Blaðsíður: 1 ... 6 7 8 ...9 ... 11 ...13 ...14 15 16 ... 20

07.10.06

  08:59:01, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 678 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 7. október 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 10. 17-24

Nú komu þeir sjötíu og tveir aftur með fögnuði og sögðu: „Herra, jafnvel illir andar eru oss undirgefnir í þínu nafni." En hann mælti við þá: „Ég sá Satan hrapa af himni sem eldingu. Ég hef gefið yður vald að stíga á höggorma og sporðdreka og yfir öllu óvinarins veldi. Alls ekkert mun yður mein gjöra. Gleðjist samt ekki af því, að andarnir eru yður undirgefnir, gleðjist öllu heldur af hinu, að nöfn yðar eru skráð í himnunum." Á sömu stundu varð hann glaður í Heilögum Anda og sagði: „Ég vegsama þig, Faðir, herra himins og jarðar, að þú hefur hulið þetta spekingum og hyggindamönnum, en opinberað það smælingjum. Já, Faðir, svo var þér þóknanlegt. Allt er mér falið af Föður mínum, og enginn veit, hver Sonurinn er, nema Faðirinn, né hver Faðirinn er, nema Sonurinn og sá sem Sonurinn vill opinbera hann." Og hann sneri sér að lærisveinum sínum og sagði við þá einslega: „Sæl eru þau augu, sem sjá það sem þér sjáið. Því að ég segi yður: Margir spámenn og konungar vildu sjá það sem þér sjáið, en sáu það ekki, og heyra það sem þér heyrið, en heyrðu það ekki."

Í dag heiðrar kirkjan: Vora Frú af rósakransinum. Hugleiðing dagsins: Jóhannes Páll páfi II. Hirðisbréfið Dominum et vivificantem, § 20-21: „Ég vegsama þig, Faðir, . . . að þú hefur opinberað það smælingjum.“

Read more »

06.10.06

  09:30:51, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 500 orð  
Flokkur: Hin heilaga arfleifð

„Sá sem á yður hlýðir, hlýðir á mig, og sá sem yður hafnar, hafnar mér.“

Upphafið er þetta. Fyrstur kom Pétur postuli:

Þú ert Pétur, kletturinn, og á þessum kletti mun ég byggja kirkju mína, og máttur heljar mun ekki á henni sigrast. Ég mun fá þér lykla himnaríkis, og hvað sem þú bindur á jörðu, mun bundið á himnum, og hvað sem þú leysir á jörðu, mun leyst á himnum." (Mt 20. 18-20).

Því næst kom: Heil. Linus (um 66-78).
Þar næst kom: Heil. Anacletus (um 79-91).
Næst Heil. Klement (um 91-109).

Síðan komu 260 aðrir og sá síðasti Benedikt páfi XVI. Hann er sá 264 sem skipar sæti Péturs. Þversumma tölunnar 264 er 12 og margfeldið með tölunni 5 sama og 72. Engu er líkara en að Andinn segi okkur með þessu að hann sé réttur maður á réttum stað og tíma. Þó að ljósengill kæmi af himni ofan með miklum mætti og undrum og segði með þrumuraust að öllum heiminum áheyrandi: „Ég ber þau boð frá þeim Hæsta að hann vilji nú að afgönsk kona sem játar Íslam verði páfi, þá yrði svar hins alheimslega biskuparáðs: „Þetta fær ekki staðist, þetta stríðir gegn hinni heilögu arfleifð erfikenninganna.“

Sumir spyrja: „Hver er heilög arfleifð erfikenninganna? Hún felst í miðlun, kenningum, helgisiðum, Ritningum og lífi kirkjunnar. Í framkvæmd felst arfleifðin í uppfræðslu, lífi, helgiþjónustu og tilbeiðslu kirkjunnar þegar sannleika þess raunveruleika sem Kristur og Andinn létu postulunum í té er miðlað frá einni kynslóðinni til annarrar. [1]

Allir sem risið hafa upp gegn hinni heilögu arfleifð hafa annað hvort gert það sökum innblásturs anda sem þeir töldu arfleifðinni æðri eða með því að lesa Ritningarnar með sínum eiginn skilningi án þess að lesa þær í ljósi arfleifðarinnar.

Þrátt fyrir að allir kynslífsfræðingar nútímans og öll veraldleg stjörnvöld segðu að kynlíf fólks af sama kyni sé rétt, æskilegt og lögmætt, þá hafnar kirkjan því í ljósi arfleifðarinnar vegna þess að í samhljóðan við hana er hér um synd að ræða.

Þegar sumir segja að kristnir menn eigi ekki að játa syndir sínar, iðrast og biðja Guð fyrirgefningar sökum þess að þeir hinir sömu hafa misboðið Guði gróflega, þá segir kirkjan í ljósi arfleifðarinnar að þeir gangi á vegi heljar.

Stundum hafa þær stundir komið að einstakir limir kirkjunnar hafa brotið gegn hinni heilögu arfleifð. Þá hafa hinir trúföstu innan hennar ákallað miskunnsaman Guð um hjálp. Og sá sem kom í heiminn til að afmá syndir heimsins hefur þá lotið niður til hennar í miskunn sinni og blásið iðrunaranda siðbótarinnar henni í brjóst. Þannig endurnýjast samfélag kirkjunnar sífellt sökum þess Heilaga Anda sem Drottinn gaf henni við upphaf vegferðar hennar á jörðu.

