Blaðsíður: 1 ... 7 8 9 ...10 ... 12 ...14 ...15 16 17 ... 20

20.09.06

  09:14:56, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 516 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 20. september 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 7. 31-35

„Við hvað á ég þá að líkja mönnum þessarar kynslóðar? Hverju eru þeir líkir? Líkir eru þeir börnum, sem á torgi sitja og kallast á: ,Vér lékum fyrir yður á flautu, og ekki vilduð þér dansa. Vér sungum yður sorgarljóð, og ekki vilduð þér gráta.' Nú kom Jóhannes skírari, át ekki brauð né drakk vín, og þér segið: ,Hann hefur illan anda.' Og Mannssonurinn er kominn, etur og drekkur, og þér segið: ,Hann er mathákur og vínsvelgur, vinur tollheimtumanna og bersyndugra!' En spekin hefur rétt fyrir sér, það staðfesta öll börn hennar.“
Í dag heiðrar kirkjan : Heil. Andrés Kim Taegon (1821-1846) og heil. Pál Chong Hasang(1795-1839), píslarvotta í Kóreu. Hugleiðing dagsins: Heil. Bernard frá Clairvaux (1091-1153), sistersíani og kirkjufræðari. Ritskýringarnar við Ljóðaljóðin, 38. hugvekjan: Fáviska þeirra sem hafna því að snúa sér til Guðs

Read more »

19.09.06

  10:11:29, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 820 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

„Guð hefur vitjað lýðs síns" (sjá Ritningarlesturinn fyrir 19. september)

Guð kom til jarðarinnar sem maður til að gera okkur að „litlum kristum,“ eða með orðum heil. Aþaníosar kirkjuföðurs: „Kristur varð að manni svo að mennskan yrði guðdómleg“ [1] Hinir heilögu feður voru einhuga um þetta. Heil. Íreneus komst svo að orði: „Orð Guðs, Drottinn okkar Jesú Kristur, varð það sem við erum í óumræðilegri elsku sinni til þess að við mættum verða það sem hann er í sjálfum sér“ [2]. Því mælti heil. Kýpríanos eftirfarandi orð sem eru kirkjunni sem leiðarljós inn í 21. öldina:

„Við fylgjum Kristi og göngum í spor Krists, hann er hinn innri leiðsögumaður okkar, hið skæra leiðarljós sem lýsir uppveginn. Hann er uppspretta hjálpræðisins sem leiðir okkur til himna til Föðurins og gefur þeim fyrirheit sem knýja á í trú. Ef við fylgjum því fordæmi sem hann gefur okkur eftir af trúfestu, verðum við sannkristin, aðrir kristar“ [3]

Read more »

  10:11:23, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 820 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

„Guð hefur vitjað lýðs síns"(sjá Ritningarlesturinn fyrir 19. september)

Guð kom til jarðarinnar sem maður til að gera okkur að „litlum kristum,“ eða með orðum heil. Aþaníosar kirkjuföðurs: „Kristur varð að manni svo að mennskan yrði guðdómleg“ [1] Hinir heilögu feður voru einhuga um þetta. Heil. Íreneus komst svo að orði: „Orð Guðs, Drottinn okkar Jesú Kristur, varð það sem við erum í óumræðilegri elsku sinni til þess að við mættum verða það sem hann er í sjálfum sér“ [2]. Því mælti heil. Kýpríanos eftirfarandi orð sem eru kirkjunni sem leiðarljós inn í 21. öldina:

„Við fylgjum Kristi og göngumí spor Krists, hann er hinn innri leiðsögumaður okkar, hið skæra leiðarljós sem lýsir uppveginn. Hann er uppspretta hjálpræðisins sem leiðir okkur til himna til Föðurins og gefur þeim fyrirheit sem knýja á í trú. Ef við fylgjum því fordæmi sem hann gefur okkur eftir af trúfestu, verðum við sannkristin, aðrir kristar“ [3]

Ofurfrjálsyndisguðfræði nútímans sem snýr öllu á haus segir hins vegar að Drottinn sé maður eins og við með öllum fýsnum okkar og tilhneigingum. Því segja þeir sem iðka óhæfuverk að Kristur sé eins og þeir. Þetta er hið alþekkta lögmál sálfræðinnar um vörpunina eða yfirfærsluna: Við sjáum það í öðrum sem við erum sjálf. Þetta er guðlast vegna þess að Kristur er HEILAGUR GUÐ.

Þetta er það sem kirkjan leggur áherslu á í sérhverri messu sem sungin er á jörðu: „Heilagur, heilagur, heilagur ert þú, Drottinn Guð herskaranna.“ Þannig opinberar Guð sig einnig í Ritningunni sem heilagan Guð. Hér er því um tilvistarfræðilegan mun að ræða: Við erum syndugt hold, en hann hinn Alhreini, Flekklausi og Heilagi. Þetta þekkja allir þeir sem ganga veg bænarinnar. Þegar við tökum að nálgast Guð í hinni myrku nótt hefst hreinsunin. Þetta er sökum þess að þyngsli hins tilvistarfræðilega aðskilnaðar reynist okkur um megn. Okkur finnst Guð okkur þá fjandsamlegur, grimmlyndur og fjarlægur Guð. Þetta er sökum óhreinleika okkar andspænis þeim sem er Alhreinn. Heilagleiki Guðs er öllu vanhelgu sem brennandi eldur. En smám saman breytir hann gráti okkar í gleðidans eftir því sem náðin blæs í okkur meira af Lífsins Anda (Rm 8. 2).

Drottinn kemur til þeirrar sálar sem auðmýkir sig og gerir sér bústað í henni í miskunn sinni, lítillæti og auðmýkt. Drottinn, Guð allsherjar sem skóp allan stjarnanna her er svo auðmjúkur, hann sem er takmarkalaus, að hann takmarkar sig í litlu og hringlaga ósýrðu brauði sem við köllum hostíu.

Orðið auðmýkt er orð sem ofurfrjálsyndisguðfræðin skilur ekki heldur. Orðið auðmýkt á ekkert skylt með undirlægjuhætti eða þrælsótta. Þetta lærist okkur í bæninni. Orðið auðmýkt þýðir að vera eins og mjúkt vax í höndum Guðs sem mótar okkur í sína mynd í almætti sínu. Sá Drottinn sem var lítillátur af hjarta gekk einnig um musterið og hratt um borðum víxlaranna og dúfnasalanna. Þetta gerir hann einnig í sálinni í hreinleika heilagleika síns vegna þess að hús hans á að vera bænahús himnesks Föður hans: Án syndar! Kristur reiðinnar talaði heldur ekki við faríseana neinni tæpitungu: Þér hræsnarar!

