Latest Comments

In response to: Vísindi allra vísinda og list allra lista – um hið guðdómlega ásæi mannsandans

Athugasemd from: Pétur Pétursson  
Pétur Pétursson

Takk fyrir að taka þetta saman. Mjög vel gert og áhugavert.

16.11.13 @ 13:12

In response to: Hin heilaga fjölskylda og hreinleiki hjartans

Athugasemd from: Patrick Guelpa
Patrick Guelpa

Ágætt! Þakka Þér fyrir, Jón!
Vinsamlegast
Patrekur

28.01.13 @ 12:36

In response to: Um þöggun

Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Ég held ég geri varla betur en að vitna í Jón Rafn hér að ofan þar sem hann segir:

Þegar í Gamla testamentinu opinberar Guð sig sem miskunnsaman Drottin allsherjar, þann sem „rekur réttar munaðarleysingjans og ekkjunnar og elskar útlendinginn, svo að hann gefur honum fæði og klæði“ (5M 10. 18). Hann elskar mannanna börn og „yndi hans eru mannanna börn“ (Ok 8. 31). Það er þessi sami Guð sem segir: „Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi, því að slíkra er himnaríki“ (Mt 19. 14).

Ég leit á sálm 107 og átta mig ekki á því hvað það er sem stuðar við hann, en fjórða bók Móse, k. 31, já hmmm…, Maður verður að vita hvað maður er að lesa, hver skrifar, inn í hvaða samhengi og inn í hvaða samfélag. Við getum kallað þetta að lesa hlutina í samhengi. Þarna er verið að lýsa hernaði Ísraelsmanna gegn Midíanítum og eflaust hefur Móses talið sig vera að gera rétt á svipaðan hátt og herforingjar allra tíma gera. Þessi frásögn af hernaði Ísraelsmanna skiptir máli m.t.t. sögu Ísraelsþjóðarinnar en í kristnum skilningi hefur þessi kafli litla sem enga merkingu aðra en að veita innsýn í hugsunarhátt þessarar þjóðar á þessum tíma. Sem kristinn trúarlegur texti hefur hann því aðeins merkingu ef hann er settur í þetta samhengi, þ.e. að veita sýn á hugsunarhátt Ísraelsþjóðarinnar og þróun hugmynda þeirra um Guð. Það er magnað að nútímafólk geti hnotið um svona texta og talið þá vera á einhvern hátt lýsandi fyrir Guð kristninnar. Við verðum að passa okkur að lesa þetta ekki eins og við lesum t.d. boðorðin 10 í gamla testamentinu.

En jú, því miður er til nútímafólk sem horfir á svona texta eins og 4M31 og telur sig lesa einhvern boðskap úr þeim, oftast eru það öfgamenn af einhverju tagi sem vilja eiga reiðan, refsandi og hefnigjarnan Guð. Það er því mikilvægt hvernig biblían er túlkuð og til þess höfum við prestana Sverrir, að leiða okkur áfram.

26.01.11 @ 17:24

In response to: Um þöggun

Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Sverrir, ég birti þessa athugasemd (01/26/11 @ 00:21 ) frá þér en felldi jafnframt niður tvö orð.

26.01.11 @ 16:52

In response to: Um þöggun

Athugasemd from: Sverrir
Sverrir

Ragnar Geir Brynjólfsson

Jesus, þú veist, aðal maðurinn, var gyðingur, var meiri segja klippt á […] , talaði oft um gamla testamentið, nefnir Nóa á nafn og alles.
Og hann segir um gamla testamentið.

Matteusarguðspjall 5:18
18Sannlega segi ég yður: Þar til himinn og jörð líða undir lok, mun ekki einn smástafur eða stafkrókur falla úr lögmálinu, uns allt er komið fram.

Það er einhvað meira en það er nokkuð ljóst að Jesus talar um “trúarrit gyðinga” þannig þetta gengur ekki það sem þú ert að segja….og ég stend við það sem ég sagði, þú verður að taka það slæma með.

