar og mælti: „Eigi hræðist þú Guð, og erum vér nú allir í einni fordæmingu, og höfum við það, er við erum verðir, en sjá gerði ekki illt.“ Síðan mælti hann við Jesúm: „Minnst þú mín, Drottinn, þá er þú kemur í ríki þitt.“ Síð kom illvirki sá til trúu, en mikil var trúa hans, því að hann játti þeim, er postularnir flæðu [flýðu] og þorðu eigi berlega að játa honum. [1]

[1]. Hómilíubók, bls. 97.

  06:46:46, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 303 orð  
Flokkur: Fóstureyðingar og vernd

Breskum stúlkum allt niður í tólf ára aldur afhent neyðargetnaðarvarnapillan

LONDON, 10. apríl 2006 (LifeSiteNews.com) – Daily Mail greinir frá því að stúlkum allt niður í tólf ára aldur verði afhent neyðargetnaðarvarnarpillan í lyfjaverslunum um allt land án vitundar foreldranna. Neyðargetnaðarvarnarpillan (sem á ensku er nefnd MAP: the Morning After Pill) kom fyrst á markað árið 2002 til notkunar fyrir fullorðna.

Notkun neyðargetnaðarvarnapillunar hefur verið keppikefli fjölmargra alþjóðlegra samtaka um fólksfjöldafækkun á s. l. fimm árum og sú viðleitni að hafa þetta lyf aðgengilegt fyrir stúlkur hefur borið árangur í flestum vestrænum löndum. Í Bretlandi hefur gætt lítillar andstöðu og jafnvel hafa leiðtogar kaþólsku kirkjunnar verið þögulir um málið.
 
Snemma í marsmánuði tilkynnti Cybercast News Service að breska ríkisstjórnin hyggðist lækka verð neyðargetnaðarvarnarpillunnar umtalsvert. Gordon Brown fjármálaráðherra hyggst lækka söluskattinn á pillunni.
 
Vinsældir neyðargetnaðarvarnarpillunnar eru samofnar sívaxandi þungun ókvæntra táningsstúlkna. Sívaxandi og umfangsmikil barátta fyrir „kynfræðslu“ og almennri útbreiðslu getnaðarvarna hefur orðið þess valdandi, að fjöldi þungana táningsstúlkna er hæstur í Bretlandi í samanburði við önnur lönd í Vesturevrópu.
 
Norman Wells, framkvæmdastjóri Family Education Trust –sem er óháð rannsóknarstofnun – svaraði fyrirhugaðri stefnu stjórnvalda um að lækka verðið á neyðargetnaðarvarnarpillunni svo, að viðleitni stjórnvalda bæri meiri árangur ef þau legðu áherslu á að táningsstúlkur forðuðust kynmök.
 
„Rætur vandans,“ sagði Wells, „felast ekki í verði getnaðarvarna, heldur í þeirri staðreynd að við höfum aðskilið kynmök frá sínum rétta vettvangi, það er að segja ævilöngu trúnaðarsambandi karls og konu í hjónabandi.“

11.04.06

  12:28:21, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 632 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

„Sannlega segi ég yður: Einn af yður mun svíkja mig.“

Guðspjall Jesú Krists þann 12. apríl er úr Matteusarguðspjalli 26. 14-25

Þá fór einn þeirra tólf, Júdas Ískaríot að nafni, til æðstu prestanna og sagði: „Hvað viljið þér gefa mér fyrir að framselja yður Jesú?“ En þeir greiddu honum þrjátíu silfurpeninga. Upp frá þessu leitaði hann færis að framselja hann. Á fyrsta degi ósýrðu brauðanna komu lærisveinarnir til Jesú og sögðu: „Hvar vilt þú, að vér búum þér páskamáltíðina?“ Hann mælti: „Farið til ákveðins manns í borginni, og segið við hann: ,Meistarinn segir: Minn tími er í nánd, hjá þér vil ég halda páska með lærisveinum mínum.“ Lærisveinarnir gjörðu sem Jesús bauð þeim og bjuggu til páskamáltíðar. Um kvöldið sat hann til borðs með þeim tólf. Og er þeir mötuðust, sagði hann: „Sannlega segi ég yður: Einn af yður mun svíkja mig.“ Þeir urðu mjög hryggir og sögðu við hann, einn af öðrum: „Ekki er það ég, herra?“ Hann svaraði þeim: „Sá sem dýfði hendi í fatið með mér, mun svíkja mig. Mannssonurinn fer að sönnu héðan, svo sem um hann er ritað, en vei þeim manni, sem því veldur, að Mannssonurinn verður framseldur. Betra væri þeim manni að hafa aldrei fæðst.“ En Júdas, sem sveik hann, sagði: „Rabbí, ekki er það ég?“ Jesús svaraði: „Þú sagðir það.“

