« Ritningarlesturinn 13. september 2006Þegar dauðinn knýr dyra »

12.09.06

  09:14:21, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 158 orð  
Flokkur: Vefrit Karmels

Vefrit Karmels

Ég vil vekja athygli á því að „Dulúðin – um vöxt trúarvitundar mannkynsins“ eftir Evelyn Underhill er nú komið á pdf formati á Vefrit Karmels. Frá því að verkið birtist fyrst í html útgáfu hef ég leitast við að lagfæra og leiðrétta verkið eftir bestu getu.

Ef „fölnuð laufblöð“ ritvillna leynast enn í textanum, bið ég lesandann að hafa efirfarandi vísukorn í huga:

Lastaranum líkar ei neitt,
lætur hann ganga róginn,
finni hann fölnað laufblað eitt,
lastar hann allan skóginn.

Þetta er mikið verk upp á rúmlega 500 blaðsíður og fjallar um „mannfræði Kristsgjörningarinnar (anthrophology of the Christification) eins og einn feðra Austurkirkjunnar komst að orði (sjá Ef. 4. 13).

Höfundurinn samdi það til að ljúka upp táknmáls- og hugtakafræði hinna heilögu fyrir hinum almenna lesanda og þar má sjá hundruðir tilvitnanna í skrif þeirra og ummæli. Njótið heil!

TENGILL

1 athugasemd

Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Glæsilegt! Til hamingju með þetta Jón. Beinn tengill á ritið er hérna [Tengill]

12.09.06 @ 17:55