Blaðsíður: 1 ... 8 9 10 ...11 ... 13 ...15 ...16 17 18 ... 20

03.09.06

  10:41:29, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 524 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 3. september 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Markúsi 7. 1-8; 14-15 og 21-23

Nú safnast að honum farísear og nokkrir fræðimenn, komnir frá Jerúsalem. Þeir sáu, að sumir lærisveina hans neyttu matar með vanhelgum, það er óþvegnum höndum. farísear, og reyndar Gyðingar allir, eta ekki nema þeir taki áður handlaugar, og fylgja þeir svo erfðavenju forfeðra sinna. Og ekki neyta þeir matar, þegar þeir koma frá torgi, nema þeir hreinsi sig áður. Margt annað hafa þeir gengist undir að rækja, svo sem að hreinsa bikara, könnur og eirkatla. Farísearnir og fræðimennirnir spyrja hann: "Hvers vegna fylgja lærisveinar þínir ekki erfðavenju forfeðranna, heldur neyta matar með vanhelgum höndum?" Jesús svarar þeim: "Sannspár var Jesaja um yður hræsnara, þar sem ritað er: Þessi lýður heiðrar mig með vörunum, en hjarta þeirra er langt frá mér. Til einskis dýrka þeir mig, er þeir kenna þá lærdóma, sem eru mannasetningar einar. Þér hafnið boðum Guðs, en haldið erfikenning manna." Aftur kallaði hann til sín mannfjöldann og sagði: "Heyrið mig allir, og skiljið. Ekkert er það utan mannsins, er saurgi hann, þótt inn í hann fari. Hitt saurgar manninn, sem út frá honum fer." Því að innan frá, úr hjarta mannsins, koma hinar illu hugsanir, saurlifnaður, þjófnaður, manndráp, hórdómur, ágirnd, illmennska, sviksemi, taumleysi, öfund, lastmælgi, hroki, heimska. Allt þetta illa kemur innan að og saurgar manninn."

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Gregor páfa hinn mikla (540?-604).  Hugleiðing dagsins: Skjöl Annars Vatíkanþingsins, Gaudium et Spes, 82: Friðurinn kemur að innan úr hjörtum mannanna

Read more »

02.09.06

  11:00:38, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 633 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Að taka þátt í hjálpræðisverki kirkjunnar fullir ákafa með hliðsjón af þörfum tímans.

Sú hugleiðing sem fylgir ritningarlestri dagsins í dag (2. september) gæti sem best verið einkunnarorð kirkju.nets, það er að segja greinar 31-33 úr Lumen Gentium.
Frá upphafi hefur hjálpræðisboðskapur kirkjunnar verið þessi:

Svo er skrifað, að Kristur eigi að líða og rísa upp frá dauðum á þriðja degi, og að prédika skuli í nafni hans öllum þjóðum iðrun til fyrirgefningar synda og byrja í Jerúsalem. Þér eruð vottar þessa“ (Lk 24. 45-48).

Read more »

  10:04:31, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 843 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 2. september 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Mt 25. 14-30

Svo er um himnaríki sem mann, er ætlaði úr landi. Hann kallaði þjóna sína og fól þeim eigur sínar. Einum fékk hann fimm talentur, öðrum tvær og þeim þriðja eina, hverjum eftir hæfni. Síðan fór hann úr landi. Sá sem fékk fimm talentur, fór þegar, ávaxtaði þær og græddi aðrar fimm. Eins gjörði sá er tvær fékk. Hann græddi aðrar tvær. En sá sem fékk eina, fór og gróf fé húsbónda síns í jörð og faldi það. Löngu síðar kom húsbóndi þessara þjóna og lét þá gjöra skil. Sá með fimm talenturnar gekk þá fram, færði honum aðrar fimm og sagði: ,Herra, fimm talentur seldir þú mér í hendur, hér hef ég grætt aðrar fimm.' Húsbóndi hans sagði við hann: ,Gott, þú góði og trúi þjónn. Yfir litlu varstu trúr, yfir mikið mun ég setja þig. Gakk inn í fögnuð herra þíns.' Þá gekk fram sá með tvær talenturnar og mælti: ,Herra, tvær talentur seldir þú mér í hendur, hér hef ég grætt aðrar tvær.' Og húsbóndi hans sagði við hann: ,Gott, þú góði og trúi þjónn, yfir litlu varstu trúr, yfir mikið mun ég setja þig. Gakk inn í fögnuð herra þíns.' Loks kom sá er fékk eina talentu, og sagði: ,Herra, ég vissi, að þú ert maður harður, sem uppsker þar, sem þú sáðir ekki, og safnar þar, sem þú stráðir ekki. Ég var hræddur og fól talentu þína í jörð. Hér hefur þú þitt.' Og húsbóndi hans sagði við hann: ,Illi og lati þjónn, þú vissir, að ég uppsker þar, sem ég sáði ekki, og safna þar, sem ég stráði ekki. Þú áttir því að leggja fé mitt í banka. Þá hefði ég fengið það með vöxtum, þegar ég kom heim. Takið af honum talentuna, og fáið þeim, sem hefur tíu talenturnar. Því að hverjum sem hefur, mun gefið verða, og hann mun hafa gnægð, en frá þeim, sem eigi hefur, mun tekið verða jafnvel það, sem hann hefur. Rekið þennan ónýta þjón út í ystu myrkur. Þar verður grátur og gnístran tanna.'

Í dag heiðrar kirkjan: Septemberpíslarvottana (Bl. Jean Francis Burté og félaga, píslarvotta í frönsku byltingunni). Hugleiðing dagsins: Annað Vatíkanþingið Lumen gentium 31-33: Vottar náðargjafa Guðs

Read more »

01.09.06

  10:13:25, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1087 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Hróp Krists í djúpi mannshjartans

