« Alvarlegar afleiðingar tilbúinna getnaðarvarnaHEILAGUR ANDI OG KIRKJAN Í HELGISIÐUNUM »

12.05.08

  19:46:12, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 181 orð  
Flokkur: Messan

Vér trúum að messan ………

"……… Vér trúum að messan, framborin af prestinum í persónu Krists og fyrir kraft þess valds, sem fæst við prestvígsluna, sem er sakramenti, og sem presturinn fórnar í nafni Krists og meðlima hins leyndardómsfulla líkama hans, sé fórnin, sem færð var á Golgata, sé til staðar á altarinu að sakramentishætti. Vér trúum því, að eins og brauðið og vínið sem Drottinn vor vígði við hina síðustu kvöldmáltíð, hafi breyst í líkama hans og blóð hans sem fórna átti á krossinum vor vegna, þá einnig að brauð það og vín sem presturinn vígir breytist í líkama og blóða Krist sem situr í dýrðarhásæti á himnum; og vér trúum að hin leyndardómsfulla nærvera Drottins, undir því sem fyrir augum vorum heldur áfram að líta út sem það áður var, sé sönn, veruleg og eðlisleg nærvera. ………"
______________

Úr Trúarjátningu Guðs lýðs.
Hátíðleg trúaryfirlýsing Páls páfa VI.
1968.

No feedback yet