« ÞRÁ EFTIR KRISTI – Bæn eftir Bernadínu frá Siena (d. 1444)DROTTING FRIÐARINS: OPINBERANIR MARÍU GUÐSMÓÐUR Í MEDJUGORJE »

16.01.07

  08:52:40, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 514 orð  
Flokkur: Hið flekklausa hjarta Maríu, Hirðisbréf páfa

Útdráttur úr hirðisbréfi Píusar páfa XII, Mystici Corporis, frá 29. júní 1943

heart_of_mary

„Elskuverðu bræður! Megi Meymóðir Guðs heyra bænir föðurhjarta vors – sem er jafnframt vorar eigin bænir – að allir megi öðlast elsku á kirkjunni sökum hennar sem var fyllt guðlegum anda Jesú Krists í syndlausri sál sinni umfram allar aðrar skapaðar verur, hennar, sem „í nafni alls mannkynsins“ gaf samþykki sitt svo að „Guðsonurinn gæti sameinast mennsku eðli í hinu andlega brúðkaupi.“

Þegar í skauti Meyjarinnar bar Kristur og Drottinn okkar þegar þann háleita titil að verða höfuð kirkjunnar. Í undursamlegri fæðingu opinberaði hún hann sem uppsrettu yfirskilvitlegs lífs og boðaði hann nýfæddan sem spámann, konung og prest fyrir gyðingunum og heiðingjunum sem komu til að tilbiðja hann. Auk þess varð Sonur hennar við bænum Móður sinnar í „Kana í Galíleu“ þar sem hann framkvæmdi kraftaverk svo að „lærisveinar hans trúðu á hann.“

Það var hún, hin önnur Eva og frjáls undan allri synd, erfðasyndinni sem persónulegum syndum og sem var óaflátanlega sameinuð Syni sínum sem bar hann fram sem fórn frammi fyrir hinum Eilífa Föður á Golgata sökum allra barna Adams sem flekkuð voru af syndinni eftir hið óheillavænlega fall og móðurréttur hennar og elska var samofin þessari fórn. Þannig varð hún sem að holdi til var móðir höfuðs okkar að Móður allra lima hans í mætti sársauka síns og dýrðar.

Það var hún sem í krafti bæna sinna kom því til leiðar að Anda okkar guðdómlega Endurlausnara sem hann hafði þegar gefið á krossinum var úthellt ásamt yfirskilvitlegum náðargjöfum yfir hina nýstofnuðu kirkju á Hvítasunnunni. Að lokum var það hún sem bar af hugrekki og trúfesti ógnarbyrðar hryggðar sinnar og einmanakenndar, hún, sem sannarlega er Drottning píslarvottanna fram yfir alla hina trúuðu og uppfyllti þannig það sem enn skortir á þjáningar Krists . . . fyrir líkama hans sem er kirkjan.“ Og hún heldur áfram að auðsýna hinum leyndardómsfulla líkama Krists sem varð til sökum gegnumstungins Hjarta Frelsara okkar móðurlega umhyggju sínu í þeirri brennandi elsku sem hún umvafið og nærði Jesúbarnið á í jötunni.

Megi hin blessaða Mey, hin háheilaga Móðir allra lima Krists – en vér höfum falið allt mannkynið hinu Flekklausa Hjarta hennar af fullkomnu trúnaðartrausti – og sem ríkir nú á himnum ásamt Syni sínum þar sem líkami hennar og sál er umvafin himneskir dýrð, megi hún ávallt biðja hann um að straumur gnægta himneskrar náðar hans megi streyma frá háleitu höfði hans til allra lima leyndardómsfulls líkama hans. Megi hún umvefja kirkjuna í dag eins og fyrr á tímum í verndarhjúpi sínum þannig að öll kirkjan og allt mannkynið njóti friðar Guðs.

No feedback yet