Blaðsíður: 1 2 4 6

17.03.07

  18:37:00, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 1230 orð  
Flokkur: Siðferði og samfélag

Fellið vændismálið! - Opið bréf til þingheims og dómsmálaráðherra

Háttvirtir alþingismenn, hæstvirtir ráðherrar, sér í lagi dómsmálaráðherrann.

Er það í alvöru ætlan ráðherrans og stuðningsmanna hans að láta þingmál nr. 20 (frumvarp til laga um breyting á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940 (kynferðisbrot)) ganga í gegnum þingið á þessum lokadegi þess? Á svo gott sem að lögleiða vændi á Íslandi? Þau verða einmitt áhrif frumvarpsins,

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

05.03.07

  02:40:49, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 97 orð  
Flokkur: Samkirkjuhreyfingin

Sameinast Þjóðkirkjan kaþólsku kirkjunni?

Um það var m.a. rætt í Silfri Egils í gær, og um það efni á ég nú alllanga grein á þessari Moggabloggsíðu minni og vísa hér með til hennar. En í Bretlandi og hinu alþjóðlega biskupakirkjusamfélagi (Anglican Church) er nú rætt af nokkurri alvöru (og að gefnum mörgum tilefnum) um hugsanlega sameiningu þess við kaþólsku móðurkirkjuna. Þjóðkirkjupresturinn Baldur Kristjánsson hefur nú gerzt opinber málsvari þess, að hans eigin kirkja "sameinist undir merkjum páfans í Róm." Þetta eru nokkur tíðindi, bræður og systur.

28.02.07

  01:23:00, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 439 orð  
Flokkur: Fósturvernd, Siðferði og samfélag, Kristindómur og stjórnmál

Að farga fóstri til að koma í veg fyrir vansælt líf síðar meir?

"Ég hef séð of mörg börn vansæl vegna þess að foreldrarnir hugsa ekki nógu vel um þau, viljum við virkilega bæta á þann fjölda?" Þannig spyr ung kona í langri umræðu um fósturdeyðingar á annarri vefsíðu í gær. Þetta svar birtist þar í gærkvöldi:

Kannski ekki endilega, en viljum við SAXA Á ÞANN FJÖLDA? Um það snýst spurningin á þessari vefsíðu.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

22.02.07

  15:49:07, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 273 orð  
Flokkur: Úr lífi og starfi kirkjunnar, Kirkjusaga nýaldar, alþjóðleg

Ekki er allt sem sýnist – af fráfalli Vesturlanda frá Guðstrú

Hafi kristin trú staðið höllum fæti hér í álfu fyrir þremur áratugum, um það leyti sem andkristin löggjöf um fósturdeyðingar var keyrð í gegn í flestum vestrænum ríkjum, þá hefur ástandið ekki skánað í þeim efnum, eins og við ættum flest að vita. Í Sovétveldinu voru virkir kristnir menn ofsóttir, en þeim er ekki (ennþá) stungið í fangelsi fyrir vitnisburð sinn meðal þessarar þjóðar, þótt hitt tíðkist í æ meira mæli, að þeir séu hæddir og affluttir í orðum á vefsíðum og í fjölmiðlum. En lítum nú til upprifjunar og íhugunar á smápistil úr Kirkjuritinu, tímariti Prestafélags Íslands, í 3. hefti þess 1975, í erlendum fréttaþætti ritstjórans, þess mæta manns sr. Guðmundar Óla Ólafssonar í Skálholti:

"Guði sé lof fyrir járntjaldið!"

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

10.02.07

  12:55:43, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 243 orð  
Flokkur: Fósturvernd

Þjóðaratkvæðagreiðsla um fósturdeyðingar í Portúgal

Ingimar Karl Helgason fréttamaður var með fréttaauka í hádegisfréttum Rúv í dag um hina boðuðu atkvæðagreiðslu um frumvarp um fósturdeyðingar, sem lögð verður fyrir allan almenning á morgun, á þeim Drottins degi. Í lengra máli verður fjallað um þetta efni í Laugardagsþættinum á Rás 1 (sem stendur yfir kl. 1.00–1.50). Ekki sýnist mér þó líklegt, að sú umfjöllun verði hlutlæg eða tillitssöm gagnvart kristinni afstöðu í málinu, því að sérstakur viðmælandi Ingimars Karls verður þar Mariana Mencherao [1], sem leggur áherzlu á, að kaþólska kirkjan sé klofin í þessu máli. Það gengur þvert á það, sem bezt verður vitað um afstöðu kirkjunnar til lífsverndar hinna ófæddu. [2]