“Lestu skrif ákafra trúleysingja með gagnrýnu hugarfari Sverrir og láttu þá ekki leiða þig út í að ásaka samborgara þína um óheiðarleika að óathuguðu máli.”

Ragnar, áður en ég las einhvað með Dawkins, Hitchen, áður en ég horfði á Thunderfoot eða Aronra, áður en ég vissi af vantrú og hvað það allt heitir, þá trúði ég á biblíuna, biblían var sönn mínum augum, það var bara eitt að, ég leit aldrei á biblíuna með “gagnrýnu hugarfari” eins og þú orðar það. Svo einn daginn rakst ég á einhverja síðu með nokkrum vel völdum köflum í biblíunni og ég hugsaði neiiii, þetta getur ekki verið í biblíunni þetta er viðbjóður, ég hljóp niður í geymslu og náði í biblíunna mína gömlu, opnaði hana og lenti auðvita á sálm 107, enda bréfaklemma sem er á þeirri síðu sem hefur verið þar síðan ég fermdist, ég las hann yfir en svo flétti ég á einn af þessum skemmtilegu köflum (til dæmis Fjórða bók Móse 31, drepa konur sem eru ekki hreinar meyjar…..) í biblíunni og það hefur ekki verið aftur snúið.

Kannski ættir þú að lesa biblíuna og greinar eftir trúað lið með “gagnrýnu hugarfari".

25.01.11 @ 23:21

In response to: Um þöggun

Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Ég varð að breyta 1. setningu innleggs míns, til þess að hún orkaði ekki tvímælis, fyrst og fremst af því að vitaskuld verðum við að gera það öllum ljóst, að Gamla testamentið er helgirit kristinna manna eins og það nýja. Jesús sjálfur talaði um “lögmálið og spámennina” (heildarheiti um Gamla testamentið) sem orð Guðs, og við það ber okkur að halda okkur, enda gerir kirkjan það.

Þetta kann að gera trúvarnarfræðin flóknari og erfiðari, því er ekki að neita, en þá er bara að taka því og hagnýta sér þann verkhluta guðfræðinnar, sem unnið hefur verið að í hugsun kirkjunnar og rannsóknum kirkjufeðra og Biblíufræðinga – jafnvel höfunda NT – um hátt í 20 alda skeið.

25.01.11 @ 01:28

In response to: Um þöggun

Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Um margt er vel er haldið á spöðunum hjá þér í þessu svari, Ragnar, ekki öllu, eins og fram kemur hjá mér hér neðar. Þó vil ég ekki fullyrða mikið um allt hér, a.m.k. ekki að öllu leyti með sama hætti og þú gerir, en tek sterklega undir allan seinni hlutann hjá þér.

Ég vissi ekki ef þessari umræðu fyrr en nú, en óbeint hef ég sennilega opnað á hana vegna tilvísunar minnar af vef Kristinna stjórnmálasamtaka (Krist.blog.is) á þessa afar góðu grein Jóns Rafns.

Gamla testamentið er líka rit kristinna manna, ekki aðeins Gyðinga. Sérhver kaþólskur prestur les t.d. allan Psaltarann – rit þess Davíð sem hér kom við sögu – reglulega, og það sama tíðkast í allri tíðagjörð kaþólskra, t.d. í Þýzkalandi, og anglíkana í Bretlandi.

Elskaður var Davíð af Guði bæði fyrir og eftir hans höfuðsynd. Guð gaf honum soninn Salómon, albróður barnsins sem “Drottinn sló … svo að það varð sjúkt” og dó. (Í nýrri útgáfu Biblíunnar, 2007, er þetta þýtt með nútímalegri hætti: “Drottinn lét drenginn, sem kona Hetítans Úría ól Davíð, veikjast.") En Guð elskaði samt Salómon og blessaði hann margfaldlega, þótt hann væri lífsafkvæmi hinnar sömu Batsebu, ekkju Úría. Í Guðs hendi eru öll börn, og þetta sveinbarn, sem Guð deyddi, hefur síðan verið í kærleikshendi hans.

