« Horfið til hans!„Hvað haldið þér? Skyldi hann ekki koma til hátíðarinnar?“ »

07.04.06

  17:10:21, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 453 orð  
Flokkur: Fóstureyðingar og vernd, Fólksfækkunarvandamálið

Vatíkanið við Sameinuðu þjóðirnar: Hagið ykkur nú skynsamlega og hættið fólksfækkunaræðinu

NEW YORK, 6. apríl 2006 (LifeSiteNews.com) - Celestino Migliore, fulltrúi Benedikts páfa XVI hjá Sameinuðu þjóðunum, ávarpaði 39. þing Nefndarinnar um fólksfjöldaþróun í fyrradag og gagnrýndi harðlega afstöðu Sameinuðu þjóðanna til að hafa stjórn á fólksfjölgun.

Þrátt fyrir hástemmdar yfirlýsingar um stjórn á mannfjölgun sem koma frá Mannfjölgunarsjóði Sameinuðu þjóðanna með öllum sínum áróðri fyrir fóstureyðingum, berst viðvörun frá annarri stofnun Sameinuðu þjóðanna, Íbúaþróunarnefndinni, sem varað hefur við því árum saman að fólksfjöldafækkun væri miklu meira vandamál en fólksfjölgun.

Allt frá árinu 1999 (http://www.lifesite.net/ldn/1999/jun/99063003.html ) hefur Íbúaþróunarnefnd Sameinuðu þjóðanna varað við hinni vaxandi hættu á of mikilli fólskfjöldafækkun og hækkandi meðalaldri sem rekja má til of lágs frjósemisstuðuls og hefur afar alvarlegar afleiðingar í för fyrir sér hvað áhrærir samfélagslegt öryggi og heilbrigðisþjónustu.
 
Árið 2002 efndu Sameinuðu þjóðirnar til ráðstefnu sérfræðinga um fækkandi íbúafjölda. „Í áratugi hafa sérfræðingar gengið út frá því að frjósemisstuðullinn í þróunarlöndum ná jafnvægi, eða um 2 börn á hverja konu og nema hér staðar. Hins vegar hefur komið í ljós að á undanförnum áratug hafa sífellt fleiri þróunarlönd orðið að horfast í augu við sama vandamálið og þróunarlöndin og séð frjósemistuðul sinn fara undir lágmark endurnýjunar. Þannig má draga í efa að um einhvers konar lögmál sé að ræða sem leiði til fólksfjöldajafnvægis,“ mátti lesa í einu sérfræðiálitinu:  (http://www.lifesite.net/ldn/2002/mar/02030602.html)

Árið 2003 (http://www.lifesite.net/ldn/2003/feb/03020402.html ), og að nýju 2005 (http://www.lifesite.net/ldn/2005/jan/05012710.html ) sendi Íbúaþróunarnefnd Sameinuðu þjóðanna frá sér svipaðar viðvaranir um of mikla fólksfækkun,

Erkibiskupinn endurtók þessi viðvörunarorð þegar hann ávarpaði leiðtoga heimsins: „Sökum lágrar frjósemi má rekja þrjá fjórðu af fólksfjölguninni til nýbúa í þróunarlöndunum og árið 2030 grundvallast öll fólksfjölgun á nýbúum í þessum löndum.“ Hann bætti síðan við: „Slíkar breytingar á íbúasamsetningu í slíkum mæli munn vissulega hafa róttækar afleiðingar í för með sér hvað áhrærir allt alþjóðasamfélagið.“

Boðskapur erkibiskupsins í heild:
http://www.holyseemission.org/05April2006.html

1 athugasemd

Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Kærar þakkir fyrir góða grein, nafni. Ég hef lengi fylgzt með þessum málum, birti t.d. þýdda grein úr þekktu stórblaði um þessa þróun í Evrópu í Lífsvon, fréttabréfi Lífsvonar, samtaka til verndar ófæddum börnum, VII/2, í júní 1992 (Alan Riding: ‘Evrópumenn eldast óðfluga’). Eins hef ég minnzt á þessi mál á Útvarpi Sögu, m.a. í erindi þar, sem og í morgunþætti Stöðvar 2 fyrir um ári síðan. Margir eru allsendis sofandi í þessum málum og átta sig t.d. ekki á hinum hrikalega ófarsælu áhrifum fósturdeyðinganna beinlínis á sjálft ’survival’ hinna fornu menningarþjóða Vesturlanda. Við komumst samt ekki hjá því að heyra margar fréttir á hverjum ársfjórðungi nú orðið af þessum málum, og Andrés Magnússon blaðamaður átti t.d. ágæta grein um fólksfækkunarmálið í Blaðinu nýlega.

08.04.06 @ 00:38