Stund Krists rennur upp þegar við krjúpum niður í auðmýkt og játum syndir okkar og biðjum hann að koma inn í hjörtu okkar. Það gerir hann sannarlega og lýkur upp fyrir okkur Ritningum sínum, eins og hann lauk þeim upp fyrir lærisveinunum á veginum til Emmaus forðum (Lk 24. 45). Í ritningarlestri dagsins (1. september) víkur Ágústínus kirkjufaðir að hinu hinsta kalli hans og því lögðu hinir heilögu feður sífellt rækt við endurminninguna um dauðann. Þegar við biðjum Krist að koma inn í hjörtu okkar öðlumst við þegar nýtt líf hér á jörðinni, frumávöxt hins komandi lífs, og göngum inn í stund hans eða Kriststímann. Þá tekur hróp hans að gjalla: Rís upp og taktu til höndunum, breiddu út ríki mitt á jörðinni! Þeir sem fyllt hafa lampa sína af olíu daglegs Ritningarlesturs með því að hella olíu Heilags Anda í lampabolla sína í bæninni heyra þetta eilífa ákall. Því: „Þá vöknuðu meyjarnar allar og tóku til lampa sína.“ Einungis fimm þeirra áttu þessa olíu í lömpum sínum, en fávísu meyjarnar fimm ekki. Talan 5 í heil. Ritningu táknar ávallt líf náðarinnar, þeim var áfátt í þessum efnum þessum fávísu meyjum og því fór sem fór. Þeim var ekki boðið til brúðkaupsfagnaðarins: „Sannlega segi ég yður, ég þekki yður ekki.“

Read more »

  08:22:06, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 631 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 1. september 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Mt 25. 1-13

Þá er líkt um himnaríki og tíu meyjar, sem fóru til móts við brúðgumann með lampa sína. Fimm þeirra voru fávísar, en fimm hyggnar. Þær fávísu tóku lampa sína, en höfðu ekki olíu með sér, en hinar hyggnu tóku olíu með á könnum ásamt lömpum sínum. Nú dvaldist brúðgumanum, og urðu þær allar syfjaðar og sofnuðu. Um miðnætti kvað við hróp: ,Sjá, brúðguminn kemur, farið til móts við hann.' Þá vöknuðu meyjarnar allar og tóku til lampa sína. En þær fávísu sögðu við þær hyggnu: ,Gefið oss af olíu yðar, það er að slokkna á lömpum vorum.' Þær hyggnu svöruðu: ,Nei, hún nægir aldrei handa öllum. Farið heldur til kaupmanna og kaupið handa yður.' Meðan þær voru að kaupa, kom brúðguminn, og þær sem viðbúnar voru, gengu með honum inn til brúðkaupsins, og dyrum var lokað. Seinna komu hinar meyjarnar og sögðu: ,Herra, herra, ljúk upp fyrir oss.' En hann svaraði: ,Sannlega segi ég yður, ég þekki yður ekki.' Vakið því, þér vitið ekki daginn né stundina.

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Giles frá Castaneda (d. 710).   Hugleiðing dagsins: Heil. Ágústínus (354-430), biskup frá Hippo og kirkjufræðari. Predikun 93: „Um miðnættið“

Read more »

31.08.06

  08:19:48, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 642 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 31. ágúst 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Mt 24. 42-51

Vakið því, þér vitið eigi, hvaða dag Drottinn yðar kemur. Það skiljið þér, að húsráðandi vekti og léti ekki brjótast inn í hús sitt, ef hann vissi á hvaða stundu nætur þjófurinn kæmi. Verið þér og viðbúnir, því að Mannssonurinn kemur á þeirri stundu, sem þér ætlið eigi. Hver er sá trúi og hyggni þjónn, sem húsbóndinn hefur sett yfir hjú sín að gefa þeim mat á réttum tíma? Sæll er sá þjónn, er húsbóndinn finnur breyta svo, er hann kemur. Sannlega segi ég yður: Hann mun setja hann yfir allar eigur sínar. En ef illur þjónn segir í hjarta sínu: ,Húsbónda mínum dvelst,' og hann tekur að berja samþjóna sína og eta og drekka með svöllurum, þá mun húsbóndi þess þjóns koma á þeim degi, sem hann væntir ekki, á þeirri stundu, sem hann veit ekki, höggva hann og láta hann fá hlut með hræsnurum. Þar verður grátur og gnístran tanna.
Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Raymond Nonnatus (d. 1240), verndardýrling mæðra og ljósmæðra.  Hugleiðing: Jóhannes Páll páfi II, Vitnisburðir: „Þið verðið að undirbúa ykkur með sama hætti.“

Read more »

30.08.06

  09:47:29, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1388 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Ég sárbæni ykkur um að hafa í ykkar hópi þá sem þarfnast gæsku ykkar. Bregðist ekki í þessu!

Ég er fæddur þann 3. maí árið 1945, sama daginn og einhver mesti manníðingur mannkynssögunnar fyrir utan Stalín lét lífið í neðanjarðarbyrgi í höfuðborg þess ríkis sem hann kallaði þúsund ára ríkið eftir að hafa leitt einhverja menntuðustu þjóð heimsins á helvegu með 12 ára stjórn sinni: Adolf Hitler.

Pabbi minn var vélstjóri í íslenska farskipaflotanum og sigldi reglulega til þessa sama lands á fyrirstríðsárunum allt til aprílmánaðar árið 1940 þegar þýski nasistaherinn lagði undir sig Danmörku sem Ísland tilheyrði á þeim tíma. Einhverjar fyrstu æviminningar mínar voru þegar ég sat á hnjám hans og hann greindi okkur bræðrunum frá því hvernig nasistarnir skutu gyðingabörnin á hafnarbakkanum í Danzig þegar þau komu að sópa upp kolarykinu sem féll til jarðar úr kolakrönunum eftir útskipun dagsins.

Read more »

  08:16:02, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 399 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 30. ágúst 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Mt 23. 27-32

Vei yður, fræðimenn og farísear, hræsnarar! Þér líkist hvítum kölkuðum gröfum, sem sýnast fagrar utan, en innan eru fullar af dauðra manna beinum og alls kyns óþverra. Þannig eruð þér, sýnist hið ytra réttlátir í augum manna, en eruð hið innra fullir hræsni og ranglætis. Vei yður, fræðimenn og farísear, hræsnarar! Þér hlaðið upp grafir spámannanna og skreytið leiði hinna réttlátu og segið: Ef vér hefðum lifað á dögum feðra vorra, hefðum vér ekki átt hlut með þeim í lífláti spámannanna. Þannig vitnið þér sjálfir um yður, að þér eruð synir þeirra, sem myrtu spámennina. Nú skuluð þér fylla mæli feðra yðar.
Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Felix (d. 304). Hugvekja dagsins: Pistill Barnabasar (um 130), 18, 20 og 21: Snúið baki við hræsni og illsku

Read more »