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

27.01.07

  12:29:24, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 371 orð  
Flokkur: Málefni samkynhneigðar á sviði þjóðfélags og kirkju

Ráðstefna um lausn frá samkynja kynlífsháttum

Hér er staddur um þessar mundir Alan Chambers, forseti Exodus International, samtaka fyrrverandi samkynhneigðra manna, sem horfið hafa frá þeirri kynhneigð. Ég var í fyrradag á ágætri samkomu hjá hópi trúaðra manna úr ýmsum söfnuðum í Gúttó í Hafnarfirði, þar sem Alan flutti sitt fyrsta erindi hérlendis (þýtt jafnóðum á íslenzku).

Alan þessi er líklega um eða undir fertugu; hann er nú kvæntur maður, og eiga þau hjónin tvö börn. Hann hefur verið kristinnar trúar frá bernskuárum og sótt sína kirkju reglulega. En í fyrrnefndu erindi sínu lýsti hann því, hvernig hann frá því u.þ.b. á níu ára aldri upplifði tilfinningar til sama kyns, sem ágerðust, unz hann fór um margra ára bil út á braut homosexúels lífernis. En þar kom, að hann eignaðist sína reynslu af þeirri hjálp Guðs sem leiddi hann, þrátt fyrir óyfirunna tilfinningu framan af, til rétts vilja og vals, af þeirri braut sem hann var á.

Alan er maður hógvær og opinn í vitnisburði sínum, ódæmandi, minnist þess sífellt í umfjöllun sinni, að Guð elskar alla menn, og gefur góða innsýn í erfiðleika margra samkynhneigðra við að glíma við tilfinningar sínar, eftir að þeir fara að upplifa að þeir hallist fremur að eigin kyni en hinu. Það er óhætt að hvetja menn til að kynna sér reynslu hans, fræðandi og sanngjarnan málflutning, sem miðast umfram allt við að ná til samkynhneigðra, bera því vitni að Guð elski þá og geti hjálpað þeim frá þeirri hneigð í samkynja kynlíf, sem þeir ráða vart eða ekki við af eigin mætti.

Alan Chambers verður bráðlega í Kastljóss-viðtali, sem þegar hefur verið tekið upp. Hann er með dagleg erindi eða ráðstefnuinnlegg á ferð þeirra hjóna hingað frá fimmtudegi til sunnudags. Hann verður í dag, laugardag, ræðumaður á ráðstefnu um samkynhneigð í Fíladelfíu, frá kl. 10-15.00 (létt máltíð í hádeginu; rádstefnugjald: 1000 kr.). Einnig mun hann tala í Hvítasunnukirkjunni í Keflavík á morgun, sunnudag, kl. 11:00.

14.12.06

Vesturlönd afneita trúarlegum rótum sínum

Sagnfræðiprófessorinn Jonathan Clark á makalaust afhjúpandi, skýra og skemmtilega grein í nýjasta Spectator. 'The West denies its religious roots' nefnist hún. Hvet ég alla enskumælandi til að lesa hana – hún opinberar þann hráskinnaleik, þann undarlega selskapsleik sem Vesturlandamenn – einnig við Íslendingar – hafa leikið í marga áratugi : flóttann frá því að viðurkenna rætur okkar, sem við stöndum þó á, fælnina frá því að ræða saman um trú okkar, feluleikinn um undirstöðuhugsun kristinnar trúar.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

06.12.06

  22:02:31, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 415 orð  
Flokkur: Stofnfrumurannsóknir og tæknifrjóvgun (IVF)

Tvær nýjar fréttir um tvíræðni tæknifrjóvgunar

Nýjar fréttir, sem ekki hafa náð inn í íslenzka fjölmiðla, sjást nú á síðustu dögum á alþjóðavettvangi um tvíræðni tæknifrjóvgunar fyrir heilsu kvenna. Annars vegar bendir ýmislegt til, að inntaka sterkra frjósemislyfja, þ.e. sem þáttur í tæknifrjóvgun, geti skaðað möguleika kvenna til að geta nokkurn tímann eignazt börn. Og hins vegar er það komið í ljós í Ástralíu, að dauðsföll meðal barna getinna með tæknifrjóvgun eru tvöfalt hærri en í fæðingum almennt.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  10:18:34, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 359 orð  
Flokkur: Fósturvernd, Fólksfækkunarhættan

