Blaðsíður: 1 2

27.01.20

  14:01:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 1801 orð  
Flokkur: Philumena

Trúfræðsla „Faðir vor"

"Faðir vor"

Með skírninni erum við innlimuð í líkama Krists, kirkjuna og öðlumst þar með barnarétt sem systkini Jesú Krists. Með fermingunni staðfestum við trú okkar og vilja til að breyta í samræmi við vilja þess Guðs sem við köllum Föður okkar. Enda þótt við séum sköpuð í mynd hans erum við endurreist til líkingar við hann með náð, og við verðum að bregðast við þessari náð með því að haga okkur sem synir eða dætur Guðs. Barnarétturinn, sem er frí gjöf, krefst þess af okkur að við tökum stöðugum sinnaskiptum og lifum nýju lífi.Sá sem elur í brjósti sér miskunnarlaust og ómannlegt hjarta getur ekki kallað Guð allrar gæsku Föður sinn, því sá hinn sami hefur ekki lengur auðkenni himneskrar gæsku Föðurins. Það er hið auðmjúka treystandi hjarta sem gerir okkur kleift að biðja í samfélagi við Krist til Himnaföðurins með ávarpinu "Faðir vor". Þetta nafn vekur í okkur kærleikan og tiltrú að öðlast það sem við erum í þann mund að biðja um. (Tilvísun: Hl. Ágústínus, De serm.Dom.in monte 2, 4, 16: PL 34, 1276)

Read more »

14.12.19

  08:45:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 2626 orð  
Flokkur: Karmelnunnurnar Hafnarfirði

Heilagur Jóhannes af Krossi, vegvísir kærleikans

Í ritverkum sínum beinir Heilagur Jóhannes af Krossi, sem bar viðurnefnið hinn Dulræni Doktor eða Doktor hinnar myrku nætur, aðallega athygli sinni að: kærleika til Brúðgumans - Jesú Krists, og brúðarinnar- sem er sálin. Öll önnur efnistök sem hann tekur til umfjöllunar eru annaðhvort dregin af þessu megin efnisatriði eða þau vísa til þess. Jóhannes er djúpt snortinn af hinum óendanlega kærleika Guðs til manna, sem hann annaðhvort hafði sjálfur uppskorið í gleðivímu fyrir náð heitra bæna - eitthvað í líkingu við þá upplifun sem  ummyndun Krists á fjallinu framkallaði hjá postulunum (Mt 17:1-8), eða sem hann upplifði í myrkri sársaukafullrar reynslu.

Read more »

26.03.19

  00:41:00, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 75 orð  
Flokkur: Ásgeir Jónsson hagfr.

Af læsi á kaþólskum síðmiðöldum

... Læsi virðist einnig hafa verið mjög almennt meðal almennings undir lok katólskunnar hérlendis ef marka má bréf Péturs Palladíus Sjálands-biskups, aðalforkólfs siðaskiptanna í Danmörku, frá árinu 1546 sem segist hafa frétt það að flestir landsmenn geti lesið og skrifað á sínu eigin móðurmáli. [DI XI, nr. 400]. Verður það að teljast mjög góð umsögn um menntunarstig þjóðarinnar áður en lútersku frumherjarnir komu til sögunnar.

Ásgeir Jónsson hagfræðingur, úr inngangi hans að Ljóðmælum Jóns Arasonar biskups, Rvík, JPV-útgáfa, 2006, bls. 46.

02.12.17

  12:02:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 551 orð  
Flokkur: Unnur Gunnarsdóttir

Heimsókn til Medjugorie

Endurbirtur pistill eftir Unni Gunnarsdóttur sem birtist í okt.-nóv. tölublaði Kaþólska kirkjublaðsins. 

Þúsundir kaþólskra pílagríma ferðast til Medjugorje í Bosníu-Herzegóvínu á hverju ári. María mey er talin hafa birst þar fyrst hinn 24. júní 1981 tveimur ungum stúlkum, sem hétu Mirjana Dragićević og Ivanka Ivanković, og næsta dag fjórum öðrum börnum og hefur haldið áfram að birtast fram til dagsins í dag. Páfagarður hefur ennþá ekki viðurkennt þessar birtingar opinberlega en sér þó um rekstur helgireitsins.

Boðskapur Maríu meyjar, Drottningar friðarins, eins og hún hefur nefnt sjálfa sig, hefur ávallt verið með svipuðu sniði, þ.e.a.s. að biðja okkur um að fasta, meðtaka skriftasakramentið og biðja Rósakransinn með hjartanu, þannig færumst við nær Jesú með hennar hjálp, „to Jesus through Mary“.

Nýlega dvaldi ég í Medjugorie í hópi danskra pílagríma og fararstjóri var sr. Benny Blumensaat, sóknarprestur í Esbjerg í Danmörku.

