« Ritningarlesturinn 28. september 2006Ritningarlesturinn 27. september 2006 »

27.09.06

  07:14:05, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 666 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Hl. Vincent de Paul – postuli hinna vanræktu

Í dag heiðrar kirkjan Vincent de Paul (1580-1660). Sjálfur komst hann svo að orði um sjálfan sig að ef það hefði ekki verið náð Guðs að þakka hefði hann orðið að „harðlyndum, árásargjörnum og grófgerðum rudda.“ Að eðlisfari var Vincent afar árásargjarn maður sem þeir sem þekktu hann staðfestu. Í stað þess varð hann að blíðlyndum manni, elskuríkum og næmum fyrir þörfum annarra.

Í einu bréfa sinna kemst hann svo að orði:

„Leitist við að sætta ykkur við það sem vekur mesta andúð hjá ykkur. Upprætið ávallt úr huga ykkar þau vandamál sem valda ykkur áhyggjum og Guð mun sjá um þetta allt saman. Ykkur mun bókstaflega verða um megn að leysa úr þeim öðru vísi en að særa hjarta Guðs vegna þess að hann sér að þið vegsamið hann ekki nægilega með heilögu trúnaðartrausti. Ég bið ykkur um að treysta honum og þið munið öðlast það sem hjarta ykkar þráir.“

Straumhvörfin í lífi þessa prests frá litla sveitabýlinu í Gascony áttu sér stað þegar hann hlustaði á syndajátningu þjóns eins á dánarbeðinu og augu Vincents opnuðust gagnvart neyðarhrópum bændanna í Frakkland. Hann hafði gerst prestur fremur af metnaði og til að tryggja sér bærilega lífsafkomu.

Það var hertogaynjan de Gondi (en það var einmitt þjónn hennar sem hann hafði komið til hjálpar) sem sannfærði eiginmann sinn um að veita hóp áhugasamra trúboða sem störfuðu meðal hinna snauðu fjárstuðning, en Vincent gekk til liðs við þá. Vincent var of auðmjúkur til að veita hópnum forstöðu, en eftir að hafa starfað meðal galeiðuþræla sem hnepptir höfðu verið í fangelsi í París, gerðist hann leiðtogi samtaka sem þekkt urðu sem Trúboðssamtökin eða Vincentíanarnir. Prestarnir gáfu heiti um algjöra fátækt, hreinlífi, hlýðni og stöðuglyndi og að helga líf sitt að öllu leyti íbúunum í þorpunum og í sveitum landsins.

Síðar stofnaði Vincent líknarsamtök sem störfuðu í hinum ýmsu sóknum. Með dyggri hjálp heil. Louse de Marillac litu samtökin „Dætur kærleikans“ dagsins ljós, en „klaustur þeirra voru sjúkrahúsin, stræti borganna og sóknarkirkjurnar.“ Vincent vakti áhuga auðugra kvenna í París á að veita trúboðsstarfinu fjárstuðning. Hann stofnaði nokkur sjúkrahús, safnaði fé til að líkna stríðshrjáðum og leysti meira en 1200 galeiðuþræla úr ánauð í Norðurafríku. Hann var áhugasamur um að halda andlega kyrrðardaga fyrir presta á tímum sem almennt áhugaleysi ríkti um trúmál og var brautryðjandi í að koma á fót prestakólum. Síðar var það einn fylgjenda hans, blessaður Fredric Oxanam, sem stofnaði „Vincent de Paul félagið“ árið 1833 í þessu augnamiði. Leó páfí XIII útnefndi hann síðar sem verndardýrling alls líknarstarfs.

Draga má boðskap Vincent de Paul saman með eftirfarandi hætti: Kirkjan er fyrir öll börn Guðs, rík og fátæk, bændur og menntamenn, þá hæfileikaríku og einföldu. En fyrst og fremst felst mikilvægasta hlutverk kirkjunnar í því að hjálpa hinum þurfandi, þeim sem standa uppi bjargarlausir sökum sjúkdóma, fátæktar, fáfræði og mannvonsku. Boðskapur Vincent de Pauls er einkar aðkallandi meðal kristinna manna í dag þegar fjölmargir verða hungurvofunni að bráð og munaðarlíf hinna ríkari þjóða er í hrópandi andsögn við þá fátækt sem fjölmörg barna Guðs eru dæmd til að lifa í þriðja heiminum.

1 athugasemd

Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Þessi grein er svar mitt við eftirfarandi og óviðurkvæmilegum orðum Vésteins Valgarðssonar hér að aftan á Kirkjuneitinu:

Ég mundi giska á að þessi jákvæðni í garð kristinnar trúar sé aðallega til marks um umfangsmikið starf kirkjunnar til að bæta sína eigin ímynd, en það gerir hún m.a. með starfi á borð við hjálparstarf . . .

SJÁ:

Trúin er uppspretta góðverka sem unnin eru í nafni Drottins Jesú Krists og náð hans glæðir í mannshjörtunum til samræmis við orðin: „Án mín getið þér alls ekkert gjört.“

Heil. Serafím frá Sarov orðaði þennan sannleika svo:

.

Það er af þessum sökum sem Drottinn Jesús Kristur sagði: Hver sem safnar ekki saman með mér, hann sundurdreifir (Lk 11. 23). Og góðverk er ekki unnt að kalla annað en að safna saman vegna þess að jafnvel þó að þau séu ekki gerð sökum Krists, eru þau engu að síður af hinu góða. Ritningarnar segja: Hann tekur opnum örmum hverjum þeim, sem óttast hann og ástundar réttlæti, hverrar þjóðar sem er (P 10. 35).

Samkvæmt þessari skilgreiningu falla fósturdeyðingar, kynlífslosti og aðrar illar hneigðir veraldarhyggjunnar (secualrism) ekki undir GÓÐVERK heldur að sundurdreifa.

27.09.06 @ 08:15