[1]. Encyclopedia of Catholicism, HarperSanFrancisco 1985, bls. 1261.

  08:40:37, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 414 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 6. október 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 10. 13-16

Vei þér, Korasín! Vei þér, Betsaída! Ef gjörst hefðu í Týrus og Sídon kraftaverkin, sem gjörðust í ykkur, hefðu þeir löngu iðrast og setið í sekk og ösku. En Týrus og Sídon mun bærilegra í dóminum en ykkur. Og þú Kapernaum! Verður þú hafin til himins? Nei, til heljar mun þér steypt verða. Sá sem á yður hlýðir, hlýðir á mig, og sá sem yður hafnar, hafnar mér. En sá sem hafnar mér, hafnar þeim er sendi mig."

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Brunó (1030-1101), stuðningsmann páfadóms á tímum upplausnar. Hugleiðing dagsins: Jóhannes Páll páfi II. Hirðisbréfið Redemptoris missio § 39: „Sá sem á yður hlýðir, hlýðir á mig, og sá sem yður hafnar, hafnar mér.“

Read more »

05.10.06

  11:52:30, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 923 orð  
Flokkur: Bænalífið

Hið konunglega prestafélag hins Nýja sáttmála í upphafi nýrra aldarskila

Það er Pétur postuli sem færði okkur þessi fögru orð í hendur að arfleifð: „En þér eruð útvalin kynslóð, konunglegt prestafélag, heilög þjóð, eignarlýður, til þess að þér skuluð víðfrægja dáðir hans, sem kallaði yður frá myrkrinu til ljóssins“ (1Pt 2. 9). Sérhver kaþólskur karl og kona eru meðlimir þessa konunglega prestasamfélags. Höfuð þess er Kristur: „En Kristur er kominn sem æðsti prestur hinna komandi gæða“ (Heb 9. 11). Æðsti prestur hins Gamla sáttmála var þannig forgildi Krists. Mikilvægasta hlutverk æðsta prests hins Gamla sáttmála var að bera fram friðþægingarfórnina á yom kibbur og í Mishna lesum við: „Hann lét bæn sína ekki dragast á langinn svo að Ísrael fylltist ekki skelfingu.“ [1] Á friðþægingardaginn bar æðsti presturinn blóðið – tákn lífsins – af brennifórnaraltarinu (krossinum) inn fyrir forhengið og smurði því á örkina í hinu Allra helgasta innan forhengisins. Síðan gekk hann út eftir tjaldbúðinni og smurði blóðinu á áhöld helgidómsins og friðþægði þau, en hin stærri áhöld voru forgildi sakramentanna.

Read more »

  08:42:15, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 694 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 5. október 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk10. 1-2

Eftir þetta kvaddi Drottinn til aðra, sjötíu og tvo að tölu, og sendi þá á undan sér, tvo og tvo, í hverja þá borg og stað, sem hann ætlaði sjálfur að koma til. Og hann sagði við þá: „Uppskeran er mikil, en verkamenn fáir. Biðjið því herra uppskerunnar að senda verkamenn til uppskeru sinnar. Farið! Ég sendi yður eins og lömb meðal úlfa. Hafið ekki pyngju, ekki mal né skó, og heilsið engum á leiðinni. Hvar sem þér komið í hús, þá segið fyrst: ,Friður sé með þessu húsi.' Og sé þar friðar sonur, mun friður yðar hvíla yfir honum, ella hverfa aftur til yðar. Verið um kyrrt í sama húsi, neytið þess, sem þar er fram boðið í mat og drykk. Verður er verkamaðurinn launa sinna. Eigi skuluð þér flytjast hús úr húsi. Og hvar sem þér komið í borg og tekið er við yður, þá neytið þess, sem fyrir yður er sett. Læknið þá, sem þar eru sjúkir, og segið þeim: ,Guðs ríki er komið í nánd við yður.' En hvar sem þér komið í borg og eigi er við yður tekið, þá farið út á strætin og segið: , Jafnvel það dust, sem loðir við fætur vora úr borg yðar, þurrkum vér af oss handa yður. Vitið samt þetta, að Guðs ríki er komið í nánd.' Ég segi yður: Bærilegra mun Sódómu á þeim degi en þeirri borg.“

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Maríu Faustinu (1905-1938), boðbera miskunnar hins Alhelga Hjarta Jesú. Hugleiðing dagsins: 2. Vatíkanþingið. Um boðunarstarf leikamanna (Apostolicam Actuositatem, § 2): „Hann sendi þá tólf (Lk 9. 2) og kvaddi til aðra, sjötíu og tvo að tölu“

Read more »

04.10.06

  09:01:26, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 815 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Af hverju koma stríð? II

Eitt sinn þegar ég kom tímanlega í messu og kraup frammi fyrir guðslíkamahúsinu til að tilbiðja Jesú og tala við hann sagði hann við mig: Veistu, Jón, að núna, á þessu andartaki, ert þú sá eini í öllu landinu sem ert að tala við mig. Komdu alltaf tímanlega í messu vegna þess að ég er svo einmana! Síðan þá hef ég alltaf komið tímanlega í messu.

