« "Þú ert Guð, sem sér."Helgisiðir messunnar - eftir Sr. Róbert Bradshaw »

25.09.06

  20:58:36, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 172 orð  
Flokkur: Til umhugsunar

Við þekkjum ríki Guðs á kærleikanum

Móðir Teresa frá Kalkútta átti það til að segja eftirfarandi sögu:

„Einu sinni stóð Múhameðstrúarmaður við hlið mér og horfði á eina af okkur systur binda um sár holdsveiks manns, sem hún gerði af mikilli umhyggju og ást. Systirin sagði ekki orð við holdsveika manninn en hún gerði honum mikið gagn.

Múhameðstrúarmaðurinn sneri sér að mér og sagði: „Öll þessi ár hef ég trúað því að Jesús Kristur væri spámaður; einungis það, ekkert annað. En í dag hef ég komist að því að hann er Guð. Hann hefur látið ómælandi kærleika flæða um hjarta og hendur þessarar systur.““

Móðir Teresa bætti ávallt við eftir að hafa sagt þessa sögu:

„Enn þann dag í dag, veit þessi systir ekki að með hinni góða þjónustu sinni við holdsveika manninn bar hún Jesúm inn í líf Múhameðstrúarmanns.“

1 athugasemd

Athugasemd from: Aðalbjörn Leifsson
Aðalbjörn Leifsson

Þessar systur eru svo sannarlega
miskunsamar og góðar. Einsog líkaminn er dauður án anda eins er og trúin dauð án verka. Jakob. 2:26 Þessar líknsömu systur eru svo sannanlega að feta í fótspor Krists.

28.09.06 @ 18:07