Blaðsíður: 1 ... 9 10 11 12 ...13 ... 15 ...17 ...18 19 20

15.07.06

  06:34:26, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 510 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 15. júlí 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists laugard. 15. júlí er úr Mt 10. 24-33


Ekki er lærisveinn meistaranum fremri né þjónn herra sínum. Nægja má lærisveini að vera sem meistari hans og þjóni sem herra hans. Fyrst þeir kölluðu húsföðurinn Beelsebúl, hvað kalla þeir þá heimamenn hans? Óttist þá því eigi. Ekkert er hulið, sem eigi verður opinbert, né leynt, er eigi verður kunnugt. Það sem ég segi yður í myrkri, skuluð þér tala í birtu, og það sem þér heyrið hvíslað í eyra, skuluð þér kunngjöra á þökum uppi. Hræðist ekki þá, sem líkamann deyða, en fá ekki deytt sálina. Hræðist heldur þann, sem megnar að tortíma bæði sálu og líkama í helvíti. Eru ekki tveir spörvar seldir fyrir smápening? Og ekki fellur einn þeirra til jarðar án vitundar föður yðar. Á yður eru jafnvel höfuðhárin öll talin. Verið því óhræddir, þér eruð meira verðir en margir spörvar. Hvern þann sem kannast við mig fyrir mönnum, mun og ég við kannast fyrir Föður mínum á himnum. En þeim sem afneitar mér fyrir mönnum, mun og ég afneita fyrir Föður mínum á himnum.


Í dag minnist kirkjan: Hl. Bonaventúra (1221-1274), guðfræðings og kirkjufræðara. Hugleiðing dagsins: Hl. Ambrósíus (um 340-397), biskup í Mílan og kirkjufræðari. Hugvekja 20 um 118. sálminn: Að kannast við Krist fyrir mönnum

Read more »

14.07.06

  06:13:56, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 580 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 14. júlí 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists föstudaginn 14. júlí er úr Matteusarguðspjalli 10. 16-23

16 Sjá, ég sendi yður eins og sauði meðal úlfa. Verið því kænir sem höggormar og falslausir sem dúfur. 17 Varið yður á mönnunum. Þeir munu draga yður fyrir dómstóla og húðstrýkja yður í samkundum sínum. 18 Þér munuð leiddir fyrir landshöfðingja og konunga mín vegna þeim og heiðingjunum til vitnisburðar. 19 En þá er menn draga yður fyrir rétt, skuluð þér ekki hafa áhyggjur af því, hvernig eða hvað þér eigið að tala. Yður verður gefið á sömu stundu, hvað segja skal. 20 Þér eruð ekki þeir sem tala, heldur andi föður yðar, hann talar í yður. 21 Bróðir mun selja bróður í dauða og faðir barn sitt. Börn munu rísa gegn foreldrum og valda þeim dauða. 22 Og þér munuð hataðir af öllum vegna nafns míns. En sá sem staðfastur er allt til enda, mun hólpinn verða. 23 Þegar þeir ofsækja yður í einni borg, þá flýið í aðra. Sannlega segi ég yður: Þér munuð ekki hafa náð til allra borga Ísraels, áður en Mannssonurinn kemur.

Í dag minnist kirkjan: Blessaðrar Kateri Tekakwitha (1656-1680), fyrsta indíánans sem tekinn var í tölu blessaðra

Hugleiðing dagsins:
Heilagur Kýprían (um 200-258), biskup í Karþagó og píslarvottur
Blessun þolgæðisins 13, 16.

„Eins og sauðir meðal úlfa“

Read more »

13.07.06

  07:16:51, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 494 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 13. júlí 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists fimmtudaginn 13. júlí er úr Matteusarguðspjalli 10. 7-15

7 Farið og prédikið: ,Himnaríki er í nánd.' 8 Læknið sjúka, vekið upp dauða, hreinsið líkþráa, rekið út illa anda. Gefins hafið þér fengið, gefins skuluð þér láta í té. 9 Takið ekki gull, silfur né eir í belti, 10 eigi mal til ferðar eða tvo kyrtla og hvorki skó né staf. Verður er verkamaðurinn fæðis síns. 11 Hvar sem þér komið í borg eða þorp, spyrjist þá fyrir um, hver þar sé verðugur, og þar sé aðsetur yðar, uns þér leggið upp að nýju. 12 Þegar þér komið í hús, þá árnið því góðs, 13 og sé það verðugt, skal friður yðar koma yfir það, en sé það ekki verðugt, skal friður yðar aftur hverfa til yðar. 14 Og taki einhver ekki við yður né hlýði á orð yðar, farið þá úr því húsi eða þeirri borg og hristið dustið af fótum yðar. 15 Sannlega segi ég yður: Bærilegra mun landi Sódómu og Gómorru á dómsdegi en þeirri borg.

Í dag minnist kirkjan: Hl. Henry II (972-1024)

Hugleiðing dagsins: Hl. Gregor hinn mikli (um 540-604), páfi og kirkjufræðari
Hugvekja um guðspjöllin, 6

„Gefins hafið þér fengið, gefins skuluð þér láta í té.“

Read more »

12.07.06

  06:55:13, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 431 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 12. júlí 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists miðvikudaginn 12. júlí er úr Matteusarguðspjalli 10. 1-7

1 Og hann kallaði til sín lærisveina sína tólf og gaf þeim vald yfir óhreinum öndum, að þeir gætu rekið þá út og læknað hvers kyns sjúkdóm og veikindi. 2 Nöfn postulanna tólf eru þessi: Fyrstur Símon, sem kallast Pétur, og Andrés bróðir hans, þá Jakob Sebedeusson og Jóhannes bróðir hans, 3 Filippus og Bartólómeus, Tómas og Matteus tollheimtumaður, Jakob Alfeusson og Taddeus, 4 Símon vandlætari og Júdas Ískaríot, sá er sveik hann. 5 Þessa tólf sendi Jesús út og mælti svo fyrir: "Haldið ekki til heiðinna manna og farið ekki í samverska borg. 6 Farið heldur til týndra sauða af Ísraelsætt. 7 Farið og prédikið: ,Himnaríki er í nánd.'

Í dag minnist kirkjan: Heilagra John Jones (um 1530-1598) og John Wall (1620-1679), tveggja fransiskana sem liðu píslarvætti í Englandi.

Hugleiðing dagsins:

Jóhannes Páll páfi II
Bæn á 35. heimsdeginum til kallana, 3. maí 1998

„Þessa tólf sendi Jesús út“

Read more »

11.07.06

  07:57:31, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 454 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 11. júlí 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists þriðjudaginn 11. júlí er úr Matteusarguðspjalli 9. 32-38

32 Þegar þeir voru að fara, var komið til hans með mállausan mann, haldinn illum anda. 33 Og er illi andinn var út rekinn, tók málleysinginn að mæla. Mannfjöldinn undraðist og sagði: „Aldrei hefur þvílíkt sést í Ísrael.“ 34 En farísearnir sögðu: „Með fulltingi höfðingja illra anda rekur hann út illu andana.“ 35 Jesús fór nú um allar borgir og þorp og kenndi í samkundum þeirra. Hann flutti fagnaðarerindið um ríkið og læknaði hvers kyns sjúkdóm og veikindi. 36 En er hann sá mannfjöldann, kenndi hann í brjósti um þá, því þeir voru hrjáðir og umkomulausir eins og sauðir, er engan hirði hafa. 37 Þá sagði hann við lærisveina sína: „Uppskeran er mikil, en verkamenn fáir. 38 Biðjið því herra uppskerunnar að senda verkamenn til uppskeru sinnar.“

Í dag minnist kirkjan: Hl. Benedikts (480-543), frumherja klausturstefnunnar í Evrópu.  