Ískyggileg fækkun fæðinga í Evrópu – og sérstaða Íra

Samkvæmt frétt frá UK LifeLeague glíma flestar þjóðir Evrópu nú við alvarlegan vanda vegna fólksfækkunar. “Hefðu fósturdeyðingar ekki verið leyfðar með lögum, hefðu þessar þjóðir ekki þurft að glíma við sama vanda. Ný skýrsla frá OECD sýnir, að árið 1990 höfðu allar Evrópuþjóðir fleiri en 1,3 fæðingar á hverja konu, en árið 2002 voru 15 lönd með fæðingastuðul fyrir neðan 1,3 börn á konu, og sex lönd voru með 1,3 til 1,4 börn á konu.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

05.12.06

  01:09:47, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 58 orð  
Flokkur: Trúarleg ljóð JVJ

Ákall (trúarvers)

Lítill má ég þér lúta,
lifandi Guð! sem yfir
himin gnæfir, en heimi
hlífir – já, öllu lífi!
Líkna mér, hjartans læknir,
lát mig ei dapran gráta.
Kom nú, leystu mig, Kristur,
kraft þinn gef þú mér aftur!

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

30.11.06

  10:51:51, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 984 orð  
Flokkur: Fósturvernd, Stofnfrumurannsóknir og tæknifrjóvgun (IVF)

Áhlaup efnishyggjunnar á stofnfrumur fósturvísa

Nú er byrjað að keyra á stofnfrumumálið, bæði í fjölmiðlum og í athafnasemi manna í heilbrigðisráðuneytinu, sem og þeirra lækna og líffræðinga sem þessu tengjast, til að styðja við frumvarpið sem ætlunin er að renna gegnum þingið. Ein grein er um málið í Mbl. í dag, til að kynna ráðstefnu sem verður kl. 1–6 í dag í Norræna húsinu, og í morgunútvarpi Rúv var viðtal við Svein Magnússon, ráðuneytisstjóra í nefndu ráðuneyti, og Jón Snædal lækni. Nokkuð vel var að því viðtali staðið af hálfu spyrjandans, Kristjáns Sigurjónssonar, fyrir utan það jafnvægisleysi, að þar var einungis rætt við tvo fylgismenn frumvarpsins. Hreinskilnir voru þeir þó í tali sínu (m.a. því, sem ekki er hægt að samþykkja), og athyglisverð atriði komu fram í því viðtali, sem getið verður hér á eftir. En vonlítið mun að treysta því, að fulltrúi Þjóðkirkjunnar í Vísindasiðanefnd standi vörð um hina ævafornu kristnu kenningu, að lífið beri að virða frá upphafi þess .... [1]

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

27.11.06

Rétt og rangt í máli Manúels í Miklagarði

Eftirfarandi grein birtist í Lesbók Morgunblaðsins 7. okt. sl. Vert er að hafa hana aðgengilega hér á Kirkjunetinu, enda tengist hún öðru efni á þessu vefsetri, og hér geta menn nú rætt efni hennar í athugasemdum. –JVJ.

"Þegar æsingurinn í kringum Benedikt páfa og islam fór að hjaðna, áttaði fólk sig á því, að páfinn hafði verið grátt leikinn, orð hans tekin úr samhengi og viðbrögðin viljandi mögnuð upp." Svo segir í nýlegri frétt Páfagarðs (Zenit.org). Í fyrirlestri sínum við háskólann í Regensburg var páfinn í raun að hvetja til samræðna og rökræðu um trúarbrögð í stað þess að útiloka þau frá alvarlegri umræðu, eins og oft á sér stað í samtíð okkar, þar sem trúnni á Guð er vísað á afmarkaðan bás ætlaðan vissum menningarafkima sem að öðru leyti sé lokaður frá menningu og samfélagi Vesturlandaþjóða. Átti menn sig á þessu samhengi páfaræðunnar, "hafa fylgismenn vantrúarinnar í samtíð okkar miklu meiri ástæðu til að gremjast páfanum en nokkrir aðrir.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

26.11.06

  02:40:14, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 122 orð  
Flokkur: Trúarleg ljóð JVJ

Vitnisburður úr lífsins náðarljóði

Örðug er leiðin allt mitt líf
upp til þín, stærsta gleði.
Sárfættur einum syng ég lof
sálar í heitum óði,
þakkandi hverja gjöf, er gaf
Guð mér í sínu ljóði.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