29.08.06

  09:20:52, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 762 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 29. ágúst 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Mk 6. 17-29

En Heródes hafði sent menn að taka Jóhannes höndum, fjötra hann og varpa í fangelsi vegna Heródíasar, konu Filippusar, bróður síns. Hann hafði gengið að eiga hana, en Jóhannes hafði sagt við Heródes: „Þú mátt ekki eiga konu bróður þíns.“ Þess vegna lagði Heródías fæð á Jóhannes og vildi deyða hann, en gat ekki, því að Heródes hafði beyg af honum og verndaði hann, þar eð hann vissi, að hann var maður réttlátur og heilagur. Hann komst í mikinn vanda, þegar hann hlýddi á mál hans, en þó var honum ljúft að hlusta á hann. En nú kom hentugur dagur; á afmæli sínu gjörði Heródes veislu gæðingum sínum, hershöfðingjum og fyrirmönnum Galíleu. Dóttir Heródíasar gekk þar inn og sté dans. Hún hreif Heródes og gesti hans, og konungur sagði við stúlkuna: „Bið mig hvers þú vilt, og mun ég veita þér.“ Og hann sór henni: „Hvað sem þú biður um, það mun ég veita þér, allt að helmingi ríkis míns.“ Hún gekk þá út og spurði móður sína: „Um hvað á ég að biðja?“ Hún svaraði: „Höfuð Jóhannesar skírara.“ Jafnskjótt skundaði hún til konungs og bað hann: „Gef mér þegar á fati höfuð Jóhannesar skírara.“ Konungur varð hryggur við, en vegna eiðsins og gesta sinna vildi hann ekki synja henni þessa, heldur sendi þegar varðmann og bauð að færa sér höfuð Jóhannesar. Hann fór og hjó af höfuð Jóhannesar í fangelsinu, kom með höfuð hans á fati og færði stúlkunni, en stúlkan móður sinni. Þegar lærisveinar hans fréttu þetta, komu þeir, tóku lík hans og lögðu í gröf.
Í dag heiðrar kirkjan: Jóhannes skírara. Hugleiðing dagsins: Jóhannes Páll páfi II. Hugvekja í minningu trúarvottanna á tuttugustu öldinni, haldin þann 7. maí árið 2000: „Að bera sannleikanum vitni frammi fyrir illskunni“

Read more »

28.08.06

  10:22:28, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1063 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Evkaristían verður að vera þungamiðjan í líf okkar: II

Í hugleiðingum þeim sem fylgja með ritningarlestri dagsins (28. ágúst) víkur Barnabus að vegunum tveimur. Enginn getur gegnið tvo vegi samtímis, slíkt er hreinasta firra. Jesaja boðaði okkur Konungsveginn til Krists þegar í Gamla testamentinu:

Þar skal verða braut og vegur: Sú braut skal kallast BRAUTIN HELGA. Enginn sem óhreinn er skal hana ganga. Hún er fyrir þá eina [hina hreinu]. Enginn sem hana fer, mun villast, jafnvel ekki FÁRÁÐLINGUR (Jes 35. 8).

Read more »

  08:29:03, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 687 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 28. ágúst 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Mt 23. 13-23

Vei yður, fræðimenn og farísear, hræsnarar! Þér læsið himnaríki fyrir mönnum. Sjálfir gangið þér ekki þar inn, og þeim, sem inn vilja ganga, leyfið þér eigi inn að komast. [Vei yður, fræðimenn og farísear, hræsnarar! Þér etið upp heimili ekkna og flytjið langar bænir að yfirskini. Þér munuð fá því þyngri dóm.] Vei yður, fræðimenn og farísear, hræsnarar! Þér farið um láð og lög til að snúa einum til yðar trúar, og þegar það tekst, gjörið þér hann hálfu verra vítisbarn en þér sjálfir eruð. Vei yður, blindir leiðtogar! Þér segið: ,Ef einhver sver við musterið, þá er það ógilt, en sverji menn við gullið í musterinu, þá er það gildur eiður.' Blindu heimskingjar, hvort er meira gullið eða musterið, sem helgar gullið? Þér segið: ,Ef einhver sver við altarið, þá er það ógilt, en sverji menn við fórnina, sem á því er, þá er það gildur eiður.' Blindu menn, hvort er meira fórnin eða altarið, sem helgar fórnina? Sá sem sver við altarið, sver við það og allt, sem á því er. Sá sem sver við musterið, sver við það og við þann, sem í því býr. Og sá sem sver við himininn, sver við hásæti Guðs og við þann, sem í því situr. Vei yður, fræðimenn og farísear, hræsnarar! Þér gjaldið tíund af myntu, anís og kúmeni, en hirðið ekki um það, sem mikilvægast er í lögmálinu, réttlæti, miskunn og trúfesti. Þetta ber að gjöra og hitt eigi ógjört að láta.
Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Ágústínus frá Hippo (d. 430), kirkjuföður og píslarvott. Hugleiðing: Pistlar Barnabasar (um 130), 18 og 19: „Veljið veginn til Konungsríkisins“

Read more »

27.08.06

  12:09:06, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 645 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Evkaristían verður að vera þungamiðjan í lífi okkar: I

Í dag langar mig að segja ykkur dæmisögu af tveimur mönnum. Annar var kaþólskur prestur sem uppi var fyrir 500 árum á Spáni. Hann hafði lifað í „synd“ með konu, en Guð leiddi hann á fund heil. Teresu frá Avíla. Hún bað mikið fyrir honum og loks rann sú stund upp að hann snéri frá villu síns vegar. Hann sagði skilið við konuna og síðasta hálfa árið sem hann lifði á jörðinni kom náð Guðs inn í líf hans. Og í Sögu lífs míns kemst heil. Teresa svo að orði, að hann hefði notið þeirrar náðar að syndga ekki og Guð hafi kallað hann til sín áður en sú varð raunin.