Það er ekki oft sem Drottinn opinberar KRAFT HEILAGLEIKA síns fyrir mönnum í guðspjöllunum vegna þess að mönnum stendur ógn af honum. Eitt dæmi um það þegar þessi kraftur heilagleika hans brýst fram óvænt er þegar þeir handtóku hann í garðinum. Þegar hermenn æðsta prestsins tóku hann höndum sagði hann:

„Að hverjum leitið þér?“
Þeir svöruðu honum:
„Að Jesú frá Nasaret“
Hann segir við þá:
„Ég er hann.“
Þegar Jesús sagði við þá:
„Ég er hann,“ HOPUÐU ÞEIR Á HÆL OG FÉLLU TIL JARÐAR!“ [4]

Sama gerðist á Taborfjalli þegar lærisveinarnir féllu fram á ásjónur sínar þegar þeir sáu dýrð hans. Hið sama gildir um sérhvern kristinn einstakling vegna þess að hann er HEILAGUR GUÐ!

Að lokum eitt heilræði. Þeir sem hafa sýkst af falsboðskap villuboðenda Orðsins ættu að snúa sér til presta rómversk kaþólsku kirkjunnar eða rússnesku Rétttrúnaðarkirkjunnar til að fá kjötmeti kenninga hinna heilögu feðra og mæðra postullegrar kenningar. Það verður þeim til lífs í andlegri upprisu sinni frá dauða veraldarhyggjunnar.

[1]. Um holdtekjuna, 54.
[2]. Gegn villutrú 5, Inngangur.
[3]. Um hégóma skurðgoðadýrkunar, 100, 15.
[4]. Jh 18. 4-6.

  10:11:03, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 820 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

„Guð hefur vitjað lýðs síns"(sjá Ritningarlesturinn fyrir 19. september)

Guð kom til jarðarinnar sem maður til að gera okkur að „litlum kristum,“ eða með orðum heil. Aþaníosar kirkjuföðurs: „Kristur varð að manni svo að mennskan yrði guðdómleg“ [1] Hinir heilögu feður voru einhuga um þetta. Heil. Íreneus komst svo að orði: „Orð Guðs, Drottinn okkar Jesú Kristur, varð það sem við erum í óumræðilegri elsku sinni til þess að við mættum verða það sem hann er í sjálfum sér“ [2]. Því mælti heil. Kýpríanos eftirfarandi orð sem eru kirkjunni sem leiðarljós inn í 21. öldina:

„Við fylgjum Kristi og göngumí spor Krists, hann er hinn innri leiðsögumaður okkar, hið skæra leiðarljós sem lýsir uppveginn. Hann er uppspretta hjálpræðisins sem leiðir okkur til himna til Föðurins og gefur þeim fyrirheit sem knýja á í trú. Ef við fylgjum því fordæmi sem hann gefur okkur eftir af trúfestu, verðum við sannkristin, aðrir kristar“ [3]

Ofurfrjálsyndisguðfræði nútímans sem snýr öllu á haus segir hins vegar að Drottinn sé maður eins og við með öllum fýsnum okkar og tilhneigingum. Því segja þeir sem iðka óhæfuverk að Kristur sé eins og þeir. Þetta er hið alþekkta lögmál sálfræðinnar um vörpunina eða yfirfærsluna: Við sjáum það í öðrum sem við erum sjálf. Þetta er guðlast vegna þess að Kristur er HEILAGUR GUÐ.

Þetta er það sem kirkjan leggur áherslu á í sérhverri messu sem sungin er á jörðu: „Heilagur, heilagur, heilagur ert þú, Drottinn Guð herskaranna.“ Þannig opinberar Guð sig einnig í Ritningunni sem heilagan Guð. Hér er því um tilvistarfræðilegan mun að ræða: Við erum syndugt hold, en hann hinn Alhreini, Flekklausi og Heilagi. Þetta þekkja allir þeir sem ganga veg bænarinnar. Þegar við tökum að nálgast Guð í hinni myrku nótt hefst hreinsunin. Þetta er sökum þess að þyngsli hins tilvistarfræðilega aðskilnaðar reynist okkur um megn. Okkur finnst Guð okkur þá fjandsamlegur, grimmlyndur og fjarlægur Guð. Þetta er sökum óhreinleika okkar andspænis þeim sem er Alhreinn. Heilagleiki Guðs er öllu vanhelgu sem brennandi eldur. En smám saman breytir hann gráti okkar í gleðidans eftir því sem náðin blæs í okkur meira af Lífsins Anda (Rm 8. 2).

Drottinn kemur til þeirrar sálar sem auðmýkir sig og gerir sér bústað í henni í miskunn sinni, lítillæti og auðmýkt. Drottinn, Guð allsherjar sem skóp allan stjarnanna her er svo auðmjúkur, hann sem er takmarkalaus, að hann takmarkar sig í litlu og hringlaga ósýrðu brauði sem við köllum hostíu.

Orðið auðmýkt er orð sem ofurfrjálsyndisguðfræðin skilur ekki heldur. Orðið auðmýkt á ekkert skylt með undirlægjuhætti eða þrælsótta. Þetta lærist okkur í bæninni. Orðið auðmýkt þýðir að vera eins og mjúkt vax í höndum Guðs sem mótar okkur í sína mynd í almætti sínu. Sá Drottinn sem var lítillátur af hjarta gekk einnig um musterið og hratt um borðum víxlaranna og dúfnasalanna. Þetta gerir hann einnig í sálinni í hreinleika heilagleika síns vegna þess að hús hans á að vera bænahús himnesks Föður hans: Án syndar! Kristur reiðinnar talaði heldur ekki við faríseana neinni tæpitungu: Þér hræsnarar!

Það er ekki oft sem Drottinn opinberar KRAFT HEILAGLEIKA síns fyrir mönnum í guðspjöllunum vegna þess að mönnum stendur ógn af honum. Eitt dæmi um það þegar þessi kraftur heilagleika hans brýst fram óvænt er þegar þeir handtóku hann í garðinum. Þegar hermenn æðsta prestsins tóku hann höndum sagði hann:

„Að hverjum leitið þér?“
Þeir svöruðu honum:
„Að Jesú frá Nasaret“
Hann segir við þá:
„Ég er hann.“
Þegar Jesús sagði við þá:
„Ég er hann,“ HOPUÐU ÞEIR Á HÆL OG FÉLLU TIL JARÐAR!“ [4]

Sama gerðist á Taborfjalli þegar lærisveinarnir féllu fram á ásjónur sínar þegar þeir sáu dýrð hans. Hið sama gildir um sérhvern kristinn einstakling vegna þess að hann er HEILAGUR GUÐ!