Read more »

06.05.17

  20:28:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 119 orð  
Flokkur: Ýmsir höfundar

Rannsóknir á stofnfrumum úr fullorðnum lofa góðu

Þrívíddarprentun vefja í menn og líffæraígræðsla fyrir fórnarlömb krabbameins í mönnum (sem dregur úr dauðsföllum um 75 prósent), er þróun sem jafnast á við það besta sem stofnfrumur fullorðinna geta gert á sviði læknisfræðinnar. Kaþólska kirkjan styður þessar rannsóknir, enda skilar þetta siðferðilega form rannsókna vænlegustu niðurstöðunum. Á ráðstefnu í Vatíkaninu fyrr á þessu ári var lögð sérstök áhersla á siðferðileg form stofnfrumurannsókna með þátttöku fyrirtækja og leiðandi sérfræðinga, sem ræddu framtíð þessara rannsókna sem þróast hratt um þessar mundir. Kirkjan hefur ávallt reynt að tryggja að vísindamenn legðu alla áherslu á rannsóknir á stofnfrumum úr fullorðnum, en þar með er sneitt hjá siðferðilegum vandamálum sem koma upp við rannsóknir á stofnfrumum úr fósturvísum.

Úr Kaþólska kirkjublaðinu 27. árg. 1.-2. tbl. 2017 bls. 4. 

18.04.17

  15:50:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 121 orð  
Flokkur: Ýmsir höfundar

Frans páfi fer til Fatíma í tilefni af 100 ára afmæli birtinganna þar

Frans páfi mun fara til Fatíma í tilefni af 100 ára afmælinu Vatíkanið hefur staðfest að Frans páfi mun heimsækja Portúgal árið 2017 í tilefni af því að 100 ár eru síðan María birtist í Fatíma. Páfinn, sem tók boði forsetans, Marcelo Rebelo de Sousa, og biskupanna í Portúgal, „mun fara í pílagrímsferð til helgistaðar Maríu meyjar frá Fatíma dagana 12.-13. maí,“ segir í tilkynningu Vatíkansins frá 17. desember sl. Pílagrímsförin markar aldarafmæli birtingar Maríu, sem fyrst birtist þann 13. maí 1917, þegar þrjú börn sem voru þar að gæta hjarðar, sögðu að þau hefðu séð Maríu mey. Hún birtist áfram einu sinni í mánuði til 13. október 1917, og Kaþólska kirkjan lýsti því yfir árið 1930 að hér væri um trúverðugan atburð að ræða.

Úr Kaþólska kirkjublaðinu 27. árg. 1.-2. tbl. 2017 bls. 4. 

18.03.17

  19:44:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 254 orð  
Flokkur: Ýmsir höfundar

Píslarvottar nú á tímum eru fleiri en í frumkirkjunni

Frans páfi hefur hvatt kaþólskt fólk til muna eftir trúsystkinum sínum sem þjást daglega í ofsóknum vegna trúar sinnar. Í ræðu á Stefánsmessu, hátíð fyrsta kristna píslarvottsins – sagði páfi: „Þegar við lesum sögu fyrstu aldanna hér í Róm, kynnumst við mikilli grimmd í garð kristinna manna. Þetta gerist í dag líka, í jafnvel enn meira mæli. Ég skal segja ykkur nokkuð,“ sagði páfi við pílagríma sem safnast höfðu saman á Péturstorginu söfnuðust, „fjöldi píslarvotta í dag er meiri en í fyrstu öldunum. Heimurinn hatar kristna menn af sömu ástæðu sem hann hataði Krist,“ sagði Frans, „því að hann færði ljós Guðs, og heimurinn kýs skuggann til að fela sín vonda verk.“

Read more »

05.03.17

  21:13:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 1506 orð  
Flokkur: Ýmsir höfundar

Föstuboðskapur Frans páfa 2017

Orð Guðs er gjöf. Aðrir menn eru gjöf.

Kæru bræður og systur,

Föstutíminn markar nýtt upphaf, leið að öruggu marki: Til framhjágöngu upprisunnar, til sigurs Krists yfir dauðanum. Og ævinlega beinir þessi tími til okkar ákveðnu boði um afturhvarf: Hinn kristni maður er „af öllu hjarta“ (Jl 2,12) hvattur til að snúa sér til Guðs og láta sér ekki nægja að lifa lífi sínu í meðalmennsku, heldur vaxa í vináttunni við Drottin. Jesús er hinn trausti vinur sem yfirgefur okkur aldrei, því að einnig eftir að við höfum syndgað er hann reiðubúinn að fyrirgefa okkur (sbr. Prédikun, Domus Sanctae Marthae, 8. janúar 2016).

Föstutíminn er rétti tíminn til að styrkja líf andans með þeim helgu meðulum sem kirkjan býður okkur: Með föstum, bænum og ölmusugjöfum. Grundvöllur alls þessa er Guðs Orð, og á þessum tíma er okkur boðið að leggja enn betur við hlustir og stunda íhugun. Einkum vildi ég í þessu sambandi benda á dæmisöguna um ríka mann og Lasarus hinn fátæka (sbr. Lúk 16,19-31). Við skulum láta þessa þýðingarmiklu frásögn verða okkur til hvatningar: Hún færir okkur lykilinn svo að við fáum skilið hvað við verðum að gera til þess að öðlast hina sönnu hamingju og eilíft líf, og hvetur okkur til einlægra sinnaskipta.