Hugleiðing
Í rúmlega þrjú ár hafði Júdas Drottin fyrir sjónum, hann horfðist í augu við hann, snart klæði hans, hlýddi á rödd hans og gekk við hlið hans í brennheitri sólinni eftir fáförnum stígum jafnt og í ys markaðstorganna. Allt varð þetta til lítils því að hjarta hans var steinhjarta. Það var sem harður tinnusteinn og fégræðgin varð honum að falli. Hann gat ekki afklæðst líkama syndarinnar né deytt hann. Júdas trúði á mátt Jesú, hann var ekki í hópi þeirra sem snéru baki við honum þegar hann boðaði mátt holds síns og blóðs (Jh 6. 56), heldur trúði á hann líkt og djöflarnir: Án elsku (Jk 2. 19).
Harmleikur Júdasar fólst í því að neita að samþykkja Jesú eins og hann var í raun og veru. Er þetta ekki harmleikur fjölmargra nafnkristinna manna enn í dag? Nú leitast jafnvel guðfræðingar undansláttarguðfræðinnar að breyta honum til samræmis við eigin hugsmíðar. En það er ekki Guð sem þarf að breyta, heldur erum það við sjálf sem verðum að gefa honum tækifæri til að breyta okkur. Við verðum að rannsaka okkur sjálf og eigin gjörðir í ljósi sannleika Guðs og biðja hann um að ummynda okkur í krafti náðar sinnar og styrkja okkur í trú, von og kærleika svo að við bregðumst honum ekki eða afneitum honum þegar við stöndum frammi fyrir freistingunum. Fjölmargir nútímamenn bregðast hins vegar þannig við, að þeir róa að því öllum árum að láta freistingarnar líta út sem gæsku í afneitun sinni á Guði.

Hl. Tómas frá Kempis bað svo: „Guð, Faðir okkar. Við erum vanmegna og hyggjum lítt að því að inna dyggðug verk af höndum af eldmóð. Við biðjum þig að styrkja vanmátt okkar svo að við verðum hugrökk í þessari andlegu styrjöld. Veit okkur vernd gagnvart eigin vanrækslu og hugleysi og svikseminni í okkar eigin ótrúföstu hjörtum í nafni Jesú Krists.“

10.04.06

  14:59:50, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 810 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

