« Að fararheill við jarðlífs endi | Séra Jón Habets – á 15. ártíð hans » |
Thomas Tallis (c.1505–1585) hefur skilið eftir sig undursamlega hymna og messusöngslög. Á því myndbandi, sem hér fylgir, fer saman hágæða-kórsöngur og fallegar Kristsmyndir. Því miður vantar hér upplýsingar um það, hver kórinn er, en hann veldur ykkur ekki vonbrigðum! Þetta er gott efni til að dvelja við fyrir svefninn eða í kyrrð morgunsins.
Thomas Tallis hélt alla tíð tryggð við sína kaþólsku trú, þrátt fyrir siðaskiptin á Bretlandi, eins og lærisveinn hans William Byrd (1540/1539–1623), annar andlegur risi enskrar kirkjutónlistar. Það var reyndar vegna augljósra yfirburða þeirra á þessu sviði sem þeim var hlíft við trúarofsókn. En tónlist þeirra, m.a. fagur tíðasöngur, er enn sungin víða um lönd og í kirkjum, kapellum og skólum Bretlands.
Vonandi gefst tækifæri til að segja nánar af þessum trúræknu tónsnillingum, en vísað skal á meðan til annars verks eftir Tallis, mótettunnar hrífandi O nata lux de lumine (á vefsíðunni Helgimynd á jólanótt, á Moggabloggi, með þýðingu textans þar). Hér má svo enda þetta með því að birta myndir af þessum einstöku samstarfsmönnum:
Thomas Tallis William Byrd
Takk fyrir þetta fróðlega innlegg, Jón Valur. Gaman væri að heyra meira frá þér um þessa mætu menn. Sem Hákirkju-Anglikani (Anglo-Catholic) þá kann ég vel að meta efni af þessu tagi. Eitt af því sem hryggir mig við lestur kirkjusögunnar er þegar ég les hina blóðugu sögu ensku siðaskiptanna, því þar dóu margir góðir þjónar Krists á báðar hliðar. Menn eins Thomas Cranmer, Hugh Latimer að ógleymdum vini hans Ridley meðal mótmælenda og meðal kaþólskra St. Thomas Moore (sem er einn af mínum uppáhalds dýrlingum Kirkunnar), svo dæmi séu tekin. Það er ósk mín og bæn að sagan kenni okkur að virða og elska hvert annað sem þjóna Krists sama hvaða kirkudeild við tilheyrum.
Drottin veri með þér
Jakob Valsson
Church of All Saints
Mission, British Columbia.
Kærar þakkir fyrir hlýlegt innleggið, Jakob. Bendi þér og öðrum á aðra samantekt mína, birta í dag: Kaþólsk tónlist endurreisnartímans.
Með kærri kveðju.
Hér er ég með tvö verk Thomasar Tallis (If Ye Love Me og Spem in alium): Musica coelestis.
=
http://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/entry/1291231/
Síðustu athugasemdir