« Kraftur Guðs og bænarinnarUm áreiðanleika Biblíutexta »

20.02.06

  08:42:28, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 2870 orð  
Flokkur: Hin heilaga arfleifð

Var Adam Biblíunnar einstaklingur eða samfélagsheild?

Ég svara þessari spurningu bæði og í ljósi heilagrar Ritningar í þessu samhengi: „Hönd Drottins kom yfir mig, og hann flutti mig burt fyrir Anda sinn og lét mig nema staðar í dalnum miðjum, en hann var fullur af beinum . . . „Mannsson, hvort munu bein þessi lifna við aftur?“ Ég svaraði: „Drottinn Guð, þú veist það!“ Þá sagði hann við mig: „Tala þú af guðmóði yfir beinum þessum og seg við þau . . . „Sjá, ég læt lífsanda í yður koma, og þér skuluð lifna við“ (Esk 37. 1, 3, 5).

Guð er sjálfum sér ætíð samkvæmur og óumbreytanlegur í ráðsályktun sinni og mætir manninum alltaf eins og hann er: SEM SAMFÉLAGSVERU. Frá upphafi hefur kirkjan skilið þessi orð sem hluta ráðsályktunar Guðs. Í þessu tilviki er okkur greint frá því að Guð muni blása nýjum lífsanda í hús Ísraels, Heilögum Anda sínum. Drottinn endurtekur þetta með sama hætti þegar hann grundvallar kirkju sína á jörðu. Fyrst blés hann lífsanda sínum í samfélagið til að skapa einingu sem er forsenda komu Heilags Anda. Síðan sjáum við hvernig þessi eining er grundvöllur komu Andans á hvítasunnunni: „Allir þessir voru með einum huga stöðugir í bæninni ásamt konunum“ (P 1. 14).

Biblían segir okkur að þetta hafi gerst um 5000 f. Kr.og nú hefur fornleifafræðingum meira að segja auðnast að staðsetja garðinn ásamt fjórum ám sínum í Karakórumfjöllunum. Örnefnin eru þau sömu og í Biblíunni, að vísu staðfærð yfir á arabísku, en söm og áður. Svona áreiðanlegt er orð Guðs, óbrigðult! Þá gæddi Guð einstakling sem við þekkjum sem Adam hæfileika til að tala af guðmóði yfir samfélagi sínu sem blés í það nýjum lífsanda. Biblían er fáorð þegar hún segir: „Þá myndaði Drottinn Guð manninn af leiri jarðar og blés lífsanda í nasir honum, og þannig varð maðurinn lifandi sál“ (1 M 2. 7).

Í þessum fáorðu orðum felst öll þróunarsaga mannsins á jörðinni eins og vísindin leiða okkur hana fyrir sjónir. Þau segja okkur að homo sapiens eða hinn viti borni maður hafi komið fram á sjónarsviðið fyrir um það bil 200,000 árum samkvæmt DNA rannsóknum, þrátt fyrir að ekki sé unnt að staðfesta þetta af neinni nákvæmni. Og Biblían segir okkur ekki að Drottinn Guð hafi blásið lífsandanum í manninn samtímis því sem hann var skapaður af leiri jarðar, hún segir okkur að hann hafi gert það um 5000 f. Kr. Guð gæddi manninn náttúrlegu lífi eins og öllum sköpuðum verum. Það var miklu síðar sem hann gæddi manninn yfirskilvitlegu lífi lifandi sálar, anda sem átti samfélag við Anda Guðs, þannig að maðurinn gat séð Guð Föður „ganga í aldingarðinum í kveldsvalanum“ (1 M 3. 8). Það var þannig einstaklingurinn Adam sem fylltist guðmóði Heilags Anda, en brást síðan með því að drýgja erfðasyndina og rjúfa samband sitt við Guð.

En þrátt fyrir þetta snéri Guð ekki baki við manninum í speki ráðsályktunar sinnar. Við sjáum vikið að þessu í ævafornum kaldeiskum frásögnum af sköpun heimsins. Þar er minnst á Zalmat-qagadi, hinn „fallna kynstofn, “ sem nefndur var Ad-mi eða Ad-ami og Sarku, eða kynstofn ljóssins, hinna réttlátu. Þessu greinir Biblían okkur einnig frá í dæmisögunni um Kain og Abel (1 M 4. 1-16). Kain var Guði velþóknanlegur vegna þess að hann bar fram rétta fórn. Hann tilheyrði því sarku eða kynstofni ljóssins. Við skulum nú hverfa á vettvang sögunnar.

