« TIL HEILAGS JÓSEFSHvað ættum við ekki að gera fyrir okkar konung? »

12.04.06

  19:56:20, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 276 orð  
Flokkur: Dæmisögur og sögur II

Við þörfnumst Jesú

Einu sinni var prestur sem fór til Suður[-Ameríku sem haf]ði mikinn áhuga á að hjálpa fátækum. Hann hafði fjárhagslega burði til að létta oki fátæktarinnar og hungursins af fólkinu þar.

Þegar hann kom til Suður-Ameríku fór hann að byggja læknastofur og skóla. En, eftir tíu ár tók hann eftir því að mörg sóknarbarna hans hættu að koma til hans.

Dag einn kvartaði hann við einn af gömlu mönnunum, mjög trúfastan mann sem var alltaf nærri kirkjunni og hjálpaði prestinum. Gamli maðurinn leit á hann með tárin í augunum og sagði, "Faðir, ég vil ekki særa þig, en ég verð að segja þér. Þú færðir okkur mikið af góðum hlutum. Þú hefur unnið mjög mikið, en þú færðir okkur ekki Jesú og við þörfnumst Jesú."

Presturinn sagði, "Ég skammaðist mín. Það var þá sem ég skildi að ég hafði ákveðið að gefa þeim allt sem þeir þyrftu fyrir líkama sinn. En ég var svo upptekinn að ég las ekki messu. Ég hafði ekki tíma. Það [þurfti a]ð fæða þetta fólk. Það var svangt. Samt sýndi Drottinn mér, með þessu sama fólki sem ég hafði eytt öllum mínum kröftum fyrir, að það þurfti meira en efnislega hluti".

Presturinn hafði gleymt að Jesús sagði, "Eigi lifir maðurinn á einu saman brauði, heldur á hverju orði því sem gengur af Guðs munni."

No feedback yet