„Einn af yður mun svíkja mig.“

Guðspjall Jesú Krists þann 11. apríl er úr Jóhannesarguðspjalli

Þegar Jesús hafði sagt þetta, varð honum mjög þungt um hjarta og hann sagði beinum orðum: „Sannlega, sannlega segi ég yður: Einn af yður mun svíkja mig.“ Lærisveinarnir litu hver á annan og skildu ekki, við hvern hann ætti. Sá lærisveinn Jesú, sem hann elskaði, sat næstur honum. Símon Pétur benti honum og bað hann spyrja, hver sá væri, sem Jesús talaði um. Hann laut þá að Jesú og spurði: „Herra, hver er það?“ Jesús svaraði: „Það er sá sem ég fæ bita þann, er ég dýfi nú í.“ Þá dýfði hann í bitanum, tók hann og fékk Júdasi Símonarsyni Ískaríots. Og eftir þann bita fór Satan inn í hann. Jesús segir við hann: „Það sem þú gjörir, það gjör þú skjótt!“ En enginn þeirra, sem sátu til borðs, vissi til hvers hann sagði þetta við hann. En af því að Júdas hafði pyngjuna, héldu sumir þeirra, að Jesús hefði sagt við hann: „Kauptu það, sem vér þurfum til hátíðarinnar,“ - eða að hann skyldi gefa eitthvað fátækum. Þá er hann hafði tekið við bitanum, gekk hann jafnskjótt út. Þá var nótt.
Þegar hann var farinn út, sagði Jesús: „Nú er Mannssonurinn dýrlegur orðinn, og Guð er orðinn dýrlegur í honum. Fyrst Guð er orðinn dýrlegur í honum, mun Guð og gjöra hann dýrlegan í sér, og skjótt mun hann gjöra hann dýrlegan. Börnin mín, stutta stund verð ég enn með yður. Þér munuð leita mín, og eins og ég sagði Gyðingum, segi ég yður nú: Þangað sem ég fer, getið þér ekki komist. Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hver annan. Eins og ég hef elskað yður, skuluð þér einnig elska hver annan. Á því munu allir þekkja, að þér eruð mínir lærisveinar, ef þér berið elsku hver til annars.“
Símon Pétur segir við hann: „Herra, hvert ferðu?“ Jesús svaraði: „Þú getur ekki fylgt mér nú þangað sem ég fer, en síðar muntu fylgja mér.“Pétur segir við hann: „Herra, hví get ég ekki fylgt þér nú? Ég vil leggja líf mitt í sölurnar fyrir þig.“ Jesús svaraði: „Viltu leggja líf þitt í sölurnar fyrir mig? Sannlega, sannlega segi ég þér: Ekki mun hani gala fyrr en þú hefur afneitað mér þrisvar.‘

Hugleiðing

Í gærkveldi glumdi enn eitt „hanagalið“ á öldum ljósvakans þegar National Geograpy Channel kynnti Júdasarguðspjallið sem kom út á vegum þess þann 6. apríl s, l. Satt best að segja hafði þessi tveggja tíma dagskrá ekkert nýtt fram að færa. Augljóst er um hér um eitt þessara handriti gnóstíkera að ræða sem af og til eru að finnast á fornum öskuhaugum eða í hellum í Egyptalandi. Allt frá upphafi fordæmdu kirkjufeðurnir gnóstíkismans sem samsuðu úr fornum kenningum launhelga heiðindómsins. Eins og Bandaríkjamönnum hættir svo mikið til, lýstu sumir fræðimennirnir því yfir, að hér væri undur og stórmerki á ferðinni sem vörpuðu alveg nýju ljósi á kristindóminn. Meginniðurstaða þessar manna var þessi: Jóhannes er illmennið, en Júdas góðmennið! Í gamla daga hefðum við strákarnir kallað þetta að „gera í buxurnar!

Jóhannes segir okkur að Satan hafi farið inn í Júdas þegar hann snéri baki við Jesú til að ganga veg illskunnar. Satan getur umsnúið elsku í hatur í mennsku andvaraleysi. Hann getur umsnúið heilagleika í stærilæti, góðmennsku í mannvonsku, ástúð í andúð. Hversu oftlega sjáum við ekki dæmi um slíkt í næsta umhverfi okkar? Við verðum að halda vöku okkar gagnvart Satan svo að hann leiði okkur ekki einhvern annan veg en Guð hefur fyrirhugað okkur. Heilagur Andi mun gefa okkur náð og styrk á stund reynslunnar. Ef við horfum til Jesú munum við ganga í ljósi og sannleika elsku hans.