Read more »

09.07.13

  01:55:00 am, by Jon Valur Jensson   , 316 words  
Categories: Sr. Patrick Breen

Jóhannes biskup Gijsen látinn

Úr predikun sr. Patricks Breen frá sunnudeginum 30. júní:

Í dag minnumst við fyrrum Reykjavíkurbiskups, Jóhannesar Gijsen. Hann lést síðastliðinn mánudag, 24. júní, sem var einnig nafndagur hans, þar sem hann bar nafn Jóhannesar skírara. Eftir að hafa gegnt embætti biskups í Roermond-biskupsdæmi í suðurhluta Hollands árin 1972 til 1993, var hann sendur hingað 1995 og var biskup hér til október 2007.

„Af ávöxtum þeirra skulið þér þekkja þá,“ sagði Jesús. Maður gæti spurt: Hvaða ávöxt hefur embættistíð Jóhannesar biskups borið? Án mikillar umhugsunar mætti nefna nokkrar kapellur, t.d. nýja kapellu á Ísafirði sem var blessuð 4. júlí 1999 og nýja kirkju á Akureyri, Péturskirkju, sem var blessuð 3. júní árið 2000. Loks má nefna nýja kapellu á Reyðarfirði sem var vígð 28. júlí 2007 og Dómkirkjan okkar var endurnýjuð árið 1999.

Þegar Jóhannes biskup kom hingað voru kaþólskir hérlendis 2400 að tölu, en árið 2007 voru þeir líklega um 10.000.

Read more »

25.03.13

  08:33:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 5076 orð  
Flokkur: Philumena

Hið alhelga Altarissakramenti

Þessi fyrirlestur var haldinn á vegum Starfs- og leikmannaskóla Þjóðkirkjunnar fyrir ekki svo löngu síðan

Kæru bræður og systur í Kristi,

Við erum hér saman komin til að skiptast á skoðunum og  miðla hvort öðru af trúarsannfæringu okkar og þekkingu. Fyrir hönd Kaþólsku kirkjunnar var mér falin sú óvænta ábyrgð að fjalla um og rekja sögulega slóð og skilgreiningu hins alhelga Altarissakramenti í ljósi kenninga Krists, postulanna og erfikenninga kaþólsku kirkjunnar, sem eiga sér frumgrundvöll í skráðum kenningum kirkjufeðranna. Upphaflega var ráðgert að sr. Jakob Rolland annaðist þennan fyrirlestur, en vegna skyndilegra og alvarlegra veikinda hans var mér falið fyrir 2 dögum síðan að gerast staðgengill hans.

Read more »

30.07.12

  09:27:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 1506 orð  
Flokkur: Philumena

Brúna skapúlarið

Kæru bræður og systur í Kristi,

Þar sem ég hef nú notið þeirra sérstöku forréttinda að bera um háls mér táknmynd Maríu um sérstaka móðurást og vernd hennar, eða svonefnt skapúlar í hartnær 30 ár, þá fór systir Agnes þess á leit við mig að ég miðlaði eilítið af mínum eigin forsendum fyrir þeirri trúfestu sem auðsýnd er Maríu Mey með því að bera herklæði hennar. En fyrst langar mig til að rifja aðeins upp forsögu Karmelreglunnar og skapúlarsins, hvernig það er til komið og um leið að skyggnast eilítið inn í táknrænt gildi skapúlarsins.

Read more »

29.07.12

  20:37:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 391 orð  
Flokkur: Philumena, Spurt og spjallað um kaþólska trú

Er trú kaþólskra biblíuleg?

Spurt og spjallað um kaþólska trú frá biblíulegu sjónarmiði. - Hvað segir Biblían?

“Sæll er sá sem varðveitir spádómsorð þessarar bókar… Tilbið þú Guð” (Opb 22:7, 9)

10. Er trú kaþólskra biblíuleg?

Trú kaþólskra á sér stoð jafnt í Biblíunni sem og í erfikenningu þeirri sem kaþólska frumkirkjan hlaut í arf á þeim tíma sem ekkert heildarrit, sem nefnist Biblía var til. Munnlegar heimildir voru hins vegar skráðar af svokölluðum kirkjufeðrum sem uppi voru frá 1. til 5. aldar. En slíkar heimildir munnlegar sem skriflegar nefnast erfikenningar (teknar að erfðum) og hefur kaþólska kirkjan ávallt hliðsjón af þeirri þekkingararfleifð í túlkun sinni á Heilagri Ritningu.

Read more »

27.07.12

  08:28:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 573 orð  
Flokkur: Philumena, Spurt og spjallað um kaþólska trú

Hvers vegna hlýða kaþólskir kennivaldi Páfa?

Spurt og spjallað um kaþólska trú frá biblíulegu sjónarmiði. - Hvað segir Biblían?