Að lokum eitt heilræði. Þeir sem hafa sýkst af falsboðskap villuboðenda Orðsins ættu að snúa sér til presta rómversk kaþólsku kirkjunnar eða rússnesku Rétttrúnaðarkirkjunnar til að fá kjötmeti kenninga hinna heilögu feðra og mæðra postullegrar kenningar. Það verður þeim til lífs í andlegri upprisu sinni frá dauða veraldarhyggjunnar.

[1]. Um holdtekjuna, 54.
[2]. Gegn villutrú 5, Inngangur.
[3]. Um hégóma skurðgoðadýrkunar, 100, 15.
[4]. Jh 18. 4-6.

  08:54:04, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 487 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 19. september 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 7. 11-17

Skömmu síðar bar svo við, að Jesús hélt til borgar, sem heitir Nain, og lærisveinar hans fóru með honum og mikill mannfjöldi. Þegar hann nálgaðist borgarhliðið, þá var verið að bera út látinn mann, einkason móður sinnar, sem var ekkja, og mikill fjöldi úr borginni var með henni. Og er Drottinn sá hana, kenndi hann í brjósti um hana og sagði við hana:„Grát þú eigi!" Og hann gekk að og snart líkbörurnar, en þeir, sem báru, námu staðar. Þá sagði hann: „Ungi maður, ég segi þér, rís þú upp!" Hinn látni settist þá upp og tók að mæla, og Jesús gaf hann móður hans. En ótti greip alla, og þeir vegsömuðu Guð og sögðu: "Spámaður mikill er risinn upp meðal vor," og „Guð hefur vitjað lýðs síns." Og þessi fregn um hann barst út um alla Júdeu og allt nágrennið.

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Janúaríus (d. 305). Hugleiðing dagsins: Heil. Ágústínus (354-430), biskup í Hippo (Norðurafríku) og kirkjufræðari. Predikun 98: „Ungi maður, ég segi þér, rís þú upp!"

Read more »

18.09.06

  11:00:46, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 978 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

„Og þegar ég verð hafinn upp frá jörðu, mun ég draga alla til mín" (Jh 12. 32)

Í dag heiðrar kirkjan minningu heil. Jósefs frá Cupertino sem var fransiskani. Hann var tekinn í tölu heilagra 1767 og í rannsókninni sem fór á undan þessari ákvörðun eru skráð 70 tilvik um svif (levitation) hans. Hann varð víðfrægur fyrir þessi svif en í hans huga voru þau þungur kross að bera og glæddu auðmýkt hans, þolgæði og hlýðni ríkulega. Í tíðagjörðabók fransiskanareglunnar fyrir þennan dag þegar kirkjan heiðrar minningu hans má lesa: „Um fram allt annað þarfnast Guð vilja okkar sem við þiggjum sem óverðskuldaða náðargjöf frá Guði í sköpuninni og megum nota sem okkar eigin eign. Þegar maðurinn leggur rækt við dyggðirnar er það sökum hjálpar náðar Guðs þaðan sem öll gæska kemur.“

Read more »

  09:19:44, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 629 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 18. september 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 7. 1-10

Þá er hann hafði lokið máli sínu í áheyrn lýðsins, fór hann til Kapernaum. Hundraðshöfðingi nokkur hafði þjón, sem hann mat mikils. Þjónninn var sjúkur og dauðvona. Þegar hundraðshöfðinginn heyrði um Jesú, sendi hann til hans öldunga Gyðinga og bað hann koma og bjarga lífi þjóns síns. Þeir komu til Jesú, báðu hann ákaft og sögðu: „Verður er hann þess, að þú veitir honum þetta, því að hann elskar þjóð vora, og hann hefur reist samkunduna handa oss." Jesús fór með þeim. Þegar hann átti skammt til hússins, sendi hundraðshöfðinginn vini sína til hans og lét segja við hann: „Ómaka þig ekki, herra, því að ég er ekki verður þess, að þú gangir inn undir þak mitt. Þess vegna hef ég ekki heldur talið sjálfan mig verðan þess að koma til þín. En mæl þú eitt orð, og mun sveinn minn heill verða. Því að sjálfur er ég maður, sem verð að lúta valdi og ræð yfir hermönnum, og ég segi við einn: ,Far þú,' og hann fer, og við annan: ,Kom þú,' og hann kemur, og við þjón minn: ,Gjör þetta,' og hann gjörir það." Þegar Jesús heyrði þetta, furðaði hann sig á honum, sneri sér að mannfjöldanum, sem fylgdi honum, og mælti: „Ég segi yður, ekki einu sinni í Ísrael hef ég fundið þvílíka trú." Sendimenn sneru þá aftur heim og fundu þjóninn heilan heilsu.
Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Jósef frá Cupertino (1603-1663). Hugleiðing dagsins: Heil. Frans frá Assisí. Fyrsta reglan, 17: „Ég er ekki verður þess, að þú gangir inn undir þak mitt.“

Read more »

17.09.06

  13:21:07, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 900 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ég, Ég, ÉG! – eftir föður Jerry Orbos, SVD, Filippseyjunum

Ég heyrði sögu nýlega um þrjá menn sem sátu saman á garðbekk. Maðurinn í miðjunni steinsvaf meðan hinir tveir sitt hvoru megin við hann létu eins og þeir væru á laxveiðum. Af mikilli einbeitingu hófu þeir ímyndaðar veiðistangirnar á loft, köstuðu og sveifluðu stöngunum fram og aftur. Lögreglumaður átti leið hjá, nam staðar, og hristi manninn í miðjunni til þar til hann vaknaði og spurði: „Eru þessi fífl vinir þínir? Komdu þeim í burtu.“ „Það skal ég gera strax“ svaraði maðurinn og tók að róa eins og óður maður.