Tómas frá Akvínó bað: „Ó Drottinn, gefðu mér stöðugt hjarta sem engin óviðurkvæmileg hugsun getur nálgast. Gefðu mér hjarta sigurvissunnar sem engar freistingar geta lagt að velli. Gefðu mér réttlátt hjarta sem engin megnar að leiða afsíðis. Ó Drottinn, gefðu mér einnig skilning til að þekkja þig, trúfestu til að leita þín, speki til að finna þig og trú til að faðma þig að lokum, Jesús Kristur, Drottinn okkar.“

09.04.06

  23:34:47, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 915 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Goðsagnir hómosexualismans

Krafan um „giftingu“ samkynhneigðra hefur komið til sögunnar vegna þess að þeir styðjast við ákveðna hertækni. Þegar þeir Marshall Kirk og Hunter Madsen gáfu út bók sína „After the Ball: How America Will Conquer Its Fear and Hatred of Gays (Eftir dansleikinn: Hvernig Bandaríkin munu sigrast á ótta sínum og hatri á samkynhneigð) [1], settu þeir fram nákvæma aðferð um það hvernig hreyfing samkynhneigðra ættu að ná takmarki sínu. Í grein sem Kirk nefndi „The Overhauling of Straight America“ (Að koma Ameríku kynvillunnar á skrið) [2] skilgreindi hann hertækni sína svo:

„Við getum grafið undan siðrænum áhrifum kirkna með því að draga upp mynd af þeim sem forneskjulegu hugarfari sem er ekki í neinu samræmi við nútímann eða við nýjustu niðurstöður sálarfræðinnar. Við getum beint áhrifum vísindanna og almenningsálitsins gegn rótgrónum kirkjum. Slíkt vanheilagt bandalag hefur gefist vel gegn kirkjunum áður, eins og hvað áhrærir mál eins og hjónaskilnaði og fóstureyðingar . . . Við eigum ekki að berjast fyrir því að iðkun kynvillu hljóti viðurkenningu, heldur einbeita okkur að þjóðfélagslegu misrétti.“

Read more »

  15:58:48, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 588 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Fátæka hafið þér ætíð hjá yður

Guðspjall Jesú Krists þann 10. apríl er úr Jóhannesarguðspjalli 12. 1-11

Sex dögum fyrir páska kom Jesús til Betaníu, þar sem Lasarus var, sá er hann vakti frá dauðum. Þar var honum búinn kvöldverður, og Marta gekk um beina, en Lasarus var einn þeirra, sem að borði sátu með honum. Þá tók María pund af ómenguðum, dýrum nardussmyrslum og smurði fætur Jesú og þerraði með hári sínu fætur hans. En húsið fylltist ilmi smyrslanna. Segir þá Júdas Ískaríot, einn lærisveina hans, sá er mundi svíkja hann: „Hví voru þessi smyrsl ekki seld fyrir þrjú hundruð denara og gefin fátækum?“ Ekki sagði hann þetta af því, að hann léti sér annt um fátæka, heldur af því, að hann var þjófur. Hann hafði pyngjuna og tók það, sem í hana var látið. Þá sagði Jesús: „Lát hana í friði. Hún hefur geymt þetta til greftrunardags míns. Fátæka hafið þér ætíð hjá yður, en mig hafið þér ekki ávallt.“ Nú komst allur fjöldi Gyðinga að því, að Jesús væri þarna, og þeir komu þangað, ekki aðeins hans vegna, heldur og til að sjá Lasarus, sem hann hafði vakið frá dauðum. Þá réðu æðstu prestarnir af að taka einnig Lasarus af lífi, því vegna hans sneru margir Gyðingar baki við þeim og fóru að trúa á Jesú. Sá mikli mannfjöldi, sem kominn var til hátíðarinnar, frétti degi síðar, að Jesús væri að koma til Jerúsalem.

Hugleiðing

Hvers vegna hafði Júdas svona mikið á móti því að María tjáði ástúð sína með þessum hætti? Það var sökum þess að græðgin stjórnaði gjörðum hans. Í reynd var hann þjófur og þjófseðlið stóð honum fyrir þrifum í lífi náðarinnar. Ef hann hefði komist yfir þessa þrjú hundruð denara hefði hann stungið þeim í eigin pyngju. Þetta sjáum við gerast sífellt að nýju enn á okkar dögum. Þróunarstofnum Sameinuðu þjóðanna hefur áætlað að jörðin gæti brauðfætt 35-50 milljarða manna án þess að nokkur liði skort, ef auðæfum hennar væri skipt réttlátlega: „Fátæka hafið þér ætíð hjá yður.“