Í riti sínu The Sumerians víkur Sir Leonard Woolley svofelldum orðum að uppruna Súmera: „Af líkamlegu útliti þeirra má sjá, að þeir voru Indóevrópumenn, ekki ólíkir Aröbum nútímans. . . Sú staðreynd að fyrstu byggingar þeirra eru gerðar með hliðsjón af timburhúsum bendir til hins sama vegna þess að slíkt er einungis unnt að rekja til þéttvaxinna skóga fjalllendis.“ [1]

Sir Arthur Keith hefur vakið athygli á skyldleika þeirra við Móhenjo-Daró menninguna í Indusdalnum: „Enn er unnt að rekja hið forna súmverska svipmót austur á bóginn meðal íbúa Afganistans og Balukistans, all til Indusdalsins í allt að 1500 mílna fjarlægð frá Mesópótamíu“ [2] Fjölmargt er sameiginlegt með þessum tveimur fornu menningarsamfélögum sem ekki er einungis unnt að rekja til viðskiptatengsla, þó að ekki sé heldur unnt að tala um fullkomna hliðstæðu. Nær sanni er að tala um að þessar tvær menningarheildir eigi uppruna sinn að rekja til sameiginlegrar uppsprettu.

Það sem er einkar athyglisvert í þessu sambandi er sú staðreynd, hversu vel þetta kemur heim og saman við frásögn Biblíunnar: „Og svo bar við, er þeir fóru stað úr stað í Austurlöndum, að þeir fundu láglendi Sínar (Súmer) og settust þar að. Og þeir sögðu hver við annan: „Gott og vel, vér skulum hnoða tígulsteina og herða í eldi” (1M 11. 1, 2). Hér erum við komin á slóð prestkonunga og árfeðra Biblíunnar sem ég leyfi mér að nefna Adamskynslóðina, „Syni sólarinnar,“ sjödægrasólarinnar miklu (Jes 30. 26).

Ljóst er að skömmu fyrir 5000 f. Kr komst mikið rót á Indóevrópskar þjóðir. Að hluta má rekja þetta til þeirra miklu náttúruhamfara sem fylgdu því þegar Svartahafið tók að streyma inn í Kaspíahafið sem jarðfræðingar staðfesta, að hafi einmitt gerst um þetta leyti. Þannig hafa rússneskir fornleifafræðingar fundið miklar menjar um mannabyggðir á botni Kaspíahafsins. Súmerar voru ein grein þessarar miklu þjóðflutninga. Önnur greinin leitaði til Evrópu og enn önnur enn lengra austur á bóginn allt til landamæra Kína.

Kínverskir og rússneskir fornleifafræðingar hafa gert umtalsverðar rannsóknir á þessu fólki. Þetta voru Indóevrópumenn og sökum hins kalda loftslags í Mongólíu hafa grafir þeirra varðveist afar vel, betur enn hinar víðfrægu múmíur í þurrum eyðimerkursandi Egyptalands. Þetta var hávaxið fólk, yfirleitt skolhært, ljóshært eða rauðhært og hafði mikið dálæti á reiðmennsku. Það átti friðsamleg samskipti við Kínverja og vefnaðarmunstur þess hefur varðveist meðal Kínverja í nyrstu héruðum Kína fram á daginn í dag.

En snúum nú að frásögn Biblíunnar og Súmerum og orðinu Adam sem notað er yfir fyrsta árföðurinn í Sköpunarsögunni. Á hebresku er orðið adamah það sem sjá má í textanum. Á súmverska konungalistanum frá Larsa er fyrsti árfaðirinn nefndur Alôrus eða Alu-lim. Til þess að gera okkur ljóst hvað býr nafninu að baki verðum við að leita til frumheimilda fornra texta og setja okkur inn í hugsanagang fólks á þessum tímum.

Á hebresku þýðir nafnið adamah bæði „ræktað land,“ það sem sprettur upp af jörðu, en jafnframt „byggt land.” Hér erum við komin að sjálfum kjarna málsins. Hinn fyrsti árfaðir nýs mannkyns táknar bæði að sjálf jörðin er persónugerð í honum og að hann sé tákn hinnar órjúfanlegu elsku sem Guð beri gagnvart velferð jarðarinnar. Þannig leit Líbíus á Adam sem „hina goðsögulegu persónugerving jarðarinnar.” [3] En þetta er einungis ein hlið þessa máls. Adam er jafnframt tákn alls hins mennska samfélags og þróunar þess. Þannig litu Súmerar og Biblían á hann sem upphaf nýrrar heimskipunar.