Jesús þráir að finna sér hvíldarstað í sem flestum mannshjörtum, já, hann þyrstir eftir því vegna þess að hvergi annars staðar á jörðinni leitar hann sér hvíldar, „á hvergi annars staðar höfði sínu að að halla“ (Mt 18. 19).

Read more »

  08:15:43, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 562 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 4. október 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 9. 57-62

Þegar þeir voru á ferð á veginum, sagði maður nokkur við hann: „Ég vil fylgja þér, hvert sem þú ferð." Jesús sagði við hann: "Refar eiga greni og fuglar himins hreiður, en Mannssonurinn á hvergi höfði sínu að að halla." Við annan sagði hann: „Fylg þú mér!" Sá mælti: "Herra, leyf mér fyrst að fara og jarða föður minn." Jesús svaraði: „Lát hina dauðu jarða sína dauðu, en far þú og boða Guðs ríki." Enn annar sagði: "Ég vil fylgja þér, herra, en leyf mér fyrst að kveðja fólk mitt heima." En Jesús sagði við hann: „Enginn, sem leggur hönd á plóginn og horfir aftur, er hæfur í Guðs ríki."
Í dag heiðrar kirkjan : Heil. Frans frá Assisí. Hugleiðing dagsins: Einn bræðra heil. Frans frá Assisí (13. öld). Sacrum commercium, 22: „En Mannssonurinn á hvergi höfði sínu að að halla."

Read more »

03.10.06

  10:06:30, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 722 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Af hverju koma stríð? I.

Af hverju koma stríð? Það er Jakob postuli sem gefur okkur svar við þessari spurningu: „Af hverju öðru en girndum yðar, sem heyja stríð í limum yðar? Þér girnist og fáið ekki, þér drepið og öfundið og getið þó ekki öðlast. Þér berjist og stríðið. Þér eigið ekki, af því að þér biðjið ekki. Þér biðjið og öðlist ekki af því að þér biðjið illa“ (Jk 4. 1-3).

Jakob postuli vissi um hvað hann var að tala vegna þess að hann var með Drottni í Samaríu þegar Jesús ávítaði þá, eins og Ísak sýrlendingur víkur að í hugleiðingu dagsins (3 okt.). En síðan varð mikil breyting á honum „eftir að hann hafði öðlast þá náðargjöf að smakka á elsku Guðs.“ Undursamleg er Kristselskan vegna þess að hún gerir okkur kleift að elska alla menn, líka óvini okkar.

Read more »

  08:59:43, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 401 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 3. október 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 9. 51-56

Nú fullnaðist brátt sá tími, er hann skyldi upp numinn verða. Beindi hann þá augum til Jerúsalem, einráðinn að fara þangað. Og hann lét sendiboða fara á undan sér. Þeir fóru og komu í Samverjaþorp nokkurt til að búa honum gistingu. En þeir tóku ekki við honum, því hann var á leið til Jerúsalem. Þegar lærisveinar hans, þeir Jakob og Jóhannes, sáu það, sögðu þeir: "Herra, eigum vér að bjóða, að eldur falli af himni og tortími þeim?" En hann sneri sér við og ávítaði þá [og sagði: "Ekki vitið þið, hvers anda þið eruð. Mannssonurinn er ekki kominn til að tortíma mannslífum, heldur til að frelsa."] Og þeir fóru í annað þorp.

Í dag heiðrar kirkjan: Blessaðan Francis Xavier Seelos (1819-1867). Hugleiðing dagsins: Heil. Ísak sýrlendingur (7 öld), munkur í Níneve, nærri Mósul í Írak nútímans. Andlegar umfjallanir 2. 10, 36: „Jesús sneri sér við og ávítaði þá.“

Read more »

02.10.06

  09:27:01, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 186 orð  
Flokkur: Trúarljóð

Harmagrátur Meymóðurinnar

Hví öll þessi tár, heilaga Móðir?
Hvers vegna þessi harmagrátur
í upphafi þess mánaðar þegar
kirkjan heiðrar þig?

Hvers vegna þessi grátur?
Sonur minn! Ég græt vegna kveins
móðurinnar í Rama
sökum ekkasoganna í Sikkim
vegna brostins hjarta móðurinnar
í Pottaragötu.

Read more »

  09:09:34, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 452 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 2. október 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Mt 18. 1-5, 10

Á þeirri stundu komu lærisveinarnir til Jesú og spurðu: „Hver er mestur í himnaríki?" Hann kallaði til sín lítið barn, setti það meðal þeirra og sagði: „Sannlega segi ég yður: Nema þér snúið við og verðið eins og börn, komist þér aldrei í himnaríki. Hver sem auðmýkir sjálfan sig eins og barn þetta, sá er mestur í himnaríki. Hver sem tekur við einu slíku barni í mínu nafni, tekur við mér. Varist að forsmá nokkurn þessara smælingja. Ég segi yður, að englar þeirra á himnum sjá jafnan auglit míns himneska Föður.
Í dag heiðrar kirkjan: Hina heilögu verndarengla. Hugleiðing dagsins: Heilagur Bernhard (1091-1153), sístersíani og kirkjufræðari. 1. predikun á Mikjálsmessu: „Lofið Drottinn, þér englar hans, þér þjónar, er framkvæmið boð hans“ (Sl 103. 20-21)

