Blaðsíður: 1 2 3 5 6

29.08.06

  23:47:17, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 64 orð  
Flokkur: Trúarleg ljóð JVJ

Næturvers

Ó, Jesú, aftur nótt
yfir mig kemur fljótt
og hljóðnar allt í heimi.
Myrkrið, sem hræðir mig,
mildast, ef finn ég þig ––
að hönd þín góð mig geymi.

Sál mína signir þú,
sælasti Jesú, nú,
sem ljós um hús mitt líði.
Hrein er þá hugsun mín,
hjartað sem leitar þín,
að barmi þér, hinn blíði !

19.08.06

Benedikt páfi: jákvæð boðun um fjölskyldugildi

Þann 5. ágúst átti Benedikt XVI. páfi panelumræður með fjórum þýzkum fréttamönnum á sumardvalarstað sínum, Castel Gandolfo. Þessu 40 mín. viðtali var útvarpað sunnudaginn var á þýzku sjónvarpsstöðvunum ARD og ZDF og frá útvarpsstöð Vatíkansins. Hér á eftir fer brot úr þessu viðtali, þar sem páfinn ræðir málefni fjölskyldunnar og hinna ófæddu.

Spyrjandi: "Víkjum að fjölskyldumálum. Fyrir mánuði voruð þér í Valencia [á Spáni] þar sem þér sóttuð Heimssamkomu fjölskyldna. Hver sá, sem hlustaði af athygli, eins og við reyndum að gera í Vatíkanútvarpinu, veitti því eftirtekt, að þér minntuzt aldrei á hugtakið "hjónaband samkynhneigðra" né rædduð um fóstur(d)eyðingar eða getnaðarvarnir.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

18.08.06

  22:06:13, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 157 orð  
Flokkur: Ljóð og kvæði / Poetry, Siðferði og samfélag

Af aldarinnar vondum anda

Enn er mín von, að við aldrei rötum
auðsins í fótspor þýja.
Vegvilltir enda á villugötum,
vondslegt athæfi drýgja;
kveða: “Öll orð þín hörð vér hötum,"
hræddir því sannleik flýja;
klæðast þó gjarnan keisarans fötum,
kenna svo háttu nýja:

"Allt, sem er hreint, vér brátt því breytum,
beygjum í valdsins þágu.
Meðan vér oss í skarti skreytum,
skríði í fleti lágu
uppgjafadygð úr döprum sveitum –
daðri í sýndarfrelsi ...
Mettist vor frygð af fagurleitum
fljóðum í píslar-helsi!"

Borð meðan svigna undan auði,
æran er föl fyrir mútu.
Litlu fær breytt hinn lági og snauði
lífsins á þjóðarskútu.
Ófæddum býðst þar eymd og dauði,
enginn sem réttinn styður ...
Drottinn, sem þekkir sína sauði,
sannlega hafnar yður!

– – – – – – – – – – – –
© Jón Valur Jensson, ágúst 2006.

14.08.06

  22:59:31, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 231 orð  
Flokkur: Málefni samkynhneigðar á sviði þjóðfélags og kirkju

Tilkynning vegna Kastljósþáttar

Í kvöld var undirritaður annar viðmælenda í Kastljósi í Sjónvarpinu. Umræðuefnið var heilsíðuauglýsingin, sem birtist í Mbl. 12. þ.m., undir yfirskriftinni Laus úr viðjum samkynhneigðar, einnig möguleikinn á meðferð til að hjálpa mönnum að breyta kynhneigð sinni o.fl. sem þessi mál snertir. Ég er nú að skrifa grein, sem dregur saman helztu atriðin úr þeim þætti, minni þar á aðalatriði máls og birti viðbótarupplýsingar sem mér tókst ekki að koma að í þættinum. Til viðbótar mun ég drepa á blóðgjafarkröfu talsmanna homma og þá freklegu kröfu, að "fræðsla um samkynhneigð" verði tekin upp í skólum, án þess að foreldrar séu spurðir eins eða neins. Það mál, sem nú er í burðarliðnum á Akureyri, er, ásamt ásókninni gagnvart Blóðbankanum, meðal a.m.k. fjögurra viðbótar-kröfugerðarmála, sem samkynhneigðir hafa verið að draga fram í liðinni Hinseginviku, eftir að þeir höfðu þó fengið geysileg réttindi með lagasetningu frá Alþingi 2. júní sl. Grein mín um Kastljósmálin birtist síðar á Kirkjunetinu (tafðist af óviðráðanlegum ástæðum). Þar mun ég einnig vísa á vefslóðir allra fyrri Kirkjunetsgreina minna um þessi samkynhneigðramál, með fyrirsögn hverrar greinar. –JVJ.

12.08.06

  09:43:38, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 1995 orð  
Flokkur: Málefni samkynhneigðar á sviði þjóðfélags og kirkju

Vísað á vefskrif um samkynhneigð, vandamál tengd hómósexúalisma [1], um s.k. enduráttun o.fl.