Allir vega og meta lífsins gæði til samræmis við það sem hulið er í djúpi hjartans. Eins og allir arðræningjar var Júdas Ískaríot afar beiskur maður og blindaður af ágirnd sinni gat hann ekki borið skyn á það sem var Guði dýrmætt. Jesús hafði gert Júdas að gjaldkera samfélagsins, ef til vill sökum þess að hann bjó yfir fjármálareynslu. En það kom honum lítt að gagni vegna þess að hann lét græðgina heltaka hjarta sitt. Þetta er ný og gömul saga. Við ættum öll að huga að því hvað skotið hefur rótum í okkar eigin hjörtum svo að við krossfestum ekki Jesú að nýju daglega með því að ásækjast annarra manna brauð. Þá myndi jörðin breytast í aldingarð eins og Guð fyrirhugaði henni að vera, en syndin stendur í vegi fyrir því að þessi draumur Guðs rætist.

  08:56:36, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 458 orð  
Flokkur: Fóstureyðingar og vernd

8 læknasamtök viðurkenna samband á milli fóstureyðinga og brjóstakrabbameins

(LifeSite.net – 4. apríl. Cristina Santos, MD, forseti the Philippine Foundation for Breast Care, Inc. (PFBCI), viðurkenndi í bréfi til the Coalition on Abortion/Breast Cancer. [1] að um samband sé að ræða milli fóstureyðinga og brjóstakrabbameins.

Denise Mountenay, stofnandi og forseti Canada Silent No More, var gestur PFBCI á ráðstefnu samtakanna og aðstoðaði Mountenay við söfnun rannsóknarniðustaða [2,3,4]. 

Sú breyting sem verður á brjóstum kvenna hafði djúp áhrif á Santos  

Á fyrstu sex mánuðum meðgöngunnar verður mikil aukning á hormóninum estragón, en hann hefur hvetjandi áhrif á fjölgun hvata af stofni 1 og 2 sem eru viðkvæmir gegn krabbameinsmyndun. Á 32. viku meðgöngunnar á sér stað svokallaður „aðskilnaðarskeið“ sem veitir konum vernd gegn estragón. Það kemur í veg fyrir að frumur í hvötum 1 og 2 fjölgi sér og umbreytir þeim í hvata af flokki 3 og 4 sem veita vernd gegn krabbameini. Hvað varðar frekari upplýsingar, sjá:

http://www.abortionbreastcancer.com/Lanfranchi060201.pdf

Þessar skyggnur sýna sláandi mun á vexti hvatanna:

http://www.abortionbreastcancer.com/dear_doctor/graphics/index.htm

Read more »

  07:53:04, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 451 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Fáið Guð til að brosa á himnum – eftir Jerry M. Orbos, SVD, regluprest á Filippseyjunum

Snemma í morgunn barst mér í hendur hugleiðing eftir einn vina minna á Filippseyjunum. Okkur er öllum hollt að íhuga hana í upphafi kyrruvikunnar. Hér kemur úrdráttur úr henni:

Ertuð þið tilbúin að sjá af „asna“ ykkar vegna þess að Drottinn þarfnast hans? Ritningarlestur dagsins minnir okkur á að við eigum öll okkar asna sem Drottinn þarfnast. Tími okkar, hæfileikar og það sem er okkur dýrmætt eru asnar sem Drottinn biður okkur um að sleppa hendinni af sökum sín. En iðulega leggjum við ekki við hlustir sökum eigingirni okkar og græðgi eða einfaldlega neitum beiðni hans. Öll eigum við okkar eiginn „asna“ . . . eitthvað eða einhvern sem gæti borið Jesú á bakinu eins og asninn á þessum fyrsta Pálmasunnudag. Í þessari kyrruviku skuluð þið spyrja sjálf ykkur að því, hversu asnarnir eru margir í ykkar eigin lífi sem Drottinn gæti notað. Ef þið sleppið ekki hendinni af þeim, gætu þeir orðið ykkur til byrði.
 
