Blaðsíður: 1 2

22.04.07

  20:55:09, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 70 orð  
Flokkur: Pjetur Hafstein Lárusson

Sjálfstæðismenn álykta um staðfasta sambúð samkynhneigðra.

Eftir Pjetur Hafstein Lárusson

Nýafstaðinn landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti ályktun þess efnis, að heimila skuli trúfélögum að staðfesta sambúð samkynhneigðra. Í þessu sambandi hlýtur ein grundvallarspurning að vakna, fyrst af öllum, þ.e.a.s.: Hefur eitthvað trúarsamfélag farið fram á slíka heimild? Fróðlegt væri að fá svar við þessari spurningu.

(Áður birt á http://hafstein.blog.is)

29.03.07

  23:41:27, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 1053 orð  
Flokkur: Ýmsir höfundar

Hinir heilögu – Fyrirmyndir á lífsleið okkar: Ludgerus biskup

(Eftirfarandi grein sem Torfi Ólafsson þýddi úr þýsku birtist í Kaþólska kirkjublaðinu í mars 2005 og er endurbirt hér með leyfi ritnefndarinnar og þýðandans. (Aths. RGB )

Ludgerus (Liudger) biskup í Münster (26. mars.)
Münsterbúar halda á þessu ári (2005) upp á 1.200 ára afmæli þess að biskupsdæmi þeirra var stofnað. Og samtímis minnumst við líka fyrsta biskups þeirrar borgar.

Read more »

21.03.07

  10:01:16, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1379 orð  
Flokkur: Ýmsir höfundar

UM ÞJÓÐKIRKJUNA – séra Þórir Jökull Þorsteinsson

Á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar var uppi í Indiana í BNA háskólakennari að nafni Kinsey. Hann tók sig til og hóf rannsóknir á kynhegðun fólks. Bók hans um kynhegðun karla kom út í bókarformi við lok stríðins og önnur um kynhegðun kvenna árið 1953.

Niðurstöður Kinseys komu miklu róti á hugi fólks í Bandaríkjunum og víða um hinn vestræna heim. Þótt rannsóknir Kinseys hafi verið umdeildar og séu véfengdar af mörgum allt til þessa dags, þá eru menn á einu máli um að þær hafi allt að einu afhjúpað, að eitt er það sem viðtekið er og annað það sem menn aðhafast í raun og veru, leynt eða ljóst. Við útkomu bóka Kinseys hljóp mikill kippur í kynlífsbrölt hvers konar og fólk sem alið var upp við íhaldssöm gildi tók að álykta sem svo að úr því að "allir" hafa þetta svona eða hinsegin og þar sem "allt" er á sinn hátt "eðlilegt", þá gætu allir farið að fýsnum sínum hverjar sem þær kynnu að vera.

Read more »

26.02.07

  11:22:25, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 2205 orð  
Flokkur: Sr. Kristján Björnsson

Guð er ætíð í morgunskímu hverrar gleðistundar

Prédikun á konudegi, sunnudegi í föstuinngangi - 18/02/07

Lagt er út af guðspjalli Lúkasar, 18.31-34, en hér er farinn langur inngangur að undri upprisunnar á þriðja degi. Á þeirri leið er fjallað all mikið um mannhelgina og hina heilsusamlegu hlið föstunnar, sem færir okkur nær Guði, og hvernig það minnir okkur á það er Guð gerist algjörlega nálægur í þjáningu mannsins minnstu barna.

Read more »

20.02.07

  18:09:22, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 218 orð  
Flokkur: Pjetur Hafstein Lárusson

Klámþing á Íslandi?

Er í lagi, að halda klámþing á Íslandi? Það finnst þeim í klámbransanum a.m.k. En erum við Íslendingar sammála? Vonandi ekki. Klám er ekki aðeins lágkúrulegt fyrirbæri í sjálfu sér; í skjóli þess þrífast eiturlyfjaviðskipti og þrælasala.

Read more »

18.02.07

  15:06:55, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 470 orð  
Flokkur: Pjetur Hafstein Lárusson

Hvar stöndum við Íslendingar varðandi líðan barna?

Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur nú birt skýrslu um líðan barna í rúmlega tuttugu iðnvæddum ríkjum. Skýrslan er kennd við Jonathan Bradshaw, prófessor við háskólann í Jórvík. Í henni kemur fram, að líðan barna er áberandi verst í tveimur hinna iðnvæddu samfélaga, sem rannsökuð voru, þ.e.a.s. í Bretlandi og Bandaríkjunum.