Hr. Sverrir, sem mætti upplýsa hér betur um fullt nafn sitt, gerir alls ekki rétt, ef hann telur verk Guðs með þessum hætti til jafns við verk manna. Menn hafa ekkert vald yfir framtíð þeirra, sem þeir deyða, en Guð hefur það. Hér er engin jafnstaða, og siðferðislegir dómar verða því ekki felldir yfir Guði í slíkum tilfellum á grunni samanburðar við verk manna og siðferðisdóm yfir þeim.

Þar að auki erum við Guðs sköpun og hans eign. Hann hefur vald til að gefa lífið, og hann hefur vald til að taka það. Kalli hann til sín líf barns, er því borgið hjá honum. Börn Egyptanna eru óhultari hjá Guði en þeir hermenn sem hann sökkti í Rauðahafið.

Svo var spámönnum Guðs gefin spádómsgáfa, þeim var gefið að sjá fyrir hluti, sem áttu eftir að verða. Það eru margir textar í Gamla testamentinu sem fjölluðu um það, sem óhjákvæmilegt yrði, eftir stríðsháttum þess tíma, við innrásir óvinaþjóða inn í Landið helga. Ábyrgðin var þeirra, sem frömdu ódæðisverkin, sem og þeirra spilltu stjórnvalda Ísraels og Júda, sem kölluðu þau yfir þjóð sína.

22.01.11 @ 20:54

In response to: Um þöggun

Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Sverrir, þú virðist ekki gera þér grein fyrir því að gamla-testamentið sem þú vitnar í er trúarrit gyðinga en nýja-testamentið sem Jón Rafn vitnar í er trúarrit kristinna manna. Af því að kristnin spratt upp úr gyðinglegu umhverfi og gyðingatrú og byggir því á gyðinglegum grunni þá er gamla-testamentið haft með í biblíu kristinna. M.a. til að kristnir menn geti gert sér grein fyrir þróun hugmynda á borð við guðsmyndarinnar.

Sú guðsmynd sem birtist í gamla-testamentinu er því ekki eiginleg kristin guðsmynd heldur grunnur hennar á fyrri stigum þróunarinnar.

Höfundar gamla testamentisins hafa greinilega skrifað allt sem gerðist á reikning Guðs, bæði það góða en einnig það slæma svo sem veikindi, flóð, náttúruhamfarir eða annað böl og litið á það sem refsingu eða reiði Guðs. Það ber því mikið á frumstæðum hugmyndum um reiði og hefnd.

Sú guðsmynd sem birtist í nýja-testamentinu er mun þróaðri. Sérstaklega eru mikilvæg orð Krists um að leyfa börnunum að koma til sín því að slíkra sé guðsríki. Án efa hefur þetta viðhorf og þessi orð breytt miklu til hins betra í aðstæðum barna innan hins kristna heims.

Ásökun þín um óheiðarleika Jóns Rafns byggist því á fákunnáttu um kristna trú eða í besta falli misskilningi, en svona ásakanir eru því miður býsna algengar í dag og sjást gjarnan í skrifum ákafra trúleysingja.

Það verður að segjast eins og er að gagnrýni eða áróður ágengra trúleysingja gegn kristnum viðhorfum byggist því miður of oft á persónuárásum gegn kristnum einstaklingum en ekki á málefnalegri gagnrýni þar sem t.d. hugtök kristninnar eru tekin fyrir og þau gagnrýnd.

Lestu skrif ákafra trúleysingja með gagnrýnu hugarfari Sverrir og láttu þá ekki leiða þig út í að ásaka samborgara þína um óheiðarleika að óathuguðu máli.

22.01.11 @ 15:17

In response to: Um þöggun

Athugasemd from: Sverrir
Sverrir

Sko, þú talar um fósturdeyðingarlögin frá 1975 og að þá hafi “siðferðishrunið” byrjað og svo tekurðu tilvísanir úr biblíunni þar sem guð er góður við börn.
Hvað með ljótu kaflana?
Hvað ætli guð hafi drepið mörg börn og ófrískar konur í flóðinu mikla?