Hugvekja dagsins:

Píus páfi XII, páfi frá 1939 til 1958
Úr predikun í Heilags Pálsbasilíkunni-utan-múrsins
þann 18. september 1947

Heilagur Benedikt, faðir Evrópu

Read more »

10.07.06

  05:40:48, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 789 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 10. júlí 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists mánudaginn 10. júlí er úr Matteusarguðspjalli 9. 18-26

18 Meðan hann var að segja þetta við þá, kom forstöðumaður einn, laut honum og sagði: „Dóttir mín var að skilja við, kom og legg hönd þína yfir hana, þá mun hún lifna.“ 19 Jesús stóð upp og fór með honum og lærisveinar hans. 20 Kona, sem hafði haft blóðlát í tólf ár, kom þá að baki honum og snart fald klæða hans. 21 Hún hugsaði með sér: „Ef ég fæ aðeins snert klæði hans, mun ég heil verða.“ 22 Jesús sneri sér við, og er hann sá hana, sagði hann: „Vertu hughraust, dóttir, trú þín hefur bjargað þér.“ Og konan varð heil frá þeirri stundu. 23 Þegar Jesús kom að húsi forstöðumannsins og sá pípuleikara og fólkið í uppnámi, 24 sagði hann: „Farið burt! Stúlkan er ekki dáin, hún sefur.“ En þeir hlógu að honum. 25 Þegar fólkið hafði verið látið fara, gekk hann inn og tók hönd hennar, og reis þá stúlkan upp. 26 Og þessi tíðindi bárust um allt það hérað.

Í dag minnist kirkjan: Hl. Veroniku Giuliani (1660-1721), Klörusystur.  

Hugleiðing dagsins: Hl. Romanos hinn tónelski (?- um 560), sálmaskáld.
Sálmur 23: Um konuna með blóðlátið.

„Ef ég fæ aðeins snert klæði hans!“

Read more »

09.07.06

  05:06:40, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 509 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 9. júlí 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists sunnudaginn 9. júlí er úr Markúsarguðspjalli 6. 1-6

1 Þaðan fór Jesús og kom í ættborg sína, og lærisveinar hans fylgdu honum. 2 Þegar hvíldardagur var kominn, tók hann að kenna í samkundunni, og þeir mörgu, sem á hlýddu, undruðust stórum. Þeir sögðu: „Hvaðan kemur honum þetta? Hver er sú speki, sem honum er gefin, og þau kraftaverk, sem gjörast fyrir hendur hans? 3 Er þetta ekki smiðurinn, sonur Maríu, bróðir þeirra Jakobs, Jóse, Júdasar og Símonar? Og eru ekki systur hans hér hjá oss?“ Og þeir hneyksluðust á honum. 4 Þá sagði Jesús: „Hvergi er spámaður minna metinn en í landi sínu, með frændum og heimamönnum.“ 5 Og hann gat ekki gjört þar neitt kraftaverk, nema hann lagði hendur yfir nokkra sjúka og læknaði þá. 6 Og hann undraðist vantrú þeirra.

Í dag minnist kirkjan: Hl. Augustien Zhao Rong (d. 1815), kínversks píslarvotts

Hugleiðing dagsins: Jóhannes Páll páfi II
Úr hirðisbréfinu Laborem excercens

„Er þetta ekki smiðurinn?“

Read more »

08.07.06

  06:00:50, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 513 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 8. júlí 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists laugardaginn 8. júlí er úr Matteusarguðspjalli 9. 14-17

14 Þá koma til hans lærisveinar Jóhannesar og segja: „Hví föstum vér og farísear, en þínir lærisveinar fasta ekki?“ 15 Jesús svaraði þeim: „Hvort geta brúðkaupsgestir verið hryggir, meðan brúðguminn er hjá þeim? En koma munu þeir dagar, er brúðguminn verður frá þeim tekinn. Þá munu þeir fasta. 16 Enginn lætur bót af óþæfðum dúk á gamalt fat, því þá rífur bótin út frá sér og verður af verri rifa. 17 Ekki láta menn heldur nýtt vín á gamla belgi, því þá springa belgirnir, og vínið fer niður, en belgirnir ónýtast. Menn láta nýtt vín á nýja belgi, og varðveitist þá hvort tveggja.“

Í dag minnist kirkjan: Blessaðs Gregors Grassi (d. 1900) og félaga,
píslarvotta í kínversku Boxarauppreisninni

Hugleiðing dagsins: Kaþólska trúfræðsluritið
772 til 773 og 796.

„Brúðguminn er hjá þeim“

Read more »

07.07.06

  07:02:25, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 535 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 7. júlí 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists föstudaginn 7. júlí er úr Matteusarguðspjalli 9. 9-13

9 Þá er hann gekk þaðan, sá hann mann sitja hjá tollbúðinni, Matteus að nafni, og hann segir við hann: „Fylg þú mér!„ Og hann stóð upp og fylgdi honum. 10 Nú bar svo við, er Jesús sat að borði í húsi hans, að margir tollheimtumenn og bersyndugir komu og settust þar með honum og lærisveinum hans. 11 Þegar farísear sáu það, sögðu þeir við lærisveina hans: „Hvers vegna etur meistari yðar með tollheimtumönnum og bersyndugum?“ 12 Jesús heyrði þetta og sagði: „Ekki þurfa heilbrigðir læknis við, heldur þeir sem sjúkir eru. 13 Farið og nemið, hvað þetta merkir: ,Miskunnsemi vil ég, ekki fórnir.' Ég er ekki kominn til að kalla réttláta, heldur syndara.“

Í dag minnist kirkjan: Bl. Ralphs Milners og Rogers Dickensons  

Hugleiðing dagsins:
Heilagur Ágústínus (354-430), biskup frá Hippo (Norðurafríku), kirkjufræðari.
Hugleiðing um Fyrsta bréf Jóhannesar 8. 10

„Miskunnsemi vil ég, ekki fórnir!“

Read more »

06.07.06

  06:45:53, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 549 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 6. júlí 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists fimmtudaginn 6. júlí er úr Matteusarguðspjalli 9. 1-8

1 Þá sté Jesús í bát og hélt yfir um og kom til borgar sinnar. 2 Þar færa menn honum lama mann, sem lá í rekkju. Þegar Jesús sá trú þeirra, sagði hann við lama manninn: "Vertu hughraustur, barnið mitt, syndir þínar eru fyrirgefnar." 3 Nokkrir fræðimenn sögðu þá með sjálfum sér: "Hann guðlastar!" 4 En Jesús þekkti hugsanir þeirra og sagði: "Hví hugsið þér illt í hjörtum yðar? 5 Hvort er auðveldara að segja: ,Syndir þínar eru fyrirgefnar' eða: ,Statt upp og gakk'? 6 En til þess að þér vitið, að Mannssonurinn hefur vald á jörðu að fyrirgefa syndir, þá segi ég þér" - og nú talar hann við lama manninn: "Statt upp, tak rekkju þína, og far heim til þín!" Og hann stóð upp og fór heim til sín. 8 En fólkið, sem horfði á þetta, varð ótta slegið og lofaði Guð, sem gefið hafði mönnum slíkt vald.