Þessi skilningur kemur greinilega í ljós. Í þessum frásögnum er heitið Ad-ami notað um kynstofn, en ekki einstakling. Þetta varpar einstæðu ljósi á orð Biblíunnar þegar hún segir: „Andi minn skal ekki ævinlega búa í manninum, með því að hann er einnig hold. Veri dagar hans 120 ár“ (1M 6. 3). Þetta er athyglisvert með hliðsjón af fórn Kains og helgisiðahring árfeðranna eða prestkonunganna í Sumer.

Hinn 120 ára helgihringur og hátíð sú sem tengdist honum miðaðist beinlínis við að viðhalda mannlegu samfélagi með því að Guð úthellti Anda sínum yfir það að nýju. Þetta er einmitt það sem blasir við sjónum þegar við könnum goðsagnaminni þeirra þjóða sem tileinkuðu sér þessa hugmyndafræði, eins og við munum sjá síðar.

Við rekumst á rót orðsins Ad meðal Hebrea, Kaldea, Semíta, Hindúa, Persa og Egypta. Á Sanskrít þýðir adami hinn fyrsti og meðal Hindúa var hinn fyrsti maður nefndur Ad-ima og kona hans Heva. Þau dvöldust á eyju sem sögð var vera Sri-Lanka, en komu til meginlandsins þegar sambandið við heimaland þeirra rofnaði sökum mikilla náttúruhamfara. Hér má sjá enn eina skírskotunina til þessa sannleika.

Meðal Persa var það Mashap-ad sem var sá eini sem ásamt konu sinni lifði af endalok liðinnar stóraldar helgihringa og var faðir núverandi heimskipunar, rétt eins og ad-ityar meðal Semíta og Hindúa. Í Hindúismanum kemur berlega í ljós að hlutverk þeirra er annað en hinna guðanna, af þeim er krafist hreinleika, fyrirgefningar synda og iðrunar þegar aðrir guðir miðla valdi, auðlegð og velsæld. Þeir skírskota því til hreinni og upphaflegri guðsímyndar.

Adam er þannig upphaf nýrrar heimskipunar, nýs helgisiðahrings 120 ára, núverandi heimsskipunar, það er að segja á tíma Sköpunarsögu Biblíunnar. Það má í reynd furðulegt teljast hversu vel Biblían hefur varðveitt öll tímatöl hvað áhrærir hið nýja upphaf meðal Súmera. Þeir nefndu sinn æðsta guð Úr-an. Þessir orðstofnar verða sífellt á vegi okkar meðal Indóevrópskra þjóða, arfleifð Adamskynslóðarinnar: Varúna, Úr, An, Hâr-ur eða Her-úr. Þannig nefndu fyrstu fjórar konungsættirnar í Egyptalandi Guð sinn annað hvort Neter-at (einn Guð) eða Hâr-ur (uppsprettu ljóssins). Á súmersku þýðir orðið úr ljós eða uppspretta ljóssins. Þannig kom Abraham frá borginni Úr.

Helgisiðahringur hinna 120 ára er almennt kenndur við Enoks spámann frá fornu fari þar sem sólarárið liggur honum til grundvallar og hús Enoks ríkti í 365 ár. Hann blasir meðal annars við hjá Fornegyptum og var nefndur Sep-tep-sed [4] helgiárahringurinn sem virðist vera óaðskiljanlegur hluti þeirrar arfleifðar sem rekja má beint til árfeðra Biblíunnar. Á 120 ára fresti var haldin stórhátíð helgihringsins þegar hann lokaðist eftir fjögur 30 ára helgiáratímabil. Þeim tímabilum var skipt í 5 sed hátíðir. Þannig blés Skapari alls lífs nýjum lífsanda í mannlegt samfélag svo að það fengi þrifist og dafnað sökum erfðasyndarinnar. Á slíkum hátíðum varð konungurinn að ganga aleinn fram fyrir Guð í musterinu og biðjast fyrirgefningar fyrir hönd sjálfs sín og samfélagsins. Þetta var helgiathöfn sem Súmerar og Fornegyptar höfðu um hönd og síðari þjóðir í Mesopotamíu tóku upp eftir Súmerum.