12.11.06

Íslenzkukennsla fyrir útlendinga og aðgangur þeirra að atvinnu á Íslandi (úr erindi í Útvarpi Sögu 10. 11. 2006)

Ríkisstjórnin tilkynnti í hádeginu 10. nóv., að hún hyggist leggja 100 milljónir króna í íslenzkukennslu útlendinga og nýbúa á næsta ári. Þetta er þó allt of lítið.[1] Ég hafði áður lagt til á annarri vefsíðu, að ríkisframlög til þessara mála yrðu tuttugufölduð. En hver eru framlög ríkisins til íslenzkukennslu útlendinga á þessu ári? Hugsið fyrst út í þetta: Hve miklu eyðum við í menntamál? Sumir sjá jafnvel ofsjónum yfir því, að við leggjum peninga í að kenna útlendingum íslenzku! Hvað ætli það séu margir tugir milljarða, sem íslenzka skólakerfið fær í sinn hlut? En á þessu ári eyðir ríkið einungis 18,8 milljónum í það að kenna útlendingum íslenzku! [2]

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

07.11.06

  17:25:14, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 1678 orð  
Flokkur: Kirkjusaga, íslenzk, Kaþólskir Íslendingar, Jón Arason biskup

Jón Arason biskup og ætt hans

Á 456. ártíð herra Jóns

Óhikað má telja Jón biskup Arason í hópi stórmenna Íslandssögunnar, ekki sízt í kaþólskri kristni, enda var af honum mikil saga, samofin við örlagaríka viðburði í lífi kirkju og þjóðar á 16. öld. Væntanlega verður síðar gert vel við minningu hans herradóms á þessum vefsíðum, auk þess að birta hér sálma hans og kvæði. Í þessari vefgrein verður í örstuttu máli rakin ævi hans og ætt og talinn upp helzti kveðskapur frá hans hendi.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

06.11.06

05.11.06

  10:26:43, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 1717 orð  
Flokkur: Fósturvernd

Nicaragua-þjóð svipt þróunaraðstoð frá Íslandi vegna femínískt-pólitískrar andstöðu ÞSSÍ gegn fósturvernd?

Mbl.frétt 3. þ.m. er athyglisverð: 'Þróunaraðstoð við Níkaragva í uppnámi. Alvarlegar afleiðingar banns við fóstureyðingum' [1]. Þar segir af því, að nýsamþykkt lög í Nicaragua-þingi, sem banna fóstureyðingar með öllu, stangist á við jafnréttisáætlun Þróunarsamvinnustofnunar Íslands (ÞSSÍ), en hún hefur nýlega hafið starfsemi í Nicaragua. Ásamt öðrum slíkum stofnunum mun ÞSSÍ "senda mjög harkaleg mótmæli" að sögn Sighvats Björgvinssonar, frkvstj. ÞSSÍ. Hann gefur einnig í skyn í Mbl.viðtalinu, að Íslendingar muni hætta eða stórminnka þróunaraðstoð til Nicaragua vegna þessarar löggjafar um fósturvernd, sbr. þessi orð í Morgunblaðsfréttinni:

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

31.10.06

20. ártíð Hinriks biskups Frehen – Persónuleg minning

Biskup Frehen  Í dag eru 20 ár liðin frá andláti herra Hinriks H. Frehen Reykjavíkurbiskups. Hans verður minnzt í messu, sem sungin verður kl. 18:00 í basiliku Krists konungs í Landakoti í dag. http://www.vortex.is/catholica/Frehen1.jpg Það var mikill fengur að komu dr. Hinriks biskups til Íslands, svo gefandi, andlegum föður, lærðum í helgum fræðum. Þó naut hans allt of skamma stund fyrir okkar litla söfnuð (sem var á þeim árum um 16–18 hundruð á öllu landinu). Hann þjónaði samt kirkjunni hér í heil 18 ár. Ber kunnugum saman um, að henni hafi þá stefnt til heilla fram á veg.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

28.10.06

  17:08:48, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 1058 orð  
Flokkur: Málefni samkynhneigðar á sviði þjóðfélags og kirkju

Miðstöð samkynhneigðra í Los Angeles viðurkennir að AIDS sé einkum þeirra sjúkdómur