“Sæll er sá sem varðveitir spádómsorð þessarar bókar… Tilbið þú Guð” (Opb 22:7, 9)

9. Hvers vegna hlýða kaþólskir kennivaldi Páfa?

Kaþólskir trúa á „eina heilaga kaþólska kirkju,” sem lýtur kennivaldi Páfa eins og boðað er í Biblíunni og segir fyrir um í hinni postullegu Trúarjátningu, sem postularnir sömdu og skráð er í Didache (Kenningar postulanna tólf, veitir innsæi og þekkingu á hefðum frumkirkjunnar þar á meðal hinu allra helgasta altarissakramenti. Ritað 65-80 e.Kr. og í hávegum haft af Kirkjufeðrunum). Kaþólska kirkjan rekur uppruna sinn, kennivald og sögu til þeirrar kirkju sem Jesús Kristur stofnaði og áskildi forystu Péturs, sem fyrirliða postulanna: „Og ég segi þér: Þú ert Pétur, kletturinn, og á þessum kletti mun ég byggja kirkju mína, og máttur heljar mun ekki á henni sigrast. Ég mun fá þér lykla himnaríkis, og hvað sem þú bindur á jörðu, mun bundið á himnum, og hvað sem þú leysir á jörðu, mun leyst á himnum.” ( Mt 16:18-20).

Read more »

26.07.12

  08:38:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 530 orð  
Flokkur: Philumena, Spurt og spjallað um kaþólska trú

Hvað er þessi erfikenning, sem kaþólskir vitna í til viðbótar Heilagri ritningu?

Spurt og spjallað um kaþólska trú frá biblíulegu sjónarmiði. - Hvað segir Biblían?

“Sæll er sá sem varðveitir spádómsorð þessarar bókar… Tilbið þú Guð” (Opb 22:7, 9)

8. Hvað er þessi erfikenning, sem kaþólskir vitna í til viðbótar Heilagri ritningu?

Erfikenningin er hin munnlega arfleifð Krists og postulanna sem varðveist hefur í kaþólskri kirkju mann fram af manni og skrásett er í ritum kirkjufeðranna, sem uppi voru frá fyrstu til fjórðu aldar. Meðal tilvitnanna í ritum kirkjufeðranna er m.a. að finna hina réttu skilgreiningu og skilning á Hinu Allra Helgasta Altarissakramenti, sem stofnsett var við síðustu kvöldmáltíðina. Biblían og erfikenningin eru því óaðskiljanleg eining. Frumkristni hófst með hinum munnlega boðskapi Krists ásamt skilgreiningu og skýringum Hans og síðar postulanna, sem hlutu þá þekkingu í arf frá Honum --og þessvegna hugtakið erfikenning. Frumkirkjan átti sér því aðeins munnlega hefð til skírskotunar og uppfræðslu á þeim tíma sem Nýja Testamentið var enn ekki skráð í eina bók. (P 2:42)

Read more »

25.07.12

  10:24:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 252 orð  
Flokkur: Philumena, Spurt og spjallað um kaþólska trú

Af hverju biðja kaþólskir fyrir látnum?

Spurt og spjallað um kaþólska trú frá biblíulegu sjónarmiði. - Hvað segir Biblían?

“Sæll er sá sem varðveitir spádómsorð þessarar bókar… Tilbið þú Guð” (Opb 22:7, 9)

7. Af hverju biðja kaþólskir fyrir látnum?

Gamla testamentið, sem Kristur sjálfur vitnar í, kennir að rétt sé að biðja fyrir hinum látnu. (2Makk 12:40; 42; 44-45) En þar segir: „Undir kyrtli sérhvers sem látinn var fundu menn helgitákn skurðgoða Jamnia, sem Gyðingum var bannað að bera. Öllum varð ljóst að það var af þessum sökum sem mennirnir höfðu fallið….og þeir snéru sér að bænahaldi, báðu þess að syndin sem framin hafði verið mætti vera fyrirgefin….Því ef hann ekki vænti þess að þeir sem fallið höfðu myndu rísa aftur, væri tilgangslaust og heimskulegt að biðja fyrir hinum látnu…Hann afplánaði friðþægingu fyrir þá látnu, að þeir mættu fá syndaaflausn.” Páll postuli tekur í sama streng er hann segir: „Til hvers eru menn annars að láta skírast fyrir hina dánu? Ef dauðir menn rísa alls ekki upp, hversvegna láta menn þá skíra sig fyrir þá?” (1Kor 15:29)

Read more »

24.07.12

  10:36:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 415 orð  
Flokkur: Philumena, Spurt og spjallað um kaþólska trú

Af hverju biðja kaþólskir til skurðgoða (styttur, myndir t.d.)? eða dýrlinga?

Spurt og spjallað um kaþólska trú frá biblíulegu sjónarmiði. - Hvað segir Biblían?

“Sæll er sá sem varðveitir spádómsorð þessarar bókar… Tilbið þú Guð” (Opb 22:7, 9)

6. Af hverju biðja kaþólskir til skurðgoða (styttur, myndir t.d.)? eða dýrlinga?

Enginn kaþólskur biður styttu ásjár (líkt og heiðingjar gera). Fyrir kaþólskum eru styttur eða helgimyndir aðeins hjálpartæki til einbeitingar í bæn og áminning um að biðja og heiðra þá sem ímyndin táknar.