Helgisiðahringur Fornegypta var grundvallaður á sólárárinu. Þegar Móse innleiddi tunglárið sem grundvöll hebreska helgisiðahringsins var hann að leggja áherslu á, að hann hafði sagt að fullu skilið við musterisvald Egypta.

Þegar sendifulltrúar prestkonunganna eða árfeðranna (patríarkanna) komu til Egyptalands um 3200 f. Kr. gerðu þeir hið guðdómlega réttlæti, met á súmversku, að óaðskiljanlegum hluta stjórnskipunar þess ríkis sem þeir komu þar á fót (og fornleifafræðin staðfestir þetta). Á fornegypsku var það nefnt ma´at. Síðar sjáum við þetta sama orð birtast hjá Móse. Akasíuviður sá sem notaður var við gerð tjaldbúðarinnar, og þar með í örkina, dómsæti Drottins á jörðu, var einnig nefndur maat. Og eins og Leonard Woolley bendir réttilega á voru Súmerar Indóevrópsk þjóð. Þennan sama við rekumst við á í Eddu sem mjötvið, tré dóms og réttlætis. Að sjálfsögðu var hér um FORGILDI KROSSTRÉSINS að ræða. Og í Viknaspádómi Enoks sjáum við að árfeðurnir lifðu í eftirvæntingu eftir komu Messíasar sem var grundvöllur réttlætis þeirra og dóma. Í viku 6 í sköpunarundri Guðs. Vitið þér ei eður hvat?

Árfeðurnir lifðu í réttlæti trúarinnar og eins og við lesum í Trúfræðslu kirkjunnar þá segir þar:

Trúin er náð
153. Þegar heilagur Pétur játaði að Jesús væri Kristur, Sonur hins lifanda Guðs, sagði Jesús honum að “hold og blóð” hefði ekki opinberað honum þetta, heldur “Faðir minn á himnum”. [24] Trúin er gjöf Guðs, yfirnáttúrleg dyggð sem hann blæs manninum í brjóst (virtus infusa). “Áður en að hægt er að iðka þessa trú verður maðurinn að hafa náð frá Guði til að hreyfa við honum og aðstoða hann; hann verður að njóta innri aðstoðar Heilags Anda, sem hreyfir hjartað til afturhvarfs til Guðs, sem upplýsir hugskotssjónir og “gerir öllum auðvelt að meðtaka og trúa sannleikanum.”” [25]

Trúin er mannleg athöfn

154. Einungis er hægt að trúa með náð og innri aðstoð Heilags Anda. Engu að síður er það satt að trúin er með sönnum hætti mannleg athöfn. Að hafa tiltrú á Guði og halda fast við sannleikann sem hann hefur opinberað, stríðir hvorki á móti mannlegu frelsi eða mannlegri skynsemi. Jafnvel í mannlegum samskiptum stríðir það ekki gegn tign okkar að trúa því sem aðrir segja okkur um þá sjálfa og fyrirætlanir þeirra, eða treysta á heit þeirra (til dæmis þegar karl og kona ganga í hjónaband) að eiga samfélag hvor við annan í lífinu. Ef þetta er með þessum hætti stríðir það enn minna gegn tign okkar að við “eftirlátum það í trú að vitsmunir okkar og vilji verði fullkomlega undirgefnir Guði sem opinberar” [26] og að við eigum innra samfélag við hann.

Að sjálfsögðu varð allur þessi sannleiki fésjúkri prestastétt og græðgi musterisvalds heiðindómsins að bráð sem afskræmdi alla sanna guðsdýrkun. Er þetta ekki það sama sem við sjáum gerast í dauðamenningu nýheiðninnar í fésjúkri fóstureyðingarstóriðju lyfjauðvaldsins og hjá vegvilltum prestum nýheiðninnar í afskræmingu þeirra á fagnaðarerindi Krists þar sem hömlulaust kynsvall er gert að dyggð og hafið til skýjanna?

