« Klaustrin á Íslandi og jarðeignir þeirraPáfinn varð 85 ára í dag »

16.06.12

Vaxandi andstaða við róttækni í siðferðismálum og upplausn í kenningarmálum kirkna erlendis

'Klofningur yfirvofandi í dönsku kirkjunni' er fyrirsögn á frétt á Rúv-vefnum, lesinni þar í hádeginu í dag. Ástæðan? Gifting samkynhneigðra í lúthersku kirkjunni þar. Margir prestar og leikmenn eru þessu mjög andvígir. Síðasta örþrifaúrræðið er að sniðganga biskupinn á Fjóni með vali á öðrum nú síðdegis sem leiðbeinanda presta. Og enska kirkjan ólgar af mótmælum.

Lengi sá ritari þessara orða það fyrir, að samkynhneigðramálin gætu reynzt kristnum kirkjum og kenningu mjög skeinuhætt. Allt er það komið fram, sem ég óttaðist, og meira til (nýjasta áhlaupið hér er fráleit kynbreytingarlöggjöf).

Fréttin í dag á Rúv-vefnum er þannig:

  • Harðar deilur hafa blossað upp innan dönsku kirkjunnar. Fimmtíu prestar á Fjóni ætla síðar í dag að stofna nýtt embætti í trássi við biskup umdæmisins. Ástæðan er andstaða prestanna við giftingar samkynhneigðra. 
  • Það er ekki beinlínis góð spretta í kristilegu kærleiksblómunum á Fjóni þessa dagana. [Dæmigerður frásagnarmáti fréttamanns á Rúv; annars er fréttaflutningurinn ágætur hér. Innskot JVJ.] Í gær tóku gildi í Danmörku lög sem heimila kirkjubrúðkaup samkynhneigðra. Þessi lög höfðu verið lengi í undirbúningi og um þau risu miklar deilur, ekki síst um orðið ægtefælle, maki. Margir prestar eru andsnúnir lögunum og neita að gifta samkynhneigða. Sóknarprestar geta samkvæmt nýju lögunum neitað að gifta samkynhneigð pör. Þá skal prófastur eða biskup útvega prest til að annast vígsluna.
  • Prestlegur leiðbeinandi í stað biskups 
  • Nú hefur hópur um það bil 50 presta á Fjóni sem eru andsnúnir lögunum ákveðið að stofna nýtt embætti, sem þeir nefna prestlegan leiðbeinanda. Hann á, fyrir þennan hóp, að koma í stað biskups, og verða trúarlegur leiðtogi hópsins. Til stóð að setja leiðbeinandann í embætti í Óðinsvéum í dag en biskupinn á Fjóni bannaði að slíkt yrði gert. Engin lög heimiluðu stofnun þessa nýja embættis. Prestarnir hafa nú tilkynnt að leiðbeinandinn verði nú síðdegis settur í embætti í kirkjunni í Løsning á Suðaustur-Jótlandi. 
  • Prófessor í trúarbragðafræði við Kaupmannahafnarháskóla segir í blaðaviðtali í dag að þessar deilur geti reynst dönsku þjóðkirkjunni erfiðar og í versta falli leitt til klofnings innan hennar.

mm

2 athugasemdir

Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Takk fyrir þennan pistil Jón. Þetta eru uggvænlegar fréttir frá Danmörku. Líklegasta niðurstaðan í þessu máli er því miður klofningur lúthersku kirknanna. Í þessu samandi kemur mér í hug frétt sem ég sá á LifeSiteNews:

http://www.lifesitenews.com/news/club-unicorn-i-am-a-gay-devout-mormon-happily-married-to-a-woman-with-three

17.06.12 @ 12:28
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Þakka þér Ragnar – og það á þessum góða degi – fyrir þetta innlegg þitt. Ég var að lesa í greininni, sem þú vísar á, og er alllangt komin, hún er löng, en lofar mjög góðu og lýsir miklum skilningi og mannkærleik og fögru lífi, þar sem fleira er inni í myndinni en bara kynhneigðin ein og sér, sú sem aðal-sögumaður, Joshua Weed, játar vissulega að sé samkynhneigð í sínu tilviki. Þetta er afar lærdómsrík grein, líka það sem kona hans á í henni.
PS. Það stóð til að hafa hérna líka frásögn af atburðum í ensku biskupakirkjunni. Henni verður aukið við seinna.

17.06.12 @ 23:05
Ábyrgðarmaður: Jón Valur Jensson guðfræðingur.

Önnur blogg sama höfundar: [jonvalurjensson.blog.is]
[jvj.blog.is]
[krist.blog.is] (þátttaka)
[lifsrettur.blog.is]

Leit

  XML Feeds

powered by b2evolution