* * *
 

Read more »

  10:58:16, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 786 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 17. september 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Mk 8. 27-35

Jesús fór nú ásamt lærisveinum sínum til þorpanna hjá Sesareu Filippí. Á leiðinni spurði hann lærisveina sína: „Hvern segja menn mig vera?“ Þeir svöruðu honum: „Jóhannes skírara, aðrir Elía og aðrir einn af spámönnunum.“ Og hann spurði þá: „En þér, hvern segið þér mig vera?“ Pétur svaraði honum: „Þú ert Kristur." Og hann lagði ríkt á við þá að segja engum frá sér. Þá tók hann að kenna þeim: „Mannssonurinn á margt að líða, honum mun útskúfað verða af öldungum, æðstu prestum og fræðimönnum, hann mun líflátinn, en upp rísa eftir þrjá daga.“ Þetta sagði hann berum orðum. En Pétur tók hann á einmæli og fór að átelja hann. Jesús sneri sér við, leit til lærisveina sinna, ávítaði Pétur og sagði: „Vík frá mér, Satan, eigi hugsar þú um það, sem Guðs er, heldur það, sem manna er.“ Og hann kallaði til sín mannfjöldann ásamt lærisveinum sínum og sagði við þá: „Hver sem vill fylgja mér, afneiti sjálfum sér, taki kross sinn og fylgi mér. Því að hver sem vill bjarga lífi sínu, mun týna því, og hver sem týnir lífi sínu vegna mín og fagnaðarerindisins, mun bjarga því.“

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Róbert Bellarmine (1542-1621), kardínála.  Hugleiðing dagsins: Heil. Ágústínus (354-430), biskup í Hippo (Norðurafríku) og kirkjufræðari Predikun 96: „Eigi hugsar þú um það, sem Guðs er, heldur það, sem manna er.“

Read more »

16.09.06

  13:12:16, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1187 orð  
Flokkur: Fóstureyðingar og vernd

Hin sjö sakramenti veraldarhyggjunnar

Í eftirfarandi grein sem rituð var 17. ágúst s. l. fjallar bandaríski biskupinn Thomas Doran í Rockford um það hvernig Guð lítur á „fósturdeyðingar, kynvillu, getnaðarvarnir, hjónaskilnaði, líknarmorð, róttækan feminisma og tilraunir á fósturvísum og drápum á þeim. Hún birtist á heimasíðu New Advent og höfðar ekki síður til okkar á Íslandi.

Uppskera fellibyls fósturdeyðinganna

Sem mennskar verur og borgarar í „landi í fyrsta heiminum,“ sem Bandaríkjamenn og kaþólikkar verðum við um fram allt annað að taka mið af ríkjandi aðstæðum sem við búum við. Við vitum að eina sköpun Guðs sem mun standast tímans tönn er sú sem gædd er skilningi og vilja. Allt annað mun leysast upp og líða undir lok í fyllingu tímans.

Read more »

  08:51:52, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 668 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 16. september 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 6. 43-49

Því að ekki er til gott tré, er beri slæman ávöxt, né heldur slæmt tré, er beri góðan ávöxt. En hvert tré þekkist af ávexti sínum, enda lesa menn ekki fíkjur af þistlum né vínber af þyrnirunni. Góður maður ber gott fram úr góðum sjóði hjarta síns, en vondur maður ber vont fram úr vondum sjóði. Af gnægð hjartans mælir munnur hans. En hví kallið þér mig herra, herra, og gjörið ekki það, sem ég segi? Ég skal sýna yður, hverjum sá er líkur, sem kemur til mín, heyrir orð mín og breytir eftir þeim. Hann er líkur manni, er byggði hús, gróf djúpt fyrir og grundvallaði það á bjargi. Nú kom flóð og flaumurinn skall á því húsi, en fékk hvergi hrært það, vegna þess að það var vel byggt. Hinn, er heyrir og gjörir ekki, er líkur manni, sem byggði hús á jörðinni án undirstöðu. Flaumurinn skall á því, og það hús féll þegar, og fall þess varð mikið."

Í dag heiðrar kirkjan : Heil. Kornelíus. Hugleiðing dagsins: Heil. Ágústínus (354-430), biskup í Hippo (Norðurafríku) og kirkjufræðari: Predikun 179: Bygging grundvölluð á bjargi

Read more »

15.09.06

  10:44:16, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 717 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Táknið sem móti verður mælt (sjá Ritningarlestur dagsins 15. september)

Undursamlegt er það, blíða Móðir, að heimsækja þig í lágreistum og fátæklegum heimkynnum þínum í Nasaret. Þar skríður barnið þitt litla, hann Jesús, skríkjandi um á gólfinu og leikur sér að hjólahestinum sem Jósef pabbi hans smíðaði handa honum. Og allt einkennist andrúmsloftið af þeim ótta elskunnar sem Drottinn sagði að myndi fylla hann (Jes. 11. 3 – Septuagintan). Ekkert styggðaryrði var mælt á þessu fátæklega heimili vegna þess að öll glædduð þið elsku ykkar í hvers annars garð og óttuðust aðeins eitt: Það sem gæti kælt hana. Og jafnskjótt og Jósef kom af verkstæðinu og þið höfðuð matast hlýddi Jesús honum strax þegar Jósef bað hann að fara að sofa vegna þess að hann var hlýðinn Sonur, bæði gagnvart sínum himneska Föður og staðgengli hans á jörðu: Jósef. Það var af þessari ástæðu sem heil. Teresa frá Avíla sagði að árnaðarbænir til heil. Jósefs væru svo máttugar vegna þess að rétt eins og á jörðinni gæti Jesús aldrei neitað honum um neitt á himnum. Þetta markaði upphafið að hennar eigin heilagaleika.

Read more »

  09:38:12, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 402 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 15. september 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists föstudaginn 15. september er úr Lúkas 2. 33-35

Faðir hans og móðir undruðust það, er sagt var um hann. En Símeon blessaði þau og sagði við Maríu móður hans: "Þessi sveinn er settur til falls og til viðreisnar mörgum í Ísrael og til tákns, sem móti verður mælt, og sjálf munt þú sverði níst í sálu þinni. Þannig munu hugsanir margra hjartna verða augljósar."

Í dag heiðrar kirkjan: Vora Frú af þjáningunni.  Hugleiðing dagsins: Heil. Bonaventura (1221-1274), fransiskani og kirkjufræðari. Sjö náðargjafir Heilags Anda, VI. 15-21: „Nú er hún móðir þín“ (Jh 19. 26).

Read more »

14.09.06

  09:06:23, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 483 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 14. september 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Jh 3. 13-17

Enginn hefur stigið upp til himins, nema sá er steig niður frá himni, Mannssonurinn. Og eins og Móse hóf upp höggorminn í eyðimörkinni, þannig á Mannssonurinn að verða upp hafinn, svo að hver sem trúir hafi eilíft líf í honum. Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. Guð sendi ekki soninn í heiminn til að dæma heiminn, heldur að heimurinn skyldi frelsast fyrir hann.

