« Ég er pílagrímur og á bara leið hér umMaðurinn sem bjó í útjaðri bæjar »

10.06.05

  22:19:09, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 207 orð  
Flokkur: Dæmisögur og sögur

Var þessi móðir heimsk?

Til er saga um konu nokkra sem átti 4 ára gamlan son. Barnið veiktist af smitsjúkdómi sem var banvænn. Læknir vöruðu konuna stöðugt við að koma nærri barninu. Að sjálfsögðu var þetta henni mjög erfitt, sérstaklega þar sem hún elskaði barnið mjög heitt.

Dag einn, þar sem hún stóð í fjarlægu horni í svefnherbergi sonar síns, heyrði hún hann spyrja: "Af hverju elskar móðir mín mig ekki lengur?"

Þetta var meira en hún gat þolað og hljóp hún til sonar síns, hélt honum í örmum sér og kyssti hann margsinnis. Fáeinum vikum síðar dóu bæði móðir og sonur og voru þau jarðsett í sömu gröf.

Var þessi móðir heimsk? Var þetta heimskulegur hlutur sem hún gerði? Sumir mundu halda því fram að svo hefði verið. En ekki taldi hún svo vera því kærleikur hennar til sonar síns var það mikill að ekkert annað skipti máli.

Var Guð heimskur að senda Son sinn til jarðar? Ekki taldi hann svo vera því kærleikur hans var það mikill.

No feedback yet