Read more »

13.02.07

  19:24:06, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 1107 orð  
Flokkur: Ýmsir höfundar

Hinir heilögu – Fyrirmyndir á lífsleið okkar: Benedikt frá Aniane

(Eftirfarandi grein sem Torfi Ólafsson þýddi úr þýsku birtist í Kaþólska kirkjublaðinu í febrúar 2005 og er endurbirt hér með leyfi ritnefndarinnar og þýðandans. (Aths. RGB )

Benedikt frá Aniane (12. febrúar)

Þessi heilagi Benedikt fæddist árið 750. Faðir hans var Aigulf greifi af Maguelone (Suður-Frakklandi) og miðaðist uppeldi hans við að hann gegndi herþjónustu. Henni gegndi hann í hersveitum Pippins litla og Karls mikla, en 774 ákvað hann að gerast munkur.

Read more »

30.01.07

  11:14:00, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 735 orð  
Flokkur: Böðvar Ingi Guðbjartsson

Samkynhneigð í leikskóla?

eftir Böðvar Inga Guðbjartsson

Grein þessi birtist í Morgunbl. sunnudaginn 21. jan. 2006. Kirkjunetið leitaði eftir því að fá að endurbirta hana hér. Veitti höfundurinn fúslega leyfi til þess.

Í Fréttablaðinu 2. október 2006 var kynnt bók eftir þau Áka og Berglindi. Bókin er um stúlku sem á tvo feður. Dreifa á bókinni í alla leikskóla landsins.

Það að fara með fræðslu um samkynhneigð inn í leikskóla landsins vekur upp ýmsar spurningar. Hvernig er fræðslan byggð upp og hvert er markmiðið? Á að fræða börn á leikskólastigi, frá 2 ára aldri, um samkynhneigð? Hvað er verið að fræða börnin okkar um?

Read more »

29.01.07

  21:43:04, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 1912 orð  
Flokkur: Ýmsir höfundar

Hinir heilögu – Fyrirmyndir á lífsleið okkar: Tómas frá Aquin

(Eftirfarandi grein sem Torfi Ólafsson þýddi úr þýsku birtist í Kaþólska kirkjublaðinu í janúar 2005 og er endurbirt hér með leyfi ritnefndarinnar og þýðandans. (Aths. RGB )

Hl. Tómas frá Aquin (28. janúar)

Hinn frægi lærdómsmaður og kirkjufræðari, Tómas frá Aquin, var kominn af aðalsætt von Aquino greifa í Langbarðalandi. Hann fæddist 1225 í Roccasecca og var sendur fimm ára gamall til náms í Benediktsklaustrið Montecassino. Árið 1236 hélt hann áfram námi við háskólann í Napólí og ákvað 1243 að ganga í reglu Dominikana.

Read more »

12.12.06

  09:08:16, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 8454 orð  
Flokkur: Gunnar F. Guðmundsson

Ignatíus Loyola og Jesúítareglan

Grein eftir Gunnar F. Guðmundsson sem birtist áður í Merki krossins, tímariti kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, III. hefti 1991 og er endurbirt hér með leyfi höfundarins. (Aths. RGB )

Um þessar mundir eru 500 ár liðin frá fæðingu Ignatíusar Loyola, stofnanda Jesúítareglunnar. Jafnframt minnast jesúítar þess um allan heim, að fyrir 450 árum var regla þeirra formlega stofnuð með bréfi, sem Páll III páfi gaf út 27. september 1540.

Read more »

11.12.06

  13:26:19, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 1042 orð  
Flokkur: Gunnar F. Guðmundsson

Dr. Hinrik H. Frehen biskup – Minning

Dr. Hinrik Hubert Frehen biskup kaþólska safnaðarins á Íslandi andaðist að morgni síðasta dags októbermánaðar 1986. Hinrik Frehen fæddist 24. janúar 1917 í héraðinu Waubach syðst í Hollandi við landamæri Þýskalands og Belgíu. Að loknu námi í menntaskóla Montfort-presta í Schimmert gekk hann í reglu þeirra og vann regluheit sín 8. september 1937. Þá hóf hann nám í heimspeki og guðfræði í prestaskóla Montfortpresta í Oirschot í Hollandi og meðtók prestvígslu 18. desember 1943.