Vegna aðsteðjandi ógnar eða áhættu fyrir uppvöxt barna og unglinga [2], kynheilbrigði í landinu [3], kristið siðferði, sjálfa kenningu kirkjunnar og helgisiði [4] hefur allmikið verið skrifað um málefni samkynhneigðra á vefsetrinu Kirkju.net. Ástæða er til að gefa hér nokkurt yfirlit um ýmsar þessara greina, af því að þær sjást hér ekki allar á einum stað. Þá verður ennfremur bent á nokkrar lykilvefsíður erlendar, þar sem hægt er að nálgast gagnlegar upplýsingar um þessi umdeildu efni í fjölda pistla og fræðigreina.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

06.08.06

  16:11:19, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 390 orð  
Flokkur: Friðarmál og stríðsátök

Enskur biskup ritar um stríðsástand í Líbanon og Ísrael

Á vefsíðu Independent Catholic News, sem er kaþólsk fréttaþjónusta sem hér hefur áður verið vísað til, er stutt, en einkar skýr yfirlýsing biskupsins í Lancaster í Englandi um núverandi kreppu í Miðausturlöndum. Bréf hans er skrifað 21. júlí, en heldur samt enn gildi sínu.

Patrick O'Donoghue biskup gaf í dag út eftirfarandi yfirlýsingu:
Með mikilli hryggð og skelfingu las ég um hin sívaxandi vopnaátök milli Ísraels og Hizbollah í Líbanon. Það er ekki hægt að leyfa það að fjöldi særðra og látinna saklausra borgara haldi áfram að aukast. Þar á ofan er þjáning manna ærin í Gaza, og Palestínuvandamálið bíður enn úrlausnar.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

29.07.06

Konur vélaðar af kaupahéðnum til að óvirða mannlegt líf

Eftirfarandi stutt frétt í Mbl. setur að manni hroll, því að brezkt fyrirtæki er greinilega byrjað á því með all-lúalegum kaupahéðna-hætti að gera konur samsekar um að láta nota egg úr sér til að frjóvga þau og gjörnýta síðan fósturvísinn (frumfóstrið) til tilraunastarfsemi.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

26.07.06

  18:09:12, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 277 orð  
Flokkur: Ljóð og kvæði / Poetry

Ljóð frá Strönd í Selvogi

STRANDARKIRKJA

Ferðamenn á stjákli í kringum kirkjuna
sem lyftir sér björt yfir eyðilegt svæði
eins og minnisvarði um liðna trú
sem þó lifir og sannar sig í reynd
í þessari algeru auðn
– rödd hrópandans í eyðimörkinni.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

23.07.06

  14:16:21, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 1374 orð  
Flokkur: Miðaldafræði íslenzk, Skólaspekin

Maurice De Wulf um athyglisverð riteinkenni skólaspekinga

Maurice De Wulf er einn þeirra fræðimanna um skólaspekina, sem höfundur þessara lína hefur leitað mikið til [1]. De Wulf skrifar jafnan ljósan stíl og læsilegan, svo að unun er að, og má telja hann með ritfærustu höfundum eins og Étienne Gilson, Jacques Maritain, Frederick Copleston, Christopher Dawson, M.C. D'Arcy, E.K. Rand, David Knowles og G.R. Evans, sem öll hafa með sínum hætti brugðið ljóma á viðfangsefni miðaldafræða í skýru yfirliti og meitluðum stíl. Eftirfarandi stuttan kafla er að finna í bók De Wulf um heimspeki og siðmenningu á miðöldum [2]. Hann verður nú fyrir valinu, sem fyrsti höfundur í röð greina og þýðinga um skólaspeki hámiðalda, með tilliti til þess, að hér segir hann frá sérstökum rithætti skólaspekinga, sem tengir þá óbeint við hinar merku bókmenntir okkar Íslendinga á miðöldum.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

22.07.06

  17:09:46, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 264 orð  
Flokkur: Ljóð og kvæði / Poetry

Úr Sumarljóðum 1991

Í tilefni af fegurð daganna og ferðum Íslendinga um landið er ekki úr vegi að birta eftirfarandi 4 ljóð úr fyrri ljóðabók minni sem út kom hjá Goðorði 1991.

––––––

FÍFILL

Fífill
með mildri óljósri angan
og gulri krónu
iðandi í sól og sumri
á skammvinnri ævi
eitt lítið blóm
í beði Drottins.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

21.07.06

  15:56:30, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 719 orð  
Flokkur: Fósturvernd, Siðferði og samfélag, Kristindómur og stjórnmál

Kristin þjóðmálahreyfing

Eftirfarandi bréf sendi ég allmörgum vinum, er ég hafði fengið mig fullsaddan af fregnum af sorglegum uppákomum veraldarhyggjunnar á Íslandi.

Rvík, 5. febr. 2005. – Sælir, kristnu bræður, og gleðilegt nýtt ár.
– Fundarboð í dag um hugsanlegt 'kristilegt framboð', sennilega á vegum sömu aðila og staðið hafa að slíku áður, vakti mig til umhugsunar. Reyndar hef ég ekki áhuga á því framboði – er og hef verið í öðrum flokki og mun reyna að vinna þar að málum áfram, ekki sízt kristnum siðgæðismálum, svo sem fósturvernd og varðstöðu um fjölskylduna o.m.fl. Hitt er annað mál, að mér finnst að kristnir menn í öllum flokkum og utan allra flokka eigi að mynda með sér samband til að kanna möguleika á samstöðu um helztu mál og knýja á um kristnar áherzlur á ýmsum vettvangi, m.a. í pólitísku flokkunum og einstökum félögum þar, s.s. ungliðadeildum og staðbundnum félögum. Eins getur þetta orðið heildarvettvangur til að örva til aðgerða, til dæmis mótmælagöngu gegn fóstureyðingum, sem eru okkar stærsta siðferðisböl og mest knýjandi úrlausnarefni. Og með ýmsum hætti gæti slíkt heildarsamband kristins fólks innan og utan stjórnmálaflokka orðið hvatning til þess, að í stjórnmálaflokkunum verði stofnaðir kristnir málefnahópar eða til dæmis vinnuhópar um lífsverndarmál.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