• • •
 
Fólk sem getur ekki sleppt hendinni af ösnum sínum endar sem apar. Þetta er fólk sem ver öllu lífi sínu til að dýrka bíla sína, hús, óviðurkvæmileg kynferðissambönd eða hvað sem það svo er. Rétt eins og aparnir vill það ekki sjá af neinu af því sem það hefur fest hendur á. Vakið og biðjið, einkum í þessari kyrruviku, svo að þið ummyndist ekki sjálf í apa vegna þess að þið getið ekki séð af ösnum ykkar.
 
• • •

Það er ekki neinn skortur á ösnum á Filippseyjunum! Já, hversu fagurmæltir eru þeir ekki, jafnvel með fullan munninn. Og þeir halda áfram að hrifsa til sín og sanka að sér, þó að hendur þeirra séu fullar. Ég vildi óska þess að apaernirnir á Filippseyjunum væru fleiri svo að þeir gætu etið og upprætt apana í háu embættunum svo að þjóð okkar gæti í raun og veru öðlast frelsi. Vitið þið hvað það er sem gerir þetta ástand enn verra? Þessir apar sem ráða og ríkja vilja breyta okkur sjálfum í apa!

• • •
 
Gerið eitthvað sérstakt í þessari kyrruviku til að auðsýna Guði þakklætisvott fyrir elsku hans og miskunn. Farið og skriftið, verjið tímanum í þögla bæn, heimsækið þá sjúku, gefið ölmusu, sleppið hendinni af ösnum ykkar, hafnið öllu. Gerið þetta vegna þess að það er þetta sem Drottinn biður ykkur um að gera. Þegar til alls kemur er það ykkar eigin elska og fórnarlund sem færir ykkur frelsið í hendur. Verið góð við hvert annað . . . fórnið og elskið. Fáið Guð til að brosa á himnum.

08.04.06

  12:45:58, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 275 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Guðspjall Júdasar

Þann 6. apríl s. l. gaf National Geographic Society út hið koptíska handrit í enskri þýðingu. [1] Handritið fannst árið 1970 nærri El Minaya í Egyptalandi og hefur verið varðveitt í öryggisgeymslu á Long Island í New York í 16 ár þar til eigandi þess, fornleifasalinn Frieda Nussberger-Tchacos, keypti það í apríl árið 2000. Eftir tvær misheppnaðar tilraunir til að selja það og þar sem hann hafði áhyggjur af ástandi handritsins, var það sent til Basel í Sviss í febrúar 2001 til viðgerðar hjá Maecenas stofnuninni. Síðar mun handritið verða afhent egypskum stjórnvöldum til varðveislu í Koptíska safninu í Kairó.

Stephen Emmel sem er prófessor í koptískum fræðum við háskólann í Münster, hefur rannsakað handritið . . .„Það minnir mig mjög mikið á Nag Hammadí handritin. Það er ekki í samhljóðan við þau og skriftin er einfaldari, en þar sem við tímasetjum Nag Hammadí handritin til síðari hluta fjórðu aldar eða fyrsta hluta þeirrar fimmtu, eru fyrstu niðurstöður mínar þær, að Guðspjall Júdasar hafi verið skrifað um 400.“

McCrone Associates sem sérhæfir sig í blekrannsóknum framkvæmdi smjásjármyndatöku á sýnishornum úr handritinu. Með þessu var unnt að sjá efnasamsetningu hins forna bleks sem bendir til þess að þetta sé blek frá þriðju eða fjórðu öld.

National Geography Channel mun sýna mynd um handritið á Skírdag (13), Föstudaginn langa (14) og laugardagskvöldið 15. apríl, sjá sjónvarpsdagskrá.

ALLUR TEXTINN Á ENSKU

[1]. Edited by Rodolphe Kasser, Marvin Meyer, and Gregor Wurst with Additional Commentary by Bart D. Ehrman. Washington, D.C.: National Geographic Society, 2006. (ISBN 1-4262-0042-0, U.S.$22)

  10:36:10, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 585 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Horfið til hans!