I dag minnist kirkjan: Hl. Mariu Goretti (1890-1902), píslarvotts

Hugleiðing dagsins: Hl. Jóhannes Chrysostomos (um 345-407), biskup í Antíokkíu og síðar Miklagarði, kirkjufræðari.
Hugleiðing um Matteusarguðspjall, 29, 2

„Vertu hughraustur, barnið mitt, syndir þínar eru fyrirgefnar.“

Read more »

05.07.06

  06:16:30, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 644 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 5. júlí 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists miðvikudaginn 5. júní er úr Matteusarguðspjalli 8. 28-34

28 Þegar hann kom yfir um, í byggð Gadarena, komu á móti honum frá gröfunum tveir menn haldnir illum öndum, svo skæðir, að enginn mátti þann veg fara. 29 Þeir æpa: „Hvað vilt þú okkur, sonur Guðs? Komstu hingað að kvelja okkur fyrir tímann?“ 30 En langt frá þeim var mikil svínahjörð á beit. 31 Illu andarnir báðu hann og sögðu: „Ef þú rekur okkur út, sendu okkur þá í svínahjörðina.“ 32 Hann sagði: „Farið!" Út fóru þeir og í svínin, og öll hjörðin ruddist fram af hamrinum í vatnið og týndist þar. 33 En hirðarnir flýðu, komu til borgarinnar og sögðu öll tíðindin, líka frá mönnunum, sem haldnir voru illum öndum. 34 Og allir borgarmenn fóru út til móts við Jesú, og þegar þeir sáu hann, báðu þeir hann að fara burt úr héruðum þeirra.

Í dag minnist kirkjan: Hl. Antony Zaccaria (1502-1539), reglustofnanda (Barnabíta).

Hugleiðing dagsins: Annað Vatíkanþingið
Reglugerð um kirkjuna í heimi nútímans (Gaudium et Spes), 9-10

Þeir báðu hann að fara burt úr héruðum þeirra

Read more »

04.07.06

  06:23:05, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 438 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 4. júlí 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists þriðjudaginn 4. júlí er úr Matteusarguðspjalli 8. 23-27

23 Nú fór hann í bátinn og lærisveinar hans fylgdu honum. 24 Þá gjörði svo mikið veður á vatninu, að bylgjurnar gengu yfir bátinn. En Jesús svaf. 25 Þeir fara til, vekja hann og segja: „Herra, bjarga þú, vér förumst.“ 26 Hann sagði við þá: „Hví eruð þér hræddir, þér trúlitlir?“ Síðan reis hann upp og hastaði á vindinn og vatnið, og varð stillilogn. 27 Mennirnir undruðust og sögðu: „Hvílíkur maður er þetta? Jafnvel vindar og vatn hlýða honum.“

Í dag minnist kirkjan: Hl. Elísabetar frá Portúgal

Hugleiðing dagsins: Hl. Ágústínus frá Hippo (Norðurafríku), biskup og kirkjufræðari,
Íhuganir, 37. kafli

„Herra, bjarga þú!“

Read more »

03.07.06

  05:19:49, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 623 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 3. júlí 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists mánudaginn 3. júlí er úr Jóhannesarguðspjalli 20. 24-29

24 En einn af þeim tólf, Tómas, nefndur tvíburi, var ekki með þeim, þegar Jesús kom. 25 Hinir lærisveinarnir sögðu honum: „Vér höfum séð Drottin.“ En hann svaraði: „Sjái ég ekki naglaförin í höndum hans og geti sett fingur minn í naglaförin og lagt hönd mína í síðu hans, mun ég alls ekki trúa.“ 26 Að viku liðinni voru lærisveinar hans aftur saman inni og Tómas með þeim. Dyrnar voru læstar. Þá kemur Jesús, stendur mitt á meðal þeirra og segir: „Friður sé með yður!“ 27 Síðan segir hann við Tómas: „Kom hingað með fingur þinn og sjá hendur mínar, og kom með hönd þína og legg í síðu mína, og vertu ekki vantrúaður, vertu trúaður.“ 28 Tómas svaraði: „Drottinn minn og Guð minn!“ 29 Jesús segir við hann: „Þú trúir, af því þú hefur séð mig. Sælir eru þeir, sem hafa ekki séð og trúa þó.“

Í dag minnist kirkjan: Hl. Tómasar postula

Hugleiðing dagsins: Basíl frá Selesíu (? - 468), biskup
Predikun um upprisuna, 1-4.

Trú þú og verð postuli minn

Read more »

02.07.06

  04:55:26, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 680 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 2. júlí 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists sunnudaginn 2. júlí er úr Markúsarguðspjalli 5. 21-24; 35-43

21 Þegar Jesús kom aftur yfir um á bátnum, safnaðist að honum mikill mannfjöldi, þar sem hann var við vatnið. 22 Þar kom og einn af samkundustjórunum, Jaírus að nafni, og er hann sá Jesú, féll hann til fóta honum, 23 bað hann ákaft og sagði: „Dóttir mín litla er að dauða komin. Kom og legg hendur yfir hana, að hún læknist og lifi.“ 24 Jesús fór með honum. Og mikill mannfjöldi fylgdi honum, og var þröng um hann. 35 Meðan hann var að segja þetta, koma menn heiman frá samkundustjóranum og segja: „Dóttir þín er látin, hví ómakar þú meistarann lengur?“ 36 Jesús heyrði, hvað þeir sögðu, en gaf ekki um, heldur sagði við samkundustjórann: „Óttast ekki, trú þú aðeins.“ 37 Og nú leyfði hann engum að fylgja sér nema Pétri og þeim bræðrum Jakobi og Jóhannesi. 38 Þeir koma að húsi samkundustjórans. Þar sér hann, að allt er í uppnámi, grátur mikill og kveinan. 39 Hann gengur inn og segir við þá: „Hví hafið þér svo hátt og grátið? Barnið er ekki dáið, það sefur.“ 40 En þeir hlógu að honum. Þá lét hann alla fara út og tók með sér föður barnsins og móður og þá sem með honum voru, og gekk þar inn, sem barnið var. 41 Og hann tók hönd barnsins og sagði: „Talíþa kúm!“ Það þýðir: „Stúlka litla, ég segi þér, rís upp!“ 42 Jafnskjótt reis stúlkan upp og fór að ganga um, en hún var tólf ára. Og menn urðu frá sér numdir af undrun. 43 En hann lagði ríkt á við þá að láta engan vita þetta og bauð að gefa henni að eta.