16.07.06

  17:15:46, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 625 orð  
Flokkur: Fósturvernd

Sinnaskipti fósturdeyðingarmanna, eftir Frank Pavone

Frank Pavone, kaþólskur prestur, er leiðandi maður samtakanna Priests for Life um öll Bandaríkin. Jón Rafn hefur áður kynnt hér ýmis skrif hans, svo að lesendum á hann að vera að góðu kunnur. Þessi grein var send út 3. júlí.

"Hundraðshöfðinginn, sem stóð við kross Krists, varð skyndilega altekinn hryllingi vegna krossfestingarinnar, sem honum hafði verið fyrirskipað að framkvæma. Þegar Kristur gaf upp andann, lét hundraðshöfðinginn sverð sitt falla, kraup á kné og hrópaði: "Sannarlega var þetta réttlátur maður!"

Þau okkar, sem tekið hafa þátt í því að drepa ófædd börn, mætti kalla hundraðshöfðingja nútímans. Við höfum látið sverð okkar gegn hinu ófædda barni niður falla. Nú játum við sekt okkar í allri hennar dýpt og glímum við afleiðingar verknaðar okkar....

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

13.07.06

  23:35:01, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 892 orð  
Flokkur: Fósturvernd, Siðferði og samfélag, Kristindómur og stjórnmál

Siðferði og samfélag – nauðsyn kristins varnarstarfs

Eftir því sem ég frétti, les og hugsa meira um óviðunandi réttarstöðu hinna ófæddu, sífellt meiri ásækni gegn lífshagsmunum þeirra, um siðferði hjúskaparmála, upplausn fjölskyldna, viðkvæmt og áhættusamt uppeldi barna, þróunina hér, á Norðurlöndum og víðar, m.m., verður mér æ betur ljós þörfin á því, að hér rísi upp kristinn, samkirkjulegur félagsskapur sem sinni þessum málum sérstaklega, þ.e.a.s. söfnun heimilda, rannsóknum og upplýsingastarfi, m.a. með stofnun vefseturs. Siðferði og samfélag gæti t.d. orðið nafnið á slíkum félagsskap eða rannsóknarstofnun.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

07.07.06

  00:20:40, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 2293 orð  
Flokkur: Siðferði og samfélag

Hvenær báðu kjósendur um vændi á Íslandi?

Á vændi framtíð fyrir sér á Íslandi? Ætlum við að samþykkja það hér? Er þetta valkostur sem frambjóðendur hafa beðið kjósendur að velta fyrir sér vegna kosningastefnu flokkanna? Hefur framþróun þjóðfélagsins og okkar eigin þroskaða meðvitund gert vændi að eðlilegri þætti tilverunnar en oftast var áður talið? Hafa einhverjar nýjar hliðar komið í ljós á þeirri "starfsgrein", sem gera hana jákvæðari en menn áður óraði fyrir? – Fjarri fer því.

Mansal, þrælahald og skelfileg meðferð kvenna í fjárplógsskyni eru nýir ytri þættir þessara mála, sem allir hafa heyrt af, og algengari en flesta grunar. Meðvitund kvenna um virðingu sína og ábyrgð þeirra á kynsystrum sínum, sem sæta kynferðislegu ofbeldi, hefur einnig eflzt og þær sótt fram með þau viðhorf og markmið í réttarfari og lagavernd. Tillögur um að lögleiða vændi á Íslandi, sem dómsmálaráðherra hefur borið fram á Alþingi (þótt lítið hafi borið á í fjölmiðlum), koma því eins og skollinn úr sauðarleggnum.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

05.07.06

  18:32:57, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 396 orð  
Flokkur: Fósturvernd, Siðferði og samfélag, Árásum svarað á trú og kristni

Nýjasta móðgun stjórnvalda við kristindóm og siðferði: gjörnýting fósturvísa

Hrikalegar fréttir eru í loftinu – komu fram í fréttum Ríkisútvarpsins í dag kl. 18 og voru til frekari umfjöllunar í 'Speglinum' á Rás 1 sama kvöld. Heilbrigðisráðherra, Siv Friðleifsdóttir, hefur í hyggju að leggja fram frumvarp sem heimili notkun fósturvísa til stofnfrumurannsókna. Auðshyggjan og heiðin viðhorf gagnvart helgi mannlegs lífs stefna æ lengra í sigursókn sinni gegn lífsins gildum. Enginn stjórnmálamaður virðist hirða hætishót um að þverbrotið er gegn kristnum grundvallarlögum í því efni. Sama ásækni heimshyggjunnar birtist í nýrri fóstureyðingarpillu, sem nú virðist keyrð í gegn til notkunar án lagaheimilda. Þetta bætist ofan á hina falsnefndu "neyðargetnaðarvörn" sem nörruð var inn á þjóðina með ráðherravaldi án lagasetningar né lagaheimildar á árinu 2001, og fóstureyðingarnar "hefðbundnu" skv. lögunum frá 1975, sem nánast alla tíð hafa verið túlkuð allt of vítt og misnotuð til deyðingar þúsunda á þúsundir ofan. Þessu til viðbótar eru vændis-gælufrumvarp ráðherra og stjórnarfrumvarp (nú lög) um fjölskyldumál sem hvorki samrýmast kristnum ákvæðum né náttúrurétti.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