Read more »

01.10.06

  15:30:47, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1021 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Syndin

Í guðspjalli dagsins í dag – 1. október – er nauðsynlegt að gera smávægilega athugasemd við íslensku þýðinguna eða áherslumun á hinum helga texta, það er að segja á setningunum: „Hverjum þeim, sem tælir til falls einn af þessum smælingjum, sem trúa, væri betra að vera varpað í hafið með mylnustein um hálsinn. Ef hönd þín tælir þig til falls, þá sníð hana af.“ Koinatextinn grípur til sagnorðsins skandalizo: að hvetja til syndar (Mt 18. 6, 8, 9), að leiða til fráfalls frá trúnni (Jh 6. 61). Nafnorðið skandalon þýðir snara, að veiða í snöru, að leiða í synd (Mt 13. 41; Rm 14. 13). Nær væri að þýða þessar setningar svo: „Hverjum þeim, sem hvetur einn af þessum smælingjum, sem trúa, til syndar, væri betra að vera varpað í hafið með mylnustein um hálsinn. Ef hönd þín leiðir þig til fráfalls frá trúnni, þá sníð hana af.“ „Þung er þessi ræða. Hver getur hlustað á hana?“ (Jh 6. 60).

Read more »

  11:20:22, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 592 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 1. október 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Mk 9. 38-43, 45, 47-48

Jóhannes sagði við hann: „Meistari, vér sáum mann reka út illa anda í þínu nafni, og vildum vér varna honum þess, af því að hann fylgdi oss ekki." Jesús sagði: „Varnið honum þess ekki, því að enginn er sá, að hann gjöri kraftaverk í mínu nafni og geti þegar á eftir talað illa um mig. Sá sem er ekki á móti oss, er með oss. Hver sem gefur yður bikar vatns að drekka, vegna þess að þér eruð Krists, sannlega segi ég yður, hann mun alls ekki missa af launum sínum. Hverjum þeim, sem tælir til falls einn af þessum smælingjum, sem trúa, væri betra að vera varpað í hafið með mylnustein um hálsinn. Ef hönd þín tælir þig til falls, þá sníð hana af. Betra er þér handarvana inn að ganga til lífsins en hafa báðar hendur og fara til helvítis, í hinn óslökkvanda eld. Ef fótur þinn tælir þig til falls, þá sníð hann af. Betra er þér höltum inn að ganga til lífsins en hafa báða fætur og verða kastað í helvíti. Og ef auga þitt tælir þig til falls, þá ríf það úr. Betra er þér eineygðum inn að ganga í Guðs ríki en hafa bæði augu og verða kastað í helvíti, þar sem ormarnir deyja ekki og eldurinn slokknar ekki.“

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Thèrése frá Liseux, litla blómið (1873-1896), karmelnunnu og kirkjufræðara. Hugleiðing dagsins: Heil. Jóhannes Chrysostomos (um 345-407), biskup í Antiokkíu og síðar Miklagarði, kirkjufræðari. 3. hugleiðingin um 1. Korintubréfið: „Hann fylgdi oss ekki“: flokkadrættir leiða smælingjann til falls.

Read more »

30.09.06

  10:22:54, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 581 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Persónan

Orðið persóna er komið úr latínu og dregið af orðinu „personare,“ að hljóma. Rómverskir leikarar báru grímur í hringleikahúsunum sem nefndar voru persona. Grímurnar mögnuðu raddir þeirra upp þannig að áheyrendur heyrðu betur hvað þeir sögðu. Þetta var eins konar „hátalarakerfi“ til forna. Ekki veit ég hvort þessar grímur hafi skaðað heyrn leikaranna eins og „nano-poddar“ nútímans gera að fróðra manna sögn ef þeir eru stilltir of hátt.

Read more »

  09:29:32, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 382 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 30. september 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 9. 34-45

Og allir undruðust stórum veldi Guðs. Þá er allir dáðu allt það, er hann gjörði, sagði hann við lærisveina sína: „Festið þessi orð í huga: ,Mannssonurinn verður framseldur í manna hendur.'" En þeir skildu ekki þessi orð, og þetta var þeim hulið, svo að þeir skynjuðu það ekki. Og þeir þorðu ekki að spyrja hann um þetta.

Í dag heiðrar kirkjan: Heilagan Hieromymus (354-420), Biblíuþýðandann. Hugleiðing dagsins:Heil. Tómas frá Akvínó (1225-1274), guðfræðingur í Dóminíkanareglunni og kirkjufræðari: „Mannssonurinn verður framseldur í manna hendur.“

Read more »

29.09.06

  11:09:18, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1205 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Mikjálsmessa – Um kraft (dynamos) Heilags Anda

Hversu iðulega grípur heilagur Páll ekki til þessa orðs í postullegum skrifum sínum. Þetta má rekja til þess að hann komst sjálfur í kynni við þennan kraft á veginum til Damaskus. Faríseinn Sál ofsótti kristna menn og deyddi og Jesús samkenndi sig við þá því að hann segir:

„Ég er Jesús, sem þú ofsækir“ (P 9. 6).

