« Bæn heil. Efraíms hins sýrlenska (306-373) | Hægrimenn sigra í spænsku sveitastjórnarkosningunum » |
Nú er fyrsta Vefrit Karmels komið út í kilju, það er að segja Hin myrka nótt sálarinnar eftir hl. Jóhannes af Krossi. Framfarirnar hafa verið örar í útgáfu rafrænna bóka og það er bandaríska fyrirtækið Lulu Publishing sem gerir þetta kleift með því að bjóða afar hagstætt verð og skilmála.
Þannig er þetta fyrsta rit boðið lesendum á ríflega 16 evrur (um 1400 krónur) komið heim að dyrum með Íslandspósti. Ætlunin er að gefa öll Vefrit Karmels út með þessum hætti í komandi framtíð – eina kilju mánaðarlega, eins konar bók mánaðarins. Næsta kiljan í ritröðinni verður síðan Uppgangan á Karmelfjall og koll af kolli, þar til öll ritin verða tiltæk íslenskum lesendum.
TENGILL
Ég tek undir hamingjuóskirnar. Þetta er góð leið til að birta efni. Svona þyrftu fleiri rit að vera aðgengileg notendum netsins.
Þakka ykkur fyrir félagar. Já, þetta er vissulega framtíðin í útgáfu rafbóka. Fyrir okkur sem skrifum á ensku sparar þetta líka langvinnar samningaviðræður við útgefendur í BNA og býður jafnframt upp á sölu á amazon.com.
Hvað áhrærir kirkjuna opnar þetta jafnframt möguleika til að bjóða upp á bækur um ólíkustu efni fyrir þá sem hafa áhuga á guðfræði og trúmálum. Slíkar gersemar eru til í aldagömlum sjóði kaþólsku kirkjunnar. að sjálfsagt er að hafa slíkt efni á boðstólum.
Þetta var það sem Jóhannes Páll II páfi blessaðrar minningar hvatti okkur til að gera, að nota tölvutæknina til hins ítrasta í boðun trúarinnar.
Sjálfur hef ég verið með verk á netinu á ensku, spænsku, þýsku, frönsku og tagalog og á tveimur árum eru gestirnir orðnir 233.000 sem hlaðið hafa það niður í rafrænu formi! Upp á síðkastið hefur straumurinn aukist í sifellu frá lesendum í Suðurameríku (Latnesku Ameríku), vafalaust vegna aukinnar tölvueignar. Þrisvar sinnum hafa lesendur frá Norðurkóreu birts á yfirliti (enda nú kaþólsk kirkja í Pnom Penh).
Phnom Penh er í Kambódíu, Pyongyang í N-Kóreu.
Voðalega er eitthvað lítið um
athugasemdir á þessari síðu ykkar hérna.
Nema jú frá ykkur þremur.
Þakka þér fyrir ábendinguna, Lárus Viðar! Það er eins og kallinn sagði forðum: „Margt merkilegt má sjá í Danmörku í henni Kaupinhafn.“ En í Pyonggyang er kaþólsk kirkja starfandi í dag.
Ragnar! Þú þarft ekki annað en að kíkja á margar aðrar færslur hér á vefsetrinu til að sjá að iðulega skipta athugasemdirnar tugum.
Já satt er það það er fjör hérna.
Ég lærði það í félagsfræði að uppruni
kapítalismans má rekja til trúar skiptanna.
Þar segja þegar Lúterskirkjan kom til
sögunnar og mörg lönd tóku þá trú. Þetta vil Marx Weber meina.