Í dag fagnar kirkjan: Sigri hins heilaga kross. Krosshátíð að hausti: Upphafning hins heilaga kross.Hugleiðing dagsins: Heil. Þeodór stúdíti (759-826), munkur í Stúdítaklaustrinu í Miklagarði: Krossinn, tré lífsins

Read more »

13.09.06

  12:17:16, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 716 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Þú breytir gráti okkar í gleðidans og gyrðir okkur fögnuði (sjá Sl 30. 12)

Sælir eru kristnir menn. Drottinn býr í kirkju sinni og Heilagur Andi opinberar okkur hann á hverjum degi og við fáum að sjá hann í hulu hinna helgu efna og bergja á heilögu blóði hans og nærast á holdi hans og sálin fagnar. Þegar hin helgu efni eru borin fram á altarinu opnast himnarnir því að hann er ekki einn á ferð. Enginn konungur fer í ferð án hirðar sinnar, síst af öllu þessi Konungur lífsins. Í sérhverri messu taka hinir heilögu tignarvættir þátt í lofgjörð altarisins eða eins og Heil. Hildigard frá Bingen sagði: „Þeir geta aldrei staðist himneska lofgjörð og því koma þeir.“ Dýrleg er sú birta sem ljómar fyrir andlegu auga kristins manns þegar himnesk birta streymir yfir altarið. Kirkjan er okkur því dýrmætur fjársjóður og náðargjöf sem Drottinn gaf okkur meðan hann dvaldi með okkur á jörðu í holdi.

Read more »

  11:24:50, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 688 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 13. september 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 6. 20-26

Þá hóf hann upp augu sín, leit á lærisveina sína og sagði: „Sælir eruð þér, fátækir, því að yðar er Guðs ríki. Sælir eruð þér, sem nú hungrar, því að þér munuð saddir verða. Sælir eruð þér, sem nú grátið, því að þér munuð hlæja. Sælir eruð þér, þá er menn hata yður, þá er þeir útskúfa yður og smána og bera út óhróður um yður vegna Mannssonarins. Fagnið á þeim degi og leikið af gleði, því laun yðar eru mikil á himni, og á sama veg fóru feður þeirra með spámennina. En vei yður, þér auðmenn, því að þér hafið tekið út huggun yðar. Vei yður, sem nú eruð saddir, því að yður mun hungra. Vei yður, sem nú hlæið, því að þér munuð sýta og gráta. Vei yður, þá er allir menn tala vel um yður, því að á sama veg fórst feðrum þeirra við falsspámennina.

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Jóhannes Chrysostomos (d. 406), kirkjufræðara. Hugleiðing dagsins: Ísak af stjörnunni (?- um 1171), sístersíani. Önnur predikun á Allra heilagra messu, 13-20: „Sælir eruð þér, sem nú grátið“

Read more »

12.09.06

  11:14:21, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 158 orð  
Flokkur: Vefrit Karmels

Vefrit Karmels

Ég vil vekja athygli á því að „Dulúðin – um vöxt trúarvitundar mannkynsins“ eftir Evelyn Underhill er nú komið á pdf formati á Vefrit Karmels. Frá því að verkið birtist fyrst í html útgáfu hef ég leitast við að lagfæra og leiðrétta verkið eftir bestu getu.

Ef „fölnuð laufblöð“ ritvillna leynast enn í textanum, bið ég lesandann að hafa efirfarandi vísukorn í huga:

Lastaranum líkar ei neitt,
lætur hann ganga róginn,
finni hann fölnað laufblað eitt,
lastar hann allan skóginn.

Þetta er mikið verk upp á rúmlega 500 blaðsíður og fjallar um „mannfræði Kristsgjörningarinnar (anthrophology of the Christification) eins og einn feðra Austurkirkjunnar komst að orði (sjá Ef. 4. 13).

Höfundurinn samdi það til að ljúka upp táknmáls- og hugtakafræði hinna heilögu fyrir hinum almenna lesanda og þar má sjá hundruðir tilvitnanna í skrif þeirra og ummæli. Njótið heil!

TENGILL

  09:46:12, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 919 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Þegar dauðinn knýr dyra

Þegar einhver ástvina okkar kveður þetta líf beinir það hugsunum okkar ósjálfrátt að okkar eigin dauðastund. Og eitt er víst að öll munum við deyja, við getum sagt að þetta sé eitt af því fáa sem við getum gengið út frá sem vísu í jarðneskri tilveru okkar. Þetta er mér sjálfum ofarlega í huga í þessari viku vegna þess að einn bræðra minna andaðist í upphafi þessarar viku.

Read more »

  08:40:30, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 613 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 12. september 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lúkas 6. 12-19

En svo bar við um þessar mundir, að hann fór til fjalls að biðjast fyrir og var alla nóttina á bæn til Guðs. Og er dagur rann, kallaði hann til sín lærisveina sína, valdi tólf úr þeirra hópi og nefndi þá postula. Þeir voru: Símon, sem hann nefndi Pétur, Andrés bróðir hans, Jakob og Jóhannes, Filippus og Bartólómeus, Matteus og Tómas, Jakob Alfeusson og Símon, kallaður vandlætari, og Júdas Jakobsson og Júdas Ískaríot, sem varð svikari. Hann gekk ofan með þeim og nam staðar á sléttri flöt. Þar var stór hópur lærisveina hans og mikill fjöldi fólks úr allri Júdeu, frá Jerúsalem og sjávarbyggðum Týrusar og Sídonar, er komið hafði til að hlýða á hann og fá lækning meina sinna. Einnig voru þeir læknaðir, er þjáðir voru af óhreinum öndum. Allt fólkið reyndi að snerta hann, því að frá honum kom kraftur, er læknaði alla.
Í dag heiðrar kirkjan: Hið heilaga Nafn Maríu Guðsmóður. Hugleiðing dagsins: Heilagur Ágústínus (354-430), biskup í Hippo (Norðurafríku) og kirkjufræðara. Úr bréfi til Proba: „Hann var alla nóttina á bæn til Guðs.“

Read more »

11.09.06

  11:08:38, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 847 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Ásýnd jarðarinnar er mörkuð syndinni á okkar tímum

Í spádómsriti Esekíels spámanns lesum við einhver leyndardómsfyllstu orðin í allri ritningunni: „Og ég leitaði að einhverjum meðal þeirra, er hlaða vildi garð eða skipa sér í skarðið gegn móti mér, landinu til varnar, til þess að ég legði það ekki í eyði, en ég fann engan. Þá úthellti ég reiði minni yfir þá, gjöreyddi þeim með eldi gremi minnar, ég lét athæfi þeirra þeim í koll koma, – segir Drottinn Guð (Esk 22. 30-31). Því reisir Drottinn fyrirbiðjendur á jörðu til að vaka yfir múrum Jerúsalem: „Þeir skulu aldrei þegja, hvorki um daga né nætur“ (Jes 62. 6).