Jesús samkennir sig svo algjörlega við hina stríðandi kirkju á jörðu – líkama sinn – að hann lítur á hana sem sjálfan sig. Hversu huggunarrík eru þau ekki þessi orð enn í dag, og einkum í dag, vegna þess að eins og hin blessaða Mey sagði í Fatíma, þá lifum við nú á endatímanum. Satan æðir um jarðarbyggðina og berst um á hæl og hnakka vegna þess að hann gerir sér ljóst að tími hans er að renna út. Hin Nýja Hvítasunna – hin síðari Hvítasunna – er skammt undan, og reyndar hafin í Kína! Hinar þrjár myrku nætur eru skammt undan og síðan rennur upp öld elskunnar!

Read more »

  09:28:37, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 603 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 29. september 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag eða á Mikjálsmessu er úr Jh 2. 47-51

Jesús sá Natanael koma til sín og sagði við hann: „Hér er sannur Ísraelíti, sem engin svik eru í." Natanael spyr: „Hvaðan þekkir þú mig?" Jesús svarar: „Ég sá þig undir fíkjutrénu, áður en Filippus kallaði á þig." Þá segir Natanael: „Rabbí, þú ert sonur Guðs, þú ert konungur Ísraels." Jesús spyr hann: „Trúir þú, af því að ég sagði við þig: ,Ég sá þig undir fíkjutrénu'? Þú munt sjá það, sem þessu er meira." Og hann segir við hann: „Sannlega, sannlega segi ég yður: Þér munuð sjá himininn opinn og engla Guðs stíga upp og stíga niður yfir Mannssoninn."
Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Mikjál erkiengil, heil. Gabríel erkiengil og heil. Rafael erkiengil. Hugleiðing dagsins: Heil. Basil hinn mikli (um 330-379), munkur og biskup í Kappadókíu, kirkjufræðari. Ritgerð um Heilagan Anda, 16. kafli: Heilagleiki englanna

Read more »

28.09.06

  09:40:05, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 486 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 28. september 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 9. 7-9

En Heródes fjórðungsstjóri frétti allt, sem gjörst hafði, og vissi ekki, hvað hann átti að halda, því sumir sögðu, að Jóhannes væri risinn upp frá dauðum, aðrir, að Elía væri kominn fram, enn aðrir, að einn hinna fornu spámanna væri risinn upp. Heródes sagði: "Jóhannes lét ég hálshöggva, en hver er þessi, er ég heyri þvílíkt um?" Og hann leitaði færis að sjá hann.

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Wenceslás (907?-929). Hugleiðing: Heil. Ísak sýrlendingur (7. öld), munkur í Nínive, nærri núverandi Mósúl í Írak. Andlegar umfjallanir 1, 20: Heródes vildi sjá Jesú

Read more »

27.09.06

  09:14:05, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 666 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Hl. Vincent de Paul – postuli hinna vanræktu

Í dag heiðrar kirkjan Vincent de Paul (1580-1660). Sjálfur komst hann svo að orði um sjálfan sig að ef það hefði ekki verið náð Guðs að þakka hefði hann orðið að „harðlyndum, árásargjörnum og grófgerðum rudda.“ Að eðlisfari var Vincent afar árásargjarn maður sem þeir sem þekktu hann staðfestu. Í stað þess varð hann að blíðlyndum manni, elskuríkum og næmum fyrir þörfum annarra.

Í einu bréfa sinna kemst hann svo að orði:

„Leitist við að sætta ykkur við það sem vekur mesta andúð hjá ykkur. Upprætið ávallt úr huga ykkar þau vandamál sem valda ykkur áhyggjum og Guð mun sjá um þetta allt saman. Ykkur mun bókstaflega verða um megn að leysa úr þeim öðru vísi en að særa hjarta Guðs vegna þess að hann sér að þið vegsamið hann ekki nægilega með heilögu trúnaðartrausti. Ég bið ykkur um að treysta honum og þið munið öðlast það sem hjarta ykkar þráir.“

Read more »

  08:10:29, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 423 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 27. september 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 9. 1-6

Hann kallaði saman þá tólf og gaf þeim mátt og vald yfir öllum illum öndum og til að lækna sjúkdóma. Hann sendi þá að boða Guðs ríki og græða sjúka og sagði við þá: „Takið ekkert til ferðarinnar, hvorki staf né mal, brauð né silfur, og enginn hafi tvo kyrtla. Og hvar sem þér fáið inni, þar sé aðsetur yðar og þaðan skuluð þér leggja upp að nýju. En taki menn ekki við yður, þá farið úr borg þeirra og hristið dustið af fótum yðar til vitnisburðar gegn þeim." Þeir lögðu af stað og fóru um þorpin, fluttu fagnaðarerindið og læknuðu hvarvetna.