Read more »

  11:16:14, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 582 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 27. ágúst 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Jh 6. 60-69

Margir af lærisveinum hans, er á hlýddu, sögðu: „Þung er þessi ræða. Hver getur hlustað á hana?“ Jesús vissi með sjálfum sér, að kurr var með lærisveinum hans út af þessu, og sagði við þá: „Hneykslar þetta yður? En ef þér sæjuð Mannssoninn stíga upp þangað, sem hann áður var? Það er andinn, sem lífgar, holdið megnar ekkert. Orðin, sem ég hef talað til yðar, þau eru andi og þau eru líf. En meðal yðar eru nokkrir, sem ekki trúa.“ Jesús vissi frá upphafi, hverjir þeir voru, sem trúðu ekki, og hver sá var, sem mundi svíkja hann. Og hann bætti við: „Vegna þess sagði ég við yður: Enginn getur komið til mín, nema Faðirinn veiti honum það.“ Upp úr þessu hurfu margir af lærisveinum hans frá og voru ekki framar með honum. Þá sagði Jesús við þá tólf: „Ætlið þér að fara líka?“ Símon Pétur svaraði honum: „Herra, til hvers ættum vér að fara? Þú hefur orð eilífs lífs, og vér trúum og vitum, að þú ert hinn heilagi Guðs.“

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Móníku. Hugleiðing dagsins: Benedikt páfi XVI Úr predikun fyrir útdeilingu Evkaristíunnar á Heimsdegi æskunnar, sunnudaginn 21. ágúst 2005: „Þú hefur orð eilífs lífs“

Read more »

26.08.06

  08:47:11, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 536 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 26. ágúst 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Mt 23. 1-12

Þá talaði Jesús til mannfjöldans og lærisveina sinna: „Á stóli Móse sitja fræðimenn og farísear. Því skuluð þér gjöra og halda allt, sem þeir segja yður, en eftir breytni þeirra skuluð þér ekki fara, því þeir breyta ekki sem þeir bjóða. Þeir binda þungar byrðar og leggja mönnum á herðar, en sjálfir vilja þeir ekki snerta þær einum fingri. Öll sín verk gjöra þeir til að sýnast fyrir mönnum, þeir breikka minnisborða sína og stækka skúfana. Ljúft er þeim að skipa hefðarsæti í veislum og æðsta bekk í samkundum, láta heilsa sér á torgum og kallast meistarar af mönnum. En þér skuluð ekki láta kalla yður meistara, því einn er yðar meistari og þér allir bræður. Þér skuluð ekki kalla neinn föður yðar á jörðu, því einn er faðir yðar, sá sem er á himnum. Þér skuluð ekki heldur láta kalla yður leiðtoga, því einn er leiðtogi yðar, Kristur. Sá mesti meðal yðar sé þjónn yðar. Hver sem upp hefur sjálfan sig, mun auðmýktur verða, en sá sem auðmýkir sjálfan sig, mun upp hafinn verða.
Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Mörtu. Hugleiðing dagsins: Heil. Paschas Rabert (? – um 849), benediktusarmunkur: „Fyrst ég, sem er Herra og Meistari, hef nú þvegið yður um fæturna, þá ber yður einnig að þvo hvers annars fætur“ (Jh 13. 14)

Read more »

25.08.06

  09:44:06, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 625 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Að nærast á Orði Drottins – ruminare

Í hugleiðingunni sem fylgir með ritningarlestri dagsins í dag – þann 25. ágúst – minnir systir Teresa Benedikta okkur á mikilvægi þess að nærast á orði Guðs í sífellu. Á fyrri hluta miðalda greip kirkjan til latneska orðsins ruminare til að lýsa slíkri íhugun orðsins. Í dag lifir þetta sagnorð enn í ensku sögninni „ruminate,“ að velta einhverju fyrir sér og kryfja til mergjar. Latneska sögnin ruminare þýðir bókstaflega að tyggja eða melta. Sálin nærist bókstaflega á orði Guðs eins og fæðu sinni og næringu. Allir gefa sér tíma til að næra líkamann daglega, að öðrum kosti deyr hann. Hið sama gegnir um sálina: Ef hún er ekki nærð deyr hún. Allir gefa sér einnig tíma til að anda, að öðrum kosti deyr líkaminn. Bænin er andardráttur Heilags Anda í sálinni og ef hún gefur sér ekki tíma til að anda í Guði deyr hún: Kafnar í brækju óhlýðninnar við boðorð Guðs!

Read more »

  08:45:56, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 469 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 25. ágúst 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Mt 22. 34-40

Þegar farísear heyrðu, að hann hafði gjört saddúkea orðlausa, komu þeir saman. Og einn þeirra, sem var lögvitringur, vildi freista hans og spurði: „Meistari, hvert er hið æðsta boðorð í lögmálinu?“ Hann svaraði honum: „,Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum.' Þetta er hið æðsta og fremsta boðorð. Annað er þessu líkt: ,Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.' Á þessum tveimur boðorðum hvílir allt lögmálið og spámennirnir.“

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Loðvík Frakkakonung (1214-1270). Hugleiðing dagsins: Heil. Teresa Benedikta af Krossi [Edith Stein] (1891-1942), karmelnunna og píslarvottur (Auschwitz), einn verndardýrlinga Evrópu.Saga og andi Karmels: „Sæll er sá maður . . . heldur hefur yndi af lögmáli Drottins og hugleiðir lögmál hans dag og nótt“ (Sl 1. 1-2).

Read more »

24.08.06

  12:30:33, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 104 orð  
Flokkur: Vefrit Karmels

Dobrotolubije – úrval úr rússnesku Fílókalíunni nú komið á pdf formati

Ég vil vekja athygli á því að í gær kom úrval úr rússnesku Fílókalíunni eða Dobrotolubije á Vefrit Karmels á pfd formati. Það kom mér reyndar sjálfum á óvart hversu heimsóknirnar voru margar eða 48 þar sem ritið birtist ekki fyrr en kl. 10 í gærkveldi á netinu.

Í ritinu sem fjallar um Hina óaflátanlegu bæn hjartans má sjá hvernig hinir heilögu feður Austurkirkjunnar hafa glætt þá elsku hjartans til Guðs sem mér hefur verið svo tíðrætt um að undanförnu, þá sömu brennandi elsku sem lífað hefur í hjarta kirkjunnar frá upphafi vega.