Í dag minnist kirkjan: Hl. Olivers Plunkett (1629-1681), írsks erkibiskups og píslarvotts
http://www.americancatholic.org/features/SaintofDay/

Hugleiðing dagsins: Joseph Ratzinger kardínáli [Benedikt páfi XVI]
Úr Der Gott Jesu Christi

„Stúlka litla, ég segi þér, rís upp!“

Read more »

01.07.06

  08:47:25, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 4248 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Kaþólska fréttasjáin: Vikan 25. júní til 30. júní 2006

Páfi: Þjóðfélagið stendur frammi fyrir „alræði óreiðunnar“ – Kaþólskan blómstrar sem aldrei fyrr í Bandaríkjunum – Og hvað um Ísland? – Tíðni fóstureyðinga í Víetnam veldur áhyggjum meðal lífsverndarsinna – Einhver auðugasti maður heims, William Buffet, gefur Bill Gatesstofnunni 31 milljarð Bandaríkjadala – Fjöldi indverskra kaþólikka fer vaxandi þrátt fyrir lög sem banna trúskipti – Heimildarmynd um líknarmorð vinnur kvikmyndaverðlaun Evrópskra útvarpsstöðva – Kardínáli óttast að kirkjan verði dregin fyrir alþjóðlegan dómstól fyrir að verja lífið og fjölskylduna – Amnesty International: „Réttur“ til fóstureyðinga og nú „réttur“ til að iðka kynlíf með aðila af sama kyni? – Indland: Lögreglan handtekur nokkrar Kærleikssystur móður Teresu fyrir að stunda trúboð – Breskir læknar hafna líknarmorðum – Forystumaður meðal slóvaskra biskupa: Baráttan gegn vestrænni frjálshyggju er „forgangsmál kirkjunnar“ – Lögleiðingu líknarmorða í Kaliforníu hafnað – Kaþólsku kirkjunni skilað kirkju sem Sovétstjórnin lagði hald sitt á – Ef ný kanadísk rannsókn eru marktæk er samkynhneigð óeðlileg – Sá létti í vikulokin.

Páfi: Þjóðfélagið stendur frammi fyrir „alræði óreiðunnar.“
Þann 23. júní s. l. tók Benedikt páfi á móti biskupum frá Lettlandi, Eistlandi og Litháen og hvatti þá til að standa vörð um lífið og fjölskylduna og sagði, að án raunverulegra gilda horfðist samfélagið í augu við „alræði óreiðunnar.“ Samhliða fjölskyldustefnunni mætti sjá aðrar áherslur líkt og sambönd fólks af sama kyni, áþján fóstureyðinganna og það neyðarástand sem fólksfækkunarstefnan hefur leitt af sér. Annað áhyggjuefni væri skortur á því að miðla börnum fræðslu um varanleg lífsgildi, samfélagslega afstöðu sem hyggi á tengslin á milli kynslóða og vaxandi tilfinningu ungs fólks gagnvart innri tómleika.

Read more »

  06:32:33, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 800 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 1. júlí 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists laugardaginn 1. júlí er úr Matteusarguðspjalli 8. 15-17

5 Þegar hann kom til Kapernaum, gekk til hans hundraðshöfðingi og bað hann: 6 „Herra, sveinn minn liggur heima lami, mjög þungt haldinn.“ Jesús sagði: „Ég kem og lækna hann.“ 8 Þá sagði hundraðshöfðinginn: „Herra, ég er ekki verður þess, að þú gangir inn undir þak mitt. Mæl þú aðeins eitt orð, og mun sveinn minn heill verða. 9 Því að sjálfur er ég maður, sem verð að lúta valdi og ræð yfir hermönnum, og ég segi við einn: ,Far þú,' og hann fer, og við annan: ,Kom þú,' og hann kemur, og við þjón minn: ,Gjör þetta,' og hann gjörir það.“ 10 Þegar Jesús heyrði þetta, undraðist hann og mælti við þá, sem fylgdu honum: „Sannlega segi ég yður, þvílíka trú hef ég ekki fundið hjá neinum í Ísrael. 11 En ég segi yður: Margir munu koma frá austri og vestri og sitja til borðs með Abraham, Ísak og Jakob í himnaríki, 12 en synir ríkisins munu út reknir í ystu myrkur. Þar verður grátur og gnístran tanna.“ 13 Þá sagði Jesús við hundraðshöfðingjann: „Far þú, verði þér sem þú trúir.“ Og sveinninn varð heill á þeirri stundu. 14 Jesús kom í hús Péturs og sá, að tengdamóðir hans lá með sótthita. 15 Hann snart hönd hennar, og sótthitinn fór úr henni. Hún reis á fætur og gekk honum fyrir beina. 16 Þegar kvöld var komið, færðu menn til hans marga, er haldnir voru illum öndum. Illu andana rak hann út með orði einu, og alla þá, er sjúkir voru, læknaði hann. 17 Það átti að rætast, sem sagt er fyrir munn Jesaja spámanns: „Hann tók á sig mein vor og bar sjúkdóma vora.“

Í dag minnist kirkjan: Blessaðs Junipero Sierra

Hugleiðing dagsins:

Orígen (um 185 – 253), prestur og guðfræðingur,
Hugvekja um 7. kafla 3. Mósebókar

„Margir munu koma frá austri og vestri og sitja til borðs með Abraham, Ísak og Jakob í himnaríki“

Read more »

30.06.06

  08:05:26, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 382 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 30. júní 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists föstudaginn 30. júní er úr Matteusarguðspjalli 8. 1-4

1 Nú gekk Jesús niður af fjallinu, og fylgdi honum mikill mannfjöldi. 2 Þá kom til hans líkþrár maður, laut honum og sagði: „Herra, ef þú vilt, getur þú hreinsað mig.“ 3 Jesús rétti út höndina, snart hann og mælti: „Ég vil, verð þú hreinn!“ Jafnskjótt varð hann hreinn af líkþránni. 4 Jesús sagði við hann: „Gæt þess að segja þetta engum, en far þú, sýn þig prestinum, og færðu þá fórn, sem Móse bauð, þeim til vitnisburðar.“

Í dag minnist kirkjan: Fyrstu píslarvottanna í Róm
 
Hugleiðing dagsins: Símon nýguðfræðingur (um 949-1022), býsanskur guðfræðingur
30. sálmurinn.

Read more »

29.06.06

  05:31:37, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 607 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 29. júní 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists fimmtudaginn 29. júní er úr Matteusarguðspjalli 16. 13-19

13 Þegar Jesús kom í byggðir Sesareu Filippí, spurði hann lærisveina sína: „Hvern segja menn Mannssoninn vera?“ 14 Þeir svöruðu: „Sumir Jóhannes skírara, aðrir Elía og enn aðrir Jeremía eða einn af spámönnunum.“ 15 Hann spyr: „En þér, hvern segið þér mig vera?“ 16 Símon Pétur svarar: „Þú ert Kristur, sonur hins lifanda Guðs.“ 17 Þá segir Jesús við hann: „Sæll ert þú, Símon Jónasson! Hold og blóð hefur ekki opinberað þér þetta, heldur faðir minn á himnum. 18 Og ég segi þér: Þú ert Pétur, kletturinn, og á þessum kletti mun ég byggja kirkju mína, og máttur heljar mun ekki á henni sigrast. 19 Ég mun fá þér lykla himnaríkis, og hvað sem þú bindur á jörðu, mun bundið á himnum, og hvað sem þú leysir á jörðu, mun leyst á himnum.“

Í dag minnist kirkjan: Hl. Páls og hl. Péturs

Hugleiðing dagsins: Hl. Leó hinn mikli (? um 461), páfi og kirkjufræðari
Predikun 82/69 í Minningu Péturs og Páls postula

„Þegar þú ert orðinn gamall mun annar leiða þig þangað sem þú vilt ekki“ (Jh 21. 18)

Read more »

28.06.06

  06:13:32, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 636 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Daglegir ritningarlestrar

Heilagt guðspjall Jesú Krists miðvikudaginn 28. júní er úr Matteusarguðspjalli 7. 15-20

15 Varist falsspámenn. Þeir koma til yðar í sauðaklæðum, en innra eru þeir gráðugir vargar. 16 Af ávöxtum þeirra skuluð þér þekkja þá. Hvort lesa menn vínber af þyrnum eða fíkjur af þistlum? 17 Þannig ber sérhvert gott tré góða ávöxtu, en slæmt tré vonda. 18 Gott tré getur ekki borið vonda ávöxtu, ekki heldur slæmt tré góða ávöxtu. 19 Hvert það tré, sem ber ekki góðan ávöxt, verður upp höggvið og í eld kastað. 20 Af ávöxtum þeirra skuluð þér því þekkja þá.