Hvað drap guð mörg börn þegar hann drap alla frumburði Egypta, allt frá barni faróins til barna þrælana og fangana sem gerðu ekki neitt af sér? Og bara að því að einn maður sagði nei.

Hérna er guð að gera barn veikt og það tekur það 7 daga að deyja.

Síðari Samúelsbók 12/14-15

14En sakir þess, að þú hefir smánað Drottin með athæfi þínu, þá skal sá sonur, sem þér er fæddur, vissulega deyja.”
15Síðan fór Natan heim til sín. Drottinn sló barnið, sem kona Úría hafði fætt Davíð, svo að það varð sjúkt.

Meira
Jesaja 13:15-18
15Hver sem fundinn verður, mun lagður verða í gegn, og hver sem gripinn verður, mun fyrir sverði falla.
16Ungbörn þeirra munu knosuð verða fyrir augum þeirra, hús þeirra verða rænd og konur þeirra smánaðar.
17Sjá, ég æsi upp Medíumenn gegn þeim. Þeir meta einskis silfrið og þá langar ekki í gullið.
18Bogar þeirra rota unga menn til dauða. Þeir þyrma ekki lífsafkvæmum, og líta ekki miskunnaraugum til ungbarna.

Og hérna skipar hann fyrir að það eigi ekki þyrma börnunum.

Fyrri Samúelsbók 15:3
3Far því og vinn sigur á Amalek og helgaðu hann banni og allt, sem hann á. Og þú skalt ekki þyrma honum, heldur skalt þú deyða bæði karla og konur, börn og brjóstmylkinga, naut og sauðfé, úlfalda og asna.”

Er með meira en punturinn minn er að þú getur ekki bara nefnt það góða og sleppa því vonda…það er bara ekki heiðarlegt.

20.01.11 @ 12:02

In response to: Hinn guðdómlegi gleðileikur Dante – í þýðingu Guðmundar Böðvarssonar, bónda og skálds frá Kirkjubóli

Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Kærar þakkir fyrir þessi góðu sýnishorn og þína áminningu um fagran og mikinn kveðskap, Jón Rafn.

Hér minnir sumt óneitanlega á kveðskap Boethiusar, þar sem hann bæði ber lof á ást Guðdómsins á veröldinni allri (eins og hér í síðustu línunum í dæmi þínu) og bendir á, hvernig allt er samantengt af hans ástar-bandi, eða eins og Dante segir (sem vitaskuld hefur þekkt Huggun heimspekinnar):

“Ég sá hve tilvist alls og allra manna,
öll alheimsverund, fast er samanbundin
Guðs ástarband, hins eina, góða og sanna,

hvert hnattakerfi, er svífur himinsundin.

Hin mikla eining alls …”

Og þannig yrkir Boëthius:

Að heimur stöðugur standi,
þótt stórum breytist í þróun ;
að eining endalaus haldist
með öllu kviku, þó stríði
….
að löndum bannað sé leysast
úr læðing, mörk sín að víkka ;
sú skipan heims allra hluta,
jafnt hafs sem uppheims og jarðar,
er lögmál eilífrar ástar.

Ef bönd sín leysti hún, brysti
það bróðurþel, sem allt tengir,

Ást bindur sáttmála sönnum
allt saman : þjóðir og lýði,
og hún, með heilögu bandi,
í hreinleik elskendur tengir ;
hún tryggir félögum trúum
þau tryggðabönd, er þeir sverjast.

Hve sælir, mannanna synir,
ef ást sú anda´ ykkar leiðir,
sem öllu stýrir á himnum !

Með kærri kveðju og þakklæti.

20.09.09 @ 00:05

In response to: Hinn guðdómlegi gleðileikur Dante – í þýðingu Guðmundar Böðvarssonar, bónda og skálds frá Kirkjubóli

Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Kæra Steinunn,

Tólf kviður úr Gleðileiknum komu út í þýðingu hans í bundnu máli á vegum Bókaútgáfu Menningarsjóðs árið 1968.

