« Saga um ríkan mannFyrirgefning er ekki nóg »

09.04.06

  20:56:01, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 115 orð  
Flokkur: Dæmisögur og sögur II

Verið vakandi!

Til er saga af fólki, sem kom til gamals og viturs munks og spurði hann: "Hvað getum við gert, til að nálgast Guð?"

Hinn vitri munkur svaraði með spurningu:
"Hvað getið þið gert, til að sólin rísi?"

Fólkið svaraði: "Við getum ekkert gert, til að sólin rísi".

Eftir þetta varð nokkur þögn, þar til fólkið sagði: "En ef það er raunin, því haldið þið munkarnir áfram að segja okkur, að biðjast fyrir, aftur og aftur?"

Munkurinn brosti og svaraði: "Við munkarnir hvetjum ykkur til að biðjast stöðugt fyrir, svo að þið verðið vakandi, þegar sólin rís!"

No feedback yet