« Klám er alvarleg synd | Hvernig menn voru postularnir? » |
„Vændi skaðar reisn þeirra sem það stunda og dregur þá niður á það stig að vera verkfæri kynferðislegrar nautnar. Sá sem greiðir, syndgar alvarlega á móti sjálfum sér: Hann vanhelgar hreinlífið sem skírnin skuldbindur hann til að virða og hann saurgar líkama sinn, musteri Heilags Anda. [140] Vændi er félagsleg plága. Venjulega snertir það konur en einnig karla, börn og unglinga (í síðustu tveimur tilfellunum verður syndin meiri við það að hún felur í sér hneyksli). Enda þótt það sé ávallt alvarleg synd að stunda vændi getur fátækt, fjárkúgun eða félagslegur þrýstingur minnkað sök syndarinnar.“ [1]
[1] Trúfræðslurit Kaþólsku kirkjunnar. Grein 2355. http://mariu.kirkju.net. [Tengill]
Þakka þér, Ragnar. Það var nauðsynlegt, að þetta kæmi fram líka. Eitt er umfjöllun um vændi í þjóðfélagslegu samhengi, annað hvað siðalögmál kirkjunnar segir um það sem synd og hvað, nánar tiltekið, sé syndsamlegt við það og hvenær eitthvað geti hugsanlega dregið nokkuð úr þeirri ábyrgð; siðakenning kirkjunnar tekur þó inn í sig líka sannindi úr félagslegri reynslu og úr vísindum og fræðum, og þessi texti úr Trúfræðsluritinu ber þess merki líka.
Þessu er ég hjartanlega sammála. Burtséð frá kristnum gildum og reglum, þá er vændi aldrei afsakanlegt. Plága fyrir gerendur og þolendur. Því miður munum við líklega ekki sjá enda bundinn á vændi og kynferðisofbeldi hér í heiminum á okkar stuttu ævi.
En við þurfum að berjast, fram undan er einmitt tíminn til að berjast, því að þingmeirihlutanum virðist einkar annt um að löggilda vændi á Íslandi! (sbr. einnig hér).
Og ég þakka þér fyrir innleggið, Haukur Viðar.
Form is loading...