[1]. Bls. 6-7.
[2]. Al Ubaid, bls. 216.
[3]. G. G Shcolem, On the Kabbalah and its Symbolism, bls. 184.
[4]. Sep þýðir rófa eða endir, en tep endurtekning atburðar, hátíðahöld sem endurtekin voru á 30 ára fresti eftir að konungur hafði sest að völdum. 1 Sep tep sed hátíðahöldin mörkuðu lok 120 ára tímabila (30 x 4) sem skipt var í 720 ára tímaskeið (6 x 120). Sep hátíðirnar voru samofnar konungsvaldinu og öllu samfélaginu og því til helgunar og voru einnig nefndar Hátíðir endurnýjunar. Helgitíðir hinna 120 ára skiptust þannig:

30 ár = 365 mánuðir 30 daga.
60 ár = 720 —
90 ár = 1095 —
120 ár = 1461 —

Helgiárahringurinn grundvallaðist á 78,5 árhringum 25.826,54 meðalsólarára þar sem síðasta hálfa árinu varð að ljúka til samræmis við tímatalshring 103 ára. Við sjáum þá að:

103 ára hringur = 37. 620 dagar.
61 ár af næsta hring = 22, 280 dagar.
1/2 almanaksár = 180 dagar.

Þannig eru 164 1/2 ár alls 60.080 dagar. Þegar haldið er áfram blasir eftirfarandi staðreynd við sjónum:

3 hringar 103 ára = 309 ár = 112, 860 dagar
20 ár = 7350 dagar

og helgihringur hringur þar með: 329 ár = 120. 165 dagar.
Heiladartími sá sem það tekur ákveðið merki Dýrahringsins að ganga til baka verður þannig 78 árhringir = 25.862,5 ár eða = 9.372, 870 dagar, og eins og kemur fram að ofan þá eru:

164 og 1/2 ár = 60,080 dagar.

Samkvæmt þessu var heilhringur bakgangs stjörnumerkjanna þannig:

= 25.826 og 1/2 ár = 9.432,870 dagar.

Sú stjarnfræðiþekking sem hér bjó að baki get ég ekki útskýrt fremur en aðrir því að það var ekki fyrr en í upphafi tuttugustu aldar sem okkar eigin vísindamenn gátu reiknað bakgang stjörnumerkjanna af slíkri nákvæmni. En prestkonungurinn Enok var reyndar orðlagður fyrir speki til forna. Og þegar Guð ávarpar hina spöku þessa heims segir hann fyrir munn Jesaja: Vér skulum eigast lög við (Jes 41. 1). Trúaðir vita hvernig þeirri Jakobsglímu líkur.

8 athugasemdir

Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Ég hef undir höndum bæklinginn “Theology of evolution” eftir Jesúítana Nemesszeghy og Russell gefinn út í Cork á Írlandi 1972. Þar segir á bls. 52:

“Við höfum sýnt fram á í fyrri kafla að Kirkjan [kaþólska] fordæmdi aldrei þróunarkenninguna sem slíka og varfærin, og á stundum kannski fjandsamleg afstaða hennar gagnvart þróunarhugmyndum er hægt að skýra með ákafa hennar að vernda tvær meginkenningar trúarinnar: Um hið andlega eðli mannsins, og erfðasyndina. Því ef þróun er tekin góð og gild þá þarf að þróa nýjan guðfræðilegan skilning á þessum tveim atriðum.”

Jesúítarnir benda síðan á rit eftir Rahner, Schoonenberg, Hulsbosch og Teilhard de Chardin. Þeir virðast gera þessum hugmyndum nokkuð góð skil sjálfir í bæklingnum og draga fram athyglisverð sjónarmið um bæði þessi atriði. Ég hef ekki mikinn tíma til að taka þetta saman hér og nú en langar til að grípa örstutt niður í umfjöllun þeirra um hugmyndir Teilhard de Chardin um erfðasyndina:

“Í kerfi Teilhards hefur erfðasyndin ekki jafn mikið vægi og áður. Hans afstaða er sú að í heimi sem þróast, þar sem mannkyn er þátttakandi í ferli frá frumstæðari yfir í þróaðra ástand, frá fáfræði, vangetu og reynsluleysi yfir til þekkingar styrks og reynslu - í þannig heimi má búast við tíðum mistökum, árekstrum og illsku. Teilhard samsinnti samt sem áður því viðhorfi að útbreiðsla og magn illsku í heiminum sé meira heldur en hægt sé að skrifa á stöðu mannsins í heimi sem þróast. Hann samþykkir því að vandinn gæti hafa verið magnaður vegna einhverskonar siðferðilegra óhappa við upphaf sögu mannsins. En þessi spurning var samt aldrei þungamiðja hugsunar hans.”

Ég læt þetta duga í bili. Kem kannski með meira síðar.