Read more »

  09:37:04, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 615 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 11. september 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 6. 6-11

Annan hvíldardag gekk hann í samkunduna og kenndi. Þar var maður nokkur með visna hægri hönd. En fræðimenn og farísear höfðu nánar gætur á Jesú, hvort hann læknaði á hvíldardegi, svo að þeir fengju tilefni að kæra hann. En hann vissi hugsanir þeirra og sagði við manninn með visnu höndina: „Statt upp, og kom hér fram.“ Og hann stóð upp og kom. Jesús sagði við þá: „Ég spyr yður, hvort er heldur leyfilegt að gjöra gott eða gjöra illt á hvíldardegi, bjarga lífi eða granda því?“ Hann leit í kring á þá alla og sagði við manninn: „Réttu fram hönd þína.“ Hann gjörði svo, og hönd hans varð heil. En þeir urðu æfir við og ræddu sín á milli, hvað þeir gætu gjört Jesú.
Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Kýpríanos (d. 258). Hugleiðing dagsins: Heil. Aþanasíus (295-373), biskup í Alexandríu, kirkjufræðari. Gegn heiðingjum: Lækningin á hvíldardeginum, tákn fyllingar sköpunarinnar

Read more »

10.09.06

  11:24:56, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 615 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Vísindi reynsluguðfræðinnar

Í dag heiðrar kirkjan minningu kínverska píslarvottsins blessaðrar Agnesar Tsao-Kouy. Hún var ekkja og varð að sæta ofsóknum fyrir trúboð sitt og trúfræðslu og þegar hún gekk inn í búrið í Sy-Lin-Hien til að bera dýrð Drottins vitni var hún full gleði og þakklætis. Þetta gera kínverskir bræður okkar og systur enn í dag vegna þess að „hann hefur ekki gleymt hrópi hinna hrjáðu og lyftir þeim upp frá hliðum dauðans (Sl 9. 13, 14). Allir hafa þessir hrjáðu Drottins heyrt orð hans: Effaþa! hljóma í eigin hjörtum. „Dýr er í augum Drottins dauði dýrkenda hans“ (Sl 116. 15).

Read more »

  10:49:07, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 544 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 10. september 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Mk 7. 31-37

Síðan hélt hann úr Týrusarbyggðum, um Sídon og yfir Dekapólisbyggðir miðjar til Galíleuvatns. Þá færa þeir til hans mann, daufan og málhaltan, og biðja hann að leggja hönd sína yfir hann. Jesús leiddi hann afsíðis frá fólkinu, stakk fingrum sínum í eyru honum og vætti tungu hans með munnvatni sínu. Þá leit hann upp til himins, andvarpaði og sagði við hann: „Effaþa,“ það er: Opnist þú. Og eyru hans opnuðust, og haft tungu hans losnaði, og hann talaði skýrt. Jesús bannaði þeim að segja þetta neinum, en svo mjög sem hann bannaði þeim, því frekar sögðu þeir frá því. Menn undruðust næsta mjög og sögðu: „Allt gjörir hann vel, daufa lætur hann heyra og mállausa mæla.“

Í dag heiðrar kirkjan: Blessaða Agnesi Tsao-Kouy (d. 1622), kínverskan píslarvott. Hugleiðing dagsins: Jóhannes Tauler (1300-1361), dóminíkani og einn „Vina Guðs“ í Rínardalnum. Úr 49. predikuninni: „Allt gjörir hann vel, daufa lætur hann heyra og mállausa mæla.“

Read more »

09.09.06

  10:57:37, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1068 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Um þrælahald og rangfærslur veraldarhyggjunnar (secularism)

Í dag heiðrar kirkjan heil. Pétur Claver (1581-1654), en árið 1888 hóf Leó páfi XIII hann í tölu heilagra og útnefndi sem verndara trúboða meðal ánauðugra manna. Hann fæddist á Spáni en árið 1610 yfirgaf hann föðurland sitt fyrir fullt og allt og settist að í Cartagena í Kolumbíu, en hún var miðstöð þrælaverslunar á þeim tímum. Tugþúsundum saman voru þrælarnir fluttir yfir Atlantshafið frá Vesturafríku og aðbúnaðurinn var svo slæmur að áætlað er að einn þriðji þeirra hafi látist meðan á sjóferðinni stóð. Þrátt fyrir að Páll páfi III (1468-1534) hefði fordæmt þrælahald stóð þessi þokkalega iðja með miklum blóma.

Read more »

  09:25:47, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 422 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 9. september 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 6. 1-5
En svo bar við á hvíldardegi, að hann fór um sáðlönd, og tíndu lærisveinar hans kornöx, neru milli handanna og átu. Þá sögðu farísear nokkrir: „Hví gjörið þér það, sem er ekki leyfilegt á hvíldardegi?“ Og Jesús svaraði þeim: „Hafið þér þá ekki lesið, hvað Davíð gjörði, er hann hungraði og menn hans? Hann fór inn í Guðs hús, tók skoðunarbrauðin og át og gaf mönnum sínum, en þau má enginn eta nema prestarnir einir.“ Og hann sagði við þá: „Mannssonurinn er herra hvíldardagsins.“

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Pétur Claver (1581-1654), postula ánauðugra þræla. Hugleiðing dagsins: Benedikt páfi XVI; Úr hugvekju haldinni á 20. Heimsdegi æskunnar, sunnudaginn 21. ágúst 2005: „Mannssonurinn er herra hvíldardagsins“ (Lk 6. 5)

Read more »

08.09.06

  09:55:46, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 749 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

„Þið voruð foreldrar okkar allra, en jafnframt morðingjar.“ [1]

Hvaðan berst sá harmagrátur um upphimininn sem mælir þessi orð af vörum? Þetta er harmagrátur engla þess eins milljarðs barna sem myrt hafa verið á undanförnum tveimur áratugum: „Varist að forsmá nokkurn þessara smælingja. Ég segi yður, að englar þeirra á himnum sjá jafnan auglit míns himneska Föður“ (Mt 18. 10). Þegar Heilagur Andi blés hinum fornu Hebreum í brjóst að rita Sköpunarsöguna áminnti hann okkur um eilíf sannindi. Syndafallið er ekki einstæður sögulegur atburður sem gerðist í eitt skiptið fyrir öll, heldur sívarandi í lífi okkar hvers og eins sem endurtekur sig sífellt í mannshjörtunum.