Unnt er að nálgast eintak í Þjóðarbókhlöðunni.

Pace Tecum,

JRJ

09.09.09 @ 09:35

In response to: Hinn guðdómlegi gleðileikur Dante – í þýðingu Guðmundar Böðvarssonar, bónda og skálds frá Kirkjubóli

Athugasemd from: Steinunn Steinarsdóttir
Steinunn Steinarsdóttir

Góðan dag, mig langar til að vita hvort þýðing Guðmundar á Gleðiljóðunum Dante sé til og hvar sé hægt að nálgast hana, með bestu kveðju, Steinunn Steinars.

08.09.09 @ 15:49

In response to: Hollur undirbúningur fyrir hvítasunnuna – John Henry Newman, kardínáli (1801-1890):„Að rísa upp með Kristi.“

Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Takk fyrir þennan góða pistil og þýðingu.

31.05.09 @ 08:03

In response to: Prestkonungar Adamskynslóðarinnar – 7

Athugasemd from: Ingileif
Ingileif

Gott og gefandi

15.03.09 @ 21:03

In response to: Benedikt páfi XVI – Heilagur Jósef: Fyrirmynd í hlustun (© L'Osservatore Romano)

Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Þessi hugleiðing Benedikts páfa fylgdi guðspjalli dagsins fyrir 18. desember s. l.

20.12.08 @ 15:46

In response to: Um þöggun

Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Kröftugur pistill, nafni, kryfjandi um málefni tíðarandans, kryddaður góðum frásögnum og nær áhrifaríku risi í lokaþættinum. – Kær kveðja.

09.12.08 @ 22:46

In response to: Feitu árin og mögru árin – hugleiðing

Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Fyrir 1750 árum komst abba Chaeremon svo að orði í 12. kafla Collatio Jóhannesar Kassíans:

Eftir að hann hefur talið þetta allt upp bætir postulinn að lokum við eigingirninni, græðginni (avartia) sem limi á líkama syndarinnar. Með þessu vill hann vafalaust sýna, að við verðum ekki einungis að hætta að þrá það sem er ekki okkar eigin eign, heldur að við eigum ekki að meta eignir okkar sjálfra mikils. Í þessu hugarfari hrærðist kirkjan forðum, eins og við getum lesið um í Postulasögunni: En í þeim fjölda, sem trú hafði tekið, var eitt hjarta og ein sál, og enginn þeirra taldi neitt vera sitt, er hann átti, heldur höfðu þeir allt sameiginlegt . . . allir landeigend­ur og húseigendur seldu eign sína, komu með andvirðið og lögðu fyrir fætur postulanna. Og sérhverjum var úthlutað eftir því sem hann hafði þörf til (P 4. 32, 34).

Svo að því verði ekki haldið fram að hér hafi einungis verið átt við fullkomleika sem fyrirhugaður var fáum útvöldum, boðar postulinn að avartia (ágirnd, eigingirni og peningagræðgi) sé hjáguðadýrkun. Og svo er í reynd! Sá sem kemur ekki til móts við þarfir hinna snauðu og situr á fjármunum sínum af harðýðgi hinna vantrúuðu og metur slíkt meira en boð Krists, er hjáguðadýrkandi sökum þess (og þetta er uppspretta allra synda) að tilhneigingar hans til efnislegar hluta þessa heims skipa æðri sess í huga hans en hin guðdómlega elska.

Þegar við sjáum nú að fjölmargir kristnir menn hafa svo fúslega kastað frá sér öllum eigum sínum, þurfum við ekki að efast um að þeir hafa ekki einungis hafnað fjármunum, heldur upprætt allar langanir til slíks úr hjarta sínu. Liggur þá ekki beinast við að trúa því að þannig sé einnig unnt að slökkva bruna fýsnanna? Postulinn metur ekki hið mögulega til jafns á við hið ómögulega, heldur veit hann að hvoru tvegg­ja er mögulegt og þess vegna bauð hann að þetta hvoru tveggja skyldi verða deytt.