20.02.06 @ 21:53
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Gott hjá ykkur, bræður. Tek þó fram, að [Karl] Rahner, Teilhard de Chardin og [Piet, minnir mig] Schoonenberg, Hollendingur, teljast allir heldur meira á líberal-kantinum í kirkjunni (Hulsbosch þekki ég ekki; svo var það Hugo Rahner, hinn bróðirinn, líka guðfræðingur, en við hann var trúlega ekki átt þarna). Fyrir Karli Rahner, SJ, ber ég reyndar feiknlega virðingu, á mörg rita hans, hreifst löngum af skírri framsetningu hans og djúphygli (skrifaði honum m.a.s. frá Cambridge og fekk svar; grein hans Um þjónustu fangelsispresta þýddi ég og fekk birta í Kirkjuritinu 1975; hún snertir ekki sízt það mikilvæga atriði að bera kennsl á Krist í sérhverjum meðbróður okkar – að taka orð hans í Mt.25 bókstaflega).

En það, sem Jón Rafn er að skrifa hér um Adam, er merkilegt – góður rannsóknarvettvangur. Jón, þú gafst upp vissa þýðingu á [hebreska] orðinu Adam, en dr. Þórir Kr. Þórðarsson, prófessor í GT-fræðum, kenndi okkur nemendunum, að það þýddi eiginlega ‘mennirnir’, samheiti um alla menn/mannkyn. Það er eins og með einstök nöfn í ættartölum Biblíunnar, þetta geta í sumum tilvikum verið nöfn á heilu ættbálkunum fremur en einstaklingum. En heillandi finnst mér þessi köfun þín í orientölsk fræði, þótt engan tíma hafi ég sjálfur í þau að sinni. Kærar þakkir.

21.02.06 @ 01:13
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Hvað áhrærir nafnorðið Adam, þá telja fræðimenn það komið af akkadíska orðinu adamm-ma sem þýðir maður, en akkadískan var kennd við borgina Akkad í Súmer og töluð jöfnum höndum og hin forna súmverska og varð síðar alþjóðlegt samskiptamál. Fræðimenn hafa þannig talið sig sjá ummerki akkadískunnar í sumum sálmanna sem augljóslega hafa verið þýddir á armeisku og hebresku. En síðari merkinguna „adamah“ og hebreskan skilning á orðinu má til að mynda sjá í borgarnöfnum líkt og Adam (rauður) í Jós 3. 16 og Adamah (rauð jörð) nærri Naftalí (Jós 19. 36). Þar kemur síðari skilningurinn í ljós, það er orðið skírskotar til mennsks samfélags. Á hebresku þýðir orðið bókstaflega „af jörðinni“ eða fremur „tekin úr rauðri (frjósamri) jörð.“

Í hinu mikla verki sínu Dictionary of Symbols benda þeir Jean Cheavalier og Alain Gheerbrant (bls. 7) á merkingu orðsins sem „ræktað land, eða eins og aðrir halda fram „byggt land.“ Þeir fjalla ítarlega um skilning Kabbalah og Haggadah á orðinu „Adam,“ en Gyðingar leggja annan skilning í orðið en kristnir menn, það er að segja að Guð hafi blásið lífi í manninn við sköpun hans. Í kristnum skilningi gefur Guð manninum bæði náttúrlegt líf og yfirskilvitlegt líf.

Í kristnum skilningi er Adam hinn fyrsti Adam (mannkyn) og Kristur hinn síðari Adam (mannkyn). Guð gefur Adam fyrst náttúrlegt líf, en síðar yfirskilvitlegt líf sem hann glatar síðan að nýju með óhlýðni sinni. Það er hinn síðari Adam, Kristur, sem færir okkur það að nýju, það er að segja Heilagan Anda: „En hjálparinn, Andinn Heilagi, sem Faðirinn mun senda í mínu nafni, mun kenna yður allt og minna yður á allt það, sem ég hef sagt yður“ (Jh 14. 26).