Read more »

  08:51:18, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 581 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 8. september 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Matteus 1. 18-25

Fæðing Jesú Krists varð með þessum atburðum: María, móðir hans, var föstnuð Jósef. En áður en þau komu saman, reyndist hún þunguð af heilögum anda. Jósef, festarmaður hennar, sem var grandvar, vildi ekki gjöra henni opinbera minnkun og hugðist skilja við hana í kyrrþey. Hann hafði ráðið þetta með sér, en þá vitraðist honum engill Drottins í draumi og sagði: "Jósef, sonur Davíðs, óttastu ekki að taka til þín Maríu, heitkonu þína. Barnið, sem hún gengur með, er af heilögum anda. Hún mun son ala, og hann skaltu láta heita Jesú, því að hann mun frelsa lýð sinn frá syndum þeirra." Allt varð þetta til þess, að rætast skyldu orð Drottins fyrir munn spámannsins: "Sjá, mærin mun þunguð verða og son ala. Nafn hans mun vera Immanúel," það þýðir: Guð með oss. Þegar Jósef vaknaði, gjörði hann eins og engill Drottins hafði boðið honum og tók konu sína til sín. Hann kenndi hennar ekki fyrr en hún hafði alið son. Og hann gaf honum nafnið JESÚS.
Í dag fagnar kirkjan: Fæðingu hinnar blessuðu Meyjar og Sonar hennar JESÚS. Hugleiðing dagsins: Heil. Bernard (1091-1153), sistersíani og kirkjufræðari.Fagnaðarsöngur um Maríu Mey: Hugvekja 2, 3: Fæðing hinnar nýju Evu

Read more »

07.09.06

  11:16:55, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 292 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Ég elska Bolungarvík! – bæjarfélag lífsmenningar á Íslandi.

Þann 13. ágúst s. l. hófst ástarvikan í Bolungarvík. Hún er nú haldin í þriðja sinn og hófst að venju með því að allir íbúarnir, ungir sem aldnir, sendu heiminum eldheitar ástarkveðjur með því að sleppa 100 gasblöðrum á loft. Megi algóður Guð gefa að ein þeirra berist til bjöllusauðanna í Brüssel, vegna þess að boðskapur hennar er: Fleiri börn! Guð, gef oss fleiri börn!

Read more »

  08:20:11, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 617 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 7. september 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 5. 1-11

Nú bar svo til, að hann stóð við Genesaretvatn og mannfjöldinn þrengdist að honum til að hlýða á Guðs orð. Þá sá hann tvo báta við vatnið, en fiskimennirnir voru farnir í land og þvoðu net sín. Hann fór út í þann bátinn, er Símon átti, og bað hann að leggja lítið eitt frá landi, settist og tók að kenna mannfjöldanum úr bátnum. Þegar hann hafði lokið ræðu sinni, sagði hann við Símon: „Legg þú út á djúpið, og leggið net yðar til fiskjar.“ Símon svaraði: „Meistari, vér höfum stritað í alla nótt og ekkert fengið, en fyrst þú segir það, skal ég leggja netin.“ Nú gjörðu þeir svo, og fengu þeir þá mikinn fjölda fiska, en net þeirra tóku að rifna. Bentu þeir þá félögum sínum á hinum bátnum að koma og hjálpa sér. Þeir komu og hlóðu báða bátana, svo að nær voru sokknir. Þegar Símon Pétur sá þetta, féll hann fyrir kné Jesú og sagði: „Far þú frá mér, herra, því að ég er syndugur maður.“ En felmtur kom á hann og alla þá, sem með honum voru, vegna fiskaflans, er þeir höfðu fengið. Eins var um Jakob og Jóhannes Sebedeussyni, félaga Símonar. Jesús sagði þá við Símon: „Óttast þú ekki, héðan í frá skalt þú menn veiða.“ Og þeir lögðu bátunum að landi, yfirgáfu allt og fylgdu honum.
Í dag heiðrar kirkjan: Blessaður Fredrick Oznam (1813-1853). Hugleiðing dagsins: Heil. Ambrósíus (um 340-297), biskup í Mílan og kirkjufræðari. Umfjöllum um Lúkasarguðspjallið: „Legg þú út á djúpið, og leggið net yðar til fiskjar.“

Read more »

06.09.06

  10:34:41, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1075 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Útkallið – ekkaleo (koina Nýja testamentisins)

Í dag heyrum við orðið „útkall“ iðulega tengjast björgunarsveitum: Þær fá útkall þegar eitthvað slys eða voða ber að höndum. Umfangsmesta björgunaraðgerð veraldarsögunnar átti sér stað þegar Guð sendi sinn elskaða Son til jarðar í Holdtekjunni til að bjarga þeim heimi sem logaði í hatri og vítiseldi óvinar alls lífs: Satans. Þá urðu mestu vatnaskilin í mannkynssögunni. Einn hinna fornu kirkjufeðra sagði því sigri hrósandi: „Guð setti beitu holdsins á öngul hjálpræðisins og Satan gleypti hana umhugsunarlaust“ (Heil. Gregoríos frá Nyssa (335-295).

Read more »

  08:23:14, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 608 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 6. september 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 4. 38-44

Úr samkundunni fór hann í hús Símonar. En tengdamóðir Símonar var altekin sótthita, og báðu þeir hann að hjálpa henni. Hann gekk að, laut yfir hana og hastaði á sótthitann, og fór hann úr henni. En hún reis jafnskjótt á fætur og gekk þeim fyrir beina. Um sólsetur komu allir þeir, er höfðu á sínum vegum sjúklinga haldna ýmsum sjúkdómum, og færðu þá til hans. En hann lagði hendur yfir hvern þeirra og læknaði þá. Þá fóru og illir andar út af mörgum og æptu: „Þú ert sonur Guðs.“ En hann hastaði á þá og bannaði þeim að tala, því að þeir vissu, að hann var Kristur. Þegar dagur rann, gekk hann burt á óbyggðan stað, en mannfjöldinn leitaði hans. Þeir fundu hann og vildu aftra því, að hann færi frá þeim. En hann sagði við þá: „Mér ber og að flytja hinum borgunum fagnaðarerindið um Guðs ríki, því að til þess var ég sendur.“ Og hann prédikaði í samkundunum í Júdeu.