03.07.06

  15:55:02, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 1195 orð  
Flokkur: Fósturvernd

Sir William Liley – ævi hans og störf að rannsóknum og lækningum á ófæddum börnum

Erindi flutt á fundi Lífsvonar 12. des. 1992

Maður sá sem hér segir frá var einn af brautryðjendum fósturfræðinnar (á latínu: fœtologia), þeirrar greinar læknisfræðinnar, sem fjallar um hina ófæddu frá fyrstu stigum til fæðingarinnar. Með rannsóknum sínum lagði hann grunninn að lækningaaðferðum sem síðan hafa bjargað lífi þúsunda barna. Ævi hans var stutt, en þeim mun farsælli, og þó að það eigi ekki alltaf fyrir brautryðjendum að liggja að hljóta viðurkenningu í lifanda lífi, þá fór þessi maður ekki varhluta af því að falla í skaut allur hugsanlegur heiður, sem fremstu vísindamönnum í læknisfræði getur hlotnazt. Það er áhugavert að kynna sér starfsferil hans, en fyrir okkur lífsverndarsinna er jafnframt og ekki síður áhugavert að kynnast því, hvernig hann, eftir margra ára rannsóknir á hinum ófæddu, gerðist einn af stofnendum lífsverndarsamtaka í landi sínu. Þar gaf hann málstaðnum óskipta krafta sína, eins og honum var framast unnt, og sýndi með fordæmi sínu, m.a. í eigin fjölskyldulífi, hve heilsteyptur hann var í viðurkenningu sinni og baráttu fyrir helgi lífsins – jafnt hinna veikburða sem hinna heilbrigðu.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

01.07.06

  02:11:27, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 889 orð  
Flokkur: Kirkjusaga nýaldar, alþjóðleg

Vatíkanið opnar öll skjalasöfn sín frá árunum 1922–1939

Kunngjört var í Páfagarði föstudaginn 30. júní, að Benedikt páfi hafi ákveðið að opna öll skjalasöfn Vatíkansins frá 1922–febr.1939. Með því móti munu menn öðlast fyllri innsýn í það, sem hugsað var og gert á vegum kaþólsku kirkjunnar á þeim uppgangsárum fasisma og nazisma í Evrópu, en tími þessi spannar m.a. yfir spænsku borgarastyrjöldina 1936–39.

Í tilkynningu Vatíkansins var sagt, að þann 18. september yrðu bæði opnuð skjöl leyndarskjalasafns páfa og skjalasafn utanríkisráðuneytis Páfagarðs frá stjórnarárum Píusar XI. Nánar tiltekið er þetta tímabilið 6. febrúar 1922 til 10. febrúar 1939.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

26.06.06

  13:12:11, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 870 orð  
Flokkur: Tekinn púls á fjölmiðlum, Árásum svarað á trú og kristni

Guðleysinginn Richard Dawkins heiðursgestur í Kastljósi!

Richard Dawkins þróunarlíffræðingur, fræðimaður við Oxford-háskóla og jafnframt einn helzti málsvari guðleysisviðhorfa í heiminum, er nú staddur hér á Íslandi í boði skoðanabræðra sinna. Einn þáttur heimsóknar hans var ábúðarmikið viðtal í ríkissjónvarpinu. Hér á Kirkjunetinu verður síðar tekið á ýmsum efnisatriðum í ræðu hans, en lítum fyrst á umbúnaðinn:

Það var tekið á móti þessum manni í Kastljósinu eins og um stórmerkan, erlendan þjóðhöfðingja væri að ræða – vantaði ekkert nema rauða dregilinn! Öllum öðrum hefðbundnum liðum þáttarins var rutt brott, til þess að viðtalið við hann fengi allan tíma þáttarins! Og Kristján Kristjánsson, sem reyndi að tefla fram sinni þokkalegu ensku, gleymdi í leiðinni nánast allri gagnrýninni hugsun – horfði þarna upp á meistarann með uppljómað andlit, brosandi sæll yfir blessaðri vizkunni!

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  00:33:57, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 2036 orð  
Flokkur: Fósturvernd

William Liley: Minnsta mannsbarnið

Kaflar úr grein eftir Sir William Albert Liley, prófessor í lífeðlisfræði ófæddra og nýfæddra barna (perinatal physiology), Auckland-háskóla, Nýja-Sjálandi. Áður birt í Lífsvon, fréttabréfi Lífsvonar, samtaka til verndar ófæddum börnum, 1. tbl. 9. árg. (marz 1993), s. 6–8. Upphaflega var þetta fyrirlestur, sem Liley flutti 1979 á fundi Right-to-Life-lífsverndarsamtakanna í Kanada, en birtist í málgagni Society for the Protection of Unborn Children í Eng-landi, Human Concern, sumarið 1980. Ritstjóri Lífsvonar fekk leyfi SPUC til að þýða erindið á íslenzku og birta í bók, sem ráðgert er að komi út um lífsverndarmál. Hér eru birtir nokkrir kaflar úr þessari stórfróðlegu grein.