Það sem Biblían leggur áherslu á í Sköpunarsögunni er sú staðreynd, að þetta er í fyrsta skiptið sem Guð opinberar sig mannkyninu með áþreifanlegum hætti, sá Guð sem opinberar sig með sífellt fyllri hætti á vettvangi sögunnar. Ég held að kirkjufeðurnir hafi lýst þessu með miklum ágætum, líkt og Gregoríos frá Nanzíanus:

Gamla tetsamentið opinberar Föðurinn greinilega, en Soninn hulinn. Nýja testamentið opinberar Soninn og gefur Guðdóm Heilags Anda í skyn. Í dag dvelur Andinn meðal okkar og gefur sig til kynna með áþreifanlegri hætti. Það var ekki tryggt meðan Faðirinn var ekki þekktur, að taka til við að boða Soninn, fremur en að íþyngja okkur enn frekar áður en Sonurinn væri þekktur (ef ég má taka svo djarflega til orða) með Heilögum Anda. Þetta varð að gerast í stigvaxandi mæli eins og Davíð segir með því að ganga frá einni dýrð til annarrar og láta ljós Þrenningarinnar skína á þá upplýstari . . . Drottinn okkar sagði að hann hefði ýmislegt meira að segja sem lærisveinar hans gætu ekki borið að sinni. En hann bætti við að Andinn myndi uppfræða okkur um þetta allt þegar hann kæmi til að dvelja með okkur. Ég legg þann skilning í þetta að þetta sé Guðdómur sjálfs Andans sem opinberaðist með fyllri hætti þegar slík þekking væri orðin tímabær og við værum þess umkomin, eftir að að þekkingin um Frelsarann hefði verið meðtekin og Guðdómur hans kunngerður öllum (Patrologia Greaca, XXXVI, 161-4.).

Frásögn Sköpunarsögunnar er kristnum mönnum dýrmæt sökum þess að þetta er fyrsta áþreifanlega opinberun Guðs á vettvangi sögunnar sem eykst síðan í stigvaxandi mæli.

Þrátt fyrir að ég játi niðurstöður mannfræðinnar um aldur mannsins a jörðu felst ég ekki á þróunarkenningu Darwins, mér finnst hún alltof götótt til þess. Einungis það að háþróaðri fiskar og fjölbreyttari lifðu á krítartímabilinu segir mér að hún fær ekki staðist. Kenning Darwins krefst einnig jarðfræðilegs stöðugleika, en slíkt er fjarri öllum sanni þar sem mikilla umróta hefur gætt með reglulegu millibili. Og í henni er ekki gert ráð fyrir áhrifum geimgeisla (gammageisla) sem hafa veruleg áhrif á umsköpun lífvera.

Um tilviljanakennd ytri áhrif má benda á ný afbrigði blóma sem urðu til í Bretlandi á stríðsárunum í gígum eftir V-2 flugskeytin. Og tilraunin fræga á ávaxtaflugum og röngtengeislum sýnir okkur að fleira er að verki en árþúsunda þróun í líffræðinni. Þeir sem eru andvígir sköpunarguðfræðinni virðast ekki geta skilið að Guð, höfundur alls efnis, starfar í gegnum efnið, með sama hætti og í sakramentunum. Ef til vill er þetta ástæðan sem býr því að baki, að kaþólskum finnst þetta ekkert „skrýtið“?

Hvað varðar ofurörkusvið kristinnar bænar og helgunarguðfræði, sjá grein mína: KRAFTUR GUÐS OG BÆNARINNAR.

21.02.06 @ 14:31
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Þegar ég legg áherslu á þetta með náttúrlegt og yfirskilvitlegt líf styðst ég við hl. Jóhannes af Krossi sem aftur byggir kenningu sína á hl. Tómas frá Akvínó. Þannig tala þeir um þrenns konar nærveru Guðs í sköpuðum verum.

1. Í öllum sköpuðum verum sem náttúrlega nærveru og öðru vísi væru skapaðar verur ekki til.

2. Yfirskilvitlega nærveru í öllum kristnum mönnum sem eru skírðir.

3. Yfirskilvitlega og áþreifanlega (virka) nærveru hjá þeim sem iðka bæn, íhugun og ásæi, það er að segja ganga veg helgunarinnar.

Hver og einn getur reynt á sjálfum sér sannleika þann sem býr þessu að baki.

21.02.06 @ 16:37
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Hvað varðar hugmyndir Teilhard de Chardin um erfðasyndina, þá hefur hann verið harðlega gagnrýndur fyrir þær. Það sem hann virðist ekki gera sér grein fyrir eru hin skörpu skil sem verða þegar Guð tekur að opinbera sig með markvissum hætti. Hann gerir einnig alltof lítið úr hlutverki hins frjálsa vilja sem grísku kirkjufeðurnir lögðu ríka áherslu á.

