« Fólksfækkun er stærsta vandamál Rússlands, segir PútínVarið land eða óvarið? »

07.10.06

  11:47:06, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 100 orð  
Flokkur: Trúarbrögð í innbyrðis samskiptum og við veröldina, Miðaldasaga og kirkjan, Islam og múslimar

Vakin athygli á Lesbókargrein

Grein mín, Rétt og rangt í máli Manúels í Miklagarði, birtist á baksíðu Lesbókar Morgunblaðsins í dag (á að vera aðgengileg, a.m.k. áskrifendum, gegnum blálituðu línuna). Fjallar hún um hinn sögulega og trúarlega bakgrunn þeirra umræðna, sem fram hafa farið eftir hinn umdeilda háskólafyrirlestur Benedikts páfa í Regensburg í liðnum mánuði. Ég vek einnig athygli á vefgreininni '2. Vatíkanþingið um islamstrú' (sjá athugasemdadálkinn hér til hægri), sem ég vísa í raun til í nefndri grein minni. Síðar mun ég birta hér á Kirkjunetinu ýtarlegar heimildatilvísanir og athugasemdir við Lesbókargrein mína, en velkomið er mönnum að ræða efni hennar hér á eftir.

4 athugasemdir

Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Ég vil sérstaklega benda á þessa vefsíðu, í tengslum við efni Lesbókargreinarinnar: Full Text of Pope Benedict’s Speech to Muslim Leaders at Castel Gandolfo on Sept. 25. Sú ræða páfa er ágætur grunnur frekari umræðna um orð hans og yfirlýsingar.

16.10.06 @ 21:10
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Þetta er í raun mögnuð ræða hjá páfanum, í afar vinsamlegum tón gagnvart múslimum – og þó miklu meira en orðin tóm. Hvet menn til að lesa hana.

16.10.06 @ 21:42
Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Það væri athyglisvert að finna góða enska þýðingu á texta Regensburgarræðunnar. Nú hafa múslimaleiðtogar svarað páfa og þeir taka jákvætt í tillögu hans um viðræður. Sjá þessa frétt á Catholic World News: [Tengill]. Í fjögurra blaðsíðna ítarlegu svari til páfans skrifa fulltrúar allra helstu greina Islam, og þeirra á meðal helstu klerkar Egyptalands, Rússlands, Bosníu, Króatíu, Kosovo, Oman, Uzbekistan, Írak, Jórdaníu ásamt yfirvöldum Sádí-Arabíu, Sameinuðu Arabísku furstadæmunum, Indónesíu, Íran, Kuweit, Pakistan og Marokkó. Texta svarsins er að finna á pdf formi hér: [Tengill].

19.10.06 @ 20:32
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Takk fyrir þetta, Ragnar. Regensburgar-fyrirlestur páfa gat ég nálgazt á ensku gegnum BBC-vefsetrið. Skal reyna að finna hann aftur og setja slóðina hér.

19.10.06 @ 21:28
Ábyrgðarmaður: Jón Valur Jensson guðfræðingur.

Önnur blogg sama höfundar: [jonvalurjensson.blog.is]
[jvj.blog.is]
[krist.blog.is] (þátttaka)
[lifsrettur.blog.is]

Leit

  XML Feeds

blog soft