Til samanburðar má benda á að ef rétt er að heiðra einstaklinga, sem eiga heiður skilið á jörðu niðri líkt og opinberar hetjur jarðnesks samfélags, svo sem stjórnmála- og siðbótamenn, sem við reisum styttur af í heiðursskyni, þá er e.t.v. ekki síður ástæða til að heiðra þá einstaklinga, sem með heiðvirðu lífi sínu, höfðu í jarðnesku lífi sínu helgað krafta sína Guði með réttlætis- og kærleiksverkum. (1Pt 2:17, sjá einnig Rm 12:10; Heb 12:22-24) Kaþólsk kirkja kennir að slíkir helgir menn megi, vegna kærleiksríkra lifnaðarhátta á jörðu niðri, teljast örugglega á himnum og eru því úrskurðaðir sem svokallaðir dýrlingar öðrum til fyrirmyndar. (Heb 11; 2Kor 3:18).

Read more »

18.07.12

  14:24:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 697 orð  
Flokkur: Philumena, Spurt og spjallað um kaþólska trú

Hvers vegna játa kaþólskir syndir sínar fyrir presti?

Spurt og spjallað um kaþólska trú frá biblíulegu sjónarmiði. - Hvað segir Biblían?

“Sæll er sá sem varðveitir spádómsorð þessarar bókar… Tilbið þú Guð” (Opb 22:7, 9)

5. Hvers vegna játa kaþólskir syndir sínar fyrir presti?

Jesús Kristur veitti postulum sínum þann kraft og það vald ekki aðeins til að afmá syndir (að fyrirgefa fyrir tilstilli Guðs syndir drýgðar eftir skírn), heldur einnig til að „binda“ þ.e.a.s. að synja fyrirgefningu nema að tilskilinni yfirbót.

Í skriftasakramentinu afmáir Guð syndir okkar og gefur sál okkar aftur hið yfirnáttúrulega líf, hafi hún glatað því fyrir misgjörð. Annars vegar gegnir yfirbótin að loknum skriftum þeim tilgangi að efla iðrun hjá viðkomandi fyrir að hafa sært hinn himneska Föður og hins vegar er hún hvöt til að efla góðan ásetning til að syndga ekki framar og bæta líferni sitt með hjálp bæna og íhugunar.

Read more »

14.07.12

  17:38:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 307 orð  
Flokkur: Philumena, Spurt og spjallað um kaþólska trú

Af hverju tilbiðja kaþólskir Maríu Mey?

Spurt og spjallað um kaþólska trú frá biblíulegu sjónarmiði. - Hvað segir Biblían?

“Sæll er sá sem varðveitir spádómsorð þessarar bókar… Tilbið þú Guð” (Opb 22:7, 9)

4. Af hverju tilbiðja kaþólskir Maríu Mey?

Kaþólskir tilbiðja ekki Maríu Mey, heldur tigna hana sem móður Guðs, Sonarins Jesú Krists. Að tigna og að tilbiðja eru tvö ólík hugtök sem markast af því sem þau vísa til. Að tilbiðja vísar til Guðs almáttugs skapara himins og jarðar, að tilbiðja mannveru væri því brot á fyrsta boðorðinu „Þú skalt ekki hafa aðra guði en mig.” Að tigna er að heiðra manneskju, sem á ekkert skylt við að tilbiðja Guð Almáttugan, Skapara okkar.

Kaþólskir trúa því að María sé sérsköpun Guðs – „full náðar,” eins og hún er tilnefnd í Heilagri ritningu, þ.e.a.s. án syndar, enda bíður hennar hið stórfenglega hlutverk að fæða af sér, Son Guðs, fyrir tilstilli Heilags Anda. Líkt og aðrir menn skapaðir af Guði var María undirorpin náð Guðs eins og segir í Heilagri ritningu: „Önd mín miklar Drottin, og andi minn gleðst í Guði, frelsara mínum.“ (Lk 1:47)

Read more »

13.07.12

  11:51:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 1397 orð  
Flokkur: Philumena, Spurt og spjallað um kaþólska trú

Af hverju tilbiðja kaþólskir brauð?

Spurt og spjallað um kaþólska trú frá biblíulegu sjónarmiði. - Hvað segir Biblían?

“Sæll er sá sem varðveitir spádómsorð þessarar bókar… Tilbið þú Guð” (Opb 22:7, 9)

3. Af hverju tilbiðja kaþólskir brauð?

Brauðið sem kaþólskir tilbiðja í heilagri Messu er, eftir gjörbreytingu, ekki lengur í eðli sínu brauð. Fyrir kraft Guðs og framburð sömu orða, sem Jesús sjálfur mælti við síðustu kvöldmáltíðina, hefur presturinn, sem staðgengill Krists á jörðu, verið kallaður til sömu starfa og postularnir tólf.

Eitt meginhlutverk kaþólskra presta felst í því að bera fram einu og sömu krossfórnina, þar sem Kristur endurfórnar sínum himneska Föður krossdauða sínum í óblóðugri fórn, á sama hátt og Kristur sjálfur við síðustu kvöldmáltíðina er Hann gaf fyrirheit um Hið Allrahelgasta Altarissakramenti og gjörbreytti brauðinu og víninu í líkama sinn og blóð og mælti: „Takið og etið; þetta er minn líkami, sem (nú á þessu augnabliki) fyrir yður og fyrir marga verður útgefinn (fórnað).” Síðan tók Hann kaleikinn, blessaði hann, gaf postulum sínum og mælti: „Drekkið hér af allir; því þetta er mitt blóð, blóð hins nýja sáttmála, sem (nú á þessu augnabliki) verður úthelt fyrir yður og marga til fyrirgefningar syndanna. – Gjörið þetta í mína minningu.”

