« Klaustrin á Íslandi og jarðeignir þeirra | Páfinn varð 85 ára í dag » |
'Klofningur yfirvofandi í dönsku kirkjunni' er fyrirsögn á frétt á Rúv-vefnum, lesinni þar í hádeginu í dag. Ástæðan? Gifting samkynhneigðra í lúthersku kirkjunni þar. Margir prestar og leikmenn eru þessu mjög andvígir. Síðasta örþrifaúrræðið er að sniðganga biskupinn á Fjóni með vali á öðrum nú síðdegis sem leiðbeinanda presta. Og enska kirkjan ólgar af mótmælum.
Lengi sá ritari þessara orða það fyrir, að samkynhneigðramálin gætu reynzt kristnum kirkjum og kenningu mjög skeinuhætt. Allt er það komið fram, sem ég óttaðist, og meira til (nýjasta áhlaupið hér er fráleit kynbreytingarlöggjöf).
Fréttin í dag á Rúv-vefnum er þannig:
mm
Takk fyrir þennan pistil Jón. Þetta eru uggvænlegar fréttir frá Danmörku. Líklegasta niðurstaðan í þessu máli er því miður klofningur lúthersku kirknanna. Í þessu samandi kemur mér í hug frétt sem ég sá á LifeSiteNews:
Þakka þér Ragnar – og það á þessum góða degi – fyrir þetta innlegg þitt. Ég var að lesa í greininni, sem þú vísar á, og er alllangt komin, hún er löng, en lofar mjög góðu og lýsir miklum skilningi og mannkærleik og fögru lífi, þar sem fleira er inni í myndinni en bara kynhneigðin ein og sér, sú sem aðal-sögumaður, Joshua Weed, játar vissulega að sé samkynhneigð í sínu tilviki. Þetta er afar lærdómsrík grein, líka það sem kona hans á í henni.
PS. Það stóð til að hafa hérna líka frásögn af atburðum í ensku biskupakirkjunni. Henni verður aukið við seinna.
Síðustu athugasemdir