« Guðrækni hins Alhelga Hjarta Jesú í kirkju nútímans (10)„Er þá Kristi skipt í sundur?“ (1Kor 1. 13) »

26.02.07

  11:17:41, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 442 orð  
Flokkur: Kraftaverk tengd Guðsmóðurinni

Vissulega ber María Guðsmóðir umhyggju fyrir smælingjunum

Í dag, þann 26. febrúar, minnist kirkjan Vorrar Frúar af akrinum, en það var heil. Denis sem helgaði henni kirkju í París í Frakklandi árið 250 (Hann er sem sagt nafndýrlingur föður Denis í Maríukirkjunni í Breiðholti). Eftirfarandi frásögn er vitnisburður eins feðranna í Maríureglunni:

„Hin blessaða Mey veitti mér vernd allt frá bernskuárunum. Tveggja ára að aldri var ég enn bundinn við vögguna og þjáðist af lömunarveiki svo ég gat ekki hrært legg né lið. Ef ég hreyfði mig örlítið tók ég að veina af kvölum og brast í óstöðvandi grát. Þetta reyndist foreldrum mínum, bræðrum og systrum afar bagalegt, einkum á nóttinni þegar allir vildu sofa.

Nótt eina hafði faðir minn fengið nóg af þessu. Hann fór á fætur og án þess að mæla orð af vörum fór hann út í hesthús, söðlaði Rojilla, merina, og reið á brott. Enginn þorði að mæla orð af vörum. Eftir því sem faðir minn greindi móður minni frá og hún sagði mér nokkrum sinnum, fór pappi í leðurjakkann sinn og reið til helgidóms hinnar blessuðu Meyjar sem er hafður í miklum hávegum í norðurhluta héraðsins. Hann barði að dyrum á prestsetrinu og bað um lampa og lykilinn að helgidóminum og gekk síðan berfættur þangað, en hann var í rúmlega kílómeters fjarlægð. Hann bar bæn sína og fyrirheit upp við hina blessuðu Mey. Að þessu loknu fór hann aftur til prestsetursins, fór í skóna, afhenti prestinum lyklana og lampann og þakkaði prestinum fyrir að bjóða sér að gista um nóttina. Hann stökk á bak hestinum og reið sem leið lág niður eftir veginum til þorpsins.

Klukkan var um 7 að morgni og þegar tekið að daga þegar hann kom heim. Hann batt merina við sylluna á eldhúsglugganum og gekk síðan beint að vöggu sonar síns. Þarna brast hann í grát þegar hann sá mig sitja uppréttan og halla mér að veggnum. Sonur hans var hættur að gráta: Hann var alheill. Allir fóru á fætur steinhissa og friður ríkti að nýju í húsi föður míns. Augljóslega var þetta atvik mikilvægt fyrir mig. Hin gæskuríka Móðir hefur haldið áfram að vernda mig á stundum efasemda og þegar lífi hefur reynst mér erfitt.“ [1]

[1]. Úr „the Marian Collection“ Maríubræðranna (1986).

No feedback yet