Read more »

27.06.12

  09:31:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 458 orð  
Flokkur: Philumena, Spurt og spjallað um kaþólska trú

Af hverju vitum við að Hreinsunareldurinn er til?

Spurt og spjallað um kaþólska trú frá biblíulegu sjónarmiði. - Hvað segir Biblían?

“Sæll er sá sem varðveitir spádómsorð þessarar bókar… Tilbið þú Guð” (Opb 22:7, 9)

2. Hreinsunareldurinn – Af hverju vitum við að Hreinsunareldurinn er til? Ef þú myndir deyja í nótt, myndir þú fara til himna?

Kaþólskir eru öruggir um eilífa sáluhjálp, þ.e.a.s. ef þeir af trúfesti halda boðorð Guðs í orði og verki --eins og að ofan greinir. (1Jh 2:3). Ef þeir deyja í því andlega ásigkomulagi að hafa ekki drýgt dauðasynd og verið Kristi trúir í kærleika til Guðs og náungans, er víst að þeir eigi sér vísan stað á himnum að æviskeiði loknu. En eins og Páll postuli kveður á um í Biblíunni, verður viðkomandi að vera algjörlega hreinn í anda eða heilagur til þess að öðlast himnavist, dýrðina, í návist Guðs: “Því ekkert óhreint getur komist í himnaríki .”

Read more »

19.06.12

  20:28:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 505 orð  
Flokkur: Philumena, Spurt og spjallað um kaþólska trú

Ert þú frelsaður/frelsuð? Hvað felst í hugtakinu trú? Hverju svara kaþólskir?

Spurt og spjallað um kaþólska trú frá biblíulegu sjónarmiði. - Hvað segir Biblían?

“Sæll er sá sem varðveitir spádómsorð þessarar bókar… Tilbið þú Guð” (Opb 22:7, 9)

1. Ert þú frelsaður/frelsuð? Hvað felst í hugtakinu trú? Hverju svara kaþólskir?

Jóhannes Postuli kveður svo á um í boðskap sínum, að hver sá, sem trúir á nafn Guðs sonar muni öðlast eilíft líf: „Þetta hef ég skrifað til þess að þér vitið, að þér hafið eilíft líf.“ (1 Jh 5:13, sjá einnig Jh 5:24).

Read more »

23.05.12

  22:03:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 351 orð  
Flokkur: Ýmsir höfundar

Talnabandið

María Guðsmóðir heitir því að uppfylla 15 loforð öllum þeim til handa sem daglega biðja talnabandið.

1. Sá sem samviskusamlega biður talnabandið daglega mun öðlast örugga vissu um náð og miskunn Guðs.
2. Hin heilaga Guðsmóðir heitir því að veita sérstaka vernd og náðargjafir öllum þeim sem biðja talnabandið af einlægni.

Read more »

18.03.12

  14:33:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 1738 orð  
Flokkur: Ýmsir höfundar

Heilagur Jósef - Verndari hinnar helgu fjölskyldu

Heilagur Jósef - Verndari hinnar helgu fjölskyldu
Æðstur dýrlinga á himnum
Vitnisburður vina heilags Jósefs

Heilagur Jósef stendur Himnadrottningunni næstur í vegsemd og virðingu, þar sem hann af Himnaföðurnum sjálfum var kjörinn verndari hennar og Sonar Guðs. Vegna þess heiðurs og þeirrar tignarstöðu sem hann gegndi í jarðnesku lífi, ber að heiðra hann og tigna meðal dýrlinga næst á eftir heilagri Guðsmóður.

Read more »

26.06.11

  10:26:23, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 612 orð  
Flokkur: Pjetur Hafstein Lárusson

Kynferðisglæpir innan kaþólsku kirkjunnar á Íslandi

Pjetur Hafstein Lárusson skrifar

Í gærkvöldi birti ég hér á kirkju.net hugleiðingar varðandi þá stöðu, sem nú er komin upp innan kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, vegna kynferðisglæpa gegn börnum. Því miður urðu mér á þau leiðu mistök, að nefna nöfn í því sambandi. Eins og staðan er nú, er það í raun ekki mitt, að birta þau. Hugleiðingar mínar snúa að viðbrögðum kirkjuforystunnar. Birti ég því greinina hér aftur, með breytingum á því atriði, sem hér er fjallað um, um leið og ég biðst velvirðingar á mistökum mínum.

Read more »

11.12.10

  21:44:43, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 307 orð  
Flokkur: Hreggviður Jónsson

Um bókina „Jesús frá Nasaret“

Eftir Hreggvið Jónsson

Það er mikil tíðindi, þegar út kemur bók á íslensku og höfundur er páfinn í Róm. Bók þessi er: JESÚS frá Nasaret og er höfundur núverandi páfi Benedikt XVI (Joseph Ratzinger). Útgefandi er Bókafélagið Ugla, þýðandi Elín Guðmundsdóttir. Þessi bók hefur verið þýdd og gefin út víða. Hún hefur fengið mikið lof og fimm stjörnur, þar sem um stjörnugjöf er að ræða, bæði hjá lesendum og gagnrýnendum. Sjálfur get ég ekki fjallað um bókina betur, en gert er á bókakápu. Þar stendur:

Read more »

01.07.10

  08:56:35, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 660 orð  
Flokkur: Sr. Þórhallur Heimisson

Íslenski krossfáninn

Pistill eftir séra Þórhall Heimisson.