Í dag minnist kirkjan: Hl. Írenaeusar frá Lyon (130-220)

Hugleiðing dagsins: Blessuð Teresa frá Kalkútta (1910-1997), stofnandi
Kærleikssystranna.

„Að bera góðan ávöxt.“

Ef einhver finnur að Guð er að biðja hann um að taka þátt í þjóðfélagsumbótum, þá er það mál á milli hans eins og Guðs. Öllum ber okkur að þjóna Guði til samræmis við köllun okkar. Ég finn að ég er kölluð til að þjóna einstaklingum, að elska sérhverja manneskju. Orðið fjöldi eða hópur kemur aldrei upp í huga minn, heldur hver einstök manneskja. Ef ég leiddi hugann að mannfjöldanum held ég að ég tæki mér ekkert fyrir hendur. Það er einstaklingurinn sem skiptir máli. Ég trúi á samskipti auglitis til auglitis.

Read more »

26.06.06

  05:25:09, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 588 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 26. júní 2006

Guðspjall Jesú Krists mánudaginn 26. júní er úr Matteusarguðspjalli 7. 1-5

1 Dæmið ekki, svo að þér verðið ekki dæmdir. 2 Því að með þeim dómi, sem þér dæmið, munuð þér dæmdir, og með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður mælt verða. 3 Hví sér þú flísina í auga bróður þíns, en tekur ekki eftir bjálkanum í auga þínu? 4 Eða hvernig fær þú sagt við bróður þinn: ,Lát mig draga flísina úr auga þér?' Og þó er bjálki í auga sjálfs þín. 5 Hræsnari, drag fyrst bjálkann úr auga þér, og þá sérðu glöggt til að draga flísina úr auga bróður þíns.

Í dag minnist kirkjan: Blessaðs Raymond Lull (1235-?) frá Mallorca,
fransiskana og trúboða.

Hugleiðing dagsins: Doróþeus frá Gaza (um 500-?), munkur í Palestínu,
Bréf 1.

„Þá sérðu glöggt.“

Sumt fólk umbreytir öllu sem það leggur sér til munns í geðillsku, jafnvel þegar hollt fæði á hlut að máli. Ágallinn felst ekki í fæðunni heldur í lunderni þess sem spillir fæðunni. Ef sál okkar er þannig illa öguð verður allt henni til tjóns. Jafnvel nytsömustu hlutir verða henni þannig til tjóns. Ef þú setur örlítið af kryddjurtum í hunangspottinn verður þá ekki sjálft hunangið beiskt á bragðið? Þetta er það sem við gerum. Við látum beiskju okkar berast til annarra og spillum þannig gæðum náunga okkar með því að sýkja hann af geðillsku okkar.

Read more »

24.06.06

  09:03:07, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 3781 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Kaþólska fréttasjáin: Vikan 18. júní til 24. júní 2006

Sérfræðingar segja að smokkar séu fölsk vörn gegn eyðni – Frakkland: 51% andvígir „hjónabandi“ samkynhneigðra, 60% andvígir ættleiðslu samkynhneigðra – Filippseyingar hafna kynfræðslu í skólum sökun andstöðu kaþólskra – Skosk yfirvöld fastákveðin í að leggja áherslu á að uppfræða skólabörn um samkynhneigð – Kristinn höfundur varar við innhverfri íhugun eða TM – Samkynhneigð ber vott um sálrænt jafnvægisleysi segir í skýrslu frá Pentagon – Kardínáli hvetur til þess að bresku fóstureyðingarlögin verði endurskoðuð – Fyrstu þingsályktunartillagan um herta fóstureyðingalöggjöf lögð fram í Kanada – Vatíkanið fordæmir stefnu Amnesty International m.t.t. fóstureyðinga – Hagfræðingur: Stefna Kínverja að fæða aðeins eitt barn mun gera út um efnahagslega afkomu landsins í framtíðinni – Forseti Lettlands grípur til neitunarvalds gagnvart þinginu – Mikilvægi guðrækni hins Alhelga Hjarta – Sá létti í vikulokin.

Sérfræðingur segir að smokkar séu fölsk vörn gegn eyðni.
Sue Ellin Browder sem er dálkahöfundur um heilbrigðismál og skrifar fyrir Crisis Magazine fullyrðir að sprenginguna í útbreiðslu eyðni megi að hluta til rekja til oftrúar á notkun smokka: „Fram að þessu liggja engin haldbær rök fyrir sem leiða í ljós annað en að smokkar eigi þátt í hinni miklu útbreiðslu eyðni í Miðafríku.“ Hún leggur fram sannanir máli sínu til stuðnings sem sýna fram á að sprengingin í útbreiðslu eyðnifaraldursins í Afríku helst í hendur við dreifingu smokka. Hún vísar til tölfræðilegra upplýsinga frá Suðurafríku sem leiða í ljós að smokkamagnið jókst úr 6 milljónum árið 1994 í 198 milljónir 1998 á sama tíma sem tíðni eyðnismitana jókst um 57%.

Read more »

17.06.06

  08:42:11, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 2731 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Kaþólska fréttasjáin: Vikan 11. júní til 17. júní 2006

Harðsvíraður guðleysingi gerist trúmaður, spænska ríkisstjórnin stendur fyrir áróðursherferð gegn heimsókn páfa; pólsk stjórnvöld fordæma kynfræðslu um samkynhneigð; áhrif fólksfækkunarstefnu Sameinuðu þjóðanna í Keralafylki í Indlandi; kaþólskri aðstoð til Norðurkóreu hafa opnast nýjar leiðir; Evrópuþingið samþykkir tilraunir á fósturvísum; kardínáli fagnar snörpum viðbrögðum við yfirlýsingunni um kynferði manna; Lettland hafnar kröfum Evrópubandalagsins um að setja orðið „kynhneigð“ inn í löggjöf sína; Evkaristían er „Brauðið af himnum“ segir páfi; sá létti í vikulokin.

Harðsvíraður guðleysingi gerist trúmaður
Sú hugmynd að raunvísindin „afsanni“ tilvist Guðs er afar útbreidd í heimi nútímans. En samkvæmt því sem Francis Collins – eins af þeim vísindamönnum sem auðnaðist að leysa gátuna um erfðamengi mannsins – þá er þessi hugmynd „afar villandi.“ Þessi heimsfrægi vísindamaður mun gefa út bók í september næstkomandi sem heitir „Tungumál Guðs“ (Language of God). Þar sýnir hann fram á að vísindin eru ekki í stakk búin til að afsanna tilvist Guðs vegna þess að þau fjalla um hinn náttúrlega heim. Ef eitthvað er er hið gagnstæða staðreynd, segir Collins, vísindin afsanni ekki tilvist Guðs heldur renni fremur stoðum undir hana.