EINN þáttur í framsókn baráttuforkólfa samkynhneigðra hér á landi – til viðbótar við sókn þeirra á sviði ættleiðingar-, hjúskapar- og skólamála – birtist í þeirri kröfugerð þeirra, að "hommar fái að gefa blóð." Þótt þetta sé gersamlega úr takti við þann óþægilega veruleika, að hinn lífshættulegi sjúkdómur alnæmi er langalgengastur hjá þessum sérstaka þjóðfélagshópi [1], þá dregur það sízt úr þeim móðinn, og í 'hinseginvikunni' veittist þeim létt að fá viðmælendur sína í hópi fjölmiðlamanna til að gleypa við þeirri nýtilbúnu goðsögn [2], að síðustu árin hafi HIV-smit einkum átt sér stað hjá gagnkynhneigðum konum, ekki hommum. Í þessari grein var nýlega bent á, að á liðnu ári var dönskum hommum rúmlega 120 sinnum hættara við HIV-nýsmiti en gagnkynhneigðum körlum, en yfir 300 sinnum hættara við því en gagnkynhn. dönskum konum. Í Arkansas árið 2002 var AIDS og HIV-smit meðal homma 183 sinnum algengara en meðal gagnkynhn. karla; þar eru karlmenn, sem hafa mök við karlmenn, 18 sinnum líklegri til að hafa AIDS en þeldökkar konur. – HIV-smit fannst á Íslandi 1983–2005 hjá 40 konum og 144 körlum, þar af 93 hommum. Árin 2001–5 var HIV-nýsmit meðal karla hér á landi, sem höfðu mök við karla, meira en 30 sinnum algengara en meðal kvenna, sem höfðu mök við karla (sjá tilvísaða grein). – En aftur að hinni nýju frétt sem vísað er til í fyrirsögninni.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

25.10.06

Eru “augljósar mótsagnir” í Biblíunni, m.a. um samkynja mök fólks? Skoðanaskipti við ritstjóra um forvitnileg mál

Enn glíma Þjóðkirkjuprestar og margir trúaðir við ráðgátur um réttan skilning Heilagrar ritningar, m.a. hvort hún hafi komizt í mótsögn við sjálfa sig, t.d. í einu mesta deilumáli samtímans. Eftirfarandi bréfaskipti mín og eins ágæts ritstjóra Morgunblaðsins taka á því máli og geta e.t.v. orðið öðrum gagnleg. Hér er t.d. drepið á sköpunartrú, kvennakúgun, þrælahald og samkynhneigð.

Fyrra bréfið til Morgunblaðs-ritstjóra um “augljósar mótsagnir” í Biblíunni um atriði sem snerta samkynhneigða, en einnig ýmsa aðra hluti:

Til ritstjóra Morgunblaðsins . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 30. des. 2005.

Sælir og blessaðir, ágætu Styrmir, Karl og Ólafur, á þessari jólahátíð. Staksteinar ykkar frá 27. des. standa í mér. Þar eru gerðar athugasemdir við grein á Vef-þjóðviljanum (þar sem fjallað var um samband kristinnar trúar og stjórnmála), en ekki látið nægja að beina gagnrýninni þangað, því að ekki verður annað séð en að Staksteinar fullyrði, að "augljósar mótsagnir" séu í Ritningunni varðandi mál samkynhneigðra (sjá textann hér neðar).

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

21.10.06

  01:13:29, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 327 orð  
Flokkur: Fósturvernd, Stofnfrumurannsóknir og tæknifrjóvgun (IVF)

Bush gegn nýtingu stofnfruma úr mannsfóstrum

George W. Bush á heiður skilinn fyrir að beita neitunarvaldi sínu gegn offorsi efnishyggjumanna (flestra demókrata) sem gjörnýta vilja fósturvísa að vild lyfjarisa-auðmagnsins. Honum sé þökk að setja kapítalismanum siðferðisleg mörk í því tilliti. Það var verðugt, að loks þegar hann í 1. skipti beitti því neitunarvaldi, sem forsetanum er falið á hendur, skyldi það vera í þágu lífsins, til að tryggja friðhelgi hins mannlega fósturvísis.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

20.10.06

  09:37:34, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 336 orð  
Flokkur: Fósturvernd