TENGILL

  10:20:38, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 2375 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Um Drottins trúu múrverksmenn, fríhyggjumenn og frímúrara

Í fyrradag vék ég að hvítasunnumönnum í Kína, fólki sem leggur allt í sölurnar til að boða ríki Guðs á jörðu í fjandsamlegu umhverfi. Þessir einstaklingar gera það sökum elsku sinnar á Jesú, þessari elsku sem Jóhannes af Krossi nefndi amor impaciente, hina ástríðufullu elsku, elsku sem postularnir upplifðu á veginum til Emmaus: „Brann ekki hjartað í okkur, meðan hann talaði við okkur á veginum og lauk upp fyrir okkur Ritningunum?“ (Lk 24. 32). Hið Alhelga Hjarta Jesú brýst ætíð út sem eldur í mannshjörtun í raunnánd sinni og þá ljúkast leyndardómar hans upp í uppljómun elskunnar. Fólk sem upplifir þennan áþreifanleika raunnándar Guðs eru vinir hans eins eins og heil. Íreneus frá Lyon komst að orði vegna þess að það virðir boðorð hans, rétt eins og Abraham og sér því land fyrirheitanna eins og hann og beinir för sinni til þess. Drottinn smyr augu þess svo að það SÉR. Þetta var bæn Páls postula: „Ég bið hann að upplýsa sálarsjón yðar, svo að þér skiljið, hver sú von er, sem hann hefur kallað oss til“ (Ef 1. 18).

Read more »

  08:39:58, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 465 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 24. ágúst 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Jh 1. 45-51

Filippus fann Natanael og sagði við hann: „Vér höfum fundið þann, sem Móse skrifar um í lögmálinu og spámennirnir, Jesú frá Nasaret, son Jósefs.“ Natanael sagði: „Getur nokkuð gott komið frá Nasaret?“ Filippus svaraði: „Kom þú og sjá.“ Jesús sá Natanael koma til sín og sagði við hann: „Hér er sannur Ísraelíti, sem engin svik eru í.“ Natanael spyr: „Hvaðan þekkir þú mig?“ Jesús svarar: „Ég sá þig undir fíkjutrénu, áður en Filippus kallaði á þig.“ Þá segir Natanael: „Rabbí, þú ert sonur Guðs, þú ert konungur Ísraels.“ Jesús spyr hann: „Trúir þú, af því að ég sagði við þig: ,Ég sá þig undir fíkjutrénu'? Þú munt sjá það, sem þessu er meira.“ Og hann segir við hann: „Sannlega, sannlega segi ég yður: Þér munuð sjá himininn opinn og engla Guðs stíga upp og stíga niður yfir Mannssoninn.“

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Bartólómeus, einn hinna tólf. Hugleiðing dagsins: Philoxenes frá Mabbug (? – um 523), biskup í Sýrlandi. Hugvekja 4, 76-79: „Kom þú og sjá.“

Read more »

23.08.06

  09:23:59, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 614 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 23. ágúst 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Mt. 20. 1-16

Líkt er um himnaríki og húsbónda einn, sem gekk út árla morguns að ráða verkamenn í víngarð sinn. Hann samdi við verkamennina um denar í daglaun og sendi þá í víngarð sinn. Síðan gekk hann út um dagmál og sá aðra menn standa á torginu iðjulausa. Hann sagði við þá: ,Farið þér einnig í víngarðinn, og ég mun greiða yður sanngjörn laun.' Þeir fóru. Aftur gekk hann út um hádegi og nón og gjörði sem fyrr. Og síðdegis fór hann enn út og sá menn standa þar. Hann spyr þá: ,Hví hímið þér hér iðjulausir allan daginn?' Þeir svara: ,Enginn hefur ráðið oss.' Hann segir við þá: ,Farið þér einnig í víngarðinn.' Þegar kvöld var komið, sagði eigandi víngarðsins við verkstjóra sinn: ,Kalla þú á verkamennina og greið þeim kaupið. Þú skalt byrja á þeim síðustu og enda á þeim fyrstu.' Nú komu þeir, sem ráðnir voru síðdegis, og fengu hver sinn denar. Þegar þeir fyrstu komu, bjuggust þeir við að fá meira, en fengu sinn denarinn hver. Þeir tóku við honum og fóru að mögla gegn húsbónda sínum. Þeir sögðu: ,Þessir síðustu hafa unnið aðeins eina stund, og þú gjörir þá jafna oss, er höfum borið hita og þunga dagsins.' Hann sagði þá við einn þeirra: ,Vinur, ekki gjöri ég þér rangt til, sömdum við ekki um einn denar? Taktu þitt og farðu leiðar þinnar. Ég vil gjalda þessum síðasta eins og þér. Er ég ekki sjálfur fjár míns ráðandi? Eða sérðu ofsjónum yfir því, að ég er góðgjarn?' Þannig verða hinir síðustu fyrstir og hinir fyrstu síðastir."

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Rósu frá Lima í Perú (1586-1618), vendardýrling Perú, Ameríkanna og Filippseyjanna. Hugleiðing dagsins: Heil Jóhannes Chrysostomos (345-407), biskup í Antiokkíu og síðar í Miklagarði, kirkjufræðari. Hugvekja um heil. Matteus, 64: „Farið þér einnig í víngarðinn.“

Read more »

22.08.06

  10:39:43, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 662 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 22. ágúst 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Mt 19. 23-30

En Jesús sagði við lærisveina sína: „Sannlega segi ég yður: Torvelt verður auðmanni inn að ganga í himnaríki. Enn segi ég: Auðveldara er úlfalda að fara gegnum nálarauga en auðmanni að komast inn í Guðs ríki.“ Þegar lærisveinarnir heyrðu þetta, urðu þeir steini lostnir og sögðu: „Hver getur þá orðið hólpinn?“ Jesús horfði á þá og sagði: „Fyrir mönnum eru engin ráð til þessa, en Guð megnar allt.“ Þá sagði Pétur við hann: „Vér yfirgáfum allt og fylgdum þér. Hvað munum vér hljóta?“ Jesús sagði við þá: „Sannlega segi ég yður: Þegar allt er orðið endurfætt og Mannssonurinn situr í dýrðarhásæti sínu, munuð þér, sem fylgið mér, einnig sitja í tólf hásætum og dæma tólf ættkvíslir Ísraels. Og hver sem hefur yfirgefið heimili, bræður eða systur, föður eða móður, börn eða akra sakir nafns míns, mun fá margfalt aftur og öðlast eilíft líf. En margir hinir fyrstu munu verða síðastir og hinir síðustu fyrstir.
Í dag heiðrar kirkjan: Maríu Drottningu himnanna. Hugleiðing dagsins: Heil. Íreneus frá Lyon (um 130 til um 208), biskup, guðfræðingur og píslarvottur. Gegn villutrú, IV. 14, 1: „Komið og fylgið mér“

Read more »

21.08.06

  10:15:05, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1091 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Um Kristselskuna

Í ritningarlestri dagsins (21, ágúst) áminnir okkar ljúfi Jesú okkur á gildi hinna lífgefandi boðorða, rétt eins og hinir heilögu feður og mæður kirkjunnar hafa ávallt gert í aldanna rás. Heilög Ritning líkir óhlýðni við boðorðin við hórdómsbrot með tvenns konar hætti.