Read more »

12.06.06

  07:02:02, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 375 orð  
Flokkur: Hin heilaga arfleifð

Áminning hl. Ágústínusar (354-430) til vantrúarmanna

„Þeir munu Guð sjá“

Við viljum sjá Guð, við leitum hans og þráum ákaft að sjá hann. Hver er það sem þráir þetta ekki? En takið eftir því sem guðspjallið segir: „Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá.“ Gerið það sem nauðsynlegt er til að sjá hann. Ef við líkjum þessu við eitthvað úr raunheiminum, hvernig getur þú þráð að íhuga sólina ef auga þitt er sjúkt? Ef augu þín eru heilbrigð veitir birta hennar þér mikla gleði, en ef þau eru sjúk veldur þetta þér sársauka. Þér mun vissulega ekki gefast að sjá það í óhreinleika hjartans sem sést einungis í hreinu hjarta. Þér verður vísað frá og úr fjarlægð muntu ekki sjá.

Hversu iðulega blessaði Drottinn ekki fólkið? Hvaða ástæðu tilgreindi hann sem býr eilífri sælu að baki, hvaða góðverk, hvaða náðargjafir, hvaða verðskuldun, hvaða endurgjald? Ekkert annað sæluboðanna segir: „Þeir munu Guð sjá.“ Þetta er það sem hin greina frá: „Sælir eru fátækir í anda, því að þeirra er himnaríki; ; sælir eru hógværir, því að þeir munu jörðina erfa; sælir eru sorgbitnir, því að þeir munu huggaðir verða; sælir eru þeir, sem hungrar og þyrstir eftir heilagleikanum, því að þeir munu saddir verða. Sælir eru miskunnsamir, því að þeim mun miskunnað verða.“ Ekkert þeirra segir því: Þeir munu Guð sjá.“

Þeim sem eru hjartahreinir er gefið fyrirheit um að sjá Guð. Þetta er ekki að ástæðulausu vegna þess að þau augu sem sjá Guð eru augu hjartans. Þetta eru þau augu sem Páll postuli vék að þegar hann sagði: „Ég bið hann að upplýsa sálarsjón yðar“ (Ef 1. 18). Sökum þess að þessi augu eru sjúk á núverandi tímaskeiði upplýsast þau í trú. Síðar munu þau njóta guðdómlegs ásæis vegna þess að þau hafa styrkst . . . „Nú sjáum vér sem í skuggsjá, í ráðgátu, en þá munum vér sjá auglitis til auglitis“ (1 Kor 3. 12). ( Hugleiðing 53).

SJÁ VEFRIT KARMELS: RITNINGARLESTUR DAGSINS

10.06.06

  09:45:23, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 2986 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Kaþólska fréttasjáin: Vikan 4. júní til 10. júní 2006

Rannsóknir á frumfóstrum; undirskriftir til stuðnings hjónabandinu; framlag kirkjunnar í baráttunni við eyðni; rússar í Róm; tryggingarafsláttur í Sviss; senator Kennedy og trúarofstækið; fóstureyðingar eru glæpur; hostíum stolið; sendiráðsstarfsmaður biður um flutning; breytingartillaga felld; Planned Parethood mokar inn peningum; nágrannar kvarta sökum líknarmorðastöðvar; 500 læknar staðfesta lækningar Guðs; líknarmorðin í Bretlandi; sá létti í vikulokin.

Rannsókn á dánartíðni frumfóstra þegar stuðst er við
tíðahringsaðferðina röng bæði út frá vísindalegu og siðrænu sjónarmiði.

Rannsókn sem birt var í s. l. viku í aukaútgáfu British Medical Journal
(Journal of Medical Ethics) virðist miðast fremur við að gera árás á kaþólsku kirkjuna en að fylgja strangvísindalegum kröfum.

Read more »

31.05.06

  20:40:47, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 309 orð  
Flokkur: Vefrit Karmels

Glæpurinn gegn mannkyninu – Kynþáttahyggjan og markviss fækkun jarðarbúa

Ég vil vekja athygli fólks á því að nú er bók Pauls Jalsevacs
komin út á íslensku og er fyrirliggjandi á Vefrit Karmels. Í bókinni rekur Paul sögu kynþáttahyggjunnar eins og hún birtist fyrst í dómsdagsspá breska hagfræðingsins Thomasar Malthusar árið 1793 sem lagði fram kenningu sína um að fjölgun mannkynsins gæti aldrei haldist í hendur við matvælaframleiðsluna og því yrðu stjórnvöld að grípa til markvissra aðgerða til að útrýma „óæskilegri íbúafjölgun.“

Paul rekur í bókinni hvernig kenningar Thomasar heltóku
hugi ráðamanna á Vesturlöndum og hvernig þær birtust bæði í kynbótastefnunni, vönunum á fólki og skefjalausum fóstureyðingum á tuttugustu öldinni. Hann rekur hvernig Malthusisminn fór eins og eldur í sinu um Bandaríkin og Hitlersþýskaland og sýnir með óhrekjandi rökum hvernig Margaret Sanger, stofnandi Planned Parenthood, varð
heltekin af þessari hugmyndafræði ekki síður en ráðandi öfl á Vesturlöndum
enn í dag.

Allt gerist þetta þrátt fyrir að Matvæla og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna hafi lýst því afdráttarlaust yfir að á síðustu 40 árum hafi matvælaframleiðslan tvöfaldast og jörðin gæti í
ljósi þessa séð 35 milljörðum manna fyrir nægilegu lífsviðurværi. [1] Paul sýnir fram á að orsakir markvissar fækkunar íbúa jarðar með skefjalausum fóstureyðingum megi rekja til kynþátta- og mannhaturs ráðandi afla í hinum vestræna heimi á sviði stjórnmála og efnahagslífs.

Bók hans hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum meðal lífsverndarsinna og því hvet ég alla „pro-life“ sinna til að kynna sér efni hennar.

Hún er á prentvænu pdf formati og því góð til útprentunar á laserprentara.

[1]. Eamonn Keane, Population and Development (Forestville Printing, 1999), 10.

26.05.06

  22:15:39, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 565 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Trúarvakning í Frakklandi og Québec

26. maí 2006 (LifeSiteNews.com) - Frakkland sem eitt sinn var nefnt elsta dóttir kirkjunnar, er tekið að rumska af svefni doða efnishyggjunnar og sama gildir um dóttir þess: Québec. Frakkland og Québec hafa verið leiðandi í Evrópu og Norður Ameríku í dauðamenningunni, en nú eru áþreifanleg ummerki sýnilegrar vakningar að ræða. Það sem er meira um vert hefur Frakkland jafnvel uppgötvað vopnið gegn því sem Benedikt páfi nefnir „alræðisvald afstæðishyggjunnar.“

Nicolas Sarkozy, einhver mest áberandi stjórnmálamaðurinn í Frakklandi og líklegur frambjóðandi fyrir forsetakosningarnar 2007 hefur opinberlega brotið helgustu trúarsetningu veraldarhyggjunnar með því að hvetja lýðveldið til að styðja trúarbrögð með virkum og auðsæjum hætti. Í bók sem ber nafnið La République, les religions, l´espérance [Lýðveldið, trúin, vonin) hvetur hann til þess að goðsögn veraldarhyggjunnar í Frakklandi verði tekin til endurskoðunar og biður frekar um veraldleg stjórnvöld sem styðji trúarlífið í Frakklandi með fjárframlögum til að reisa kirkjur. Sarkozy segir að það sé tímabært að endurskoða núverandi lög frá 1905 sem aðskildu ríki og kirkju til að blása nýju lífi í æsku sem eigi sér engar hugsjónir.