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Vincent de Paul (1580-1660). Hugleiðing dagsins: Jóhannes Páll páfi II. Redemptoris missio § 30: „Hann sendi þá að boða Guðs ríki.“

Read more »

  08:10:04, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 423 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 27. september 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 9. 1-6

Hann kallaði saman þá tólf og gaf þeim mátt og vald yfir öllum illum öndum og til að lækna sjúkdóma. Hann sendi þá að boða Guðs ríki og græða sjúka og sagði við þá: „Takið ekkert til ferðarinnar, hvorki staf né mal, brauð né silfur, og enginn hafi tvo kyrtla. Og hvar sem þér fáið inni, þar sé aðsetur yðar og þaðan skuluð þér leggja upp að nýju. En taki menn ekki við yður, þá farið úr borg þeirra og hristið dustið af fótum yðar til vitnisburðar gegn þeim." Þeir lögðu af stað og fóru um þorpin, fluttu fagnaðarerindið og læknuðu hvarvetna.

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Vincent de Paul (1580-1660). Hugleiðing dagsins: Jóhannes Páll páfi II. Redemptoris missio § 30: „Hann sendi þá að boða Guðs ríki.“

Read more »

26.09.06

  09:07:59, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 832 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Hinn eilífi getnaður Orðsins í mannssálinni

Í umfjöllun minni um Bænaháskóla Guðsmóðurinnar í gær lagði ég ríka áherslu á iðrunina og syndafyrirgefninguna sem ávexti dyggða auðmýktarinnar, hlýðninnar og fátæktarinnar. Engin er eins hæf til að uppfræða okkur um þessar háleitu dyggðir eins og María Guðsmóðir vegna þess að þær bókstaflega holdguðust í henni í sýnilegri mynd og ávöxtur þeirra varð Sonur hennar Jesú og því er hún sögð blessuðust meðal kvenna! María Guðsmóðir er hinn gullni hlekkur milli Gamla sáttmálans og þess Nýja þar sem öll fyrirheit þess fyrri náðu fram að ganga sökum flekkleysis síns. Ef við gætum þess sjálf að varðveita hreinleika hjartans með því að hafna óhreinum hugsunum óvinar alls lífs með syndajátningu og syndafyrirgefningu samlíkjumst við Guðsmóðurinni í hennar eigin flekkleysi. Þannig verður okkar eigin hjörtu að hreinum og fægðum speglum sem uppljómast geta í hinu Óskapaða ljósi Guðs þannig að ljós hans tekur að skína í myrkrinu.

Read more »

  08:01:56, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 383 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 26. september 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 8. 19-21

Móðir hans og bræður komu til hans, en gátu ekki náð fundi hans vegna mannfjöldans. Var honum sagt: „Móðir þín og bræður standa úti og vilja finna þig." En hann svaraði þeim: „Móðir mín og bræður eru þeir, sem heyra Guðs orð og breyta eftir því."
Í dag heiðrar kirkjan: Heilaga Cosmas og Damían (d. 308?), lækna og píslarvotta. Hugleiðing dagsins: Heil. Ágústínus (354-430), biskup í Hippo (Norðurafríku) og kirkjufræðari. Um hinn heilaga meydóm, 5: María, móðir Krists, móðir kirkjunnar

Read more »

25.09.06

  09:35:48, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 995 orð  
Flokkur: Bænalífið

Ljós Krists í djúpi mannshjartans og svartnætti syndarinnar

Í hugleiðingunni með Ritningarlestrinum í dag (25. september) áminnir heil. Jóhannes Chrysostomos okkur á ljós Krists, eins og Drottinn gerir jafnframt sjálfur. Í silfurtærri lind guðspjallanna áminnir Drottinn okkur auk þess á þessa staðreynd með eftirfarandi orðum:

Auga þitt er lampi líkamans. Þegar auga þitt er heilt, þá er og allur líkami þinn bjartur, en sé það spillt, þá er og líkami þinn dimmur. Gæt því þess, að ljósið í þér sé ekki myrkur. Sé því líkami þinn allur bjartur og hvergi myrkur í honum, verður hann allur í birtu, eins og þegar lampi lýsir á þig með loga sínum" (Lk 11. 34-36).

Read more »

  08:09:43, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 368 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 25. september 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists mánudaginn 25. september er úr Lúkas 8. 16-18

Enginn kveikir ljós og byrgir það með keri eða setur undir bekk, heldur láta menn það á ljósastiku, að þeir, sem inn koma, sjái ljósið. Því að ekkert er hulið, sem eigi verður opinbert, né leynt, að eigi verði það kunnugt og komi í ljós. Gætið því að, hvernig þér heyrið. Því að þeim sem hefur, mun gefið verða, og frá þeim sem eigi hefur, mun tekið verða jafnvel það, sem hann ætlar sig hafa."

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Elzear (1286-1323) og blessaða Delphínu (1283-1358). Hugleiðing dagsins: Heil. Jóhannes Chrysostomos (um 345-407), biskup í Antiokkíu og síðar Miklagarði, kirkjufræðari. 15. hugleiðingin um Matteusarguðspjall: Lampinn á ljósastikunni

Read more »

24.09.06

  20:21:45, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 24 orð  
Flokkur: Vefrit Karmels

Heilagur Silúan starets á Aþosfjalli

Nú er rit Sofronij arkimandrita um líf, kennigar og skrif heil. Silúan starets á Aþosfjalli fyrirliggjandi á íslensku á pdf formati á Vefrit Karmels.