Read more »

  09:12:09, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 577 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 21. ágúst 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Mt 19. 16-22

Þá kom til hans maður og spurði: „Meistari, hvað gott á ég að gjöra til þess að öðlast eilíft líf?“ Jesús sagði við hann: „Hví spyr þú mig um hið góða? Einn er sá hinn góði. Ef þú vilt inn ganga til lífsins, þá haltu boðorðin.“ Hann spurði: „Hver?„ Jesús sagði: „Þú skalt ekki morð fremja, þú skalt ekki drýgja hór, þú skalt ekki stela, þú skalt ekki bera ljúgvitni, heiðra föður þinn og móður, og þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.“ Þá sagði ungi maðurinn: „Alls þessa hef ég gætt. Hvers er mér enn vant?“ Jesús sagði við hann: „Ef þú vilt vera fullkominn, skaltu fara, selja eigur þínar og gefa fátækum, og munt þú fjársjóð eiga á himnum. Kom síðan, og fylg mér.“ Þegar ungi maðurinn heyrði þessi orð, fór hann brott hryggur, enda átti hann miklar eignir.

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Píus páfa X (1835-1910). Hugleiðing dagsins: Heil. Teresa frá Avíla (1515-1582), karmelnunnna og kirkjufræðari. Borgin hið innra, 3. 1, 6-7: „Ef þú vilt vera fullkominn.“

Read more »

20.08.06

  12:04:13, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 2469 orð  
Flokkur: Hin heilaga arfleifð

Meira um Evkaristíuna

Í dag, sunnudaginn 20. ágúst, er það evkaristían sem er predikun kirkjunnar. Ég vék að henni þann 16. ágúst s. l. í greininni: „Vald kirkjunnar á jörðu – skriftavaldið.“ Þetta vald fól Kristur kirkju sinni í hendur með orðunum: „Hvað sem þér bindið á jörðu, mun bundið á himni, og hvað sem þér leysið á jörðu, mun leyst á himni,“ Þetta er úr textanum í Mt 18. 15-20 þar sem Kristur fjallar um þetta vald hinnar postulegu arfleifðar. Það grundvallast á hlýðni við BOÐORÐ Krists. Þeim sem afneitar þessari hlýðni við boðorðin er ekki heimilað að meðtaka Evkaristíuna vegna þess að sá hinn sami vill ekki játa synd (ir) sínar og segja skilið við fyrri breytni sína.

Read more »

  10:55:37, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 675 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 20. ágúst 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Jh 6. 51-58

„Ég er hið lifandi brauð, sem steig niður af himni. Hver sem etur af þessu brauði, mun lifa að eilífu. Og brauðið, sem ég mun gefa, er hold mitt, heiminum til lífs.“ Nú deildu Gyðingar sín á milli og sögðu: „Hvernig getur þessi maður gefið oss hold sitt að eta?“ Þá sagði Jesús við þá: „Sannlega, sannlega segi ég yður: Ef þér etið ekki hold Mannssonarins og drekkið blóð hans, hafið þér ekki lífið í yður. Sá sem etur hold mitt og drekkur blóð mitt, hefur eilíft líf, og ég reisi hann upp á efsta degi. Hold mitt er sönn fæða, og blóð mitt er sannur drykkur. Sá sem etur hold mitt og drekkur blóð mitt, er í mér og ég í honum. Eins og hinn lifandi faðir sendi mig og ég lifi fyrir föðurinn, svo mun sá lifa fyrir mig, sem mig etur. Þetta er það brauð, sem niður steig af himni. Það er ekki eins og brauðið, sem feðurnir átu og dóu. Sá sem etur þetta brauð, mun lifa að eilífu.“

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Bernard of Clairvaux (1090-1153). Hugleiðing dagsins:Benedikt páfi XVI. Hugvekja um Evkaristíuna flutt á Heimsdegi æskunnar, sunnudaginn 21. ágúst 2005: „Hold mitt er sönn fæða, og blóð mitt er sannur drykkur.“

Read more »

19.08.06

  07:47:31, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 279 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 19. ágúst 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Mt 19. 13-15

Þá færðu menn til hans börn, að hann legði hendur yfir þau og bæði fyrir þeim, en lærisveinar hans átöldu þá. En Jesús sagði: „Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi, því að slíkra er himnaríki.“ Og hann lagði hendur yfir þau og fór þaðan.
Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Jean Eudes (1601-1680), höfund Litaníu hins Alhelga Hjarta Jesú og reglustofnanda (Systra Móður okkar af kærleikanum). Hugleiðing dagsins: Blessuð Teresa frá Kalkútta (1910-1997), stofnandi reglu Kærleikssystranna: „Leyfið börnunum að koma til mín. . . því að slíkra er himnaríki.“

Read more »

18.08.06

  21:06:33, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 483 orð  
Flokkur: Hin heilaga arfleifð

Spádómur heil. Nilosar (dáinn 12. nóvember 1651), einsetumanns á Aþosfjalli

Þýtt úr tímaritinu „The Logos Magazine,“ 1972, bls. 7 – „Klerkastéttin gengur öðru fólki lengra í guðsafneitun sinni.“ (spádómur heil. Cosmas Aitolos, 18. öld).

Frá og með árinu 1900 til miðbiks 20. aldarinnar verður fólk á þessum tímum óþekkjanlegt. Þegar tími komu Antíkrists nálgast myrkvast hugir fólks vegna holdlegra ástríðna og siðleysið og óréttlætið aukast að mun. Heimurinn verður óþekkjanlegur. Útlit fólks mun breytast og útilokað verður að þekkja karlmenn frá kvenfólki sökum blygðunarleysis í klæðaburði og hártísku. Þetta fólk verður miskunnarlaust og eins og villidýr sökum freistinga Antíkrists.