Read more »

  20:30:36, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 4156 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Kaþólska fréttasjáin: Vikan 21. til 28. maí 2006

Kaþólska kirkjan í Afríku hefur þrefaldast að stærð á tæpum 30 árum.
Margt fróðlegt ber fyrir augu þegar skyggnst er í Kaþólsku árbókina sem nú er nýkomin út á vegum Libreria Editrice Vaticana og unnin er af hagdeild Páfastóls. Þar kemur í ljós að Afríka er það trúboðssvæðanna þar sem vöxturinn hefur verið mestur frá árinu 1978 til 2004. Samkvæmt tilkynningu upplýsingadeildar Páfastóls hefur gætt „hraðs vaxtar“ kaþólskra um allan heim í embættistíð Jóhannesar Páls páfa II eða frá 757 milljónum í 1.09 milljarði.

„En tölurnar eru ekki eins spennandi þegar þær eru lesnar í ljósi mannfjöldaþróunarinnar almennt í heiminum á sama tímabili sem jókst úr 4. 2 milljörðum í 6.4 milljarða. Hnattrænt séð hefur meðlimum kirkjunnar fækkað örlítið eða úr 17.99% í 17.19%. En ástandið í hinum ýmsu heimsálfum er afar breytilegt,“ sagði upplýsingafulltrúi Vatíkansins.

Read more »

24.05.06

  14:39:28, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 119 orð  
Flokkur: Bænalífið

Kom þú Heilagur Andi – í tilefni Uppstigningardags

Kom þú, Heilagur Andi,
og send ljósgeisla þinn frá himnum.
Kom þú, faðir fátækra, þú gjafari gæðanna,
og ljós hjartnanna.
Hjálparinn besti, ljúfi gestur sálarinnar,
ljúfa hressing hennar.
Hvíld hennar í erfiði, forsæla í hitum,
huggun í sorgum.
þú blessaða ljós, lát birta til
í hugskoti fylgjenda þinna.
Án þinnar velvildar er maðurinn ekkert,
án þín er ekkert ósaknæmt.
Lauga það sem er saurgað,
vökva það sem er þornað,
græð það sem er í sárum.
Mýktu það sem er stirnað,
vermdu það sem er kólnað,
réttu úr því sem miður fer.
Gef fylgjendum sem treysta þér,
þínar heilögu sjöföldu gjafir.

Amen.

22.05.06

  13:12:15, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 408 orð  
Flokkur: Vefrit Karmels

Heilög Fílómena blóðvottur – Litli katakompudýrlingurinn

Jarðneskar menjar hl. Fílómenu fundust í upphafi nítjándu aldar eða þann 24. maí árið 1802 meðan unnið var að uppgreftri í katakompunum í Róm sem í reynd halda stöðugt áfram. Þá kom gröf í ljós sem lokað hafði verið með þremur múrsteinum og eins og þeir komu fyrir sjónir í upphafi mátti lesa eftirfarandi áletrun á þeim:

LUMENA – PAX TE – CUM FI

Letrið var rauðlitað og umlukið kristnum táknum. Eftir undirbúningsrannsókn blasti við sjónum að röð steinanna var ekki rétt. Annað hvort var þetta sökum þess að þeim hafði verið komið fyrir í flýti, eða þá að einhver sem var ekki alltof sleipur í latínu hafði komið þeim svona fyrir í grafaropinu. Þegar þeim var raðað rétt mátti lesa:

PAX TE – CUM FI – LUMENA

Pax tecum Filumena! – „Friður sé með þér Fílómena!“ Þegar steinarnir voru fjarlægðir daginn eftir mátti sjá í gröfinni leirkrús sem hulin var að innan því sem kom í ljós að var blóð. Ljóst var að hér var um blóð að ræða sem safnað hafði verið saman við dauða píslarvotts, eins og tíðkaðist meðal kristinna manna á tímum ofsóknanna miklu. Blóðið var menjar píslarvættis. Blóðið var losað innan úr leirkrúsinni sem það loddi við og komið fyrir í krystalkeri af ítrustu varfærni. Viðstaddir fræðimenn urðu undrandi að sjá að þessar blóðmenjar tóku að ljóma jafnskjótt og þær komu í krystalkerið líkt og um gull eða silfur væri að ræða, eða þær skinu þá líkt og demantar eða eðalsteinar eða opinberuðu alla liti regnbogans. Þetta einstaka fyrirbrigði hefur haldið áfram allt fram til dagsins í dag.


Annað sem gerir þetta blóð svo einstætt í sinni röð er að það tekur stundum á sig dekkri mynd. Þetta virðist gerast þegar þeir sem eru þess óverðugir auðsýna því lotningu. Eitt slíkt tilvik átti sér stað þegar prestur nokkur sem hafði lifað lífi sem var ósamboðið köllun hans nálgaðist það. Þegar hann kyssti helgiskrínið varð blóðið afar dökkt á litinn. Það öðlaðist að nýju eðlilegan lit þegar hann hvarf á braut.

Lesa má meira um hl. Fílómenu á Vefrit Karmels

20.05.06

  10:49:50, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1952 orð  
Flokkur: Hin heilaga arfleifð

Um kaþólskar fyrirbænir samkvæmt hinni heilögu arfleifð

Þetta eru inngangsorðin í verkinu „Hl. Fílómena blóðvottur – Litli katakompudýrlingurinn“ og sjá má á Vefrit Karmels.

Grundvöllur kenningar kirkjunnar þegar leitað er fyrirbæna hinna heilögu er fólginn í kenningunni um samfélag hinna heilögu. Samfélag hina heilögu felst í hinum trúföstu á himnum, á jörðu og í hreinsunareldinum sem mynda í heild hinn leyndardómsfulla líkama Krists sem er höfuð hans. Öll sú umhyggja sem lýtur að einum hópnum er umhyggja hinna og allir hjálpa öllum. Við hér á jörðinni með því að ákalla hina heilögu á himnum og biðja fyrir sálunum í hreinsunareldinum og hinir heilögu á himnum með því að biðja fyrir okkur. Ekki er unnt að orða hina kaþólsku kenningu betur en hl. Jeróme (331-420) gerði:

Ef postularnir og píslarvottarnir báðu fyrir öðrum meðan þeir voru enn í líkamanum, hversu miklu fremur munu þeir þá ekki gera það eftir að þeir hafa verðið krýndir kórónu sigurlaunanna! Einn maður, Móse, ávann 600.000 mönnum fyrirgefningar Guðs og Stefán, sem líkti eftir Drottni og var fyrsti píslarvotturinn í Kristi bað Guð um að fyrirgefa ofsækjendum sínum. Mun máttur þeirra verða minni nú þegar þeir dvelja með Kristi? Páll postuli segir að 216 sálir sem sigldu með honum hafi verið gefnar honum. Eftir að hann hvarf héðan til að lifa með Kristi lokar hann þá vörunum og segir ekki eitt aukatekið orð til handa þeim sem trúðu predikun hans um alla heimsbyggðina? (Contra Vigilant, P. G. XXIII, 344). [1]

Read more »

19.05.06

  20:09:25, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 4055 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Kaþólska fréttasjáin: Vikan 14. til 20. maí 2006

