« Biðjum fyrir Tíbet – það hjálpar til!!!Kristselskan felur í sér allar kallanir – Hl. Teresa af Jesúbarninu (Teresa litla), karmelnunna og kirkjufræðari »

20.04.08

  07:25:11, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 378 orð  
Flokkur: Bænalífið, Kristselskan

Vegur kærleikans – Hl. Katrín frá Siena, kirkjufræðari

Eilífi Faðir. Þú þráir að við þjónum þér með hliðsjón af velþóknan þinni og þú leiðir þjóna þína eftir ýmsum vegum. Með þessu sýnir þú okkur að ekki undir neinum kringumstæðum getum við, eða eigum við að dæma ætlanir mannsins eins og við skynjum þær hið ytra . . . Sú sál sem sér ljósið í þínu ljósi (Sl 36. 10) gleðst við að sjá alla vegi þína, fjölmargar brautir þínar í sérhverjum einstakling. Þrátt fyrir að þær fari ólíkar leiðir, þá hlaupa þær ekki síður eftir vegi þíns brennandi kærleika. Ef það væri ekki einmitt vegna þessa kepptu þær ekki í raun og veru eftir sannleika þínum. Þannig sjáum við sumar skunda veg iðrunarinnar með líkamlegri deyðingu, aðrar veg auðmýktar og deyðingar eiginn vilja; enn aðrar veg hinnar lifandi trúar; aðrar leggja rækt við miskunnarverk; aðrar sem eru fullir af kærleika í garð náungans með því að hafna sjálfum sér.

Þegar sálin sér með þessum hætti . . . tekur hún að stækka og öðlast hið yfirskilvitlega ljós, en í því uppgötvar hún takmarkalausa breidd gæsku þinnar. Hversu mjög eru þær sálir ekki í raun og veru í tengslum við veruleikann sem skynja vilja þinn í öllum hlutum! Í sérhverri mannlegri athöfn skynja þær vilja þinn án þess að dæma athafnir skapaðra vera. Þær hafa skilið vel og umvafið uppfræðslu sannleika þíns þegar hann segir: „Dæmið ekki eftir útliti, dæmið réttlátan dóm“ (Jh 7. 24).

Ó eilífi sannleikur. Hver er uppfræðsla þín? Hvaða veg viltu láta okkur ganga til Föðurins? Hver er sá vegur sem við eigum að ganga? Ég sé engan annan veg en þann sem þú hefur lagt með sönnum og hollum dyggðum brennandi kærleika þíns. Þú, ó hið eilífa Orð, hefur vökvað hann með blóði þínu. Þetta er sannarlega vegurinn.

Biðjum hina flekklausu Guðsmóður sem er full náðar að glæða hið eilífa ljóss sannleikans í hjörtum kínverskra stjórnvalda svo að Tíbetar öðlist frelsi að nýju!

No feedback yet