« Bæn heil. Efraíms hins sýrlenska (306-373)Hægrimenn sigra í spænsku sveitastjórnarkosningunum »

04.06.07

  10:12:41, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 132 orð  
Flokkur: Vefrit Karmels

Vefrit Karmels koma út í kiljum

Nú er fyrsta Vefrit Karmels komið út í kilju, það er að segja Hin myrka nótt sálarinnar eftir hl. Jóhannes af Krossi. Framfarirnar hafa verið örar í útgáfu rafrænna bóka og það er bandaríska fyrirtækið Lulu Publishing sem gerir þetta kleift með því að bjóða afar hagstætt verð og skilmála. Þannig er þetta fyrsta rit boðið lesendum á ríflega 16 evrur (um 1400 krónur) komið heim að dyrum með Íslandspósti. Ætlunin er að gefa öll Vefrit Karmels út með þessum hætti í komandi framtíð – eina kilju mánaðarlega, eins konar bók mánaðarins. Næsta kiljan í ritröðinni verður síðan Uppgangan á Karmelfjall og koll af kolli, þar til öll ritin verða tiltæk íslenskum lesendum.
TENGILL

9 athugasemdir

Jón Valur Jensson

Hjartanlega til hamingju, nafni.

05.06.07 @ 18:19
Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Ég tek undir hamingjuóskirnar. Þetta er góð leið til að birta efni. Svona þyrftu fleiri rit að vera aðgengileg notendum netsins.

05.06.07 @ 19:38
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Þakka ykkur fyrir félagar. Já, þetta er vissulega framtíðin í útgáfu rafbóka. Fyrir okkur sem skrifum á ensku sparar þetta líka langvinnar samningaviðræður við útgefendur í BNA og býður jafnframt upp á sölu á amazon.com.

Hvað áhrærir kirkjuna opnar þetta jafnframt möguleika til að bjóða upp á bækur um ólíkustu efni fyrir þá sem hafa áhuga á guðfræði og trúmálum. Slíkar gersemar eru til í aldagömlum sjóði kaþólsku kirkjunnar. að sjálfsagt er að hafa slíkt efni á boðstólum.

Þetta var það sem Jóhannes Páll II páfi blessaðrar minningar hvatti okkur til að gera, að nota tölvutæknina til hins ítrasta í boðun trúarinnar.

Sjálfur hef ég verið með verk á netinu á ensku, spænsku, þýsku, frönsku og tagalog og á tveimur árum eru gestirnir orðnir 233.000 sem hlaðið hafa það niður í rafrænu formi! Upp á síðkastið hefur straumurinn aukist í sifellu frá lesendum í Suðurameríku (Latnesku Ameríku), vafalaust vegna aukinnar tölvueignar. Þrisvar sinnum hafa lesendur frá Norðurkóreu birts á yfirliti (enda nú kaþólsk kirkja í Pnom Penh).

05.06.07 @ 20:35
Lárus Viðar Lárusson

Phnom Penh er í Kambódíu, Pyongyang í N-Kóreu.

07.06.07 @ 15:36
Athugasemd from: Ragnar Kristjánsson
Ragnar Kristjánsson

Voðalega er eitthvað lítið um
athugasemdir á þessari síðu ykkar hérna.
Nema jú frá ykkur þremur.

07.06.07 @ 15:49
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Þakka þér fyrir ábendinguna, Lárus Viðar! Það er eins og kallinn sagði forðum: „Margt merkilegt má sjá í Danmörku í henni Kaupinhafn.“ En í Pyonggyang er kaþólsk kirkja starfandi í dag.

08.06.07 @ 07:17
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Ragnar! Þú þarft ekki annað en að kíkja á margar aðrar færslur hér á vefsetrinu til að sjá að iðulega skipta athugasemdirnar tugum.

08.06.07 @ 07:22
Jón Valur Jensson

Já, hér er oft fjör í athugasemdakerfinu.

08.06.07 @ 22:51
Athugasemd from: Ragnar Kristjánsson  
Ragnar Kristjánsson

Já satt er það það er fjör hérna.
Ég lærði það í félagsfræði að uppruni
kapítalismans má rekja til trúar skiptanna.
Þar segja þegar Lúterskirkjan kom til
sögunnar og mörg lönd tóku þá trú. Þetta vil Marx Weber meina.

11.06.07 @ 20:21