Framfarir í fósturfræði
Okkar kynslóð er sú fyrsta í sögunni, sem fengið hefur nokkuð raunsanna mynd af þróun mannlegs lífs frá getnaði. Það var ekki fyrr en 1930, að menn gátu fylgzt með egglosi í konu. Árið 1944 varð fyrst unnt að greina í smásjá samruna mannlegrar sáðfrumu og eggfrumu. Á 6. áratugnum gátu menn loks gert sér grein fyrir atburðarás sex fyrstu daganna í þróun mannlegs lífs – fyrstu skrefum fósturvísisins á sinni ævintýralegu braut. .... FRAMHALD hér neðar!

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

19.06.06

  11:02:49, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 210 orð  
Flokkur: Fósturvernd, Samfélagsréttindi, kjaramál

Réttur ófæddra kvenna

Á kvennadaginn er margt rætt um kjör kvenna, réttindi þeirra og virðingu. Því verður ekki á móti mælt, að víða er pottur brotinn hvað þessi mál snertir í þjóðfélagi okkar þrátt fyrir umliðinn kvennaáratug. En gleymdu ræðumenn dagsins samt ekki því, sem mikilvægast er, sjálfri forsendu allra annarra réttinda, réttinum til lífsins?

Íslenzkar konur! Á hverju ári eru nálægt 500 kynsystur ykkar sviptar réttinum til lífs á sjúkrahúsum landsins. Eiga þau ófæddu meybörn ekki líka tilkall til samúðar ykkar og órofa samstöðu? –– Jón Valur Jensson.
–––––––––––––––
Þessi smápistill birtist í Velvakanda í Morgunblaðinu 30. okt. 1985. Hér hefur nánast engu verið breytt nema tölunni um fjölda þeirra ófæddu mey-barna sem týna lífinu í "löglegri fóstureyðingaraðgerð" á hverju ári, en sú tala hefur hækkað úr 350 í 500 árlega – og hér gert ráð fyrir, að sveinbörn séu jafnmörg meybörnum. Þessi fjölgun er ekki merki þess, að réttarstaða hinna ófæddu hafi batnað hætishót hér á landi á umliðnu 21 ári. (Þó að kvennadagurinn sé 24. okt., á allt eins við að endurbirta þetta 19. júní.)

03.06.06

  02:15:58, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 1000 orð  
Flokkur: Málefni samkynhneigðar á sviði þjóðfélags og kirkju

Vanþekkingin fer með sigur af hólmi á Alþingi

Sú hörmungarfrétt berst nú frá Alþingi, að frumvarpið um ofréttindi homma og lesbía var samþykkt þar endanlega og mótatkvæðalaust kl. 20:58 í kvöld, 2. júní. Sjá vefsíðu þingsins um feril málsins (sú vefsíða er um leið og verður lykill að ræðunum, sem fluttar voru um málið í öllum umræðum, um frumvarpið sjálft, breytingartillögur og endanlegt form 'laganna'). Sjá einnig: hvernig atkvæði féllu. Enginn þingmaður greiddi atkvæði gegn frumvarpinu og afgreiðslu þess eftir 1., 2. og 3. umræðu. Frumvarpið var samþykkt með 41 samhljóða atkvæði! Fjarvistum voru tvær konur (í leyfi), en fjarverandi við lokaafgreiðslu 20.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

30.05.06

  01:02:58, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 740 orð  
Flokkur: Málefni samkynhneigðar á sviði þjóðfélags og kirkju

53% sammála ræðu Karls biskups á nýársdag, 35% á móti

Þennan pistil sendi ég allmörgum bréfavinum 5. jan. 2006, eftir miklar um-ræður í tilefni af nýárspredikun Karls biskups Sigurbjörnssonar í Dómkirkj-unni. Bréfið er birt hér í heild, en fáein atriði færð í læsilegra horf á netinu.

Sæl verið þið öll. – Þessa orðsendingu fekk ég frá kristnum bróður í dag:

Það var gott að heyra á Bylgjunni áðan að 53% voru sammála ræðu [Karls] biskups á nýársdag.  Aðeins 35% voru ekki sammála. 12 % sögðu: bæði og. Þannig að meiri hluti þjóðarinnar er vissulega sammála hinum kristnu gildum sem við viljum berjast fyrir. Þetta sem ég vitna í var skoðanakönnun á bylgjan.is í gær.

Sjálfur er ég Karli biskupi þakklátur fyrir predikun hans snjalla og gefandi, ekki sízt vegna þess sem hann sagði þar um mikilvægi barnanna og fæðinga hér á Vesturlöndum ... [Frh. neðar!]

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

22.05.06

  00:03:41, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 837 orð  
Flokkur: Fósturvernd, Fólksfækkunarhættan

Hve langan tíma tekur hægfara sjálfsmorð þjóðar?