Einungis sú staðreynd að maðurinn óx af reynslu og vexti í 200,000 ár segir okkur mikið. Enda er sköpunarverk Guðs mikið undur. Einungis einfaldasta DNA keðja býr yfir sömu samkskiptagetu og ef allir Bandaríkjamenn ættu átta símatæki og þau hringdu öll á sama tíma í sömu símstöð, án neinna vandkvæða.

Við tölum ekki um tölvurnar. Nýjustu örgjafar eru fjarri því að valda slíku. Þetta þekkja allir blaðamenn vel. Hafa verður þrefalt öryggiskerfi hið minnsta. Á mesta álagstíma annar kerfið ekki öllum boðunum og bilar og samkvæmt lögmáli tilviljana gerir annað kerfið það líka iðulega. Þannig virðist maðurinn hafa staðist ágætlega álagið í hörðum heimi á 200, 000 árum.

21.02.06 @ 19:05
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Og hvað áhrærir fall hins fyrri Adams, þá er hér ekki um einstakan sögulegan atburð að ræða, heldur sívarandi andleg sannindi sem snerta okkur öll. Við upplifum öll okkar syndafall, það er að segja að drýgja syndir eftir skírnina. Það er ekki fyrr en við hættum að fela okkur milli trjánna í skógi ranghugmynda okkar, sem við getum meðtekið hinn nýja Adam, Drottin Jesú Krist í helgandi hreinsun blóðs hans og meðtekið Heilagan Anda að nýju. Þá erum við tekin úr rauðri jörð. Amen.

21.02.06 @ 19:21
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Tarna hrutu nú ýmsir góðir textar úr penna þínum, nafni, og er ég sammála þér um flest. Staða Adams í guðfræðinni er æðimikilu meiri en ætla mætti af ýmsu léttvægu spaugi í þá áttina hjá landanum. T.d. þessi hugsun um hinn fyrra og síðara Adam hjá Páli postula, sem hin fyrri og síðari Eva (María) tengjast líkja. Ágætast fannst mér þó hjá þér að minnast á það kl. 15:31 í dag, hvernig opinberun Guðs þróast stig frá stigi og samtengja það orðum sálmahöfundarins Davíðs o.fl. góðu. Ýmsir hafa skrifað hluti sem inn á þetta koma, s.s. Newman kardínáli (development of dogma), Herbert McCabe OP (sem endaði reyndar í ofurfrjálslyndi; var farinn að verja hómósexúalismann svo snemma sem um 1982, í erindi sem ég hlýddi á, meðan ég enn var í Cambridge; hafði hann þó verið glettilega skýr og góður guðfræðingur) o.fl.

21.02.06 @ 19:51
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Newman kardínáli var frábær og er í miklu uppáhaldi hjá mér og talandi dæmi um hinn „nýja mann“ hl. Páls, prótestanti sem óx af visku og vexti og snéri frá villu síns vegar og varð einn af máttarstólpum kirkjunnar.

Hvað áhrærir Herbert MacCabe OP vísa ég einungis til orða Frelsarans: „Helga þá i sannleikanum. Þitt orð er sannleikur“ (Jh 17. 17).

Newman–Nýmann!. Ég hef stundum tekið eftir því hvernig Guð gerir stundum grín að okkur með þessum hætti. Þannig var hl. Páll tjaldgerðarmaður á daginn, jafnframt því að reisa hina himnesku tjaldbúð. Og aumingja ég var kortagerðarmaður þar til ég datt niður í hina himnesku kortagerð. Guð er humoristi. Faðir Matthew í Spencerklaustrinu í USA gengur enn lengra, hann segir að Guð sé „joker.“ Hann sagði mér skemmtilega sögu af Newman kardínála.

Fyrir nokkrum árum byrjuðu þeir að taka konur til sín á kyrrðardaga eina viku í mánuði sem gefist hefur vel. Allt er fullbókað níu mánuði fram í tímann. Eitt sinn var stúlka hjá þeim á slíkum kyrrðardögum, fyrrverandi Baptisti. Hún var rétt búin með trúfæðsluna og var enn heldur fákunnandi. Einn morguninn kom hún heldur ráðleysisleg á svipinn til hans og spurði: „Faðir Matthew, hver var þessi Newman kardínáli? Hann svaraði því eftir bestu getu og spurði hana síðan, hvers vegna hún væri að forvitnast um hann. Hann kom til mín í nótt og bað mig að skila því til þín, að faðir Ísak hafi á réttu að standa. Þeir höfðu verið að rökræða eitthvað í kenningum hans.

22.02.06 @ 05:52