Við Norðurlandaþjóðirnar eigum margt sameiginlegt, saga landanna er á margan hátt tengd og menning sömuleiðis. Enda er það oft þannig að þeir sem eru frá landsvæðum utan Norðurlandanna líta á Norðurlöndin sem eina heild. Eitt af því sem einkennir Norðurlöndin og undirstrikar sameiginlega menningu eru fánarnir okkar. Yfir öllum Norðurlöndum nema Grænlandi blakir krossfáninn.

Read more »

24.12.09

  11:41:01, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 987 orð  
Flokkur: Sr. Þórhallur Heimisson

Allt um Ágústus keisara - eða Júlíus Sesar Oktavíanus

Eftirfarandi pistill eftir sr. Þórhall Heimisson birtist áður á bloggsíðu hans og er hann endurbirtur hér með leyfi höfundarins.

Og þá er það annar frægur úr jólaguðspjallinu – Ágústus keisari en, í gær tók ég fyrir Heródes mikla. Hver var eiginlega þessi Ágústus sem mánuðurinn ágúst er nefndur eftir og er fyrstur allra nefndur til sögunnar í guðspjalli Lúkasar, jólaguðspjallinu?

Árið 45 fyrir Krists burð hafði Júlíus Sesar sigrast á öllum óvinum sínum innan og utan Rómaveldis. Hann lét kjósa sig konsúl til lífstíðar og harðstjóra og hélt þannig við lýði þeim fornu stofnunum rómverska lýðveldisins sem hann þó fyrirleit umfram aðra menn. Hann var ókrýndur konungur ríkisins og lagði á þeim stutta tíma sem hann átti eftir ólifaðan grunninn að rómverska heimsveldinu, IMPERIUM ROMANUM.

Read more »

18.12.09

  21:27:04, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 1152 orð  
Flokkur: Sr. Þórhallur Heimisson

Í borg hinna dauðu

Eftirfarandi pistill eftir séra Þórhall Heimisson birtist á bloggi hans 14.12. sl. og er hann endurbirtur hér með leyfi höfundarins.

Nú eru slétt þrjú ár síðan ég heimsótti borg hinna dauðu undir Vatikaninu í Rómaborg ásamt hópi af íslenskum ferðalöngum.

Frá því skömmu fyrir síðari heimsstyrjöldina hafa staðið yfir fornleifarannsóknir á grunninum undir Péturskirkjunni sem er höfuðkirkja Vatikansins og einn mesti pílagrímastaður rómversk-kaþólsku kirkjunnar. Sú Péturskirkja sem nú stendur var vígð árið 1626. Hún er reist á grunni eldri kirkju frá tímum Konstantínusar keisara á 4. öld, en kirkja Konstantínusar var aftur byggð á fornum grafreit og helgistað.

Read more »

13.08.09

  11:37:55, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 382 orð  
Flokkur: Melkorka Mjöll Kristinsdóttir

Upplýst val og ættleiðing

Eftirfarandi pistill eftir Melkorku Mjöll Kristinsdóttur birtist í Mbl. sunnud. 9. ágúst og er endurbirtur hér með leyfi höfundar.

ÍSLENSK ættleiðing hjálpar tilvonandi foreldrum að finna barn sem þarf á þeim að halda. Þetta eru börn frá Kína, Indlandi og fleiri löndum. Það er sjaldgæft en kemur samt fyrir að íslenskt ungbarn er ættleitt á sama hátt og börn sem koma erlendis frá. Barnavernd sér um að koma íslensku börnunum til ættleiðingarforeldra.

Read more »

03.07.08

  22:39:14, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 3483 orð  
Flokkur: Ýmsir höfundar, Bryndís Böðvarsdóttir

Tómasarguðspjall og hin guðspjöllin fjögur

Eftir Bryndísi Böðvarsdóttur

[Eftirfarandi pistill eftir Bryndísi Böðvarsdóttur birtist upprunalega á bloggsíðu hennar og er hann endurbirtur hér með hennar leyfi. Aths. RGB]

Tómasarguðspjall

Margir vilja meina það, að hið utan-kanónska guðspjall (utan Biblíulega) sem kennt hefur verið við Tómas postula Jesú, eigi fullan rétt á því að vera í Biblíunni eins og hin kanónsku guðspjöll 4 (Matt. Mark. Lúk. Jóh). Það Tómasarguðspjall sem við þekkjum í dag leit dagsins ljós í Nag Hammadí handritafundinum í Egyptalandi 1945 c.a. Það er ritað á koptísku, en hefur nú verið þýtt úr koptísku yfir á ýmis tungumál og þar á meðal Íslensku.