MEÐAL-barnafjöldi á hverja konu í Þýzkalandi, Austurríki, Grikklandi, Ung-verjalandi, Ítalíu, Spáni, Rússlandi, Póllandi og Tékklandi er nú um 1,3 börn (+/–0,09), en þyrfti að vera 2,1 á hverja konu eða hver hjón til þess eins að viðhalda stofninum óskertum. Hafa menn leitt hugann að því, hversu langan tíma það taki hina ungu kynslóð viðkomandi þjóða að detta niður í fjórðung núverandi stærðar ... og niður í aðeins 10%? – Myndirðu trúa þessu svari: ÞRJÁR KYNSLÓÐIR ... og FIMM KYNSLÓÐIR?! Einmitt þetta er það svar sem fer næst sanni, þ.e. ef áfram er gert ráð fyrir 1,3 börnum á hverja konu.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

15.05.06

  18:36:31, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 985 orð  
Flokkur: Úr lífi og starfi kirkjunnar, Lúthersk kristni, Samkirkjuhreyfingin

Enn bætast guðfræðingar og prestar úr röðum lútherskra í kaþólsku kirkjuna

Án efa eru það nokkur tíðindi, að allmargir lútherskir guðfræðingar, sumir þeirra prestar, hafa á síðari árum gengið í kaþólsku kirkjuna – því að ef þetta er frétt hér á Kirkjunetinu:

“Það hefur vakið athygli að meðal þeirra sem hlutu prestvígslu í Washington D.C. nú fyrir páskana voru þó nokkrir fyrrverandi lúterskir prestar sem snúið hafa heim til móðurkirkjunnar,”

þá hlýtur eftirfarandi líka að vera frétt hér á Íslandi:

Nú þegar hafa fjórir Þjóðkirkjuprestar og þrír guðfræðingar til viðbótar verið teknir upp í Kaþólsku kirkjuna á Íslandi. Þeir eru, úr röðum presta:

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

14.05.06

  14:18:05, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 208 orð  
Flokkur: Siðferði og samfélag, Ýmis skáld

Á mæðradaginn 2006

Í dag er mæðradagurinn – við heiðrum mæður okkar í orði og verki. – Þjóðfélagið býður fram sína félagslegu þjónustu fyrir þá, sem komnir eru á efri ár, en reyndar nær hún stundum allt of skammt, eins og þekkt er af umræðu samtíðar okkar. En horfum líka til þess tíma, þegar ömmur okkar komust á efri ár, lifðu gjarnan maka sinn, en áttu þá víst húsaskjól hjá einhverju barna sinna. Alltjent er ljóst, að hið opinbera getur aldrei tekið á sig þær sonar- og dótturskyldur, sem okkur sjálfum tilheyra. Hlýðum nú á orð Gísla Jónssonar, úr ljóði hans Móðir:

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

06.05.06

  10:36:42, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 1674 orð  
Flokkur: Málefni samkynhneigðar á sviði þjóðfélags og kirkju

Samkynhneigðir jafnhæfir til barnauppeldis og aðrir?

JVJ fjallar um uppeldisáhrif samkynhneigðra [1]: "Nú dugir ekkert hálfkák né vitlaus vinnubrögð: Það verður að fella þetta stjórnarfrumvarp í róttækustu atriðum þess." (Áður birt í Mbl. 6. maí 2006.)

GUÐRÚNU Ögmundsdóttur þykir trúlega snjall leikur að leggja fram sérfrumvarp um giftingu samkynhneigðra – ekki með það eitt að markmiði að fá slíkar giftingar leiddar í lög, heldur kannski umfram allt til að skapa þá röngu ímynd, að stjórnarfrumvarpið, sem nú liggur fyrir Alþingi, gangi ekki ýkja langt, enda sagðist hún í NFS-fréttum eiga "von á því að það fljúgi í gegnum þingið á næstunni"! Hún gaf þannig í skyn, að stjórnarfrumvarpið sé sjálfsagt, nú sé bara spursmál fyrir þingið að ganga mun lengra, eins og hún óski eftir með tillögu sinni. En þessi ímynd er röng, eins og fyrr sagði, því að stjórnarfrumvarpið stefnir að því að búa til afgerandi réttindi fyrir samkynhneigða til frumættleiðingar erlendra barna og tæknifrjóvgunar í trássi við það bezta sem vitað er um áhrif uppeldis þessa hóps á börn í umsjá hans.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

05.05.06

  17:55:22, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 688 orð  
Flokkur: Siðferði og samfélag

Vændi á Íslandi? Nei takk!

Þessi grein var send DV 13/4 með ósk um birtingu í lesendadálkunum, að gefnu tilefni, en fekkst ekki birt, jafnvel ekki eftir ítrekuð tilmæli 26/4 og 2/5.

Ýmsir eru um þessar myndir (sjá t.d. vefsíðu Silfur-Egils) að predika ágæti vændis fyrir Íslendingum. [1]. Óviturlegt er það tal. Með yfirvofandi lagafrumvarpi um breytingu á almennum hegningarlögum (kynferðisbrot) stendur til að lögleiða vændi á Íslandi, gera það 100% löglegt fyrir 'seljendur' og 'kaupendur'. Er það virkilega það sem Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra vill eiga frumkvæði að? Mun hann, sem ég ber mesta virðingu fyrir af íslenzkum ráðamönnum, mæta stoltur á Kirkjuþing í haust til að tilkynna, að meðal þjóðþrifamála, sem hann hafði umsjón með á sumarþingi, sé frumvarp sem lögleiddi vændi á Íslandi?

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

02.05.06

  18:24:30, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 659 orð  
Flokkur: About our website. Kirkju.net

Hin ótrúlega auðlegð greinarskrifa Jóns Rafns

Mestu og dapurlegustu tíðindin í ritunarsögu Kirkjunetsins á þessu vori eru án alls efa þau, sem lesendur urðu áskynja um við lestur á grein Jóns Rafns Jóhannssonar: Kveðjuorð – en óvenjulítil virkni í skrifum hefur ríkt hér síðan þá. Það eru greinileg umskipti frá því sem var.