Guðspjall Jesú Krists á Pálmasunnudag er úr Markúsarguðspjalli 11. 1-10

Þegar þeir nálgast Jerúsalem og koma til Betfage og Betaníu við Olíufjallið, sendir hann tvo lærisveina sína og segir við þá: „Farið í þorpið hér framundan ykkur. Um leið og þið komið þangað, munuð þið finna fola bundinn, sem enginn hefur enn komið á bak. Leysið hann, og komið með hann. Ef einhver spyr ykkur: ,Hvers vegna gjörið þið þetta?' Þá svarið: ,Herrann þarf hans við, hann sendir hann jafnskjótt aftur hingað.'" Þeir fóru og fundu folann bundinn við dyr úti á strætinu og leystu hann. Nokkrir sem stóðu þar, sögðu við þá: "Hvers vegna eruð þið að leysa folann?" Þeir svöruðu eins og Jesús hafði sagt, og þeir létu þá fara. Síðan færðu þeir Jesú folann og lögðu á hann klæði sín, en hann settist á bak. Og margir breiddu klæði sín á veginn, en aðrir lim, sem þeir höfðu skorið á völlunum. Þeir sem á undan fóru og eftir fylgdu, hrópuðu: „Hósanna! Blessaður sé sá sem kemur, í nafni Drottins! Blessað sé hið komandi ríki föður vors Davíðs! Hósanna í hæstum hæðum!“

Hugleiðing
Á s. l. ári tók ég þátt í kyrrðardegi á vegum Teresusystranna. Þar hélt Guðrún Ásmundsdóttir leikkona athyglisverða hugleiðingu um þetta atvik í lífi Jesú og deildi með okkur innsýn sinni sem hestakona, þegar Jesús reið niður snarbratta hlíð Olíufjallsins á asnafolanum. „Þið getið ekki ímyndað ykkur hversu erfitt þetta hefur verið,“ sagði hún, „þetta veit ég sem hestakona!“ Hl. Ritning dregur einnig upp mynd af öðrum asna, það er að segja ösnu Bíleams: „Og er asnan sá engil Drottins, lagðist hún undir Bíleam“ (4 M 22.27). Þetta gerist ef við ætlum að ríða í öfuga átt, það er að segja upp fjallið í stærilæti okkar. Vegur Krists er vegur auðmýktarinnar. Þegar Ágústínus kirkjufaðir hugleiddi þetta atvik, komst hann svo að orði:

„Kristur er lærifaðir auðmýktarinnar sem lítillæti sjálfan sig og varð hlýðinn allt til dauða, já, dauða á krossi. Hann glatar ekki Guðdómstign sinni þegar hann uppfræðir okkur um auðmýktina. Hversu mikið lagði ekki konungur aldanna í sölurnar til að verða að konungi auðmýktarinnar. Kristur var ekki konungur Ísraels til að geta innheimt skatta eða til að vígbúa her til að sigrast á sýnilegum fjandmönnum. Hann var konungur Ísraels sem ríkir yfir mannshuganum vegna þess að hann kennir okkur leiðina til eilífs lífs og leiðir þá sem trúa, vona og elska inn í konungsríki himnanna. Þetta felst í því að Sonur Guðs sem situr við hlið Föðurins, Orðið sem allir hlutir voru skapaðir fyrir, varð konungur Ísraels með því að fara niður hlíðina en ekki upp. Þetta eru ummerki guðrækni en ekki valds“ [1]

Þetta lærum við með því að horfa til hans, eða eins og hl. Teresa frá Avíla sagði: Mira lo gue mira (Horfðið til hans sem horfir á ykkur). Þetta sama boðar Guðsmóðirin okkur einnig sem Vegvísan (Hoidigitria) á íkonu sinni þar sem hún bendir á Jesúbarnið: HORFIÐ TIL HANS!

[1]. Íhugun um Jóhannesarguðspjall 51. 3-4.

1 ... 9 10 11 12 13 ...14 ... 16 ...18 ...19 20