« Pílagrímsferð til SkálholtsVígsludagur Kristskirkju á Landakotshæð haldinn hátíðlegur »

01.09.13

Vanmetum ekki gildi skrifta í trúnaði, jafnvel fyrir glæpamenn og fórnarlömb þeirra

Ef einstaklingur, sem vill skrifta, veit, að prestur hefur ekki þagnarskyldu gagnvart efni skriftanna, þá einfaldlega opnar sá einstaklingur sig ekki í skriftastóli um mál sem varða við lög. Þar með fer hinn sami einstaklingur á mis við þá leiðréttingu og hvatningu prestsins, sem hefði getað siðbætt viðkomandi og jafnvel örvað hann til að upplýsa lögreglu um brotið.

Presturinn er þarna ennfremur í Krists stað. Skriftabarnið er að tala til Guðs í skriftastólnum. Presturinn er bundinn þagnareiði, en fær frá kirkjunni mikla hvatningu til að leiða slíka einstaklinga til fullrar iðrunar og þar með talið að bæta fyrir brot sín (þannig hefur það alltaf verið) og einnig að fara fyrir lögreglu með mál sín, af því að það sé samfélagsskylda (t.d. manns sem framið hefur morð – og allt eins barnaníðings).

Ef þagnarskylda skrifta væri afnumin, myndi glatast gott tækifæri til betrunar.

1 comment

Comment from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Heill og sæll Jón.

Ég held að reglulegar skriftir geti verði mjög hjálplegar fyrir fólk sem gerir sér grein fyrir veikleikum sínum og vill fá aðstoð við að takast á við þá, sem og dýpka sig, þroskast og finna með hjálp skriftaföðurins og Guðs aðra vankanta á sjálfum sér sem það hefur ekki tekið eftir.

Án þess að hafa neitt fyrir mér í því þá ætla ég samt að játningar stórglæpa á borð við morð eða barnaníð heyri til alegrra undantekninga. Mér finnst líklegt að flestir prestar ljúki starfsævi sinni án þess að heyra nokkurn tíma játaðan stórglæp í skriftastól.

Þarna væri þó verðugt athugunarefni og ég er viss um að viðtal við kaþólskan prest í einhverju dægurritanna þar sem farið er almennt yfir þessi mál myndi þykja athyglisverð lesning og víkka sjónarhorn meðborgara okkar á þetta málefni.

02/11/13 @ 12:41
Ábyrgðarmaður: Jón Valur Jensson guðfræðingur.

Önnur blogg sama höfundar: [jonvalurjensson.blog.is]
[jvj.blog.is]
[krist.blog.is] (þátttaka)
[lifsrettur.blog.is]

Leit

  XML Feeds

blog software