Portúgalska þingið ákveður þjóðaratkvæðagreiðslu um fósturdeyðingafrumvarp

PORTÚGAL er eitt fjögurra landa í Evrópu, þar sem ströng ákvæði eru gegn fósturdeyðingum, og eru þau lönd standandi dæmi um það, að alveg á að vera unnt að taka upp slík lög hér á landi. En nú er lagt til í portúgalska þinginu, gegn andstöðu margra, að leyfa fósturdeyðingar. Þar (ólíkt okkar þingheimi árið 1975) er þó ákveðið, að þjóðaratkvæðagreiðsla skuli úrskurða um málið, og á hún að fara fram í janúar nk. – Eftirfarandi stutt frétt birtist um málið á vefsíðu Mbl. kl. 7:25 í dag :

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

13.10.06

  02:34:24, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 1115 orð  
Flokkur: Fósturvernd

Biblían virðir hið ófædda líf með orðum sínum og bönnum

Stundum hefur þessu verið fleygt fram: "Biblían bannar ekki fóstureyðingar!" Þannig tala gjarnan þeir, sem vilja verja þetta fyrirbæri eða setja sig upp á móti málstað fósturverndarsinna. En þessi alvarlega staðhæfing var röng. Hér má í 1. lagi vísa til ákvæða 2. Mósebókar 21.22-23, þar sem er að finna refsiákvæði vegna áfloga, sem leiða til þess að þungaðri konu leysist höfn. [1] – Ekki skiptir minna máli, að Biblían talar greinilega um ófædda fóstrið sem mannveru, mennskt líf, samanber Jeremía 1.5 [2] og Sálm.139 og frásagnir Lúkasarguðspjalls (1.13-15 og 41–44) af hinum ófæddu frændum Jóhannesi (síðar skírara) og Jesú:

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

11.10.06

  20:37:47, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 733 orð  
Flokkur: Fósturvernd, Fólksfækkunarhættan

Fólksfækkun er stærsta vandamál Rússlands, segir Pútín

Í Speglinum á Rás 1 í Ríkisútvarpinu í kvöld var m.a. fjallað um efnið fólksfækkun í Rússlandi. Umsjónarmaður Spegilsins, Friðrik Páll Jónsson, sem ungur að aldri gaf út litla bók [1] um fólksfjölgunarvandamál heimsins, fátækt og hungur, flutti hér hlustendum allt annan veruleika frá Rússlandi. Efni þáttarins má nálgast í heild (næstu vikuna) á þessari Rúv-vefslóð. Þeir, sem misstu af þættinum, eru hvattir til að hlusta á hann á vefnum eða í endurtekningu hans í útvarpinu fljótlega upp úr miðnætti.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

07.10.06

  13:47:06, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 100 orð  
Flokkur: Trúarbrögð í innbyrðis samskiptum og við veröldina, Miðaldasaga og kirkjan, Islam og múslimar

Vakin athygli á Lesbókargrein

Grein mín, Rétt og rangt í máli Manúels í Miklagarði, birtist á baksíðu Lesbókar Morgunblaðsins í dag (á að vera aðgengileg, a.m.k. áskrifendum, gegnum blálituðu línuna). Fjallar hún um hinn sögulega og trúarlega bakgrunn þeirra umræðna, sem fram hafa farið eftir hinn umdeilda háskólafyrirlestur Benedikts páfa í Regensburg í liðnum mánuði. Ég vek einnig athygli á vefgreininni '2. Vatíkanþingið um islamstrú' (sjá athugasemdadálkinn hér til hægri), sem ég vísa í raun til í nefndri grein minni. Síðar mun ég birta hér á Kirkjunetinu ýtarlegar heimildatilvísanir og athugasemdir við Lesbókargrein mína, en velkomið er mönnum að ræða efni hennar hér á eftir.

02.10.06

  17:15:38, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 613 orð  
Flokkur: Friðarmál og stríðsátök

Varið land eða óvarið?

Varið land eða óvarið – "hvort er öruggara?" Þannig spyrja menn í tilefni af brottför Bandaríkjahers, sem séð hefur um varnir Íslands í rúm 60 ár (1941–1947 og 1951–2006, auk aðstöðu sem borgaralegir tæknimenn höfðu á Keflavíkurflugvelli 1947–51).

