« Sænskir trúarleiðtogar vara við „fósturdeyðingarparadís“Guðrækni hins Alhelga Hjarta Jesú í kirkju nútímans (12) »

01.03.07

  09:47:59, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 467 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Útgefandi og stofnandi tímarits fyrir lesbískar blökkukonur snýr baki við samkynheigð til að „gefa Guði hjarta sitt og sál – eftir Meg Jalsevac

Breytir markmiði tímarits síns til að hjálpa öðrum til að segja skilið við kynvillu

TRENTON, NJ., 28. febrúar 2007 (LifeSiteNews.com) – Charlene Cothran, atkvæðamikil lesbía úr baráttusveit blökkukvenna fyrir jafnrétti homma og lesbía og útgefandi vinsæls tímarits sem höfðar til virkra samkynhneigðra blökkumanna hugðist ekki breyta neinu áhrærandi líf sitt. Allt líf hennar og jarðneskur ávinningur átti sér djúpar rætur í samfélagi samkynhneigðra. En sökum áhrifa frá predikara einum sem ráðlagði Cothran að gefa Kristi hæfileika sína, þá hefur Cothran snúið baki við lífi sínu sem lesbía og helgað líf sitt því að hjálpa öðrum til að gera hið sama.

Cothran komst svo að orði: „Ég verð enn einu sinni að koma út úr skápnum. Nýlega hef ég sannreynt þau ummyndandi áhrif sem það hafði á mig með því að lúta kenningum Jesú Krists að fullu og öllu.“

Í forsíðugrein í tímariti sínu VENUS sem nefnist „Redeemed! 10 Ways to Get Out of the Gay Life, If You Want Out,“ (Frelsuð! 10 aðferðir til að snúa baki við samkynhneigð, ef þú vilt losna), útskýrði Cothran hreinskilningslega hvað bjó afturhvarfi hennar að baki og þann frið sem þetta veitti henni: „Þrátt fyrir að ég hafi lifað sem lesbía allt mitt líf síðan ég varð fullorðin, þá er það án nokkurs vafa tilgangur sálar minnar að ég noti hæfileika mína til að deila í ELSKU þeim sannleika, hvers vegna við komumst á þetta stig: Hvernig við urðum að hommum og lesbíum og hvernig við nutum „lífsstíls“ okkar og hvað fékk okkur til að trúa því að þetta væri ALLT Í LAGI í augum Guðs.“

Cothran færði samkynhneigðum bræðrum sínum og systrum von sem þrá í raun og veru frið með því að segja: „Það er einfaldara en þið haldið að öðlast hann [raunverulegan frið] og þið mætið engum fordómum að þessu loknu. “ Hún hélt áfram: „Jesús mun hreinsa alla þá sem játa syndir sínar af fúsu hjarta. Kynvilla er einungis ein fjölmargra annarra. Hún er ekki meiri synd en hinar, en hún er synd.“

Cothran hyggst halda áfram viðleitni sinni til að hvetja og styrkja aðra meðlimi samfélags kynvilltra sem leitast við að öðlast frelsi úr fjötrum samkynhneigðarinnar. Hún segir: „Ég hef í hyggju að vera jafn „opinská“ hvað áhrærir afturhvarf mitt eins og ég var hvað áhrærir líf mitt sem lesbía.“

Lesið vitnisburð Cothran í heild:

http://www.venusmagazine.org/cover_story.html

10 athugasemdir

Athugasemd from: Jon Valur Jensson

En ætli hún megi nú segja þetta? Eru það ekki bara vissir skápar, sem fólk má koma út úr – ekki aðrir?! En nú fer ég að lesa þetta í heild hjá henni.

01.03.07 @ 10:27
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Samkvæmt boðskap bæjarstjórafrúarinnar nýju í Bolungarvík og fyrrum blaðamanns á Talstöðinni á að þegja sannleikann í hel þegar hann stangast á við „rétttrúnað“ veraldarhyggjunnar sem á að vera aðalsmerki „góðs,“ „frjálslynds“ íslensks blaðamanns á upplýsingaöld.

Segja verður sem er að þeim hefur tekist það þokkalega vel á fjölmiðlunum og „sannleikssían“ virki jafn vel og sían í lofthreinsitækinu sem ég verð að nota vegna svifyksmengunar. Öll er þessi afstaða „líberalismans“ fremur korguð.

Ég renndi í gegnum lesendabréfin á Venus þar sem þeir skamma þennan fyrrverandi samsinnung sinn og merkilegt nokk ásaka þeir hana um að hafa gert þetta af sömu ástæðum og Daniel Ortiega í Nikaragúa: Sjálfri sér til ávinnings! Vissulega er það rétt út frá ákveðnum forsendum. Allir verða mikils ávinnings aðnjótandi sem játa syndir sínar með því að snúa sér til Krists, Drottins.

01.03.07 @ 10:45
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Vel botnað hjá þér, nafni.

01.03.07 @ 14:03
Athugasemd from: Haukur Viðar Alfreðsson
Haukur Viðar Alfreðsson

Þið eruð nú alveg kostulegir. Slægjið internetið bakkanna á milli til að leita að einhverju bitastæðu til að reyna að sannfæra fólk um að samkynhneigð sé synd.

Og þetta er það sem ég fæ. Einvher no-name lesbía á einhverju blaði sem var lesbía og er það ekki lengur.