Menn urðu vissulega spenntir þegar þetta guðspjall uppgötvaðist. Töldu ýmsir menn að kominn væri „týndi hlekkurinn" sem veita mundi mönnum nýja innsýn í það hver hinn ,,sögulegi Jesú" var. Ritaðar hafa verið fjölmargar bækur um þetta guðspjall og dregnar margar ályktanir um áreiðanleika þess.

Vandinn er hinsvegar sá að það er ennþá ekkert sem sannar að Tómasarguðspjall sé ritað eftir Tómas lærisvein Jesú.

Read more »

31.10.07

  16:47:02, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 594 orð  
Flokkur: Ólafur Haukur Árnason

Páfi útnefnir patríarka Kaldeakirkjunnar í Írak kardínála

Eftir Ólaf Hauk Árnason

Þann 17. október síðastliðinn tilkynnti Benedikt XVI páfi um val sitt á 23 nýjum kardínálum. Athygli vekur að meðal þeirra er patríarki Kaldeakirkjunnar, en hún er kirkja margra kristinna manna í Írak, Íran, Sýrlandi og Líbanon. Hinn áttræði Mar Emmanúel III Delly, sem var kjörinn patríarki árið 2003, á að baki áratuga starf sem biskup í þágu kirkjunnar og kristinna manna í Mið-Austurlöndum. Hann er afar vel menntaður (með doktorsgráður bæði í heimspeki og guðfræði), talar reiprennandi sex tungumál og leggur mikla áherslu á góð samskipti við múslima.

Read more »

15.07.07

  18:49:38, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 2886 orð  
Flokkur: Ýmsir höfundar

Hinir heilögu – Fyrirmyndir á lífsleið okkar: Heilagir konungar Norðurlanda

(Eftirfarandi grein sem Torfi Ólafsson þýddi úr þýsku birtist í Kaþólska kirkjublaðinu í júlí 2005 og er endurbirt hér með leyfi ritnefndarinnar og þýðandans. (Aths. RGB )

Eiríkur Svíakonungur, Knútur Danakonungur, Ólafur Noregskonungur
- 10. júlí

Við minnumst 10. júlí hinna miklu verndardýrlinga Norðurlandaþjóðanna. Þeir hafa hlotið sama messudag í dagatalinu. Vegna tengsla okkar við þessi lönd hafa dýrlingar þeirra líka verið skráðir í dýrlingatal okkar.

Read more »

08.06.07

  20:32:05, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 1505 orð  
Flokkur: Ýmsir höfundar

Hinir heilögu – Fyrirmyndir á lífsleið okkar: Norbert frá Magdeburg

(Eftirfarandi grein sem Torfi Ólafsson þýddi úr þýsku birtist í Kaþólska kirkjublaðinu í júní 2005 og er endurbirt hér með leyfi ritnefndarinnar og þýðandans. (Aths. RGB )

Norbert frá Magdeburg (6. júní)
Norbert, stofnandi Premonstratensareglunnar, fæddist á tímabilinu 1080-85 í Gennep (Hollandi), annar sonur foreldra sinna. Fjölskylda hans tilheyrði aðlinum og hún sá honum fyrir kórsbróðurstöðu við kapítula heilags Viktors í Xanten. Tekjurnar sem hann hafði af þeirri stöðu tryggðu honum að geta lifað því lífi sem aðalsmanni sæmdi. Hann var jafnan velkominn gestur við hirð Friðriks I, erkibiskups í Köln.

Read more »

19.05.07

  11:45:58, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 805 orð  
Flokkur: Ýmsir höfundar

Hinir heilögu – Fyrirmyndir á lífsleið okkar: Konráð frá Parzham

(Eftirfarandi grein sem Torfi Ólafsson þýddi úr þýsku birtist í Kaþólska kirkjublaðinu í apríl 2005 og er endurbirt hér með leyfi ritnefndarinnar og þýðandans. (Aths. RGB )

Konráð frá Parzham (21. apríl)
Hinn 22. desember 1818 fæddist í Parzham drengur sem nefndur var Jóhann Birndorfer og átti eftir að verða dyravörður í hl. Önnu- klaustrinu í Altötting í Suður-Þýskalandi. Fyrir honum lá að taka við myndarlegum búgarði í Rottal en hann hneigðist til þjónustu við Guð. Altarissakramentið var uppsprettulind og miðpunktur guðrækni hans. Hann gekk langa leið, eins þótt illa viðraði, til þess að geta tekið þátt í messu.

Read more »

22.04.07

  20:58:24, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 481 orð  
Flokkur: Pjetur Hafstein Lárusson

Enn um staðfestingu sambúðar samkynhneigðra

Eftir Pjetur Hafstein Lárusson.

Í gær varpaði ég fram þeirri spurningu á spjallsíðu minni, hvort einhvert trúarsamfélag hefði farið fram á, að fá að staðfesta sambúð samkynhneigðra. Spurningin var sett fram vegna samþykktar landsfundar Sjálfstæðisflokksins um síðustu helgi.

All nokkur viðbrögð hafa orðið við þessari spurningu minni og er ég þakklátur fyrir þau, enda þótt þau svari ekki spurningu minni. En það er nú svo, að þegar maður veltir snjóbolta niður fjallshlíð, veit maður svo sem harla lítið um það, hvar hann lendir.

Read more »

1 2