« BÆN FYRIR EINHVERJUM SÉRSTÖKUM – arfleifðin (höfundur ókunnur)Hugleiðing um ljósmynd á sunnudagsmorgni (frá vinkonu í Kanada) »

22.01.07

  07:49:36, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 112 orð  
Flokkur: Hið Alhelga Hjarta Jesú, Spakmæli

Vísindi mín eru elskan!

Stundum öfunda ég þá sem eru svo lánsamir að vera guðfræðingar! En rís bænin – hið guðdómlega ásæi – ekki miklu hærra í þekkingu, elsku og mætti, heldur en háleitasti lærdómur? Skynjunin er dýpri, meira upplýsandi og ber meiri ávöxt en fræðimennska. Hvað mig sjálfa áhrærir, þá er guðfræði mín – vísindi mín – elskan í sameiningu hjarta míns við Guð í Jesú Kristi og við hina blessuðu Mey. Hvorki meira né minna!

Marthe Robin, úr bókinni Prend ma vie Seigneur (Taktu líf mitt, Drottinn) eftir bróðir Peyret (Desclee De Brouwer Editions).

No feedback yet