Hmmm…..þá var hún augljóslega aldrei lesbía heldur hélt að hún væri það.

01.03.07 @ 23:16
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Vandamálið er ekki, að við kennum, að samkynhneigð sé synd, heldur hitt, að þú kannt svo illa að lesa.

Við erum margbúnir að taka fram, að hneigðin sé ekki synd (a.m.k. ekki sögð það í Biblíunni), heldur gjörðin.

Lokasetning Hauks er annaðhvort dæmigerður áróður eða ber því einfaldlega vitni, að hann hafi ekki lesið greinina hennar Charlene.

02.03.07 @ 00:19
Athugasemd from: Haukur Viðar Alfreðsson
Haukur Viðar Alfreðsson

Lokasetning mín er ekki meiri áróður en það að kalla samkynhneigða kynvillinga. Það er áróður.
Ég las greinina. Fínt að hún uppgötvaði það að hún var ekki lesbía. Eða kannski var hún lesbía en “fann Guð” alveg eins og dávaldar sem hjálpa fólki að hætta að reykja.
Allavega, vonandi mun hún lifa hamingjusömu lífi það sem eftir er með konu eða karli eða einsömul.

02.03.07 @ 02:00
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Samkynhneigðir eru yfirleitt ekki kallaðir ‘kynvillingar’ lengur, og sjálfur geri ég það ekki. Kynhverfa hef ég einstöku sinnum kallað þá, og það er t.d. gert í nýútkomnum Jóni á Bægisá, sem að þessu sinni er allur helgaður W.H. Auden (nr. 11, 2007, s. 24), í bréfi hans til Christophers Isherwood, en þar segir skáldið m.a., þar sem hann er spurður um kynferðislíf Íslendinga (sennilega um eða fyrir 1950): “Kynhverfa mun vera fátíð.”

Orð Hauks: “Eða kannski var hún lesbía en “fann Guð” …” kippa alveg fótunum undan hinni frökku staðhæfingu hans í fyrri athugasemdinni: “Hmmm….. þá var hún augljóslega aldrei lesbía heldur hélt að hún væri það.” Sú staðhæfing var sem sé ekki meiri vísindaleg vissa í huga Hauks en þetta!

Já, hún fann Guð. Það breytir lífi fólks, Haukur, það breytti mínu og að ég hygg flestra eða allra, sem taka kristna trú – það getur líka breytt þínu lífi.

02.03.07 @ 08:18
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Þið eruð nú alveg kostulegir. Slægjið internetið bakkanna á milli til að leita að einhverju bitastæðu til að reyna að sannfæra fólk um að samkynhneigð sé synd.

Haukur virðist ekki gera sér ljóst að kirkjan hefur yfir að ráða öflugum netfjölmiðlum sem gera kristnum mönnum um allan heim kleift að fylgjast með því helsta sem gerist daglega (Zenith) á helstu tungumálum jarðarinnar.

Þrátt fyrir að undansláttarguðfræði póst-módernískrar ofurfrjálslyndisguðfræði túlki orðið synd með allt öðrum hætti en meginstraumur kristinna manna í heiminum, mun samkynhneiðgum ekki auðnast að valta yfir kirkjuna með hjákátlegum boðskap sínum og skilgreiningum á því hvað er synd eða ekki synd.

Fúlegg getur aldrei kennt hænunni að verpa!

03.03.07 @ 07:18
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Synd er guðfræðilegt hugtak. Það tilheyrir ekki veraldarhyggjunni, og Haukur getur því sparað sér þá ímyndun, að við þurfum að leita út fyrir Heilaga ritningu og kristna trú til að fjalla um syndina. Kynferðisleg mök fólks af sama kyni eru synd að skilningi bæði Gamla og Nýja testamentisins. Við þurfum ekki að fara út fyrir kristnar heimildir til að reyna að sannfæra fólk um að samkynja kynmök séu synd. Hins vegar geta veraldleg fræði á margan hátt staðfest réttmæti þess skilnings kristinna, að samkynja mök séu ekki affarasæl fyrir mannkynið. Afleiðingarnar af útbreiðslu ýmissa kynsjúkdóma, t.d. sárasóttar og AIDS, eru m.a. til marks um það. Saklausir gjalda vegna ábyrgðarleysis annarra, það á sér ekki sízt stað í þessum málum.

03.03.07 @ 11:08
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Í guðfræðlegri merkingu getum við þannig talað um „kynsynd,“ synd gegn hinni náttúrlegu tilhögun kynlífsins (enginn vísindamaður þrætir fyrir þá tilhögun að nýr einstaklingur verði til með mökum karls og konu).

En eitt af tíyrðum trúarjántingar veraldarhyggjunnar eru óskoraður réttur til að tortíma mannkyninu með sjálfseyðingarhvöt sinni. Á öðrum stað hér á kirkju.net er þetta nefnt SAKRAMENTI DAUÐANS.

TENGILL

Einungis þessi staðreynd segir okkur að veraldarhyggjan sé ofsatrú sem sé mannfjandsamleg (sjá afstöðu konunnar hér að framan sem vill leysa unglingavandamálið með auknum fósturdeyðingum)!!! Þetta er „palli-er-einn-í-heiminu“ árátta veraldarhyggjumannanna: Þegar við erum orðnir einir eftir getur okkur liðið vel.

03.03.07 @ 13:08