Benedikt páfi XVI leggur áherslu á boðskap hins Flekklausa Hjarta Maríu.
Þegar Benedikt páfi ávarpaði þá sem voru viðstaddir þegar stytta vorrar Frúar frá Fatíma kom til Rómar í minningu þess að 25 ár voru liðin frá tilræðinu við Jóhannes Pál páfa II lagði hann áherslu á boðskap hennar: „Að lokum mun hið Flekklausa Hjarta mitt sigra“ komst hann að orði í Regina Caeli ávarpinu á sunnudaginn, jafnframt því að minnast orð „hvítklæddu konunnar“ sem birtist fjárhirðunum þremur í Fatíma 1917. Páfi lagði áherslu á að boðskapur hinnar blessuðu Meyjar til þeirra Francisco, Jacintu og Luciu „væri í samhljóðan við Lourdes og ákall til bæna og iðrunar.“ Í ávarpi sínu til fólksins á Péturstorginu sagði páfi: „Þrátt fyrir að enginn hörgull hafi verið á áhyggjuefnum og þjáningum þá er boðskapur „hvítklæddu konunnar“ til barnanna afar huggunarríkur: „Að lokum mun hið Flekklausa Hjarta mitt sigra.“ Stytta vorrar Frúar frá Fatíma kom frá Portúgal á föstudaginn í s.l. viku og verður komið fyrir hjá íhugunarsamfélagi Benediktusarsystranna í klaustri Mater Ecclesiae. Í lok heilagrar messu las Runi kardínáli ávarp frá páfa þar sem sú von var sett fram „að boðskapurinn frá Fatíma mætti njóta vaxandi viðurkenningar og allt hið mennska samfélag á jörðu fengi að bera skyn á hann.“ (Sjá heimasíðu Fatíma).

Read more »

17.05.06

  20:07:12, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 103 orð  
Flokkur: Vefrit Karmels

Padre Pio – Presturinn heilagi

Ég vil vekja athygli lesenda á því að nú er íslensk þýðing um hl. Padre Pio, prestinn heilaga frá Pietrelcina fyrirliggjandi á íslensku á Vefrit Karmels. Þetta er þýðing á verki Jim Gallaghers: Padre Pio – A Holy Priest sem kom út á vegum Catholic Truth Society árið 2002.

Ég hvet fólk eindregið til að lesa þetta verk og eins að leita fyrirbæna Padre Pio vegna þess að hann er afar máttugur fyrirbiðjandi frammi fyrir Guði og tugþúsundum saman hefur fólk hlotið lækningu í krafti fyrirbæna hans.

Rit hans er neðst í dálkinum yfir Verk ýmissa höfunda á Vefrit Karmels

TENGILL

15.05.06

  19:52:11, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1028 orð  
Flokkur: Hið flekklausa hjarta Maríu

Logi Elsku hins Flekklausa Hjarta Maríu og boðskapur systur Erzsbet (Elísabetar) Szantos o.c.d.s

Mig langar að greina hér örlítið frá hinum athyglisverða boðskap þessar ungversku karmelsystur sem vakið hefur heimsathygli síðan hann var gefinn út á prenti. Hún fæddist í Búdapest þann 11. apríl 1913 og andaðist á föstudaginn langa eða 11. apríl 1985, 73 ára gömul. Skrif hennar eru í dagbókarformi og ná yfir 20 ára tímabil frá 1961 til 1981. Rit hennar var upphaflega gefið út á ungversku af austurríska og þýska útgefandanum Mediatrix Verlag, en hefur nú verið þýtt á fjölmörg tungumál, þar á meðal ensku undir heitinu: The Flame of Love of the Immaculate Heart of Mary með undirfyrirsögninni: The Spiritual Diary of a Third Order Carmelite, a widow with six children. [1] Ég birti hér þýðingu á skrifum hennar frá 19. maí 1963:

Jesús: „Þú skalt forðast falska auðmýkt sem er einungis til hindrunar til að nálgast mig. Veistu hvers vegna ég segi þetta? Það er sökum þess að margir afsaka sig fyrir að nálgast mig ekki meira með því að segja: „Ég er slíks ekki verður.“ Já, syndir ykkar gera ykkur óverðug, en þið ættuð að gera ykkur verðug með því að iðrast synda ykkar. Ég vil að þú þjáist fyrir þetta fólk. Leiddu þetta fólk til mín með þjáningum þínum. Komið til mín! Þjáningin er einungis myrk meðan þið eruð jarðbundin. Dóttir mín, skilur þú það sem ég segi?

Read more »

13.05.06

  12:25:42, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 3761 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Kaþólska fréttasjáin: Vikan 7 til 13. maí 2006

Jákvæð þróun fyrir lífsverndarsinna í BNA.
Þau gleðilegu tíðindi berast nú frá Bandaríkjunum að hver skoðanakönnunin eftir aðra staðfestir að afstaða almennings til fóstureyðinga hefur breyst í grundvallaratriðum lífsverndarsinnum í vil. Skoðanakönnun gerð á vegum Harris þann 4 maí s. l. leiðir í ljós að í fyrsta skiptið í 30 ár er stuðningur við fóstureyðingar fallinn niður fyrir 50% meðal Bandaríkjamanna. Hún leiðir í ljós að 44% Bandaríkjamanna myndu styðja löggjöf sem einskorða myndi fóstureyðingar við það þegar lífi móður er stefnt í hættu. Skoðanakönnun sem gerð var í aprílmánuði á vegum Polling Company leiðir í ljós að 54% vilja setja fóstureyðingum mun þrengri skorður en nú tíðkast og 69% eru hlynntir því að upplýsingaskylda verði stóraukin, jafnframt því sem foreldrum verði tilkynnt um fóstureyðingar stúlkna undir 17 ára aldri. Ég vísa til annarrar fréttar sem birtist á kirkju.net þann 20. apríl s.l.

Read more »

07.05.06

  13:11:36, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 3062 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Kaþólska fréttasjáin: Vikan 1. til 6. maí 2006

Zenith greinir frá því að í ávarpi sínu til Vísindaakademíunnar um þjóðfélagsvísindi þann 27. apríl s. l. hafi Benedikt páfi XVI. sagt að „að nú verðum við vitni að því um allan heim, en einkum þó í þróuðum ríkjum, hvernig tveir áþreifanlegir og samofnir þættir haldast í hendur. Annars vegar er hér um hækkaðar lífslíkur að ræða og hinsvegar þverrandi fæðingartíðni.“ Hann bætti við: „Eftir því sem þjóðfélögin eldast, skortir fjölmargar þjóðir eða samfélög þjóða nægilegan fjölda ungs fólks til að endurnýja íbúafjöldann.“
Jafnframt því að viðurkenna að orsök vandans væri „flókin,“ lagði hann áherslu á að „rót meinsins væri siðferðileg og andleg. Hún er samofin alvarlegum skorti á trú, von og í raun elsku.“ Hann hélt síðan áfram: „Þegar börn fæðast krefst slíkt eros sem fullkomnast í skapandi agape sem grundvallaðist á fórnarlund og trú og von á framtíðinni.“ Að lokum sagði páfi: „Ef til vill er það skorturinn á slíkri skapandi og vonarríkri elsku sem verður þess valdandi að sambúðarfólk kýs ekki að kvænast í dag vegna þess að svo mörg hjónabönd bíða skipbrot og hvers vegna dregið hefur svo mjög úr fæðingartíðninni. Sjá

Read more »

1 ... 9 10 11 12 ...13 ... 15 ...17 ...18 19 20