TENGILL

  10:56:34, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 865 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

„Hver sem tekur við einu slíku barni í mínu nafni, tekur við mér“

Í tilefni Ritingarlesturs dagsins í dag (24. september) kemur upp í huga minn viðtal sem ég las fyrir fjölmörgum árum í dagblaði við sendiherrafrú eina. Eiginmanni hennar var boðið til Ísraels og meðan hann sinnti einhverjum opinberum erindagjörðum sáu þarlend yfirvöld um að hafa ofan af fyrir sendiherrafrúnni. Meðal annars var henni sýndur einn af þeim fjölmörgu stöðum í Jerúsalem þar sem fornleifafræðingar voru að störfum.

Read more »

  09:56:22, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 403 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 24. september 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Mk 9. 30-37

Þeir komu til Kapernaum. Þegar hann var kominn inn, spurði hann þá: „Hvað voruð þér að ræða á leiðinni?" En þeir þögðu. Þeir höfðu verið að ræða það sín á milli á leiðinni, hver væri mestur. Hann settist niður, kallaði á þá tólf og sagði við þá: „Hver sem vill vera fremstur, sé síðastur allra og þjónn allra." Og hann tók lítið barn, setti það meðal þeirra, tók það sér í faðm og sagði við þá: „Hver sem tekur við einu slíku barni í mínu nafni, tekur við mér, og hver sem tekur við mér, tekur ekki aðeins við mér, heldur og við þeim er sendi mig."

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Pacifico frá San Severino (1653-1721). Hugleiðing dagsins: Heil. Íreneus frá Lyon (um 130-208), biskup, guðfræðing og píslarvott. Gegn villutrú IV. 38, 1-2): „Hver sem tekur við einu slíku barni í mínu nafni, tekur við mér.“

Read more »

23.09.06

  11:25:18, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1122 orð  
Flokkur: Bænalífið

Í Bænaháskóla Guðsmóðurinnar

Í hugleiðingunni við Ritningarlestur dagsins (23. september) kemst Gregor mikli páfi svo að orði: „Verið árvökul svo að Orðið sem þið hafið meðtekið taki að hljóma í djúpi hjartans og festa þar rætur.“ Hversu sönn eru þau ekki þessi orð, svo sönn að einn af risum guðfræðinnar á tuttugustu öldinni, Karl Rahner (1904-1984) komst svo að orði: „Kristnir menn framtíðarinnar verða annað hvort djúphyggjumenn eða hverfa af sjónarsviðinu fyrir fullt og allt.“ [1] Hann skírskotaði til þessa sama djúps hjartans og Gregor páfi mikli, þess djúps sem Davíð komst svo að orði um í 42. Davíðssálminum: Eitt djúpið hrópar á annað“ (8. vers, Vúlgata). Djúp Guðs hrópar á djúp mannshjartans. Þessi afstaða er fágæt innan hinnar rökkryfjandi guðfræði (analythical) í dag.

Read more »

  10:04:27, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 659 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 23. september 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 8. 4-15

Nú var mikill fjöldi saman kominn, og menn komu til hans úr hverri borg af annarri. Þá sagði hann þessa dæmisögu: „Sáðmaður gekk út að sá sæði sínu. Og þá er hann sáði, féll sumt hjá götunni og varð fótum troðið, og fuglar himins átu það upp. Sumt féll á klöpp. Það spratt, en skrælnaði, af því að það hafði ekki raka. Og sumt féll meðal þyrna, og þyrnarnir spruttu einnig og kæfðu það. En sumt féll í góða jörð, óx upp og bar hundraðfaldan ávöxt." Að svo mæltu hrópaði hann: „Hver sem eyru hefur að heyra, hann heyri." En lærisveinar hans spurðu hann, hvað þessi dæmisaga þýddi. Hann sagði: "Yður er gefið að þekkja leynda dóma Guðs ríkis, hinir fá þá í dæmisögum, ,að sjáandi sjái þeir ekki og heyrandi skilji þeir ekki.' En dæmisagan þýðir þetta: Sæðið er Guðs orð. Það er féll hjá götunni, merkir þá, sem heyra orðið, en síðan kemur djöfullinn og tekur það burt úr hjarta þeirra, til þess að þeir trúi ekki og verði hólpnir. Það er féll á klöppina, merkir þá, sem taka orðinu með fögnuði, er þeir heyra það, en hafa enga rótfestu. Þeir trúa um stund, en falla frá á reynslutíma. Það er féll meðal þyrna, merkir þá er heyra, en kafna síðan undir áhyggjum, auðæfum og nautnum lífsins og bera ekki þroskaðan ávöxt. En það er féll í góða jörð, merkir þá sem heyra orðið og geyma það í göfugu, góðu hjarta og bera ávöxt með stöðuglyndi.
Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Pio frá Petrelcina (Padre Pio). [1] Hugleiðing dagsins: Heil. Gregor páfi hinn mikli (540-604), kirkjufræðari. Hugvekja um fagnaðarerindið 1, 15: Að bera ávexti stöðuglyndis (þolgæðisins)

Read more »

22.09.06

  10:22:44, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 825 orð  
Flokkur: Bænalífið

Bænin fyrir öllum íbúum jarðarinnar

S. l. miðvikudag vék ég að mikilvægi bænarinnar fyrir öllum íbúum jarðarinnar: SJÁ. Hún er samofin boðorðum Drottins og enginn sá sem hlýðnast þeim ekki getur nálgast Guð vegna þess að náð Guðs lifir ekki í honum. Æðst þessara boðorða og uppfylling þeirra allra eru þessi:

Þá kom til hans fræðimaður einn. Hann hafði hlýtt á orðaskipti þeirra og fann, að Jesús hafði svarað þeim vel. Hann spurði: „Hvert er æðst allra boðorða?" Jesús svaraði: „Æðst er þetta: ,Heyr, Ísrael! Drottinn, Guð vor, hann einn er Drottinn. Og þú skalt elska Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum huga þínum og öllum mætti þínum.' Annað er þetta: ,Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.' Ekkert boðorð annað er þessum meira" (Mk 12. 20-32).