Þegar menn fara inn á greinayfirlit Jóns Rafns á Kirkjunetinu, verður þeim kannski fyrst fullljós sú ótrúlega auðlegð sem hann hefur látið hér eftir sig. Á því yfirliti – sem er um leið handhægur lykill að öllum skrifum hans hér – er að finna hvorki fleiri né færri en 149 greinar frá því að hann byrjaði þann 23. janúar á þessu ári 2006 (með grein, sem bar hið táknræna nafn: Hin heilaga arfleifð). 149 greinar á 95 dögum, þótt helgarnar séu taldar með!

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

01.05.06

  16:33:34, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 1846 orð  
Flokkur: Samfélagsréttindi, kjaramál, Nýbúar og innflytjendur

Til hamingju með daginn, 1. maí – Verkalýðsbarátta og frjálst flæði vinnuafls

Öllu launafólki á Íslandi eru hér með sendar heilla- og hamingjuóskir í tilefni dagsins, 1. maí. Sá dagur hefur lengi verið hátíðisdagur verkalýðsins, sem fylkir þá liði til samstöðu, til eflingar bræðralags vinnandi stétta og til að bera fram baráttukröfur sínar fyrir mannsæmandi kjörum og betra þjóðfélagi. Hyggjum nú að ýmsu sem um er rætt og deilt í þessu sambandi, en víkjum fyrst nokkrum orðum að afstöðu kaþólsku kirkjunnar til verkalýðsbaráttunnar.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

24.04.06

  05:42:28, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 150 orð  
Flokkur: About our website. Kirkju.net

Gagnleg yfirlit vefsíðna á Kirkju.net

Skráasafn skjalageymslu nefnast nokkrar vefsíður hér á Kirkju.net. Þar er hægt að finna handhægan og (a.m.k. enn sem komið er) tæmandi lista yfir þær greinar, sem hver og einn meðlimur hópsins hefur lagt fram á vefsetur þetta (að undanskildum athugasemdum hjá hinum höfundunum). Yfirlitin eru hjá hverjum höfundi fyrir sig og ágætt að hafa aðgang að þeim hér, ýtarlegri en sést á spássíuyfirlitinu á þessari vefsíðu. Flettið upp við hvert nafn:

Sr. Denis O'Leary: http://www.kirkju.net/index.php/denis?disp=arcdir
Ragnar Brynjólfsson: http://www.kirkju.net/index.php/ragnar?disp=arcdir
Jón Valur Jensson: http://www.kirkju.net/index.php/jon?disp=arcdir
Jón Rafn Jóhannsson: http://www.kirkju.net/index.php/jonrafn?disp=arcdir
Kirkju.net, allar greinar: http://www.kirkju.net/index.php?disp=arcdir

23.04.06

  09:48:39, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 2199 orð  
Flokkur: Málefni samkynhneigðar á sviði þjóðfélags og kirkju, Apologetica – kristin trúvörn

Smáborgara svarað um kröfur samkynhneigðra

Eftirfarandi grein sendi ég Blaðinu þann 27. janúar sl., en af einhverjum ástæðum hefur ekki þótt henta að birta greinina né að svara bréfi mínu. Er þetta alls ekkert einsdæmi, þegar um er að ræða skrif eða yfirlýsingar þar sem gagnrýni er haldið uppi á stefnuna í málum homma og lesbía, sbr. grein mína Af óhlutdrægni fjölmiðla um málefni samkynhneigðra [1]. ––JVJ.

'Smáborgari' Blaðsins tekur oft hressilega á málum. 16/1 kýs hann að ræða réttindakröfur samkynhneigðra – skoðar fyrst, um hvað deilurnar standi, og fer í gegnum það lið fyrir lið. Í 1. lagi segir hann um aukin réttindi þeirra skv. frumvarpi ríkisstjórnarinnar: "Sjálfsagt" [2]. Þetta var karlmannlega mælt og sjaldan verið beitt jafn-snaggaralegri röksemd. En meðal þeirra réttinda-tillagna, sem hann renndi svo léttilega fram hjá, eru frumættleiðing og tæknifrjóvgun lesbía, ásamt því ákvæði að þær fái að leyna börn sín faðerninu, þrátt fyrir sjálfa grundvallargrein Barnalaganna 2003 sem kveður á um rétt allra barna til að þekkja báða foreldra sína. En í EB-löndunum telja einungis 40% manna, að samkynhneigðir eigi að fá að ættleiða börn, en 60% ekki. Í Noregi vilja 39% leyfa það, en 61% ekki, þannig að ekki er þetta "sjálfsagt mál" í þeim löndum. [3]

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

21.04.06

  20:34:56, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 450 orð  
Flokkur: Trúarbrögð í innbyrðis samskiptum og við veröldina, Islam og múslimar

Slæðubann í Frakklandi

Eftirfarandi grein birtist í Morgunblaðinu á páskadag, 11. apríl 2004. Hún er að sjálfsögðu ekki ‘frétt’ tveimur árum seinna, og ekki greinir hún frá lyktum mála í þeim efnum sem hún fjallar um, né heldur núverandi ástandi. Engu að síður á þessi pistill, með fróðleiksmolum sínum, hér heima innan um greinar í möppunni 'Trúarbrögð í innbyrðis samskiptum og við veröldina'.