"Og hvort er kristilegra, varið land eða óvarið?" Þannig geta kristnir menn spurt. Saga afneitunar vopnaburðar meðal kristinna manna er afar löng – allt frá fornöld. Það sama þekkjum við meðal trúflokks kvekara á nýöld.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

30.09.06

  22:21:14, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 4459 orð  
Flokkur: Málefni samkynhneigðar á sviði þjóðfélags og kirkju

HIV-nýsmit í hópi danskra homma um 300 sinnum algengara en meðal gagnkynhneigðra, danskra kvenna : rök gegn málflutningi í ísl. fjölmiðum

Fyrr í þessum mánuði var stuttlega rætt og skrifað í nokkrum fjölmiðlum um stóraukningu HIV-smits á Norðurlöndum. Af frumupplýsingum frá Danmörku má draga merkilegar ályktanir, eins og lesa má hér á eftir, en einnig verða birtar hér yfirlitstölur frá Íslandi og fjallað allýtarlega um þessi efni öll og lærdómar af þeim dregnir, sem koma munu mörgum á óvart, ekki sízt bjartsýnum fjölmiðlamönnum íslenzkum, sem tjáð hafa sig um þessi mál nýlega. Lítum samt fyrst á þessa frétt:

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

28.09.06

  15:51:33, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 361 orð  
Flokkur: Trúarbrögð í innbyrðis samskiptum og við veröldina, Kenning kaþólskrar kirkju, Islam og múslimar

2. Vatíkanþingið um islamstrú

Páfagarður hefur fyrir nokkrum dögum ítrekað orð 2. Vatíkanþingsins (1962–1965) sem lúta að trú múslima og virðingu fyrir henni, þ.e. í kirkjusamþykktunum Lumen Gentium og einkum í Nostra ætate.

Í 16. grein samþykktarinnar Lumen Gentium* (sem fjallar að mestu um kristna kirkju) segir, eftir að rætt hefur verið um kristna menn og Gyðinga:

"En hjálpræðisáætlun [Guðs] felur einnig í sér þá, sem játa trú á Skaparann. Í fremsta sæti meðal þeirra eru múslimir, sem lýsa því yfir að þeir hafi trú Abrahams og dýrka einn og miskunnsaman Guð, sem á efsta degi muni dæma mannkynið."

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

23.09.06

  19:58:40, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 525 orð  
Flokkur: Fósturvernd, Úr lífi og starfi kirkjunnar

Hve margir eru kristnir menn á Íslandi?

Ofangreindri spurningu má eflaust svara með ýmsum hætti, m.a. með því að kanna niðurstöður skoðanakannana sem gerðar hafa verið á liðnum árum og fram undir það síðasta. Ekki sízt þyrfti að huga þar að afstöðu manna til ýmissa megin-trúaratriða kristninnar, þeirra atriða sem einna helzt skera úr um það, hvort menn teljist "kristinnar trúar". Það greinarefni bíður síðari tíma. – Önnur aðferð til viðmiðs er að kanna, í hvaða trúfélög, ef nokkur, menn eru skráðir. Hér birtist nú all-ýtarlegur listi um þá skráningu, eins og hún er nýjust frá Hagstofu Íslands, þ.e. frá 1. desember 2005 (saman tekin hér í eitt yfirlit fyrir þessa grein, og eru kristin trúfélög flokkuð sér, en önnur talin upp í öðrum lista). Munu niðurstöðurnar sennilega koma ýmsum á óvart. Átta stærstu trúfélögunum (sem um leið eru öll kristin) tilheyra alls 91,96% Íslendinga, en þar með er ekki allt sagt ....

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

21.09.06

  09:46:45, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 187 orð  
Flokkur: Trúarleg ljóð JVJ

Barátta (ljóð)

Ég berst við eigin, innri kvöl,
finn allt mitt líf er Guði háð …
Hans líknarhönd, hans ljúfust náð
nú leiði mig og frelsi í bráð
frá því sem veit ég bitrast böl …

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

19.09.06

  23:00:30, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 436 orð  
Flokkur: Miðaldasaga og kirkjan, Trúarljóðaþýðingar JVJ

Boëthius (480–524): vers úr ritinu Huggun heimspekinnar

Allt mannkyn á jörðu á sér að uppruna einn og hinn sama,
því einn er hann faðir alls, og öllum hann leiðsögn veitir.
Hann sólinni gaf sína geisla og gullin hornin á tunglið
og menn til að uppfylla jörðu––og eins á himininn stjörnur!
Hér lukti´hann í líkömum anda sótta háum af himni.
Af göfugri grein er því sprottin gervöll hin dauðlega hersing.
Hví stærið þér yður af áum og ætt? Ef skoðið þér höfund
og upptök lífs yðar, Guð, er ættlaus ei neinn, en ef hneigizt
í löstum að auvirðileik, þér eigið ætterni svíkið!

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  15:45:27, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 481 orð  
Flokkur: Friðarmál og stríðsátök

Fordæmdi Jesús vopnaburð?