Read more »

  08:55:43, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 416 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 22. september 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 8. 1-3

Eftir þetta fór hann um, borg úr borg og þorp úr þorpi, prédikaði og flutti fagnaðarerindið um Guðs ríki. Með honum voru þeir tólf og konur nokkrar, er læknaðar höfðu verið af illum öndum og sjúkdómum. Það voru þær María, kölluð Magdalena, er sjö illir andar höfðu farið úr, Jóhanna, kona Kúsa, ráðsmanns Heródesar, Súsanna og margar aðrar. Þær hjálpuðu þeim með fjármunum sínum.
Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Lárus Ruiz og félaga (1600-1637), filippeisk/kínverska píslarvotta. Hugleiðing dagsins: Jóhannes Páll páfi II. Mulieris Diginitatem § 16: „Með honum voru þeir tólf og konur nokkrar.“

Read more »

21.09.06

  10:50:08, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 723 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Um frið Krists og fjórverutáknið

Guð fyrirhugaði mannkyninu ráðsályktun frá því „áður en heimurinn var grundvallaður“ (Ef 1. 4). Þessi fyrirhugun bjó í hjarta hans frá eilífð vegna þess að hann elskar sköpun sína. Við getum virt fyrir okkur þessa eilífu fyrirhugun í listasafni Heilags Anda í Ritningunum. Sem í skuggsjá komandi gæða opinberar hann okkur þessa fyrirhugun í tjaldbúð hins Gamla sáttmála. Þar getum við séð hvernig hin komandi kirkja átti að birtast á jörðu. Þar má sjá allt: Hin miklu áhöld opinbera okkur þannig sakramentin sjö og þar er okkur opinberaður staður friðar hans, eða eins og Davíð sagði: „Elfar-kvíslir gleðja Guðs borg, heilagan bústað Hins hæsta“ (Sl 46. 5). Þessar elfar-kvíslir eru fljót friðarins. Og í öðrum sálmi lesum við: Um hans daga skal réttlætið blómgast og gnóttir friðar, uns tunglið er eigi framar til“ (Sl 72. 7). Við kynnumst þessum frið í hinu Allra helgasta þar sem dýrð hins Hæsta ríkir yfir kerúbunum yfir sáttmálsörkinni sem í hinum Nýja sáttmála skírskotar til hins Alhelga Hjarta Jesú: „Frið læt ég yður eftir, minn frið gef ég yður. Ekki gef ég yður eins og heimurinn gefur“ (Jh 14. 27).

Read more »

  09:40:42, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 624 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 21. september 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Mt 9. 9-13

Þá er hann gekk þaðan, sá hann mann sitja hjá tollbúðinni, Matteus að nafni, og hann segir við hann: "Fylg þú mér!" Og hann stóð upp og fylgdi honum. Nú bar svo við, er Jesús sat að borði í húsi hans, að margir tollheimtumenn og bersyndugir komu og settust þar með honum og lærisveinum hans. Þegar farísear sáu það, sögðu þeir við lærisveina hans: "Hvers vegna etur meistari yðar með tollheimtumönnum og bersyndugum?" Jesús heyrði þetta og sagði: "Ekki þurfa heilbrigðir læknis við, heldur þeir sem sjúkir eru. Farið og nemið, hvað þetta merkir: ,Miskunnsemi vil ég, ekki fórnir.' Ég er ekki kominn til að kalla réttláta, heldur syndara."

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Matteus guðspjallamann. Hugleiðing dagsins: Íreneus frá Lyon (um 130-208), biskup og píslarvottur. Gegn villutrú c. Bók III. 11, 8-9: Heilagur Matteus, einn guðspjallamannanna fjögurra

Read more »

20.09.06

  11:13:34, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 797 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

„En spekin hefur rétt fyrir sér, það staðfesta öll börn hennar.“

Þann 18. september s. l. var systir Leonella Sgorbati, 65 ára gömul ítölsk nunna sem starfað hafði árum saman í SOS barnaþorpinu í Mogadishu í Sómalíu skotin til bana. Tveir byssumenn frömdu ódæðið og hún gerði sér ljóst að hún var að deyja og endurtók í sífellu: „Ég get ekki andað, ég get ekki andað.“ Samkvæmt því sem Upplýsingaskrifstofa kaþólsku kirkjunnar í Nairobi (CISA) greindi frá voru hennar tvö hinstu orð: Ég fyrirgef, ég fyrirgef!“

Read more »

1 ... 6 7 8 ...9 ... 11 ...13 ...14 15 16 ... 20