Abba Chearemon var samtíðarmaður Basils hins mikla, regluföður Austurkirkjunnar. Benedikt frá Núrsíu leitaði einmitt heimilda hjá Jóhannes Kassían þegar hann samdi reglur sínar: Benediktusarreglurnar.

13.10.08 @ 16:23

In response to: Feitu árin og mögru árin – hugleiðing

Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Félag hinna frumkristnu hefur mér alltaf þótt merkilegt fyrirbæri. Það virðist hafa verið samlagssjóður með samtryggingu þar sem meðlimir lögðu allar eigur sínar í samlagið. Þetta sjáum við ennþá í klausturreglunum. Hinn kommúníski maður átti líka að ná þessari fullkomnun en ekki fyrir trúna heldur fyrir félagslega meðvitund og þroska. Allir vita hvernig það fór. Í kommúnunum á hippatímanum var þetta líka reynt en þær eru líklega allar hættar núna. Spurning hvort svona félög eru yfirleitt möguleg nema trúin sé höfð með í för? Alla vega eru sumar klausturreglurnar mörg hundruð ára gamlar og standa því greinilega á mjög styrkum hugmyndafræðilegum og trúarlegum stoðum.

12.10.08 @ 17:49

In response to: Feitu árin og mögru árin – hugleiðing

Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Til viðbótar:

Safnið yður ekki fjársjóðum á jörðu, þar sem mölur og ryð eyðir og þjófar brjótast inn og stela (eða ófyrirleitnir fjárfestar).
Safnið yður heldur fjársjóðum á himni, þar sem hvorki eyðir mölur né ryð og þjófar brjótast ekki inn og stela (eða ófyrirleitnir fjárfestar).
Því hvar sem fjársjóður þinn er, þar mun og hjarta þitt vera (Mt 6. 19-21).

Er það ekki þetta sem Drottinn minnir okkur á: Látið ekki hjarta ykkar eiga allt undir fallvaltri ágirnd skammsýnna fjárfest, heldur að láta það hvíla í friði Guðs?

Jæja! Svo er það ungi og ríki maðurinn:

“Si vis perfectus esse, vade, vende, quae habes, et da pauperibus, et habebis thesaurum in caelo; et veni, sequere me” (Mt 19. 21).

11.10.08 @ 12:50

In response to: Feitu árin og mögru árin – hugleiðing

Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Í minni öldnu og hollu Vulgötu les ég: Et iterum dico vobis: Facilius est camelum per foramen acus transire, quam divitem intrare in regnum Dei (Mt 19. 24). Með hliðsjón af höfundi orðanna er hér vel komist að orði. Hvað varðar reiðing úlfaldans bendir allt til þess að hér sé um óþurftaraok að ræða sem komi í veg fyrir inngönguna í ríki Guðs. Guðfræðingar (og leikmenn) allra alda geta svo haldið áfram að reyna að snúa út úr þessum orðum. En kaflinn um þau Safíru og Ananías í fimmta kafla Postulasögunnar leggur enn frekari áherslu á raunverulegan boðskap Drottins í þessum efnum.

Hvað varðar hagstjórn Heilags Anda má lesa þessi orð í sama riti:

En í þeim fjölda, sem trú hafði tekið, var eitt hjarta og ein sál, og enginn þeirra taldi neitt vera sitt, er hann átti, heldur höfðu þeir allt sameiginlegt. Postularnir báru vitni um upprisu Drottins Jesú með miklum krafti, og mikil náð var yfir þeim öllum. Eigi var heldur neinn þurfandi meðal þeirra, því að allir landeigendur og húseigendur seldu eign sína, komu með andvirðið og lögðu fyrir fætur postulanna. Og sérhverjum var úthlutað eftir því sem hann hafði þörf til. (P 4. 32-35).

09.10.08 @ 20:12