Read more »

  10:27:35, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 566 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 18. ágúst 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Mt 19. 3-12

Þá komu til hans farísear og vildu freista hans. Þeir spurðu: "Leyfist manni að skilja við konu sína fyrir hvaða sök sem er?" Hann svaraði: "Hafið þér eigi lesið, að skaparinn gjörði þau frá upphafi karl og konu og sagði: ,Fyrir því skal maður yfirgefa föður og móður og bindast konu sinni, og þau tvö skulu verða einn maður.' Þannig eru þau ekki framar tvö, heldur einn maður. Það sem Guð hefur tengt saman, má maður eigi sundur skilja." Þeir segja við hann: "Hvers vegna bauð þá Móse að gefa konu skilnaðarbréf og skilja svo við hana?" Hann svarar: "Vegna harðúðar hjartna yðar leyfði Móse yður að skilja við konur yðar, en frá upphafi var þetta eigi þannig. Ég segi yður: Sá sem skilur við konu sína nema sakir hórdóms og kvænist annarri, drýgir hór." Þá sögðu lærisveinar hans: "Fyrst svo er háttað stöðu karls gagnvart konu, þá er ekki vænlegt að kvænast." Hann svaraði þeim: "Þetta er ekki á allra færi, heldur þeirra einna, sem það er gefið. Sumir eru vanhæfir til hjúskapar frá móðurlífi, sumir eru vanhæfir gjörðir af manna völdum, sumir hafa sjálfir gjört sig vanhæfa vegna himnaríkis. Sá höndli, sem höndlað fær."
Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Jeanne Frances de Chantal (1572-1641). Hugleiðing dagsins Jóhannes Páll páfi II. Ræða á sýnodus um fjölskyldulíf (október 1980), §5: „Þannig eru þau ekki framar tvö, heldur einn maður.“

Read more »

17.08.06

  15:49:10, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 242 orð  
Flokkur: Hin heilaga arfleifð

Fögur messa

Meðan það er mér enn í fersku minni langar mig að greina ykkur frá því að kaþólsk messa var haldin í samkomusalnum á níundu hæð í Hátúni 10 (einu húsa Öryrkjabandalagsins) s. l. mánudag, kl. 4 síðdegis. Það var faðir Jakob Rolland sem söng messuna. Salurinn var fullur af fólki og messan markar upphaf vetrarstarfs Kærleikssystra móðir Teresu frá Kalkútta. Í vetur munu þær verða með tómstundastarf fyrir húsfélagið síðdegis á mánudögum.

Hápunktur messunnar fannst mér vera þegar misjafnlega mikið bæklað fólk gekk með fórnargjafirnar upp að altarinu til föður Jakobs. Fullorðinn maður langt leiddur af mænusigð bar þannig vínið og sjaldan hef ég séð svo barnslega gleði lýsa með jafn áþreifanlegum hætti af ásjónu nokkurs manns. Það er einnig gleðilegt til þess að hugsa hversu djúpan samhljóm kaþólska kirkjan á í hjörtum Íslendinga. Rétt eins og gamall heimilisvinur sem brá sér í langt ferðalag, en er nú kominn aftur heim: Ecclesia nostra, Mater dulcifer!

Að messunni lokinni buðu Teresusystur messugestum í kvöldmat sem þær framreíddu sjálfar af mikilli elsku. Sannast sagna minnti þetta mig sjálfan á máltíðir frumkristinna manna; Ubi caritas, ibi Deus est. Fyrirhugað er að halda slíkar messur einu sinni í mánuði á vetri komandi síðdegis á mánudögum.

  09:26:12, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1790 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

„Ég nenni ekki, ég vil ekki, ég hef ekki tíma núna!“

Í gær skrifaði maður hér í athugasemdadálkinn (ath. 10) við greinina „Við viljum meira nammi . . . við viljum meira nammi!“ Hann spurði fyrst um fyrirbænir heilagra og hvers vegna hin stríðandi kirkjan ákallaði þá um hjálp. Síðan klykkti hann út með því að segja að sjálfur tryði hann því að það væri blóð Krists eitt sem hreinsaði menn af syndum. Þetta er alveg hárrétt hjá honum og þessu hefur kirkjan trúað frá upphafi, boðað og játað. Þetta er sá sannleikur sem Jesús boðar í sjötta kafla Jóhannesarguðspjalls:

Ef þér etið ekki hold Mannssonarins og DREKKIÐ BLÓÐ hans, hafið þér ekki lífið í yður (Jh 6. 53).

Read more »

  07:26:55, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 785 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 17. ágúst 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Mt 18. 21-35 og 19. 1

Þá gekk Pétur til hans og spurði: „Herra, hve oft á ég að fyrirgefa bróður mínum, ef hann misgjörir við mig? Svo sem sjö sinnum?“ Jesús svaraði: „Ekki segi ég þér sjö sinnum heldur sjötíu sinnum sjö. Því að líkt er um himnaríki og konung, sem vildi láta þjóna sína gjöra skil. Hann hóf reikningsskilin, og var færður til hans maður, er skuldaði tíu þúsund talentur. Sá gat ekkert borgað, og bauð konungur þá, að hann skyldi seldur ásamt konu og börnum og öllu, sem hann átti, til lúkningar skuldinni. Þá féll þjónninn til fóta honum og sagði: ,Haf biðlund við mig, og ég mun borga þér allt.' Og herra þjónsins kenndi í brjósti um hann, lét hann lausan og gaf honum upp skuldina. Þegar þjónn þessi kom út, hitti hann einn samþjón sinn, sem skuldaði honum hundrað denara. Hann greip hann, tók fyrir kverkar honum og sagði: ,Borga það, sem þú skuldar!' Samþjónn hans féll þá til fóta honum og bað hann: ,Haf biðlund við mig, og ég mun borga þér.' En hann vildi ekki, heldur fór og lét varpa honum í fangelsi, uns hann hefði borgað skuldina. Þegar samþjónar hans sáu, hvað orðið var, urðu þeir mjög hryggir og sögðu herra sínum allt, sem gjörst hafði. Konungurinn kallar þá þjóninn fyrir sig og segir við hann: ,Illi þjónn, alla þessa skuld gaf ég þér upp, af því að þú baðst mig. Bar þér þá ekki einnig að miskunna samþjóni þínum, eins og ég miskunnaði þér?' Og konungur varð reiður og afhenti hann böðlunum, uns hann hefði goldið allt, sem hann skuldaði honum. Þannig mun og faðir minn himneskur gjöra við yður, nema hver og einn yðar fyrirgefi af hjarta bróður sínum.“ Þegar Jesús hafði mælt þessum orðum, fór hann úr Galíleu og hélt til byggða Júdeu handan Jórdanar.
Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Hýacint (1185-1257), postula Póllands. Hugleiðing dagsins:Heil. Faustina Kowalska (1905-1938), pólsk nunna og boðberi Guðdómlegrar miskunnar hins Alhelga Hjarta Jesú. Litla dagbókin, (1937): „Bar þér þá ekki einnig að miskunna samþjóni þínum, eins og ég miskunnaði þér?“