Read more »

06.12.06

  12:22:42, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 1386 orð  
Flokkur: Ýmsir höfundar

Hinir heilögu – Fyrirmyndir á lífsleið okkar: Nikulás frá Myra

(Eftirfarandi grein sem Torfi Ólafsson þýddi úr þýsku birtist í Kaþólska kirkjublaðinu í desember 2005 og er endurbirt hér með leyfi ritnefndarinnar og þýðandans. (Aths. RGB )

Nikulás frá Myra (6. desember)

Við getum ekki tilgreint nema sárafáar sögulegar staðreyndir úr ævi þessa vinsæla og víðkunna dýrlings. Hið eina sem sagan getur frætt okkur um er að hann hafi verið biskup í Myra, setið kirkjuþingið í Níkeu 325 og dáið árið 350.

Read more »

02.12.06

  22:59:33, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 7711 orð  
Flokkur: Gunnar F. Guðmundsson

Jón Arason í vitund Íslendinga

Grein eftir Gunnar F. Guðmundsson sem birtist áður í Merki krossins, tímariti kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, 1. hefti 1989 og er endurbirt hér með leyfi höfundarins. (Aths. RGB )

I

Hinn 7. nóvember árið 1950 voru 400 ár liðin, síðan Jón Arason Hólabiskup og synir hans tveir, Ari og Björn, voru teknir af lífi í Skálholti. Þessa viðburðar var minnst með ýmsum hætti bæði norðan lands og sunnan. Minningarathöfn fór fram í Háskóla Íslands á vegum heimspekideildar, og fjölmenn hátíð var haldin á Hólum 13. ágúst það ár.

Read more »

03.11.06

  19:46:14, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 1784 orð  
Flokkur: Ýmsir höfundar

Hinir heilögu – Fyrirmyndir á lífsleið okkar: Karl Borromeus

(Eftirfarandi grein sem Torfi Ólafsson þýddi úr þýsku birtist í Kaþólska kirkjublaðinu í nóvember 2005 og er endurbirt hér með leyfi ritnefndarinnar og þýðandans. (Aths. RGB )

Karl Borromeus (4. nóvember).

Borromeus-fjölskyldan átti miklar jarðeignir við Maggiore-vatnið, var skyld mikilvægustu aðalsfjölskyldum Ítalíu á þeim tímum og margar jarðeignir kirkjunnar voru nytjaðar af meðlimum fjölskyldunnar.

Karl fæddist 2. október 1538 í Arona. Fjölskyldan bar saman ráð sín um hvað drengurinn skyldi verða og varð hún ásátt um að hann skyldi verða prestur. Hann var krúnurakaður tólf ára og látinn klæðast hempu.

Read more »

29.10.06

  12:14:56, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 5979 orð  
Flokkur: Sr. Edward Booth

Hl. Tómas og lögin

Grein eftir séra Edward Booth O.P. prest í Stykkishólmi sem birtist áður í Merki krossins, tímariti kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, 1. hefti 2005 og er endurbirt hér með leyfi höfundarins. (Aths. RGB )


Nokkrar athugasemdir í tilefni af birtingu íslenskrar þýðingar greinar hans um lög úr ritinu Summa Theologiæ

Edward Booth O.P.

Útgáfa í flokki Lærdómsrita Bókmenntafélagsins á íslenskri þýðingu kaflans um lög í Summa Theologiæ eftir heilagan Tómas af Aquino (hluti 1a2ae Quæstiones 90–97) er markverður viðburður ekki aðeins á sviði lögfræði heldur einnig varðandi mikilvægi heilags Tómasar fyrir menningu Evrópu og alls heimsins. [1]

Í inngangi er verkið sett í samhengi við ævi Tómasar sem dóminikanamunks. Athygli höfundar þessarar greinar var vakin á þýðingunni með grein sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins 9. október 2004 ásamt vel valinni mynd af Tómasi.

Read more »

04.07.06

  19:30:37, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 2573 orð  
Flokkur: Sr. Þorbergur Kristjánsson

Helgi lífsins

Ræða sr. Þorbergs Kristjánssonar á Lífsvonarfundi 12. des. 1992. Áður birt í Lífsvon, fréttabréfi Lífsvonar, samtaka til verndar ófæddum börnum, 1. tbl. 9. árg. (marz 1993), s. 1–3. Lesendur Kirkjunetsins eru hvattir til að lesa þessa grein – hér er margt djúpt hugsað og bent á afleiðingar fósturvíga, sem fram hafa komið á síðari árum. (Aths. JVJ).