Viðhorfsgrein Kristjáns G. Arngrímssonar í Mbl. 31. marz 2004 um nýja löggjöf í Frakklandi var mjög upplýsandi. Því er ekki svo farið, sem margir hafa ímyndað sér, að verið sé að banna að bera islamskar slæður opinberlega, nei, ekki einu sinni í frönskum skólum almennt, heldur einungis í ríkisreknum barna- og unglingaskólum. Þar hafa múslimskar stúlkur flestar kosið að vera slæðulausar, en ofsatrúarmenn beitt þær móðgunum og líkamsmeiðingum til að þvinga þær til að bera slæðuna sem tákn trúar og undirgefni ....

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

20.04.06

  02:05:23, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 302 orð  
Flokkur: Fósturvernd, Fólksfækkunarhættan

Barnaborg? – já, ef rétt er stjórnað!

Eftirfarandi grein sendi ég Fréttablaðinu 30. marz sl., en hún hefur ekki fengizt þar birt. Því er hún nú, 3 vikum síðar, sett á Kirkjunetið. – JVJ.

Það er rétt hjá Svandísi Svavarsdóttur (Fréttabl. 30/3), að “Reykjavík á að vera barnaborg”. Kjörið væri fyrir þennan upprennandi stjórnmálamann að byrja á því að beita sér gegn fósturdeyðingunum, sem á rúmum þremur áratugum hafa svipt um 11.000 hérlendar kynsystur hennar lífinu. Hefði Reykjavík ekki misst af þessum meybörnum og jafnmörgum sveinum til, væru þar sennilega a.m.k. 8.000 fleiri einstaklingar í aldursflokknum 0–30 ára, en ekki færri utan borgarinnar. Þetta var þjóðarauður, sem við fórum á mis við – m.a. vegna stefnu föður hennar, harðskeyttra samherja hans og pólitíkusa sem brugðust í þessu máli í öllum flokkum. Í staðinn höfum við hér fátæka austantjaldsmenn sem látnir eru sofa í skúrum eða á steingólfinu þar sem þeir vinna sína byggingarvinnu. Það er þó einungis forsmekkurinn af þeim vandræðum sem Vesturlandamenn eiga eftir að upplifa, þegar afleiðingar fólksfækkunarstefnunnar hitta þá sjálfa harðast fyrir í sívaxandi mæli á næstu fimm áratugum.

Vinstri jafnt sem hægri menn, sem áður fundu sinn blóraböggul í þeim ófæddu, ættu að huga að þessu, vilji þeir barnvæna borg og sjálfbæra þjóð í sjálfstæðu landi.

Ég hef samúð með hugmyndum Svandísar um gjaldfrjálsan leikskóla, en teldi heilbrigðara að fólk yrði látið borga nákvæmlega 10% kostnaðar (rúml. 9.000 krónur á barn á mánuði) til að varðveita kostnaðarvitund okkar – og þakkarskuld – í allri velferðinni. – En gleymum ekki okkar minnstu bræðrum og systrum!

19.04.06

  14:42:11, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 313 orð  
Flokkur: Málefni samkynhneigðar á sviði þjóðfélags og kirkju

Leiðréttingar rangmæla um skrif okkar Jóns Rafns um mál samkynhneigðra

Lesendum vefsíðunnar www.mir.is , sem hingað leita vegna vísunar Þórðar Sveinssonar á greinar okkar Jóns Rafns um málefni samkynhneigðra, skal á það bent, að pistill Þórðar birtist einnig á hans eigin bloggsetri – á vefsíðunni http://thorfredur.blogspot.com/2006/04/sorglegt-hugarfar.html – og að þar hef ég svarað ummælum hans í allýtarlegu bréfi og svo aftur veitt andsvör við svarbréfi hans sl. nótt. Notendur Macintosh/Apple--tölvu sjá kannski þá sömu vefsíðu í annarri og skírari uppsetningu, með 100% læsilegri stafagerð, á annarri vefslóð: http://www.blogger.com/publish-comment.do?blogID=8982198&postID=114520810661087511&r=ok – Vísa ég hér með til þeirra raka minna, sem þar birtast.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

10.04.06

  23:42:40, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 280 orð  
Flokkur: Fósturvernd

Blóðug og barbarísk manndráp

Þeir, sem hafa efazt um, að fóstureyðingar séu blóðugur barbarismi, ættu að líta á heimasíðu samtakanna The UK LifeLeague í Bretlandi, á http://uklifeleague.com/ – Strax þar á forsíðunni blasa við tvær myndir, sem fylla munu flesta undrun og óhugnaði. Skoðið þetta vefsetur, þar er margs konar fróðleikur um hina ófæddu, líf þeirra og dauða, baráttuna fyrir réttindum þeirra, tölulegar staðreyndir og fleira. Þegar ég fór inn á heimasíðuna, tjáði teljarinn mér, að þá væri búið að drepa um 70.067.825 fóstur í heiminum bara frá 1. janúar þessa árs til þessa dags, 10. apríl 2006. Fleiri myndir af hinum blóðuga vígvelli fósturdrápanna eru þar einnig, á vefslóðunum: http://www.uklifeleague.com/abortion-image-gallery/p4Index1.htm og þar um kring.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

1 2 3 5 6

Ábyrgðarmaður: Jón Valur Jensson guðfræðingur.

Önnur blogg sama höfundar: [jonvalurjensson.blog.is]
[jvj.blog.is]
[krist.blog.is] (þátttaka)
[lifsrettur.blog.is]

Leit

blogging software