Í dag heiðrar kirkjan: Bl. Claudio Granzotto (1900-1947), myndhöggvara. Hugleiðing dagsins: Heil. Bernard (1091-1153), sístersíanamunkur og kirkjufræðari. Predikun 84 um Ljóðaljóðin, 3: Mannfjöldinn leitaði hans: En hann sagði við þá: „Mér ber og að flytja hinum borgunum fagnaðarerindið um Guðs ríki“

Read more »

05.09.06

  08:55:52, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 415 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 5. september 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lúkas 4. 31-27

Hann kom nú ofan til Kapernaum, borgar í Galíleu, og kenndi þeim á hvíldardegi. Undruðust menn mjög kenningu hans, því að vald fylgdi orðum hans. Í samkunduhúsinu var maður nokkur, er haldinn var óhreinum, illum anda. Hann æpti hárri röddu: „Æ, hvað vilt þú oss, Jesús frá Nasaret? Ert þú kominn að tortíma oss? Ég veit, hver þú ert, hinn heilagi Guðs.“ Jesús hastaði þá á hann og mælti: „Þegi þú, og far út af honum.“ En illi andinn slengdi honum fram fyrir þá og fór út af honum, en varð honum ekki að meini. Felmtri sló á alla, og sögðu þeir hver við annan: „Hvaða orð er þetta? Með valdi og krafti skipar hann óhreinum öndum, og þeir fara.“ Og orðstír hans barst út til allra staða þar í grennd.
Í dag heiðrar kirkjan: Blessaða móður Teresu frá Kalkútta (1910-1997). Hugleiðing dagsins: Baudoin de Ford (? – um 1190), ábóti í Sistersíanreglunni. 6. hugvekjan: „Hvaða orð er þetta? Með valdi og krafti skipar hann óhreinum öndum, og þeir fara.“

Read more »

04.09.06

  10:12:30, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1162 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Hinir þrír miklu risar hjartans

Í ritningarlestri dagsins (þann 4. september) er vikið að anda ótta Drottins sem í Septuagintatextanum (sem er hinn opinberi texti kirkjunnar) segir að fylla myndi Drottin, hinn komandi Messías og mannkynsfrelsara. Um hina andana er sagt að þeir myndu hvíla yfir honum, en að andi óttans muni fylla hann. Þetta er ekki sá ótti sem er til samræmis við skilning heimsins. Þetta er ótti elskunnar – að forðast með öllu að særa þann sem hann elskaði: Guð. Þennan sama ótta sjáum við jafnvel að starfi í heilbrigðri og elskuríkri mennskri fjölskyldu þar sem meðlimirnir forðast allt það sem gæti kælt elskuna í garð hvers annars. Þetta er ætíð einkenni elskunnar: AÐ VAXA. Elska sem staðnar er dæmd til að deyja því að eðli elskunnar er að vaxa í sífellu vegna þess að hún er óseðjandi elska. Guð leggur okkur þennan óseðjanleika í brjóst þegar hann skapar okkur til að við fáum notið hans að fullu og öllu vegna þess að Guð er ELSKA (1Jh 4. 18).

Read more »

  08:56:25, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 519 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 4. september 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lúkas 4. 16-30.

Hann kom til Nasaret, þar sem hann var alinn upp, og fór að vanda sínum á hvíldardegi í samkunduna og stóð upp til að lesa. Var honum fengin bók Jesaja spámanns. Hann lauk upp bókinni og fann staðinn, þar sem ritað er: Andi Drottins er yfir mér, af því að hann hefur smurt mig. Hann hefur sent mig til að flytja fátækum gleðilegan boðskap, boða bandingjum lausn og blindum sýn, láta þjáða lausa og kunngjöra náðarár Drottins. Síðan lukti hann aftur bókinni, fékk hana þjóninum og settist niður, en augu allra í samkundunni hvíldu á honum. Hann tók þá að tala til þeirra: „Í dag hefur rætst þessi ritning í áheyrn yðar.“ Og allir lofuðu hann og undruðust þau hugnæmu orð, sem fram gengu af munni hans, og sögðu: „Er hann ekki sonur Jósefs?“ En hann sagði við þá: „Eflaust munuð þér minna mig á orðtakið: ,Læknir, lækna sjálfan þig!' Vér höfum heyrt um allt, sem gjörst hefur í Kapernaum. Gjör nú hið sama hér í ættborg þinni.“ Enn sagði hann: „Sannlega segi ég yður, engum spámanni er vel tekið í landi sínu. En satt segi ég yður, að margar voru ekkjur í Ísrael á dögum Elía, þegar himinninn var luktur í þrjú ár og sex mánuði, og mikið hungur í öllu landinu, og þó var Elía til engrar þeirra sendur, heldur aðeins til ekkju í Sarepta í Sídonlandi. Og margir voru líkþráir í Ísrael á dögum Elísa spámanns, og enginn þeirra var hreinsaður, heldur aðeins Naaman Sýrlendingur.“ Allir í samkunduhúsinu fylltust reiði, er þeir heyrðu þetta, spruttu upp, hröktu hann út úr borginni og fóru með hann fram á brún fjalls þess, sem borg þeirra var reist á, til þess að hrinda honum þar ofan. En hann gekk gegnum miðja mannþröngina og fór leiðar sinnar.

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Rósu frá Viterbo (1233-1251). Hugleiðing dagsins: Úr helgisiðum kirkjunnar. Fermingarsakramentið, Yfirlagning handanna: „Andi Drottins er yfir mér, af því að hann hefur smurt mig.“

Read more »

03.09.06

  11:44:58, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 580 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Bjargið alda – borgin mín

Leiðtogar heimsins eru eins og einn spámanna Gamla testamentisins komst að orði sem rótlaust þang. Þeir sem heilluðu heiminn í gær eru gleymdir í dag, og þeir sem hrópa á gatnamótum í dag víkja fyrir leiðtogum morgundagsins sem boða enn aðrar áherslur. Upp úr þessu öldugjálfri tímans rís svo bjarg aldanna – kirkjan – og hún er gædd þeim yfirskilvitlegu eiginleikum að eftir því sem brimöldur tímans skella meira á henni verður styrkur hennar meiri. Því gaf Drottinn leiðtoga postulanna nafnið Klettur- Pétur.

Read more »

1 ... 7 8 9 ...10 ... 12 ...14 ...15 16 17 ... 20