« Fjölhyggjan og islam - stjórnarskrárnar og sharia„Frjálslyndi í kynferðismálum hefur grafið undan frelsi kvenna“ »

23.03.07

  19:24:04, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 110 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Viðræður kaþólskra og gyðinga í Jerúsalem

Róm, 20. mars 2007. (Zenit.org).- Dagana 11.-13. mars sl. fóru fram í Jerúsalem viðræður milli sendinefndar Páfagarðs og sendinefndar ísraelska aðalrabbínans. Að viðræðum loknum gáfu leiðtogar þeirra út sameiginlega yfirlýsingu. Þar kom fram ósk um að viðræðurnar yrðu báðum trúarsamfélögum til blessunar. Þeir undirstrikuðu að Guð hefði skapað manninn sem félagsveru og því væri frelsi hans takmörkum sett. Frelsi viljans væri komið frá Guði og væri því ekki algert heldur ætti það að endurspegla vilja Guðs og lögmál hans. Sjá tengil: [1].

No feedback yet