Read more »

16.08.06

  09:55:38, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1393 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Vald kirkjunnar á jörðu – skriftavaldið

„ Hvað sem þér bindið á jörðu, mun bundið á himni, og hvað sem þér leysið á jörðu, mun leyst á himni,“ lesum við í ritningarlestri dagsins (16. ágúst). Þetta er það vald sem Kristur felur kirkju sinni á jörðu. Ef einhver lima kirkjunnar óhlýðnast boðorðum Krists samkennir hann sig svo algjörlega við lifandi líkama sinn á jörðu að hann felur forstöðumönnum safnaðanna vald til að leysa þann hinn sama undan skyldum trúarinnar. Þeim hinum sama er veitt frelsi til að haga sér eftir eigin höfði og þjóna lund sinni og fullnægja hvötum sínum og hneigðum að vild. Honum er meinað að ganga að borði Drottins og meðtaka evkaristíuna, eða „settur út af sakramentinu,“ eins og þetta er nefnt í daglegu máli.

Read more »

  08:36:11, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 491 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 16. ágúst 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Mt 18. 15-20

Ef bróðir þinn syndgar [gegn þér], skaltu fara og tala um fyrir honum, og sé það ykkar einna í milli. Láti hann sér segjast, hefur þú unnið bróður þinn. En láti hann sér ekki segjast, skaltu taka með þér einn eða tvo, að ,hvert orð sé staðfest með framburði tveggja eða þriggja vitna.' Ef hann skeytir þeim ekki, þá seg það söfnuðinum, og skeyti hann ekki söfnuðinum heldur, þá sé hann þér sem heiðingi eða tollheimtumaður. Sannlega segi ég yður: Hvað sem þér bindið á jörðu, mun bundið á himni, og hvað sem þér leysið á jörðu, mun leyst á himni. Enn segi ég yður: Hverja þá bæn, sem tveir yðar verða einhuga um á jörðu, mun faðir minn á himnum veita þeim. Því að hvar sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni, þar er ég mitt á meðal þeirra."

Í dag heiðrað kirkjan: Heil. Stefán, fyrsta píslarvott frumkirkjunnar. Hugleiðing dagsins: Annað Vatíkanþingið, Sacrosanctum Concilium, § 7: „Þar er ég mitt á meðal þeirra.“

Read more »

15.08.06

  11:35:30, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 963 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

„Við viljum meira nammi . . . við viljum meira nammi!“

Um Guðsmóðurina og frekjudollukynslóðina

Í tvö þúsund ár hafa kristnir menn heiðrað Guðsmóðurina um fram alla aðrar skapaðar verur. Þessi heiðrun er tjáð með gríska orðinu dulia. Kirkjan heiðrað heilagt fólk vegna þess að það varð heilagt sökum þess að það laut vilja Guðs í fyllstu auðmýkt. Kraftur Guðs opinberaðist þannig í lífi þess, en þennan lífgefandi kraft nefnir kirkjan náð. Í Lúkasarguðspjalli er sagt að María hafi verið full náðar, það er að segja að náð Guðs hafi opinberast í henni með einstæðum hætti um fram aðra þá sem tilheyra sköpun Guðs. Því auðsýnir kirkjan henni sérstaka heiðrun sem nefnd er hyperdulia á grísku. Hins vegar ber Guði einum í Þrenningareðli sínu tilbeiðsla eða latreia á grísku. Því tilbiður kirkjan Guð einan.

Read more »

  07:30:53, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 805 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 15. ágúst 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 1. 39-56

En á þeim dögum tók María sig upp og fór með flýti til borgar nokkurrar í fjallbyggðum Júda. Hún kom inn í hús Sakaría og heilsaði Elísabetu. Þá varð það, þegar Elísabet heyrði kveðju Maríu, að barnið tók viðbragð í lífi hennar, og Elísabet fylltist heilögum anda og hrópaði hárri röddu: "Blessuð ert þú meðal kvenna og blessaður ávöxtur lífs þíns. Hvaðan kemur mér þetta, að móðir Drottins míns kemur til mín? Þegar kveðja þín hljómaði í eyrum mér, tók barnið viðbragð af gleði í lífi mínu. Sæl er hún, sem trúði því, að rætast mundi það, sem sagt var við hana frá Drottni." Og María sagði: Önd mín miklar Drottin, og andi minn gleðst í Guði, frelsara mínum. Því að hann hefur litið til ambáttar sinnar í smæð hennar, héðan af munu allar kynslóðir mig sæla segja. Því að mikla hluti hefur hinn voldugi við mig gjört, og heilagt er nafn hans. Miskunn hans við þá, er óttast hann, varir frá kyni til kyns. Máttarverk hefur hann unnið með armi sínum og drembilátum í hug og hjarta hefur hann tvístrað. Valdhöfum hefur hann steypt af stóli og upp hafið smælingja, hungraða hefur hann fyllt gæðum, en látið ríka tómhenta frá sér fara. Hann hefur minnst miskunnar sinnar og tekið að sér Ísrael, þjón sinn, eins og hann talaði til feðra vorra, við Abraham og niðja hans ævinlega. En María dvaldist hjá henni hér um bil þrjá mánuði og sneri síðan heim til sín.

Í dag minnist kirkjan: Uppnumningar Maríu Guðsmóður og ætíð Meyjar til himna. Hugleiðing dagsins: Heil. Jóhannes frá Damskus (um 675-749), munkur, guðfræðingur og kirkjufræðari. Önnur hugvekjan um svefn Maríu, 2. 3: Örk hins Nýja sáttmála gengur inn í hið himneska musteri (1K 8; Opb 11. 19)

Read more »

1 ... 8 9 10 ...11 ... 13 ...15 ...16 17 18 ... 20