« Rétt og rangt í máli Manúels í MiklagarðiÍslenzkukennsla fyrir útlendinga og aðgangur þeirra að atvinnu á Íslandi (úr erindi í Útvarpi Sögu 10. 11. 2006) »

26.11.06

  01:40:14, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 122 orð  
Flokkur: Trúarleg ljóð JVJ

Vitnisburður úr lífsins náðarljóði

Örðug er leiðin allt mitt líf
upp til þín, stærsta gleði.
Sárfættur einum syng ég lof
sálar í heitum óði,
þakkandi hverja gjöf, er gaf
Guð mér í sínu ljóði.

Ofraun mig mæddi´, í beinum brast,
brauk mitt var einskis virði.
Einhvers fyr´ bæn mér vill þó víst
vísa Guð lífs að borði.
Því get ég sungið loks af lyst
lof hans í sönnu orði.

Vertu mér, Faðir, frelsi mitt,
freistingum vík úr ranni.
Laða mig verk að gera gott,
glæða þitt ljós í sinni.
Allt fær þú skapað aftur nýtt
einni með miskunn þinni.

– – – – – – – – – – – –

Ág. 1998, n26+n27xi06

5 athugasemdir

Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Þegar Thérèse litla horfðist í augu við hina örðugu leið krossins þar sem hún stóð í lægstu rim stigans í allri sinni auðmýkt, sagði Drottinn við hana: „Það er ég sem ber þig upp. Óttast ekki!“

26.11.06 @ 10:41
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

“Takið á yður mitt ok og lærið af mér, því að ég er hógvær og af hjarta lítillátur, og þá munuð þér finna hvíld sálum yðar. Því að mitt ok er ljúft og byrði mín létt” (Matteusarguðspjall 11:30–31). Ég var ekki að tala gegn þessum sannleika með vísu minni og get borið því vitni, að okkur er hjálpað í trúarinnar góðu baráttu, og það, sem áður var erfitt eða ómögulegt, verður þeim trúaða auðvelt eða fært vegna hulinnar hjálpar Guðs. En þetta var rétt athugað, nafni, og rétt væri að bæta öðru versi við þetta smákvæði.

26.11.06 @ 12:11
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Ekki var ég að gagnrýna þig nafni! Þetta kom einungis upp í hugann við lesturinn á fallegri ljóðrænni framsetningu þinni.

26.11.06 @ 15:40
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Takk, Jón minn.

26.11.06 @ 23:08
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Tvær tilraunir á ég þarna til framhalds.

27.11.06 @ 00:16
Ábyrgðarmaður: Jón Valur Jensson guðfræðingur.

Önnur blogg sama höfundar: [jonvalurjensson.blog.is]
[jvj.blog.is]
[krist.blog.is] (þátttaka)
[lifsrettur.blog.is]

Leit

  XML Feeds

blog soft