Átökin um lífsgæðin, sem efnishyggjan magnar, leiðir af sér tillitsleysi og hörku – kaldræna afstöðu vonarsnauðu viskunnar. Landvinningar vísinda og tækni geta verið tvíbentir, sem dæmin sanna. Þeir hafa, á mörgum sviðum, bætt lífskjörin og veitt aukna innsýn í tilveruna. En í sumum tilvikum hefur tækninni verið beitt gegn lífinu sjálfu. Virðingin fyrir manneskjunni sem slíkri stendur höllum fæti, og birtist það með ýmsu móti. Þannig hafa nú í næstum tvo áratugi verið í gildi lög í landi okkar, sem svipta hið ófædda líf réttarvernd fyrstu 12 vikurnar eftir getnað, a.m.k.

Read more »

23.06.06

  21:53:33, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 931 orð  
Flokkur: Sverrir Friðriksson

Saga opinberra fólksfækkunarmarkmiða stjórnvalda í Bretlandi og BNA og tengsl þeirra við stefnumarkmið stofnana Sameinuðu þjóðanna og alþjóðastofnana

Höf.: Sverrir Friðriksson, LL.M., Reykjavík 2006. – Útdráttur:

Efnahagsþróun og menningarskrið (Davis) (skýrsla unnin á vegum mennta-málayfirvalda í BNA). – Þar er bent á að árangursrík stefnukænska til þess að lækka fæðingarhlutfallið sé að ,,draga úr ... sjálfsvitund barna sem búa hjá foreldrum, eða að draga úr ... líkum á því að þessi sjálfsvitund fullnægi þeim". Þar að auki er bent á að ákveðnar (pósitívar) menningarhneigðir sem geta stuðlað að því að draga úr fólksfjölda séu ,,mjög há skilnaðartíðni, klám og óheft kynmök..." Davis greinir jákvæða þróun að því er varðar "velferðarmál barna, þar sem aukinnar tilhneigingar gætir í þá veru að föðurnum sé í síauknum mæli ýtt til hliðar sem ómissandi fjölskyldu-meðlimi, svo og varðandi heilbrigðiskerfið, sem jafnt og þétt hefur haft að engu boðvald foreldra að því er varðar getnaðarvarnir og fóstureyðingar."

Read more »

06.03.06

  22:10:06, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 1801 orð  
Flokkur: Pjetur Hafstein Lárusson

REFSINGIN

Smásaga eftir Pjetur Hafstein Lárusson

- Enn slær hún sín tíu slög, hin dimmhljóma klukka - . Hversu oft skyldi ég ekki hafa handfjatlað þetta umslag, látið það leika milli fingra minna - opnað það? Tekið úr því bréfið, - tveggja arka bréf, haldið því frammi fyrir augunum og getið mér til um orðin, sem þar eru væntanlega skrifuð? Ég hef meira að segja marg oft leitt hugann að skriftinni, sem ég þó aldrei hef séð. Ég get mér þess til að rithöndin sé áferðafalleg. Þó er það hugsanlega ekki á rökum reist frekar en aðrar tilgátur. Innihald þessa bréfs er mér hulið, rétt eins og rithöndin. Ég sting því aftur í umslagið, eins og svo ótal oft áður. Set það svo í vasann. Ég er löngu hættur að gera mér vonir um að geta nokkurn tíma lesið bréfið. Skyldi það vera þess vegna, sem ég meðhöndla það af stakri natni, jafnvel virðingu?

Read more »

15.11.05

  17:13:47, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 644 orð  
Flokkur: Sr. Edward Booth

Jólapredikun í Stykkishólmi árið 2002

Kæru bræður og systur.
Þegar við hugsum um tilvist mannsins á þessari jörðu var fæðing Jesú Krists í Betlehem fyrir tveim þúsund árum ekki fjarlægur atburður, innan glataðrar sagnfræði. Það má líta á það sem nýlegan atburð. Það var augnablik ráðandi afla til að viðhalda stöðugleika á þessari jörðu. Ritarar guðsspjallsins söfnuðu saman allri vitneskju sem þeir gátu fundið á umhyggjusaman hátt. Þeir sýndu fram á efndir spádóma fyrir Gyðinga: spádóma um þetta fólk sem opnar leiðina fyrir skilaboð til alls fólks, allt til endimarka jarðarinnar.

Guð sem skapaði ósýnilega en djúpt skynjaða veröld engla, Guð sem skapaði alheiminn sýnilega, þar sem þessi ofurlitla pláneta hefur þýðingu, óháð stærð hennar, Orð Guðs, sem var Guð einnig, kom til að búa í þeirri veröld sem hafði verið gerð gegnum hann.

Read more »

1 2