Fordæmdi Jesús vopnaburð? Ekki með svo augljósum hætti, að postular hans hafi endurtekið þá meintu kenningu hans. Hann sagði vissulega við Símon Pétur í grasgarðinum, þegar hann hjó eyrað af Malkusi: "Slíðra þú sverð þitt; því að allir þeir, sem grípa til sverðs, munu farast fyrir sverði" (Mt.26.52; sbr. Jóh.18.11: "Sting sverðinu í slíðrin; ætti ég ekki að drekka bikarinn, sem Faðirinn hefur að mér rétt?"). En þetta felur ekki í sér, að hann fordæmi almennt vopnaburð á neinn óvefengjanlegan hátt. Hins vegar er trúlegt, að það feli í sér, að hann fordæmi það, að menn hafi frumkvæði að vopnaðri árás.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

15.09.06

  18:11:38, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 208 orð  
Flokkur: Trúarljóðaþýðingar JVJ

John Byrom (1692–1763): Þrá (Desiderium)

Minn andi þráir Þig.
Af þjáðu hjarta´ eg styn.
Ég veit óverðan mig
að vona´ á Þig sem vin …

Að vona´ á Þig sem vin
ég verður sízt þess er.
Þó þverr ei þraut, fyrr en
mín þrá fær hvíld í Þér.

Mín þrá fær hvíld í Þér ...
Af því, sem veröld snauð
fram býður, allt þar er
svo einskisnýtt í nauð.

Svo einskisnýtt í nauð ...
Að nærist lífsfögnuð´,
ég bið um himneskt brauð :
þitt blessað líf, ó Guð !

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

09.09.06

  21:12:56, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 544 orð  
Flokkur: Trúarljóðaþýðingar JVJ

Sir Philip Sidney: Splendidis longum valedico Nugis

Ó, hverf mér, ást, sem verður mold, ei meir,
og megi önd mín leita að æðri sýn
og finna að lokum auð, sem aldrei deyr,
því allt, sem bliknar skjótt, þess gleði dvín.
Slökk ljóma þinn––í auðmýkt oki lút,
sem indælt bauð þér frelsi, er vara má,
sem brýzt í gegnum skýin, skín svo út
í skærri birtu, að megi öll augu sjá.
Tak við í trú! lát ljós það leiða þig
um lífs þíns örskotsbraut frá vöggu að gröf,
og fall ei frá á vondan villustig …
þín von er Guð––þín sál hans Anda gjöf.
Ég kveð þig, veröld! allt sem átti í þér …
En, Eilíf Ást, græð lífs þíns blóm í mér !

Sir Philip Sidney (1554–1586) var samtíðarmaður Shakespeares, einum áratug eldri.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

04.09.06

  10:13:05, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 1249 orð  
Flokkur: Málefni samkynhneigðar á sviði þjóðfélags og kirkju

Erkibiskupinn í Kantarabyrgi segir, að samkynhneigðir verði eins og aðrir að breyta venjum, hegðun, hugmyndum og tilfinningum sínum, þegar þeir vilja taka þátt í hinu kristna, kirkjulega lífi

Rowan Williams, erkibiskup í Canterbury, leiðtogi ensku biskupakirkjunnar og anglíkanska heimssamfélagsins, hefur kveðið upp úr um afstöðu sína í einhverju veigamesta máli samkynhneigðra. Samkvæmt frétt í The Sunday Telegraph segist hann ákveðinn í því að varðveita einingu kirkjunnar frá því að leysast upp vegna stríðandi fylkinga í alvarlegum deiluefnum um stöðu samkynhneigðra gagnvart kristindómi og kirkju. [1] Þessi einingarviðleitni hans, m.a. gagnvart biskupakirkjumönnum í Afríku, mun hafa átt verulegan þátt í þeirri niðurstöðu sem hann hefur komizt að. Í viðtali við hollenzkt blað, Nederlands Dagblad, segist hann munu styðja kirkjulega ákvörðunartöku (resolution) um að samkynja kynlíf geti ekki samrýmzt (is incompatible with) Heilagri ritningu. [2]

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

1 2 4 6

Ábyrgðarmaður: Jón Valur Jensson guðfræðingur.

Önnur blogg sama höfundar: [jonvalurjensson.blog.is]
[jvj.blog.is]
[krist.blog.is] (þátttaka)
[lifsrettur.blog.is]

Leit

blogging software