« Hátíðahöld í tilefni stofnunar hinna fornu biskupsdæmaÍ fjötrum fortíðar »

16.07.06

  18:39:42, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 236 orð  
Flokkur: Kaþólska kirkjan á Íslandi, Trúarleg tónlist og textar

Voces Thules fær þakkir frá páfa

Í júlí-ágúst tölublaði Kaþólska kirkjublaðsins var sagt frá nýútkomnum diski Voces Thules en sönghópurinn gaf Þorlákstíðir út í vor ásamt handritinu og texta og skýringum á bók. „Hér er um að ræða heildarútgáfu allra söngtexta sem kirkjan flytur á hátíð Þorláks helga Þórhallssonar, sjötta Skálholtsbiskupsins (1133-1193) og verndardýrlings Íslendinga“ segir í blaðinu.

Ennfremur kemur fram að séra Jakobi Rolland sem tók þátt í sumum upptökunum var falið það verk að senda Benedikt páfa XVI. fyrsta eintak verksins með undirskrift allra þátttakenda. Frá páfagarði barst seinna þakkarbréf þar sem segir m.a.: „Hans heilagleiki hefur falið mér að þakka yður kærlega fyrir vinsamleg skrif yðar og meðfylgjandi gjöf sem er athyglisverð frá sjónarhóli tónlistar, sögu og kirkju. Benedikt páfi XVI. felur yður og málefni yðar í bænum sínum og biður yður til handa, söngvurum, sem og öllum sem komu nálægt þessu verkefni, um stöðuga vernd og blessun frá Guðs hjarta.“ Undir bréfið ritar Msgr. Gabriel Caccia, assessor. Útgáfan „Officium Sancti Thorlaci“ er fáanleg hjá Voces Thules og hjá 12 Tónum á Skólavörðustíg 15.

RGB/Heimild. Kaþólska kirkjublaðið 7.-8. tbl. júlí-ágúst 2006, bls. 18-19.

No feedback yet